Lögberg - 15.10.1953, Blaðsíða 7

Lögberg - 15.10.1953, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 15. OKTÓBER, 1953 7 Séra Benjamín Kristjánsson: • Frumkristnin og fall Jerúsalemsborgar Deilur í krislninni fyrr og nú Ýmsir góðviljaðir menn undr- ast það mjög, hversu mörg eru ágremingsefni kristinna manna í guðfræði og hversu ákafar þær deilur eru, sem öðru hvoru verða út af þessum skoðana- skiptum þeirra á milli og telja þetta mein mikið málefninu, sem allir þó í raun og veru unna, og kirkjunni til stórlegrar sundrungar og álitshnekkis. Að sjálfsögðu er það rétt, að kirkjan yrði sterkari sem stofn- un, ef þar kæmist ekki neinn ágreiningur að um kenningar- atriði. En óvíst er, hvort andinn og sannleikurinn yrði þar með meira lífi. — Þetta hefir verið reynt í kaþólsku kirkjunni, þar sem páfi og kardinálar hafa al- ræðisvald í andlegum efnum, en hvarvetna, þar sem reynt er að einoka andann, stirðnar lífið og skilningurinn í dauðu formi, unz formið verður ok á andanum. Hvar sem andi og líf er, þar hlýtur ágreiningur að verða, eins lengi og munur er á skiln- ingi og náðargáfum. En þess er ekki að vænta, að neinn maður hafi enn náð fullkomnun í þeim efnum. Þess vegna er það ekki æskilegt, að nokkur páfi eða preláti gefi út óskeikular kenn- ingar fyrir lýðinn. Betra að hver maður reyni að leita síns eigin skilnings, þó að ófullkominn kunni að vera. Ruglingurinn í hugmynda- heimi kristninnar stafar frá upphafi vega. Þegar í frum- kristninni var guðfræðin klofin niður í rót af djúptækum ágrein- ingi og geisuðu um þetta svo heiftúðlegar deilur, að ekki hafa þær orðið snarpari síðan. Er menn hafa áttað sig til fulls á þessu, mun það auðvelda að miklum mun skilning þeirra á kristnum dómi, og gera þeim hægara um vik að greiða á skynsamlegan hátt úr ýmsum þeim ágreiningsefnum, sem mörgum hafa orðið ofviða, sum- um að hneykslunarhellu og öðr- um að ásteytingarsteini í trúar- efnum. Vandamál, er snerta sögu frumkristninnar Mörg eru þau vandamál, er snerta sögu frumkristninnar og ritun Nýja testamentisins, sem fjarri fer að enn hafi fengið nokkra viðhlítandi skýringu. — Stundum bryddir á andstæðum skoðunum í einu og sama guð- spjalli. Og erfitt er sums staðar að koma bréfum Páls heim og saman við Poustulasöguna, þó að greint sé frá sömu atburðum. Þetta sagnrit, sem með köflum virðist vera greinargott, enda talið stafa frá samstarfsmanni Páls, er þó með svo miklum gloppum, að naumast er ein- leikið . Frá flestum postulum Krists er lítið sem ekkert sagt. En þeir, sem einhverjar frásagnir eru af, hverfa úr sögunni á hinn undar- legasta hátt eins og álfar eða andar. Til dæmis er Símon Pétur mikil persóna í upphafi sögunnar, en í tólfta kapítula er hann afgreiddur með þeirri at- hugasemd, að hann hafi gengið út og farið á annan stað. Síðan er ekki minnzt á hann framar. Sama er að segja um Jóhannes. Af honum ganga þær fréttir seinast, að hann sækir það fast að kristna Samverja ásamt Pétri. Þá hverfur hann sýnum. En Filippusi er fylgt til Cæcareu og þar skilið við hann. Að því búnu fjallar sagan mest um kristniboð Páls, sem óvíst er að nokkru sinni hafi séð höfund kristninnar. En þó er einnig skilið við hann í fullkomnu greinarleysi í fangelsinu í Róm, ef til vill af því að höfundurinn hefir dáið frá ritinu ófullgerðu. Um margt af þessu hlýtur þó Lúkas að hafa vitað eitthvað meira, þó að hann af einhverjum ástæðum hirði ekki um að skýra frá því. Þá er það auðsætt, að jafn- hliða trúboði Páls hefir farið fram annað kristniboð í stórum stíl, sem sízt er þýðingarminna. Þannig er það vitað, að á sama tíma og Páll starfar, vaxa upp og blómgast kristnir söfnuðir í tveim miklum heimsborgum: Alexandríu og Róm, og má gera ráð fyrir, að þeir hafi verið all- fjölmennir. Höfundi Postulasög- unnar er auðsjáanlega vel kunn- ugt um þetta, en minnist þó af einhverjum ástæðum ekki á það, hvernig kristnin hafi borizt þangað. Enda virðist svo sem Páli hafi verið lítt um þessa kristni gefið, eins og sjá má af viðskiptum hans við lærisveina Appollós. — Taldi hann, að þá vantaði heilagan anda, og þótti því full þörf á að skíra þá að nýju. En í Jerúsalem er Jakob, bróðir drottins, allt í einu orð- inn eins konar páfi yfir kristn- inni, miklu valdameiri en Pétur, sem Jesús á þó sjálfur að hafa fengið í hendur. Verður það ekki séð af guðspjöllunum, að Jakob hafi nokkru sinni fylgt Jesú, heldur miklu fremur gefa þau hið gagnstæða í skyn, að fjöl- skyldan hafi talið Jesú frávita. Þessi móðurkirkja í Jerú- salem virðist gegna forystuhlut- verki í kristninni fyrstu áratug- ina eftir lát Jesú, en svo hverf- ur hún alveg úr sögunni, og enginn veit hvað af henni hefir orðið né af ritum hennar, nema ef leifar þessarar gyðingakristni kynnu að geymast í ritum Ebjóníta eins og prófessor H. J. Schoeps heldur (Theologie und Geschichte des Judenchrislen- tums. Turbingen 1949). Telur Evsebíus reyndar, að kristnir menn hafi flúið burt úr Jerú- salem, samkvæmt guðlegri opin- berun skömmu fyrir umsátið og sezt að í smábænum Pella í Pereu, en heldur er það ólíklegt af mörgum ástæðum. Þannig eru það fjöldamörg vandamál varðandi frumkristn- ina, sem enn þurfa gagngerðrar athugunar og skýringar við og hefir mér nýlega borizt í hendur bók, sem fjallar um þessi efni af heillandi skarpskyggni og lærdómi, þar sem komizt er að mörgum nýstárlegum niður- stöðum.* Þessi bók er merkileg rann- sókn á sögu frumkristninnar og fjallar einkum um atriði, sem lítill gaumur hefir verið gefinn hingað til í þessu sambandi, en það er áhrifin af eyðileggingu Jerúsalemborgar árið 70 á þró- unarsögu fornkirkjunnar og mótun hinna kristnu trúarhug- mynda. Höfundurinn lítur svo á, að deilan milli Páls og frumsafn- aðarins í Jerúsalem hafi verið miklu harðari og illvígari en Postulasagan vil'l vera láta. Lúkas, sem ávalt dregur taum Páls, telur það ekki heppilegt, þegar tímar líða, að gera grein fyrir þessum grundvallarklofn- ingi í frumkirkjunni eins og hann raunverulega var, heldur gerir hann sér allt far um að breiða yfir misbrestina í starf- semi frumkristninnar, yfirskin samúðar og góðvildar, eins og þar hefðu allir verið með einum huga og einni sál. Og í samræmi við það lætur hann postulafor- ingjana í Jerúsalem rétta Páli höndina til samkomulags, viður- kennandi hann sem postula til hinna óumskornu. En ef litið er í bréf Páls, sem skrifuð eru samtímis atburðun- um, kemur allt annað í ljós. Þar geisar alltaf heiftúðug barátta, þar er enginn skilningur milli gyðingkristinna og heiðinkrist- inna. Páll á alltaf í vök að verj- ast, og bréf hans ganga mjög út á að réttlæta postuladóm hans, sem auðsjáanlega hefir mjög verið rengdur. — Fullkcminn fjandskapur ríkir milli hans og hinna gyðingkristnu, sem hann vandar lítt kveðjurnar, enda er báðum Ijóst, að það er í raun og veru „annað fagnaðarerindi“, sem hann flytur. Páli verður allmikið ágengt með kristniboð sitt í hinni fyrstu hríð, enda vantar hann ekki eld- móðinn og ákfann. En brátt þyngist róðurinn. Sendimenn frá frumsöfnuðinum í Jerú- salem eru alls staðar á hælum hans. Þeir vekja vantraust á boðskap hans og gera honum hvarvetna erfitt fyrir, unz hann verður að beygja sig. Hann reynir þá að ná sáttum í Jerú- salem með auðmýkjandi hætti, en er tekinn höndum, færður í hlekki og sendur til Rómar. Næstu fimmtán árin verða gyðingkristnir menn allsráðandi í söfnuðum Páls og hafa þá, svo sem nærri má geta, geysimikil áhrif á kenninguna. En þá dyn- ur yfir eyðilegging Jerúsalems- borgar, og fær Páll þá aftur nokkra uppreist í hugum safn- aðanna. Með falli borgarinnar tortímist frumsöfnuðurinn senni lega að mestu leyti eða ber al- drei sitt barr síðan. Var þetta ekki dómur guðs yfir gyðingdóminum og þá um leið yfir málstað hinna gyðing- kristnu? — ]Þannig spurðu menn, og aftur renna tvær grímur á söfnuðina. Hvernig guðspjöllin verða til Það, sem einkennilegast var um kristni Páls, og fær oss mik- illar undrunar enn þann dag í dag, er hversu gersamlega hann vanrækir að gera svo sem nokkra grein fyrir ævisögu Jesú og skýra frá dæmisögum hans og kenningum. En þegar gyðingkristnir menn komast til valda og áhrifa í söfnuðunum kveður við annan tón. Þeir finna hjá sér hvöt til að fræða þessa fjarlægu söfnuði sem greinileg- ast um Jesú, líf hans og starf. *S. G.‘ Brandon: The Fall of Jerusalem and the Christian Church. A Study of the Effects of the Jewish Overthrow of A. D. 70 on Christianity. London S. P. C. K. 1951 (30 s). Guðspjöllin eru ávöxtur af þessu trúboði. En um það leyti sem Markús- arguðspjall er skrifað, er dóm- ur genginn yfir frumsöfnuðinn í Jerúsalem, og það hefir áhrif á hina endanlegu gerð ritsins. Virðist höfundurinn líta svo á, að Gyðingar hafi alltaf verið Jesú fjandsamlegir. Þeir eru vondu vínyrkjarnir, sem fá mak- leg málagjöld (Mk. 12:1.—9.)? Guðspjallið litast af þessu sjón- armiði þó að frásögurnar séu að kjarnanum komnar frá trú- boði gyðingkristinna manna. Þetta er ástæðan til þess, að ýmislegt virðist rekast á í guð- spjöllunum, að í þeim mætast andstæðir straumar. Að megin- málinu til er frásagan frá trú- boði hinna gyðingkristnu, þó að heiðinkristnir menn gangi frá ritunum að lokum. Höfundur- inn hyggur, að Lúkasarritin eigi uppruna sinn í Antiokkíu, en M^tteusarguðspjáll í Alexand- ríu. — Eru gyðingkristnu áhrif- in sterkust í hinu síðastnefnda guðspjalli, enda má gera ráð fyrir að straumur gyðingkrist- inna manna hafi einkum leitað til Alexandríu og sennilegast sé, að þangað hafi Pétur farið. Og hafi einhverjar leifar safnaðar- ins í Jerúsalem komizt undan, þá séu miklu meiri líkindi til, að þær hafi leitað suður á bóg- inn en norður á við til Pella, beint á móti herskörum Cestíus- ar Gallusar og Vespasíanusar. Var kristindómur Páls „annað fagnaðarerindi?" Eftirtektarverðust er greinar- gerð höfundarins fyrir því, að kristindómur Páls hafi í raun og veru verið annað fagnaðarerindi en það, sem frumsöfnuðurinn í Jerúsalem boðaði. Hefir það löngum valdið guð- fræðingum miklum heilabrot- um, hversu bréf Páls, sem rituð eru tuttugu til þrjátíu árum á undan guðspjöllunum eru sagna fá um æviatriði Jesú. Ef ekkert væri nú til um uppruna kristin- dómsins nema þessi bréf, mund- um vér nú vita sáralítið um ævi höfundar hans. Vegna þess hve hér er allt á huldu um jarðneska ævi Jesú, hafa sumir tekið að ímynda sér, að Páll hefði raun- verulega í huga einhverja aust- urlenzka goðsögn, en ekki sanna sögu af lifandi persónu, sem nokkru sinni hefði stigið fótum á jörðu. Sumir hafa að vísu reynt að útskýra þetta þannig, að bré’fin séu tækifærisbréf, sem ekki gefi tilefni til slíkra upplýsinga, og muni Páll hafa vitað meira en hann lætur í ljós. En mjög er það óvíst. — Undir öllum kringumstæðum verður það að teljast harla undarlegt, hve bréfin eru snauð af beinum til- vitnunum í dæmisögur Jesú, kenningar hans og kraftaverk. Aftur á móti er í bréfunum mikið af tyrfnum háspekilegum kenningum frá eigin brjósti Páls. Nú er það auðsætt, að gyðing- kristnir menn hafa einmitt borið Páli það á brýn, að hann. hefði aldrei þekkt Jesú, og hefði því litla þekkingu á, hvað hann væri að tala um, heldur prédik- aði hann sjálfan sig (2. Kor. 4,5). En Páll ver sig með því, að það hafi litla þýðingu, hvort menn hafi þekkt Krist eftir holdinu eða ekki, og ekkert hirði hann um að þekkja Jesú þannig. Hrósar hann sér beinlínis af því að hafa ekki sótt kenningar sínar til annarra postula, heldur hafi hann hana beint frá andan- um. Hafi guði þóknazt að út- velja sig frá móðurlífi og kalla sig af náð til að opinbera son sinn. Af mörgu verður það ljóst, að Páll styður ekki trúboð sitt við neinar heimildir frá frumsöfn- uðinum, enda vill hann sem minnst af honum vita. Segist hann ekki vera sendur af mönn- um né að tilhlutun Jesú -Krists og guðs föður. Er að því auð- sjáanlegt, að hér er um guð- fræðilegt hugmyndaflug Páls að ræða, sem orðið hefir til í höfði hans utan við rúm og tíð, en hann síðan að hætti heittrúar- manna og vitranamanna fyrr og síðar ímyndar sér að komið sé beint frá hinum æðstu máttar- völdum. Svo gallharður er hann í þessari ímyndun sinni yfir öll- um, sem annars konar fagnaðar- erindi flytja jafnvel þó að það væri „engill frá himni“. Öll líkindi eru til, að þeir menn, sem postulinn bölvar mest, séu engir aðrir en nán- ustu lærisveinar Jesú sjálfs, þeir sem setið höfðu við fætur meistarans og hlustað höfðu margsinnis á orð hans meðan hann gekk um kring og kenndi í Galíleu. Er það ekki nema eðli- légt, að slíkir menn hafi talið sig vita taNvert meira um kenn- ingar Jesú heldur en Páll, sem aldrei hafði séð hann eða heyrt, og lýsti því jafnvel yfir, að hann hirti ekki um að vita neitt um Jesú eftir holdinu. Hlaut Páll því að vera í augum frumsafn- aðarins í Jerúsalem hinn mesti vingltrúarmaður og ævintýra- persóna og það því fremur sem guðfræði hans, að því leyti sem nokkur botnaði í henni, bar meiri svip af heiðnum laun- trúarbrögðum þeirra tíma en hinum ströngu eingyðistrúar- brögðum Júðanna. Það er í raun og veru Páll, sem gerir Krist að öðrum guði, eða einkasyni himnaföðursins, sem skreppur niður á jörðina til að frelsa hina útvöldu undan ánauð heimsvættanna. En svo mjög er öll trúarskoðun hans uppi í skýjunum, að ekkert hirðir hann um að kynna sér orð og kenningar þessa drottins meðan hann gekk um á jörðu, heldur einblínir hann á dauða hans og upprisu. Og jafnvel þetta á í huga hans lítið skylt við hina raunverulegu viðburði heldur öðlast það einhvers kon- ar alheimsgildi, sem guðfræð- ingar hafa verið að brjóta heil- ann um fram á þennan dag. Gyðingkristnir litu hins veg- ar á Jesú sem mikinn læri- meistara og andlegan leiðtoga, sem guð hefði smurt anda og krafti og sent hinni útvöldu þjóð til hjálpræðis, og þóttust þeir þetta allt gerr vita en Páll, þar sem þeir höfðu talað við meistarann sjálfan og notið leið- sagnar hans. Var því ekki nema eðlilegt, að þeim fyndist Páll fara með litlum heimildum að kristniboði sínu og öll kenning hans fjarstæðukennd. Þessi maður, sem í upphafi eyddi söfnuði Krists, óð inn i hvert hús og dró þaðan bæði karla og konur og seldi í varð- hald, hafði reyndar aldrei neitt saman við lærisveina Jesú að sælda. Á hann var alla tíð litið með tortryggni. Og þegar hann snerist til kristni að nafninu til og tók að hamast í kristniboði með jafnmiklum ofsa og hann hafði áður ofsótt með kristna menn, þá bjó hann kristindóm sinn til mjög eftir eigin höfði og vildi ekki á aðra hlusta. Full- kominn fjandskapur ríkti því jafnan á milli hans og frum- safnaðarins. — Jakob sendir menn á eftir honum í hverja borg til að leiðrétta það, sem hann telur Pál rangfæra eða vera tóman heilaspuna hans, og er þessir menn ná skjótt mikl- um áhrifum með fortölum sín- um, verður Páll ofsareiður og skrifar söfnuðunum hörð ávít- unarbréf og formælir lærisvein- um drottins. Páll bíður ósigur En reyndar stendur Páll höll- um fæti. Hinir skynsamari menn sjá brátt, að málstaður gyðingkristinna er studdur traustari heimildum. Þar voru menn, sem haft höfðu kynning af sjálfum höfundi trúarinnar og kunnu að greina atvik úr lífi hans og orð frá munni hans. Páll studdist ekki við annað en „andann“, sem mörgum kann að hafa þótt ærið loftkenndur og torskilinn. Betur skildist mönnum fagr- ar frásagnir af lífi Jesú og kenningum en hinar dularfullu háspekikenningar Páls. Enda fór svo að lokum að Páll bíður ósigur. Hann reynir að blíðka frumsöfnuðinn með fégjöfum, fer til Jerúsalem og verður þar að beygja kné sín fyrir Jakob. En það gagnar ekkert. Það er gerður aðsúgur að honum í helgidóminum og hann kemst nauðulega hjá lífláti, er síðan sendur til Róm og höggvinn þar. Hlýtur álit hans að hafa beðið geysimikinn hnekki meðal safn- aða þeirra, er hann stofnaði, við þessar ófarir, og gyðingkristnir menn átt auðvelt með að gera áhrif sín gildandi í söfnuðunum næstu árin. Postulasagan dregur fjöður yfir hvaða nauður rekur Pál til Jerúsalem. En það er ljóst, að hann hefir ætlað að reyna að semja frið við postulaforingjana þar, af því að hann hefir verið að missa tökin á söfnuðum sín- Framhald á bls. 8 DREWRYS M.D.334 CHODSING A riELD A Business College Education provides the basic information and training with which to begin a business career. Business College students are acquiring increasing alertness and skill in satisfy- ing the needs of our growing country for balanced young business people. Commence Your Business Training immediately! \ For Scholarships Consult THE COLEMBIA PRESS LIMITED PHONE 74-3411 695 Sargent Ave., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.