Lögberg - 29.10.1953, Blaðsíða 8

Lögberg - 29.10.1953, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. OKTÓBER, 1953 Úr borg og bygð Elliheimilið STAFHOLT þarínasi forsiöðukonu. Umsækjandi verður að vera útlærð hjúkrunarkona tala íslenzku, miðaldra, og vera til heimilis á elliheimilinu. Frekari upplýsingar fást hjá ANDREW DANIELSON, skrifara nefndarinnar, P.O. Box 516 Blame, Wash., U. S. A. ☆ Aðalfundur Fróns Það hefir lítið heyrzt ur herbúðum Fróns nú um all- langt skeið; munu því, ef til vill, sumir halda, að nefnd þeirri, er falið var framkvæmdavaldið á síðasta aðalfundi, hafi nú með ódugnaði sínum og slælegum vinnubrögðum tekizt að kvelja úr henni líftóruna. Svo illa er þó ekki komið högum deildarinnar, sem betur fer. Eins og nú standa sakir, þykir ■stjórn Fróns rétt og tilhlýðilegt að gera grein fyrir þögn þeirri, sem ríkt hefir á vígstöðvum hennar, eins og þegar hefir verið drepið á: Svo er mál með vexti, að stjórn deildarinnar, hafði ákveðið, að almennur fundur skyldi haldinn mánu- daginn 2. nóv. Nefnd hafði þegar verið kosin til að sjá um þann fund og hafði hún að mestu lokið störfum, — en áður en til- kynning um þetta var sett í blöðin, bárust stjórn Fróns til- mæli frá stjórn Þjóðræknisfé- lagsins, þar sem þess var ein- dregið óskað, að Frónsfundin- um yrði frestað vegna þess, að hingað væri væntanleg á vegum Þjóðræknisfélagsins óperusöng- konan Guðmunda Elíasdóttir, og væri ákveðið að hún efndi hér til hljómleika á þriðjudags- kvöldið 3. nóvember. Forseti Fróns kallaði þá nefndarmenn saman á fund, og varð það að ráði, að fundinum skyldi frestað til 30. nóvember næstk., og skyldi hann jafnframt vera aðalfundur deildarinnar að þessu sinni. — Nánar verður skýrt frá tilhögun og skemmtiskrá þess fundar, þegar þar að kemur. / F. h. Fróns THOR VIKING ritari ☆ KVEÐJA Vinir og kunningjar. Þar eð ég er að hverfa á burt héðan úr þessari álfu og halda heim til ættlands vors, íslands, finn ég ástæðu til að biðja íslenzku blöðin hér vestra að færa yður kveðju mína og þakklæti. í fullar 10 vikur hefi ég dvalið meðal yðar og á þeim tíma ferðast um álfuna frá hafi til hafs um byggðir íslendinga og hvarvetna notið þeirrar gest- risni, hlýju og höfðingslundar, sem íslendingar eru þekktir fyrir báðum megin Atlanzhafs. Ég hefði §vo gjarna viljað geta kvatt yður öll og alla með hlýju handtaki og vinarorðum, en þar sem það er ekki hægt, bið ég blöðin íslenzku þess í stað að færa yður hjartanskveðju mína og þökk fyrir allar á- Johnson, Riverton. Veizla var nægjulegu samverustund.rnar frá liðnu sumri; fyrir gjafir og höfðinglegar móttökur og ýmsa sæmd mér sýnda, bæði af ein- staklingum, félagsheildum og háskóla yðar í Manitoba og for- seta háskólans. Blessun hvíli yfir heimilum yðar, búum og byggð og megi íslenzkur andi og íslenzkt mál og íslenzkur manndómur lifa yður í brjósti og á tungu um ókomin ár. Lifið glöð og heil og í guðsfriði. Eínar Sturiaugsson — Baltimore, 9/10/53. ☆ Miss Guðrún Jóhannsson hjúkrunarkona frá Saskatoon kom hingað til að vera við út- för föðurbróður síns Ásmundar P. Jóhannssonar bygginga- meistara; hún hvarf heimleiðis á mánudagskvöldið. ☆ Gefin saman í hjónaband í kirkju Geysis-safnaðar, Geysir, Man., þann 24. október Tryggvi Sigmar Johnson, Riverton, Man., og Hulda Marine May Sigvalda- son, Árborg, Man. Svaramenn voru: Miss Elizabeth O. Paulson, Winnipeg, og Mr. Valdimar setin í Geysis Hall að giftingu afstaðinm. — Ungu hjónin setj- a^t að á Ósi við Riverton. Séra Sigurður Ólafsson gifti. ☆ Dr. Árni Helgason, ræðismað- ur íslands í Chicago, kom hing- að til borgar á föstudaginn, á' samt þeim Dr. Richard Beck og Mr. Joe Peterson frá Cavalier, N. Dak. Dr. -Árni var svo að segja nýkominn heim úr heim- sókn til íslands; hann lagði af stað heimleiðis á laugardaginn. ☆ Mr. Leifur J. Hallgrimsson, er lauk í vor sem leið embættis- prófi í lögfræði við Manitoba- háskólann með hárri einkunn, hefir ákveðið að setja á fót þann 1. nóvember næstkomandi lög- mannsskrifstofu að 734 Somer- set Building í Winnipeg. Skrif- stofusími 93 7565. Heimilissími 72 4636. ☆ The Dorcas Society of the First Lutheran Church will hold a Country Store and Coffee Party on Thursdey afternoon and evening, Nov. 5th 1953 from 2:30 to 5:00 p.m. — 7:00 to 10:00 p.m. in the Church Parlors. Aldarminnings íslendings STEPHAN G. STEPHANSSON „Þótt þú langförull legðir“ þína leið niður dalinn og ýttir frá strönd, þótt þú bærir í brjósti hina brennandi þrá út í fjarlæg lönd, þótt þín eldbrunna eyja heíði ekkert það landrými er hentaði þér, hefir aldrei neitt ættland fóstrað anda svo líkan og nátengdan sér. Þótt þú gengir sem gestur yfir grjótin og sandana í Mjóadal, og þótt sandbylur svartur hafi sviðið þín hjarðlönd og blómaval, þó að eyðijörð aðeins geymi árdags þíns slóðir varð raunin sú: það var enginn, sem átti jafn ótvírætt heima á Fróni sem þú. Þótt þú veldir þér vegi yfir vestursins fangvíða, mistraða land, hvolfdist hugar þíns himinn yfir hájökla í austri og Sprengisand, mitt í niðdimmri náttkyrrð barst þér norðlenzku dalanna elfarfall, þótt þú Klettafljöli klifir var þó Kaldbakur íslands þíns víðsýnis fjall. Þótt þú værir að verki sérhvern vinnudag langan á framandi slóð, var þín andvaka íslenzk svo sem eðli þitt, hjarta þitt, mál þitt og ljóð. „Þótt þú langförull legðir“ þína leið út í fjarskan varð rauninu sú: það mun aldrei neinn eiga meir ótvírætt heima á Fróni en þú. Páll H. Jónsson Páll H. Jónsson er söngkennari við Laugaskólann í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu og er sonur merkishjónanna Jóns Karls- sonar og Aðalbjargar Jónsdóttur á Mýri í Bárðardal, sem bæði eru látin fyrir nokkrum árum. — Þetta kvæði var ort og flutt á hátíð, sem Ungmennafélög S.-Þingeyjarsýslu héldu á Laugum í haust til minningar um 100 ára afmæli Stephans G. Stephanssonar. Frú Sigrún Thorgrímsson lét kvæði þetta Lögbergi í té til birtingar. —Rilslj. Dr. Richard Beck flutti fagra og fróðlega ræðu á samkomu, sem Leifs Eiríkssonar félagið stofnaði til í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju á föstudags- kvöldið í tilefni af sjö- tugsafmæli skáldkonunnar frú Jakobínu Johnson; dvaldi Dr. Beck hér fram á mánudags- kvöld að afstaðinni útför Ás- mundar P. Jóhannssonar bygg- ingameistara. ☆ Mr. B. J. Lifman frá Árborg var staddur í borginni á mánu- daginn. ☆ Síðastliðið föstudagskvöld komu úr Islandsför Mr. J. S. Gillies kaupmaður og frú, er notið höfðu ógleymanlegrar á- nægju af heimsókninni til ætt- landsins; dáðu þau mjög fegurð landsins, fólkið' og alúðina; þau sáu sig einnig nokkuð um á Skotlandi. Þau Mr. og Mrs. Gillies dvöldu einnig um hríð hjá börnum sínum í Austur- Canada. ☆ Þau Ólafur Hallsson kaup- maður frá Eriksdale og frú, er fóru tií Islands með stóra hópn- um í öndverðum júnímánuði síðastliðnum, komu hingað á mánudagskvöldið eftir greitt ferðalag, því frá Keflavík fóru þau á sunnudagskvöld. Ólafur leit sem snöggvast inn á skrifstofu Lögbergs á þriðju- daginn og var í sjöunda himni eða jafnvel meira en það. ☆ U. of M. Evening Institute Enn hefir ekki fengizt lág- markstala í byrjendanámskeiði í íslenzku, er hófst á þriðjudags- kveldið var. Er nú þess að vænta, að nokkrir gefi sig fram sem allra fyrst svo áð af nám- skeiðinu geti orðið. Upplýsingar í síma 36626. Londbúnaðurinn í Rússlandi M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja ## WEE STINKY" FLY TRAPS For Effective Use Outside Your Home! Just the thing to lure, trap and kill bothersome flies! A handy, com- pact device for use outside your home, camp, or cottage. The fly trap is sized lo fit the mouth of any quart jar, and comes complete wilh a generous supply of control powder. Each, 1.98 +T. EATON C? WINNIPEG LIMITED CANADA Drug Section, Main Floor, Donald Framhald af bls. 4 búum eða fluttir til Síberíu. Svar margra þeirra yar að fella búpeninginn og spilla ökrum. Churchill hefir það eftir Stalín sjálfum, að svo öflug hafi mót- spyrna bænda verið, að stjórn hans hafi þá ver'ið komin nær falli en á stríðsárunum. Seinni sókn Stalíns gegn bændum Stalín hafðt hins vegar stefnu sina fram. Þó varð hann að koma móts við bændur að því leyti, að því leyti, að þeir fengu að reka smábú í tómstundum sínum frá störfum við samyrkju búin og ríkisbúin. Á stríðsárunum gat ríkisvald- ið ekki haft jafn mikið eftirlit með þessum málum og áður og færðist smábúskapur bænda þá mjög í vöxt. Eftir stríðið ákvað Stalín því að hefja nýja sókn til að koma samyrkjubúskapnum og ríkisbúskapnum á til fulln- ustu. Samyrkjubúin og ríkisbú- in skyldu verða stærri en áður og smábú bænda alveg lögð niður. Nikita Khrusheff var fal- ið að hafa yfirstjórn þessara mála með höndum. Hann hófst handa um allvíðtækar fram- kVæmdir í þessa átt í Úkraíu, en mótspyrna bændanna varð svo hörð, að forráðamenn kommún- ista töldu ráðlegast að láta und- an síga. Miðstjórn Kommúnista- flokksins tilkynnti, að það hefði komið í ljós, að framkvæmdir þessar væru ekki tímabærar og yrði þeim því frestað. Reynslan af hinum stóru ríkis- búum og samyrkjubúum, sem Stalín kom fram, blasir við í tölum þeim, sem að framan eru birtar. Hún speglast og í fleiri atriðum, sem koma fram í skýrslu Khrusheffs. Reksturinn virðist yfirleitt hafa gengið illa og vantað það framtak, sem fylgir einkabúskap bændanna. Einkurp virðist þetta búskapar- lag þó hafa gefizt illa á sviði k vikf j árræktarinnar. fyrir mjólk og smjör tvö- falt hærra verð og fyrir græn- meti og kartöflur 25—40% hærra verð. Ríkið mun eiga að greiða þessa verðhækkun, en fjár til þess verður aflað með verðhækkun á öðrum vörum. Tilgangurinn með þessum verðhækkunin er að örfa fram- tak bænda og auka framleiðsl- una á þann hátt. Verðhækkunin gefur það ann- ars glöggt til kynna, hve ílla hefir verið búið að bændum áður, því að ella hefði ekki verið nauðsynlegt að fimmfalda verðið. í heild eru þessar ráðstafanir þungur dómur um búskapar- hætti og stjórnarfar Sovétríkj- unum í stjórnartíð Stalíns. Þær eru og þungur dómur um rekstrarform kommúnista, ríkis- reksturinn. Það er ekki létt ganga fyrir sanntrúaðan komm- únista að þurfa að snúa meira og minna inn á braut einka- reksturs, þegar í óefni er komið. Andstæðingum kommúnista ber þó ekki að lasta þetta, heldur að vænta þess, að þetta verði upp- haf þess að stjórnarhættirnir í Sovétríkjunum þróist í rétta átt. —TÍMINN, 19. sept. Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. He.mili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 1. nóv.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson — Þegar þú baðst hennar, sagðirðu þá ekki, að þú værir hennar ekki verður? Það hefur alltaf góð áhrif. — Ég ætlaði að gera það, en hún varð fyrri til! ☆ Hún hristi höfuðið: — Nei, ég get ekki orðið konan þín. Hann: — Jæja, það verður að hafa það. En hvað um allar gjaf- irnar, sem ég hef fært þér? Hún: — Þú skalt fá þær aftur. Hann: — En ég get víst ekki fengið aftur alla vindlana, sem ég hef gefið honum föður þín- um og því síður allar krónurnar, sem ég hef gefið bróður þínum til þess að hann færi og léti okk- ur eftir í friði. ■ ☆ 1. kvikmyndaleikkona: — Hver var þessi maður, sem þú brostir framan í, þegar við vor- um á leiðinni heim? 2. kvikmyndaleikkona: — Æ, ég man ekki hvað hann heitir, en hann er einn af allra við- kunnanlegustu mönnum, sem ég hef nokkru sinni — gifzt. Verðið til bænda fimmfaldað 1 framhaldi af þeirri yfirlýs- ingu frá miðstjórn Kommúnista flokksins, sem getið er í upphafi, hafa Moskvublöðin nú skýrt frá fyrirætlun Khrusheffs til að auka landbúnaðarframleiðsluna. Nokkur'ný ráðuneyti hafa verið sett á stofn í þessu skyni, en þau lúta öll yfirstjórn Khru- sheffs. Jafnframt hefir verið birt áætlun um aukningu bú- penings næstu árin. Merkilegast við þessa áætlun er það, að hún virðist byggja á því, að einka- framtaki bænda verði gefið meira svigrúm, en minna treyst á ríkisbúin og samyrkjuliúin. Bændur fá miklu hærra verð fyrir afurðir smábúa sinna, sem þeir þurfa að afhenda ríkinu. Fyrir kvikfénað, sem er afhent- ur er til slátrunar, fá þeir hvorki meira né minna en fimm og hálfu sinni hærra verð en áður, Recital GUÐMUNDA ELÍASDÓTTIR Mezzo Soprano Accompanists: THORA ASGEIRSSON DU BOIS LILJA PÁLSSON MARTIN WINNIPEG: First Lutheran Church, Victor St., Tuesday, Nov. 3rd, 8.30 p.m. SELKIRK: Icelandic Hall, Thursday, Nov. 5ih GIMLI: Parish Hall, Friday, Nov. 6th ARBORG: Icelandic Lutheran Church, Monday, Nov. 9ih RIVERTON: Icelandic Lutheran Church, Tuesday, Nov. lOih LUNDAR: Icelandic Lutheran Church, Thursday, Nov. 12ih — PROGRAM — GÍGJAN ......................v.........Sigfúa Einarsson LÁTTU EKKI GUÐ MINN ............. Björgvin GuSmundsson I DAG SKEIN SÖL ....................... Páll Isólfsson NÚ ANDAR NÆTURBLÆR ................... Páll Kr. Pálsson SOLVEIGS SANG ...........................Edvard Grieg FJORTON AAR (Swedish Folk Song) SVARTA ROSOR ............................Jean Sibelius DYVEKE ...................................P. A. Heise — INTERMISSION — STRIDE LA VAMPA (II Trovatore) ....;... Giuseppi Verdi MON COEUR S’OUVRE A TA VOIX (Samson et Dalila) ....Saint Saens HABANERA (Carmen) ...............'.......Georges Bizet SEINASTA NÓTTIN ........... ........Magnús Jóhannsson HJA LYGNRI MÓÐU .....................Karl ó. Runólfsson UNGLINGURINN í SKÓGINUM .................Jórunn ViSar ICELANDIC FOLK SONGS, arranged by .......Jórunn Vióar Sponsored by the Icelandic National Leatrue

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.