Lögberg - 22.10.1953, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.10.1953, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 22. OKIjÓBER, 1953 5 X ÁHUGAMÁL UVENINA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON í tilefni af sjötíu ára afmæli skáldkonunnar góðkunnu, frú Jakobínu Johnson, birtir kvennasíða Lögbergs hið gullfallega kvæði hennar, sem hér fer á eftir: Vögguljóð Ég held um smáa hendi, því gatan hér er grýtt, þá get ég líka fundið hvort þér er nógu hlýtt. Ég veit mér skylt að ráða og rata fyrir þig, — en raunar ert það þú, sem leiðir mig. Æ snertir þú við þyrni? — Hann fól hin fríða rós, og fögur tárin myrkva þitt skæra hvarma ljós. Mér rennur það til hjarta og reyni að gleðja þig, — en raunar ert það þú, sem huggar mig. Þú spyrð um svarta skýið, sem skyggir fyrir sól, og skrælnuð mösurblöðin, er fjúka’ um laut og hól. Ég leitast við að ráða þær rúnir fyrir þig, — en raunar ert það þú, sem fræðir mig. Nú þreytast smáir fætur, svo faðminn þér ég býð. Ég fel þig ljúft að hjarta, og stundin sú er blíð. Þú andar hægt og rótt og þín rósemd grípur mig, — svo raunar ert það þú, sem hvílir mig. 1927 ☆ ☆ ☆ Gjöf færð Hecla-skóla í minningu um Mrs. B. Thorpe Fædd 28. júlí 1877 — Dáin 10. júní 1953 Árið 1916 stofnuðu íslenzkar konur af öllum flokkum hér í borginni deild í hinu öfluga canadiska kvennasambandi, Im- perial Order Daughters of the Empire, en markmið þess fé- lags er að styrkja sambandið milli Canada og Bretlands, auk þess ýms velferðarmál innan þjóðfélagsins. Hina íslenzku deild nefndu þær, Jón Sigurd- son Chapter I.O.D.E. Bar hún aðallega fyrir brjósti velferð ís- lenzkra hermanna í heimsstyrj- öldunum tveim og vandamanna þeirra, er hjálpar þurftu við. Gegnir það furðu hve miklu fé- lagið hefir afkastað ekki fjöl- mennara en hefir verið. Mætti til dæmis nefna Minningarit ís- lenzkra hermanna, sem félagið gaf út eftir fyrri styrjöldina; var það merkilegt og stórt afrek. Á friðartímum hefir Jon Sigurdson félagið snúið sér að fræðslu- og uppeldismálum, líknar- og hjúkrunarstarfsemi o. fl. og komið miklu góðu til leiðar. Eitt af þeim verkefnum, sem I.O.D.E. samtökin hafa valið sér, er að styrkja ungt námsfólk og ýmsa skóla. Hefir Jóns Sigurd- son félagið einnig látið til sín taka á þessu sviði; það hefir veitt allmörgu íslenzku lista- fólki námsstyrki; það lagði $1000 til íslenzku deildarinnar við Manitobaháskóla og það hefir gefið bækur • í bókasöfn, ýmissa skóla, þar á meðal Lund- arskólans. Félaginu er það kær- ast að láta íslendinga og íslenzk- ar byggðir njóta þessarar_starf- semi sinnar. Á sunnudaginn 10. okt. fóru nokkrar konur félagsins til Hecla, Man., og færðu skólan- um þar gjöf í minningu um eina þá hiætustu konu, er starf- að hefir í félagsskapnum, Mrs. Bérthu Thorpe. Var gjöfin falleg og innrömmuð mynd af Hennar hátign Elizabethu drottningu; ennfremur mun fé- lagið senda bókasafni skólans bækur í framtíðinni. Fór fram í þessu sambandi falleg athöfn í öðrum skólanum, er skólanefnd- armaður, Helgi Jones stjórnaði. Eftir að hann hafði boðið gest- ina velkomna, tók Mrs. E. W. Perry til máls, en hún er for- maður í menntamálum félags- ins. Hún minntist fagurlega hinnar látnu samstarfskonu, Mrs. B. Thorpe, er félagið var að heiðra á þennan hátt: „Hún vildi ávalt láta gott af sér leiða og í þeim anda gekk hún í félag okkar; hún tók mikinn og giftu- ríkan þátt í störfum okkar á árum tveggja styrjalda og altaf; Mrs. Berlha Thorpe hún var forseti félagsins um skeið og á seinni árum heiðurs- félagi þess. Hún átti sterk tök í hjörtum félagssystra sinna vegna sinnar einlægu og hjarta- hlýju framkomu og gleðiríku skapgerðar. Við munum jafnan blessa minningu hennar.“ Mrs. Perry afhenti síðan gjöf- ina fyrir hönd Jóns Sigurðs- sonar félagsins. Séra Harald S. Sigmar flutti bæn. Síðan af- hjúpaði forseti félagsins, Mrs. B. S. Benson, myndina af Elizabeth drottningu. Miss Gladys Perry Sigurgeirsson, nemandi í ellefta bekk, þakkaði fyrir gjöfina af hálfu skólasyst- kina sinna, en Laurier Tómas- son flutti nokkur þakkarorð fyrir hönd skólakennaranna. Tvær aðrar félagskonur fóru þessa ferð: Mrs. P. J. Sivertson og Mrs. H. G. Nicholson. Einnig voru tveir synir og sonarsonur Mrs. Thorpe viðstaddir, Arthur og Charles Thorpe og litli Charles Thorpe, og flutti Mr. Arthur Thorpe hlý ávarpsorð og var síðan sunginn þjóðsöngur- inn, God Save the Queen. FYLLTIR TÓMATAR Holið sex stóra tómata að inn- an með teskeið, saxið tvo lauka og eina þandfylli af smáum sveppum, blandið þessu saman við það, sem þér fenguð innan úr tómötunum, eftir að hafa tekið miðstofninn burt, og látið svo blönduna eins og h úner nú aftur í hina holu tómata. Látið þá síðan í eldfast fat, stráið dá- litlu af salt og pipar yfir, síðan þunnu lagi af af rifnu brauði eða tvíbökum. Smjörsneiðum er dreift yfir tómatana og á milli þeirra og síðan eru þeir látnir standa í heitum ofni í um það bil hálftíma. Bornir fram með hrísgrjónum og grænum baun, velgdum í dálitlu af bræddu smjöri. — Himneskt! JENS OTTO KRAG: Jafnaðarstefnan í Danmöku órið 1912 —og nú ■ dag Jafnaðarstefnan í Danmörku árið 1912 — og nú í dag 24B 26x/2 Það væri ekki á neinn hátt skynsamlegt að halda því fram, að enginn munur sé á þeim skilningi, sem Stauning lagði í jafnaðarstefnuna árið 1912, og þeim skilningi, sem við leggjum í hana í dag. Þar er munur á, enda hlyti það að vera sjálfdauð- ur kerfisstirðnaður flokkur, sem stæði í stað þrátt fyrir allar þær miklu breytingar, sem orðið hafa á sviði þjóðfélagsmála, vísinda, tækni og.hugsana, á tímabilinu 1912—1953. Hvað hin raunhæfu stefnu- skráratriði snertir, hafa orðið gagngerðar breytingar í þróunar átt, enda þótt tilgangurinn sé hinn sami og takmarkið óbreytt. Hvað stjórnskipulag snertir, hefur í raun réttri tekizt að koma fram öllum kröfum, enda þótt kosningarétturinn sé enn um skeið bundinn við tuttugu og þriggja ára aldur. Með stjórnar- skrárbreytingunum í haust var stigið síðasta skrefið að því marki. Sjö mílum á undan Stauning Á sviði félagsmála er skilning- urinn frá 1912 orðinn gamall og úreltur. Þar hefur náðst mun meiri árangur heldur en Staun- ing gerði kröfu til. Kröfur nú- tímans bera alþýðuflokkana á okkar dögum sjö mílur á undan Stauning. Alþýðutryggingarnar kröfurnar um fjölskylduöryggi og afkomutryggingar opna sjón- arsvið, sem engan hefði getað dreymt um árið 1912. Þá eru bollaleggingar Staun- ings varðandi barnaheimili og uppeldisstofnanir þegar orðnar úreltar að mestu. Er það ekki að eins fyrir stjórnmálalega þróun, heldur hafa vísindin tekið allt það vandamál til meðferðar, og fyrir ýtarlegar rannsóknir hefur þar verið byggður uppeldisfræði- legur og sálfræðilegur grund- völlur, sem var með öllu óþekkt- ur í þann tíð. Lausn húsnæðisvandamálsins minnist Stauning ekki á í rit- gerð sinni. Að vísu er minnst að fjölskyldur búi þröngt í óhollu húsnæði, en aðeins rætt um það í sambandi við berklaveikina, en Stauning krefst þess, að þeim, er verða fyrir barðinu á henni, verði veitt aðstoð. Á okkar dögum hlýtur lausn húsnæðisvandamál- anna að vera eitt af aðalstefnu- skráratriðum alþýðuflokkanna, og það hefði jafnvel orðið, þótt eftirköst styrjaldarinnar hefðu ekki haft þau áhrif á því sviði, sem raun ber vitni. Hugleiðingar Staunings um skóla- og kennslumál eru að öllu leyti í sama anda og það, er um þessi mál segir í ritgerðinni „Leið þróunarinnar“, en þar er komizt þannig að orði: „Nú er tími til þess kominn, að lýðræðis- legum umbótum á sviði kennslu- málanna sé hrundið í fram- kvæmd. Þar þarf umbóta við, er stefni að almennum skóla, þar sem prófið er ekki bæði takmark og mælikvarði." .... „Hvað framhaldsnám snertir, þá eiga allir, sem góðum námshæfileik- um eru gæddir, að hafa jafna að- stöðu til að njóta þess.“ Þetta kemur svo vel heim við það, er segir í ritgerðinni um stefnu- skrármálin 1912, að maður gæti freistast til að álykta, að á því sviði hefði engin breyting gerzt á því tímabili. En engu að síður hefur þar margt breytzt. Þar hefur margt gerzt, síðan Stauning gekk í lat- ínuskólann í Suhmsgötu, eins og hann kemst að orði. Hinn sér- stæði skóli fyrir börn almúga- manna er horfinn, án þess þó að við höfum komið á raunhæfum almenningskóla. Á þessu sviði er því ennþá verulegt starf óunnið. Stefna sú, sem fyrr var tekin í þessum málum, hefur þó að einu leyti breytzt. Kröfurnar um að- skilnað ríkis og kirkju eru með Okkar a Sagt Eftir GUÐNÝJU GÖMLU öllu þagnaðar, og sömuleiðis kröfurnar um, að trúarbrögð séu ekki kennd í skólum. Það er eins og sættir hafi komizt á með al- þýðuflokknum og kirkjunni. Rök fræðilega séð var þó stefnan rétt- ari eins og hún var 1912. „Ríkis- trúarbrögð“ og trúarbragða- kennsla í skólum í samræmi við þau getur ekki talizt lýðræðis- legt fyrirkomulag. Eiginlega ætti kirkjan sjálf að krefjast lausnar á þessu vandamáli. Stæði kirkjan sjálfstæð og á eigin fótum, myndi það án efa auka henni styrk og starfsorku. Sennilega er það ótt- inn við óvissuna, sem veldur því, að sú hefur ekki orðið þróun málanna, en stjórnmálaflokkarn- ir hafa hins vegar hikað við að bera fram kröfur, sem gætu kom- ið af stað ófriði, sem enginn kærir sig um. Hverjum og einum borgara er frjálst að segja sig úr þjóðkirkjunni, og hægt er að krefjast þess, að börn séu undan- þegin trúarbragðakennslu í skól- um. Skattamálin eru enn óleyst vandamál í skattamálum hafa orðið minni breytingar til bóta á þessu tímabili en maður gæti haldið. Nú eins og þá er það skattstiginn, sem mesta þýðingu hefur. Af- staða alþýðuflokksins til skatta- málanna er sú, að lágtekjumenn beri hlutfallslega lægri skatta en hátekjumenn og stóreigna- menn greiði þeim mun meira. Og getur afstaða alþýðuflokks í skattamálum í raun réttri verið önnur? Árið 1912—13 námu allar ríkis- tekjurnar 114 milljónum króna, en sama ár námu tekju- og eigna- skattur 14 miljónum króna, en neyzluskattur hins vegar 54 mill- jónum króna. Sé þes og gætt, að eins og Stauning tekur fram, var skatturinn á þrjú hundruð þús- und króna tekjum þá aðeins fimmtán þúsund krónur, undrar mann ekki að kröfur alþýðu- flokksmanna í þeim málum snú- ast um hækkun beinna skatta, stighækkandi í samræmi við hærri tekjur. f dag er þetta vandamál sýnu flóknara. Þeir, sem nú hafa meðaltekjur, eða minna, hafa þörf fyrir skattalækkun, þar eð hinn viðurkenndi skattstigi leik- ur þá grátt, enda þótt það hafi aldrei verið tilgangurinn. Skatta byrðin verður því að flytjast til, þannig, að þær verði þyngdar á hátekjumönnum, en á fram- kvæmd þess atriðis eru ýms tor- merki. Menn í vissum starfs- greinum hafa sérstaka aðstöðu til að stela undan skatti. Þá eru hin svonefndu frádráttarákvæði, sem hafa þau áhrif, að hátekju- menn í þessu landi komast yfir- leitt hjá því að greiða meira en 50% í skatt, miðað við það, sem skattskyldar tekjur beirra segja til um. Vonandi verða úrslit kosning- anna nú í september á þá leið, að alþýðuflokkurinn geti fengið hið nýja þjóðþing til að fallast á um- bótakröfur hans í skattamálum. Tilgangurinn með þeim er ná- kvæmlega sá sami og hjá Staun- ing árið 1912. Breyting á skatt- stiganum, sem létti byrðar lág- tekjumanna. Afstaða flokksins til erfða- skatts og jarðeignaskatts er öld- ungis söm nú og hún var 1912. Hvað jarðeignaskattinn snertir, þá hafa miklar breytingar orðið þar til bóta, og enn fleiri breyt- ingar munu verða í þá átt á næst- unni, þegar nefnd sú, sem vinnur að lausn þessa máls, hefur gengið frá frumvarpi sínu. Breytt afstaða í landvarnamálum Á sviði hernaðarmála og utan- ríkismála hafa orðið augljósar breytingar síðan 1912. Síðan er- um við orðnir reynslunni ríkari, og sú reynsla hefur ekki orðið Framhald á bls. 8 Fyrir skemstu minntist nábúi minn á Red Feather fjár- söfnunina, sem hófst hinn 19. október -og lýkur ekki fyr en þann 12. nóvember; í mínum huga var hér um nýmæli að ræða og hið sama mun gilda um aðra nýja Canadamenn; hún sagði að Red Feather táknaði í raun og veru líknarsamlögin, sem starfrækt hefðu verið til margra ára við góðum árangri. Fjöldi Canada- manna, eldri sem yngri styðja slík fyrirtæki og eiga líka að gera það. í dag mér, á morgun þér. Klippið ekki framlögin við nögl yðar. Þegar talað er um nytsama innstæðu, kemur mér altaf í hug GURNEY RANDE eldavélin mín, og þegar börnin eru komin á ný í skólana, kemur það sér vel að geta stungið matnum í ofninn, hafa hann í rauninni af sjálfsdáðum til taks um dagverðartímann, ég set aðeins mælirinn eða klukkuna í lag áður en ég skrepp út og þegar ég kem heim hefir GURNEY lokið matreiðslunni að fullu og öllu. ---------☆---------- Tíðum ber það við, að þegar fólk fæst við máln- ingu, að málið slettist Upp á handleggina og veldur slíkt að sjálfsögðu nokkrum óþægindum, þá kemur sér vel að hafa við hendina FACE-ELLE klútana til að strjúka málið af, einkum í þriggja-þráða gulu kössunum og tveggja-þráða grænu kössunum. Hafið þetta hugfast í næsta skiftið, sem þér fáist við málningu. ----------☆---------- Þegar fólk fær kvef dvínar venjulegast matarlystin og um þetta get ég borið af eigin reynd. Ég varð þess einnig vör hversu erfitt var að gera elzta syni mínum til geðs, er þannig stóð á fyrir honum, tók ég það ráð til bragðs að láta hann borða DEMPSTER’S eggjabrauð. Hvílíkur munur. DEMPSTER’S brauðin með áleggi hafa óviðjafnanlegt næringargildi og eru auk þess allra brauða ljúffengust. Smurt rúgbrauð þessarar tegundar á engan sinn líka. Fáið það hjá matvörukaupmanninum eða biðjið hann að útvega það. ---------☆--------- Er yður það ljóst, að frá því í lok síðara stríðsins hafa cana- dískir borgarar keypt 641 miljón dollara virði í CANADA SAVINGS BONDS? Af þessu má ráða, hversu canadísku þjóðinni er sparnaður í blóð borinn og hve hyggilegt það er að kaupa CANADA SAVINGS BONDS. Ef þér hafið ekki þegar gert það, þá getið þér látið IMPERIAL BANK OF CANADA annast um þetta fyrir yðar hönd, hin nýju veðlánsbréf gefa af sér 3% í vexti; borga má fyrir þau út í hönd eða með smá- greiðslu eftir samningi í „Bankanum, sem grundvallaður er á 3jónustusemi“, hann geymi« fyrir yður þessi verðbréf tmz þér viljið leysa þau út. FREE Winter Storage Send your outboard motor in now and have it ready for Spring. Free Estimates on Repairs Specialists on . . . Johnson - Evinrude & Elto Service Breen Motors Ltd. WINNIPEG Phone 92-7734 FOR GOOD CIVIC GOVERNMENT Vote for ond Elect INDEPENDENT CANDIDATES in --WARD 2- FOR ALDERMEN— B E N N ETT GOODMAN FOR SCHOOL TRUSTEES— MALCOLM M U R P H Y Endorsed by the CIVIC ELECTION COMMITTEE Vote 1, 2, in Order of Your Preference POLLS OPEN 10 a.m. to 9 p.m.—WEDNESDAY, OCT. 28th

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.