Lögberg - 15.10.1953, Side 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas • Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
iifiTinriTWTiTi—n—~i—-------———
66. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 15. OKTÓBER, 1953
NÚMER 42
Fiskimálin í Manitobafylki
Fiskiútvegurinn er afar þýð-
ingarmikil atvinnugrein í Mani-
toba, því innan vébanda fylkis-
ins eru mörg og stór vötn, og
mikill fjöldi manna á efnalega
afkomu sína undir veiðunum í
þessum vötnum; samt sem
áður virðist sem útvegurinn hafi
í fjölda mörg ár verið hin
gleymda atvinnugrein í þessu
fylki. Stjórnin hefir reynt að
tryggja afkomu annara stétta og
styðja þær á ýmsan hátt eins
og t. d. bændur með lagaákvæð-
inu, Farm Improvement Loan
Act, en fiskimenn hafa ekki
notið slíkra hlunninda.
Annað atriði, sem vakið hefir
mikla óánægju meðal fiski-
manna er, hve lítið hefir verið
gert að því að vernda og auka
fiskistofninn í vötnunum á síð-
ari árum: fiskiklökum hefir
verið lokað í stað þess að fjöiga
þeim; möskvastærð hefir verið
notuð, sem tekið hefir nytjafisk
úr vatninu áður en hann hefir
verið búinn að hrygna eða ijá
fullri stærð, sérstaklega er það
vítavert þegar slíkar veiðar fara
fram á kunnum hrygningar-
svæðum og á hrygningartíman-
um. Sem sönnun þess, að allt
er ekki með feldu er það, að
fyrir allmörgum árum veiddist
hvítfiskur sem verzlunarvara í
Manitobavatni og Winnipegosis-
vatni, en nú er því ekki að
fagna lengur; hver fiskimaður
þarfnast nú fleiri netja en áður
til þess að ná sæmilegri punda-
upphæð af fiski, og fjöldinn
þeirra hefir látið í ljós, að þeir
verði að brjóta lögin varðandi
möskvastærð til þess að geta
lifað á fiskiframleiðslu sinni.
Veturinn 1952 fiskaðist mjög
lítið í Winnipegvatni, en fiski-
verð var hátt. Tóku þá fiski-
eftirlitsmenn stjórnarinnar sig
til og sviptu nokkra sauger
fiskimenn netjum sínum og
sögðu þau ólögleg. Vakti þetta
geisilega óánægju, bæði vegna
þess að margir hugðu, að allur
fjöldinn af sauger fiskimönnum
notaði samskonar net, og vegna
þess að þesMr fiskimenn, er
sögðust hafa keypt net sín sem
löglega möskvastærð, gátu ekki
varið sig fyrir rétti, vegna laga-
ákvæðis í fiskimálareglugerð-
inni. — Vetrarvertíðin á Winni-
pegvatni 1953 brást einnig, og
við það bættist, að markaður
fyrir fiskinn var lítill sem eng-
inn og hljóp sambandsstjórnin
undir bagga og keypti fiskinn.
Dr. S. O. Thompson, fylkisþing-
maður Gimli-kjördæmis, vakti
nú athygli Manitobaþingsins á
vandamálum fiskimanna. Var
þá, samkvæmt tillögu Chris
Halldórssonar, þingmanns St.
George-kjördæmis, skipuð stór
þingnefnd til að taka fiski-iðnað
fylkisins til rækilegrar íhugun-
ar. Hélt nefndin opinn fund 10.
apríl og mættu þar fulltrúar
fiskiiryanna, fiskifélaga og fiski-
máladeildar stjórnarinnar. Var
skýrt frá umræðunum í Lög-
bergi 16. apríl. Skipuð var milli-
þinganefnd til að rannsaka þessi
mál og eiga í henni sæti sjö
þingmenn og fulltrúar fiski-
manna, fiskifélaga, packers,
neytenda og fiskimáladeildar-
innar. — Fulltrúi frá netasölu-
mönnum hefði gjarnan mátt
fylgjast með, því netakaup og
mælingar netja snerta mjög
þessi mál.
Þessi nefnd hefir nú verið að
verki síðan snemma í ágúst-
mánuði; hún hefir farið víða að
halda fundi og leita sér upp-
lýsinga; til Gimli, 'Riverton,
Oakvievv, Lundar, Langruth,
McBeth Point, Dawson Bay, The
Pas, Moose Lake, qg e. t. v. fleiri
staða. Á mánudaginn, 5. okt.,
hélt hún fund í Winnipeg og
komu þar fram fulltrúar fiski-
félaga og packers. Vegna þess
hve Lögberg á marga lesendur
meðal fiskimanna, vildi blaðið
fylgjast sem nánast með þessum
málum og sendi því fréttaritara
á fundinn. Annars ætti það að
vera öllum fylkisbúum áhuga-
mál, að þessari mikilvægu at-
vinnugrein verði komið í rétt
horf. Það var því nokkurt
undunarefni, hve fáir sóttu
Framhald á bls. 5
Leitar
endurkosningar
Victor B. Anderson
Við kosningar þær til bæjar-
stjórnar, sem haldnar verða
hinn 28. þ. m., leitar endurkosn-
ingar í 2. kjördeild Victor B.
Anderson, sem hefir lengi við
góðan orðstír átt sæti í bæjar-
stjórn; minnist þess, er að kjör-
borðinu kemur.
Séra Egill H. Fáfnis
Látinn
Síðastliðinn þriðjudagsmorg-
un lézt á sjúkrahúsi í Cavalier
séra Egdl H. Fáfnis prestur ís-
lenzku safnaðanna í North
Dakota, um eitt skeið forseti
Hins Evangeliska lúterska
kirkjufélags íslendinga í Vestur
heimi og varaforseti Þjóðrækn-
isfélagsins í tvö skipti; hann var
Þingeyingur að ætt, fæddur
hinn 24. dag júlímánaðar árið
1898. Séra Egill hafði aðeins
kent sér lítillega meins kvöldið
áður en dauða hans bar að;
hann var drengur góður og naut
almennra vinsælda í söfnuðum
sínum; hann lætur eftir sig
konu sína ásamt tveimur son-
um. Lögberg flytur sifjaliði hins
látna kennimanns innilegar
samúðarkveð j ur.
Útförin fer fram að Mountain
kl. 2 e. h. á laugardaginn kemur.
Um næstu mánaðamót kemur
frú Guðmunda Elíasdóttir, söng-
kona, hingað til borgarinnar, og
mun hún halda söngsamkomu í
Fyrstu lútersku kirkju á þriðju-
dagskveldið 3. nóvember. Frú
Thora (Asgeirson) du Bois
annast þar um undirleik.
Ennfremur mun frú Guð-
Silfurbrúðkaup
Síðastliðið fimtudagskvöld var
margt um manninn hjá Heiga
Johnson að 1023 Ingersoll St.
Þar var saman komið um 60
manns. Tilefni þess var, "~að
Oliver B. Olsen og kona hans
Rose, sem alltaf hafa átt heima
i Winnipeg þar til á síðastliðnu
vori, að þau fluttu til Calgary,
voru hér á ferð, og þar sem 25
ára giftingarafmæli þeirra var
síðastliðinn 1. ágúst, var gripið
tækifærið til að minnast þess og
stóðu að því skyldmenni og
nánustu vinir þeirra hjóna.
Mr. Lee Herron, kennari við
kennaraskólann hér í borg,
ávarpaði silfurbrúðhjónin með
nokkrum vel völdum orðum og
afhenti þeim gjöf frá vinum
þeirra. Mrs. Victor Jónasson las
skeyti sem bárust frá fjarlægum
vinum þeirra, og Arni G. Eggert-
son, Q.C., ávarpaði þau einnig
fagurlega og óskaði þeim allra
heilla og blessunar.
Silfurbrúðhjónin þ ö k k u ð u
bæði með fögrum og hjartnæm-
um orðum allan hlýhug vina og
vandamanna fyrr og síðar og
sagðist báðum vel.
Þá settist frú Kristín Stefáns-
son við hljóðfærið og allir sungu
marga gleðisöngva. Að því búnu
fóru fram rausnarlegar veiting-
ar og skemtilegar samræður.
Þetta var mjög ánægjuleg
kvöldstund, því allir voru, eins
og þarna væri komin saman ein
fjölskylda í heimahúsum.
munda halda söngskemmtanir í
íslenzku byggðunum í Manitoba
og N. Dakota og verða þær
nánar auglýstar í næsta blaði.
Verða allar samkomurnar haldn
ar á vegum Þjóðræknisfélagsins
og deilda þess.
Frú Guðmunda, sem nú dvelst
í New York, hefir verið um
undanfarin ár í röð fremstu
söngkvenna á íslandi; hefir hún
haldið þar og víðar á Norður-
löndum söngskemmtanir og
hlotið ágæta dóma. Frá náms-
og söngferli hennar verður
skýrt nánar í næstu viku.
Býður sig fram
í bæjarstjórn
Paul W. Goodman
Frá því hefir áður verið skýrt,
að Paul W. Goodman forstjóri
bjóði sig fram til bæjarfulltrúa
í 2. kjördeild við bæjarstjórnar-
kosningarnar hinn 28. þ. m. Mr.
Goodman er um alt hinn ábyggi-
legasti maður, er verðskuldar
fylgi íslenzkra kjósenda í á-
minstri kjördeild.
Brot úr sköpunarsögu
Harmur og mótlæti sköpuðu skáldið
Skuggarnir þrengdu sér inn
Sofandi vitgeislar voru þar fyrir
Vöknuðu allir um sinn —
Og skuggarnir hurfu af skáldsins sál
Og skáldið bragaði lífstefnumál.
Harmur og mótlæti þjóðirnar þjáir
Þröngt er um lífsbjargarhag
Bóndinn og konan í baslinu standa
í birting — um sólarlag —
Lífsbjargarviðleitnfn verður þeim hlíf
Vonin um betra og farsælla líf.
Harmur og örvænting heimsmálin blanda
Himininn fjöldinn ei sér —
Fjármála-tjóður er tekið að grunni
Tunglið af sólinni ber —
Lífsbjargarviðleitnfh verður sem háð
Vonirnar geta þó sigrinum náð.
ífarmur og örvænting eiga að hverfa.
Unaður sjálfbjarga líf
Verða að byggjast á bróðerni þjóða
Berskjalda mönnum að hlíf —
Hvað sem að skeður í komandi tíð
Kærleikur drýgir ei mannblót né stríð.
Þar kemur lífsstefnu-skáldið til skila
Skáldið sem þorði og sá —
Stephan G. efstan ég hefi í huga
Heimi sem enn bjarga má
Island sér tileinkar Helga og hann
Heimsmálin styðjast við sannleikann.
(Hér er átt við dr. Helga Péturss).
3. október 1953
JAKOB J. NORMAN
íslenzka söngkonan,
frú Guðmunda Eííasdóf-tir, væntanleg
75 ára afmælishátíð Fyrsta
lúterska safnaðar
Fyrsti lúterski söfnuður í Winnipeg minnist sjötíu og fimm
ára afmælis síns með sérstökum hátíðahöldum, sem fara fram
vikuna 25. október til 1. nóvember, og hefjast með guðsþjónustu á
ensku, sunnudaginn 25. október kl. 11 f. h. Þessari guðsþjónustu
verður útvarpað frá stöðinni CBW (Dial 990). Sóknarprestur
prédikar.
Að kvöldmu, þann 25. kl. 7, fer fram önnur hátíðarsamkoma.
Fer þá fram athöfn, sem Dr. W. C. Graham, skólastjóri United
College í Winnipeg, stýrir. Nokkur stutt ávörp og kveðjur verða
fluttar. í samkomulok fer fram kaffidrykkja í neðri sal kirkjunnar,
sem öllum viðstöddum er boðið til.
Á miðvikudaginn, 28. október, syngja söngflokkar kirkjunnar
hátíðarsöngva, (concert) sem hefjast kl. 8.
Á föstudagskvöldið, 30. október, fer fram samkoma undir
stjórn Sunnudagaskólans og Ungmennafélagsins. Leikur verður
sýndur og einnig' hreyfimyndir.
A laugardaginn, 31. október, efna djáknar safnaðarins til
borðhalds fyr,r eldri meðlimi safnaðarins.
Hátíðahöldum þessum lýkur með guðsþjónustum á venju-
legum tíma sunnudaginn 1. nóv.
SAFNAÐARNEFNDIN
Daníel John Sæmundsson
Vinnur mikinn
námsframa
Þessi ungi maður stundar
nám við Stanford University í
California.^Hann er yngsti son-
ur séra Kolbeins Sæmundssonar
í Seattle, Wash., tvítugur að
aldri.
Fyrir tveimur áruð síðan, er
Daníel útskrifaðist af einum af
miðskólum Seattle-borgar veitti
ofannefndur háskóli honum
fjögra ára námsverðlaun að
upphæð $1000.00 á ári. Eru það
hæstu námsverðlaun, er sú vel-
þekta og ágæta mentastofnun
veitir. Honum buðust einnig
fjögra ára námsverðlaun við
Harvard University að upphæð
$800.00. á ári.
Hann hefir nú stundað nám
við Stanford í tvö ár og h!lotið
ágætis einkunn við námið. 'Auk
hins ákveðna lærdóms hefir
hann tekið drjúgan þátt í félags-
skap og íþróttalífi skólans sem
meðlimur í Stanford University
Chorus, Track Manager o. fl.
Fundurí London
Á föstudaginn kemur koma
saman í London til skrafs og
ráðagerða utanríkisráðherrar
Breta, Bandaríkjanna og Frakk-
lands, og er það talið nokkurn
veginn víst, að viðræður þeirra
fjalli einkum um viðhorfið gagn
vart hugsanlegum friðarsamn-
ingum við Austurríki og Þýzka-
land; allar samningatilraunir í
þessum efnum hafa strandað
fram að þessu á tvöfeldni og
þrákelkni Rússa; um sinnaskipti
af þeirra hálfu er alt vitanlega
enn á huldu; þá má og gera ráð
fyrir, að deilan milli ítala og
Júgóslava vegna Trieste verði
tekin til alvarlegrar íhugunar.
Útvarpsræða um
Stephan G.
Stephansson
Dr. Richard Beck prófessor
flutti síðdegis laugardaginn 3.
október, á aldarafmælisdegi
Stephans G. Stephanssonar, 15
mínútna ræðu um skáldið frá
útvarpsstöð ríkisháskólans , í
Norður-Dakota (KFJM) í Grand
Forks. Rakti ræðumaður í höfuð
dfáttum æviferil skáldsins,
minnti á tengsl hans við N.
Dakota, og ræddi síðan einkum
um stórbrotinn skáldskap
Stephans og um stöðu hans í ís-
lenzkum og canadiskum bók-
menntum.
Sérstakur gestur í útvarpssal,
meðan ræðan vaf flutt, var séra
Einar Sturlaugsson prófastur, er
var í heimsókn í Grand Forks
þann dag.
Nóbelsverðlaun
Samkvæmt nýjum fregnum
frá Stokkhólmi, er talið víst að
Sir Winston Churchill hljóti
bókmenntaverðlaun Nóbels í ár;
opinber tilkynning í þessa átt
mun væntanleg fyrir lok yfir-
standandi viku.
Ágætur og miksls-
metinn blaðamður
Mr. A. J. Vopni
Á nýlega afstöðnu ársþingi
vikublaðasambandsins cana-
diska, var Mr. J. A. Vopni, rit-
stjóri og eigandi blaðsins David-
son Leader, kosinn forstjóri og
féhirðir Saskatchewandeildar
áminstra samtaka; hann er
ágætur blaðamaður og drengur
hinn bezti. Mr. Vopni er sonur
þeirra Mr. og Mrs. J. J. Vopni,
sem búsett hafa verið yfir hálfa
öld í þessari borg.