Lögberg


Lögberg - 15.10.1953, Qupperneq 6

Lögberg - 15.10.1953, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 15. OKTÓBER, 1953 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: DA LALÍF S. SKIRNARVEIZLAN Á nýársdag var ágætt veður, þá var líka ákveðið að láta skíra litla soninn á Nautaflötum. Það var fjöldi við kirkju. Lísibet hélt á barninu, klædd í skautbúning. Konurnar í kirkjunni hvísluðust á, um hvað hún væri ungleg og tignarleg „amma“. Anna var í brúðarbúningnum. Drengurinn hét Jakob, það voru allir full- vissir um það, áður en nafnið var nefnt. Eftir messu drukku ailir súkkulaði og kaffi ,og unga fólkinu var boðið að verða eftir að dansa, það var þegið með þökkum. Ungu hjónin frá Hvammi voru ein í þeim hóp. Þóra vildi helzt verða laus við það, sagðist vera orðin stirð á dansgólfi og svo þyrfti Sigurður að komast heim til að hugsa um skepnurnar. En það var ekki við það komandi, að Lísibet sleppti Þóru. „Hann getur þá farið heim konulaus, ef hann vill ekki skemmta sér með okkur, en þú verður að gleðjast' með leik- systkinum þínum í kvöld,“ sagði hún ákveðin. „Ég skal fara og tala við Sigurð,“ sagði Anna hlæjandi, en bað Þóru og fóstru sína að koma með sér fram í bæjardyrnar, þar sem Sigurður beið aleinn. „Þóru langar til að verða eftir og dansa,“ byrjaði hún. „Þú mátt til með að verða eftir líka og skemmta þér.“ „Ég er ekki dansmaður," svaraði hann. „Það segirðu ekki satt. Ég hef séð þig dansa og meira að segja dansað við þig,“ sagði hún brosandi. ,Þ*að er víst langt síðan,“ sagði hann dræmt. „Ég þarf að hugsa um skepnurnar heima.“ „Þóra verður eftir,“ sagði Lísibet í þessum valdsmannlega róm, sem er þeim eðlilegur, sem vanir eru að segja fyrir og láta hlýða sér. Sigurður varð kergjulegur á svipinn, hann langaði svo ósegjanlega mikið til að þráast á móti henni, þessari konu, sem allir álitu sjálfsagt, að réði öllu og allir hlýddu. „Hún fylgist sjálfsagt með mér,“ sagði hann þráalegur, „varla fer ég að láta hana fara eina á milli bæjanna einhvern tíma í nótt.“ „Ó, blessaður vertu nú rólegur," greip Anna fram í. „Ég skal láta fylgja henni alveg heim að bæjardyrunum, og það sem meira er, ég skal láta Jón fylgja henni. Þá geturðu séð, hvort henni er ekki óhætt.“ „Nei, annað hvort kemur hún með mér, eða ég bíð eftir henni,“ flýtti hann sér að segja. „Þú hlýtur að geta skilið, að mér þykir tómlegt að hafa hana ekki hjá mér fyrsta nýárskvöld, sem við erum saman,“ bætti hann við og brosti. „Já, já, ég skil það, en þú mátt ekki taka hana frá okkur,“ sagði Anna og tók í handlegg hans og togaði hann inn með sér. Lísibet hló og sagði, að það væri ekki von, að hann gæti neitað svona indælli stúlku, slíkt gæti enginn karlmaður. Erlendur á Hóli var orðinn aðalspilarinn í dalnum, hann var setztur inn á skálabekk og farinn að spila, þegar Anna kom inn með Sigurð. Þóra var strax komin út á gólfið í fanginu á Þórði í Seli. „Var ég kannske ekki dugleg?“ kallaði Anna til hennar. Þóra hló ánægjulega og játaði. Henni hlaut að þykja fjarska gaman að dansa, hugsaði Sigurður. Svona ánægjulega hafði hann ekki séð hana fyrri. Hann flýtti sér að ná henni strax og hún var setzt, það var óskemmtilegt að sjá hana dansa við aðra. Þóra hefði helzt kosið, að hann færi aldrei út á gólfið, vegna þess að hann dansaði verst af öllum, sem þar voru, en hann var oft á gólfinu og dansaði sjaldan við aðra en hana og talaði um það í hvert skipti, hvort hún vildi ekki fara að koma heim. En hún sagðist nú bráðum fara að hætta. Jón var hrifinn af konu sinni og dáðist að henni við Þóru: „Finnst þér ekki henni hafa farið fram við að verða móðir. Henni fer svo vel að hafa svona stór brjóst.“ „Jú, jú, henni fer svo vel upphluturinn,“ sagði Þóra hlæjandi. „Heldurðu ekki, að það sé hálf óskemmtilegt að heyra hann . láta svona allan daginn?“ spurði Anna, „og svo tekur þá mamma stundum* undir með honum.“ „Það hlýtur einmitt að vera fjarska gaman að láta hæla sér dags daglega,“ sagði Þóra og hló einkennilega ólíkt því sem vanalegt var. „Mér þykir líka ótrúlegt, að þú verðir nokkurn tíma leið á því,“ bætti hún við. „Onei, ekki þegar hann gerir það,“ sagði Anna hrifin. Sigurður sleit sundur samtalið með því að ámálga enn einu sinni, að þau færu að fara, því nú væri farið að hríða. „Ég fer ekki á undan öðrum,“ svaraði hún. „Það verður líka bráðum farið að slá botninn í þetta. Það er ekki svo oft sem maður skemmtir sér.“ >yÞað er meira, að fólk skuli nenna að leggja á sig vökur fyrir þetta hringsól," tautaði hann önugur. „Herra trúr, hvað hann er gamall,“ heyrði Þóra, að Anna sagði við Viggu. Klukkan fjögur fór fólkið að týnast í burtu eftir að hafa drukkið kaffi inn í kokkhúsi. Jón veitti karlmönnunum vín fram í stofu. Sigurður, sem hafði verið í sínu versta skapi alla nóttina, þó hann reyndi að dylja það, varð svo feginn að sjá fyrir endann á þessum veizluglaum, að hann þáði að hressa sig á víninu eins og hinir. Anna tók undir handlegginn á Þóru. „Þú situr inni hjá mér, meðan þeir eru að svolgra í sig þessa ólyfjan," sagði hún með viðbjóði. Þær gengu inn í hjónahúsið. ,jÞú kemur nú fram eftir á sunnudögum og dansar með okkur. Þú mátt ekki láta hann gera þig eins gamla og hann er, heldur vera alltaf ung eins og við erum hérna,“ sagði Anna á leiðinni. „Hann er nú ekki inikið eldri en við,“ sagði Þóra og lézt ekki skilja hana. Lísibet sat með Jakob litla og var að skipta um „vöfin“. „Hann hefði víst ekkert á móti því að fá eitthvað að drekka, þetta blessað engilbarn,“ sagði hún brosandi. Anna reimaði sundur upphlutinn og gaf honum brjóstið. Móðurástin skein úr augum hennar, þegar hún sagði: „Það er svo gaman að eiga þennan dreng, Þóra, þú getur ekki trúað því. Það er indælt að lifa.“ Þóra horfði aðdáunaraugum á barnið og móðurina. Skyldi hún nokkurn tíma verða svona sæl? „En hvað það er skrítið að sjá, hvernig hann nærir sig,“ sagði hún til að sdja ekki þegjandi. Henni fannst allt þetta skraut í húsinu og jafnvel litli drengurinn vera sín eign að einhverju leyti. Hún fann til gremju þess, sem verður afskiptur. Henni bar meira. Hún ókyrrðist og bjóst til burtferðar. „Sittu lengur,“ bað Anna. „Mér finnst við vera að verða ókunnugar. Þú hlýtur þó að hafa minna að gera, síðan þú giftir þig og gætir komið oftar.“ „Ég má ekki sitja, Sigurður bíður eftir mér,“ svaraði Þóra og kvaddi vinkonu sína með þökkum fyrir skemmtunina og bað hana fyrir kveðju til Jakobs hreppstjóra, sem var sofnaður. Hún mætti Lísibetu í frambaðstofunni og kvaddi hana þar. „Jón minn er víst frammi í stofu, ef þú átt eftir að kveðja hann.“ Þóra gekk fram í bæjardyrnar. Það lifði ljós í skálanum, þar sem dansað hafði verið, nú var hann eyðilegur og mannlaus. Hinu megin bæjardyranna var stofan, hún var aftur, en ekki læst. Sigurður gekk fram og til baka úti á hlaðinu. og Þóru sýndist hann vera harla þungbúinn. Henni datt í hug að fara án þess að kveðja Jón, því hún fann,'að hún var búin að bjóða þolinmæði Sigurðar nokkuð mikið þessa nótt, en slíkt var hrein og bein ókurteisi. Hún ýtti á hurðina og gekk hikandi inn fyrir dyrnar. Á litlu borði stóð lampi innan um staup og flöskur. Jón var einn í stofunni. Hann hafði klætt sig úr jakkanum og vestinu og var að losa af sér hálstauið. „Ég kom til að kveðja,“ sagði hún og rétti fram höndina. „Mér finnst nú, að ég ætti skilið koss fyrir aðra eins skemmt- un,“ sagði hann og brosti ertnislega. „Finnst þér ekki gaman að dansa ennþá?“ „Ójú, samt held ég það hefði verið skárra að vera heima og sofa,“ svaraði hún. Hann hló. „Svo þér þykir þá svona gott að sofa hjá honum. Ég gæti trúað þú talaðir ekki af sannfæringu núna. Hvernig gat þér annars dottið í hug að fara að giftast manni, sem þér þykir ekki minnstu vitund vænt um?“ Hún kafroðnaði, eins og hún hefði verið staðin að glæp. „Hvað veizt þú um það? Heldurðu kannske, að mér geti ekki þótt vænt um hann, þó ég leiði hann ekki fram fyrir gestina til að dást að honum, eins og þú konuna þína,“ sagði hún nokkuð íljótmælt. Svo bætti hún við: „Ég hef ekki ástæður til þess að láta hann liggja í hveiti, eins og þú ferð með Önnu. Við verðum að vinna.“ „Já, ég veit það, þig vantaði púlsklár og tókst hann, það er líklega það eina, sem hann hugsar um. En þú keyptir hann bara allt of dýrt. Hann hefði getað verið vinnumaður hjá þér. Það hefur verið eitt fljótfærniskastið í þér að fara að drífa þig í hjóna- band með honum, sem þú þekktir ekkert.“ „Ég var sjálfráð að því, hvern ég valdi mér.“ „Það er nú svo sem ekkert val, bara gripið það, sem hendi var næst, en þú verður aldrei ánægð með hann, sem ekki er heldur von. Honum þykir ekkert vænt um þig, það hefur bara verið Hvammur og reyturnar þínar, sem honum þykir vænt um. Það var mér sagt út á strönd, að móðir hans hefði verið búin að segja grannkonu sinni frá, hvað þú ættir mikið til, áður en nokkrum datt í hug, að lýst yrði og hún hefði bætt því við, að það væri sagt, að kistuhandraðinn þinn væri ekki alveg tómur.“ Hann hló kveljandi hlátur. „Þér kemur þetta ekkert við. Láttu þér nægja, að þitt hjóna- band verður eilíf sæla, hvernig ætti það annað að vera önnur eins viðhöfn, lesið guðsorð yfir hjónasænginni." — Hann greip fram í fyrir henni: „Vertu ekki að hlaða þennan ískalda vegg á milli okkar. Minnstu æskunnar og alls þess góða, sem hún hafði að bjóða,“ sagði hann í hlýlegri róm og hætti að hlæja. „Heldurðu kannske, að ég hafi gleymt nokkru?“ sagði hún æst. „Heldurðu að ég muni ekki eftir því, hvernig maðurinn, sem ég elskaði og tilbað, lék sér að hjarta mínu, kramdi það svo og fleygði því hlæjandi frá sér eins og einskisverðum hégóma, af því hann hafði völ á annari, sem var fallegri. Bara að hún verði ekki leikin eins.“ „Samt elskaði hann þig og gerir það ennþá. En þú varst bara of stórlát til að eiga hann með annari konu. Heldur vildirðu eins og fornaldarskassið vera þeim verst, sem þú unnir mest. Það hefði þó verið mikill munur á því eða lifa í ástlusu hjónabandi." „Þú veizt ekkert um það, hversu mér þykir vænt um Sigurð, en það get ég sagt þér, að æskuástin er fyrir löngu slokknuð. Það er enginn ylur lengur.“ „Þú slærð ekki upp í augun á mér, Þóra. Láttu hjartað ráða. Þér dettur þó ekki í hug, að þú sért bundin honum nema að nafninu. Láttu hann bara sigla sinn sjó og það strax, þá þarftu ekki að biðjast fyrir eins og Ragnheiður á Hóli, um að litlu krakkarnir líkist ekki karlskrattanum." „Það þurfa víst allir að biðjast fyrir, að þeir hafi barnalán," sagði Þóra og reyndi að háfa vald á reiðinni. „Þér er kannske ekki síður þörf á því en mér. Kannske eiga þeir ríku það sjálfsagt, samt hélt ég, að það yrði ekki keypt fyrir peninga." „Vertu ekki svona beiskyrt. Ég hef strítt þér fyrri en núna,“ sagði hann og vildi nú slaka til, því þau voru orðin talsvert hávær. „Hversslags er þetta. Getið þið ekki sést, án þess að fara í stælur og þrætur?“ Þeim varð báðum jafn hverft við að heyra rödd Lísibetar húsfreyju rétt hjá sér. Hún var föl af reiði og horfði ásakandi á son sinn. „Hvar hefurðu lært slíka kurteisi við gesti þína? Ekki af mér.“ „Hann getur aldrei séð mig í friði, þykist aldrei vera búinn að kvelja mig nóg,“ sagði Þóra, hún fann ekkert annað til að afsaka sig með. „Þetta er ekkert, mamma. Við erum svo gamalkunnug, og jöfnum þetta með okkur áður en við skiljum. Þóra hefur fyrirgefið mér fyrri,“ sagði Jón. Lísibet sneri sér að Þóru og reyndi að spauga. „Ég gæti hugsað, að manni þínum væri farið að leiðast eftir þér. Hann bíður alltaf úti. Þeir eru nú viðkvæmir svona alveg nýgiftir. Það er ekki vandi að kveikja í þeim.“ En Þóra var ekki í því skapi, að hún gæti tekið spaugi. „Þetta er allt þér að kenna,“ sagði hún og vogaði sér nú í fyrsta sinn að andmæla þessari konu. „Þú vildir ekki lofa okkur að fara strax frá kirkjunni, sem hefði verið það bezta — og svo vísaðir þú mér hingað inn til hans, svo hann gæti kvalið mig.“ „Góða Þóra mín,“ sagði Lísibet alvarlega og lagði höndina á öxl henni. „Hvernig getur þér dottið í hug að kenna mér um þetta. Ég gerði það í góðri meiningu að bjóða þér að skemmta þér, og mér sýndist þú vera glöð ekki síður en aðrir. Líka þóttist ég vita, að þú kynnir betur við að kveðja Jón, áður en þú færir. Hvernig gat mér dottið í hug, að þið færuð að jagast eins og krakkakjánar. Hann hefur víst oft verið harðleikinn við þig, en þú hefur fljótlega gleymt því, eins vona ég að verði í þetta skipti. Þú verður orðin sátt við hann, áður en þú ert komin út fyrir merkin og svo dansarðu í næstu skírnarveizlu.“ „Þá verður langt að bíða eftir næstu skírnarveizlu, ef ég verð búin að gleyma því, sem hér hefur verið talað núna,“ svaraði Þóra og reigsaði til dyranna. Jón gekk í veg fyrir hana og rétti henni hendina. „Við megum ekki skilja svona, Þóra mín! Mér datt ekki í hug, að þú reiddist svona mikið, þetta var bara dálítið grín, sem ég sagði.“ Hún lét sem hún sæi ekki framrétta hendi hans og hvarf fram úr dyrunum án þess að kveðja. Hún stakk hendinni undir hand- legg Sigurðar og sagði kuldalega: „Það er líklega réttast að fara að hafa sig heim.“ „Það er mikið, að það er hægt að hafa þig af stað, þú hefur víst verið að bíða eftir einhverju sérstöku,“ hreytti hann út úr sér geðvonzkulega. En Þóra var of reið sjálf til að taka eftir því. Þau leiddust út túnið. Þóra heyrði bæjardyrahurðina falla þungt að stöfum, þegar þau voru komin kippkorn frá bænum. Hún var lokuð úti frá þessu góða heimili, sem alltaf hafði verið henni nokkurs konar foreldrahús, síðan hún mundi fyrst eftir sér, og þangað skyldi hún ekki stíga fæti aftur. Það var ekki laust við, að hún klöknaði við þá tilhugsun. Þau voru komin út fyrir túnið, þegar Sigurður ávarpaði hana í ísköldum málrómi, sem hún hafði ekki heyrt hann tala í fyrri. „Ég hélt að þú ætlaðir að frysta mig þarna úti á hlaðinu. Hvar varstu svo sem allan þennan tíma?“ „Alian þennan tíma,“ tók hún upp eftir honum. „Mér fannst hann ekki langur, ég sat inni hjá önnu.“ t „Þú hefur kannske verið að kjassa þetta barn, sem allir láta með eins og bjánar.“ „Lísibet lætur svona með öll börn, sem hjá henni hafa verið. Jakob litli er líka svo gullfallegur, það er von að allir dáist að honum,“ sagði hún og reyndi að tala glaðlega, ef það gæti haft einhver áhrif á hans- vondu skapsmuni. „Mér sýnist hann svona rétt eins og hvert annað barn, og ekkert meira,“ svaraði hann jafnkaldur, svo bætti hann við: „Hún hefur líklega dekrað nóg við hann, þennan „glæfragosa“, hann son sinn; það lítur út fyrir, að hann álíti, að sér sé flest leyfilegt.“ Það kom nýtt öldurót í sál Þóru. Henni hafði ekki dottið í hug, að vindurinn blési nema úr einni átt sömu nóttina. „Aldrei hef ég heyrt nokkurn mann tala svona um Jón Jakobsson," sagði hún, og það var ekki laust við, að röddin skyifi. „Ég trúi því, það hefur lengi verið sagt, að hann væri tilbeð- inn hérna í dalnum, einkanlega af kvenþjóðinni.“ „Við höfum þá sjálfsagt verið sjálfráðar að því, hvort yið dáðum hann eða ekki.“ „Kannske hefurðu verið það, en þú ert það ekki lengur,“ sagði hann illskulega og kreisti svo fast hendi hennar milli hand- leggsins og síðunnar, að hana sárkenndi til. „Nú er það svona að vera í hjónabandinu?“ sagði hún og reyndi að tala háðslega. „Má maður ekki láta í ljós, hvort manni geðjast vel eða illa að nágrönnunum. Það verður ekki hún Þóra mín, sem skrifar undir þann samning." „Þú villir mér ekki sjónir, þó þú ætlir þér það. Ég heyrði til ykkar inni í stofunni, þið skröfuðuð og hlóguð, en létuð kerlingar- fjandann standa í bæjardyrunum, svo ég kæmist ekki inn.“ „Þetta er allt svívirðileg lýgi og heilaspuni úr þér. Lísibet hefur aldrei staðið í dyrunum, það er ég viss um.“ Hún kippti að sér handleggnum. Þau V'tóðu hvort frammi fyrir öðru, hún lyfti hendinni eins og til höggs. „Jú, það gerði hún,“ svaraði hann. „Því varstu að ljúga því, að þú hefðir verið inni hjá Önnu, þegar þú varst frammi hjá honum. Svaraðu því.“ „Ég var inni hjá henni, nema bara þegar ég kvaddi hann.“ „Ég sá, þegar þú fórst inn í stofuna, og veit þess vegna hvað lengi þú varst þar. Það þýðir ekkert fyrir þig að þræta.“ „Þá segi ég bara, að þú skalt ekki láta þér detta í hug, að ég fari að skrifta fyrir þér. Og svo skaltu ekki þurfa að hafa fyrir því að þefa uppi slóðina mína hér eftir. Það er bezt að slíta þessu hjónabandi í sama flaustrinu og það, var stofnað, við skiljum svo fljótt sem hægt er að koma því í kring í vor — á morgun —“ Hann greip utan um hendi hennar og ætlaði að kreista hana í reiði sinni, en hún sleit sig lausa og hljóp á undan honum. Hann sendi henni tóninn: „Það verður ekkert af því, að þú fáir skilnað. Engiif hjón fá skilnað, nema bæði séu samþykk, nei, það verður ekkert af því.“ Hún gekk svo hart það, sem eftir var leiðarinnar, að hann átti erfitt með að halda í við hana. „Geturðu ekki gengið ofurlítið hægar, manneskja?“ kallaði hann til hennar. „Ég þarf að tala við þig.“ Hún anzaði engu. „Skárri er það bölvaður ofsinn,“ tautaði hann. Þóra fór inn í stofu og klæddi sig úr reiðtreyjunni, sem hún hafði gengið í milli bæjanna ,og tók af sér yfirsjalið. Hann gekk beina leið til baðstofu og kveikti. Magga hafði látið inn hrokaða hangikjötsdiska, því jólamaturinn var ríflega útilátinn á þeim árum. Hann gaf diskunum hornauga, en fór að klæða sig úr jakkanum og vestinu. Þá var hálstauið eftir, hann var ólaginn við það, Þóra var vön að festa því á hann, þá sjaldan hann fór í sparifötin. En nú leit hún ekki á hann, því síður að hún kæmi honum til hjálpar. Rúmið, sem hann hafði sofið í, áður en þau giftu sig, var autt, en sængurföt í því. Hún bjó um það í flýti og skipaði honum að hátta þar, en fór sjálf að tína utan af sér fötin við hjónarúmið. Sigurður glímdi enn við hálsbindið. „Bölvað ekki sen ólán að vera að setja þetta á sig,“ heyrði hún hann tauta. Hún sneri sér til veggjar og sá það á skugganum á þilinu fyrir ofan rúmið, að hann komst þó á endanum á lagið að ná því af sér. Ekki var ómögulegt, að hann hefði rifið fram úr hneppslunni á flibbanum. Svo settist hann á rúmstokkinn hjá henni og fór að taka af sér skóna. Hún sneri sér við til hálfs. „Þú getur sofið í hinu rúminu,“ skipaði hún.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.