Lögberg - 08.10.1953, Blaðsíða 7

Lögberg - 08.10.1953, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 8. OKTÓBER, 1953 7 Nýtt rit á ensku um landnám íslendinga í Norður-Dakota Eftir prófessor RICHARD BECK Um þessar mundir kemur út á vegum stofnunarinnar „North Dakota Institute for Regional Studies“, sem stendur í sam- bandi við Landbúnaðarháskóla Norður-Dakota ríkis í Fargo (North Dakota Agricultural Cal- lege), stærðarrit á ensku, Modern Sagas, og athyglisvert að sama skapi, um landnám ís- lendinga í Norður-Dakota, eftir Mrs. Thorstínu Jackson Walters. Hefir stofnunin áður gefið út ýmsar aðrar merkar bækur. Mrs. Thorstína Walters er kunn löndum sínum, ekki sízt Vestur-íslendingum, fyrir nt- störf sín, fyrirlestrarhöld og af- skipti af félagsmálum þeirra. Hún er, eins og kunnugt er, dóttir hinna merku landnáms- hjóna Þorleifs Jóakimssonar Jackson og Guðrúnar ljósmóður Jónsdóttur konu hans, er bjuggu um langt skeið í Akrabyggð í Norður-Dakota, en gerðust síð- ar stuttu eftir aldamótin land- nemar í grennd við Leslie-bæ í Saskatchewan-fylki. Eins og margir landar hans að fornu og nýju, var Þorleifur prýðilega menntaður maður af sjálfsdáð- um og lagði merkilegan skerf til sögu íslendinga í Vesturheimi með þrem bókum sínum um það efni. Hefir Thorstína dóttir hans, eins og ritstörf hennar sýna, erft áhuga hans á sögulegum fræð- um, en frumbyggjalíf íslendinga í Vestur heimi þekkir hún af eigin reynd, þar sem hún kynnt- ist því á æsku- og uppvaxtar- árum í tveim meginbyggðum íslendinga vestan hafs, Norður- Dakota og Vatnabyggðum. Hún er kona víðmenntuð, lauk B. A. prófi í tungumálum á Wesley College í Winnipeg, og síðar prófi í félagsfræði (Sociology) á Columbia-háskólanum í New York. Vann hún framan af árum að kennslustörfum, en síðan að líknarstarfsemi bæði í Norður- álfunni að lokinni heimsstyrjöld- inni fyrri og fram á síðari ár í Bandaríkjunum; en á stríðsár- unUm seinni hafði hún með höndum starf í þágu 'Upplýs- ingaskrifstofu Bandaríkjastjórn- ar, meðan heilsa hennar leyfði. Á hún því að baki langa starfs- sögu, en kunnust er Thorstína þó löndum sínum fyrir ritstörf og fyrirlestrarhöld, eins og fyrr getur. Hin umfangsmikla og fróðlega bók hennar, Saga íslendinga í Norður-Dakoia (1926), er þekkt- ast af ritum hennar, að minnsta kosti meðal íslendinga, enda oft til þeirrar bókar vitnað af þeim, sem fást við þau fræði, er hún fjallar um. En Thorstína hefir einnig ritað fjölda greina og rit- gerða um ísland og íslendinga í merk amerísk blöð og tímarit, svo sem The Chrislian Science Moniior, The New York Times, Currenl Hisiory og The Amer- ican-Scandinavian Review. Hún þýddi einnig á ensku rit Matt- híasar Þórðarsonar þjóðminja- varðar um Vínlandsferðirnar, The Vinland Voyages, er út kom Mrs. Thorsiína Waliers 1930 í ritsafni Landfræðifélags- ins ameríska (The American Geographical Society) undir rit- stjórn Halldórs prófessors Her- mannssonar með inngangi eftir dr. Vilhjálm Stefánsson. Thorstína flutti einnig á sín- um tíma erindi um Vestur- Islendinga víða á íslandi og fyrirlestra um ísland og Islend- inga víðsvegar í Bandaríkjunum og Canada, og vann með þeim hætti þarft og þakkarvert kynn- ingarstarf á báða bóga, enda var hún í viðurkenningarskyni sæmd Riddarakrossi hinnar ís- lenzku Fálkaorðu. Hlutdeild Thorstínu í heimför Vestur- íslendinga á Alþingishátíðina 1930 er mönnum í fersku minni, en fyrir þá starfsemi sína var hún sæmd Heiðursmerki Al- þingishátíðarinnar. Skal þá vikið aftur að hinni nýju bók Thc*rstínu um landnám íslendinga í Norður-Dakota. Vorið 1944 veitti ríkisháskólinn í Minnesota (University of Min- nesota) henni fjárstyrk (Fellow- ship) til þess að semja sögu ís- lendinga í Norður-Dakota bæði frá sögulegu og félagsfræðilegu sjónarmiði. Hófst hún þegar handa um söfnun efnisins, en átti þó mjög erfiða aðstöðu til þess, því að um þær mundir ágerðist sjúkdómur sá, sem hún hafði um skeið átt við að stríða, æðakölkun (Multiple Sclerosis), svo að hún varð að láta af störf- um hjá ríkisstjórninni. En þrátt fyrir það, að Thorstína hefir undanfarin ár legið rúmföst, gengið undir uppskurði og dval- ið langvistum á sjúkrahúsum, hefir hún ekki lagt árar í bát, en unnið ótrauðlega að víðtækum undirbúningi og samningu bók- ar sinnar, með þeim árangri, að hún kemur nú á prent þessa dagana. Samfagna vinir Thor- stínu henni innilega yfir því, að hún fær nú að sjá ávöxt fá- gætrar þrautseigju sinnar og hetjuskapar, sem vakið hefir bæði eftirtekt og verðuga að- dáun. Sýnir það sig í því, að Landsfélagið „National Multiple Sclerosis Society“ í Bandaríkj- unum, sem bækistöð hefir í New York, vinnur öfluglega að því að vekja athygli á um- M.D.333 ] Hansína Olson níræð ræddri bók hennar, og telur dæmi hennar öðrum til fyrir- myndar. Sá, sem þetta ritar, hefir átt þess kost að lesa bókina í hand- riti, en einhverjar breytingar kunna þó að hafa verið gerðar á henni í prentun. Hvað sem því líður, — og hér verður bókin eigi ritdæmd að nokkru ráði, heldur aðallega athygli dregin að henni, — er óhætt að full- yrða, að þar er um mjög eftir- tektarvert rit að ræða, sem bæði er gagnfróðlegt, vel samið og skemmtilegt aflestrar. Hin ítar- lega heimildarskrá aftan við bókina ber því vitni, hve víða að höfundurinn hefir dregið að sér efniviðinn, úr prentuðum heimildum og áður óprentuðum, og eftir munnlegum frásögnum áreiðanlegra manna og gagn- kunnugum viðfangsefnum. T. d. eru hér í fyrsta skipti birt áður óprentuð skjöl varðandi landa- leit íslendinga 1 Alaska, sem mikill fengur er að. Fyrstu kaflar bókarinnar fjalla um Vínlandsfund íslend- inga til forna og um sögulega og menningarlega arfleifð þeirra. Síðan er lýst hinum fyrstu vesturflutningum þeirra á 19. öldinni og tildrögum landnáms þeirra í Norður-Dakota. Að því loknu hefst saga landnemanna og afkomenda þeirra, og er brugðið upp fjölþættum og glöggum myndum úr lífi og bar- áttu landnemanna íslenzku; lýst atvinnulífi í landnáminu, kirkju- legu starfi og skólahaldi, og ekki sízt heimilislífinu, því að rétti- lega er lögð áherzla á það, hvern grundvallarþátt heimilið átti í öllu lífi og þróun nýlendunnar. Þá er tekin til sérstakrar athug- unar afstaða landnemanna og af- komenda þeirra til kjörlandsins og getið sérstaklega ýmsra þeirra sona og dætra landnáms- ins, sem á sínum starfssviðum hafa borið merki íslenzks mann- dóms fram til sigurs og getið sér frægðarorð. í bókinni koma, að vonum, margir við sögu, og þá einkum þeir, sem fasttengdastir hafa verið byggðinni og, að dómi höf- undar, túlka bezt það sjónarmið, sem bókin er rituð út frá; en hún er ekki samin með það fyrir augum að vera safn æviágripa, eins og fyrri bók Thorstínu um sama efni var að miklu leyti, heldur sögulegt og félagsfræði- legt yfirlit, og menningarsögu- legt að sama skapi. Frá því sjón- armiði hefir höfundur leitast við að rekja sögu landnámsins og gert það á skilmerkilegan og glöggan hátt. Er bókin eigi að- eins drjúgur skerfur og góður til sögu íslendinga í Norður- Dakota, heldur einnig jafnframt til sögu ríkisins í heild sinni, og þá um leið, eins langt og hún nær, skerfur til amerískrar inn- •flytjendasögu almennt. Bókin er prýdd fjölda mynda, meðal annars af málverkum úr hinum tilkomumikla vestur- hluta Norður-Dakota (North Dakota Bad Lands), eftir mann Thorstínu, Emile Walters, hinn víðkunna íslenzka listmálara, er verið hefir konu sinni stoð og stytta við samningu bókarinnar undir hinum andvígustu kjörum til slíkra starfa, eins og þegar hefir verið lýst. En málverk Emiles er að finna á frægum listasöfnum víðsvegar í Norður- álfu og Bandaríkjunum. Loks ber að geta þess sérstak- lega, að Dr. Allan Nevins, pró- fessor í amerískri sagnfræði við Columbia-háskólann og einn af allra kunnustu sagnfræðingum Bandaríkjanna, ritar formála að bókinni, en það hefði sá ágæti maður og snjalli rithöfundur vitanlega eigi gert, ef hann teldi hana eigi athyglisverða bæði um efni og meðferð þess. (Bókina má panta frá North Dakota Institute for Regional Studies í Fargo og vafalaust einnig um hendur Davíðs Björnssonar bóksala í Winni- Peg). Laugardagurinn 3. okt. rann upp bjartur og fagur og óvenju- lega hlýr fyrir þennan tíma árs. Það voru allir glaðir yfir góða veðrinu, en þetta var líka merki- legur dagur — það var afmælis- dagur Hansínu Olson, á Betel, og þennan dag varð hún 90 ára gömul. Hún hafði verið talsvert lasin dagana á undan, en nú leið henni betur, og hlakkaði til þess að sonur hennar og tengdadóttir, Mr. og Mrs. W. H. Olson, Winni- peg, mundu heimsækja hana. Og það brást heldur ekki — þau komu snemma um daginn og fóru beint í sumarbústaðinn sinn, því þar skyldi afmælis- veizlan haldin. Var ekki lengi verið að kveikja upp í ofninum, svo að hlýtt og notalegt yrði í stofunni, þegar mamma kæmi. Aðrir gestir, sem þorna voru st-addir voru: Mrs. Rúna Olson, Rannveig Bardal, Mr. og Mrs. J. Thordarson, Fríða Polson, Anna Þórðarson og Guðlaug Jóhannes- son. Klukkan að ganga 3 sótti Willi mömmu sína, og var hún borin á ástvinaörmum inn og út úr bílnum — og síðan sett við veizluborðið, sem var sett með dýrindis veitingum. En á miðju borði stóð afmæliskakan fagur- lega skreytt með tilhlýðilegri áletran. Þarna voru líka margar gjafir, kveðjur og kort, sem afmælisbarnið skemmti sér við að opna. Þar á meðal var bréf frá Dr. Valdimar J. Eylands og flutti hann henni kveðju frá Fyrsta lúterska söfnuði, ásamt sinni eigin kveðju og fjölskyldu sinnar. Einnig barst henni bréf frá Premier Douglas Campbell, og símskeyti frá Hon. J. S. Diarmid Lieut.-Govenor of Man. og frú; og bréf frá frú Laufeyju Vilhjálmsdóttur, Reykjavík, ís- landi, og syni hennar Finnboga VegSegt gullbrúð- kaup í Riverton Þann 24. ágúst 1953 söfnuðust vinir og vandamenn saman í samkomuhúsinu í Riverton til að heiðra Mr. og Mrs. H. Hallson í tilefni af 50 ára giftingaraf- mæli þeirra. Mr. og Mrs. Hallson hafa allt- af átt heima í Riverton síðan þau giftust, og gullbrúðurin all- an sinn aldur. Þau eiga þrjár dætur og ellefu barnabörn. Mr. Percy Wood var veizlu- stjóri. Fyrir minni gullbrúðar- innar mælti Mr. S. Sigurdson frá Winnipeg, sem átti heima í Riverton í mörg ár og starfaði með gullbrúðhjónunum í Bræðra söfnuði, sem þau bæði studdu af mætti. Var gerður góður róm- ur að ræðu Mr. Sigurdson, sem er vel máli farinn. Minntist hann á starf gullbrúðarinnar, bæði í þarfir safnaðarins og annara félagsmála byggðar- innar. Fyrir minni gullbrúðgumans mælti Dr. S. O. Thompson. Mintist hann á löngu liðr.a tíð, þegar foreldrar hans áttu heima í Nýja-lslandi, og hve Hallsons- bræðurnir reyndust þeim hjálp- samir í frumherjabaráttunni, löngu áður en járnbraut var lögð og vegleysur tilfinnanlegar. Mikið var um söng, á íslenzku, á milli ræðanna. Einnig sungu einsöngva ungfrúrnar Geraldine Björnson og Helga Swanson, en við hljóðfærið var Mrs. Martin. Margar veglegar gjafir frá vinum og vandamönnum voru frambornar. Þar á meðal gullúr frá elztu dótturinni, og margt annað frá skyldfólki. Fyrir hönd Kvenfélags Bræðrasafnaðar af- henti Mrs. Ólafsson forseti fé- lagsins, heiðursgestunum gull- locket og „dinner set.“ Ágætar veitingar voru fram- bornar af byggðarfólki, og síðan skemti fólk sér við dans um nokkra stund. Fréllarilari Lögbergs, Riverton Guðmundssyni, prófessor í Win- nipeg — og ótal fleiri. En þessi bréf og kort glöddu hana ósegj- anlega mikið. Þegar kvölda tók kvaddi hún ástvinina og var aftur flutt á heimilið sitt, Betel, þar sem hún bíður með hinum sólsetursbörn- unum eftir því að sjá sólina koma upp hinum megin — og samfundum við horfna ástvini. Hansína Olson á langan og merkilegan æviferil, þar sem skiptzt hafa á skin og skuggar, eins og gengur og gerist. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Húsavík, S.-Þingeyjarsýslu, ís- landi, en fluttist ung stúlka vestur um haf og giftist hér Haraldi Olson. Þau bjuggu vest- ur í Argyle í nokkur ár, en síð- an áttu þau heima hér í Winni- peg, þar til hún fluttist til Betel fyrir rúmlega 2 árum. Hún hefir tilheyrt Fyrsta lúterska söfnuði í meir en 70 ár, og verið með- limur Kvenfélagsins frá byrjun. Á borðinu við rúmið hennar voru yndislegar rauðar rósir frá kvenfélagskonunum sem sönn- uðu að félagssystur hennar minntust dagsins. Þessi dagur verður mér ó- gleymanlegur. Góða veðrið og náttúrufegurð haustsins, og hin aldraða kona, lotin og þreytt, með snjóhvítt hár, en svipurinn blíður og bros á vör. — Mér kom til hugar vísa Steingríms Thor- steinssonar: „Vor er indælt, ég það veit, þá ástar kveður raustin. En ekkert fegra á foldu ég leit, en fagurt kvöld á haustin “ Það var á frumsýningunni og aðal-leikkonan dró sig í hlé til herbergja sinna eftir seinasta þátt. — Skömmu síðar heyrðist neyðaróp koma frá herbergi leik- konunnar og umboðsmaður henn ar ásamt meðleikendum hlupu til herbergja hennar. — Ég hef verið svikin, hróp- aði leikkonan, — lítið á ellefu blómvendir! — Ellefu blómvendir, sagði umboðsmaðurinn, — hafið þér fengið ellefu blómvendi, — það er dásamlegt, að hugsa sér? — Ellefu, hrópaði leikkonan aftur æf — en ég greiddi fullt verð fyrir tólf! ☆ Bóndi nokkur var í vandræð- um með hross, sem hann átti, því hrossið komst ekki úr sporunum, hvernig sem bóndinn reyndi að lemja það áfram. Bóndi tók þá það ráð að hringja til dýralæknis, sem kom og rannsakaði hrossaumingjann. — Að rannsókninni lokinni, tók dýralæknirinn upp pillu og gaf hestinum, en pillan hafði þau áhrif, að hesturinn tók á sprett og hvarf út í buskann! — Og hvað kostar pillan, læknir? spurði bóndinn. — Hún kostar 25 krónur, svaraði læknirinn. — Láttu mig fá aðra pillu í viðbót, sagði bóndinn, — ég ætla mér að ná í hestinn! ☆ - Langorður ræðumaður var á- kaflega gramur yfir hávaðanum í áheyrendum sínum. — Heyrið þið nú, góðir áheyrendur! Þið gerið svo mikinn skarkala, að ég heýri ekki til sjálfs mín. — Þá heyrðist rödd frá áheyrenda- pöllunum. — Vertu feginn, góði, þú ferð ekki á mis við neitt. Guðlaug Jóhannesson FREE Winter Storage Send your outboard motor in now and have it ready for Spring. Free Estimates on Repairs Specialists on . . . Johnson - Evinrude & Elto Service Breen Motors Ltd. WINNIPEG Phone 92-7734 CHOOSING A FIELD A Business College Education provides the basic information and training with which to bégin a business career. Business College students are acquiring increasing alertness and skill in satisfy- ing the needs of our growing country for balanced young business people. % Commence Your Rusinesg Training Immediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 74-3411 695 Sargent Ave., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.