Lögberg - 29.10.1953, Blaðsíða 3

Lögberg - 29.10.1953, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. OKTÓBER, 1953 3 ^purningin Eftir DANA BURNAT Einu sinni var ég veður- tepptur yfir helgi í smábæ í Vestur-Virginiafjöllunum, sem Campbells Notch heitir. Ég fór þangað í sambandi við leigu- samninga á kolanámu, er ætt- fólk mitt átti og kom frá Charleston með fólksflutnings- vagni á laugardag. 'Það tók mig ekki lengi að ljúka erindi mínu í Cambell’s Notch, en þó nógu lengi til þess, að síðasti fólks- flutningsvagninn var farinn úr bænum, enda var þá kominn bylur og öllum samgöngu- tækjum lokað að minnsta kosti í fjörutíu og átta klukkutíma. Það var ekkert gestgjafahús.í Cambell’s Notch, en mér tókst að ná í herbergi í húsi, þar sem tekið var á móti ferðafólki við og við og frú Hatch átti. Hún var ekkja, smávaxin, veðurbar- in, vel við aldur og gráhærð, og virtist vera glöð yfir að fá kost- gangara á ný, þó ekki væri nema um örstuttan tíma að ræða. Það var frú Hatch, sem hreyfði því við mig á sunnu- dagsmorguninn, hvort að ég vildi fara til kirkju. „Við höfum mjög einkennilegan prest hérna,“ sagði hún. „Hann er sá kennimannlegasti prestur, sem við höfum haft hér í Notch.“ Mér var sagt að dag einn sumarið áður, að þá hefði ó- kunnugur maður komið ríðandi yfir fjöllin á leggjalangri hryssu með biblíu í vasanum og hreina skyrtu, sem vafin var innan í dagblað undir hendinni, óhreinn og rykugur, eins og förumaður," sagði frú Hatch. „En hann leit fjörlega út, og þegar hann opn- aði munninn, þá hlustuðu menn,“ sagði hún. Það hafði verið prestslaust í Cambell’s Notch um nokkurn tíma — frá því að stríðið byrj aði, svo allir urðu fegnir, að þessi maður kom og fór að messa í gömlu kirkjunni. Hann sagðist heita Doktor Angel, og þú gast aldrei vitað hvað hann mundi segja, jafnvel í stólræð- unum sínum. Það kom fyrir, að menn skildu ræðurnar aldeilis ekki, en það var alltaf ánægju- legt að hlusta á hann, og stund- um var mál hans blátt áfram hrífandi, og ef hann stöku sinn- um virtist víkja út frá biblíu- legri kenningafestu, þá gastu fyrirgefið honum það jafnvel með velþóknun, því þú vissir, að hann var góður maður — verulega kristinn maður, sem talaði eins og spámennirnir forðum — talaði eins og andinn bauð honum. Eftir þessa lýsingu á Doktor Angel, þá var óhugsan- „Reyndir þú til að svara embætti í hættu á meðal þessa henni?“ spurði ég frú Hatch. fólks, því ef honum mistækist, Nei,“ svaraði hún kaldrana- þá var úti um hann sem kenni- lega, „vegna þess, að ég gat það mann í Cambell’s Notch. Ef hann legt fyrir mig að ganga fram hjá honum, jafnvel nafnið eitt, hefði knúð mig til að fara og hlusta á hann. Svo morguninn eftir lögðum við frú Hatch af stað til kirkj- unnar upp stíginn, sem lá upp að veðurbörðu timburkirkjunni, sem stóð upp á fjallsbrúninni fyrir ofan þorpið. Þessi sunnudagsmorgun var í sannleika eftirtektarverður. Ég hefi sjaldan eða aldrei séð jafn hreint og bjart veður. Yfir hið ytra og oft óaðgengilega útlit námubæjarins hafði snjóhvít snjóblæja lagst. Loftið var hreint og hressandi. Sólin björt og blikandi, skein í heiði, og fjöllin yzt> í sjóndeildarhringn- um stóðu í fjarlægðinni eins og hvítfestar haföldur, sem höfðu frosið áður en þær hnigu; og á allt þetta stafaði sólin glitrandi geislum sínum. Turn kirkjunnar bar hátt við himinn, og hljómur kirkju- klukkunnar barst út í geiminn með þunglyndishreim og var endurvakinn af einum fjalla- hnjúknum eftir annan; — það eina lífræna í þessu rólega og snæviþakta umhverfi var fólkið, sem kom til kirkjunnar, dúðað í dökkum vetrarfötum, og gekk allt álotið á móti brekkunni. „Sérðu hjónin, sem eru að ganga inn í kirkjuna?“ spurði frú Hatch. Hún hafði stanzað við kirkjudyrnar til að kasta mæðinni og ég með henni. „Það eru Jón og konan hans, frú Hester Calderwood." Ég leit upp og sá miðaldra mann og konu vera að ganga upp kirkjutröppurnar og hugs- aði með sjálfum mér: Hvað skyldi nú svo sem vera athug- unarvert við þau? „Þau mistu son sinn, Jesse, í stríðinu,“ sagði frú Hatch. „Ó, já,“ svaraði ég. „Stjórnin," hélt frú Hatch á- fram, „sendi háttstandandi her- foringja hingað í vikunni sem leið til að afhenda Jóni og Hester medalíu, sem var í ofur- litlum kassa fóðruðum með atlask. Við höfðum þá samkomu í skólahúsinu, og Jón og Hester sátu uppi á gestapallinum, og herforinginn talaði fallega til þeirra; sagði þeim frá því, að þjóðþingið hefði sent þeim medalíuna fyrir frábærlega djarfa framgöngu Jesse í stríð- inu. Ég sá kassan, sem medalían var í, og það var áreiðanlega atlask innan í honum, og það voru menn þar viðstaddir, sem komið höfðu langt að — alla leið frá Charston til að segja frá þessu í blöðunum. Jón og Hester báru sig vel og báru höfuðið hátt á meðal nágrannanna og gestanna. En þegar ég talaði við Hester á eftir, þá sagði hún við mig: „Ég er þakklát þjóðþinginu fyrir þessa medalíu, en hún gef- ur mér ekki drenginn minn aftur. Ég er ekki að mögla, því Jesse varð að fara eftir að stríð- ið einu sinni var byrjað, en ef Guð skapaði heiminn, eins og sagt er, að hann hafi gjört í ritningunni, þá þætti mér ekki nema líklegt, að hann gæti stjórnað honum án þess að til vandræða horfði hvað eftir annað. Hvers vegna verða dreng irnir okkar að láta lífið til þess að halda fólki í skefjum í heimi Guðs? Það er gáta, sem ég fæ ekki ráðið og sem ég held að gjöri mig brjálaða." Frú Hatch hætti að tala og ég heyrði síðustu óma kirkju- klukkunnar þagna og mér fannst í svipinn, að spurning frú Hester Calderwood myndi læsa sig lengra og rista dýpra heldur en nokkrir kirkjuklukknatónar gætu náð. ekki, en hún gjörði mig svo óró lega, að ég fór undir eins til prestsins, og að ég skildi við Hester með spurninguna.“ „Til Doktor Angel?“ „Já,“ svaraði hún. „Hvað sagði hún?“ „Hann sagðist skyldi leita svarsins í bæn og svara svo Hester og öllum söfnuðinum í ræðu sinni í dag.“ „Við skulum fara inn,“ sagði ég. „Ég er orðinn forvitinn um Doktor Angel og vil ganga úr skugga um, hverslags maður hann er, hvort að hann er grunn hygginn gortari eða hátinda- spekingur, óupplýstur alþýðu- skrumari eða sérstakur afkom- andi spámannanna, eins og frú Hatch gaf í skyn að hann væri. Aðdragandinn að stólræðunni var á enda, og kannaðist ég við hann úr kirkjusiðum presby- teresku kirkjunnar frá æsku- árum mínum. Doktor Angel, sem setið hafði á bak við pré- dikunarstólinn, reis á fætur, og ég sá hann í fyrsta sinni. Það er ekki unnt að dæma um neinn mann, nema að maður sjái hann standandi, því þá fyrst verður mynd mannsins skýr, því eins og hann ber sig til þannig er hann. Ef hann er beinn og djarflegur, eða hangir niður huglaus frammi fyrir áheyrend- um sínum, þá gjörir hann það sama í sálu sinni frammi fyrir skapara sínum og herra. Doktor Angel var lágur mað- ur vexti, en beinvaxinn. Höfuð- ið var óvanalega stórt og tígu- legt. Hárið var grátt — nærri því hvítt, sem að hann við og við strauk aftur frá enni sér með hendinni með snöggum hreyfingum, sem báru vott um sjálfstæði og sigurvissu. Hér að minnsta kosti er frjáls sál og hugrökk, hugsaði ég. Hvað ann að, sem um þennan mann mætti segja. Hann talaði einarðlega og eðlilegum málróm með ágætu hljómsamræmi, og hóf ræðu sína þannig: „Ég hefi ekki valið mér neinn ritningartexta í dag, en ég ætla að segja ykkur sögu, eða það sem frekar mætti nefna dæmisögu, er «kom í huga mér sem svar upp á bænir mínar í vikunni sem leið. Eins og þið að líkindum vitið öll, þá hefi ég verið í bænum mínum að leita svars upp á sérstakt spursmál.“ Doktor Angel þagnaði, beygði sig fram á prédikunarstólinn og horfði á viss sæti fyrir framan sig í kirkjunni. Svo rétti hann sig upp og sagði: „Sá sem eyru hefir hann heyri!“ Það var öllum, sem í kirkj- unni voru ljóst, að hann var sérstaklega að tala til Jóns og Hester Calderwood, og það var heldur ekki neinum vafa bund- ið, að þessari tilvitnan úr Matt- híasar guðspjalli var einnig stefnt til okkar allra sem í kirkjunni vorum. Hann ætlaði að leitast við að svara spurningu Hester Calderwood, og við vor- um öll kvödd til að hlusta og heyra. Ég dáðist með sjálfum mér að dirfsku þessa manns, því mér var það fyllilega ljóst, að Doktor Angel var af frjálsum vilja að leggja stöðu sína og móti bæri sigur úr Business and Professional Cards Sendið peninga á öruggan hótt Hvenær, em þér hafið í hyggju að senda peninga til ættlands yðar, eða hvar, sem vera vill í Canada, skuluð þér spyrjast fyrir í The Royal Bank of Canada. Engu máli skiptir um upphæðir, vér sendum þær á öruggan hátt, vafningalaust og með litlum tilkostnaði. Viðskipti yðar eru kærkomin THE ROYAL BANK OF CANADA Hvert úlibú nýtur trygginga í öllum eignum bankans, sem nema yfir $2,675,000,00. aftur a býtum .... Ég er dauðhrædd um hann,“ hvíslaði frú Hatch að mér. Ég vissi hvað hún meinti, en það var ekkert sem ég gat sagt eða gert, og svo var Doktor Angel tekinn til máls aftur. „Maður nokkur og kona fóru að heiman frá sér kveld eitt til þess að heimsækja drottinn. Það voru hjón* — ég ætla að nefna þau hr. og frú Adam. Þau voru bæði vel innrættar og góðar manneskjur og áttu heima í þorpi ekki óáþekku því, sem við búum í hér. Hjón þessi voru vel látin og vinsæl og nutu virðing- ar af samtíðafólki sínu. Þau unnu bæði vel og trúlega og ræktu vel kirkju sína og kr.stni. En þau höfðu orðið fyrir þung- um sorgar-atburði og ljós trúar þeirra hafði sloknað. „Hvað eigum við að gjöra?“ spurði maðurinn konu sína. Það er auðsætt, að við getum ekki haldið áfram að ráfa í myrkri og örvænting. Ég er farinn að efast um gæzku Guðs sjálfs." Konan sagði, að það væri eins fyrir sér. „Ég vildi að ég gæti heimsótt Guð, eins og að ég heimsæki nágranna mína, sem mér finnst að hafi gjört mér rangt til og spyrja hann blátt áfram að því, hvers vegna að hann hafi lagt svo þungar byrð- ar á herðar okkar,“ sagði maðurinn. „Það er einmitt það, sem við skulum gjöra,“ sagði konan, „við skulum fara og heimsækja Guð.“ „Hvernig getum við heimsótt Guð?“ spurði maðurinn, „þegar við vitum ekki hvar hann á heima.“ Konan svaraði, í ritningunni stendur: „Leitið og þá munið þið finna.“ — Ég á enn yfir nægi- legu trúartrausti að ráða til þess að fara og leita. Við skulum fara í sunnudagafötin okkar og ganga yfir fjöllin.“ Maður konunnar spurði: — „I hvaða átt yfir fjöllin? Við vitum ekki, hvort við eigum að fara í norður, suður, austur eða vestur." Konan sagði: „Við skulum ganga í austur, því birtan kem- ur úr þeirri átt, og það er líklegt, að þar sem birtan er, þar sé og Guð að finna.“ — Svo þau lögðu af stað og gengu lengi, unz þau komu ofar skýjunum þar sem engar götur voru, en dagur var að kveldi kominn, svo sólin vísaði þeim veginn, og þau héldu áfram unz þau komu þangað, sem birtan var í jafn- vægi. Þá stansaði konan og sagði: „Sjáðu þarna fram- undan!“ Maðurinn leit upp og fram og sá geysimikið hús, sem stóð á háu fjalli — hvítt hús með súl- um svo háum, að þú eygðir ekki loftsvalirnar uppi á öðru gólfi hússins; og maðurinn vissi, að það var hús Guðs, og hann varð óttasleginn.“ Doktor Angel þagnaði og tók glas með vatni í, sem hann hafði haft á prédikunarstólnum og dreypti á því. Ég hafði tekið eftir glasinu áður, en þessi eðli- lega athöfn prestsins hrærði mig eins og ég hefði verið snortinn með töfrasprota; af því má ráða áhrifavald Dr. Angels I á safnaðarfólkið, því að undir vanalegum kringumstæðum hefði mér naumast dottið í hug að tengja atburð þennan við | töfravald. Niðurlag í næsla blaði Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnlpeg PHONE 92-6441 Kaupið Lögberg Víðlesnasta íslenzka blaðið J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Öt- vega peningalán og elds&byrgC, bifreiSaílbyrgB o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m. Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917 Office Phone 92-4762 Res. Phone 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. Stofnað 1894 SlMI 74-7474 NeU Johnson Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Dr. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 L Dr. ROBERT BLACK SérfræSingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-3851 Heimasími 40-3794 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Res. Phone 74-6753 Lesið Lögberg SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viC, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, stmið til KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Wlnnipeg Just North of Portage Ave. Símar 3-3744 — 3-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. • Insurance in aU its branches Real Estate - Mortgages - Rcntals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3480 LET US SERVE YOU S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg PHONE 92-4624 Creators oj Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargeni Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 Hafið Höfn í huga Heimili sólsetursbarnanna, Icelandic Old Folks’ Home Soc., 3498 Osler St., Vancouver, B.C. Aristocrat Stainless Steel Cookware For free home demonstrations with- out obligation, write, phone or call 302-348 Main Sireet. Winnipeg Phone 92-4665 “The King of the Cookware” Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 92-8211 T. R. THORVALDSON Manager Your patronage wUl be appreciated Minnist BETEL í erfðaskróm yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederation Life BuUdlng WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjanaaon 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipcg, Man. Phone 92-3561 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-6227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. Van's Electric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.