Lögberg - 29.10.1953, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.10.1953, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. OKTÓBER, 1953 Lögberg Ritsíjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefiö út hvern fímtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrlft rltstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SAROENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The 'Lögberg" is printed and published by The Columbia Preso Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manltoba, Canada Authorized as Second Class Mall, Poet Office Department, Ottawa Safnaðarafmælið Þessa dagana standa yfir vegleg hátíðahöld í tilefni af 75 ára afmæli Fyrsta lúterska safnaðar og hófust þau með tilkomumikilli útvarps guðsþjónustu kl. 11 f. h. á sunnu- daginn var; sóknarpresturinn, séra Valdimar J. Eylands prédikaði; einsöngvarar voru Mrs. Lincoln Johnson og Mr. Alvin Blöndal og tókst þeim báðum hið bezta til. Kirkju- kórinn var vel æfður undir öruggri forustu Mrs. E. A. Isfeld, er var við hljóðfærið; þessi inngangsþáttur hátíða- haldanna setti á þau virðulegan svip. Winnipeg var smábær, er Fyrsti lúterski söfnuður hóf göngu sína og Manitobafylki í raun og veru í bernsku; það voru íslenzkir frumherjar, menn og konur, er grundvöll lögðu að söfnuðinum og var þá landnám þeirra hér um slóðir aðeins fimm ára gamalt; þeim var umhugað um að með stofnun safnaðarins yrði ekki tjaldað til einnar nætur og sú hefir einnig orðið raunin á; nú er þessi söfnuður orð- inn langfjölmennasti lúterskur. söfnuður vestan vatnanna miklu, og telur, að því er nýlega hefir upplýst verið, hátt á nítjánda hundrað meðlimi. A sunnudagskvöldið fór fram í kirkju safnaðarins glæsileg og afarfjölsótt samkoma, er eigi munu færri sótt hafa en á áttunda hundrað manns; hófst hún með lestri pistils og guðspjalls og fögrum söng; einsöngvari var Miss Lilja Eylands, er mjög hefir þroskað rödd sína og tóntúlkun upp á síðkastið. Mikla og almenna hrifningu þá um kvöldið vakti sér- stök viðhöfn undir forustu Dr. W. C. Graham skólastjóra við United College, er þá sæmdi séra Valdimar J. Eylands formlega heiðursdoktorsnafnbót í guðfræði með þar að lútandi hátíðabrigðum. Dr. Graham flutti snjalla og hlý- yrta ræðu, mintist íslenzkukennslunnar við Wesley College og þeirra mörgu íslenzku nemenda, er þar gátu sér fræðar- orð; þá fór hann heldur eigi síður vingjarnlegum orðum um þá ágætu menn, sem kent höfðu íslenzkuna við áminsta mentastofpun; hér var um •skrautlega athöfn að ræða, þar sem doktorar og kennimenn voru í einkennisskrúða; það var ekki einasta að séra Valdimar væri mikill sómi sýndur með doktorskjörinu, heldur og Fyrsta lúterska söfnuði og íslenzka mannfélaginu 1 heild. Fagrar og hlýjar kveðjur fluttu presti og söfnuði Dr. Rúnólfur Marteinsson, séra H. S. Sigmar, Gimli, séra Philip M. Pétursson, Winnipeg, Dr. Richard Beck, Grand Forks, Miss M. Halldórsson, er afhenti hinum nýja doktor splunkunýja prestshempu, en að lokum flutti forseti safn- aðarins Victor Jónasson hlýleg ávarpsorð og árnaði presti og söfnuði framtíðarheilla. Dr. Valdimar stýrði sínum hluta þessa eftirminnilega mannfagnaðar með góðri háttlægni og rögg. Fyrsti lúterski söfnuður hefir frá upphafi vega sinna notið forustu mikilhægra kennimanna, svo sem þeirra Dr. Jóns Bjarnasonar, Dr. Björns B. Jónssonar og nú síðustu fimtán árin Dr. Valdimars, sem er mikill gáfumaður, snjall kennimaður og mælskur vel. Hátíðahöldin vegna safnaðarafmælisins halda áfram fram í vikulokin og verða næsta fjölbreytt. ☆ ☆ ☆ Rödd frá íslandi Eins og þegar hefir verið skýrt frá, eiga íslendingar í Winnipeg og víða út um íslenzku bygðarlögin þess nú brátt kost að hlýða á kærkomna rödd frá Islandi, en með þessu er átt við söngkonuna frú Guðmundu Elíasdóttur, er heldur með aðstoð Þóru Ásgeirsson — du Bois söngskemtun í Fyrstu lútersku kirkjú á þriðjudagskvöldið hinn 3. nóvem- ber næstkomandi. Frú Guðmunda kemur hingað á vegum Þjóðræknis- félagsins, og ber það að meta, er félagið beitir sér fyrir um auknar menningarlegar samgöngur milli Islendinga austan hafs og vestan; söngmenning er mikilvægur uppeldisþáttur í lífi hvaða þjóðar, sem er, og víst er um það, að í þessum efnum, eins og reyndar á svo mörgum öðrum sviðum, hefir fsland tekið risavöxnurn framförum síðustu áratugina. Vestur-íslenzka mannfélagið fagnar yfir því, að eiga þess kost að kynnast frú Guðmundu og hlusta á fagra rödd hennar, því um hæfni hennar á vettvangi hinnar fögru listar sinnar verður eigi efast, eins og ráða má ljóst af blaðadómum um söng hennar, sem Lögberg hefir þegar birt. Landbúnaðurinn í Rússlandi Búpeningseign Sovéiríkjanna er nú miklu minni en hún var 1928 Síðastliðinn sunnudag var birt í Moskvu yfirlýsing þess efnis, að miðstjórn kommúnistaflokks- ins hefði á nýloknum fundi sínum ákveðið að auka stórlega landbúnaðarframleiðsluna, þar sem hún hefði verið gerð horn- reka á ýmsan hátt á undanförn- um árum. 1 ýfirlýsingu þessari sagði ennfremur, að miðstjórnin hefði falið Nikita Khrusheff að hafa yfirstjórn landbúnaðar- málanna með höndum, en jafn- hliða hefði hann verið skipaður aðalritari Kommúnistaflokksins. Malenkoff lét af aðalritara- starfinu, þegar hann varð for- sætisráðherra, en enginn aðal- ritari var skipaður í hans stað, heldur fimm ritarar, sem taldir voru jafnir að völdum. Nú hefir þessu verið breytt þannig, að Khrusheff hefir verið gerður aðalritari flokksins og þar með mesti valdamaður hans. Þykir þetta og annað benda til þess, að hann gangi nú næst Malen- koff að völdum, en þeir eru tengdir, þar sem Malenkoff er giftur systur Khrusheffs. Sú breyting hefir líka orðið eftir fall Bería, að rússnesku blöðin nefna nöfn þeirra Malenkoffs og Khrusheffs orðið miklu oftar en nöfn annarra valdamanna Sovét ríkjanna, en fyrst eftir fráfall Stalíns virtust þau hafa fyrir- skipun um að gera helztu valda- mönnum Sovétríkjanna jafnt undir höfði í þessum efnum. Þykir þetta sýna, að Malenkoff og Khrusheff séu að styrkja völd sín í flokknum og þurfi nú ekki aðra keppinauta að óttast en hershöfðingjana. Hnignun landbúnaðarins Sama daginn og áðurnefnd yfirlýsing var birt, fluttu Moskvublöðin greinargerð þá um landbúnaðarmálin, sem Khrusheff hafði birt á mið- stjórnarfundinum. I greinargerð þessari segir, að efling stóriðn- aðarins hafi haft forgangsrétt á undanförnum árum og landbún- aðurinn á margan hátt orðið út- undan. Afleiðingin sé sú, að honum hafi á margan hátt hnignað seinustu árin, einkum á sviði kvikfjárræktarinnar. Kvik fjáreign Sovétríkjanna sé nú t. d. minni en hún var 1928. Landbúnaðarframleiðslan sé því alltof lítil til þess að fullnægja þörfum landsmanna og sé því óhjákvæmilegt að efla hana. Þá er rekstur landbúnaðarins á margan hátt gagnrýndur og tal- in þörf margvíslegra endurbóta á því sviði. Varðandi búfjáreign Sovét- ríkjanna kemur þetta m. a. fram í sambandi við skýrslu Khru- sheffs: Árið 1928 voru nautgripir taldir 70,5 milj., en tala þeirra nú (1. júlí) er 61,6 milj. Árið 1928 voru mjólkandi kýr taldar 30,7 milj., en tala þeirra nú (1. júlí) er 27 milj. Árið 1928 voru kindur og geitur taldar 146,7 milj., en nú (1. júlí) eru þær taldar 130 milj. Árið 1928 voru svín talin 26 milj., en eru nú (1. júlí) .29 milj. Til samanburðar má geja þess, að 1928 var íbúatala Sovrétríkj- anna 150 milj., en nú er hún 215 milj. Fækkun búfjársins er raunar mun meiri en framangreindar tölur sýna, þar sem Sovétríkin hafa í stríðslokin innlimað stór landssvæði, sem ekki heyrðu undir þau 1928. Búnaðarskýrsl- ur þá náðu því til mun minna landssvæðis en nú. 1 skýrslu Khrusheffs kemur það m. a. fram, að á síðastliðnu ári einu hefir nautgripum fækk- að um 2,2 milj., þar af eru mjólkandi kýr um 500 þúsund. Barálta Stalins við bændastéttina Þær tölur, sem eru greindar hér að framan, fela vissulega í sér þungan áfellisdóm um bú- skaparhættina í Sovétríkjunum í stjórnartíð Stalíns. Að vísu fækkaði búpeningi óeðlilega mikið á stríðsárunum. En fækk- unin kemur engan veginn öll á þann tíma. Búpeningseignin var stórum minni 1939 en hún var 1928. Eftir styrjöldina hefir minni en eðlilegt getur talizt. Ástæðan til þess, að kvikfjár- ræktin heLr dregizt jafn mikið saman á þessu tímabili og raun ber vitni um, felst fyrst og fremst í breytingum þeim, sem Stalín lét gera á rekstrarhátt- unum. Lenin gerði sér þ%ð ljóst, að ætti byltingin ekki að mistakast, yrðu kommúnistar að vinna sér hylli bændanna. Þess vegna vék hann frá hinni kommúnis- tísku ríkisrekstrarstefnu á sviði líka aukning hennar orðið miklu ! landbúnaðarins. Jarðeignum var skipt milli bænda og þeir urðu eigendur jarða sinna. Þessi skipan hélst fyrstu árin eftir fráfall Lenins. Það var fyrst eftir að Stalín hafði fest sig í sessi, er hann hóf baráttu sína fyrir ríkisbúum og samyrkju- búum. Markmið hans var að uppræta bændastéttina til fulln- ustu og gera hana að verkalýð, hliðstæða verkalýð bæjanna. Bændur voru sviptir eignum sínum og ýmist gerðir að verka- mönnum á hinum nýju ríkis- Framhald á bls. 8 Kruchev — hin nýja stjarna Rússlands Hann tapaði í barállunni við rússneska bændur — en gaf Malenkov systur sína Nikita Krushev var skipað- ur aðalritari rússneska kommúnistaflokksins í síð- ustu viku og komust þá þegar á kreik ýmsar sögur þess efnis, að hann væri nú að bola Malenkov mági sín- um frá völdum og hyggðist taka við stöðu hans, ekki sízt þar eð nú hefir Bería verið hreinsaður og æ minna virðist bera á Molo- tov. En nú er spurningin: Hver er þessi Kruchev eigin lega? Er sennilegt að marg- ir hafi hug á að vita það, því að fylgzt er með leiðtog- um Sovétríkjanna sem væru þeir aðalpersónur í einhverri leynilögreglusög- unni. — Oð hver hefir ekki gaman af leynilöreglu- sögum? Enginn veit með vissu, hvaða orðrómur á við rök að styðjast, þegar Kreml er annars vegar. Hms vegar vitum við, að sem stendur er samvinna með þeim Malenkov, Molotov og Kruchev — og í Sovétríkjunum er nú samstjórn margra manna. Hafa kommúnistablöðin lagt mikla áherzlu á þá staðreynd, enda hefir einskis eins manns verið getið sem forystumnans Ráð- stjórnarríkjanna. Einnig vitum við, að leiðtogarnir sitja á svik- ráðum hver við annan; það sýndi fall Bería. Allt bendir til þess, að allir reyni Sovétleiðtog- arnir að ná einræðisvaldi, eins og Stalín forðum. Hafa slarfað lengi saman Allan þann tíma, sem Malen- kov og Kruchev hafa starfað saman, hefir verið ómögulegt að merkja neina valdastreytu eða mikilvægar deilur milli þeirra. Þeir hafa gegnt ólíkum embætt- um; auk þess eru þeir tengdir á annan hátt: Malenkov er kvænt- ur systur Kruchevs, Helenu, sem einu sinni var fræg príma- donna við Moskvuóperuna. Þegar Malenkov var einkarit- ari Stalíns og skipulagði iðnað Sovétríkjanna, starfaði Kru- chev að skipulagningu land- búnaðar og Úkraníumálum. Hann er sjálfur Úkraníumaður, sonur fátæks verkamanns, er lézt af slysförum í kolanámu einni í Kalinovka; hann ólst upp, eins og Vorisholov marskálkur, á hinum víðáttumiklu sléttum Rússlands, lifði einlífi hjarð- sveinsins og lærði að meta nátt- úru landsins. Hann gekk ungur í fylkingar Rauðliða. Á þyrnum siráðri braut sljórnmálanna Vorisholov gerðist hermaður — en Kruchev fór þegar út á hina hálu braut stjórnmálanna. Hann tók snemma að kynna sér skipulags mál ýmiss konar og fékk það hlutverk á hendur að breyta hinni miklu þjóðernis- stefnu í Úkraníu og veita henni í nýjan farveg kommúnista- stefnunnar: í fyrstu voru komm- únistaleiðtogarnir umburðar- lyndir gagnvart hinum ýmsú þjóðarbrotum Sovétríkjanna, en á því varð skjótt stefnubreyting. Slcjólur frami Kruchev hafði lánið með sér. Hann hækkaði smátt og smátt í tign, fluttist til Moskvu fyrir 1930, gekk þar um tíma í iðnað- arháskóla og gerðist foringi stúdentanna, er þeir skipuðu sér undir merki Stalíns í baráttu hans við þá Bukharin og Trotsky .Eftir hreinsanirnar hækkaði hann skjótlega í tign, varð undirmaður Kaganovitch, sem þá skipulagði iðnaðar- og járnbrautarmál Rússlands og síðar tók hann við starfi hans sem yfirmaður kommúnista- flokksdeildar Moskvuhéraðs. — Meðal annars má geta þess, að Kruchev er frumkvöðull hinnar miklu neðanjarðarbrauta í Moskvu, sem mikið hefir verið lagt í af dýrindis skrauti til þess að villa ferðamönnum sýn: Þær eru andstaðan við hin fátæklegu hreysi rússneskra alþýðufjöl- skyldna. Sendur á veitvang Þegar Stalín og Hitler skiptu Póllandi bróðurlega á milli sín 1939 var Kruchev sendur á vettvang til þess að innlimunin færi fram á sómasamlegan hátt og hinir nýju Sovétborgarar — fyrrum Pólverjar — „hoppuðu inn í“ Sovétsamveldið þegjandi og hljóðalaust. — Og nú notaði Kruchev aftur fyrri aðferðir, umburðarlyndi og sveigjanleika í fyrstu, en síðan algera hlýðni við stefnuna. Á þann hátt hafa Rússar ætíð unnið í þeim lönd- um, sem þeir hafa innlimað í heimsveldi sitt. — En Rússar fengu ekki frið í pólsku Úkraníu: Heimsstyrjöldin skall á og nazistaherirnir réðust austur á bóginn. Það gerði strik í reikninginn — og Kruchev fékk ekki að ljúka við verk sitt. En eftir 1945 fór hann aftur á vettvang til að hefja verk sitt á ný og bjarga því, sem bjargað varð. í þetta skipti var hamingj- an ekki hliðholl honum. Gífur- legir þurrkar herjuðu um alla Úkraníu næstu ár, fólkið fluttist umvörpum á brott og hægt var að aka tímum saman um hinar miklu sléttur án þess að rekast á nokkra hræðu. Var þá Kakano- vitch sendur á vettvang. Stalín gerði hann aftur að yfirmanni Kruchevs og var hann það, þangað til ástandið hafði lagast mjög; þá var Kruchev settur í fyrra embætti sitt og náði aftur völdunum' í Úkraníu. — Áætlun Kruchevs Það var á þessum árum, sem Kruchev fékk hinn gífurlega áhuga sinn á landbúnaðarmál- um og hafði hann mikil áhrif á flokksbræður sína; hann vann þá á sitt mál og fékk áætlanir sínar og tillögur samþykktar. — Voru þær í höfuðdráttum á þá leið, að samyrkjubændur og allir landbúnaðarverkamenn skyldu búa í þorpum og bæjum og fluttir í járnbrautarlestum til og frá vinnustað. Samyrkjubúskapurinn hefir brugðizt En áætlun Kruchevs mætti gífurlegri mótspyrnu bæði land- búnaðarverkamanna og bænda — og svo fór að lokum, að Ráð- stjórnin varð að forkasta henni. Má af því sjá, hvílíkar viðtökur hún fékk, því að kommúnista- stjórnin er sannarlega ekki vön því að láta alþýðuna ráða gerð- um sínum. En í þetta skipti fór þó svo, óánægja manna hrinti stjórninni bókstaflega á flótta. Síðan hefir áætlun Kruchevs aldrei skotið upp aftur. Og meira að segja er nú svo komið, að Kruchev sjálfur hefir skipt um skoðun, sem kunngerð var nú ekki alls fyrir löngu. Sam- kvæmt henni mega bændur jafn vel stunda sjálfstæðan búrekst- ur jafnhliða samyrkjubúskap. — í fyrsta sinn hafa stjórnarvöld- in ekki þorað annað en mæta að nokkru hinum háværu kröfum rússneskra bænda. Ástæðan er ekki sízt sú, að samyrkjubú- skapurinn hefir ekki uppfyllt þær vonir, sem við hann voru bundnar í upphafi. —Mbl., 22. sept. Þurfið þér að senda peninga yfir hafið? Ssndið þá • fljótt • auðveldlega • örugglega Canadian Pacific EXPRESS Erlendar greiðslur Iiv;i8a Canadian Pacific skrifstofa, sem er, sendir peninga fyrir yður til ættingja eða viðskiptavina handan hafs. Fljðt og ábyggileg afgreiðsla. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVIK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.