Lögberg - 22.10.1953, Blaðsíða 7

Lögberg - 22.10.1953, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 22. OKTJÓBER, 1953 7 Þegar Trotsky var myrtur Undirbúningur morSsins sýndi. hve mikið kapp var lagi á að ryðja honum úr vegi Fyrir nokru mdögum sendi mexi könsk fréiiasiofa úi fréit, sem var biri í öllum heimsblöðunum. í fréiiinni var skýri frá banatil- ræði við fanga í mexíkönsku íangelsi, sem hafði hloiið 20 ára dóm fyrir morð. Nafn hans var Jacques Nornard Van den Dri- esche. Hann er sá sami og Frank Jackson, er myrii Leo Trotsky í einu úihverfi Mexico Ciiy 20. ágúsi, 1940. Troisky dvaldi þar sem úilagi í boði mexíkönsku sijórnarinnar. Fréttin um, að sótzt sé eftir lífi morðingja Trotsky, hefir komið af stað margvíslegum heilabrotum. Stóð morðtilraunin í sambandi við hreinsanirnar í Moskvu? Situr morðinginn inni með upplýsingar, sem geta rýrt álit hinna nýju valdhafa í Kreml innan rússnesku leynilögregl- unnar — eða aðrar hættulegar úpplýsingar? 'Það er sérkenn- andi fyrir flestar athugasemd- irnar, hve þær eru ósamhljóða um, hver stóð eiginlega bak við morðið á Leo Trotsky. Rétt er, að ekkert hefir verið sannað, en sporin bentu í átt til Moskvu, þar sem Lavrenti nokkur Bería hafði orðið yfirmaður lögreglunnar 1938 einmitt það ár, sem forleik- urinn að morðinu í Mexíco City hófst. En er ekki morðingi Trotsky vel geymdur bak við fangelsis- múrana? Hefir hann yfir höfuð nokkra ástæðu til þess að reyna að komast úr fangelsisklefanum? Van den Driesche hefir nú af- plánað það langan tíma af dómn- um, að eftir venjulegum reglum verður hann brátt látinn laus. Og ómögulegt er að vita, hvort hann er skuldbundinn til þess að halda áfram þagmælsku sinni, Óski hann hins vegar eftir að gefa út æviminningar sínar, mun hann áreiðanlega ekki skorta út- gefendur. Og það er hægt að ganga út frá því sem vísu, að „sagan“ mun hljóða nokkuð öðru vísi en sú, sem stöðugt var endurtekin, þegar hinn dæmdi var fyrir rétti í Mexíkó City í febrúar, 1943. Þá fyrst féll dóm- ur í málinu. Dómárinn hefir á- reiðanlega álitið, að eftirgrennsl anir gætu staðið miklu lengur. En vegna ríkjandi ástands virt- ist ómögulegt að komast til botns lí málinu. En eitt var áreiðanlegt; það var morðingi Trotskys, sem ;stóð frammi fyrir / dómstólun- um. Hann hafði verið tekinn fastur á staðnum, og játað glæp sinn. En bakgrunnurinn og á- stæðan fyrir morðinu var hulinn inyrkri. Síðan hefir margt verið skýrt, en enn er þó margt dular- fullt samofið þessu morðmáli. Það hefir verið sagt, að þetta væri bezt undirbúna morðið í hinni nýju glæpasögu. Og undir- búningurinn tók að minnsta kosti tvö ár. Árið 1938 kom ung amerísk kona, sálfræðingur, til Evrópu til þess að fullkomna sig betur í fræði grein sinni. Hún heimsótti dr. Sigmund Freud, sem bjó í London, og hún ætlaði auðvitað einnig að fara til Vínar og Zur- ich, er voru þeirra tíma Mekka og Medina fyrir sálfræðinga. Hún hét Sylvia Ageloff og starf- aði við skólamál í New York, hafði róttækar skoðanir og var mjög heiðarleg manneskja — en hafði lítinn yndisþokka — svo að lýsingin s fullkomin. í París kynntist hún af tilviljun ungum manni, sem nam blaða- mennsku við Sorbone-háskól- ann. Hann hét Jacques Mornard, að sögn hans, og var af gamall aðalsætt í Belgíu. Mornard kom fram sem mikill heimsmaður, sló um sig með peningum, og sýndi hinni nýju vinkonu sinni það helzta í borginni. Vináttan varð brátt að ást. Sylvia varð opinská um einkamál sín og nefndi m. a., að hún ætti systir, sem væri mikill aðdáandi Trotskys. Systirin hafði nýlega gerzt einkaritari hins landflótta byltingarleiðtoga. Mornard kom aldrei með neinar spurningar í þá átt. Hann sagðist ekki hafa nokkurn áhuga fyrir stjórnmál- um — sagði, að allt slíkt væri beinlínis skítverk. Þegar leið á sumarið 1938 tók ferðapyngja Sylvíu að léttast, og dag nokkurn sagði hún, að tími væri til kominn að koma sér heim aftur. Mornard ásakaði hana fyrir, að hafa ekki talað um peningavandræði sín fyrr, en ennþá væri hægt að kippa þeim málum í lag. Hann átti af tilvilj- un vin, sem vann hjá útgáfufyr- irtæki. Þetta fyrirtæki gaf sér- staklega út sálfræðilegt efni. Hvers vegna ekki að skrifa nokkrar greinar í eitt af mánað- arritum þess? Eftir nokkra daga hafði öllu verið kippt í lag. Sylvía átt að fá 3000 franka á mánuði fyri rað skrifa greinar 'um sálfræðileg atriði. Hún réði algjörlega efnisvali sínu. Nokkrum vikum síðar varð Mornard að fara til Belgíu. Það var meiningin að hann yrði að- eins stuttan tíma í burtu, en strax og hann kom þangað skrif- aði hann Sylvíu frá Brussel, að hann yrði lengur þar en í fyrstu hafði staðið til. Móðir hans hafði nefnilega slasazt alvarlega í bíl- slysi. Það leið og beið, en Morn- ard kom ekki aftur til Parísar. í febrúar 1939 s k r i f a ð i hann Sylvíu, að hann hefði fengið starf sem New York fréttaritari blaðs síns. Það var ákveðið, að Sylvía skyldi fara heim fyrst, en hann kæmi svo á eftir henni. Sylvía fór, en Mornard lét bíða eftir sér. Hann átti í erfiðleikum með að fá vegarbréfsáíitun. Nokkrum dögum eftir að styrj- öldin brauzt út, í september 1939, kom Mornard loksins til New York. En í vegabréf hans var ritað annað nafn. Nú hét hann Frank Jackson. Hann ferðaðist með falsað, kanadískt vegabréf, sagði hann, og nú yrði hann að vera mjög varkár. Sem Belgi yrði hann strax kallaður í herinn, en hann hefði ekki getað verið lengur í burtu frá Sylvíu sinni. Hann hafði hætt starfi sínu sem blaða- maður, en nú vildi hann reyna viðskipti. Hann vildi fara til Mexíkó, og verzla þar með þýð- ingarmikil hertæki og selja bandamönnum. S y 1 v í a sam- þykkti allt. í október 1939 fór Frank Jackson Mornard til Mex- íkó City. Nokkrum vikum síðar skrifaði hann Sylvíu og bauð henni til Mexíkó. Hann græddi mikið, en leiddist hræðilega. I janúar 1940 fékk Sylvía þriggja mánaða frí frá starfi sínu. Það urðu hamingjusamir end- urfundir, og eftir stuttan tíma var Frank Jackson, sem unnusti Sylvíu, kynntur Trotskyfjöl- skyldunni. Systur Sylvíu var enn einkaritari Trotsky. Frank Jackson kom og fór eins og góð- ur vinur, og komst fljótt í gegn- um hið þétta varðmannanet um- hverfis húsið, án þess að þurfa að tilkynna komu sína. Varð- menn höfðu verið settir við hús- ið eftir fyrstu morðtilraunina við Trotsky 24. maí 1940. Sú morðtilraun hefir aldrei fylli- lega upplýstst. Hún skeði um nótt. Allt í einu komu um 30 menn klæddir í mexikanska lög- reglubúninga. Ofursti stjórnaði deildinni. Þeir umkringdu hús- ið, varðmennirnir voru afvopn- aðir og bundnir, og síðan var haf in skothrið á húsið. Þegar skot- hríðin hófst, földu Trotsky og kona hans sig undir rúminu. Það bjargaði lífi þeirra, en meðan þau lágu þar, heyrðu þau, að einhver kom inn í svefnherberg- ið, og skaut mörgum skotum í rúmið. Árásarmennirnir hafa á- litið verkið fullkomnað. Þeir hröðuðu sér í burtu, og tóku einn varðmanninn með sér. Lík hans fannst daginn eftir í gröf fyrir utan borgina; þar bar merki pyntinga. Eftir þennan atburð var hús Trotsky gert að virki. Veggir, gólf og þak var gert skothelt, og það var komið upp sjálfvirku merkjakerfi, sem gaf í skyn hin- ar minnstu hreyfingar. En vin- urinn Frank Jackson gat komið og farið, þegar honum sjálfum þóknaðist. Dag nokkurn urðu miklar um- ræður við miðdagsborðið. Sylvía var ekki á sama máli og Trotsky varðandi stjórnmálaleg vanda- mál, en Jackson tók hins vegar málstað Trotsky. Hann ætlaði að skrifa grein um þetta vandamál, sagði hann, og vildi gjarnan sýna Trotsky greinina, áður en hún færi í prentun. Einn dag birtist Jackson. Leo Trotsky, fyrrver- andi foringi Rauða hersins, var þá að hirða um kanínur sínar í garðinum. Nú er greinin tilbúin, sagði Jackson. Trotsky vísaði honum inn í vinnuherbergi sitt og kom sjálfur rétt á eftir og settist við skrifborðið til þess að lesa handritið. Án þess, að hann sæi, tók Jack son ísöxina undan frakkanum. Með henni hjó hann þrisvar í höfuð Trotsky. Hann lézt ekki þegar og gat kallað á hjálp. Tveir varðmenn komu hlaup- andi og réðust á morðingjann, slóu hann niður og spörkuðu í hann. Þá hrópaði hann: „Þeir þvinguðu mig til að gera þetta. Þeir settu móður mína í fangelsi. Sylvía á ekki nokkurn þátt í þessu.“ (Eftir bók Kurt Singer: "Women Spies.” W. A. Allen, London.) Fyrir rétti neitaði morðinginn hinum ósjálfráðu orðum sínum og sjálfsagt einnig öllu sambandi við Moskvu. Trotsky hafði gagn- rýnt grein hans harðlega, sagði hann. Það gat gengið, en þegar Trotsky gekk svo langt að gagn- rýna frönsku hans, var það meira en nokkur manneskja gat þolað. Það varð hann að bæta fyrir með blqði. Hann myrti Trotský, án þess að gera sér grein fyrir verknaði sínum. í því tilfelli hef ir það verið „undirbúið ósjálf- rátt,“ því að lögreglan fann lang an hníf í jakka moróingjans, og í einum vasanum bar hann hlaðna byssu. Morðvopnið hafði hann falið vandlega í gaberdín- frakka sínum, og axarskaftið hafði verið stytt, svo lengd þess yrði heppileg. En hver það er, sem felur sig bak við nöfnin Jacques Morn- ard, Frank Jackson og Van den Driesche, hefir aldrei verið upp- lýst. Lögreglan komst að því, að hið falsaða vegabréf hafði verið gefið út til manns, sem hét Tony B a b i c h. Babich tók þátt í spönsku borgara styrjöldinni og féll þar .Því hefir verð haldið fram, að vegabréf þeirra, sem féllu þar, hafi verið send til Moskvu, þar sem þau voru föls- uð handa Sovétnjósnurum. Mál fróðir menn, sem hafa talað við hinn dæmda í fangelsinu, álíta að framburður hans bendi í átt til Balkanskaga, nánar tiltekið Bessarabíu. Fram hafa komið margar kenningar um fortíð hans, en alilir eru þó á einu máli með að sýkna Sylvíu Agiloff af hlutdeild í morðinu. Hún hafi aðeins verið notuð til þess að opna dyrnar á hinu lokaða húsi í Mexíkó City. Undirbúningur- inn hafði staðið í tvö ár. Vissu- lega langur aðdragandi að sorg- arleik — sem eftir öllu að dæma — mun fá átakanleg endalok. (Þýtt úr Arbeidarbladet.) — TIMINN Sigríður Ármann var kölluð burt laugardaginn 23. maí; var þá nærri 78 ára. Fædd 10. júní 1875 á íslandi. Kom til Grafton með foreldrum sínum Jóni og Solveigu Thorleifsson. árið 1880. Hún hafði þess vegna dvalið í Grafton í meir en 70 ár. Hún giftist Jóni Ármann 1. marz 1895. Þeim var haldið mjög virðulegt gullbrúðkaup 1945. Börn þeirra stóðu fyrir því ásamt vinum þeirra. Þau eign- uðust sjö börn. Þrír drengir dóu á undan þeim. Það mætti taka undir með skáldinu um þessa góðu konu: „Hún stundaði börn sín og bú sitt og breiddi yfir heimilið yl. Með snauðum sjúkum og sárum fann sál hennar öllum til. /r^8 Dáinn! Horfinn! í dag, 17. október, var séra Egill H. Fáfnis borinn til hinztu hvíldar. Ekki er það ætlun mín að skrifa langt mál úr lífssögu hans, því að ég veit, að það gera aðrir. Þessar línur eru því aðeins nokkur þakkarorð fyrir hugljúfa og minnisríka viðkynning um 8 ára skeið. Við burtför hans erum við enn einu sinni mint á fallvaltleik lífs- ins hér á jörð. Síðastliðinn sunnudag messaði séra Fáfnis á tveimur stöðum, veiktist á mánu- dagsnóttina, var fluttur snemma morguns á mánudaginn á spítala til Cavalier og andaðist á þriðju- dagsmorgun næsta á eftir úr hjartaslagi. Áreiðanlega held ég, að sælt sé að deyja þannig — en hvílíkt reiðarslag er það samt sem áður eigi fyrir konuna hans ástríku og drengina þeirra og nánustu skyldmenni og venzla- fólk — þegar lífinu er kipt í burtu svona skyndilega — á til- tölulega ungum aldri, þar sem allar vonir stóðu til að mörg starfsár væru enn framundan. Séra Fáfnis hafði stóran verka hring — of stóran — það er mik- ið starf að þjóna 7 kirkjum fyrir október 1951. Eftir að hún varð ein varð henni lífið þungt, svo hún flutti sig til dóttur sinnar, Solveigar, og þar dvaldi hún til dauðadags við góða hjúkrun og umönnun dóttur sinnar, tengda- sonar og barna. Þau vildu að henni gæti liðið sem allra bezt. Hún var lengi búin að þjást, þó bar hún sig og sinn sjúkdóms- kross með mesta hetjuskap og var alltaf svo ung í anda og ýtti frá sér ellinni. „Þegar sálin er ung verður ellin ei þung. Þó umgjörðin slitni er demantinn jafn Og hið gráhærða barn á sinn eld og sinn arn, sínar óskir og dýrkeypta minningasafn.“ utan öll önnur verk, sem þar koma til greina; þar við bættist Elliheimilið á Borg; mun hann flesta sunnudaga hafa haft messugjörð þar eftir að það var stofnað. Séra Fáfnis var hinum ágæt- ustu hæfileikum búinn, glæsi- menni að vallarsýn og starfs- maður mikill, samt var hann oft þreyttur, eins og til dæmis seint á þessu sumri — þegar jarðar- farir voru 3 daga í röð. Hann sagði mér eitt sinn, að jarðarfar- irnar væru erfiðustu prestsverk- in sín; en margar kveðjuræðurn- ar hans voru ástúðlega fluttar, mörg falleg skilnaðarorð sögð, þegar samferðafólkið var að kveðja þennan heim, þar að auki var hann oft beðinn að syngja einsöngva, því að hann hafði fagra og þróttmikla rödd. Fyrir þetta og margt fleira veit ég, að minning hans mun lifa. Svo vil ég þakka fyrir allar samverustundirnar, sem við áttum saman, oft á heimilinu þínu, þar sem íslenzk gestrisni réði ríkjum, eins og bezt gerist, og einnig fyrir öll ferðalögin, sem við áttum um íslenzku bygð- irnar, bæði hér og í Canada. — Skemmtilegri samferðamann var trauðla hægt að hugsa sér. Þegar séra Tómas Sæmunds- son á Breiðabólsstað í Fljótshlíð dó á unga aldri eða aðeins 34 ára gamall, var Jónas Hallgrímsson, listaskáldið góða — og einka- vinur og skólabróðir séra Tómas- ar, staddur á næsta bæ við Breiðabólsstað, þegar honum barst fregnin um lát hans. Þá á stundinni settist Jónas í hlað- varpann og orti sitt ódauðlega erfiljóð, sem byrjaði á orðunum, er stáðu efst á þessari grein: — Dáinn! Horfinn! Harmafregn hvílíkt orð mig dynur yfir, en ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn. — Og sein- asta erindið í þessu snildarljóði: Sízt vil ég tala um svefn við þig, þreyttum anda er þægt að blundá og þannig bíða sœlli funda. Það kemur ekki mál við mig, flýt þér vinur í fegra heim, krjúptu að fótum friðarboðans og fljúðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. Mrs. Sigríður Ármann Fædd 10. júní 1875 — Dáin 23. maí 1953 Hún vakti yfir þeim sem veiktust 'og veitti þeim hvíld og fró, sárþreytt að hagræða og hjúkra, unz hitanum niður sló. Gestrisin gekk hún um beina, er gestí að húsum bar. Hún veitti þreyttum og þyrstum og þurfandi, hver sem hann var.“ Sigríður var mesta myndar- og dugnaðarkona í öllu og starfaði fyrir Grafton lútersku kirkjuna og kvenfélag þess safnaðar. Hún var líka lífstíðar meðlimur í W. M. F. félaginu. Líka Gullstjörnumóðir, og í Degree of Honor og í Data félaginu, einnig í bindindisfé- laginu W. C. T. U. 1 öllum þess- um félögum var hún sístarfandi. En mest var henni umhugað um að vitja veikra og deyjandi á sjúkrahúsi bæjarins og í bænum. Sú, sem þetta skrifar, minnist þess, er hún var veik þar í bæ, hvað Sigríður lét sér umhugað um hana. Hún hjálpaði til að prýða grafir dáinna saldáta á hverju ári. Fólkið í nágrenni hennar minnist þess, hvað hún var góð við öll börn í nágrenn- inu og þau öll kölluðu hana ömmu. Hún var að prjóna vettl- inga á allar litlu hendurnar, bæði skyldra og vandalausra. Börn Sigríðar, sem lifa hana, eru sem fylgir: Stefán W.,. Min- neapolis; Magnús O., Bismarck; Solveig Bjerken, Grafton, og Jón í Fargo. Hún eftirskilur líka tíu barnabörn’ og tvo bræður, Thorleif J. Thorleifson, Botti- neau, og Charles Thorleifson í Seattle. Mann sinn misti Sigríður 15. Sigríður var jörðuð að við- stöddu miklu fjölmenni frá lút- ersku kirkjunni í Grafton af séra T. H. Megorden, og blómin þöktu síðasta hvílurúmið hennar í hinum fagra Crecent grafreit í Grafton-bæ. Börnin hennar vilja að end- ingu þakka öllum, sem eitthvað gjörðu fyrir hana. Já, þau þakka fyrir allt gott gjört sinni heitt- elskandi gömlu móður og biðja Guð að launa þeim öllum. Mrs. M. F. Bjornson Guð gæti mín fyrir vinum mínum, ég get varið mig fyrir óvinunum. — De Villars hershöíðingi Með söknuði kveð ég þig, kæri vinur, en með þökk fyrir alt hið liðna. * A. M. A. Úr fórum frægra manna Ást er tilfinningahaf, um- kringt útgjöldum. — Dewar lávarður Kaupið Lögberg Víðlesnasta íslenzka blaðið AthugiS vörumerkiS “TIÍF FISHING HTITCHMAN” — trygging ýSar fyrir ekta Hollenskri síld. Fáið ökeypis bækling meS því aS skrifa: Holland Herring Fisheries Assoeiation Room 711, Terminal Building, Toronto Ekla inníluit HOLLENZK SÍLD krydduð og söliuð á hafi ÞaS kemur vatnsbragS í munn- inn við aS bragSa Hollenzku slldina, þessa hollu fæSu, sem er rlk af bætiefnum og sparar ySur peninga. Ivaupið Hollenzka sílcl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.