Lögberg - 26.11.1953, Side 4
4
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUB, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECIC, Manager
Utanáskrift rltatjðranp:
EDITOR LÖGBERG, 695 SAROENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 74-3411
Verð $5.00 um árið —<■ Borgist fyrirfram
rhe •Lögherg” ia printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mall, Post Offiee Department, Ottawa
Þingfararkaup
Þó sparnaður sé hollur og æskilegur þar, sem hann á
við, er þó síður en svo, að það horfi til bóta að kllpa við
nögl sér laun þeirra manna, er ábyrgðarmiklum störfum
gegna í þágu almennings; nú mun það mála sannast, að
þingfararkaup sambandsþingmanna sé svo bágborið, að til
lítillar sæmdar verði talið; að umbótum í þessum efnum
verði hrundið í íramkvæmd, og það sem allra fyrst, er
sanngirniskrafa, sem þjóðinni er ant um að eigi dragist á
langinn; lögskipað þingfararkaup er eins og sakir standa
$4.000 á ári fyrir hvern þingmann, að viðbættum $2.000,
sem eigi má krefjast tekjuskatts af, eða $6.000 alls. Þegar
svo stendur á, að þing komi saman tvisvar á ári, fá þing-
menn $10.000, en slíkt kemur ekki fyrir nema einstöku
sinnum og telst því til undantekninga.
Lengi framan af árum var þingtíminn margfalt styttri,
en nú gengst við, og þar af leiðandi réðu þingmenn yfir
meiri tíma til að gefa sig við nauðsynlegustu einkastörfum
varðandi hina efnahagslegu afkomu; nú er þessu farið á
annan veg; nú er svo komið, að segja má að þing sitji allan
ársins hring, en slíkt leiðir af sjálfu sér til þess, að þing-
menn geti ekki undir neinum kringumstæðum haft hönd í
bagga með rekstri búa sinna eða öðrum sýslunum; fæstir
þingmanna eru þess umkomnir, að starfrækja heimili 1
tvennu lagi og verða flestir þeirra að leggja hart að sér til
að standa straum af kostnaðarsömu heimilishaldi í höfuð-
borginni, þar sem húsaleiga hefir meðal annars hækkað
von úr viti.
Verður er verkamaðurinn launanna, segir hið forn-
kveðna, og ættu naumast að verða um það deildar meiningar
að svo sé.
Sambandsþingmenn eru eigi aðeins fulltrúar kjördæma
sinna á þingi; þeir eru fulltrúar heillar þjóðar, og þess
vegna ber þjóðin öll jafna ábyrgð á velferð þeirra og efna-
legri afkomu,
Þingstörf verða bæði flóknari og fjölþættari með ári
hverju; það er ekki einasta að meðferð innanlandsmálanna
krefjist árvekni og mikils starfs, heldur eru nú utanríkis-
málin orðin að slíku bákni, að það er ekki*heiglum hent, að
annast þannig um þau að vel sé.
Flestum kemur saman um, að allur þorri þingmanna
komi heim fátækari að loknu kjörtímabili en í byrjun þess,
og hefir þá illa tekist til um hag þeirra manna, er þjóðin fól
meðferð trúnaðarmála sinna á hendur.
Óhjákvæmilegt virðist, að þannig verði um hnúta búið,
að þingmönnum verði greitt fastákveðið lífvænlegt kaup,
því annars getur á því orðið stórhætta, að hæfir menn fáist
ekki til þingmensku.
Þingmenn eru þjónar fólksins, og fólkið sættir sig ekki
við það, að þeir búi við sultarkjör.
☆ ☆ ☆ ☆
Yndislegt hljómleikakvöld
Svo sem tilkynt hafði verið í íslenzku blöðunum, efndi
Thora-Ásgeirson du Bois til píanóhljómleika í Sambands-
kirkjunni hér í borg á föstudagskvöldið var við dágóða að-
sókn, en hreint ekki betur en það, því að þess hefði átt að
mega vænta, að hvert einasta og eitt sæti í kirkjunni yrði
skipað; samkoman var haldin undir umsjá The Icelandic
Canadian Club. Frá hæfileikum og námsferli frú Thoru
var allnákvæmlega skýrt í Kvennasíðu Lögbergs í fyrri
viku, og því í rauninni óþarft, að þar sé nokkru bætt við;
frú Thora er ein af oss, borin og barnfædd í þessari borg
og hefir kropið við fætur hinnar helgu hljómadísar frá
þeim tíma,.er hún fyrst komst til vitundar; hún tók snemma
að iðka píanóleik og vakti brátt á sér athygli vegna tækni
sinnar og glöggrar tóntúlkunar; verkefni þau, er hún valdi
sér á áminstum hljómleikum voru margbrotin og harla
fjarskyld; það krafðist þess vegna engrar smáræðis fjöl-
hæfni að gera þeim öllum álíka góð skil, en slíkt lánaðist
henni með ágætum.
Það duldist ví§t engum, er hljómleikana sóttu, hve
stórstígum framförum frú Thora hafði tekið vegna náms
síns í París; meðferð hennar á tónverki Cesar Franks var
aðdáanleg og mótuð mildum töfrum, en að styrk til hef-
ir henni vaxið slíkt ásmegin, að hún leikur eins og sá,
sem valdið hefir; því til sönnunar nægir að vitna í Fantasie
í F-moll eftir Chopin, þenna óviðjafnanlega lýrikmeistara í
tónum, og Prelude eftir Debussy.
Það er ávalt unaðslegt að hlusta á Brahms og það var
einnig ánægjulegt og hressandi, að kynnast hinu unga
Frakklandi í tónum svo sem lögin eftir Jean Rivier, báru
svo glögg merki um, því þar er nýsköpun á uppsiglingu.
Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að frú Thoru
veitist kostur á að túlka list sína í stærra húsrými að við-
stöddu fjölmenni, því hún er bráðhæfur píanóleikari með
vængi vaxna til flugs.
Þökk fyrir ánægjulega og mentandi kvöldstund.
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 26. NÓVEMBER, 1953
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
Framhald aí bls. 1
þannig að dvalarsvæði varnar-
liðsins og útlendra manna í
þjónustu þess verði svo glöggt
aðgreind frá dvalarsvæðum ís-
lenzkra starfsmanna, að auð-
veldara verði um eftirlit á mörk-
um þessara svæða. — Settar
verði reglur um leyfisferðir
varnarliðsmanna utan samninga
svæðanna, er miði að 'því að
hindra óþörf samskipti lands-
manna og varnarliðsins. — At-
hugaðir verði möguleikar á því
að íslendingar annist fyrir
varnarliðið starfrækslu fyrir-
hugaðra radarstöðva og önnur
tiltekin störf í sambandi við
varnirnar, enda verði hafinn
undirbúningur að sérmenntun
íslenzkra manna í því skyni,
eftir því sem með þarf.
☆
Að undanfcrnu hefir gætt
mikillar óánægju meðal verka-
fólks, sem vinnur hjá amerísk-
um verktökum á Keflavíkur-
flugvelji út af kaupgreiðslum.
Hafa alls verið gerðar 922 kvart-
anir. Af þeim bíða 114 afgreiðslu
og 30 eru í athugun af ýmsum
ástæðum. Til þess að ráða bót á
þessu ástandi og til þess að flýta
fyrir afgreiðslu, svo og til að
reyna að koma í veg fyrir að
árekstrar af þessu tagi eigi sér
stað, hefir utanríkisráðuneytið
tilnefnt til bráðabirgða íslenzka
menn til þess að rannsaka allar
kvartanir, sem ekki fást af-
greiddar þegar í stað, og vinna
að lausn þeirra. Verkfræðinga-
deild hersins hefir brugðizt vel
við og gert það mögulegt, að
menn þessir geti tekið strax til
starfa.
☆
í fyrrinótt bjargaði björgun-
arskip þremur mönnum á opnum
vélbát frá Barðaströnd, sem var
með bilaða vél. Bátinn hafði
borið að landi fram undan Kögri,
sem er innan við Stálfjall, og
fann skipið hann þar klukkan að
ganga fimm um nóttina.
☆
Blóðbanki Rannsóknarstofu
háskólans tók nýlega til starfa,
og geta sjúkrahús á öllu landinu
fengið þaðan blóð. Byrjað var að
grafa fyrir grunni hússins
haustið 1949, en smíðinni nú ný-
lega lokið að fullu. Hús þetta er
tvær hæðir og kostaði um hálfa
Sigurður Thordarson
frá Gróttu á Seltjarnarnesi
Við landið batt hann litla trygð,
en langt um fegri þótt bygð,
— hið
Sigurður var fæddur á Gróttu
á Seltjarnarnesi 13. nóv. 1874.
Foreldrar hans voru Þórður
Jónsson og Sigurbjörg Sigurðar-
dóttir kona hans. Sextán voru
systkini hans að tölu, er hann
hinn síðasti úr hópi þeirra að
kveðja þetta tilverusvið. Hann
ólst upp í Reykjavík.
Þann 18. nóvember kvæntist
hann Guðríði Þorvaldsdóttur,
ættaðri úr Borgarhreppi 1 Mýra
sýslu. Þau bjuggu í Reykjavík
unz þau fluttu vestur um haf
árið 1912. Gau settust að á Gimli
og bjuggu þar ávalt þaðan af.
Guðríður kona Sigurðar andað-
ist 7. febrúar 1951. Dætur þeirra
eru: Sigurbjörg, Mrs. Billsland,
látin; Laura, Sue St. Marie;
Thora Sigríður, Mrs. Clark,
Winnipeg, og Jórunn Valdís,
kennari á Gimli. — Þrjú barna-
börn hins látna eru á lífi. —
Ekki hefir sá, er línur þessar
ritar, upplýsingar um nöfn á
systkinum Sigurðar. Flest þeirra
ólu aldur sinn á íslandi. Tveir
bræður hans fluttu vestur um
haf og dóu hér: Guðmundur,
bakarameistari í Winnipeg, og
Thordur, kaupmaður á Gimli.
Þriðji bróðirinn, Pétur skip-
stjóri, dvaldi einnig vestra um
hríð, en flutti svo heim til
Islands.
Sigurður var af góðri og dug-
andi sjómannaætt kominn. Þrír
bræður hans lærðu sjómanna-
fræði: Jón, merkur skipstjóri og
aflasæll, er dó ungur, faðir Guð-
mundar, er lengi var skipstjóri
á togaranum „Skallagrími“ og
aflakóngur í togaraflota Islands;
Pétur skipstjóri, fyrnefndur,
síðar hafnsögumaður í Reykja-
vík. Thordur lærði einnig sjó-
mannafræði og var stýrimaður á
kútterum um hríð, en fluttist
ungur vestur um haf.
Segja mátti að Sigurður
stundaði sjómennsku frá barn-
æsku, fyrst á opnum bátum, en
síðar ungþroska og á manndóms
árum unz hann flutti af landi
burt, á fiskiskútum við Faxa-
flóa. Hann gat sér orðstír sem
afburða fiskimaður og var mjög
eftirsóttur, enda var hann hinn
ágætasti liðsmaður til allxa
verka um borð í skipi. Um
nokkurra ára skeið var hann til
sjós með Ellert Schram skip-
stjóra.
Eftir að Sigurður settist að á
Gimli stundaði hann fiskiveiðar
á Winnipegvatni áratugum sam-
an, allt til efri aldursára og allar
breiða blakandi haf.
GRÍMUR THOMSEN
Sigurður Thordarson
fiskivertíðir ársins; mátti því
segja, að fiskistarfið væri hon-
um hið hugumkæra starf —
jafn erfitt og óvíst sem það þó
er. Hann var affarasæll verk-
maður að hverju verki, sem
hann gekk, þolinmóður, rólegur
og gott með honum að vera.
Hann mátti gæfumann telja. —
Guðríður kona hans reyndist
honum indæll lífsförunautur,
auðug að góðleik og dugnaði, og
styrkti hann í stríði dagsins,
áttu þau langa og farsæla sam-
fylgd. Þau eignuðust góðar og
mannvænlegar dætur, sem urðu
þeim til gleði, hagkvæmir hjálp-
endur og sýndu föður og móður
sérstaka umönnun og elsku, sem
fágæt mátti teljast. Ein dætra
hans, er aldrei hafði langdvöl-
um að heiman verið, sýndi fagra
fórnarlund til þess að geta verið
nálæg foreldrum sínum og
heimili þeirra — og var athvarf
aldraðs föður á efstu árum hans
og í all-löngu hinzta stríði hans.
Fyrir atbeina dætra sinna og
í fylgd með tveimur þeirra, ferð-
aðist Sigurður til íslands næst-
síðasta sumarið, sem hann lifði.
Var það honum mikið gleðiefni
það sem eftir var ævinnar. Þá
átti hann samfundi við systur
sína — eina systkini sitt, er hann
átti á lífi. Andaðist hún fáum
mánuðum síðar.
Sigurður andaðist þann 9. júlí
síðastliðinn. Rúmliggjandi hafði
hann þá verið í 5 mánuði og liðið
allmikið. Útför hans fór fram
frá Sambandskirkjunni á Gimli
að mörgu fólki viðstöddu þann
13. júlí. — í fjarveru sóknar-
prestsins þjónaði undirritaður
við útförina.
S. Ólafsson
aðra miljón króna að meðtöld-
urn útbúnaði öllum, og hefir
ríkið greitt meginhlutann af
þeim kostnaði en Reykjavíkur-
bær nær því 300.000 krónur.
Forstöðumaður Blóðbankans er
Elías Eyvindarson læknir. Starf-
semi blóðbankans byggist að
miklu leyti á því að almenning-
ur sýni henni skilning og vel-
vilja, og hinir hraustu minnist
þeirra, sem þurfandi eru, og gefi
blóð, svo að ávallt séu ‘iiægar
birgðir til. Blóðið er rannsakað,
flokkað og prófað og geymt síð-
an í geymslu, þar sem ávallt er
sama hitastig, eða fjögurra stiga
hiti, en blóðið þolir aðeins
þriggja vikna geymslu, svo að
sífellt verður að endurnýja
birgðirnar.
☆
Nýlega er lokið við að steypa
nýja brú á Hörgsá, og er hún
rétt norðan við gömlu hengi-
brúna, sem þolir ekki lengur
þungaflutninga. Nýja brúin er
43ja metra löng, og er búist við
að hún verði tekin í notkun á
þessu ári.
☆
Á almennum fundi vestan
Öxarfjarðarheiðar í Norður-
Þingeyjarsýslu var skorað á
stjórn raforkumála að sjá um
að hlutur Norður-Þingeyjar-
sýslu verði ekki fyrir borð bor-
inn, heldur þegar hafist handa
um undirbúning að því að leiða
rafmagn frá Laxárvirkjuninni
um allt héraðið frá Kelduhverfi
um öxarfjörð til Raufarhafnar.
☆
Hið nýja skip Eimskipafélags
íslands, Tungufoss, kom til
Reykjavíkur á sunnudaginn var.
Skip félagsins eru þá níu að
tölu og hinu tíunda verður
hleypt af stokkunum í Kaup-
mannahöfn 2. desember n.k., og
er ráðgert að það verði afhent í
febrúar. Það hefir lengi verið
ætlun Eimskipafélagsins að
koma á föstum áætlunarferðum
milli íslands og útlanda og á
hafnir víða á landinu. Þetta hef-
ir verið í athugun, en á því hefir
staðið fyrst og fremst, að félagið
hafði ekki nægan skipakost, en
með komu Tungufoss verður
kleift að koma á föstum áætlun-
arferðum milli íslands og helztu
viðskiptalanda þess upp úr ára-
mótum. Ráðgert er, að þá verði
2 til 3 skip í ferðum á hálfsmán-
aðar fresti frá Hamborg, Ant-
werpen, Rotterdam og Hull, en
um nánari tilhögun ferðanna er
ekki fullráðið. — Nýja flutn-
ingaskipið, Tungufoss, er smíð-
að hjá Burmeister og Wain í
Kaupmannahöfn og kostaði
rösklega IOV2 miljón króna. —
Skipið er smíðað úr stáli, 1700
burðarlestir, vélm 1800 hestafla
dieselvél. Lestarnar eru stórar
og rúmgóðar. Skipshöfnin er 25
manns. Skipstjóri er Eyjólfur
Þorvaldsson.
☆
I ágústmánuði s.l. ákvað þá-
verandi menntamálaráðherra,
Björn ólafsson, að setja skyldi
legstein á gröf Sveinbjarnar
Sveinbjörnssonar tónskálds, en
hann hvílir í kirkjugarðinum við
Suðurgötu í Reykjavík. Sett
hefir verið stuðlabergssúla á
gröf tónskáldsins. Afsteypa úr
eir af lágmynd, er Ríkarður
Jónsson gerði af Sveinbirni 1919,
er felld í súluna ofarlega. Þar
fyrir neðan er letrað: „Svein-
björn Sveinbjörnsson tónskáld.
Ríkisstjórn íslands reisti honum
stein þenna“.
☆
í fyrradag hófst í Reykjavík
þýzk kynningarvika, sem félag-
ið Germanía stendur fyrir.
Verður þar kynnt þýzk mynd-
list og tónlist. Þýzk svartlistar-
sýning var opnuð í Listamanna-
skálanum og eru þar sýndar 280
myndir eftir 55 listamenn, og
eru myndir þessar allar gerðar
á 20. öldinni. Fjölmenni var við
opnun sýningarinnar og meðal
gesta voru forsetahjónin, ráð-
herrar og sendiherrar erlendra
ríkja. Formðaur félagsins, Dr.
Jón Vestdal, bauð gesti vel-
Celebrity Concerts
Marti Turunen
The Helsinki University
Chorus, which on its first visit
to the United States in 1938, was
hailed as a “revelation” in
choral singing by the press,
returns this month for a tour of
the U. S. and western Canada.
The noted organization of 60
specially-picked singers, will
appear in Winnipeg’s Playhouse
Theatre on Monday November
30 under the auspices of Cele-
brity Concert Series Ltd. who
are also presenting the famed
chorus in Regina, Edmonton and
Calgary. The chourus is under
the direction of Marti Turunen,
its conductor for the past two
decades.
One of the most revered in-
stitutions in Finland, the Hel-
sinki University Chorus recently
celebrated its 70th Jubilee.
Organized in 1883 expressly to
help create and develop Finnish
music, the chorus was for 25
years under the leadership of
Prof. Heikki Klemetti, called
the reformer of Finnish choral
music. All of Finland’s notable
composers, headed by the great-
est, Jean Sibelius, have written
works for “Ylioppilaskunnan
Laulajat”, as the chorus is
known in Finnish — but even
in Finland this name is usually
shortened to the initials “Y. L.”
Sibelius, an honorary member of
the chorus, was the patron of
the singers on their first Amer-
ican tour, and they sang many
of his works.
Marti Turunen, acclaimed
here as the chorus’ director on
its previous visit, is one of Fin-
land’s best known musicians. He
is also known well as a com-
poser and several of his works
will appear on the program.
komna; sendiherra Þjóðverja,
Dr. Kurt Oppler flutti ávarp, og
Bjarni Benediktsson mennta-
málaráðherra flutti ræðu og
minntist þess, hver áhrif þýzk
menning, stefnur og straumar
hafa haft hér á landi. Kvað hann
enga standa Þjóðverjum framar
um ástundun og staðgóða þekk-
ingu, og ástæða væri að fagna
því, að ljómi stæði að nýju af
þýzkri menningu. Þýzkur strok-
kvartett, Flensborgarkvartett-
inn, lék að síðustu þjóðsöngva
íslands og Þýzkalands. Kvartett
þessi hefir haldið hljómleika 1
Reykjavík á vegum Tónlistar-
félagsins og mun halda tónleika
fyrir almenning, og ennfremur
er væntanlegur píanóleikarinn
Willy Piel. Listfræðingurinn Dr.
Thiele frá Köln hefir valið
myndir á svartlistarsýninguna
og kveðst hafa hug á því að
koma upp samsýningu íslenzkra
listaverka í Þýzkalandi á næsta
ári, en þá eru liðin 25 ár síðan
þar var haldin samsýning ís-
lenzkra listaverka.
☆
Landsmót í Bridge hófst í
fyrradag í Reykjavík og taka
þátt í því átta sveitir, fimm úr
Reykjavík, ein frá Akureyri, ein
frá Hafnarfirði og ein frá §iglu-
firði.
☆
Metúsalem Stefánsson, fyrrum
búnaðarmálastjóri, lézt í Reykja
vík á miðvikudaginn 71 árs að
aldri og var útför hans gerð í
gær.