Lögberg - 08.10.1953, Blaðsíða 8

Lögberg - 08.10.1953, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 8. OKTÓBER, 1953 Landnámsmaðurinn „Kröpp eru kaup, ef hreppi ek Kaldbak — en ek læt akra.“ Önundur tréfótur En hann hafði skilið við frændur og fé og föðurlands byggðina hlýja. Hann sjóhröktum fótum í fjöruna sté, um fósturjörð svipaðist nýja. Að baki hans ólgandi Ishafið brauzt við útsker og hömrótta skaga, í horfi reis jökull með éljalegt haust og jarðbannagadd o’n í haga. Um óbyggða héraðið hringuðust fell að helgrindum jöklanna læstum, og dimmgljúfra fljótið, um dalinn sem féll, því deildi í útsveitir næstum. En skógvíðir gægðist út grettur og smár úr grjóti í fjallshlíðar veggnum, sem sknður og snjóflóðin ár eftir ár sér örtraðir rutt höfðu gegnum. Og landið var útsteypt með urðir og holt, í árhvömmum gróðui*inn falinn. En hamraberg gægðu út grámýldum skolt og glottandi héngu yfir dalinn. En sléttlendið niðri og eyrargrund öll af árstraumnum nöguð og slitin —' og hvert, sem hann leit, vóru frostbólgin fjöll og fjarðarlönd stórveðurbitin. En hafþokan rauk inn og raðaði sér í reimar af ísgrárri móðu. Hann spurði: „Hvað ætlar þú, ísafold, mér fyrir akrana mína þá góðu?“ — Hún dró upp frá norðrinu blindrokubyl og brimgarð á skerjunum reisti og víkinni sneri í brimsog og hyl og hafskip frá akkeri leysti. Hún þrumdi í heljarróm: „Horfðu þar á, sem hrönnin á skerjunum brýtur! Þar býð ég þér dauða, ef sekkurðu i sjá, en sigur og höpp, ef þú flýtur.“ Hún tróð í hvert fjallskarð og flatti í hvert gil sitt fannkyngið stormhörkuþétta. Og neðan úr fjörunni fjallgarða til lá frostheflan gnæfandi slétta. Þá ákvað hún: „Mannanna bróðerni og björg ég banna þér árstímann hálfan, og þræll skaltu lafa við leiðindi mörg eða læra að treysta á þig sjálfan." Svo kreisti hún í gaddklóm hvert grænkandi strá, sem greri í varinu niðri, og svipúðug vafði hún, visnuð og grá, þau vorlík í fönninni miðri. Hún storkaði: „Búðu við örbirgð og önn í útlegð, sem mannskap þinn hrekja, ef hræðistu að græða upp fjallskóg við fönn og frostmörkin grasrótum þekja.“ Þá kvað hann: „Mitt hlutfall og heiður er eitt, á hólminn þig, Island, að skora! Og því hef ég heitið að hræðast ei neitt nema hrópsyrðin: aukvisi að þora!“ Og því skal í nauðsynjum nema hér lönd — á nepju og óblíðu þinni. * Ég trúi því, ísland, að hugur og hönd og hreystin og kjarkurinn vinni. Úr bréfi til Sveins Björnssonar í Seattle 13. apríl 1891. Sveinn minn góður. Þú krympar þig hálfgert við kuldann hér nyrðra og klökugu fjöllin, sem girða mann af, en unir þér betur við sólskinið syðra og sumarið langa og brúnaslétt haf. En klakann og mjöllina met ég þér betur, því mjallar og klakans ég fósturbarn er. Og ég á í ævinni oftast nær vetur einn fleiri en sumrin mín — hvernig sem fer. Ég veit það er indælt við sjávarins sanda, þá sólarlags gullþiljum ládeyðan felst. En þar kysi ég landnám, sem langflestir stranda, ef liðsinnt ég gæti — ég byggði þar helzt. Ég veit það er lánsæld að lifa og njóta, að leika og hvíla, sem hugurinn kýs. En mér finnst það stærra að stríða og brjóta í stórhríðum ævinnar mannrauna ís. Þann ferðamann lúinn ég lofa og virði, sem lífsreynsluskaflana brýtur á hlið, en lyftir samt ævinnar armæðubyrði, á axlirnar margþreyttu og kiknar ei við. Og oft fannst mér vorbata viðreisnin blíðust, sem veturinn langstæði nærseildist til, og kveldskinið indælast, hvíldin sú þýðust, sem kom, þegar slotaði myrkviðris byl. Þegar hér var komið bréf-sögunni, þurfti ég að hlaupa frá henni til að slökkva sléttueld með sveitungum mínum. Vakti við það í nótt eð var, svaf svo ögn í morgun, en vaknaði samt nógu snemma til að brjóta einn plóg. Svona er mitt bóndalíf, svona upp og niður, æði mislitt, en ég kann samt tiltölulega betur við það en flestar aðrar „stöður“ lífsins, sem ég gæti hugsað mér, að ég væri fær til, barasta af því mér finnst þar ögn rýmra um mig. Úr borg og bygð The Icelandic Canadian Club The Icelandic Canadian Club Will hold its first meeting of the season, in the lower auditorium of the First Federated Church, é Banning Street, October 19, commencing at 8:15. p.m. The business part of the meet- ing will include the report of the committee on special activities. The entertainment program will feature a talk by Ronald du Boi’s, “My Impressions of Europe”; vocal selections, by Miss Lilja Eylands, and piano selections, by Master Neil Bardal. There will be a social hour, with old time dancing and re- freshments. W. K. ☆ The Poetry Society of Winni- peg opens its season with a lécture on- “Old Icelandic Poetry” given by Prof. Finnbogi Guðmundsson, Wed. Oct. 14 at 3 Evergreen Place. Everyone is welcome. ☆ The Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E. will hold a meeting on October 9 (Friday Eve.) at the home of Mrs. E. Isfeld, 575 Montrose St., River Hights, Winnipeg, Man., at 8 O’clock. ☆ Mr. og Mrs. J. W. Dewar, Mildne, Sask., komu til borgar- innar í lok fyrri viku, ásamt tveimur sonum sínum. Mrs. Dewar er Þórunn, dóttir Mr. og Mrs. P. N. Johnson, er lengi voru búsett að Mozart, Sask.; ferðafólk þetta brá sér til Gimli, en síðan suður í Bandaríki til nokkurra daga heimsóknar. ☆ Fiskimálanefndarfundur Nefnd sú, er skipuð var til að rannsaka fiskimálin í Manitoba- fylki, tók til starfa í byrjun ágúst og hefir ferðast víða til fiskimannabæja og fiskistöðva og haldið fundi. Hélt hún síðast fund í Winnipeg 5. okt: Vegna þess hve Lögberg á marga les^ endur meðal fiskimanna vill blaðið fylgjast sem nánast með þessum málum og sendi því fréttaritara á fundinn. Birtist ýtarleg frásögn í næsta blaði. ☆ District 7. Zonta kvenfélags- samtakanna, sem á deildir víða um heim hélt ársþing sitt Fargo, N.D. 2., 3. og 4. október. Var Mrs. H. F. Daníelsson boðið að flytja erindi á fundinum Frederick Martin Hotel, Moor- head. Kom hún fram í íslenzka jjóðbúningnum og flutti erindi um ísland. ☆ Hinn 30. september síðastlið- inn lézt á elliheimilinu Betel á Gimli, Mrs. Jóhanna Thordarson fædd á Auðnum í Meðallandi í Skaftafellssýslu 26. ágúst 1862. Foreldrar hennar voru Jón Jóns- son og .Ólöf ólafsdóttir ættuð undan Eyjafjöllum. Jóhanna kom hingað til lands árið 1902, ásamt tveimur kornungum dætrum; fyrri mann sinn, Guð- jón Pétursson, föður litlu stúlkn- anna, er hún flutti með sér að heiman, misti Jóhanna á íslandi aldamótaárið, en seínni maður hennar, Jón Thordarson, er hún giftist í þessu landi dó 1916. — Dæturnar, báðar af fyrra hjóna- bandi, Mrs. Geo. Frazier og Mrs. Olive Yestad, lifa móður sína og eiga heima í Winnipeg; báru þær jafnan velferð móður sinnar mjög fyrir brjósti og veittu henni ósegjanlegt yndi. Mrs. Thordarson kom til Betel árið 1948. Útför hennar fór fram á Gimli 2. október. Séra H. S. Sigmar jarðsöng. Síðastliðinn laugardag varð bráðkvaddur að heimili sínu, 308 Kingston Crecent, St. Vital, Thomas T. Johnson umboðs- maður 62 ára að aldri, kunnur íþróttamaður, er einkum hafði forustu um Curling; hann var úrvalsmaður og naut almennra vinsælda hvar, sem leið hans lá. Mr. Johnson var fæddur að Baldur og voru foreldrar hans hin kunnu landnámshjón Krist- ján Johnson frá Héðinshöfða og kona hans Arnbjörg systir Sigur- jóns Snædals, sem 'mörgum var kunnur hér í borg og í Argyle- bygð. Mr. Johnson lætur eftir sig konu sína, Dóru, einn son, Thomas, og eina dóttur Mrs. J. C. Fuller. Kveðjuathöfn fór fram frá Bardals á mánudaginn, en síðar var líkið flutt til Baldur, og voru kveðjumál flutt þar í kirkjunni, en jarðsett var í Grundarkirkj ugarði. ☆ Á fimtudaginn var lézt á Betel Mrs. Helga Bjarnason 91 árs að aldri, ekkja Helga Bjarnasonar bróður séra Jóhanns heitins Bjarnasonar; hún kom til Mani- toba af Islandi árið 1888. Hún lætur eftir sig fjóra sonu, Roger Johnson, Oscar, Bertel og Victor; einnig lifa hana þrjár dætur, frú Elsabet Brand og frú Þor- björg Halldórs í höfuðborg ís- lands og Mrs. Olavia Cutlett bú- sett hér; barnabörnin eru sjö og barnabarnabörin einnig sjö. — Útför þessarar háöldruðu og mætu konu fór fram á laugar- daginn. Séra H. S. Sigmar jarð- söng. ☆ Á laugardaginn var lézt á Al- menna sjúkrahúsinu hér í borg- inni Mrs. Steinlaug Sesselja Is- feld, 54 ára að aldri, hin mesta úrvalskona, er mikinn og góðan þátt tók í íslenzkum mannfélags- málum. Mrs. ísfeld var fædd að Baldur, Man. Auk manns síns, Hrings Isfelds, lætur hún eftir sig son, Steingrím að að nafni, og tvær dætur, Mrs. J. Sigurðs- son og Mrs. H. Thomasson; einn- ig lifa hana tvær systur, Mrs. M. Gunnlaugssop og Mrs. F. Bárð- arson, og þrír bræður, William, Jakob og Sigurður. Hin látna hafði átt við langvaarndi heilsu- brest að stríða. Útförin fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudaginn. Dr. Valdimar J. Eylands jarðsöng. ☆ The first meeting of the Leif Eiríksson Club will be held at the First Federated Church on Tuesday, Oct. 13th at 8:15 p.m.^ All those who are interested please attend. ☆ Elene (Eylands) Smith, er ný- komin heim eftir fimm mánaða ferðalag um Evrópu. I samfylgd með henni var Jóhanna Nielsen, en hún varð eftit í Ottawa, og dvelur þar um skeið. Fóru þær stallsystur um Svíþjóð, Dan- mörku, Skotland og England. Einnig heimsóttu þær Parísar- borg, og fóru svo til íslands, þar sem þær dvöldu um mánaðar- tíma. Dáðust þær mjög að veður- blíðu og náttúrufegurð íslands, og þá ekki síður að gestrisni og góðvild fólksins, sem þær kynntust. ☆ Síðastliðinn sunnudag, 4. okt., vígði biskupinn yfir Islandi, dr. Sigurgeir Sigurðsson, cand. theol. Braga Friðriksson til prests í Dómkirkju Reykjavíkur. Séra Eric Sigmar var vígslu- vottur. Séra Bragi er ráðinn prestur safnaðanna á Lundar og Langruth, og vígðist hann til þeirra. Mun hann bráðlega koma vestur ásamt konu sinni, og setjast þau að á Lundar. Mr. Jóel Sigurðsson og tengda systir hans, Miss Laxdal frá Mozart, Sask., voru stödd í borg- inni í fyrri viku. * Á miðvikudagskvöldið í fyrri viku flutti séra Einar Sturlaugs- son erindi í íslenzku bygðinni við Morden við ágæta aðsókn og mikla hrifningu; sýndi hann þar einnig hina tilkomumiklu björg- unarkvikmynd, er vakti aðdáun samkomugesta; þaðan var för- inni heitið til Mountain, N. Dak. ☆ Ari K. Eyjólfsson látinn Samkvæmt símskeyti til Jóns Sigurðssonar í Las Vegas, Ne- vada, þá andaðist í London á Englandi 27. sept. Ari K. Eyj- ólfsson kaupsýslumaður frá Reykjavík; hann var hinn mæt- asti maður og kunnur og mikils metinn austan hafs og vestan; kvæntur var hann Ingunni Sveinsdóttur frá Fossi; hún er systurdóttir Jóns Sigurðssonar í Las Vegas. ☆ A Thanksgiving Supper will be held in the Riverton Com- munity Hall on Sunday, October 11, at 5.30 p.m. Price, $1.00 per person. Sponsored by the River- ton Lutheran Church. . - ☆ Mrs. Tómasson frá Morden hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga. Byrjendanámskeið í íslenzku hefst á kvöldskólanum við Broadway (U. of Manitoba Evening Institute) þriðjudags- kvöldið 27. október, kl. 8. — Heldur síðan áfram á þriðju- dagskvöldum í a. m. k. 12 vikur. Innritun fer fram á skrifstofu kvöldskólans, herbergi 203, Broadway buildings. Nánar aug- lýst síðar. F. G. ☆ Mr. John Thorsteinsson frá Steep Rock, var staddur í borg- inni í lok fyrri viku. ☆ The Women’s Association of the First Lutheran Church will hold their regular meeting on Tuesday Oct 13th in the lower auditorium of the church. Frá horni M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sera Valdimar J. Eyland* Heimili 686 Banning Stree^ Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 11. okt. (Thanksgiving) Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Islenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Framhald af bls. 4 Er miðsvetrar snjóþögn að sveit hafði sett með svefnfjötra úr langnætti undna, en fjölkvæður lækur og flaumur við klett lá frosinn með tungúna bundna, og lagztur var hugur í harðinda kör, en hendingar kólnaðar gödduðu’ á vör. Þá kom beitlyngsklóin o. s. frv. Þetta lyng hefur Stephan eða líklega Helga, kona hans, sett undir gler og búið svo vel um það, að lyngið hefur geymzt óskemmt í 50 ár. Gissur Elíasson hefur nú búið um það á ný og skrautritað kvæðið í þokkabót. Sést það hvort tveggja á mynd- inni vinstra megin á veggnum. Get ég nú ekki betur lokið greinargerð minni en með tveim- ur síðustu erindum þessa kvæðis, því að þau lýsa einum fegursta kosti í fari Stephans, bjartsýni hans og trú á framtíðina: Við rjúfum ei eyðingar álagadóm, sem uppi erum nú til að vinna. Vor hugur og elja er tugabrot tóm í tvískildings ársvöxtu að finna. En fram líður að því, við aldanna þörf — ei ársgróðann — metur hver líf sitt og störf. Þá byggir upp einyrkinn eyðilönd sín, og erfðaféð berst svo frá honum. Og það verður: framtíðar fegurðarsýn og farsæla hreppt og í vonum — því ættjarðar framför er eilífðin hans og ódauðleiksvonin í dáðgróðri lands. Okkar a SMilli Sdgt Eftir GUÐNÝJU GÖMLU í Uppskeruhátíðin í Canada hefst snemma hausts og í október- mánuði eru haldnar þakkarhátíðir vítt um landið. Eru fjölskyldur þá jafnaðarlegast heima hjá sér og neyta sameiginlega kalkúna- máltíðar. Og þetta er sú árstíð, og nýju Canadaþegnarnir fagna yfir þeim allsnægtum, sem þeir búa við. Sumarið líður fljótar en flesta varir, en hinir svölu haustdagar eru hressandi og styrkja viðnámsþróttinn: Þeir eru líka oft og tíðum undurfagrir. ------------------------------☆---------- Það barst í tal á dögunum hve erfitt það væri í rauninni að spara peninga og lét ég þá skoðun mína i ljós um það, hvort ekki væri hyggilegt að ráðfæra sig við IMPERIAL BANKANN CANADISKA, því nú væri verið að gefa út ný veðlánsbréf; banjiinn hlutast til um að tekinn verði af inneign minni aðeins fáir dalir á viku til greiðslu á veðlánsbréfum; þau gefa af sér ' *) 3% í vöxtu og eru útleysanleg nær, sem vera vill á innkaupsverði. Leitið upplýsinga hjá IMPERIAL BANKANUM CANADISKA um kaup veðlánsbréfa, bankanum, sem grund- vallaður er $ þjónustusemi. -----------☆---------- Við aðkomu hausts eykst matarlystin venjulegast að mun, einkum þó meðal barnanna, og þá er gott að hafa við hendi DEMPSTER’S brauðin frægu. Þegar börnin koma heim af skól- anum, þykir þeim fátt betra en smurt brauð, og ekki hvað sízt sé um DEMPSTER’S brauð að ræða. Gerið það að fastri reglu, að kaupa DEMPSTER’S brauð daglega í matvörubúðinni, því þau eru bæði ljúffeng og heilnæm. DEMPSTER’S brauðin líkjast mjög brauðinu í ættlandi yðar, og sé um smurt brauð að ræða, kjósa ungir sem aldnir fyrst og fremst DEMPSTER’S.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.