Lögberg - 22.10.1953, Blaðsíða 8

Lögberg - 22.10.1953, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 22. OKTÓBER, 1953 Úr borg cg bygð Elliheimilið STAFHOLT þarínast forstöðukonu. Umsækjandi verður að vera útlærð hjúkrunarkona tala íslenzku, miðaldra, og vera til heimilis á elliheimilinu. Frekari upplýsingar fást hjá ANDREW DANIELSON, skrifara nefndarinnar, P.O. Box 516 Blaine, Wash., U. S. A. ☆ The Universiiy of Manitoba EVENING INSTITUTE The Uof M Evening Institute announces a course of 12 classes in . . . Beginning Icelandic— to be held on Tuesday evenings at 8 p.m. beginning on October 27, 1953. This is an elementary course for those who wish to start or to brush up the study of Ice- landic for speaking or reading. Fees— $7.50 for the course. Enrolment— You may enrol IN ADVANCE at Room 203, Broadway Building, Centre Wing, Memorial Boule- vard Entrance, or by mail. When applying by mail, please state name, address, telephone num ber and course. All cheques should be made payable to the University of Manitoba. Information— For further information tele- phone 3-6626. Office hours: Mon- day through Friday 9 a.m. to 12 noon; 1:30 p.m. to 5 p.m. Sat- urday 9 a.m. to 12 noon. ☆ GEFIÐ til SUNRISE LUTHERAN CAMP General Fund Ladies Aid Grund $25.00; Icelandic Ev. Luth. Synod $219.85; Langruth Ladies Aid pr. Mrs. B. Bjarnason $30.00; J. Henry Petersfield $5.00; Ladies Aid Freyja, Geysir, $65.00; A friend, Selkirk, $50.00; í minningu um ástkæra móður og tengdamóður, Herdísi John- Gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Ólafssyni að prests- heimilinu í Selkirk þann 17. okt. Paul Zapotochny, Rem- brandt, Man., og Emily Tokosh, sama staðar. Við giftinguna að- stoðuðu Mrs. Helen Tokosh og Mr. Oscar Apschrom, bæði til heimilis í Rembrandt. ☆ Jakob Sigvaldason, landnáms maður og bóndi í Víðisbygð, Manitoba, andaðist í Red Cross sjúkrahúsinu í Árborg þann 9. okt. af afleiðingum af slysi, er hann varð fyrir við vinnu að heimili sínu þann sama dag. — Útförin, er var með afbrigðum fjölmenn, fór fram frá Víðis- Hall þann 13. okt. Þessa afburða þrekmikla og dugandi Islend- ings verður óefað minst síðar. Séra Sigurður Ólafsson þjón- aði við útförina. ☆ Söngskemmtanir Guðmundu Elíasdóttur Winnipeg: í Fyrstu lútersku kirkju þriðjudagskveldið, 3. nóv., kl. 8.30. Aðgöngumiðar $1.00; fást hjá Björnssons Book Store og íslenzku blöðunum. Selkirk: í lútersku kirkjunni, fimmtudagskveldið 5. nóv. Gimli: í Parish Hall, föstu- dagskveldið 6. nóv. Undirleik Annast Thora (Ásgeirsson) du Bois. Árborg: í lútersku kirkjunni, mánudagskvöldið 9. nóv. Riverlon: 1 lútersku kirkjunni, þriðjudagskveldið 10. nóv. — Undirleki annast Lilja Martin. Lundar: 1 lútersku kirkjunni, fimmtudagskveldið 12. nóv. Aðrar samkomur söngkon- unnar auglýstar siðar. ☆ The Women’s Association of The First Lutheran Church will meet Tuesday, Oct. 27, at 2.30 p.m. in the lower auditorium of the church. ☆ In Honor of MRS. JAKOBÍNA JOHNSON The Leif Eiríksson Club will hold an evening in honor of the son, $10.00 frá Mr. og Mrs. A. seventieth birthday of Mrs. Elíasson, Mr. og Mrs. Jónas | Jakobína Johnson this Friday Dr. Rúnólfur Marteinsson og frú eiga nú heima að Ste. 6 Hecla Block á Toronto-götu. Símanúmer þeirra er 72-3343. ☆ Hr. Jón Þ. Björnsson fyrrum skólastjóri á Sauðárkróki, sem dvalið hefir undanfarnar sex vikur hjá dóttur sinni og tengdasyni suður í Missouri- ríki, er nýkominn til borgarinn- ar og er í þann veginn að leggja af stað í heimsókn til Björns læknis sonar síns að Benito, Man. ☆ Ingi Gunnar Johnson, 1014 Southwood Ave., Winnipeg, lézt á föstudaginn 16. okt. Hann var fæddur að Lundar 6. apríl 1906; foreldrar, Björn Johnson og kona hans Guðrún Pálsson. Árið 1933 kvæntist hann Gladys Smith og bjuggu þau að Mary Hill næstu 12 árin, en fluttust til Winnipeg 1945. Var hann starfsmaður hjá Canadian National Railways. Auk konu sinnar lætur hinn látni eftir sig tvær dætur, Lorraine og Hazel; tvo sonu, Clifford og Hugh; tvo bræður, Thor í Vancouver og Joe til heimilis að Lundar; þrjár systur: Sarah, Mrs. Bjornson, Steveston, B.C.; Helen, Mrs. Stinson, Lundar, og Winnie, Mrs. Downie, Partage la Prairie. Útförin fór fram að Lundar á mánudaginn; séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. ☆ Mr. Páll Johnson frá Vogar, Man., var staddur í borginni í fyrri viku. ☆ Söngsamkoma Söngflokkur Fyrstu lútersku kirkju heldur söngsamkomu í kirkjunni á miðvikudagskvöldið 28. okt., kl. 8.30 í tilefni af 75 ára afmæli safnaðarins. — Allir boðnir velkomnir. — Kaffi og veitingar ókeypis. Á veitingastöðum í ítalíu er algengt að sjá eftirfarandi aug- lýsingu: „Hér er aðeins frítt fæði fyrir þá, sem hafa náð 75 ára aldri og eru í fylgd með foreldrum sínum.“ ☆ — Hvað gerir þú við svefn- leysi? — Ég drekk glas af víni með jöfnu millibili á næturna. — Geturðu sofnað af því? — Nei, en ég sætti mig við að vaka. ☆ — Hvernig er veðrið? — Ég get ekki séð það fyrir skýjunum. GAMAN 0G ALVARA Jóhannes Sveinsson fró Reykholti F. 19. desember 1875 — D. 19. ágúsl 1953 Johnson, Mr. og Mrs. Snæbjörn Johnson, Lilja og Sigurjón Johnson. Childrens Trust Fund Mrs. C. Paulson, Gerald, Sask., $10.00; Mrs. O. Stephen- sen, Wpg., $2.00; Mrs. María Sivertsen, Wpg., $10.00; Mrs. J. S. Gillies, Wpg., $10.00; Miss S. Eydal $2.00; Delegates from Langruth at convention $4.00 (Mrs. Bjarnason, Thordarson, Valdemarsson og Hildebrand); Kvenfé. Bræðrasafnaðar $33 00; Mrs. Stan Sigurdson, Selkirk, $5.00; Ladies Aid Langruth $20.00. Með innilegu þakklæti . Mrs. Anna Magnússon Box 296, Selkirk ☆ Gefin saman í hjónaband í kirkju Árdals-safnaðar í Árborg þann 17. október Bennie Laur- ence Goodman, Árborg, Man., og Jónína Sigríður Guðbjarts- son, Riverton, Man. Vitni að giftingunni voru: Miss Eleonor Isabelle Goodman og Mr. Wil- liam Sigvaldason. Vegleg veizla var setin að giftingu afstaðinni að heimili brúðgumans í Haga við Árborg. Séra Sigurður Ólafs son gifti. October 23rd at 8:30 p.m. in the First Lutheran Church. Dr. Richard Beck, Professor of Scandinavian Languages and Literature at the University of North Dakota will be the main speaker. He will speak on her life and works. Miss Evelyn Thorvaldson will be the featured vocal soloist. There will be a silver collection. — Everybody welcome. ☆ TOMBÓLA Hjálparnefnd Fyrsta Sam- bandssafnaðar í Winnipeg, á Banning St., heldur Tombólu annað mánudagskvöld hér frá, 2. nóvember, í neðri sal kirkj- unnar. Þar verða eins og altaf áður, margir ágætir drættir, enginn minna virði en inngangs- eyririnn, og margir margsinnis meira virði. Auk • hinna ágætu drátta, verður kaffi og annað góðgæti líka á boðstólum. Styðj- ið gott málefni. Komið á tom- bóluna, mánudagskvöldið 2. nóvember, kl. 8. ☆ Stúkan SKULD heldur næsta fund sinn á mánudagskvöldið þann 26. okt., kl. 8. Vænta meðlimir að hann verði sem allra fjölsóttastur. Þeim fjölgar óðum vinunum fyrir handan hafið. Þessi orð komu mér til hugar, þegar ég frétti andlát æskuvinar míns og leikbróður, Jóhannesar Sveins- sonar. Þessi merki og velþekti mað- ur fæddist að Kletti í Reyk- holtsdal, Borgarfjarðarsýslu, 19. desember 1875. Foreldrar hans voru hin gáfuðu og merku hjón Sveinn Árnason frá Hvammi í Hvítársíðu og Þorgerður Jóns- dóttir. Ungur fór Jóhannes úr for- eldrahúsum, og átti hann þá því láni að fagna að vistast hjá hin- um ágæta mannvini og kenni- manni, séra Guðmundi Helga- syni í Reykholti. Var hann í vist með honum þar til hann fór til Vesturheims árið 1900. Munu heilræði og fræðsla séra Guð- mundar hafa orðið honum ó- gleymanleg og hið ákjósanleg- asta veganesti. Árið 1905 giftist hann Ásu Nordal, góðri og glæsilegri konu, eignuðust þau fjögur börn: Harald, Valtýr, Jóhannes og Lilju. Öll eru þau vel gift og búa við ágæta líðan í Banda- ríkjunum, eru þau og öll hin mannvænlegustu og íslenzku þjóðinni til mikils sóma, hvar sem leið þeirra liggur. Kona Jóhannesar andaðist í Monrovia, California, árið 1926. Hinn 17. júlí 1943 kvæntist Jóhannes í annað sinn mætri og myndarlegri konu, Jóhönnu Ingibjörgu, var hún ekkja eftir Ásgrím Thorgrímsson. Átti hún fjögur börn uppkomin, tvo syni og tvær dætur. Höfðu öll þessi börn hennar eins miklar mætur á stjúpföður sínum, sem væri hann þeirra eigin faðir. Var því seinna hjónaband hans blessun- arríkt sem og hið fyrra hjóna- band hans. Hann var því mjög hamingjusamur fjölskyldufaðir í báðum tilfellum. Jóhannes Sveinsson vegna Qjijo . Hæfni - Fuilnægingar ** CCM C.C.M. JOYCYCLES C C M BIKE-WAGONS 24J C.C.M MATCHED SKATING SETS C.C.M. BICYCLES Um athafnalíf Jóhannesar verð ég fáorður, þó margt og mikið sé um það að segja: — Skömmu eftir komu sína vestur slóst hann í för með gullnemum til Klondyke. Var hann þar nokkurn tíma og vegnaði vel. Að því loknu stundaði hann húsa- og stórhýsabyggingar í Winnipeg upp á eigin reikning um all-langan tíma. Tók hann á þeim árum mjög virkan þátt í mörgum félagsmálum íslend- inga, og var þar hinn liðtækasti. Hann var einn af stofnendum Borgfirðingafélagsins og forseti þess meðan hann dvaldi í Win- nipeg. Næst þessu hneigðist hugur hans til landbúnaðar og keypti hann og starfrækti stórt og umsvifamikið bú í Otter- burne, Manitoba. Fluttist hann svo suður til Bandaríkjanna og settist fyrst að í Monrovia, Calif., og síðar í Inglewood, Calif., þar sem hann andaðist 19. ágúst 1953. „Klettur“ heitir fæðingar- staður Jóhannesar. Fanst mér oft sem nafn þess bæjar endur- speglaðist í orðum og gerðum þessa merka og trúfasta manns. Loforð hans voru sem jarðfast- ur klettur, sem enginn fékk fært úr stað. Skapgerð hans var sem bygð á bjargi, sem engir stormar né flóð gátu grafið undan, né lagt að jörðu, en þó var hjartað hlýtt sem vorblær- inn, sem lék um fæðingarstað og sveitina hans fögru, og barst sá þeyr æ og æfinlega til skyldu- liðs hans og vina, fjær og nær. Vertu sæll vinur minn og leikbróðir. Vegni þér vel hvar sem bát þinn ber að landi. Ást- menni þín og vinir kveðja þig með klökkum huga og þakklæti fyrir veruna hjá þeim, — sem varð þó of stutt. P. S. Pálsson Roberto Rossellini, hinn ham- ingjusami eiginmaður Ingiríðar Bergmann er með hina svoköll- uðu „Bíladellu“ og þess vegna þykir honum mjög gaman að segja frá alls konar bílasögum. Eftirfarandi saga er höfð eftir Rossellini: Milljóneri í Hollywood hafði keypt sér nýjan bíl, sem líktist engu af því, sem menn höfðu áður séð. Bíllinn var hreint og beint dásamlegur, og í honum voru öll hugsanleg þægindi, svo sem ísskápur, sjónvarp, var og sem sagt allt, sem nöfnum tjáir að nefna. En samt sem áður kom eig- andi þessara herlegheita til bíla- salans með þennan fína bíl sinn, einni viku eftir að hann hafði fengið bílinn og vildi fá honum skipt og fá nýjan. — Hvað, er eitthvað að bíln- um? spurði bílasalinn. — Nei, alls ekki, svaraði millj- ónamæringurinn. — Líkar yður e. t. v. ekki lit- urinn? spurði bílasalinn og var orðinn áhyggjufullur. — Jú, liturinn er aldeilis prýðilegur. — Hvers vegna þá í ósköpun- um viljið þér fá nýjan bíl strax? spurði bílasalinn. — Vegna þess að öskubakk- arnir eru fullir! svaraði milljóna mæringurinn. • ☆ Múhameðskur stjórnarerind- reki, sem staðsettur var í Osló, varð að hætta við að fara í ferða lag til þess að sjá miðnætursól- arflugið eins og honum var boð- ið í s.l. júnímánuði. — Hvers vegna? — Vegna trúarlegra skoðana sinna ber honum á hverju kvöldi um leið og sólin gengur til viðar að krjúpa á kné og rétta fram hendurnar í áttina til Mekka, hinnar heilögu borg- ar Múhameðs, en þarna á mið- nætursólarferðalaginu gengur sólin alls ekki til viðar! ☆ Ungi maðurinn hætti lífi sínu til þess að bjarga lífi ungu stúlk- unnar og faðir hennar var hon- um mjög þakklátur eins og gef- ur að skilja. — Ungi maður, sagði hann. — Ég get ekki þakkað yður nóg- samlega. Þér hafið stofnað lífi yðar í hættu til þess að bjarga dóttur minni. — Nei, alls ekki, svaraði ungi maðurinn, — ég er þegar kvæntur. ☆ Hann: — Ég fékk allt í einu svo ári góða hugmynd, en svo bara hvarf hún strax aftur. Hún: — Hún hefur kannske verið einmana! M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylanda. Heimili 686 Banmng Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 25. okt.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Islenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson iafnaðarsfefnan Framhald af bls. 5 í samræmi við bjartsýni Staun- ings í þessum málum. Hin al- þjóðlegu samtök jafnaðarmanna reyndust þess ekki umkomin að koma í veg fyrir aðra heims- styrjöld. Reynslan af Hitler varð ekki til þess að auka á bjart- sýnina, sízt meðal okkar í Dan- mörku. Og þátttaka Dana í At- lantshafsbandalaginu er aðeins rökrétt samstarfsviðleitni til þess að koma í veg fyrir 3. heims- styrjöldina, eins og framvinda málanna hefur orðið. Aðferðirn- ar hafa breytzt, en tilgangurinn og takmarkið ekki, eins og sjá má af ritgerð þeirri, sem áður er vitnað í. „Það er álit alþýðu- flokksins, að sameinuðu þjóðirn- ar verði að reynast þess um- komnar sem alþjóðleg stofnun, að tryggja friðinn og leysa deilu- mál þjóða á milli með samning- um eða gerðardómi . . . .“ Og það sannar einlægan vilja jafnaðar- mannaflokksins til eflingar frið- inum og að draga úr styrjaldar- hættu, er flokksþingið 1953 sam- þykkti að svara neitandi beiðn- inni um staðsertningu erlends flug liðs í Danmörku. Nú fyrirfinnst ekki heldur neinn ábyrgur stjórnmálaflokkur í Danmörku, sem aðhyllist ein- angraða afvopnun og úrelta hlutleysisstefnu. Þeir róttæku hafa sýnt vilja sinn til þess að taka þátt í ríkjabandalagi og sameiginlegum varnarráðstöfun- um með jákvæðri þátttöku í um- ræðunum um norrænt varnar- bandalag 1948. og aðstæðurnar geta ef til vill breytzt, svo að norrænt varnarbandalag fái aftur sína raunhæfu þýðingu. Hver veit? —Alþbl., 3. sept. r Fyrir bæjarfulltrúa í 2. kjördeild Mér er það metnaðarmál, að mæla með Paul W. Goodman við kjósendur í 2. kjördeild, sem hæfum og samvizkusömum manni. — Hann verður ágætur full- trúi í bæjarstjórninni í Winnipeg. Jack St. John, M.L.A. GÓÐ umboðsstjórn þarfnasf góðra manna Nýtur stuðnings C. E. C. Merkið kjörseðilinn þannig 28. okh Second Choice ALBERT BENNETT

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.