Lögberg - 26.11.1953, Page 5

Lögberg - 26.11.1953, Page 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 26. NÓVEMBER, 1953 5 er ánægjuauki og menningar- auki að slíkum * samkomum. Guðmundur J. Jónasson, er nú skipar forsetasess í deildinni, setti samkomuna og bauð söng- konuna og samkomugesti vel- komna í hlýjum orðum og vel völdum. Bað hann þvínæst dr. Richard Beck, ræðismann ís- lands í N. Dakota, að taka við samkomustjórn; kynnti hann söngkonuna og lagði áherzlu á það, hve glæsilegur fulltrúi ís- lenzkra nútíðar tónmenntar hún væri. í hléinu milli söngþátta ræddi hann einnig nokkru nán- ar um hinn mikla og merkilega gróður í söngmennt og tónbók- menntum Islendinga á síðustu áratugum. Að lokinni samkomunni fór fram kaffidrykkja í neðri sal samkomuhússins undir umsjón Kvenfélagsins að Mountain, og var þar veitt af myndarskap og prýði, eins og hlutaðeigenda var von og vísa. ☆ ☆ w+vvvv vvvwvwvwvwvvwww ÁHUSAMÁL LVENNA Ritstjórl: ENGIBJÖRG JÓNSSON ÁNÆGJULEG OG EFTIRMININLEG SAMKOMA Söngsamkoma frú Guðmunduj Elíasdóttur að Mountain, N. Dakota, þriðjudagskvöldið þ. 17. nóvember, var merkisviðburður í sögu og menningarlífi íslenzku byggðanna á þeim slóðum, og um allt hin ánægjulegasta og eftirminnilegasta. Var það ein- róma álit hinna mörgu, sem ég átti tal við um samkomuna, og sögðu þeir, að sú yndisríka kvöldstund myndi þeim lengi í huga geymast. Gott er einnig til frásagnar, að samkoman var mjög vel sótt, eigi aðeins af byggðarbúum, heldur voru þar einnig margir langt að komnir, svo sem frá Grand Forks, Grafton, Langdon og Morden, Manitoba, að nokkrir staðir séu nefndir. Söngskráin var fjölbreytt og vel valin. Auk þess sem frú Guð- munda söng kunn og kær lög eftir hin eldri tónskáld vor, eins og „Sólskríkjuna“ eftir Jón Lax- dal og „Gígjuna“ eftir Sigfús Einarsson, söng hún ný lög eftir yngri tónskáldin íslenzku, meðal annars „Hjá lygnri móðu“ eftir Karl Ó. Runólfsson, og „Ungl- ingurinn í skóginum“ eftir Jór- unni Viðar og flokk íslenzkra þjóðlaga í raddsetningu hennar. Slóu eldri lögin eðlilega á næma strengi hjá tilheyrendum, en auðheyrt var á undirtektum þeirra, að þeir kunnu einnig vel að meta nýju lögin, sem margir þeirra munu nú hafa heyrt í fyrsta sinni. En miklar þakkir á söngkonan skilið fyrir að kynna og túlka löndum sínum og öðr- um vestur hér íslenzka nútíðar tónmennt með þeim hætti. Af erlendum lögum, er frú Guðmunda söng, má nefna hið ástsæla lag „Solveigs Sang“ eftir Grieg og hið fjöruga og hreimmikla sænska þjóðlag „Fjorton Aar“. Þá söng hún einnig á þýzku stórbrotið lag og tilkomumikið. Eitthvert stærsta viðfangsefni hennar að þessu sinni var samt víðfrægt lag úr „Carmen“, er hún söng við ís- lenzkan texta í snjallri þýðingu Jakobs Jóh. Smára skálds; var lagið með afbrigðum vel sungið, enda vakti það geysimikla hrifn- ingu áheyrenda. Má raunar með sanni hið sama segja um sönginn í heild sinni; hrifning hlustenda var óslitin frá byrjun til loka sam- komunnar. Frú Guðmunda er gædd mikilli og fagurri rödd, sem tekur yfir vítt tónsvið og er blæbrigðarík að sama skapi. Söngkonan beitir einnig hinni ágætlega þjálfuðu rödd sinni og eins og sú, er valdið hefir. Fram- burður hennar er hreinn og skýr og framkoma hennar á söngpalli einkar látlaus en þó virðuleg. Síðast en ekki sízt ber að geta mikilla leikhæfileika frú Guðmundu, er nutu sín ágætlega í mörgum lögum þeim, er hún söng að þessu sinni, t. d. í hinu dáða lagi úr „Carmen“ og í ís- lenzku þjóðlögunum, er hún túlkaði af mikilli snilld. Eins og vænta mátti, varð frú- in að syngja ýms aukalög, svo sterkum tökum hafði hún náð á hugum tilheyrenda sinna, enda var hún ákaft hyllt í samkomu- lok. Undirleikinn annaðist frú Margaret Samson, Akra, og leysti það vandasama hlutverk prýðisvel af hendi, ekki sízt þegar þess er gætt, að mörg lög- in voru henni algerlega ný og tími mjög af skornum skammti til æfinga. Þjóðræknisdeildin „Báran“ stóð að samkomunni, og stendur byggðin í þakkarskuld við hana fyrir það framtak, því að bæði Árdegis á miðvikudaginn þ. 18. nóv. heimsótti frú Guðmunda elliheimilið „Borg“ að Mountain og söng þar allmörg íslenzk lög við sömu hrifningu tilheyrenda sem á samkomunni ^kvöldið áður. Richard Beck hafði þar einnig samkomustjórn með höndum. Fyrir hönd vistfólks og annarra gesta þakkaði hann söngkonunni kærlega komuna og sönginn, og lauk máli sínu með því að flytja henni nýort kvæði, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Eftir að hafa notið rausnarlegra veitinga á elli- heimilinu, hélt söngkonan, laust fyrir hádegið, af stað til Grand Forks, en þaðan snemma síð- degis austur um loftin blá til heimilis síns í New York borg; hóf hún þar þegar næsta kvöld æfingar í meiri háttar óperu hlutverki. Frú Guðmunda Elíasdóttir hreif eigi aðeins tilheyrendur sína með fögrum og tilþrifa- miklum söng; hún heillaði einnig hugi allra, er kynntust henni, með ljúfmannlegri framkomu sinni. Er það vel, þegar miklir listrænir hæfileikar og slík fram koma fara saman. Fylgdi henni því á veg almennur hlýhugur landa hennar og velfarnaðarósk- ir, samhliða fullvissunni um það, að hún myndi þeim aftur kær- kominn gestur. Ferðast um Rangárvallasýslu Eftir KRISTÍNU ÓLAFSDÓTTUR frá Sumarliðabæ Ég held, að þeir, sem ferðast um átthaga sína, gleðjist af því, ef þeir sjá að allt þar , hefir yfirleitt breytzt til hins betra, og því oftar, sem maður fer um fæðingarsýslu sína, því meira gaman hefir maður af því. Minn- ingarnar verða fleiri og fleiri, skýrari og gleggri. fólkinu líður vel, og þarna unir það hag sínum. Nú mun flestum þeim, sem ferðast, vera þann veg háttað, að taka eftir, gjöra samanburð og ályktanir af því, sem fyrir augu og eyru ber, eða svo finnst ! mér, að það ætti að vera, ekki Á ásnum fyrir sunnan Sels- j sízt þegar ferðazt er um þetta ☆ RICHARD BECK ☆ PIANIST DISPLAYS VARIED TALENTS A general impression of vigorous and intelligent inter- pretation, and an abundant equipment for further advance- ment of her art was revealed Friday night by Thora Asgeir- son du Bois, when she gave a piano recital in First Federated church. Mrs. du Bois returned home from France in July after two years’ study in Paris. She was aided in this venture by the Icelandic Canadian Club which provided her with a substantial scholarship. Her recital was given under auspices of the club and the church was filled to capacity to welcome her debut. Paul Bardal paid tribute to the young pianist in intermission address. Mrs. du Bois has a wide- ranging technique and all kinds of color, which was generally disclosed in the Brahms’ Rhap- sody in B minor, Op. 79, No. 1 and the Fantasie in F minor, by Chopin. Some of her best work wasj revealed in the Chopin Fantasie. In this monumental work, “the sensitive poetry of the Roman- music is on the level of the most tic period.” Mrs. du Bois found delight in its flowing rhythm, and a vigor in its dynamic ex- pression. There were tender nuances in the middle section, which revealed imaginative re- sources which could be develop- ed to greater extent, to project a more personal and perceptive approach to all her worh. The Brahms’ Intermezzo, No. 2 from his three works of Op. 117, revealed one of the pianist’s most beautiful interpretations. Flexibility and suppleness of fingers were evident, as well as careful phrasing and use of the pedal. Mrs. du Bois’ discriminat- ing and tasteful use of the pedal at all times was a commendable feature of her work. There was a virile handling of massive pas- sages in Brahms’ Rhapsody, which brought excitement to the rendition. Mrs. du Bois’ unconcern over purely mechanical aspects of pianism, was shown in Cesar Franck’s threefold miracle of music, Prelude, Chorale and Fugue. A work of exalted and religi- ously ecstatic character, full of writhing and weaving figura- tions, Mrs. du Bois achieved the profóund mystic beauty of which it is capable in certain development sections of the Chorale. One of the most im- pressive moments was the intensely dramatic interpreta- tion of the bridge passage from the chorale to the fugue. Steely poignant crashes in the upper reaches were balanced by coldly beautiful arpeggios bear- ing on their wings a sweet sing- ing melody, and in rich son- orities the prelude reached its close. The chorale was sad—sad wit'h n o b 1 e sorrowing. The fugue broke in like nervous im- patience that prevailed right through to the close in a tragic fury. This was no meaningless pattern to Mrs. du Bois, but a warm and expressive speech, and she delivered it as such. It was all a cómmendable inter- pretation of music long familiar, but rarely revealed with such sensitive spirit and nobility. One of the most interesting —as well as novel—selections, was Jean Rivier’s Cinq Mouve- ments Brefs, which Mrs. du Bois played with crisp accents and brisk staccatos, which made this premiere of the work stimulat- ing and full of interest—S.R.M. —The Winnipeg Tribune, —Nov. 23, 1953 Rafvirkjun á Austuriandi sitji fyrir Ellefta ársþing Fjrðungsþings Austfirðinga var haldið að Egilsstöðum dagana 19. og 20. september s.l. Voru þar mættir fulltrúar allra sýslu- og bæjar- félaga á Austurlandi, 14 að tölu. Fundarstjóri var Þorsteinn Sig- fússon, bóndi, að Sandbrekku og ritari Sigurður Vilhjálmsson, bóndi, Hánefsstöðum. Raforkumál Austurlands voru að þessu sinni aðalviðfangsefni þingsins. Telur fjórðungsþingið að of lengi hafi dregizt að hefj- ast handa um sameiginlega vatnsvirkjun til rafmagnsfram- leiðslu fyrir Austurland og álít- ur einsýnt, að slík virkjun eigi n úað sitja í fyrirúmi fyrir öðr- um virkjunum í landinu, þar sem fjórðungurinn hafi fram að þessu verið afskiptur um fjár- framlög til slíkra framkvæmda. —Mbl. 6. okt. sand blasir við Efri-Sumarliða- bær. Og þarna er Svartalækjar- vað, þar sem Steinslækur renn- ur um, þar var oft skautasvell og renndum við krakkarnir okk- ur þar, ýmist á hrössaleggjum eða skautum, þegar fært var. Gamli bærinn „okkar“ er fallinn, þar heyrist nú enginn glaumur eða hávaði 12—14 krakka, En þar inni sat líka Sigurður sál. bróðir minn, ungl- ingur þá, að vísu, og slcrifaði í frístundum sínum, ásamt Sig- fúsi Bjarnasyni frá Hjálm- holti, fyrsta sveitablaðið, sem gefið hefir verið út í Holta- hreppi hinum forna, og mig minnir að héti Holta-Þór. Útihús og varnargarðar eru að vísu fallin í Efri-Sumarliðabæ, en nú á að byggja þar upp að nýju, og fer vel á því. Sumar- liðabærinn hefir lengi verið í eyði. Aðeins eyktamörkin gömlu og örnefnin sitja á sínum stað, þögul, íbyggin og sagnafá. Þarna sá ég líka Agða og Agða- hvamm. Hvaðan skyldu þessi örnefni vera komin í Efri- Sumarliðabæjar landareign, og hver réð nafnagift þessari. Eggert ólafsson segir í Ferða- bók sinni, að í Rangárvallasýslu séu búmenn góðir. Og vissulega hefir hann með sitt glögga bú- manns auga, vitað hvað hann sagði á því sviði, sem öðru. Það held ég víst, að Rang- æingum sé dugnaður og sjálfs- bjargarviðleitni í blóð borin, svo oft og vel, sem þeim hefir tekizt að rétta við og bjargast, eftir eldgos, jarðskjálfta og margvíslega óáran, sem á sýsl- una hefir herjað. En nú hafa þær plágur legið niðri um hríð að mestu. Ömurlegt er það þó, að ferðast um svo fagra og grasgefna sýslu og sjá ekki eina einustu kind „á beit með lagði síðum“. En hvað skal segja, plágan mikla, kara- kúlpestin, hefir herjað landið, og bændur, sem og öll þjóðin, mega þakka guði og framsýnum mönnum, ef tekst að útrýma henni úr landinu. En hart er það eigi að síður, að landsmenn skuli hafa komið slíkri höfuð- plágu inn í landið. Vonandi er, að bændur og dýralæknar lands- ins láta þetta að varnaði verða, og forði landi og þjóð frá slíkum fyrnaóhöppum framvegis. Já, mikill er grasvöxturinn í Rangárvallasýslu nú í sumar, og mikil er ræktunin þar. Hag- skýrslur segja 348 hektara, 1951, og vafalaust hefir grasræktun- inni farið fram í sýslunni síðan. Holtin eru grösug sveit, sem liggur móti sól og suðri, moldin fín og ósendin, grjót sést varla. Þar blasir við auga hvert stór- býlið öðru meira, sem sýnir að blessaða land okkar, ísland. Gæti það að vísu verið þarft og notalegt umhugsunarefni og umtalsvert vitibornu fólki á landi hér, ekki síður en hitt og þetta, sem það heyrir og sér á heimagerðum, j ferðum sínum erlendis. Og ekki virðast íslendingar seinir að átta sig á högum og ýmsum starfs' greinum annarra þjóða, þótt dvölin í þessu eða hinu landinu hafi ekki alltaf verið svo ýkja löng o ger það gott, því að öll fræðsla og þekking á að koma að notum. Þó nokkuð mörg nýbýli hafa verið reist í Rangárvallasýslu. T. d. sá ég tvö eða þrjú við Ytri- Rangá. Þar sem þessi nýbýli standa vestan vert við Ytri- Rangá er _bæði fagurt landslag, mikil ræktun og húsakostur góður fyrir fólk og fénað. Svo sýnist mér að minnsta kosti. Þá mun flestum, sem um Þykkvabæinn fara finnast að þar séu geysimiklar framfarir á síð- ari árum. Allt plássið var áður sem hafsjór, bæirnir sáust aðeins upp úr vatninu og grasgeirar kringum þá. Víðast varð að fara á bátum milli bæja. Kýrnar fóru á sund út úr fjósinu á morgn- ana, og sundríða þurfti tíðum vötnin, þegar þær voru sóttar á kvöldin. Nú hafa Þykkbæingar þurrkað upp allan vatnselginn, og komið landssvæðinu í prýði- lega ræktun, bæði gras- og stór- kostlega kartöfluræktun. Mig minnir að Þykkvibærinn sé 60 hundruð, að fornu mati. Nú eiga um 300 manns heimili 1 Þykkvabænum, sem hafa að mestu framfæri sitt af ræktun,' búskap og verzlun. Mikið og einstakt þrekvirki hafa bændur þar eystra unnið, er þeir hleyptu öllu þessu vatns- flóði í annan farveg, hreinsuðu og ruddu landssvæðið, og komu því í ræktun, að nú geta fleiri hundruð manns lifað þar góðu lífi. Ekki er víst að Þykkbæing- ar hafi alténd haft hentug verk- færi í höndum við þessar ein- stæðu jarðabætur. En það hefir þó mikið að segja. Þeir notuðu að vísu hesta sína og vagna og sitt eigið handafl, jafnframt því, sem þeir urðu að standa í vatni upp í hné eða meira, þegar þeir voru að hlaða upp í Djúpós og veita vatni út í Hólmsá. Síðan var lagður vegur yfir ósinn, og hann gerður bílfær. — Þar með hófust beinar ferðir niður í Þykkvabæinn úr Reykja- vík, Holtunum og víðar, til ó- metanlegra hagsbóta fyrir Kér- aðið og landsmenn yfirleitt. Ekki veit ég hve mikinn fjárhagsleg- an stuðning Þykkbæingar hafa hlotið hjá því opinbera, við þess- ar kaldstæðu jarðabætur sínar. En trúað gæti ég því, að ekki hafi sá styrkur verið hár, því að á þeim árum 1922—1924, var jarðabótastyrkur yfirleitt ekki hár. Nú hafa Þykkbæingar fengið rafmagn, fyrir nokkru. Sími er þar víða á hverjum bæ. Þar er og barnaskóli og unglingafræðla, hana annast hinn vellátni prest- ur þeirra séra Sveinn Ögmunds- son, sem býr þar búi sínu. Það virðist, að fólki í Þykkvabænum líði vel, sem og í Rangárvalla- sýslu yfirleitt. Þeir, sem um sýsluna fara, hljóta að taka eftir því, hve allt, sem að búskap lýtur, bendir á hagsæld og þrifnað hjá bændum, hvar sem komið er. Rangæing- ar eru allra manna lausastir við hvers konar víl og vol. Þeir „una glaðir við sitt“, þeir vita, sem er, „að ausa verður þótt á gefi“, jafnt á landi, sem á sjó. Þeir eru eins og Eggert Ólafsson frá Svefneyjum, segir í Ferðabók sinni: „búmenn góðir“. Ekki er ég í neinum vafa um það, að þorpið á Hellu á mikinn þátt í framförum og hagsæld sýslubúa nú síðastliðin 15—20 árin. Það verður því að teljast framsýni og hyggni af þeim mönnum, sem fyrstir áttu þá hugmynd, að koma bæri upp sveitaþorpi á Hellu á Rangár- völlum til hagsbóta fyrir bænd- ur þar í sýslu og mun Ingólfur Jónsson alþingismaður hafa ver- ið aðalupphafs- og hvatamaður þess, enda haft þar alla stjórn og forsjá frá byrjun og fram á þennan dag. Það er mikið hagræði fyrir sýslubúa að geta selt þar afurðir búa sinna og keypt þar flest til heimili sinna. Þá er það ekki lítið hagræði, að þar er ágætt íshús, þar geyma bændur kjöt og sláturafurðir yfir veturinn, sem þeir svo sækja þangað eftir þörfum og er það notalegt. Þar er og sláturhús, sem slátrað er í, þegar þess þarf, og fé er til í sýslunni. — Brauðgerðarhús er þar einnig, fyrst og fremst fyrir þorpsbúa, svo og sveitirnar, ef með þarf. Allt eru þetta þæg- indi, sem Rangæingar kunna vel að meta, enda nýtur kaupfélags- stjórinn, Ingólfur Jónsson á Hellu, fyllsta trausts og álits þorpsbúa og hafa þeir sýnt það á ýmsan hátt, m. a. nú í síðustu alþingiskosningum, er þeir gerðu hann að fyrsta þingmanni Rangárvallasýslu og mun flest- um hafa þótt það vel ráðið. —Mbl., 18. okt. Ég lœt ekki veturinn veikja rnrg! Ég nota reglubundið WAMPOLES ^xfcraefc of CotL Liver $1.25 Þetta styrkjandi lyf úr sólskinsbíetiefni D ÞaS er áhrifrikt og ljúft aðgöngu Ekkert fisk eða týsisbragð Gætið peninga yðar vandlega Peningar yðar eru í öruggri geymslu í Royal-bankanum; það er ekki unt að stela þeim þar og þér getið ávalt fengið þá, er þér þarfnist þeirra. Byrjið að leggja inn peninga og gerið það reglubundið á hvrri viku; þér getið byrjað sparisjóðsreikning með eins dollars innlagi. Hefjist handa um þetta nú þegar. Viðskipti yðar eru kærkomin THE ROYAL BANK OF CANADA Sérhvert útlbúi nýtur tryggingar allra eigna bankans, sem nema yfir $2,675,000.000

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.