Lögberg - 29.10.1953, Blaðsíða 7

Lögberg - 29.10.1953, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. OKTÓBER, 1953 7 Magnús Jensson: Frá ferðum Kötlu Fró ítalíu til Grikklands Sjóleiðin frá Napoli á ítalíu til Patras í Grikklandi, er hvorki löng né tilbreytingarlaus. — Capri og Vesuvius eru brátt að baki og nú er siglt niður Thyr- reniska hafið áleiðis til Messina- sunds. Nokkru fyrir norðan það eru Libarisku eyjarnar og meðal þeirra Stromboli, sem margir kannast nú við í sarpbandi við samnefnda kvikmynd og Ingrid Bergman. Eyjan er lítil og hrjóstrug, eða eitt eldfjall, sem stundum þeytir strók af millj- ónum eldsneista hátt í loft upp og er það tilkomumikii sýpi, þegar farið er þarna hjá í dimmu eða að nóttu tli. Svo rís Etna hið fræga eldfjall úr sæ við sjón- deildarhringinn, hún er ekki al- veg útdauð, þótt hún sé rólegri en Stromboli og leggur oft upp úr henni fínan reykjarstrók, svipað og Vesuvius, svona til að minna á sig. Síðan kemur hið fagra Mes- sinasund, en um það liggur leið- in inn í Ioniskahafið, sem skilur á milli Italíu og Grikklands. Umferð um sundið er mikil, því þetta er aðalsamgönguleiðin milli Sikileyjar og meginlands- ins, en við það standa bæirnir Messina á Sikiley og Reggio á ítalíu. Stórar ferjur eru stöðugt á ferðinni milli bæjanna, en auk þess fjöldi báta, sem róið er yfir, stundum af syngjandi og spil- andi æskufólki. Þá er og straum- ur alls konar skipa, sem fara þarna í gegn til að stytta sér hina löngu leið suður fyrir Sikiley. Hálent er mjög við sundið, sérstaklega Italíumegin. Háir hólar og hæðir niður að sjó, en Calabrian fjallgarðurinn í bak- sýn. I hæðum þessum sjást víða láréttir stallar, hver upp af öðrum. Þeir eru gerðir af mannahöndum, til þess að koma í' veg fyrir að tré og annar nytjagróður skolist í sjó niður í stórrigningum, en hér er annars, eins og víða við Miðjarðarhaf, lítið um rennandi vatn eða upp- sprettur og virðist því allt skrælnað, er farið er þarna um í þurrkatíð. Þá blasa við breiðir árfarvegir, sem nú eru þurrir, en fyllast í regntímanum svo að flóir yfir bakkana og eru því steinsteyptir veggir til verdun- ar hinu litla undirlendi. Þótt farið sé að vora við Mið- jarðarhaf í febrúarmánuði og veður milt og gott, er enn snjór á hæstu fjallatindum Grikk- lands, jafnvel í suðurhlutanum, Moreu og við Korinthuflóa, en sunnan við hann stendur bær- inn Patras og þangað förum við. í Palras Bærinn er hvorki stór né ásjá- legur. íbúarnir eru þó um 80 þús., en hvar allt þetta fólk heldur sig er ekki gott að segja, þótt vitað sé að víða er þröngur húsakostur á þessum slóðum. Húsagerðin er ekki ósvipuð óg í smábæjum á Spáni og ítalíu. Oftast steinkassar með litlum gluggum og tveggja mannhæða háum útidyrum, þ. e. a. s. ef húsið er svo hátt ,annars er mjög mikið um smákofa, dimma, loftlitla og skjöldótta af elli og óhreinindum, en hvar sem kom- ið er í Grikklandi, verður ekki komizt hjá að veita því athygli, hversu allt er í mikilli niður- níðslu af viðhaldsleysi og hirðu- leysi. Brotnar gangstéttir, hol- óttar götur og hálfhrunin ómál- uð hús. Jafnvel aðalgöturnar ‘ í höfuðborginni Aþenu, eru litlu betri. — Þetta á auðvitað sínar orsakir, en að því verðar vikið síðar. Hitt er verra að þessi gamla menningarþjóð er áber- andi óhreinlát, að minnsta kosti í umgengni á almannafæri. Tvær eru þó þær byggingar í Patras, sem ekki verður sagt, að séu í hirðuleysi eða sóðaskap, en það eru stórar, afar skrautlegar kirkjur, með háa klukkuturna og hvolfþök. Logagyllta krossa ber við himininn á öllum horn- um og upp að hinum stóru koparslegnu dýrum, eru breið marmaraþrep, en meðfram þeim, til beggja handa, dýrlinga myndir og súlur, skreyttar alabastri. Skrautgarðar eru í kringum byggingarnar og eru þe^r mjög vel hirtir, sem stingur nokkuð 1 stúf við umhverfið. Ég stend og dáist að kirkjunni við aðalgötu bæjarins. Hér er mikil umferð gangandi fólks, því nú er sólbjartur sunnudag- ur.* Gömul kona kemur haltr- andi niður götuna. Hún er klædd svipað og eldri konur af alþýðustétt á Spáni: Svörtu, víðu pilsi með dökkt sjal, vafið um höfuð, háls og herðar — í hitanum. Konan er sjáanlega fötluð og gengur við tvo stafi. Þegar hún kemur að kirkjunni, leggur hún annan stafinn undir handlegginn og tekur að signa sig í ákafa og þessu heldur hún viðstöðulaust áfram á meðan hún haltrar, með harmkvælum, fram hjá hinni stóru byggingu. Loks slær hún sér á brjóst og hinni helgu athöfn er lokið. Og nú skilur maður hvernig á því stendur að kirkjurnar eru svona stórar, skrautlegar og vel hirtar í þessum fátæklega bæ. Alls staðar er fólk á skemmti- göngu í góða veðrinu og í hinn stóra almenningsgarð borgar- innar hafa safnast um 2 þúsund manns. Fullorðið fólk er þokka- lega, en fremur fátæklega klætt og alls ekki eftir nýjustu tízku og „Stælgæjar“ sjást hér alls ekki. En það er athyglisvert hversu börnin eru vel klædd, jafnvel í samanburði við það, sem bezt þekkizt á Norðurlönd- um og auðséð er að þau eru í öllu látin sitja í fyrirrúmi. Þótt undarlegt megi virðast, þá verður maður ekki var við betlara í Patras, Piræus eða Aþenu, eins og í stórborgum ítalíu, og útlendur ferðamaður er því alveg í friði á götum Grikklands. Þetta eru mikil og þægileg viðbrigði frá hinu hvimleiða kvabbi slæpingja og skækjusala í öðrum borgum við Miðjarðarhaf, en vitað er þó, að Grikkir eru í dag fátæk þjóð, sem í mörg ár hefir lifað við skort og hörmungar. Söluturnar eru víða á götu- hornum, þar sem seld eru blöð og smáhlutir, en önnur götusala lítil í Patras. Þó sá ég einn um- ferðasala og hann seldi kol. Ekki voru birgðirnar miklar, fráleitt meiri en 20 til 30 kg. á litlum léttivagni og dráttardýr- ið var einnig í fullu samræmi við þetta, einhver sá minnsti asni, sem ég hefi nokkru sinni séð. Framkvæmdastjóri þessa fyrirtækis hefði eflaust getað borið vöru, vagn og þjón í bak og fyrir. Hann hrópar við hverj- ar húsdyr, en þagnar og signir sig, er hann kemur að kirkjunni. Vöruverð í Grikklandi er afar hátt og verðgildi gjaldeyrisins, drakmans, lítið. Gengi hans er ekki skráð í íslenzkum peninga- stofnunum, en 1000 drakmar eru verðlagðir á rúmlega 1 isl. krónu. Vörumiðar í búðarglugg- um bera því háar tölur, sérstak- lega ef um nytsama hluti er að ræða. T. d. föt og matvæli. Þunn karlmanns regnkápa: 500.000 drakma, ódýrast. Óvönduð og litdauf Karlmannsföt 1 til 2 millj og síðan allt eftir þessu. Verðupphæðir stærri hluta eins og bíla, húsa og skipa, hljóta því að vera skrifaðar með stjarn- fræðilegum tölum og Grikkir að vera góðir reikningsmenn. En þetta er líklega eina landið í Evrópu, þar sem verðlag er svipað eða jafnvel hærra en á Islandi, ef verðgildi peninganna er lagt til grundvallar, en ef borið er saman kaupgjald í báð- um löndunum, er verðlag á nauðsynjum í Grikklandi miklu hærra, sem sjá má á því, að grískur verkamaður fær aðeins 30 til 40.000 dr. fyrir 8 stunda vinnu. En þeir sem komu til Grikklands fyrir síðustu heims- styrjöld, mega muna tvenna tímana, því þá var það eitthvað ódýrasta landið í Evrópu. Korinth-skurður Skip, sem fara ætla frá Patras til hafnarborgar Aþenu, Piræus, eiga um tvennt að velja, annað hvort að sigla aftur út úr Kormthuflóa, suður með Moreu, fyrir Matapanhöfða og upp Æginaflóa, leið sem er um 300 sjómílur, eða hina stuttu leið, um hinn fræga Korinthuskurð, en sú leið er aðeins um 100 míl- ur. Þetta á þó aðeins við um skip sem hafa minni djúpristu en 26 fet, því sú er dýpt skurð- arins, hin hafa ekkert vM og verða að fara lengri leiðina. Þegar komið er að skurðinum innst í botni flóans, er tekinn leiðsögumaður, sem stundum hefir með sér aðstoðarmann og nú er ferðin í gegnum skurðinn undirbúin. Ef dimmt er af nóttu heimtar hann sérstakan ljósa- útbúnað á stefni og bóga skips- ins, til viðbótar hinum venju- legu siglingaljósum. lá fær hann ýmsar upplýsingar hjá skip- stjóranum viðvíkjandi skipinu og þá náttúrlega djúpristuna í augnablikinu, síðan stærð o. fl. Skipið er nú rétt af, þ. e. a. s. snúið í rétta átt og síðan er siglt áfram með mjög hægri ferð, stýrt af leiðsögumanninum sjálf um eða aðstoðarmanni hans. Fyrir framan skurðopið eru litlir steyptir garðar, sinn hvoru megin með viðeigandi leiðar- ljósum og er ekki ósvipað og að sigla inn í litla höfn. Þá taka við lágir bakkar, en þar eru nokkrir húskofar, fyrir starfsfólk og nú er maðyr kominn inn í skurðinn, þetta mikla mannvirki. Hann er þráðbeinn, 3.2 sjómílna langur, 26 feta djúpur, eins og áður er sagt, en 81 fet á breidd. Bakk- arnir meðfram honum eru víð- ast eggsléttir og næstum lóð- réttir. Yfirleitt mjög háir, eða allt að 300 fet, eða meir, þar sem hæst er, á löngum kafla og sézt því ekkert nema rönd af himn- inum er litið er upp, enda líkast því að ferðast gegn um jarð- göng. Geta má nærri að þarna þurfi nákvæma stýringu, því 81 fet er ekki mikið sviprúm fyrir þetta stóra skip, enda hefir leið- sögumaðurinn allan hugann við sitt verk. Ferð skipsins er ýmist „mjög hæg“ eða^hæg" og tekur því óvenjulega langa tíma að fara þessa vegalengd. Vestan- verðu við miðjan skurðinn liggja yfir hann tvær brýr, önn- ur fyrir járnbraut, hin fyrir önn- ur ökutæki og gnæfa þær hátt yfir siglutrjánum. Nálægt miðs- vegar eru djúp gil í hinn lóð- rétta hamravegg báðu meginn, en það eru menjar frá síðustu heimsstyrjöld, er þýzki herinn lokaði honum með því að sprengja í hann haft. Á öðrum stað sjást að spor hafa verið höggvin í vegginn frá sjávar- máli og upp á brún og mun sá ekki lofthræddur, sem þar hefir verið að verki. Ef staðið er á miðju þilfari verður ekki séð á vatnsborið í skurðinum og virðist þá eins og skipssíðurnar strjúkist við vegg- ina til beggja handa, en það er auðvitað sjónvilla, þótt ekki megi miklu muna. Ljósastæðum er stungið í veggina með stuttu millibili og er skurðurinn þann- ig lýstur upp af reglulegri og beinni ljósaröð, endanna á milli. Piræus Þegar komið er í gegn, er skammt eftir til Piræus, sem er með stærstu hafnarborgum við Miðjarðarhaf. Þangað eru mikl- ar siglingar, víðsvegar að úr heiminum. Höfnin víðáttumikil og fjörugt athafnalíf. Innflutn- ingurinn til Grikklands er mikill og fjölbreyttur, en hann fer að verulegu leyti í land í Piræus, svo að alls staðar á hafnarsvæð- inu má sjá stóra vöruhlaða með segl yfirbreíðslum, því vöru- skemmur eru fáar við höfnina. Varningnum er síðan ekið í burtu, smátt og smátt, en sá flutningur fer aðallega fram á hestvögnum og nú kemur Grikk inn manni á óvart, því augljóst er að hann er dýravinur, í mót- setningu við aðrar suðurlanda- þjóðir. Vagnhestarnir eru mjög vel útlítandi, feitir og vel hirtir. Aktýgin góð og skínandi af fægðum kopar og öðru skrauti. Á hafnarbakkanum standa ný tízku losunarkranar, hlið við hlið á spori, afar handhæg verk- færi af þýzkum uppruna og þeir hafa nægilegt að starfa. Saltfiskur frá Islandi, baðmull frá Tyrklandi og lifandi naut- gripir frá Hollandi, stórar og fallegar mjólkurkýr, — senni- lega frá flóðasvæðinu — svífa þarna augnablik í háu lofti við hliðina á gráum skriðdreka. Frá Piræus er aðeins um 15 mínútna akstur í rafknúinni járnbraut upp á eitt aðaltorgið í Aþenu, rétt fyrir neðan Akro- polishæðina, _en borgirnar eru að mestu sambyggðar á þessari leið, þótt byggingarnar séu ekki allar merkilegar, sumt lágreistir og hálfhrundir kofar. Víða sjást smáir og stórir kálmetisgarðar og fólk við uppskeru, því að í febrúar stendur uppskeran á allskonar garð- og trjá-ávöxtum sem hæst. í Aþenu Við torg þetta eru að sjálf- sögðu margar stórar og fagrar byggingar, fornar og nýjar. Gistihús fyrir hina mörgu ferða- menn, skrautleg veitingahús og kvikmyndahús, eða allt mjög svipað og í öðrum heimsborgum, þótt nokkuð reynist á annan veg við nánari athugun. T. d. mun betra að vera kunnugur í Aþenu, ef maður hugsar sér að fara í kvikmyndahús. Stórar auglýs- ingar, glæsilegt fordyri og dýr aðgöngumiði, þarf ekki endilega að vera neinn mælikvarði á sýningarsalinn, þegar inn er komið og getur manni því brugðið óþægilega við, að standa allt í einu í mikilli mann- þröng, á óhreinu og sleipu stein- gólfi, milli fullsetinna tré- bekkja, svo aftarlega í salnum að sýningartjaldið er' varla sjáanlegt fyrir reyk og stybbu, þann stutta tíma, sem maður heldur út að standa á tánum. Um þefinn skal ekki talað. Ef þetta hefði verið niður við höfn- ina í Piræus eða Napoli, þá skildi maður betur — en við eina aðalgötuna undir Akro- polishæðinni, — það er verra. Mér var sagt síðar, að í þessari götu væri ágætt og þrifalegt kvikmyndahús, sem seldi aldrei fleiri miða en svo að allir gætu setið og efast ég ekki um að það sé rétt, þótt svona tækist til í þetta sinn. Sú leið upp í Akropolis, sem erlendum ferðamönnum er ætlað að fara, er breiður, steypt- ur akvegur, með flísalögðum gangstéttum, sem liggur ská- hallt upp hæðina, alveg að inn- ganginum, þar sem aðgöngu- miðar eru seldir og leiðsögu- maður til taks. Götuljósmyndar- ar standa þarna í röð, því marg- ir vilja eiga mynd af sér, stand- andi upp við einhverja súluna eða myndastyttuna, á þessum fornfræga stað, en fyrir aðra en sögu- og fornfróða menn er við- staða í Akropolis ekki löng, eftir að rifjað hefir verið upp það brot, sem einu sinni var lesið í menningarsögu Forn-Grikkja, með aðstoð leiðbeinandans, sem talar reiprennandi ensku. Þó dvelst manni nokkuð við hið fagra útsýni, því þarna sézt yfir meiri hluta borgarinnar, sem með úthverfum er afar víðfeðm. I fljótu bragði sýnist manni allt vera falleg hús og hvítar ævin- týrahallir úr „Þúsund og einni nótt“, en í raun og veru er langt frá að svo sé. Að undanteknum litlum hluta þessarar stóru borgar, eru húsin léleg, gömul og ljót, þegar komið er að þeim, við mjóar, sóðalegar götur, eða götutroðninga, og sum þannig að óvíða þættu íbúðarhæf. En af því að veggirnir eru hvít- kalkaðir, virðist þetta öðruvísi, séð úr fjarska, ofan frá Akro- pólishæðinni. Sé gengið inn í hliðargöturn- ar frá torginu og aðal umferðar- æðunum fyrir neðan hæðina, verður víða að þræða mjó göng milli stórra borða, sem svigna undan alls konar ávöxtum, kál- meti og öðru matarkyns í óslit- inni röð eftir allri götunni og hingað koma húsmæðurnar og aðrir til slíkra kaupa, því götu- sala á matvælum er ekki leyfð við torgið sjálft eða á aðalgöt- um, sem ég varð eitt sinn sjón- arvottur að. I fyrstu hélt ég að ný borg- arastyrjöld hefði brotizt út, er ég heyrði hávaða og sá mikla mannþíöng á einu götuhorninu. Nú er vitanlega skynsamlegast fyrir ókunnugan útlending að forða sér sem lengst frá götu- óeirðum og upphlaupum, en í þetta sinn varð forvitnin gætn- inni yfirsterkari og ég fór á vett- vang til að grennslast eftir, hvað um væri að vera, sem þegar til kom, var ekki annað né merki- legra en það, að lögregluþjónn var að handtaka 11 eða 12 ára gamlan strák, sem réttilega áleit meiri sölumöguleika á ávöxtum við torgið heldur en í hliðargötunum og ók því litla vagninum sínum, með örfáum appelsínum inn á bannsvæðið. Strákurinn var háorgandi, brauzt um á hæl og hnakka og gat hvað eftir annað slitið sig lausan úr höndum lögreglunn- ar og var þá óspart hylltur af mannfjöldanum. En þrátt fyrir það, beitti lögregluþjónninn engum bolabrögðum. Hann var skapstilltur og brosandi, reyndi auðsjáanlega að meiða ekki drenginn og lét sig engu skipta hæðnisorð ájmrfenda. En laga- bókstafurinn „blífur“ og brátt kom lögreglubifreið og flutti sökudólginn á brott. Mannfjöld- inn dreifðist og umferðin féll aftur í samt lag. En litli vagninn stóð eftir í hirðuleysi á götu- horninu. —Lesb. Mbl., 20. sept. COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins í FÓTSPOR BRAUTRYÐJANDANS Eftir því sem Canadamönnum vex fiskur um hrygg, ný landflæmi eru tekin í notkun og ný fyrirtæki stofnuð, fylgja bankarnir eftir í fótspor braut- ryðjandans. Nú í dag eru fleiri banka- útibú, er fullnægja þörfum breytts og vaxandi Canada . . . og þau vinna almenn- ingi meira gagn . . . en nokkru sinni fyr. Síðan 1900 hefir útibúum hinna löggiltu banka fjölgað úr 700 upp í 3,800. Á síðustu tíu árum hafa 3,750,000 bankareikningar verið opnaðir. BANKARNIR ÞJÓNA BYGÐARLÖGUM YÐAR

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.