Lögberg - 08.10.1953, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.10.1953, Blaðsíða 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas • Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs ...-'■T ----- ----- ' " 1 ,'TJ Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs -------------------------------- 66. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 8. OKTÓBER, 1953 NÚMER 41 Lögberg þessa viku er helgað aidarafmœli Stephans G. Stephanssonar 1 Laugardaginn 3. október voru 100 ár liðin frá fæðingu Stephans G. Stephanssonar skálds. Til minningar um það efndi dr. Gillson til hádegisverðar með nokkrum kennurum há- skólans og fáeinum íslendingum úr bænum. Að loknum hádegisverðinum var gengið yfir í íslenzku lestrarstofuna í hinu nýja bókasafni, þar sem skrifborði Stephans og fleiri munum hefur verið komið fyrir til varðveizlu. Flutti próf. Finnbogi Guðmundsson þar stutt erindi um skáldið og lýsti þeim munum hans, er íslenzku deildinni hefði nýiega borizt frá börnum skáldsins. Þakkaði dr. Gillson hinar góðu gjafir, en Walter Líndal mælti fáein orð að hálfu þeirra, er boðnir höfðu verið til þessarar samkomu í minningu skáldsins. Fró horni Stephans G. Stephanssonar í íslenzku lestrarstofunni eftir FINNBOGA GUÐMUNDSSON Um það hefur nokkuð verið rætt bæði hér og á íslandi, að vel færi á að koma munum Stephans G. Stephanssonar fyrir á safni til framtíðargeymslu, ef börn hans kysu það og ekki þætti ráð- legt að varðveita þá í hinu gamla heimili Stephans, er stað- ið hefur öð^u hverju autt um árabil. Virtust þá einkum tveir staðir koma til greina, Reykja- vík og Winnipeg. Þegar í ljós kom við byggingu hins nýja bókasafns Manitoba- háskóla, að íslenzku deildinni yrði þar ætluð sérstök lestrar- stofa, vaknaði strax sú spurning, hvört þar mundi ekki fenginn tilvalinn samastaður fyrir muni Stephans G. Stephanssonar. Bar ég þetta undir ýmsa hér við skólann og ráðgaðist einnig um það við menn heima á ís- landi. Hinir síðari sögðu sem var, að gaman væri að fá mun- ina til íslands, en við ættum þó að varðveita þá sjálfir, því að okkur gæti orðið bæði styrkur og hvatning að þeim, en hvorugs mættum við án vera. Að sjálf- sögðu ræddi ég þetta við eftir- lifandi börn Stephans, þau Jakob, Jóný og Rósu og þó sér- staklega Rósu nú í sumar. Varð það úr, að ég skrapp í haust vestur til Markerville til að sækja muni þá, er þau systkinin hugðust fela háskólanum til varðveizlu. Skal nú frá þeim skýrt í fáeinum atriðum. Skrifborð Stephans mun vera frá því fyrir eða um aldamótin, og smíðaði það vinur hans og nágranni, Jón Jónsson frá Strönd. Stephan orti seinna (árið 1908) erfiljóð um Jón, magnað og myndauðugt. En fyrstu 3 erindin eru þannig: Strandar-Jóns á steðja storknar riðið. Smiðjuafl er orpinn öskugjalli. Lækka stroknir lokkar lokarspóna. Nú er greypt í grópum gaflhlað efsta. Jón gat haga hugsun heitt að afli, sló og stælti á stéðja stál til góðverks. Vinskap út úr viðar völum skar hann, trúleik sinn hann telgdi í trausta-smíði. Snilld hann átti að erfðum, engan lærdóm. Hug og mannvit mikið, minna af fróðleik. Kjark og afl við örðugt atlot færri. Skaplund skörung mennis, skjallmál engin. Stephan hafði skrifstofu á heimili sínu, þar sem hann var vanur að sitja oft fram á nætur við kveðskap sinn og bréfa- gerðir. Kallaði hann stofu þessa kompu, skrifborðið púlt, en staðinn, þar sem hann hafði það, hornið sitt. Auðvitað voru þessi nöfn öll í gamni gefin, Stephani fundizt orðin skrifstofa og skrifborð of stórkostleg einum bóndakarli, enda munu ekki margir þar vestra hafa haft sér- stakt herbergi til ritstarfa í híbýlum sínum. Stóll Stephans er mun yngri en skrifborðið. Hafði Helga, kona Stephans, sent honum hann, er hún var að heiman á ferðalagi. Stephan byrjaði um 1890 að birta kvæði sín að marki í ís- lenzku vikublöðunum í Winni- peg, en síðar einnig í blöðum á íslandi. Fyrstu tvær ljóðabækur hans komu út 1894, Úti á víða- vangi (í Winnipeg) og 1900, Á ferð og flugi (í Reykjavík). Varð hann brátt vel kunnur af kvæðum sínum, og hvöttu hann ýmsir, er fram liðu stundir, til að gefa út ljóð sín í heild. Mun Eggert Jóhannsson hafa staðið þar framarlega í flokki, en hann var fornvinur Stephans og hafði sem ritstjóri Heimskringlu birt mörg hinna fyrri kvæða hans. Stofnuðu vinir Stephans bæði í Bandaríkjunum og Canada loks til samtaka um útgáfu ljóða hans eða þriggja fyrstu bind- anna af Andvökum, er prentuð voru í Reykjavík 1909 og 1910. Þessir sömu vinir hans buðu honum síðla árs 1908 í upplestr- arferð um byggöir Islendinga. Var hann um þrjá mánuði í för- inni (nóv. -1908—jan. 1909). Á kveðjumóti, er honum var haldið í Winnipeg, áður en hann hélt vestur aftur, ætluðu nokkrir vinir hans í Winnipeg að gefa honum silfurbúið dyrkkjarhorn að skilnaði, en smiðurinn, Guð- jón Thomas, fékk ekki lokið því fyrir mótið, og var það þess vegna sent honum vestur seinna. Á hornið var m. a. grafið heitið VINAMINNI og þessi kunna vísa úr Sigurdrífumálum: Bjór færi ek þér, brynþings apaldr, magni blandinn ok megintíri; fullr er hann ljóða og líknstafa, góðr$t galdra ok gamanrúna. Þegar Stephani barst hornið, skrifaði hann Eggert Jóhanns- syni svofellt þakkarbréf (25. febr. 1909): Góði vin, „Hornið“ kom í gærkveldi. Innilega þökk mína til ykkar allra fyrir það og allar aðrar góðar gjafir, nú og áður. „Hornið“ er dýrgripur, haglega gert og af snilld, eftir mínu viti að dæma. Ekki er vísan úr Sigurdrífumálum sízt. Hún er sú kristnasta drykkjuvísa, sem ég mmnist, þó margar séu þær góðar. Ég bjóst við ég þyrfti einhvern tíma að þýða hana enskum kunningja, óviðbúinn svo í mér stæði, svo ég sneri henni samstundis. Brosið þið nú líka að enskunni minni, en svona er hún: Beer I bring you, Bold warrior Brewage of good health And greatest honour. Fraught with sounding songs Sorcery of kindness Magic of friendliness And mirthful tokens. Berðu kæra kveðju mína öll- um veitendunum að „Vina- minni“, og vertu sjálfur bless- aður og sæll. Þinn einlægur Stephan G. Slephansson Þetta horn er nú meðal þeirra muna Stephans, er varðveittir verða syðra á bókasafninu. Þegar Andvökur voru komnar út, létu umsjónarmenn útgáf- unnar, 34 að tölu, binda öll 3 bindih í eitt forkunnarfagurt band, er þeir sendu honum síðan að gjöf til minningar um sam- starfið. Titilblöð voru mörg, og á einu stutt ávarp, á öðru kvæði eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson og loks á þremur blaðsíðum nöfn útgefendanna með eigin hendi hvers þeirra. Þegar Stephan fékk þetta ein- tak, ritaði hann Eggert Jóhanns- syni á þessa leið (9. jan. 1912): Góði Eggert minn, Bréf þitt kom á föstudags- kvöld (5.), bókin í gærkveldi (8.). Hjartans þökk til ykkar allra fyrir gjöfina og velvildina. Bandið er afbragðsfagurt, sjálf- sagt hið vandaðasta, sem ég hefi séð á íslenzkri bók, og þó trúi ég mér þyki það mætfist, sem skrif- að er innan spjalda. Eini gallinn á því var, að eitt nafnið skyldi þó vanta, þó engum s£ um að kenna. En það örlæti að fara t. d. í þann aukakostnað að sér- stimpla rithönd mína í gylling- unni á framsíðunni! — Innileg- ustu kveðju míha til þín og ykkar allra. Stephan G. Slephansson Úr þessum galla, sem Stephan talar um, tókst að bæta síðar, eins og sést í hinu merkilega eintaki, sem nú er geymt með munum hans. En Stephan átti víðar trygga vini én hér vestra, svo sem sannaðist, er íslendingar austan hafs buðu honum til Islands árið 1917. Stóðu fjölmörg félög að boðinu, svo að segja mætti, að þjóðin hafi boðið honum, a. m. k. tók hún öll á móti honum. í bréfi, sem Stephan skrifaði Eggert Jóhannssyni 19. marz 1917, segist hann hálfkvíða við að verða vinum sínum von- brigði, eiga orðstír, sem hann varla valdi. En þó kveðst hann heldur vilja verða að glóp en að „gjalti“. Eggert hefur þótt ástæða til að örva hann dálítið, því að í svari sínu til hans segir hann m. a. (25. apríl 1917): Jú, ég hafði frétt um væntan- lega Islandsferð þína, áður en bréf þitt kom. Og, trúðu mér, ég gladdist af þeirri fregn og svo af fullvissunni um það í þínu bréfi, margra hluta vegna. Austur-íslendingar, eða stofn- þjóðin, á þér gott að gjalda, ekki síður en Vestur-íslendingar. Ekkert af skáldum þjóðarinnar hefir, fyrr eða síðar, fært henni eins mikið af nýju og áður alls- ókunnu efni, eins og þú, og þar í fel ég söguskáldin ekki síður en ljóðskáldin. Allt þetta hefir þú unnið kauplaust, — unnið það í hjáverkum alla ævi, að kvöldi og um nætur, þegar náttúran heimtaði, að þú hvíldist frá striti dagsins. Þegar á allt þetta er litið, þá getur varla húsfaðir skammtað smérið smærra en svo, að eftir 40 ára kauplausa þrælkun fái vinnumaðurinn fría ferð til landsins, sem geymir sögu og minningar hans og allra íslendinga, — fría ferð á skipi, sem þjóðin sjálf á, og 2—3 mán- aða dvöl í landinu. Skuldi þjóð- in þér ekki svona mikið, skuldi hún þér ekki meira en þetta „frísprok“, þá hefir hún á sinni 1042 ára ævi aldrei skuldað nokkrum manni eyris virði. Heimferð Stephans varð sann- kölluð sigurför og viðtökurnar einstæðar. Get ég ekki stillt mig um að birta stuttan kafla úr frásögn Stephans um þær í rit- gerð, er hann kallaði Jökul- göngur. Þar segir hann m. a.: Ég hefi aldrei jöklana klifið, ég er ekki brattgengur. En komið hefi ég af öræfum ofan í íslenzka sveit og átti svo góðar ferðafylgjur, að þær sóttu að héraðsbúum með hátíðahug. — Þarna frammi 1 grjótagötunni, morgunmegin í hlíðinni, þar sem þau stingast í stúfa, byggð og brunahraun, kemur upp laus- ríðandi lest, hálft hundrað karla og kvenna, líklega á leið til ein- hvers mannamóts. Ég er Vest- maður og hugsa allt á verzlun- arveg og gríp til minninga úr fornu fari; kemur því helzt í hug, að héraðið sé komið á hest- bak áleiðis í kaupstaðinn, en gleymi hinu, að kaupstaðir standa við sjó, en ekki uppi á öræfum. Þessi þyrping stígur af baki og bíður. Ég ríð fram í flokkinn, niður í skarðbrúnina, þangað sem víðfeðmi vatns og sveitar breiðist út á báðar hendur. Þar rís getspeki mín loks á réttan kjöl. Þetta er ekki kaupstaðarfólk — það er íslenzk gestrisni að fagna komu ferða- mannanna! Þó eru heyannir að hefjast, uppskerutími íslenzka bóndans, örstuttur og veltandi á veðrinu, en sem allflestar árs- bjargir héraðsbúa hvíla á. Þennan dag er gott vinnuveður, að hálfu eytt í gestrisni! Vest- rænni aðsjálni finnst það nærri skylduverk að fjúka upp og mót- mæla, ef það héldi ekki aftur, að hún stendur augliti til auglits við lífsgleðina, sveitaalúðina, héraðsfegurðina. Ekki er að vita nema það sé einmitt þetta skemmtilega, áhyggjulausa ör- læti með góðviðrisstundirnar stundum, sem veitir þessum Framhald á bls. 4 'iitv£a ceHeSmtts tííc sev’CJ 'm spimtú>H anVtoof< jnjmona tTicse- be+LC.r ' STtrtyAugsse. LJ. - ^ 0 qcn*4Trus'yijioy>M}narnu?s><xluaf(tkrvunyc& & periohicaís, mfuWofnuany tj«M¥ ofcoriúí wom Æovfehas Qftb to maí^tke Iceíai-íhit í-euecttou vu>u>1 vyuscb m tm« a mdamcentre ín- Canabii viuro dtc rrseorc JvworGgr aittyáit yencA-atstuaitnZ matj cnjotj tik- cuftu.mí/ ítmfqcje- oplccjq íUstnnj.lts Gmcþ f y uiuie a»iV its Ciferatturer ÍWr3lXÚ pft aHfUtvvGL/is bappi) t& wcicgvnc fiimasan i,noPe>nC\j > ToOjrtcthim as ific nyrc&aitatíiv ■^*s b 1>U' contutw vc conmt-w, co mc vemrntunp of lcc- uwuHæJoj icjuaojc a>b>ii£tratii rcin tkisilnivcrsitu. tethiris rchisJwitielöncCdtc UniwnsiOftj toamy kicCtothu pcoplc 'förfJcGuzruCiis nrmnest tfQtC^niostcordw^qood nish <’« (ycítjxíj:cfttie ihtiwnitit f " • - — ~ V- -V _____ J. QuaJji1 W v* j ?X, C' laKww vi.BöarcC <*f ÍV**MÍ*»ii'***a - Ci«4uvc«ji<-r Þetta heiðursskjal var afhent sr. Einari Sturlaugssyni við vígslu nýja háskólabókasafnsins 26. sept. s.l. Skjalið ritaði Gissur Elíasson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.