Lögberg - 29.10.1953, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. OKTÓBER, 1953
Guðrún Jóhannsdóiíir írá Ásláksstöðum:
Jón Mýrdal rithöfundur
Menningarsjóöur gefur út
margar goðar bækur í ór
Nú á dögum tíðkast mjög að
rifja upp og nta um forna at-
burði og segja frá mönnum,
sem fyrir all-löngu dvalizt hafa
á. þessari jörð. Slíkar frásagnir
eru alltaf lærdómsríkar og
varpa ljósi aftur 1 liðna tímann,
sem er gjörólíkur þeim, sem nú
stendur yfir. Við gamla fólkið
höfum hfað tvenna tíma, dvalið
í tveim ólíkum heimum, ef svo
mætti að orði kpmast. Og þegar
við heyrum frásagnir frá gamla
tímanum er sem gamall kunn-
ingi rétti okkur hönd. Því ræt-
urnar standa dýpst þar sem
vaggan stóð og bernskuskónum
var slitið.
Þegar ég nú, á dögum ellinn-
ar, hugsa um bernsku mína og
æskuár og fólk það, skylt og
vandalaust, sem ég umgekkst,
þá er sem ég sjái það í nýju
ljósi, skilji það betur, setji á það
■nýtt mat. Málverk njóta sín
ekki nema í nokkurri fjarlægð.
Viðburðir lífsins og fólk það,
sem við þá er tengt, eru myndir,
sem minningin geymir.
Þegar ég nú, í skuggsjá fjar-
lægðarinnar, virði fyrir mér
vini og vandamenn frá þessum
löngu liðnu dögum, ber engan
hærra en Jón Mýrdal, móðurafa
minn. Var ég þó aldrei sam-
vistum við hann. Hann kom að-
eins sem gestur á bernsku-
heimili mitt. En allar minning-
ar um hann og þekking sú, sem
ég hef síðar aflað mér um hann,
hafa skýrt mynd hans í huga
mínum. Ég á frá honum fjölda
bréfa, hið fyrsta skrifað þegar
ég var fimm ára, það síðasta
seinasta árið, sem hann lifði, en
þá var ég 21 árs. Þau eru mér
óbrigðul heimild um sálargöfgi
hans og ágætar gáfur. Ef ég í
öllu fylgt hefði leiðsögn hans,
væri misstigin spor mín, á far-
inni leið, ekki mörg.
☆
Það er seilst nokkuð aftur í
tímann, þegar minnst er Jóns
Mýrdals skálds. 128 ár eru nú
liðin frá fæðingu hans og 54 frá
dauða hans. Hann var fæddur
10. júlí 1825 að Hvammi í Mýr-
dal. Foreldrar hans voru Stein-
unn ólafsdóttir og Jón Helgason
bóndi þar. Dvaldi hann í for-
eldrahúsum til tvítugsaldurs.
1845 réðist hann til séra Svein-
bjarnar Hallgrímssonar, aðstoð-
arprests séra Péturs á Kálfa-
tjörn. Ætlaði hann að læra hjá
honum undir skóla. En frá
þeirri fyrirætlan hvarf hann
aftur. Er engum vafa bundið, að
þar hefir fátæktin, sem svo
mörgum efnilegum ungmennum
héfir sett stól fyrir dyr, ráðið
úrslitum. Fór hann þá til Reykja
víkur og nam trésmíði. Að því
námi loknu fór hann norður í
land. Árið 1853 giftist hann
Guðrúnu Rannveigu Jónsdóttur
frá Illugastöðum í Fnjóskadal.
Ekki hafa þau átt skap saman
afi og amma. Hann var tilfinn-
ingaríkur, draumlyndur og
nokkuð ölkær. Guðrún amma
var stórbrotin kona, sem áleit
staðreyndir tryggari fótfestu en
hugmyndaflug. Þau slitu því
samvistir eftir eitt ár. Eina
dóttur eignuðust þau, Kristínu
Salóme móður mína.
Haustið 1854 sigldi Jón Mýr-
dal til Kaupmannahafnar, senni
lega til að fullnema sig í iðn
sinni. Dvaldist hann þar í tvö
ár. Eftir heimkomuna dvaldi
hann við smíðar á ýmsum stöð-
um á Norðurlandi. Byggði hann
kirkjur og önnur hús. 1878
fluttist Jón til vesturlands. 1880
kvæntist hann í annað sinn
Önnu Valgerði Bjarnadóttur,
ættaðri af Skarðsströnd, ágætri
konu, sem reyndist honum
tryggur og traustur lífsföru-
nautur. Ekki varð þeim barna
auðið. Næstu tíu árin dvöldust
þau hjón við Breiðafjörð, lengst
af í Rauðseyjum. Þaðan skrifaði
afi mér mörg bréf. 1890 fluttu
þau til Akraness og dvöldust
þar til æviloka.
☆
Jón Mýrdal var ágætur smið-
ur. Allt hans handbragð var
með snilldarbrag og hann fékkst
við fleira en húsasmíðar. Til er
eftir hann stofuskápur, sem
myndi sóma sér í hvaða stofu
sem væri. Kistil smíðaði hann
handa ömmu í tilhugalífi þeirra,
sem var snilldarverk. Skil ég
ekki annað en hann hefði þótt
fallegt sveinsstykki á hvaða
tíma sem var. Hann var spón-
lagður, kúptur á hliðum, lokið
slétt að ofan og þar í felldir
stafir unnustunnar. Tveir spón-
lagðir handraðar með skreyttum
lokum. Innan í lokinu var
spegill í fallegri umgjörð. Allur
var hann póleraður utan og
innan. Allur frágangur á þess-
um litla hlut og allt handbragð
bar vott um listhneigð og haga
hönd. Lítil hús smíðaði hann
handa okkur systrunum, þegar
við vorum börn, sem einnig eru
völundar smíði og bera vott um
frábæra vandvirkni og nostur.
Afi var hinn mesti eljumaður.
Félli smíðarnar niður augnablik,
var penninn kominn í hönd
hans. Hann var sískrxfandi.
Heyrði ég, að oft hefði hann
skrifað við hefilbekkinn. Jón
Mýrdal skrifaði mikið. Eftir
hann liggja kvæði, sögur og
leikrit. Kunnast af verkum
hans er „Mannamunur“, sem
gefinn hefir verið út þrisvar
sinnum, síðast 1950 af Bókaút-
gáfu Guðjóns Ó: Guðjónssonar.
Önnur rit, sem út hafa komið
eftir afa er Grýla, þar eru kvæði
og skáldsagan Vinirnir. Kom
Grýla út 1873. Skáldsagan Skin
eftir skúr byrjaði að koma út
sem fylgirit Fróða 1886—87. En
þeirri útgáfu lauk aldrei. En
framhald þeirrar sögu er til í
handriti. Auk þess eru til í hand
ritum nokkrar skáldsögur eftir
afa, sem ekki hafa birzt á prentv
og þrjú leikrit eða leikritabrot.
Tvær skáldsögurnar eru á
dönsku. Öll þessi handrit eru
geymd í handritasafni Lands-
bókasafsins. Ljóðin nr. 846.
Önnur skáldverk nr. 845—849.
Hafi ritverk Jóns Mýrdals
lítið bókmenntagildi, stafar það
af menntunarskorti hans. Sönn
menntun er eins og mynd-
höggvari, sem meitlar mynd
sína þangað til hún er orðin að
listaverki. Bresti leiðsögn
menntunar, má búast við göll-
um og vansmíði. En gáfur afa
voru afbragð. Um hann eru
þessi ummæli í ævisögu Árna
prófasts Þórarinssonar, Að ævi-
lokum bls. 350: „Jón Mýrdal var
mjög gáfaður. Hann sendi séra
Jónasi á Staðarhrauni hugleið-
ingar um Heilaga þrenningu.
Jónas sagðist hafa orðið alveg
hissa á þeirri dýpt og speki af
manni, sem aldrei hefði notið
nokkurrar menntunar. En Pétur
biskup sagði um séra Jónas, að
hann væri bezti og dýpsti ræðu-
maður landsins í klerkastétt.“
☆
Jón Mýrdal var fremur lág-
vaxmn, holdgrannur og veiklu-
legur, lítið eitt lotinn í herðum.
Ágjörðist það mjög með aldrin-
um. Munu sífelldar stöður við
hefilbekkinn hafa valdið þar
nokkru um. Hann var grandvar
í breytni, fáskiptinn, en glað-
lyndur og skemmtilegur í við-
ræðum, fyndinn, orðheppinn og
fljótur til svars. Eitt sinn var
afi á ferð yíir Vaðlaheiði. Mætti
hann þá kunningja sínum, sem
hann hafði ekki séð í mörg ár.
Var sá feitur með mikla ístru.
Þegar þeir hafa heilsast, segir
þessi fornvinur: „Ósköþ er að
sjá þig, Jón. Það er eins og þú
berir allar áhyggjur heims á
herðum þínum.“ Afi ekki seinn
til svars: „En þú á kviðnum,
laxmaður.“
Þótt Jón Mýrdal sleppti aldrei
verki úr hendi, var hann sárfá-
tækur alla ævi. Þá var ekki á-
kvæðisvinna né tímakaup, —
minna hugsað um launin en hitt
að láta verkið fara vel úr hendi.
Ég hygg, að á þeim tímum, hafi
margir átt laun sín inni, þegar
þeir yfirgáfu þennan heim.
Kristín móðir mín ólst upp
með móður sinni. Var afi því al-
drei samvistum við einkabarn
sitt, sem hann unni hugástum.
Er hægt að fara nærri um, að
það hefir verið honum þung
raun, þótt ekki ræddi hann um.
Guðrún amma dó, þegar móðir
mín var fullorðin. Skömmu síð-
ar giftist hún föður mínum
Jóhanni. Hans foreldrar voru:
Einar Erlendsson frá Rauðá í
Þmgeyjarsýslu og Sigríður Þor-
steinsdóttir frá Stokkahlöðum í
Eyjafirði, tvíburasystir Dóm-
hildar Briem. Voru þær svo
líkar, að vart þekktust að. Lang-
ar mig til að skjóta hér inn í
tveim smáatvikum, sem Sigríð-
ur amma sagði mér frá. Það var
á giftingardegi Dómhildar og
Ólafs Briem, timburmeistara á
Grund, að amma átti erindi inn
í stofu þar sem veizlugestir
sátu. Þegar hún kemur inn
heyrir hún að einn veizlugest-
anna segir: „Brúðurin er þá
ekki farin að búa sig ennþá.“
Öðru sinni átti amma leið inn í
herbergi þar sem spegill hékk í
einu horni. Henni verður litið í
spegilinn og segir: „Ert þú
þarna, Dómhildur?“
Móðir mín var gáfuð kona og
skáldmælt. Hún varð ekki lang-
líf. Dó um þrítugt, frá tveimur
litlum dætrum, harmdauði eigin
mánni, föður og öllum, sem
hana. þekktu.
☆
Aldrei hef ég heyrt talað um
kvenhylli Jóns afa né samband
við aðrar konur en eiginkon-
urnar. Var hann þó fjölda mörg
ár milli kvenna. En ósennilegt
þykir mér um mann með hans
skapgerð og tilfinningar, að
hann hafi með öllu verið ósnort-
inn af kvenlegum yndisþokka.
Það sagði mér þjóðkunn merkis-
kona, að eitt sumar hafi Jón
Mýrdal verið kaupamaður hjá
foreldrum -hennar. Dáðist hún
að gáfum hans og hve skemmti-
legur hann var. Eftir stundar-
þögn bætir hún við og brosir
lítið eitt. „Hann orti til mín
ástarljóð milli flekkjanna.“ Það
er harla skiljanlegt, að þau þessi
tvö, hafa gjarnan viljað vera í
sama flekk. Margt hefir dregið
þau hvort að öðru: æska, gáfur,
sameiginleg hugðarefni og að
einum þræði frábær glæsi-
mennska ungu heimasætunnar.
Eins og ég tók fram fyrr, var
ég aldrei samtíða Jóni Mýrdal
afa. En við skrifuðumst á meðan
hann lifði. Ég var sex ára, þegar
hann þakkar mér fyrsta bréfið.
Segir hann, að það hafi verið
furðu gott. Samt eigi ég að
vanda mig betur næst.
Hann dó 15. marz 1899, 74 ára.
Ritað í júlí 1953
—Lesb. Mbl. 27. sept.
Heildarúlgáfa á ljóðmælum
Siephans G. Siephanssonar
í fjórum siórum bindum
Jón Emil Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Bókaútgáfu
Menningarsjóðs og Þjóð-
vinafélagsins, ræddi við
blaðamenn í gær á fundi,
sem haldinn var á Hótel
Borg. Sagði hann þar frá
fyrirhugaðri starfsemi út-
gáfunnar á næstunni, en
unnið er að útgáfu margra
merkra bóka.
Útgáfan hefir frá upphafi lagt
stund á að vanda sem bezt til
bóka sinna að öllum frágangi
og bækurnar yfirleitt verið
valdar vel, hingað til. Félags-
menn eru á ellefta þúsundinu,
en fyrstu bækur félagsins hafa
selzt upp í 12 þúsund eintökum.
Útgáfan nýtur aðstoðar um
130 útsölumanna víðs vegar um
landið, sem annarst afgreiðslu
félagsbókanna, en hafa auk
þess á boðstólum þær bækur,
sem útgáfan gefur út og selur
sérstaklega.
Félagsbækurnar í ár verða
sem hér segir:
Þjóðvinafélagsalmanakið 1954.
í því birtist m. a. ritgerðin „ís-
lenzk ljóðlist 1918—1944,“ eftir
Guðmund G. Hagalín rithöfund,
og Árbók ísland 1952.
Suðurlönd eftir Helga P.
Briem, sendiherra. Þetta er
fimmta bókin, sem kemur út í
safninu Lönd og lýðir. Hún
fjallar um Spán, Portúgal og
Italíu og verður með fjölda
mynda eins og fyrri bindi þessa
bókaflokks.
Ný skáldsaga eftir Guðmund
Daníelsson, skólastjóra. Menn-
ingarsjóður hefir ekki áður gef-
ið út sem félagsbók skáldsögu
eftir íslenzkan höfund.
Úrvalsljóð Eggerts Ólafsson-
ar. Þetta er tólfta bindið í bóka-
flokknum „íslenzk úrvalsrit." I
því verður m. a. allt kvæðið
„Búnaðarbálkur.“ — Vilhjálmur
Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, sér
um útgáfuna.
Andvari, 78. ár. Hann flytur
m. a. ævisögu dr. Gunnlaugs
Claessen eftir Sigurjón Jónsson
lækni.
Félagsgjaldið, sem félags-
menn fá allar þessar fimm bæk-
ur fyrir, verður kr. 55,00 eins
og s.l. ár.
Aukafélagsbækur
Eftirtalin rit verða gefin út
sem aukafélagsbækur og seldar
við allmiklu lægra verði til fé-
lagsmanna en í lausasölu.
„Andvökur" Stephans G.
Stephanssonar, I. bindi. Hið ís-
lenzka Þjóðvinafélag gaf út
„Bréf og ritgerðir“ Stephans á
árunum 1938—’48. í febrúar 1950
tryggði Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs sér útgáfurétt að öllum
kvæðum Stephans. Var síðan
ákveðið að gefa þau út í heildar-
útgáfu, sem mun verða alls 4
bindi. Þorkell Jóhannesson, pró-
fessor, sem sá um útgáfu
Bréfa og ritgerða Stephans býr
einnig Andvökur til prentunar.
Ætlunin er, að þetta verði fyrsta
bindi sem mun verða 600 bls. í
Skírnisbroti, komi út á afmælis-
degi Stephans hinn 3. okt. n.k.
Saga íslendinga í Vestur-
heimi, 5. bmdi. Þjóðræknisfélag
íslendinga vestan hafs gaf út
1.—3. bindi þessa ritverks. Þeg-
ar horfur voru á að útgáfan félli
niður, ákvað menntamálaráð að
gefa út þau 2 bindi, sem eftir
voru, en gert hafði verið ráð
íyrir, að hún yrði alls í 5 bind-
um. Dr. Tryggvi J. Oleson, pró-
fessor við Manitoba-háskóla,
hefir annast ritstjórn þessara
tveggja binda. — Fimmta bindið
flytur sögu Winnipeg, Minne-
sota, Selkirk og Lundar.
Sagnaþættir Fjallkonunnar. I
bókinni verður ýmis konar
þjóðlegur fróðleikur, sem Valdi-
mar Ásmundsson, ritstjóri, birti
í blaði sínu „Fjallkonunni“ 1885
til 1887. Sr. Jón Guðnason skjala
vörður hefir safnað efninu og
ritað formála.
Saga íslendinga, 8. bindi, eftir
Jónas Jónsson skólastjóra. Þetta
bindi nær frá 1830—1874. Gert
er ráð fyrir að það komi út fyrir
næsta vor. —
Áskriílabækur
Árbók íþróttamanna 1953.
Þessi bók, sem prentuð var að
tilhlutan Iþróttasambands ís-
lands, kom út í júnímánuði s.l.
Leikritasafn Menningarsjóðs,
7. og 8. hefti. Útgáfa þessa safns,
sem gefið er út með stuðningi
Þjóðleikhússins, hófst árið 1950.
Á þessu ári koma út leikritin
Valtýr á grænni treyju, eftir
Jón Björnsson, rithöfund, og
Tengdapabbi eftir Gútaf Gejer-
stam í þýðingu Andrésar Björns
sonar eldra.
Lausasölubækur
Facts about Iceland, eftir Ólaf
Hansson, menntaskólakennara.
Fjórða útgáfa kom út í júní-
mánuði s.l.
Ljósvetningasaga og Saur&æ-
inga, eftir Barða Guðmundsson
þjóðskjalavörð. — Rit þetta
verður að mestu sérprentun úr
Andvara.
Miðaldasaga eftir Þorleif H.
Bjarnason og Árna Pálsson.
Þetta er önnur útgáfa og verður
hún prýdd mörgum myndum.
Áætlað er, að flestar þessara
bóka komi út um mánaðamótin
október—nóvem'ber næstk.
Af ritum þeim, sem gert er
ráð fyrir að komi út haustið
1954, skal nefna: Almenn bók-
menntasaga eftir Kristmann
Guðmundsson, Hversvegna? —
vegna þess! fræðslurit um nátt-
úrufræðileg efni samið af Jóni
Eyþórssyni veðurfræðingi, — og
Andvökur Stephans G., II. bindi.
—TÍMINN, 17. okt.
Brazilíanska lögreglan leitar
um þessar mundir að „höfðing-
legum“ þjóf í Rio de Janero. —
Þjófurinn er sagður vera „höfð-
inglegur“ vegna þess, að á
hverjum stað sem hann brýzt
inn í, skilur hann eftir eina
flösku af hinu allra bezta
skozka viskíi og lítinn miða með
flöskunni sem á stendur: — „Til
þess að drekkja sorgum þín-
um í.“ —
5R10A GERÐ.
Viðurkent útvarp, að viðbættum alþjóða-
tengslum á 3 stuttbylgjuþræði. Nær yfir
540 kc. um 31 Mc. 5 lampar og leiðréttari
að auk. 177V AC/DC. Má nota við höfuð-
síma. Verð $99.95. Smá verðhækkun vestan
við Fort William.
Þessi viðf-æki
flytja
40 tuncrur
en einn þeirra er
ISLENZKAN
Þér njótið betra sambands við stöðvar í
langri fjarlægð handan hafs með því að
nota HALLICRAFTERS Stuttbylgju
Radio. HALLICRAFTERS eru mestu
viðtækja framleiðendur í heimi. Leitið
upplýsinga hjá næsta umboðsmanni.
5R30 GERÐ.........."CONTINENTAL"
Viðurkent útvarp með einum stuttbylgju-
þræði. Smá en kröftug. Nær yfir 538 til
1620 Kc. í viðbót við stuttbylgju 5.5. til
18.5 Mc. Fimm pípna umferð. 117V AC/DC
Verð $54.95. Smá verðhækkun vestan við
Fort William.
I.
■ f. Short XUaue
illicraffers Radtos
Manufacturers:
Dept. IC 1—2
The Hallicrafter Canada Ltd.,
Toronto 2-B, Ontario
Distribuíors in Manitoba:
GILLIS and WARREN
205 Fort St., Winnipeg, Man.
SKRIFIÐ EFTIR NAFNI OG BÆKISTÖÐ NÆSTA UMBOÐSMANNS
Skrifið á íslenzku ef yður sýnist.
DREWRYS
M.D.334-