Lögberg - 29.10.1953, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. OKTÓBER, 1953
5
wwwwvwwwwwwwwwwvwwwwvwwwww*
X ÁI I < V>t.\l
IV CNN.V
Ritstjón: ENGIBJÖRG JÓNSSON
VIJAYA LOKSHMI PANDIT
Fyrsla konan, sem kjörin er forseti allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna
Það vakti mikla athygli, þeg-
ar frá því var skýrt meðan
aukaþing S. Þ. stóð yfir í fyrra
mánuði, að Bandaríkin myndu
kjósa frú Pandit, systur Nehrus
hins indverska, sem næsta for-
seta allsherjarþings S. Þ. Þetta
var einmitt á þeim tíma, þegar
deilan stóð sem hæst um það,
hvort Indland skyldi eiga sæti
á Kóreuráðstefnunni, en Banda-
ríkin beittu sér eindregið gegn
því, sem kunnugt er. Það kom
því á óvart, að Bandaríkin
skyldu á sama tíma taka á-
kvörðun um, að beita sér fyrir
því, að indversk kona yrði for-
seti allsherjarþings S. Þ.
Við nánari athugun, þótti
þetta hins vegar vel skiljanlegt.
Nehru og systir hans lögðu mik-
ið kapp á það, að hún yrði for-
seti allsherjarþingsins. Með því
að styðja að kjöri hennar, gátu
Bandaríkin sýnt í verki, að þau
vildu veita Indverjum fullan
sóma og viðurkenningu, þótt
þau yrðu að vera mótfallin þátt-
töku þeirra í Kóreuráðstefn-
unni vegna andstöðu Norður-
Kóreumanna.
Líklegt er einnig, að þetta
hafi haft góð áhrif á indverska
ráðamenn, því að rétt á eftir til-
kynnti fulltrúi þeirra á auka-
þinginu, að Indverjar óskuðu
eítir því, að tillagan um þátt-
töku þeirra yrði dregin til baka.
Sigraði „prinsinn brosandi"
Eftir að frú Pandit hafði
þannig hlotið stuðning Banda-
ríkjanna, var kjör hennar sem
forseta allsherjarþings S. Þ. tal-
ið nokkurn veginn öruggt. Hún
hafði orðið stuðning allra helztu
stórveldanna. Það kom hins
vegar í ljós, að samt var hún
ekki örugg.
Þangað til Bandaríkin lýstu
yfir stuðningi sínum við frú
Pandit, hafði utanríkismálaráð-
herra Thailands, Bongspra-
brandh prings, verið talinn
nokkurn veginn viss um kosn-
ingu. Honum mun hafa komið
stuðningur Bandaríkjanna við
frú Pandit mjög á óvart, þar
sem góð sambúð er á milli
Thailands og Bandaríkjanna.
Þrátt fyrir það var hann ekki
af baki dottinn, heldur hóf hinn
ákafasta áróður fyrir því að
halda framboði sínu til streitu.
Svo vel varð honum ágengt í
þessum áróðri sínum, að Ind-
verjar töldu sig tilneydda að
hefja gagnsókn og hófst nú að
tjaldabaki hinn harðasti kosn-
ingaáróður, sem um getur í
sögu S. Þ. í sambandi við for-
setakjör. Kom það prinsinum
vel, að hann er búinn að vera
lengi fulltrúi á þingum S. Þ. og
vinna sér þar vinsældir fyrir
þægilegt og skemmtilegt við-
mót. Hefir hann stundum verið
kallaður „prinsinn brosandi“.
Frú Pandit naut hins vegar tak-
markaðs álits sem forsetaefni,
þótt menn viðurkenndu hæfi-
leika hennar að öðru leyti. Úr-
slitin urðu þau, að frú Pandit
náði kosningu með 27 atkv., en
prinsinn fékk 22 atkv. Sigur
frú Pandit mátti því ekki naum-
ari vera, Hefði eingöngu verið
um persónulega kosningu milli
hennar og prinsins að ræða,
hefði hún bersýnilega beðið
ósigur. Það reið hins vegar
baggamuninn, að af pólitískum
ástæðum studdu stórveldin kjör
hennar.
Talið er að flest Suður-Ame-
ríku ríkin hafi kosið prinsinn,
flestöll Arabaríkin og Norður-
löndin. Sennilegt er þó, að fs-
land hafi kosið frú Pandit, því
að kunningsskapur góður er
með henni og Thor Thors.
FangelsuS þrisvar sinnum
Frú Vijaya Lahshmi Pandit
er gáfuð kona, en vafasamt er
þó, að hún hefði komizt eins til
mannvirðinga, ef hún hefði ekki
notið hins valdamikla bróður
síns, Nehru forsætisráðherra.
hann hefir jafnan haft mikið
dálæti á systur sinni.
Faðir þeirra var auðugur lög-
fræðmgur af Brahminaættum,
en Brahminarnir eru ein helzta
yfirstétt Indlands. Hann var
mjög þrifinn af Bretum og
mennningu þerira og sendi því
börn sín til Englands til mennt-
unar. Nehru stundaði m. a. nám
við menntaskólann í Harrow.
Vijaya var einnig send kornung
til Bretlands til að mennast þar
undir leiðsögn einkakennara.
Síðar dvaldist hún við nám í
Sviss. Hún lærði m. a. ensku svo
vel, að hún talar hana engu
lakar en þeir Bretar, sem bezt
hafa lært mál sitt. Annars kapp-
kostaði hún að afla sér sem víð-
tækastar menntunar.
Árið 1921, þegar hún var 21
árs að aldri, giftist hún mikils-
metnum indverskum lögfræð-
ingi, Ranjit Pandit. Þau eignuð-
ust þrjár dætur, sem nú eru
allar giftar. Pandit var einn af
fyrstu fylgismönnum Gandhis,
ásamt Nehru, og varð hvað eftir
annað fangelsaður af þeim sök-
um. Frú Pandit fylgdi strax
manni sínum og bróður, og tók
virkan þátt í hreyfingu Gandhis.
Afleiðingin varð sú, að hún var
þrisvar fangelsuð. Þess á milli
gegndi hún ýmsum mikilvæg-
um trúnaðarstörfum í fylkis-
stjórnum þeim, sem þá voru
starfandi í Indlandi og kosnar af
heimamönnum.
Þrátt fyrir það, þótt Nehru og
frú Pandit ættu í harðri baráttu
við Breta á þessum árum, hafa
þau jafnan haft mikið álit á
þeim og kosið samstarf við þá
á jafnréttisgrundvelli. Nokkurt
merki um þetta er það, að þegar
frú Pandit mætti fyrst sem full-
trúi Indlands á þingi S. Þ. 1950,
heilsaði hún Hector McNeil,
aðalfulltrúa Breta með þessum
orðum: „Sæll, frændi."
Sendiherra í Moskvu og
Washington
Eftir að Indland hlaut fullt
sjálfstæði og Nehru varð for-
sætisráðherra, hefir vegur frú
Pandit farið sívaxandi. Hún var
sendiherra Indlands í Moskvu
1947—49 og sendiherra Indlands
í Washington 1949—51. Síðan
hefir hún verið aðalfulltrúi Ind-
lands hjá S. Þ.
Frú Pandit er sögð ágætlega
gáfuð og allvel starfsöm. Hún er
hæg og hæversk í framgöngu,
en býr þó yfir miklum skaps-
munum, sem koma vel í ljós,
ef henni er eitthvað niðri fyrir.
Hún er sæmilega máli farin, en
gerir þó ekki mikið af ræðu-
höldum. Þess vegna hefir það
oftast orðið hlutverk varamanns
hennar að tala máli Indlands á
þingi S. Þ.
Frú Pandit er lítil vexti, fríð
sýnum og býr sig kvenna bezt
að austurlenzkum sið. Amerísku
blöðin fullyrða, að hún verði
tvímælalaust bezt klæddi for-
setinn, sem S. Þ. hafi haft.
í stjórnmálum er hún sögð
hafa líkar skoðanir og Nehru
bróðir hennar. Hún vill hvorki
láta Ipdland fylgja Sovétríkjun-
Grundvöllurinn Kristur
Ræða Ásmundar Guðmundssonar í Dómkirkjunni 17. júní 1953
Sérhver athuyi, hvernig hann hyggir ofan á. Pvi að annan grundvöll
ge.tur enginn lagt en pann, sem. lagOur er, sem er Jesús Kristur.
I. Kor. 3:10.—11.
Til hvers er að lesa þessi 19.
alda gömlu orð? Eru þau ekki
löngu úrelt?
Nei, engan veginn.
Þau eru að vísu miðuð við
sérstakar aðstæður þeirra tíma,
en þó þannig, að þau eru eins og
augabragðið, sem er að líða,
eilíflega ung. Og þau flytja oss
beinlínis þann boðskap, sem á
brýnast erindi til vor í dag, er
vér fögnum lýðveldi voru hinu
nýja og lýðræði. Þau eiga að
vera undirstraumur fagnaðar
vors, er vér óskum hverir öðrum
gleðilegrar þjóðhátíðar, 17. júní,
og minnumst um leið frelsis-
hetju vorrar, Jóns Sigurðssonar.
Þetta er nú í tíunda skiptið,
sem vér höldum slíka þjóðhátíð.
En er oss þó enn nógu ljóst,
hvílík sú gjöf er, sem oss hefir
verið fengin, að hún hvílir 1
hendi hvers og eins, þinni og
minni? Svo dýr er hún, að hver
einstaklingur á 'hana jafnt og
þjóðin öll, og svo mikil ábyrgð
og vandi fylgir henni, að alls
enginn má bregðast. Því athugi
sérhver, hvernig hann byggir
ofan á.
Ekkert ævistarf — enginn
um né Bandaríkjunum. Bæði
dreymir þau vafalaust um Ind-
land sem forustuþjóð Asíuþjóð-
anna. Þau gera sér vonir um, að
Kína verði slitið úr núverandi
tengslum sínum við Sovétríkin.
Kínverjar muni ekki una því til
langframa að hlíta forsjá Rússa.
Það sé einn áfanginn til þess að
rjúfa þessi tengsli, að veita
Pekingstjórninni fulltrúarétt-
indi Kína í S. Þ.
Aðrir telja, að þau frú Pandit
og Nehru séu ekki eins trúuð á
þetta og þau vilja vera láta. Þau
geri sér líka ljóst, að innan tíðar
verði kommúnistar hættuleg-
ustu keppinautar þeirra um
völdin í Indlandi. Með það fyrir
augum telji þau klókt að marka
Indlandi þá afstöðu, út á við, að
þau séu ekki háð Bandaríkjun-
um. Þess vegna láti þau koma
fram ágreining við þau um ýms
mál, en bak við tjöldin sé hins
vegar unnið að því að auka efna
hagslega samvinnu Bandaríkj-
anna og Indlands.
Mikilvægt starf
Á síðastliðnu ári var frú
Pandit formaður sérstakrar
sendinefndar, sem ferðaðist um
Kína á vegum Pekingstjórnar-
innar. Hún lét eftir ferðalagið
vel af ýmsu, sem hún hafði séð
og heyrt, en lét þó óhikað í ljós,
að hún teldi Kínverja hafa orðið
að kaupa framfarirnar því verði
að missa persónulegt frelsi sitt.
Þess vegna óskaði hún ekki Ind-
verjum til handa sömu stjórnar-
hætti og væru í Kína.
Forsetastarfið á þingum S. Þ.
er allmikil valdastaða. Forset-
inn ræður nefnilega mjög miklu
um dagskrá þingsins. Hann get-
ur líka kallað saman aukaþing.
Ýmsir hægrimenn í Bandaríkj-
unum telja það því vafasamt af
Eisenhower að stuðla að því að
láta Indverja fá þetta vald,
þegar allt er í óvissu um fram-
tíð Kóreumálanna, nema ! helzt
það, að S. Þ. munu mjög þurfa
um þau að fjalla næstu mánuð-
ina. Þessa áhættu hefir stjórn
Bandaríkjanna þó tekið til þess
að sýna, að þau beri traust til
forustu Indverja.
Forsetastarfið á þingi S. Þ.
hefir af framangreindum ástæð-
um sennilega aldrei verið örð-
ugra en nú. Það verður mikill
sigur fyrir frú Pandit, ef hún
leysir það vel af hendi. Konur
um víða veröld munu líka telja
það mikinn sigur fyrir kyn sitt,
því að sjaldan eða aldrei áður
hefir konu verið falið jafn veg-
leg trúnaðarstaða.
—TÍMINN, 18. Sept.
steinn í framtíðarbygging ís-
lands, menningar þess og lýð-
frelsis, má vera svikinn — að-
eins einn steinn, illa lagður,
getur valdið hruni.
Athuga vel, að þú byggir
traust. Það er ekki aðeins þín
gæfa og þinna, heldur íslands
alls. Hvert verkefnið er, skiptir
ekki mestu, heldur hitt, að það
sé dyggilega og heiðarlega
unnið. ísland væntir þess, að
allir gerir skyldu sína. Til þín
berst það kall í dag, til sérhvers
íslendings. Gleðin, sem berst oss
í barmi, og heillaóskirnar, sem
vér berum fram, eiga að vera
heit hjartnanna um það, að vér
skulum byggja vel, allir, allir.
Það hefir verið sagt, að við
gang þjóða megi meta eftir því,
hve mikið þær byggi. Miðað við
það er þjóðhagur Islendinga nú
vissulega mjög góður. En þetta
er ekki einhlítt, hvorki fyrir
þjóðir né einstaklinga. Mikil og
glæst og háreist mannvirki
standast því aðeins, að „undir-
staðan sé réttlig fundin.“
Því lýsti húsasmiðurinn, Jesús
frá Nazaret, í niðurlagi Fjall-
ræðunnar, stjórnarskrár Guðs
ríkis á jörðu: Húsið á sandeyr-
inni í lækjarhvamminum á fyrir
sér að falla, er lækurinn verður
að fossandi röst og grefur sig
undir það. Og fall þess verður
mikið. En húsið á bjargi stendur,
hvernig sem regnið lemur, vind-
byljirnir æða og straumarnir
gnýja.
Höfum vér ekki, hinir eldri,
horft á hrun af völdum tveggja
heimsstyrjalda, og æskumenn-
irnir einnar? Vér höfum séð
dóminn dynja „yfir háreista
turna og ókleyfa múrveggi, yfir
Tarsisknörru og ginnandi glys.“
— Af hverju?
Af því að mennirnir hafa valið
að grundvelli hroka fyrir hóg-
værð, lygi fyrir sannleik, ofbeldi
fyrir réttlæti, þrældóm fyrir
frelsi, stríð fyrir bræðralag,
hatur -fyrir kærleik og tignað
skepnuna í stað skaparans.
Húsið féll og fall þess var
mikið.
Enginn getur annan grund-
völl lagt en þann, sem lagður er,
sem er Jesús Kristur. Hann er
eini trausti grundvöllurinn, sem
aldrei bifast.
Auðvitað geta mennirnir
bjástrað og bisað við að hrófla
upp öðrum undirstöðum. En
fyrr en varir reynast þær allar
ótryggar, og það steypist, sem
ofan á þeim er byggt.
„Valdboð manns er van sem of,
veraldar í gegnum rof.
Drottins orðið dagana lifir alla.“
Ýmsum vitrustu og beztu leið-
togum þjóðanna er það alveg
ljóst, að því aðeins fær heims-
menningin staðizt, að kristin-
dómurinn sé grundvöllur henn-
ar. Án siðgæðis þess, er hann
boðar, sannleiks, réttlætis, kær-
leika, hrynur allt í rúst. Innan
að verður hjálpin að koma, frá
nýjum og betri mönnum, sem
láta leiðast af anda Krists, frá
þeirri kirkju, sem verðskuldar
að heita musteri hans.
Lítum á sögu þjóðar vorrar.,
Er saga nokkurrar þjóðar ná-
tengdari kristnisögu hennar?
Hvílíkt skarð hér, hefði kirkja
íslands aldrei risið. Hvað vær-
um vér, ef aldrei hefði klukkna-
hljómur snortið dýpstu strengi
hjartans, aldrei ómað Sólarljóð,
Líknarbraut, Lilja né sálmar
Hallgríms, aldrei eldmessa
sungin í Móðuharðindum ald-
anna, ekkert bænarmál í Jesú
nafni stigið upp til föðursins al-
góða á himnum?
Las ég þar sálma og lofsöngva
þjóðar í nauðum.
Lífsvonin eina var samtvinnuð
krossinum rauðum.
Yfirtak langt bak við ömurleik
hungurs og sorgar
ómuðu sætlega lofsöngvar
himneskrar borgar.
í krafti Krists hefir þjóðin
staðizt lífsraun sína.
Lítum einnig vakandi augum
á fólkið í kringum oss, virðum
fyrir oss líf einstaklinganna, því
að þar birtist í smámynd sömu
lög sem í lífi þjóða í heild. Enn
getum vér séð á meðal vor ó-
sigrandi menn, sem æðrast al-
drei, heldur yfirstíga hverja
þraut — hetjur eins og Jón Sig-
urðsson, af því að þær byggja á
arfleifð kristindómsins eins og
hann.
Og lítum á oss sjálf, hvert um
sig. Vér þekkjum ekkert betur
en það, sem með oss sjálfum
bærist. Innst í þinni eigin sál
ómar tónn, sem laðast að kenn-
ing Krists og guðlegum anda og
játar tign hans titrandi og
fagnandi: Þú hefir orð eilífs lífs.
Þú birtir lög hins alvalda og
algóða Guðs, þú, sannleikurinn
og lífið.
Guð hefir sjálfur lagt grund-
völlinn, hinn hæsti höfuðsmiður
himins og jarðar, eins og feður
vorir komust að orði. Ekkert
stenzt með mönnum, nema það
sé í samhljóðan vfð vilja hans,
eða eins og Kristur sagði á sínu
líkingamáli: Sérhver jurt, sem
minn himneski faðir hefir eigi
gróðursett, mun upprætt verða.
En allt, sem reist er á vilja
Guðs, varir um aldir alda.
Vinnum þannig að frelsi ís-
lands og framtíðarheill:
Reisum hátt og traust að Guðs
vilja, allir sameiginlega.
Sérhver athugi, hvernig hann
byggir. Annan grundvöll, getur
enginn lagt en þann, sem lagður
er, sem er Jesús Kristur.
Gleðilega þjóðhátíð í nafni
hans.
—KIRKJURITIÐ
GAMAN 0G
ALVARA
Meðal hinna mörgu og tignu
erlendu gesta, sem voru á vel-
gerðardansleik, sem haldinn var
í París, var hinn kunni banda-
ríski dægurlagasöngvari Bing
Crosby. — Var hann beðinn um
að syngja eitt lag, með röddinni
frægu, sem hafði gert milljónir
af ungum stúlkum fátækari. En
er Bing sá, að sjónvarpsvélum
hafði verið komið fyrir, fyrir
framan hljóðnemann, sagði hann
brosandi:
— Því miður er ég bundinn
þannig samningum, að mér er
meinað að syngja í sjónvarp.
— Þér getið verið alveg ó-
hræddur hr. Crosby, sagði
Frakkinn, sem beðið hafði Bing
um að syngja. Hver einasti
Frakki, sem hefur efni á að
eiga sjónvarp er staddur hér í
{kvöld.
☆
— Ekki skil ég, hvers vegna
engin hjónabönd eru í himna-
ríki, sagði kona nokkur við vin-
konu sína.
— Ha, skilurðu það ekki? sagði
vinkonan steinhissa. — Auðvitað
af því að engir karlmenn eru
þar.
Appointed
Maurice C. Eyolfson
Mr. J. E. Gilbert, manager,
Hudson’s Bay Co., Wholesale
Branch, announces the ap-
pointment of Mr. Maurice C.
Eyolfson as sales supervisor
for the Province of Mánitoba.
FREE
Winter Storage
Send your outboard motor in now and have
it ready for Spring.
Free Estimates on Repairs
Speciálists on . . .
Johnson - Evinrude & Elto Service
Breen Motors Ltd.
WINNIPEG
Phone 92-7734
vegra qíUq . Hæfni - Fullnægingar
^CCM