Lögberg - 08.10.1953, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.10.1953, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 8. OKTÓBER, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON GefiC út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SAKGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift rltstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SAROENT AVENTJE, WINNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The 'Lögberg” ís printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnlpeg, Manítoba, Canada Authorlzed as Second Ciaas Mail, Post Office Department, Ottawa Ræða Thor Thors sendiherra, fullirúa íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, á 8. allsherjarþingi S. þ. hinn 24. september 1953 Frú Pandit, forseti. Mér er það sérstök ánægja að eiga þess kost að hylla yður í yðar hásæti, og ég vil nota tækifærið til þess að óska yrður alls góðs gengis í yðar erfiðu og miklu stöðu. Háttvirtu fulltrúar. Það má vel vera að þið undrist það, að land mitt skuli vilja taka þátt í þessum almennu umræðum. Það er svo með þessar almennu umræður í byrjun hvers allsherjarþings S. þ., að þær mótast fyrst og fremst og ákveðast af því, sem stórveldin leggja til málanna. Þessar umræður eru orðnar einskonar fyrsta umferð í þeirri óæskilegu orðahríð, sem einkennt hefur sérhvert þing undanfarinna ára og ekki hefur fært neinn æskilegan árangur þeim heimi, sem er sleginn ótta og shgast undir þungum byrðum vígbúnaðar og varnarráðstafaná. Hið glæsilega nafn þessarar stofnunar „Sameinuðu þjóðirnar, hljómar nú í dag nokkuð háðslega, en það var ætlunin að stofnunin væri grundvölluð og byggð upp af þátttakendum allra þjóða, stórra og smárra. Enda þótt fjarri fari því, að reglunni um alheimsþátttöku sé fullnægt á meðan 19 þjóðum, og þ. á m. svo þýðingar- miklum þjóðum sögu og menningar sem ftalíu, er haldið utan garða, eru samt nú í dag 60 þjóðir innan vébanda S. þ. Sumar þeirra eru miklar og voldugar og hafa yfirgnæfandi áhrif í heimi vorum og innan S. þ. Þær eiga líka hin ógnar- legustu tæki til að eyða mannkyninu, vopn, sem geta slökkt lífið á þessum hnetti. Aðrar þjóðir hafa í mismunandi mæli aðstöðu til áhrifa innan S. þ., stundum eftir styrkleika þeirra á sviði hernaðar eða vegna bandalags þeirra við stórveldin eða samtök fjölmennra fylkinga. Þrátt fyrir allt þetta, þrátt fyrir alla veikleikana innan S. þ., þrátt fyrir allan áróður og pólitísk hrossakaup er það samt svo, að sérhver þjóð, jafnvel sú smæsta, ber sína ábyrgð og öllum þjóðum ber skylda til þess að leitast við að halda á lofti hugsjónum og tilgangi okkar stefnuskrár og þjóna þessum hugsjónum. Sérhvert ríki hefur þá alvarlegu skyldu að gæta orða sinna og atkvæðis hér og að beita hvorutveggju sam- kvæmt beztu samvizku í þjónustu friðarins og framfara og í engu öðru augnamiði né tilgangi. Það eru innan S. þ. mörg stríðandi og truflandi öfl, og það er stundum erfitt fyrir litla þjóð eins og mína, sem ekki vill binda sig neinni atkvæðablökk og sem fullkomlega skilur hversu lítil áhrif hennar eru og hversu valdalaus aðstaða hennar er í hættu- legum og tvístruðum heimi; það er erfitt að marka stefnu sína og fylgja henni. En svo er að vísu, að þar sem við erum eitt af hinum vestrænu lýðræðisríkjum þá liggur leið okkar, oftast nær, við hlið annarra lýðræðisríkja, og er það vegna sameiginlegra hugsjóna, sameiginlegs þjóðfélagsarfs og skylds hugsunarháttar, svipaðra óska og tilhneiginga þjóð- ar okkar, svipaðs lífsviðhorfs og sömu ástar á frelsinu. Þegar ég tala um þjóð mína sem smáþjóð, þá gjöri ég það án þess að biðjast nokkurrar afsökunar. Það þarf miklu meira átak bæði af hendi einstaklinga og heildarinnar, miklu meira erfiði og vinnu hjá þjóð, sem á fáa þegna, til þess að byggja upp og viðhalda þjóðfélagi menningar og framfara, þjóðfélagi almennrar menntunar og góðra lífs- kjara, í heimi nútímans þar sem kröfurnar eru svo miklar, heldur en fyrir þjóðir, sem ráða yfir milljónum þegna eða jafnvel* tugum eða hundrað milljónum. Við Islendingar eigum þúsund ára menningu og vorum sjálfstætt lýðveldi í upphafi sögu vorrar og í þrjár fyrstu aldir hennar. Við höf- um varðveitt okkar þúsund ára Alþingi og hafði það úr- slitaþýðingu í baráttu okkar til að endurheimta að fullu fornt sjálfstæði vort og til að endurreisa okkar gamla lýð- veldi. Við íslendingar kynntumst nýlendustjórn á hinum dimmu dögum sögu vorrar meðan við vorum undir erlend- um yfirráðum, jafnvel þótt reynt hafi verið að framkvæma þau yfirráð vinsamlega. Það er því eðlilegt að þjóð mín beri alltaf í brjósti tilfinningar samúðar og skilnings bæði fyrir þeim þjóðum í heiminum, sem enn eru kúgaðar eða arðrændar á einn eða annan hátt, og einnig fyrir þeim þjóðum, sem síðustu árin hafa glatað frelsi sínu. fslenzka þjóðin vill alltaf skipa sér í stöðu með mannúðinni og réttlætinu. Síðasta allsherjarþingið var þingið um Kóreu. Við skulum minnast þess og muna að þakka það S. þ., sem oft mæta miklu vanþakklæti, að það var vegna athugana og ákvarðana síðasta þings, að nú er unnt að fagna vopnahléi í Kóreu, vopnahléi, sem við vonum að muni leiða til friðar enda þótt geigvænleg ský séu á lofti. Þegar við athugum dagskrá þessa þings sjáum við slík mál sem ástandið í Tunis og ástandið í Marokko, sem eru á dagskrá pólitísku nefndarinnar. Þessi mál voru einnig fyrir síðasta þingi, og eftir umræður sem Frakkland, sem sótt var til saka, leiddi alveg hjá sér með því að sækja ekki þessa fundi, samþykkti nefndin og síðan allsherjar- þingið ályktanir, sem áttu að leiða til friðsamlegrar lausnar með samningum milli aðilanna. En árangurinn hefur enn ekki náðst, enda hefur Frakkland beinlínis tilkynnt, að það myndi algerlega virða að vettungi sérhverja ályktun, sem S. þ. samþykkti í þessum efnum. Síðan hefur ástandið versnað og alvarlegir atburðir átt sér stað. Það er nú svo að alllsherjarþingið getur aðeins gjört ályktanir og mælt með samningum. Mér er því spurn, hvað Thor Thors geta S. þ. gjört í slíkum mál- um? Geta umræðurnar hér orðið til þess að bæta úr hinu alvar- lega ástandi? Eða hvers vegna eru umræðurnar háðar? Við höfum önnur álíka mál, þar sem annar aðilinn mótmælir afskiptum S. þ. af málinu og augljóslega hefur að engu tip lögur S. þ. Tvö slík mál eru á dagskrá pólitísku nefndarinnar nú í ár, sem sé málið um á- standið í Suður-Afríku. Hið fyrra þeirra er um meðferð á Indverjum þar í landi, en hitt er um kynþáttadeilur í sam- bandi við stefnu ríkisstjórnar Suður-Afríku varðandi „Apart- heid“, eða aðgreiningu kynstofn- anna þar í landi. Fyrra málið um Indverjana hefur verið rætt á sex undanförnum þingum allt frá því 1946. Alls hafa S. þ. eytt um 2 mánuðum til að ræða og athuga eingöngu þetta mál og öll hin 60 ríki átt þar hlut að máli að einhverju leyti. Margar mælskuþrungnar ræður hafa verið fluttar um þetta mál, já, vissulega ræður frá öllum kim- um veraldarinnar. Margar á- lyktanir hafa verið samþykktar og nefndir settar á laggirnar, en má ég spyrja, hver hefur árang- urinn orðið? Hitt málið, um að- greiningu kynstofnanna var fyrst tekið fyrir í fyrra. Það var þá rætt í 8 daga og ályktanir voru gerðar. Nefnd var skipuð til að kynna sér málið. Það má telja víst, að skýrslur beggja þessara nefnda séu algerlega neikvæðar. Margur mætur full- trúinn hefur átt sæti í þessum nefndum og hafa þeir einlæglega óskað að koma á viðunandi lausnum. Fulltrúi Suður-Afríku hefur hins vegar alltaf varað við því, að afskipti S. þ. af þess- um málum brjóti í bága við stofnskrá okkar og ákvarðanir hér séu þess vegna þýðingar- lausar og ómerkar. Þetta hefur verið skýr afstaða og hrein- skilnisleg aðvörun hefur verið gefin. Það hefur verið vísað til 7. liðs 2. gr. sáttmálans, sem, eins og við vitum, bannar S. þ. að skipta sér af málum, sem koma í aðalatriðum undir eigin lögsögu einstakra ríkja. Það hefur reynzt árangurslaust að vísa til 56. gr. sáttmálans, sem segir orðrétt: „Allir meðlimirnir skulu skuldbinda sig til sam- eiginlega og hver í sínu lagi, að starfa í samvinnu við S. þ. í því að ná því marki, sem um ræðir 1 55. gr.“ En sú grein segir, að í þeim tilgangi að skapa jafnvægi og velmegun beri að vinna að friðsamlegri og vinsamlegri sam- búð ínilli þjóðanna á grundvelli virðingar fyrir hugsjónum jafn- réttis og sjálfsákvarðana þjóð- anna og að þess vegna beri hverri þjóð skylda til að stefna að bættum lífskjörum og að efla og halda í heiðri mannréttindum og frelsi öllum til handa, án til- lits til kynþátta, kyns, tungu eða trúarbragða. Þetta er hátíðlegt heit, sem allar þjóðir S. þ. hafa unnið. Það virðist nú svo, að alls- herjarþingið eigi a. m. k. rétt á því að minna þátttakendurna á þessar alvarlegu skuldbindingar. En reynslan hefur sýnt að þetta er það eina, sem við getum gjört. Tveir standa að hverri gerð. Það þarf alltaf tvo til að ná samkomulagi. Umræður ár eftir ár hafa borið lítinn árang- ur og það er kominn tími til þess, að S. þ. gjöri sér það ljóst, að margendurteknar umræður og samþykkt ályktana er þýð- ingarlaust í þeim málum, þar sem annar eða báðir aðilar neita samvinnu og eru ófúsir til allra samninga. Svo er einnig málum farið um sumar hliðar Palestínu- málsins, sem einnig nú í ár verður til umræðu. Einnig í þessu máli hafa aðilar haft að engu sumar ákvarðanir S. þ. á undanförnum árum. Það er því orðið ljóst, að öll þessi mál eru meira eða minna vonlaus. Það er vissulega vafasamt, hvort end- urteknar tjáningar vonleysis, ó- hæfni og algerðs úrræðaleysis S. þ. verða til þess að auka álit þeirra eða virðingu eða traust hjá þjóðum heimsins, sem flest- ar vilja sjá S. þ. sterkar og megnugar þess að hjálpa þjóð- um, sem þjást og leita réttlætis og jafnréttis. Svo er ráð fyrir gjört, að vald S. þ. til að jafna deilur sé aðallega hjá Öryggis- ráðinu, en við vitum það allir, að vegna hins núverandi ástands í heiminum, þá hefur öryggis- ráðið ekkert nothæft vald og getur enga þá hjálp boðið, er að gagni mætti koma. Neitunar- valdið sér fyrir því. Þetta er ekki björt mynd af S. þ., sem nú nálgast sitt 8. afmæli. Niðurlag í næsla blaði Úr borg og bygð Patricia Inga, yngsta dóttir Mr. og Mrs. M. Sigurdson, Kingsway, Winnipeg, og F/O Leo James Graham frá Belle River, Ont., vðru gefin saman í hjónaband 19. sept. í St. Ignatius kirkjunni. Brúðkaups- veizla fór fram á heimili brúðar- innar. Heimili ungu hjónanna verður í Greenwood, Nova Scotia. ☆ Hinn 25. september síðastlið- inn lézt í Vancouver, B.C., frú Sigríður Bíldfell, ekkja Ög- mundar J. Bíldfells, vel metin skýrleikskona, er mikið yndi hafði af lestri góðra bóka, ná- lega 84 ára að aldri; hún var jarðsungin af séra Eiríki S. Brynjólfssyni. ☆ Mr. John J. Johnson frá Vog- ar, Man., var nýlega á ferð hér um slóðir ásamt frú sinni og tveimur sonum. Fró horni Stephans G. Framhald af bls. 1 vinnulýð þrek og þol til að leggja saman nærri nótt og dag við örðugt erfiði, ef á þarf að halda. Svo gengur maður varla grunlaus um það, að íslenzk gestrisni tæki sér nærri, ef gestur hennar gæti um, að hún tæki sér of mikið í mein sín vegna; hún finnur ekki til þess fyrir unaði þeim, sem hún sjálf hefir af sinni eigin alúð. — Stephan var nær hvarvetna sem hann kom leystur út með gjöfum, og er frá þeim skýrt í Almanaki Ólafs Thorgeirssonar 1918, þar sem einnig er skýrt frá förinni að öðru leyti. Er ein þeirra, gjöf Skagfirðinga, meðal muna þeirra, er börn Stephans hafa falið háskólanum til varð- veizlu. Gáfu Skagfirðingar Stephani, svo sem kunnugt er, hin fegurstu skrifföng, smíðuð af Stefáni Eiríkssyni tréskera í Reykjavík. Eru fóturinn, penna- skaftið og reglustrikan úr íben- holt, askarnir úr íslenzku birki, en pappírshnífurinn úr hval- beini með gullskildi ágreiptum: Stephan G. Stephansson, frá Skagfirðingum 1917. Stephan mun lítt hafa notað þessa fallegu muni, fremur hafa haft þá sem sýnisgripi. Gömlu blekbytturnar hans og umgjörð þeirra eru enn til og standa nú á skrifborðShillunni, þar sem einnig sjást Andvökur Stephans, 6 bindi, og bréf hans og ritgerðir, 4 bindi (hér bundin í tvö). Árið 1922 samdi Stephan drög að ævisögu sinni og gerði það fyrir áeggjan vinar síns, Baldurs Sveinssonar, er var hér vestra á árunum 1907—1911 sem með- ritstjóri Lögbergs. í þessum drögum er dálítill kafli um bækur, og gef ég Stephani nú enn orðið: Bækur. Þær hefir mig sífellt skort. Á heimili mínu voru eng- ar til, sökum fátæktar, nema „guðsorðabækur“ venjulegar. Fram að fermingu átti ég engar, nema „Vídalíns-postillu“, tann- fé mitt, sem móðursystir mín, Anna, gaf mér, „Gröndalskver“ gamalt, þ. e. kvæði Benedikts „assessors“, sem einhver gaf mér „af því að við hefðum verið í ætt saman“, „Njólu“, sem Helga föðursystir mín sendi mér að gjöf, og „Grútar“-biblíu. En ég las allt, illt og gott, sem ég náði til. Komst í mjúk svo mikinn hjá tveimur „bókamönnum“ í nágrenninu, að mér voru allar þeirra bækur velkonpiar. Lestr- arfélag var líka í hfeppnum, og faðir minn í því. Ég sullaðist því um ógrynninn öll af ýmsum skruddum, mörgum skrifuðum, t. d. sögur, rímur, árbækur, „þætti“ Hjálmars og Gísla, Lær- dómslistafélagsritin, Klaustur- póstinn, „Landsuppfræðinga“ Magnúsar Stephensens, auk flests, sem nýtt kom út, eftir að ég kom í Víðimýrarsel. Þegar í Bárðardal kom, átti Jón hús- bóndi minn æði margt af bók- um, og var félagi í Bókmennta- félaginu. Bókstaflega „lá ég því alltaf uppi á öðrum“. Þegar vestur kom, átti ég þó „koffort“ fullt af bókarusli, sem ónýttust á flutningi til Dakota frá Wis- consin. Nú á ég ekki svo fá rit, flest á ensku og gjafir frá vinum mínum, t. d. Hirti Þórðarsyni raffræðing í Chicago, sem flestar eru metfé á einhvern hátt. En t. d. ég held ég eigi enga íslend- ingasögu aðra en Sturlungu og „Þættina“. Hefi aðeins búið að því, sem í mér hangdi að heim- an. Hér er samt „Lestrarfélag“ íslenzkt, sem leita má til. Ég hefi lesið ekki allfá ensk tíma- rit og valið þau eftir mínu viti, t. d. „The Index‘Y „The Open Court“, „The Independent" „The Nation“. Hirt minna um þau, sem flestir lesa. Verst hefir mér fallið að eiga ekkert að flýja til, segjum: orðabækur og þess kon- ar, þegar mig rak sjálfan á sker, sem oft hefir víst verið, bæði af- vitandi og óafvitandi. En, eftir allt þetta í-mig-rusl, er ég hvergi nema fáfróður, sem sé, eins og enskan segir: „Gutla með gervi- hönd, en hefi þó hvergi hand- fylli“, sem ég læt nú standa fyrir: „Jack of all trades, but master of none“. í bókaskápnum, sem við sjáum á myndinni af munum Stephans, eru nú geymdar allar aðalbækur hans og ættu að verða góð heimild um bókakost hans auk þess fróðleiks, sem hafa má um hann og bækur hans almennt í kvæðum hans, bréfum og rit- gerðum. Tannfé Stephans, Vída- línspostilla, er meðal bóka hans, og svo er einnig um bækur þær, er Hjörtur Þórðarson sendi hon- um frá Chicago. Yfir skrifborðinu hangir mynd Stephans, tekin af honum um sjötugt og fyrst birt í IV. bindi Andvakna 1923. Um þessa mynd fórust Sigurði Nordal svo orð í hinum merkilega formála fyrir úrvali því úr Andvökum, er hann gaf út árið 1939: Það má lesa í andlit Stephans á myndinni . . . eins og á opna bók, svo mótað er það orðið af hans innra manni. Það er við snöggt álit hversdagslegt andlit, ekkf sérstaklega frítt né stór- skorið, óvenju tilgerðarlaust og blátt áfram. En því lengur sem á það er horft, því meira kemur í ljós. Á eldri myndunum ber mest á skarpleikanum og karl- mennskunni. Þessi mynd leiðir framar öllu í ljós milda heið- ríkju og bjarta einlægni í yfir- svipnum, enni og augnaráði. Festan er ekki minni en áður, nefið og hakan þróttmikil, munnsvipurinn dálítið ein- þykknislegur. En því fer svo fjarri, að svipurinn hafi stirðnað með aldrinum, að reynsla og þroski hafa gert drættina mýkri og fjölbreyttari. Samhliða þrek- lyndinu og skerpunni kemur nú góðvildin og auðugri íhugun skýrara fram. Það glampar á hógláta lífsgleði í augunum mitt í alvörugefninni. Þetta er yfir- bragð sigurvegara, svo laust sem það er við sigurhrós, — manns, sem hefur verið alsjáandi á örð- ugleika lífsins og samt yfirstigið þá, skapað sér samræmi úr öll- um ytri og innri andstæðum, án þess að þurrka neitt af þeim út, og sætzt við tilveruna. Það er yfirbragð mannsins, sem orti KVELD. Á veggnum, hægra megin við mynd Stephans, er myndaspjald af ýmsum íslenzkum skáldum og stjórnmálamönnum. Hefur Stephan átt þetta spjald lengi, því áð það sést t. d. á mynd af skrifborði skáldsins eða horninu hans, er tekin var árið 1905 og birt er í Bréfum og ritgerðum Stephans, I. bindi (á móti 172. bls.). Guðmundur Friðjónsson frá Sandi birti í Skírni árið 1912 er- indi, er hann hafði flutt um lífs- skoðun Stephans G. Stephans- sonar. Segir Guðmundur þar m. a.: Það er furða, hve lítil orsök er til sumra kvæða Stephans. Kvæðið: „Lyng frá auðum æskustöðvum" er til sanninda um það. Granni minn, Sigurður í Garði, fór um vortima fram á Mjóadal; hann er fram af Bárðardal og er nú í eyði. Þar var Stephan á ungl- ingsaldri sínum að heimilisfangi, og þaðan er húsfreyja hans, ef ég man rétt. Sigurður greip upp beitilyngskló í dalnum, og sendi lyngtætluna vestur að Kletta- fjöllum, og skyldi hún verða gróðursett þar í Bragalundi. Klóin kom vestur, þegar vetur var genginn í garð. Og þá yrkir Stephan kvæðið, og er vetrar- bragur á vísunum, en skáld- skaparbragð er að þessu, og er kvæðið stirt og stórskorið. Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.