Lögberg - 15.10.1953, Side 5

Lögberg - 15.10.1953, Side 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 15. OKTÓBER, 1953 5 Fiskimáím í Manitobafylki rvvwvwvvvvw'vwwwww'vvwvww* ÁI K VHÍL WJ ****** Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON Miss Sylvia Sveinson BLUE BOMBER DROTTNING 1953 Þessi unga glæsilega íslenzka stúlka var kjörin og krýnd Blue Bomber drottning í samkomu- höll Winnipegborgar á miðviku- dagskveldið 7. okt. Það hefir verið venja í nokkur undanfarin ór að Rugby-leikarafélögin í Canada kjósi árlega fallega unga stúlku, sem fulltrúa sinn. Blue Bomber Rugby-Iiðið er eitt fræknasta Rugbyliðið í Canada. Úr 40 stúlkna hóp kusu þeir fyrst sex, síðan var valið um þessar sex og varð Miss Sveinson hlutskörpust sökum háttprýði sinnar og glæsi- mensku. Fer hún til Toronto í næsta mánuði, verður viðstödd aðal Rugbyleikja-samkeppnina í Canada og þar tekur hún þátt Heimurinn væri leiðinlegur, ef engir skærir litir væru til að lífga hann upp. Margir eru samt alltof hrædd- ir við að lífga upp heimili sín með fjölbreyttum litum — eða nokkrum litum yfirleitt. Þeir eru samt einmitt tæki — og ódýrast^ tækið — til að gefa híbýlum okkar skemmtilegan og persónulegan blæ. Dýr og íburðarmikil húsgögn í mollulegum móskulitum fá ekki nálægt því jafn miklu áork- að í þessa átt. Veggjaliiurinn þýðingarmikill Veggjaliturinn er ákaflega þýðingarmikill sem aðallit- grunnurinn í herberginu. En liturinn á veggjunum má aldrei skoðast sem atriði út af fyrir sig, hann verður að vera í sam- ræmi við það, sem í herberginu er. Það er hægt að „hlýja upp“ sólarlausu stofuna eða eldhúsið með því að mála það gulleitt. Eða hvers vegna þarf eldhúsið alltaf að vera svo kuldalegt og tómlegt? Venjulega vísar það í norður og er kalt í verunni, svo að það er sízt ástæða til að bæta þar við. Húsmóðirin lifir þar og hrærist mikinn hluta dagsins og oft á tíðum er það notað sem ásamt stúlkum víðsvegar að í samkeppni um Miss Grey Cup titilinn. Miss Sveinson, sem er 20 ára að aldri, er starfsstúlka við símastöðina. Hún fær vikufrí með kaupi; Hudson Bay félagið gefur henni fallega búninga; hún fær frítt fargjald fram og til baka og mun búa á Royal York hótelinu. Sylvia er dóttir Sigurðar Eyjólfssonar Sveinssonar og konu hans, Stefaníu, dóttur Jóns Clemenson frá Silver Bay. Búa þau að 113 Maryland St., og munu þau fara skemtiferð til Toronto um sömu mundir, 26. nóvember. borðstofa í senn. Það er þess vegna allt, sem mælir með því að fá liti í eldhúsið. Tvílit herbergi 1 seinni tíð hefir það færzt mjög í tízku að mála herbergi með tveimur litum. Það getur farið mjög vel á því, en gæta verður varkárni í að skipta þannig upp rúmi herbergisins. Sé óskað eftir að skilja einn vegg herbergisins frá hinum verður að veljast til þess litur, sem gagnstæðastur hinum. Hlut föllin í litlu herbergi, sem er allt á langvegihn verða skemmti- legri ef annar mjói veggurinn er málaður með sterkari lit. Sterkmálaður veggur má ekki vera með mörgum dyrum eða gluggum. Stofurnar virðast stærri, ef veggirnir eru ljósmálaðir. Auð- veldara er með hvers konar lita- tilraunir í stórum herbergjum. Mislit eða myndótt glugga- tjöld og húsgagnaáklæði krefj- ast skilyrðislaust einlitra veggja. —Mbl. Það er með mennina eins og fiskana; hvorugur þeirra myndi lenda í vandræði, ef þeir hefðu aðeins lokaðan munninn. Framhald af bls. 1 fundinn, þó eru allir fundirnir opnir almenningi. Fulltrúar fiskifélaganna, A. S. Barber, forstjóri Booth Fisher- ies Ltd., og G. F. Jónasson, for- stjóri og eigandi Keystone Fisheries Ltd., útskýrðu aðferðir við sölu og útflutning fiskjar úr Manitobavötnunum og vanda- piál í sambandi við þann verzl- unarrekstur. Mr. Barber rakti í stórum dráttum þær miklu breytingar, er orðið hafa á síðustu árum í fiski-iðnaðinum. Nú verður vatnafiskur Manitobafylkis að keppa við fisk frá Great Slave Lake og ýmsum áður ósnertum vötnum í Saskatchewan- og Al- bertafylkjum, auk þess sem kröfur sambandsstjórnarinnar um aukna fiskiframleiðslu á stríðsárunum varð til þess, að opnuð voru smávötn í Norður- Manitoba. Allt þetta olli nokk- urri röskun á fiskiviðskiptunum. Ennfremur sagði hann, að að- gerð á fiskinum frá því að hann kæmi úr vatninu þangað til hann kæmi í hendur neytenda, flakaður og í cellophane um- búðum, væri orðin miklu meiri en áður var og þar af leiðandi meiri mismunur á verði er fiski- maðurinn fengi og söluverðinu yfir búðarborðið; mætti líkja því að nokkru við mismuninn á verði hveitikorns bóndans og söluverði puffed wheat í pökk- um. Ennfremur hefði flutnings- kostnaður, mannakaup, útbún- aður og allur reksturskostnaður hækkað geisilega á þessum (árum. Lagði Mr. Barber mikla áherzlu á, að kapp yrði lagt á að ,bæta gæði vörunnar svo að Manitobafiskur yrði sem bezt samkeppnisfær, þannig að fiski- .félögin og um leið fiski-iðnaður- inn í heild biði ekki tjón vegna óvandaðrar vöru. Lagði hann til, að öllum, sem höndla fiskinn: fiskimönnum, fiskikaupmönnum og neytendum yrði veitt fræðsla ,um, hvernig ætti að halda fisk- inum óskemmdum og flokka hann eftir gæðum; kvað hann og Manitobafisk alt of lítið aug- lýstan í samanburði við sjávar- fisk og ætti stjórnin að taka til íhugunar þessar hliðar málsins. Hann minntist á áhættuspil fiskifélaganna í sambandi við að gera út fiskimenn á kostnað félaganna upp á von og óvon um hvernig fiskaðist, og gat þess, að ef félögin væru sjálfráð um val fiskimanna, að þau gætu þá að nokkru bætt verð og gæði framleiðslunnar. Mr. Barber minntist á deilu,rnar um mæl- ingu netamöskva og kvað þær orsakast af því, að menn hefði mismunandi skilning á réttri stærð; væri til dæmis ómögu- legt að mæla nylon net á sama hátt og cotton net, 4 1/8 þuml- unga cotton möskvi væri á borð við 4 þumlunga nylon möskva vegna teyjunnar í nylon-þræð- inum. Þá taldi hann ósanngjarnt ákvæðið í fiskimálareglugerð- inni um að forstjóri fiskimála- deildarinnar væri sá eini maður, er gæti gefið dóms úrskurð í deilum um möskvamælingar. Áður en Mr. G. F. Jónasson byrjaði skýrslu sína undirstrik- aði hann þetta álit Mr. Barbers um reglugerðina. Kvað hann einum manni vera þannig gefið alt of mikið vald í hendur; væri ekki réttlátt að fiskimenn, er keypt hefðu net sín í trausti þess, að þau væru lögleg, ættu ekki kost á að áfrýja dómi for- stjóra fiskimáladeildarinnar um að þau vperu ólögleg, því vitan- lega getur ekki dómari í opin- berum rétti brotið í bága við reglugerðina eins og hún nú er. Mr. Jónasson benti og á hina geisilegu hækkun sem orðið hefir á fiskiveiða- og fiskivið- skiptaleyfum. Fyrstu fimm árin, eftir að fylkið tók við umsjón fiskimálanna af sambandsstjórn inni 1930, voru inntektir fylkis- stjórnarinnar fyrir slík leyfi samtals $84,766, en á síðustu fimm árum eru þessar tekjur stjórnarinnar orðnar meir en sexfaldar —- samtals $542,278. Bætist þessi upphæð vitanlega á kostnað fiskiútvegsins. Sagðist Mr. Jónasson ekki vera á móti því að goldin væru sanngjörn fiskileyfi, en þegar þau virtust leggjast tvöfalt á fiskistöðvar, væri e. t. v. rétt að athuga mál- ið. Gaf hann dæmi um einn packer í hvítfisksstöð, sem er á örlitlum klettahólma; verður hann að gjalda $65 leigu á hólm- anum árlega; $125 í packers-leyfi fyrir sjö hvítfisksbáta og $25 fyrir hvern auka bát; formaður- inn á hverjum bát verður og að gjalda $50 leyfi. Fiskifélögin verða að gjalda $250 fyrir við- skiptaleyfi, auk leyfis fyrir fiski flökun,arverkstæði sín. Fannst Mr. Jónasson að eitthvað ætti að koma í staðinn fyrir þessi út- gjöld, af stjórnarinnar hálfu, t. d. eftirlit með gæðum á fiskinum, sem höndlaður er. í skýrslu sinni skýrði Mr. G. F. Jónasson frá því, að eins og frá upphafi fiskiviðskiptanna í Manitoba væri að minsta kosti 90 prósent framleiðslunnar selt til markaða í Bandaríkjunum, hins vegar hefðu markaðsskil- yrðin mikið breytzt á síðustu 25 árum. Fyrrum var þýði fisk- urinn pakkaður með ís- í 100 til 150 punda viðarkassa og sendur með express, og frosni fiskurinn í samskonar kössum í fullhlöðn- um járnbrautarvögnum, en kröfur nútímans eru þær, að fiskurinn sé undirbúinn til matreiðslu; hafa nú fiskifé- lögin í Winnipeg orðið að koma sér upp húsum, þar sem hægt er að flokka, slægja, þvo og flaka fiskinn, vefja hann í pakka af ýmsum stærðum og frysta hann ef þörf gerist. í stað hlað- inna járnbrautarvagna panta nú heildsalarnir í smærri skömtum í einu, 500 pund og upp, aðeins það mikið að þeir geti fullnægt eftirspurn viðskiptavina sinna í það og það skiptið, eða geymt fiskinn í sínum eigin smáfrysti- húsum. Þannig verða nú fiskifélögin hér ekki einungis að hafa á hendi mikinn forða af fiski í pökkum af mismunandi þyngd, þau hafa einnig orðið að taka á sig þá ábyrgð að geyma fiskinn í frystihúsunum hér þar til hann selst, og er því fjárhagsleg áhætta þeirra orðin miklu meiri en áður var. Eftirspurn Mantoba fiskjar í miðvesturríkjum Bandaríkj- anna, þar sem hann áður seldist bezt, hefir minkað vegna þess, að þangað flæðir nú á markað- inn alls konar sjávarfiskur, ekki einungis úr sjónum við strendur landsins heldur og frá ýmissum Evrópu-löndum. Mani- toba fiskur á erfitt að keppa við hann hvað verð snertir, vegna aukins framleiðslukostnaðar hér. Fiskinet hér hafa stöðugt hækk- að í verði og fiskurinn sem veið- ist í hvert net minkað að sama skapi. Þá skýrði Mr. Jónasson frá því, að fiskisöluaðferðir stjórn- arinnar 1 Saskatchewan hefði síður en svo bætt úr vandamál- um fiskiútvegsins í Manitoba. Fiskiviðskiptin þar eru í hönd- um nefndar, er fylkisstjórnin skipar og greiðir sú nefnd vitan- lega enga skatta og ber féhirzla fylkisins allan reksturshalla. Sendir þessi nefnd mikið af fiski til umboðsmanna sinna í Winni- peg og selur fiskinn á því verði, er henni sýnist; geymir allan af- gang í frystihúsunum hér og umboðsmaðurinn selur hann seinna fyrir það verð, sem hon- um býðst. Þannig getur fiski- markaðsnefnd Saskatchewan- fylkis selt ódýrara en fiskifé- lögin, sem ekki eiga sömu hlunnindum að fagna og hún, og keypt hafa fiskinn af fiski- mönnunum fyrir ákveðið verð, ☆ ☆ ☆ ☆ SKÆRIR LITIR LÍFCA UPP HEIMILIÐ í trausti þess að verðlagið lækk- aði ekki. Þá vék Mr. Jónasson að fiskiskoðunarreglum sambands- stjórnarinnar; hafa þær orðið strangari á síðari árum. Verður nú hvítfiskur að fara undir skoðun áður en leyfi fæst til að flytja hann úr landinu. Finnist mikið af hinum svokölluðu smá- kýium í nonum, er útflutningur bannaður, þó má selja hann í Canada, því þessi kýli eru ekki saknæm, en markaður er hér lítill og fæst lægra verð fyrir fiskinn hér en í Bandaríkjunum. Bezti hvítfiskurinn veiðist í Winnipegvatni, og í honum f.nst tiltölulega lítið af þessum kýlum. Fyrir þessa ástæðu urðu fiskifélögin að hætta við að kaupa hvítfisk úr mörgum smá- vötnum, þar á meðal úr vötnum í Saskatchewan, því þau fengu ekki útflutningsleyfi fyrir þann fisk. En nú virðist svo, sagði Mr. Jónasson, að Saskatchewan fiskimarkaðsnefndin og umboðs> maður hennar fái hvítfisk úr sömu vötnum fluttan yfir landa- mærin í Windsor, og væri ekki úr vegi að athuga hvers vegna þessi greinarmunur er gerður. Eitt aðalvandamál fiskiút- flutningsfélaganna er vöntun á lánstryggingum. Það kemur ekki ósjaldan fyrir, að þegar þau senda í fjarlæga staði mikið af fiski samkvæmt pöntun, að móttakandi sendir skeyti og segir að fiskurinn hafi ekki full- nægt kröfum um gæði og stærð og spyr hvað hann eigi að gera við hann. Hann veit sem er, að félagið á ekki hægt um vik sökum fjarlægðar og þýður fiskur geymist stutt. Undir þessum kringumstæðum verður félagið að sætta sig við lægra söluverð og bera hallann. Enn- fremur kemur það fyrir, að ó- vandaðir kaupendur draga að borga, án þess að láta í ljósi nokkra óánægju með sending- una, svo vikum skiptir, og svo þegar öll félögin hafa mikið af fiski til sölu, kemur skeyti að þeir borgi samkvæmt söluverði hinna félaganna — þrátt fyrir gerða samninga. Það á sér líka stað, sérstaklega þegar mikið er af fiski, að illa gengur að innheimta skuldir frá sumum kaupendum. Sé skuldin orðin há vill félagið hætta send- ingunum, en þá sendir móttak- andi e. t. v. smáborgun og segist ekki geta staðið í skilum nema að fisksendingarnar haldi áfram. Til að losast við fiskinn heldur félagið oft áfram fiskisending- um til loka vertíðar og verður að síðustu að selja fiskinn lægra verði, eins og fyrr var greint frá og bera hallann. Þetta er mikið vandamál og hafa fiskiútflutningsfélögin stundum rætt sín á meðal um möguleika til að stofna láns- tryggingafélag og neita þeim kaupendum um lán, er vísir hefðu orðið að óvönduðum við- skiptum, en ekki hefir kojnið til framkvæmda. Lánstryggingar eru einnig nauðsynlegar í viðskiptum milli fiskifélaganna og fiskimann- anna., því það kemur fyrir að fiskimenn, sem hafa þegið lán af einu félagi, selja fisk sinn öðru félagi og hirða ekki um skuld sína. Mr. Jónasson kvað vöntun lánstrygginga eitt meginvanda- mál fiskiútvegsins.í Manitoba og hvatti fiskimálanefndina til að leitast við að greiða úr því. Mr. S. V. Sigurdson á sæti í nefndinni sem fulltrúi Packers á Winnipeg-vatni; sagði hann að þeir myndu hafa fund með sér í byrjun nóvember, en í þetta skipti léti hann í ljós per- sónulegt álit sitt; var það í aðal- dráttum þetta: Nægilegu fé skyldi varið til að rannsaka eftir megni fiskilífið í vötnum Manitobafylkis, sérstaklega át- og hrygninga-hætti hvítfisksms í Winnipegvatni, og að fiski- menn ætti aðgang að öllum upp- lýsingum fyrir hendi varðandi þessa fiskitegund. Ekki skyldi til spara fé við að starfrækja klakið í Dauphin River þannig að það klekti út sem mestum hvítfiskshrognum á haustin og pickeral hrognum á vorin; væri hægt að fá pickeral hrogn úr norður-vötnunum og flytja þau til Dauphin eins og nú er með hvítfiskshrogn. Kvaðst Mr. Sigurdson hafa trú á því að Dauphin-klakið gerði mikið gagn, þótt sumir héldu fram því gagnstæða. Ennfremur fanst honum nauðsynlegt, að Gull Harbour klakið yrði opnað á ný, fyrst fyrir pickerel hrogn og svo fyrir hvítfisks hrogn. Ennfremur kvað hann þýðing- armikið að hrygningarsvæði hvítfisksins væri rannsökuð og vernduð, væri t. d. St. Martin vatnið mikilvægt hrygningar- svæði, þyrfti því að reyna að eyðileggja vargfiskinn í því og leyfa ekki fiskiveiðar þar frá ágústmánuði og fram yfir hrygningartímann; væri e. t. v. nauðsynlegt að dýpka Dauphin ána þannig að hvítfiskurinn gæti komist upp ána til St. Martins vatns, þegar lágt er í Winnipegvatni. Mr. Sigurdson benti á, að of mikið af óþroskuðum hvítfiski væri veiddur á pickerel vorver- tíðinni, í 414 þumlunga möskva- netin, sem notuð eru við þær veiðar, væri þetta sérstaklega áberandi við Mossy Bay Lake, Grand Rapids og Dauphin River, sönnuðu fiskiframleiðsluskýrsl- ur stjórnarinnar þetta. Þá vék Mr. Sigurdson að því, að hægt væri að fækka varg- fiskinum og auka markaðshæfa fiskinn með því, til dæmis, að tortíma sucker-torfum þegar þær legðu upp í árnar á vorin og eins með því að greiða fiski- mönnum þóknun fyrir þá keilu (mariah) sem þeir dræpu. Mr. Sigurdson gat þess, að fiskur væri nú að nokkru flokk- aður eftir gæðum á fiskistöðv- unum, af fiskifélögunum og stjórnarumsjónarmönnum, en þessa flokkun þyrfti að auka og samræma og sérstaklega með tilliti til vetrarfiskjarins þannig að markaðir lokuðust ekki vegna óvandaðrar vöru. Að lokum taldi hann æski- legt, að fiskimenn nytu aðstoð- ar stjórnarinnar við kaup á fiski áhöldum og netum á líkan hátt og bændur njóta vegna Farm Improvement Loan Act; enn- fremur að netjagerðarfélög hefðu samræmda netjamælingar aðferð og að netin væru ljóslega merkt með sinni réttu stærð. — Mr. G. F. Jónasson minntist þess, að fiskimálin í Manitoba væru yfirgripsmikil og fisk- iðnaðurinn þýðingarmikill, eins og fiskilnálanefndinni, hefði orðið ljóst á hinum mörgu fund- um sínum og víðtækum rann- sóknum; hvort henni fyndist því ekki ráðlegt að skipta þeirri stjórnardeild, sem nú hefði um- sjón með veiðidýra- og fiski- málum, þannig að sérstök deild með eigin forstjóra fjallaði um fiskimálin eingöngu; voru aðrir fulltrúar fiskifélaga og packers þessari hugmynd fylgjandi og verður hún tekin til íhugunar. Mr. S. V. Sigurdson gat þess að í nokkur undanfarin ár hefðu fiskifræðingar verið að rann- saka ýmislegt varðandi fiskinn í Winnipegvatni, væri fiski- mönnum áríðandi að fá vit- neskju um árangurinn af þess- um rannsóknum. Var Mr. S. Sigurdson aðstoðarforstjóra veiðidýra- og fiskimáladeildar- innar falið að komast í samband við fiskifræðingana og biðja þá að koma fram með skýrslur á næsta fund fiskimálanefndar- innar, en hann verður haldinn í þinghúsinu í Winnipeg 10. nóv- ember. — Allir fundir nefndar- innar eru opnir almenningi. Kona er eins og skuggi þinn; eltu hana, hún flýr; forðastu hana og hún eltir þig.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.