Lögberg - 08.10.1953, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.10.1953, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 8. OKTÓBER, 1953 3 Kvöld að Kirkjuhóli 3. okl. 1853 Vetur nálgast veldisstólinn. Vefjast fjöllin hvítum hjúpi. Síluð ströndin endurómar ekkasog frá hafsins djúpi. Fleygir gestir flúið hafa Fannaey til Sólskinslanda. Gýgjarfoss sín kvæði kveður. Köldum gjósti fjöllin anda. Vesturfjölhn hafa 'nulið hinzta bros frá liðnum degi. Loft er heiðríkt. Gráföl gríma grúfir yfir fold og legi. Hélan skín við skarðan mána. Skjálfa ncrðurljósa iður. Hnattagrúi í geimsins djúpið geislaflóði hellir niður. Nú er Skagaíjörður fríður. Fjöllin prúð á verði standa. Glettnar bárur lög sín leika létt og glatt við Borgarsanda. Bjart er yfir sveit og sævi, silfurglit um fjöll og haga. Allt frá fjarðar innstu dölum út á nyrztu tá á Skaga. Að Kirkjuhóli, — hreysi lágu, helgar ríkja gleðistundir. Þetta kvöld er kotbúendum kærust gjöfin lögð í mundir. Móðir björt að brjósti hlýju blíðlynd vefur soninn unga. Lofar guð án allra orða af ástarSælu er fjötruð tunga. Langt er ei til lofts né veggja, lítið rúm til veizluhalda. Frá gluggakytru skjálgeyg skíma skimar um moldarveggi kalda. Enginn jöfur á hér heima aurasafns né klaufahjarðar. Hér þó standa á heiðursverði heilladísir Skagafjarðar. Himinbjartar, helgar verur hring um litla kotið mynda. Sveiptar norðurljósa leiftrum, er létt á geirhsins vogum synda. í aftanblænum hljótt þær hvísla heitum bænum, spám, sem rætast. Heilög von frá hjarta móður og heillaóskir þeirra mætast. „Skáldaaugu, íturfögur eru þessa litla snáða. Gefum honum gjafir nokkrar. Gnægð vér eigum hollra ráða. Greypum þær í hug og hjarta. Ef hlýðir þeim er sigur fenginn.. Og þjóðin mun um allar aldir elska litla kotadrenginn. Ekki muntu baða í blómum. Brautir ryðja ofurmenni. Ekki þarftu að. óttast heldur að í slóðir þínar fenni. Dáður ofar auðmildingum þó eðalsteina og gull ei hafir. Þú skalt samt af þínum auði þjóðinni færa dýrar gjafir. Berja máttu blóðgum hnúum á Bragadyr, þær opnast kunna. Og hlýtur þá, ef hikar ekki hörpu, er þjóð mun dá o*g unna. Virtu aldrei óð í krónum, oft mun verða gull í boði. — Gakk ei slóðir slæpingsmenna. Slíttu meira en skóm úr roði. Seldu aldrei sannfæringu. Sannleiksdrottinn ráði gerðum. Viljans stál og vizkugullið veg þér beini á hættuferðum. Mundu að hvert þitt heit er heilagt. Hönd ei slepptu af föllnum vini. Vertu ætíð íslendingur. Aldrei gef í launaskyni.“ Dagar liðu. Árin eyddust. Ómuðu ljóð um fjörðinn Skaga. — Klettafjalla kraftaskáldið kvað af snilli á þingi Braga. Hugsjón göfg í glæstum klæðum geystist lands um byggðir allar. Hver mun loka hug og hjarta en hlýða ei, er Stefán kallar? íslendingar! Lærið ljóðin. Listaverkin skoðið betur. Hlý og mild sem heiðablærinn, hrein sem mjallar klæddur vetur. Leiftrar glatt af Bragabrandi. Bíta hinn seka eggjar þunnar. Óðar sverð hans sundurtætir silfurbrynjur hrakmennskunnar. 1 Ijóðagnýnum glöggt við skynjum: grimmdarröddu norðanvindsins, fossabljóð í grettum gljúfrum, glírnuskjálfta fjallatindsins. L' kjargjalfrið, loukvakið, ljúfan þyt af blævi hreinum. Haustsins íölva, bl.knuð blómin, báruijóo a íjörusteinum. Meðan íslenzkt mál er talað mennskar sálir ljóð hans geyma. Meðan stefnt er heim að Hólum og Héraðsvötn til sævar streyma. Meðan angan bjartra blóma berst um engi, hlíð og rinda. Meðan sólin lætur ljóma ljós um Glóðafeykis tinda. Gunnar Einarsson frá Bergsskála í Skagafirði Business and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Plione 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Dr. A. V. JOHNSON Dentist Minningarorð Hermann Gustav Ernst v. Renesse var fæddur á páskadag 9. apríl 1882 í Kölnarborg í Þýzkalandi. Foreldrar hans voru hjónin Hermann og Matilde von Renesse. Var Hermann eldri bankastjóri þar í borginni. Börn hans voru þrjú, tv^er dætur og Hermann, sem var yngstur barnanna. Móður sína misti Hermann þegar hann var þriggja ára og fluttist þá með föður sínum og systrum til Salingen þar sem hann ólst upp. Hann útskrifað- ist þar úr latínuskóla og árið 1907 flutti hann til Canada. Hann stundaði nám við búnaðar- skólann hér í Manitoba, hafði mjólkursölu í Saskatoon um tíma, kvæntist ungveirskri stúlku, Elfried Fitzgerald að nafni árið 1913 og settist þá að í Winnipeg. Konuna misti hann 1916 ög það sama ár réðist hann sem smjörgerðarmaður til rjóma búsins í Árborg, sem er sam- vinnufyrirtæki. Að því starfi vann hann til ársins 1926, er hann var kosinn framkvæmda- stjóri félagsins. Það ár kvæntist hann Ingibjörgu Emmu Eyjólfs- son, ekkju Björns Eyjólfssonar. Átti hún af fyrra hjónabandi einn son, Björn, og tvö kjörbörn, Irene og Charles. Þau Hermann og Ingibjörg eignuðust eina dóttur, Ingibjörgu Mathilde, er hún gift Óskari Gíslasyni og búa þau á Gimli. Hermann var fram- kvæmdarstjóri smjörgerðarhúss- ins alt til æfiloka. Hann varð bráðkvaddur á skrifstofu sinni snemma morguns 5. febrúar s.l. Vér minnumst Hermanns v. Renesse með virðingu og þakk- læti. Hann var hinn mesti merkismaður, gæddur ágætum hæfileikum, sem hann beitti ótrauður í þágu þess starfs, er varð lífsstarf hans. Hann var af gamalli aðalsætt og aðalsmaður að nafnbót í sínu landi, tign þeirri hélt hann ekki á loft, en sé aðalseinkennið í því fólgið að breyta rétt, þá sannaði hann ættgöfgina með lífi sínu og breytni. — Hann var prúðmenni í framkomu, sannur og trúr í starfi sínu og sem maður í sam- félaginu. Hann lét ekki mikið yfir sér, en áhugamálum sínum og framfarahugsjónum fylgdi hann fast fram og gerði þær að veruleika. Trúmensku hans og fórnfýsi í þágu lífsstarfsins var aðdáanleg. Hann kynti sér alt sem unt var á þeim sviðum sem verk hans var á og var ætíð full- ur áhuga fyrir breytingum til betri aðferða og meiri framfara. Þrátt fyrir hið mikla starf, sem Renesse inti af hendi, var hann langt frá því að vera ein- hliða. Hann fylgdist mjög vel með á mörgum sviðum og var ræðinn og skemtilegur heim að sækja. Þau Renesse hjónin áttu mjög fallegt heimili, voru bæði mjög gestrisin, og var því mjög gestkvæmt hjá þeim. Fólk kom eigi aðeins þangað til gamans, heldur átti fjöldi manns þangað brýnt erindi. Þau tóku bæði þátt í flestum félags og velferðar- málum bygðarinnar, hjálpuðu til með ráðum og dáð. Margur mun því minnast hinna velgefnu hjóna og þakka þeim fyrir ósérhlífnina, einkum veitti ég því oft eftirtekt að Mrs. v. Renesse hlaut oftast erfiðustu hlutverkin í þeim félagsmálum, Hermann von Renesse sem hún starfaði að. Á heimili þeirra dvöldu, auk barna þeirra, önnur börn, börn, sem þurftu umönnunar, og reyndu þar vin- áttu húsráðenda, góðsemi þeirra og rausnarlund. Þau Hermann og Ingibjörg eignuðust fjölda vina, sem minnast þeirra með hlýju hjarta og innilegu þakklæti. Heimili þeirra og starf heyrir til liðna tímanum, þangað hverfur alt, mennirnir og starf þeirra, en stund fagurs frama er leiftur, sem lýsir upp nótt gleymskunn- ar, það eru þessi blys, minning- ar dugandi og máttugra manna, sem lýsa hinum, sem enn halda áfram að morgni góðra tak- marka. Hermann v. Renesse tendraði slíkt ljós, hann sannaði hvað skyldurækni, vitsmunir og dugnaður getur orkað, og lætur öðrum eftir gott fyrirdæmi. Einn vina hans, Mr. Gunnar Sæmundsson, ritaði nokkur minningarorð um hann, er ég læt fylgja þessum línum. Þau eru sönn og mælt fyrir munn allravina og samherja þessa allra vina og samherja þessa að heill almúgans, sem einn af honum, óhræddur við önn og erfiði dagsins, og hefir nú horfið til þeirrar hvíldar, sem friður guðs veitir. E. J. Melan KVEÐJUMÁL við lát Hermanns von Renesse Eigi var hann landnámsmaður í venjulegri merkingu þess orðs. Þó var hinn frjói hugur og starfsglaða hönd sí að leita að, og nema lönd til vaxtar þess verk- sviðs, er hann hafði tilvalið sér. Mun framtíð ljósar votta, hve einstigi, er mörgum þótti hann velja leiðum, reynist örugg þjóð- leið síðar. Lengi verður minst dugnaðar hans og afkasta, meðan hann enn var á léttu skeiði. Lengur mun þó minst framsýni hans, hvatn- ingsyrðum um að slá járn meðan gljúpt væri á afli, ákaflyndi og nýrra gerða, og kröfur hans að sýna árangur með bættum kost- um og kjörum. Þó ber lengst að minnast árvekni hans og heil- steyptra mannkosta, er svo örugt héldu vörð um hið víðtæka starfssvið, er hann hafði vanda af, að hvergi féll skuggi á trú- mensku hans né sæmd, alla hina löngu samdvöl hans með okkur. Þótt harmur sé, að eigi varð Skuldardómi enn um stund frest að, þá er þó vel að slíkur maður fékk höfði sínu hinzt að halla mitt í dagsins önn, en hlaut ei ellibeygður lengi að sitja auðum höndum með bilað þrek og týnda samúð með starfsins sveim. Gunnar Sæmundsson Fasteignasalar. I.eigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgS, bifreiSaábyrgS o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m. Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917 Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILBING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. Lesid Lögberg 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 Dr. ROBERT BLACK SérfræSingur í augna, eyrna, nef og hálssjúkdúmum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graliam and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasiml 40-3794 Creators oj Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 895 Saxgent Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 Hafið Höfn í huga Heimili soisetursbarnanna Icelandic Old Folks’ Home Society, 3498 Osler St., Vancouver, B.C. Aristocrat Stainless Steel Cookware For free home demonstrations with- out obligation, write, phone or call 502-348 Main Street. Winnipeg Phone 92-4665 “The King of the Cookware” Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 92-8211 T. R. THORVALDSON Manager your patronage wUl be appreclated Minnist BETEL í erfðaskróm yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederation Life Building WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 92-3561 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-5227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNl EGGERTSON Jr. Van's Electric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.