Lögberg - 29.10.1953, Síða 1

Lögberg - 29.10.1953, Síða 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs ..... 1 " —n Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 66. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 29. OKTÓBER, 1953 NÚMER 44 Mikilhæfur samferðamaður hniginn í val Ásmundur Péiur Jóhannsson Fró útför sr. Egils H. Fáfnis Aðfaranótt síðastliðins föstu- dags lézt að heimili sínu 910 Palmerston Avenue hér í borg- inni, Ásmundur Pétur Jóhanns- son freklega 78 ára að aldri, fæddur í Haugi í Miðfirði hinn 6. dag júlímánaðar 1875. Hann var mikilhæfur maður, þéttur á velli og þéttur í lund, og einn hinn stórbrotnasti athafnamað- ur meðal íslendinga vestan hafs; hann hafði átt við langvarandi heilsubilun að stríða og lá rúm- fastur tvö síðustu æviárin; hann var búinn styrkri skap- gerð og tók hverju því, er að höndum bar eins og norræn hetja. íslenzka mannfélagið stendur í mikilli þakkarskuld við hinn látna fyrir þátttöku hans í þjóð- ræknismálunum, undirstöðu- gjöfinni að stofnun kenslustóls- ins í íslenzku við Manitobahá- skólann og svo mörgu öðru, er að verndun íslenzkrar tungu vor á meðal laut; í þeim efnum var ekkert mál honum óvið- komandi. Ásmundur Pétur var tví- kvæntur; fyrri konu sína Sig- ríði Jónasdóttur frá Húki í Mið- firði, gáfukonu, misti hann 1934. Þrír synir þeirra, miklir sæmd- armenn, eru á lífi, Jónas Valdi- mar, leikhússtjóri í Pine Falls, Kári Vilhjálmur, bygginga- meistari, og Grettir Leo, ræðis- maður Islands og Danmerkur, báðir hinir síðarnefndu búsettir hér í borg. Ásmundur Pétur kvæntist í annað sinn Guðrúnu Eiríksdótt- ur, er uppalin var í Árnesbygð í Nýja-íslandi; hún stundaði mann sinn af frábærri alúð í hmu langa sjúkdómsstríði og hefir nú séð á bak honum; hann kom af Islandi ásamt Sigríði Dánarfregn Látin að heimili sínu í Sel- kirk, þann 19. október, Mrs. Guðrún Goodmanson, rúmra 60 ára að aldri. Hún var dóttir merkishjónanna Jóhannesar Magnússonar í Dagverðarnesi í grennd við Árnes, Man., og Kristínar Sigurbjörnsdóttur Hallgrímssonar landnámsmanns í Flatatungu í sömu bygð. Ung að aldri giftist hún Grímsa Goodmanson. Þau bjuggu um 30 ára skeið í Libou, Man., en fluttu árið 1941 til Selkirk. Þeim varð 10 barna auðið. Tveir syn- ir eru látnir: Grímsi, er dó 17 ára og Jóhannes, er féll í síðara heimsstríðinu, 1944. Börn þeirra á lífi eru: Mrs. Guðjón Guð- mundson, Riverton; Mrs. Kjart- an Goodman, Selkirk; Mrs. Robert Day, Winnipeg; Mrs. M. T. Sissoas, Vancouver, B.C.; Thorsteinn, Winnipeg, kv. Rita Miles; óli, Emily og Haraldur, öll heima með föður sínum. Fjórir bræður og þrjár systur hinnar látun eru á lífi; einnig 11 barnabörn. Hin látna var kona hugum- styrk og þróttmikil. — Good- mansons hjónin börðust sigr- andi baráttu og eignuðust mannvænleg börn, er urðu þeim til gleði. Útför Mrs. Goodmanson fór fram frá útfararstofu Mr. Langrills og lútersku kirkjunni í Selkirk þann 22. október að mörgu fólki viðstöddu. Sóknar- prestur jarðsöng. aldamótaárið og voru þaú þá svo að segja nýgift. Útför þessa merka manns fór fram á mánudaginn og hófst með húskveðju á hinu fagra Jóhannsson-heimili þar, sem svo margir höfðu notið ástúðar og risnu; fluttu þeir Dr. Valdi- rnar J. Eylands og Dr. Rúnólfur Marteinsson þar fögur kveðju- mál, en aðalútfararathöfnin var gerð frá Fyrstu lútersku kirkju að viðstöddu miklu fjölmenni; aðalræðuna flutti Dr. Valdimar, en einnig tók þátt í hinni virðu- legu kveðjuathöfn Dr. Rúnólfur Marteinsson. — Samúðarskeyti bárust ekkju og sonum hins látna víðsvegar að, en hér verða aðeins nefnd nöfn þeirra, er skeyti sendu frá íslandi: Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs- son; forsætisráðherra íslands, hr. Ólafur Thors; Dr. Alexander Jóhannesson; Guðmundur Vil- hjálmsson (Eimskip), og Ófeigur Ófeigsson læknir. Heiðurslíkmenn voru: Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. A. H. S. Gillson, Einar P. Jónsson, Gisli Jónsson, Thor Thors sendiherra, Guðmundur Grímsson hæzta- réttardómari, Dr. Richard Beck, Peter Anderson og Árni G. Eggertson, Q.C. Kistuna báru: Sveinn Pálmason, Guðmann Levy, G. J. Johnson. W. Berg- man, J. T. Beck og Norman S. Bergman. Jarðsett var í Brookside graf- reit, en um undirbúning útfar- arinnar og framkvæmd annaðist Bardal Funeral Service. Minningargrein um hinn látna vin og samherja eftir ritstjóra Lögbergs, birtist í blaðinu í næstu viku. Deiiumal tekið til meðferðar Deilan milli ísraelsríkis og Jordan hefir nú verið tekin til meðferðar í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna, en hún reis, eins og vitað er út af því, að áminst Arabaríki kærði yfir því, að ísraelsmehn hefðu sent her inn yfir landamærin og drepiS um fimmtíu saklausa Araba. Israelsmenn á hinn bóginn telja Araba hafa gert sig seka um skæruhernað og með því hafa gengið á gerða samninga varð- andi öryggi landamæranna. Ástralía boðar yfirráð sín yfir öllu landgrunninu Japansstjórn hefir sent áströlsku sambandsstjórn- inni orðsendingu út af víkkun landhelginnar og mótmælt henni, en lýsir sig fúsa til samkomulagsum- leitana. Hinn 9. september sleit ástr- alska sambandsstjórnin sam- komulagsumleitunum við Jap- ani, sem átt höfðu sér stað síðan í apríl s.l., og fjölluðu um rétt Japana til perluveiða undan ströndum Ástralíu, en slíkar veiðar hafa þeir lengi stundað við norðurströndina. Auk þess sem sambands- stjórnin sleit samkomulagsum- leitununum boðaði hún, að hún tæki sér fullan yfirráðarétt yfir landgrunninu, sem nær sums staðar allt að 360 km. frá ströndinni, og færist því land- helgislínan víða geisilega langt út fyrir þriggja mílna mörkin, sem gilt hefir undanfarið. New York Times segir í frétta pistli, að Ástralía hafi þannig tekið sér vald, sem ekki sé viðurkennt að alþjóða lögum, en Bandaríkin hafi einnig krafizt sér til handa. Jafnframt var tilkynnt, að sektir fyrir veiðar innan hinnar nýju landhelgi yrðu allt að 550 áströlsk pund (1130 dollarar), auk þess sem gera mætti upp- t k skipin (loggorturnar) og veiðina. Var lagt frumvarp um þetta efni, en dómsmálaráð- herra Ástralíu hafði áður rætt málið við þá embættismenn ríkisstjórna Bretlands og Banda- ríkjanna, sem fara með lögfræði- leg atriði. Það er mikilvægt skref, sem ástralska stjórnin hefir hér stigið, og vakið mikla athygli um allan heim, ekki sízt meðal þeirra, sem telja rétt að hver þjóð ráði yfir landgrunni sínu, til verndar fiskveiðum sínum og hrygningarstöðvum. Vancouver 23. okt. 1953 Fyrsti lúterski söfnuður, Winnipeg Við hjónin sendum söfnuðin- úm okkar innilegustu kveðjur og árnaðaróskir vegna sjötíu og fimm ára afmælisins og þökk- um frábæra vinsemd og ástúð allra meðan við vorum svo hamingjusöm að fá að dvelja og starfa með söfnuðinum 1947— 1948. Guð blessi söfnuðinn og sókn- arprestinn og alla aðra, er starfa í þágu safnaðarins. Megi fram- tíðin fyrir Guðs náð verða sem björtust og fegurst. — Guðrún og Eiríkur S. Brynjólfsson Endurkosinn í bæjarstjóra- embætti Við nýlega afstaðnar sveita- og bæjarstjórnakosningar hér í fylkinu, var Mr. Stefan Oliver endurkosinn bæjarstjóri í Sel- kirk með miklu afli atkvæða. Mr. Oliver er enn maður á bezta aldri, athafnamaður mikill og ágætur íslendingur; hann er einn af hinum allra harðdugleg- ustu borgurum Selkirkbæjar og hefir bærinn tekið risaframför- um undir forustu hans. Lögberg fagnar yfir hinum mikla og verðskuldaða kosningasigri hans og árnar honum framtíðarheilla. Útför sr. Egils H. Fáfnis var gerð að Mountain laugardaginn 17. Október kl. 2 e. h. Fjölmenm var mikið og ýmsir langt að komnir, sunnan úr Minniota, vestan úr N. Dakota, norðan úr Nýja-íslandi, Winnipeg og Argyle. Var veður milt og gott, og stóðu margir úti, því að kirkjan rúmaði ekki nándar nærri alla. Sr. Stefán Guttormsson í Cavalier stjórnaði athöfninni og söng síðar Nú legg ég augun aftur. Sr. Valdimar Eylands flutti aðalminningarræðuna. Gat hann þess, að hann hefði fyrir 12 árum jarðsungið frú Jakobínu Björnsdóttur, móður hins látna, og þá haft fyrir texta þessi orð (Jesaja, 30, 15): 1 rósemi og trausti skal yðar styrkur vera. Vildi hann nú einnig leggja út af þessum orðum við andlát sonar hennar, er borið hafði að með svo skjótum hætti. Sr. Valdimar fór mörgum við- urkenningarorðum um hinn látna vin og starfsbróður og þakkaði honum margvísleg störf í þágu kirkjunnar og Þjóðrækn- isfélagsins, en sr. Egill var vara- forseti þess, er hann lézt. Ræðu sinni lauk sr. Valdimar með þessum fallegu orðum Egils sjálfs úr æviágripi því, er hann hafði samið fyrir vígslu sína 1930, en þeirra hafði sr. Valdi- mar minnzt fyrr í ræðu sinni og lagt eftirminnilega út af þeim: Þegar ég lít yfir farinn veg, get ég rakið ávexti bæna móður minnar og handleiðslu almátt- ugs guðs sem leiðarsteina ævi minnar allt til þessarar stundar. Dr. Valdimar J. Eylands Að viðstöddu afarmiklu fjöl- menni í Fyrstu lútersku kirkju, var séra Valdimar J. Eylands formlega sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót í guðfræði við United College. — Athöfninni stýrði skólastjóri þeirrar menta- stofnunar, Dr. W. C. Graham. Þótt Island sé fámennt land er söngmenning þjóðarinnar á mjög háu stigi, enda kemur til Reykjavíkur margt af ágætasta listafólki heimsins og hefir al- menningur mikinn áhuga fyrir að sækja samkomur þess. ís- lenzkt söngfólk hefir og getið sér mikinn orðstír utanlands bæði íslenzkir kórar og íslenzkir einsöngvarar, svo sem kunnugt er af blaðaumsögnum. Á þriðjudagskveldið 3. nóv. kl. 8.30 heldur íslenzka söng- konan, Guðmunda Elíasdóttir, sönskemmtun í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg. Hafa blöðin á íslandi lokið einróma lofsorði á söng hennar: Því beygi ég vilja minn auð- mjúkur undir vilja guðs. — Sr. Jóhann Friðriksson frá Glenboro flutti kveðju Argyle- búa, en þeim hafði sr. Egill þjónað um langt árabil. Höfðu fjölmargir þeirra komið norðan að til að vera við útförina. Sr. Stefán Guttormsson flutti loks hugleiðingu, lýsti prests- starfi sr. Egils og lagði út af orðunum (Jesaja 52, 7): Hversu yndislegir eru á fjöllunum fæt- ur fagnaðarboðans, sem friðinn kunngjörir, gleðitíðindin flytur, hjálpræðið boðar og segir við Zíon: Guð þinn er setztur að völdum! Sameiginlegur kór úr hinum ýmsu söfnuðum prestakallsins undir stjórn Theodórs Thorleifs- sonar að Garðar annaðist sálma- sönginn, en söng auk þess sér- stakt saknaðarlag. Var mjög til þessa hvors tveggja vandað, sem og einsöngsins, er áður er frá sagt. Blóm og kveðjur höfðu borizt hvaðanæva frá hinum mörgu vinum hins látna og fjölskyld- unnar. Eftir útförina bauð Kvenfélag Mountain-safnaðar nánustu ætt- ingjum og vinum og öllum, er langt voru að komnir, til mál- tíðar í neðri sal kirkjunnar. Var það mál allra, er við- staddir voru útförina, að öll at- höfnin hafi í senn verið fögur og virðuleg og sýnt, hver ítök hinn látni átti í öllum, er honum höfðu kynnzt, bæði nær og fjær. Úr borg og bygð Mr. Gunnar Sæmundsson frá Árborg var staddur í borginni um síðustu helgi. ☆ Háí íSaguðsþ j ónustur verða fluttar í fyrstu lútersku kirkju á sunnudaginn kemur í tilefni af 75 ára afmæli safnað- arins; verður siðbótarinnar einnig minnst og áhrifa hennar á hugsunarhátt nútímans. ☆ Veitið athygli! Vinir þeirra Mr. og Mrs. Guð- mundur (Monty) Oliver, hafa ákveðið mannfagnað, „At Home“ í tilefni af gull- brúðkaupi þeirra, laugardaginn hinn 14. nóvember næstkom- andi frá kl. 3—5 síðdegis og frá 8—10 að kvöldinu, að 444 McLean Avenue, Selkirk, Man. Þeir, sem taka vilja þátt í þessum mannfagnaði, geri vin- samlegast undirrituðum aðvart: Mrs. J. Sigurður, Box 211 Mrs. B. Kelly, Box 231 Mrs. H. Olson, Box 401 Christie Johnson, Box 218. Kennari hennar í Danmörku taldi hana búa yfir óvenju hæfileikum, m. a. yfir svo miklu raddsviði „að nærri einsdæmi væri.“ „Það sem ekki síður skiptir máli er, hve þýð og falleg röddin sjálf er. Piano og pianissimo- söngur hennar er með ágætum.“ Hinn ágæti píanisti Thora Ásgeirsson du Bois annast um undirleik. Væntanlega bjóða V.- íslendingar hina ungu söng- konu velkomna með því að fjöl- menna á söngskemmtanir henn- ar. Söngskráin og söngskemmt- anir í byggðunum birtist á öðr- um stað í blaðinu. Til Jakobínu Johnson á sjötugsafmæli Við þökkum þér ljúfu ljóðin með lifandi anda sinn. Við heilsum þér einn og allir á afmælisdaginn þinn. — Og hátt flýgur hugurinn. Þú kendir í ljúfu ljóði það laðandi barna mál, sem greiddi þeim gæfu vegi og göfgaði þeirra sál. — Því heims eru strætin hál. Og lífið varð bjartara’ og betra og broshlýrra fyrir það, sem streymdi frá heitu hjarta og hugfangin sál þín kvað. — Þér blessunar margur bað. Þig brosandi blessar þjóðin — hún börn sín að meta kann. — Hún blessar þig lífs og liðna og lofar þinn góða mann. Því stöðugt þig studdi hann. Sig. Júl. Jóhannesson Söngskemmt-anir Guðmundu Elíasdóttur

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.