Lögberg - 26.11.1953, Page 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 26. NÓVEMBER, 1953
3
Eftir fjögur ér í Ethiopíu
Ethiopía er fjarlægt land og
vissum vér íslendingar fátt
um það áður en ítalir gerðu
þar innrás og lögðu landið
undir sig. Með fréttunum,
sem af stríðinu bárust, komu
og ýmsar upplýsingar um
land og þjóð. Og nú er
land þetta mörgum af oss
hugstæðara en fyr, þar sem
ung íslenzk hjón hafa farið
þangað í trúboðserindum og
hyggjast dveljast þar nokk-
ur ár. — Eftirfarandi grein
gefur nokkra hugmynd um
hvernig ástandið í landinu
er nú. Höfundur hennar,
William H. Sees, er nýlega
kominn þaðan eftir fjögurra
ára dvöl.
Ég er nýkominn heim eftir
fjögurra ára dvöl í Ethiopíu.
iÞrjú ár var ég skólastjóri í
Dessye, sex mánuði var ég sjúkl-
ingur og í sex mánuði var ég að
reyna að koma á fót fréttablaði.
Það reyndist ógerningur vegna
ritskoðunar, þrátt fyrir það að
sjálfur keisarinn, Haile Selassie,
reýndi að styrkja mig til þess.
Ég hafði fengið ýmsar upplýs-
ingar um landið áður en ég fór
þangað og reynslan afsannaði
þær ekki, en margt var þó öðru
vísi en ég ætlaði.
Innlend stjórn þarf ekki endi-
lega að vera betri né frjálslynd-
ari heldur en útlend stjórn eða
nýlndustjórn. Og hin ríkjandi
stefna, að þjóðum þeim, sem
dregizt hafa aftur úr, eigi að
gefa kost á því að stjórna sér
sjálfar, er ekki alltaf til góðs
fyrir þessar þjóðir. Allt er undir
stjórninni komið, hvort sem hún
er innlend eða útlend.
Það er annars ekki hlaupið að
því að kynnast Ethiopíumönn-
um, því að þeir eru orðvarir við
útlendinga, og jafnvel innbyrð-
is. Sem dæmi um það má nefna
þessa sögu, sem Hassas Mazhar
Bey, sendiherra Egypta, hefir
sagt. Það hafði fjölgað 1 kon-
ungsfjölskyldunni og hann
kvaðst hafa farið til hallarinnar
að óska til hamingju. Kvaðst
hann þá hafa spurt hvort það
væri prins eða prinsessa, sem
hefði fæðzt. „Ég veit það ekki,“
var honum svarað, og þar við
sat.
Manntal hefir aldrei verið
tekið í Ethiopíu. Enginn hefir
hugmynd um hve mörg börn
fæðast þar á ári, hve margir
deyja árlega, né hver íbúatalan
er í landinu. Ekkert er heldur
vitað um það, hve mannmargir
hinir ýmsu þjóðflokkar eða
trúarbragðaflokkar í landinu
eru. Og mjög fáir Ethiopíu-
menn hafa hugmynd um hve
gamlir þeir eru.
Ekki má taka þar ljósmyndir
af neinu því, er yfirvöldin ætla
að sýni fátækt og ómenningu.
Ferðamaður, er reyndi að taka
myndir til að sýna fátæktina í
landinu eða veikindi, mundi
tafarlaust vera settur í fangelsi
og allar myndir hans gerðar
upptækar.
Ritskoðun er ströng. Strikað
er út úr leikritum Shakespeares
og fræðslukvikmyndir KFUM
eru bútaðar niður eða bannaðar
með öllu. En keisarinn er af
mörgum dýrkaður sem guð, líkt
og á sér stað um helztu menn
einræðisríkja, enda þótt honum
falli það illa sjálfum.
Hvítir menn og hinir fáu
menntamenn Ethiopíu telja að
keisarinn sé framfaramaður. —
Hann hefir unnið sér það til
ágætis að banna þrælahald,
hann hefir bannað að menn séu
handhöggnir eða fóthöggnir fyr-
ir smáþjófnað, eins og áður var
títt, og hann hefir lögleitt
fræðslukerfi, sem líklega er
mesta framförin, enda þótt því
sé mjög ábótavant í fram-
kvæmd. En hann er umkringdur
af afturhaldsseggjum, sem gæta
þess vel, að hann frétti ekki
neitt, nema það sem þeim sjálf-
um þóknast að láta hann vita,
og gæta þess vandlega að ekki
séu framkvæmdar neinar fyrir-
skipanir hans, sem þeim sjálfum
eru þvert um geð.
Meginþorri Ethiopíumanna er
mjög fáfróður og hjátrúarfullur
og kann hvorki að lesa né
skrifa. — Fræðslukerfið snertir
ekki almenning. Nokkrir hálf-
menntaðir menn þykjast þó eiga
rétt til þess að komast í opin-
berar stöður, og má það að vissu
leyti teljast sanngjarnt. En þess
verður langt að bíða að þeim
takist að skáka höfðingjunum,
sem hvorki eru læsir né skrif-
andi.
Allur þorri almennings býr í
stráþöktum leirkofum, sem kall-
ast „tukals“. Gólfið í þeim er
annað hvort gert af leir eða kúa-
mykju. Um hreinlætistæki er
ekki að ræða. Moldarbekkur er
hringinn í kring í kofunum og
á honum sitja menn á daginn og
sofa á honum um nætur.
Á daginn má sjá konur fyrir
utan kofana vera að vefa í hand-
vefstólum eða mylja korn í trog-
um. Sumar eru að snyrta sig,
eða þær greiða hver annari og
tína jafnframt varginn úr höfð-
inu. Þær þvo sér mjög sjaldan
og þá helzt upp úr rigningar-
pollum, eða í ánni um leið og
þær þvo þvott sinn. I öllum
borgum er fullt af betlurum, sem
eru kaunum hlaðnir og sjúkir.
Búskapurinn er afar langt á
eftir tímanum. Bændur nota tré-
plóga og beita uxum fyrir þá. —
Aðalfæða fólksins er hin svo-
kallaða „injera“, súr kaka, sem
gerð er úr margskonar korn-
meti. Kjöt er óhófsfæða og sézt
ekki nema í veizlum höfðingj-
anna og þar er það borið hrátt á
borð.
Mikill hluti landsins er fjall-
lendi og þar býr fólkið. Sjaldan
er mjög heitt uppi í fjöllunum
og stundum er þar svo kalt, að
hvítir menn verða fegnir að
dúða sig í vetrarföt. En almenn-
ingur þarna hefir ekki nema eina
flíkina til að fara í, því að nær-
föt þekkjast ekki nema meðal
hinna ríku. Það þykir gott kaup
að fá hálfan Ethiopíu-dal á dag,
en það samsvarar tveimur
krónum.
Það má heita ógerningur að
ferðast nokkuð um landið án
þess að hafa með sér aílt til úti-
legu. Vegirnir eru ekki annað
en götuslóðar eftir asna og úlf-
alda. ítalir gerðu þarna nokkra
góða vegi, en þeir eru nú ónýtir
vegna þess að þeim hefir ekki
verið haldið við. En nú er þó
DREWRYS
, M.D.334
farið að laga þá og hafa ame-
rískir verkfræðingar verið
fengnir til þess. — Eftir þessum
vegum fara áætlunarbílar, en
gististaðirnir á leiðunum eru
þannig að enginn hvítur maður
getur sezt þar að nema í lífs-
nauðsyn.
Út um heim fara miklar og
sannar sögur af náttúrufegurð
landsins, en einnig miklar ó-
sannar sögur um ástandið í land-
inu. Sonur ethiopska sendiherr-
ans í Washington sagði nýlega:
„Hjá okkur er verkamanna
þjóðveldi". Ef einhver hefði nú
farið að spyrja hann frekar um
þetta, mundi hann hafa orðið að
viðurkenna, að allir þingmenn
landsins og allir bæjarstjórnar-
menn eru skipaðir. Kosningar
fara þar aldrei fram. Enga opin-
bera fundi má halda nema með
sérstöku leyfi, og afleiðingin er
sú að fundir eru mjög sjaldan
haldnir nema þá að stjórnin
standi fyrir þeim og leggi til
ræðumenn. Menn verða að vera
orðvarir í þessu landi. Maður
nokkur var dæmdur í 18 mánaða
fangelsi fyrir það að hann lét
orð falla um að Ethiopía væri
„ekki menningarland á öllum
sviðum.“
Engar bækur eru geínar út í
landinu og í raun og veru eru
þar engin blöð. I opinberum
upplýsingabæklingi um Addis
Abeba er sagt, að þar séu níu
„dagblöð”, en engin önnur í
landinu. Meðal þessara „dag-
blaða“ eru tvö lítil mánaðarrit
„Negarit Gazet“, sem birtir ekki
annað en stjórnarvalda tilkynn-
ingar. Svo er fjölritað „dagblað“,
sem kemur út í nokkrum ein-
tökum, og að lokum má nefna
„Progress“, blaðið sem ég átti
að stjórna, en gafst upp vegna
þess að ritskoðunin var álíka og
á dögum fasista. — I blaðinu
mátti ekkert annað standa en
markaðsfréttir og ferðaáætlanir
skipa og flugvéla. — Og að lok-
um var sagt að bezt væri að
hafa ekki annað í því en aug-
lýsingar og nokkrar myndir. Sá,
sem lítur eftir blöðunum, er ein-
valdur. Ekkert blað má koma út
nema með leyfi hans, og nýjum
blöðum veitir hann ekki leyfi. —
Samanlagður eintakafjöldi allra
blaða í landinu er talinn vera
1600, en ég held, að sú tala sé
þó of há.
Það er hægðarleikur fyrir
stjórnina að koma á fjöldafund-
um þegar henni þóknast, eins og
til dæmis þegar hún krafðist
þess, að Eritrea væri sameinuð
Ethiopíu. Fólkið er fúst til þess
að æsa sig upp, ef það þykist
geta gert valdhöfunum greiða
með því.
Engir stjórnmálaflokkar eru í
landinu, og aldrei er birt neitt af
umræðum í þinginu né dómum,
sem upp eru kveðnir. — Keisar-
inn nýtur ekki fylgis ráðgjafa
sinna í framfaramálum, og hann
á einnig í baráttu við klerka-
stéttina, sem snerist öndverð
gegn honum þegar hann bann-
aði þrælahald í landinu. Kop-
tiska kirkjan dregur ofurlítinn
dám af kristinni trú, en er blönd-
uð hinni furðulegustu hjátrú,
þar á meðal djöfladýrkun.
Fræðslukerfið er í raun og
veru ágætt og keisaranum til
sóma. En það er ekki nema lítill
hluti af æskulýð landsins, sem
fræðslu nýtur. Og fræðslan er
bágborin, því að kennararnir
eru illa að sér og hjátrúarfullir.
Einn af samkennurum mínum
varaði mig alvarlega við því að
kenna drengjunum að synda, því
að djöflar mundu drekkja þeim
öllum. Þetta var þó einn fremsti
kennarinn og er nú orðinn
skólastjóri. Aðrir kennarar eru
lélegri. Ég var á fundi með
nokkrum, og þá hlógu þeir að
heimsku minni, er ég sagði að
jörðin væri hnöttur. Einn þeirra
lét þó sannfærast um þetta.
Seinna skýrði hann mér frá því,
að hann hefði misst rúmlega
helming af nemendum sínum.
Foreldrarnir vildu ekki láta
börn sín vera í skóla, þar sem
ætti að telja þeim trú um aðra
eins heimsku og þá, að jörðin
væri hnöttótt.
Bændastéttin er fjölmennust í
landinu og hún á við ógnar bág
kjör að búa. En stóreignamenn
reyna að stæla venjur hvítra
manna. Þeir ganga í sams konar
fötum og hvítir menn, og þeir
búa í húsum, sem Italir hafa
byggt. En sóðaskapur er þar
mikill. Hjá auðugum „ras“ var
i mér vísað inn í baðherbergi,
sem var eins og svínastía. Ég
heimsótti háttsettan embættis-
mann, og þar í anddyrinu
mættu mér hæns og geit. Inni í
stofu settumst við að borði með
glerplötu. „Er borðið mitt ekki
framúrskarandi fallegt?" spurði
höfðinginn með miklu stærilæti.
—Lesb. Mbl., 4. okt.
Til Guttorms J. Guttormssonar skálds
Á afmælisdaginn, gamli, góði,
gáfaði óðbróðir, heilsa ég í ljóði.
Þú hefir varist þeim veðrunum hörðu,
sem viðina ungu leggja að jörðu.
Þú hefir staðist þá stormana þungu,
sem steypa til jarðar þeim veiku, ungu.
Þó varst þú ungur á öndverðum dögum,
en aflið fékkst þú úr landnemans sögum.
Þess vegna ortir þú „Sandibar" sönginn,
og sigraðir myrku landnema-göngin.
Þú lifir um aldir í ljóðum þínum,
þau lifa í huga fjöldans — og mínum.
☆ ☆ ☆ ☆
Við áttum í bernskunni ástmey góða,
upphaf og niðurlag flestra okkar ljóða.
Svo fögur og góð var sú frjálsa drotning
við fundum það báðir, krupum í lotning.
Og nafn hennar lifir í söngvum, sögum,
að seinustu jarðar og heimsins dögum.
Sú heitmey er ísland. Það er vor gróði,
aflið og lífgjafi Vestrænum óði.
Og þú hefir vaxtað svo vel þitt pundið,
að vart mun það betra hjá nokkrum fundið.
P. S. Pálsson
Business and Pri Dfessional Cards
Dr. P. H. T. Thorlakson * WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Asphalt RoofS and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. öt- vega peningalán og eldsábyrgC, bifreiCaábyrgC o. s. frv. Phone 92-7538 1 Dr. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216
SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service Dr. ROBERT BLACK SérfrœCingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjúkdúmum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimaslmi 40-3794
DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 ■% Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m. Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenf Ave. Winnipeg PHONE 74-3411
Thorvaldson, Eggerlson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 Hofið Höfn í huga Heimili sólsetursbarnanna. Icelandic Old Folks’ Home Soc., 3498 Osler St., Vancouver, B.C.
CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917 Aristocrat Stainless Steel Cookware For free home demonstrations with- out obligation, write, phone or call 302-348 Main Slreei, Winnipeg Phone 92-4665 “The King of the Cookware”
Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 92-8211 T. R. THORVALDSON Manager Your patronage wiU be appreciated
A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá beztl. StofnaC 1894 SÍMI 74-7474 Minnist BETEL í erfðaskróm yðar.
Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederation Llfe Building WTNNIPEG MANITOBA
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants , NeU Johnson Res. Phone 74-6753
Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker. Q.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnlpeg, Man. Phone 92-3561
Lesið Lögberg
SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hltaelnlngar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viC, heldur hita frá aC rjúka út meC reyknum.—SkrifiC, slmiC tll KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Wlnnipeg Just North of Portage Ave. Slmar 3-3744 — 3-4431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-6227
J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in aU its branches Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3480 LET US SERVE YOU EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphln, Maniloba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr.
S. O. BJERRING Canadian Stomp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg PHONE 92-4624 l Van's Electric Ltd. 636 Sargeni Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890