Lögberg - 26.11.1953, Page 8

Lögberg - 26.11.1953, Page 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 26. NÓVEMBER, 1953 Úr borg og bygð Fjölmennið á aðalfund Fróns í Góðtemplarahúsinu á mánu- dagskvöldið, 30. nóv., kl. 8. ☆ Mr. Jón Pálsson bóndi að Geysi í Geysisbygð, er nýlega kominn heim úr mánaðarheim- sókn tíT systkina sinna, þeirra Dr. P. J. Pálssonar í Victoria og Mrs. Barret í Vancouver. ☆ Síðastliðinn föstudag fóru til Árborgar til að vera þar á sam- komu þeir Finnbogi prófessor Guðmundsson, Stefán Björnsson læknir, Snorri Rögnvaldsson og Thor Viking. (Sjá umsögn um samkomuna á bls. 1). ☆ Dýrunn, dóttir Mr. og Mrs. A. H. Anderson, Árborg, Man., og Hubert Nelson Osborne frá Brandon, Man., voru gefin sam- an í hjónaband í lútersku kirkj- unni í Árborg 7. nóv. Séra H. S. Sigmar gifti. Mrs. S. A. Sigurd- son lék á hljóðfærið, en Hermann Fjelsted söng brúðkaups- söngvana. Miss Thora Johann- son frá Winnipeg og Miss Sigur- rós Anderson systir brúðarinnar aðstoðuðu hana, en Gordon Os- borne og John Magnússon frá Winnipeg aðstoðuðu brúðgum- ann. Veizla fór fram í samkomu- húsi bæjarins. Heimili ungu hjónanna verður í Portage la Prairie. The Women’s Association of the First Lutheran Church will hold their annual Christmas Tea Wednesday Dec. 2nd from 2.30 to 5 and 7.30 to 10 in the lower auditorium of the church. Receiving will be Mrs. Ey- lands, the president Mrs. Paul Goodman, and the general con- veners Mrs. V. Jónasson and Mrs. G. Finnbogason. Table Captains are Mrs. G. N. Ingimundson, Mrs. G. Gunn- laugson, Mrs. T. W. Ruppel, Mrs. H. Bjarnason. Home Cooking: Mrs. J. Ingi- mundson, Mrs. H. Benson, Mrs. T. Gundmundson. Handicraft: Mrs. Paul Sigurd- son, Mrs. T. Isford, Mrs. J. G. Johnson, Mrs. B. C. McAipine. White Elephant: Mrs. F. Thordarson, Mrs. J. Snidal. Candy: Mrs. G. W. Finnson, Mrs. J. D. Turner. ☆ Væntanlegur mun hingað til borgar í næstu viku kunnur og ágætur Islendingur, Björn Páls- son flugstjóri, sem bjargað hefir hundruðum mannslífa með sjúkraflugi sínu hvernig, sem viðraði og hvað, sem á móti blés; hann er staddur í New York varðandi útvegun nýrrar sjúkra flugvélar. Björn er Norðmýling- ur að ætt, og á margt nákominna skyldmenna hér vestra; þau Björn og frú Kristín Jónasson kona G. F. Jónassonar forstjóra, eru bræðrabörn. EATON’S Qifjt Jíat QeAÍilicíUeí Jíet tlte Me+t Make JUeÁA, Ótan SbecUiGHá A gift hat certificate from EATON'S avoids all the difficulties of size, style and colour. With a certificate the men can choose their own hat . . . in the price range you desire. Selection includes most better known brands. A Men's Hat Section, Hargrave Shops for Men, Main Floor, Dial 3-2-5 World Adventure Tours - Celebrity C^ncert Series, Ltd. Are You of Proud Scandinavian Descení? Are You Interested in Special Evenls that Depict the Life and Cullure of Denmark - Finland - Iceland - Norway - Sweden A. K. GEE PRESENTS A “SMORGASBORG” OF 3 SUPERB _ One Top-Notch Celebrity Scandinavian. U Concert, Events Cj) Two Fine Traveltale Films, ' At a Bargain Price. THAT YOU AND YOUR FAMILY SHOULD NOT MISS! Playhouse — Monday, November 30th HELSINKI UNIVERSITY CHORUS (Ylioppilaskunnan Laulajat) Marti Turunen, Conductor. 60 Male Voices Direct from Finland, sponsored by Jan Sibelius. i Playhouse — Salurday, February 13th Sunny ICELAND — Capri of the North — Land of the Sagas, with Hal Linker, in person, presenting his all-colour film masterpiece. See and hear about the fjords, the glaciers, the lava deserts, erupting volcanoes, gushing geysers and the famed Althing, the world’s oldest parliament . . . Reykjavik, Siglufjordur. Playhouse — Tuesday, February 23rd DENMARK and SWEDEN—Land of the Vikings. Presented by Herbert Knapp, in person, this glorious all-colour film depicts vividly these picturesque king- doms . . . See Copenhagen, Stockholm, Odense (birth- place of Hans Christian Andersen) . . . Gothenburg . . . and the Village Life . . . A truly wonderful Travel-Tale. SPECIAL PRICE FOR THREE EVENTS $5.95, $4.95 — Sludenis $3.95 Or—Single Admissions now available for each event. Helsinki Chorus: $2.95, $2.50 — Traveltales: $1.95, $1.60. Celebrity Box Office. 270 Edmonton St. — GULLBRÚÐKAUP — Á laugardaginn 14. nóvember söfnuðust saman um 200 vinir og vandámenn á heimili þeirra Mr. og Mrs. Guðmundur Oliver í Selkirk til að samfagna þeim í tilefni af 50 ára brúðkaups- afmæli þeirra og 70 ára af- rnæli frúarinnar. Séra Sigurður Ólafsson og Mrs. Ólafsson á- vörpuðu gullbrúðhjónin hlýjum orðum og afhentu þeim verð- mætar gjafir til minja um daginn frá vinum þeirra; ennfremur af- henti Mrs. Ólafsson Mrs. Oliver fallega brjóstnál frá vinum hennar við Sunrise Lutheran Camp, en þeirri stofnun hefir Mrs. Oliver verið mjög hlynnt og léð aðstoð sína við starfsem- ina þar. Þau hjónin fengu og fagrar gjafir frá fjölskyldunni, og þeim barst mikið af blómum og heillaóskaskeytum. Mr. Stefán Oliver bæjarstjóri þakkaði af hálfu foreldra sinna fyrir gjafirnar og þá vinahlýju, er þeim hefði verið sýnd með þessum samfundi. Mr. og Mrs. Oliver eru bæði fædd á íslandi, en fluttust vest- ur um haf á unga aldri með for- eldrum sínum; ólst Guðmundur upp í Argyle en frú Thora Ólafs- son Oliver að Hnausum. Þau giftust árið 1903 í Blaine, Wash- ington; áttu þau þar heima um slceið, síðan í Winnipeg og í Ár- borg, en fluttust til Selkirk 1923 og hafa búið þar jafnan síðan. Guðmundur Oliver er trésmiður að iðn; hann tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni og var þá sæmdur heiðursmerkinu Mili- tary Cross fyrir hugrekki á orustuvelli. Auk Stefáns bæjar- stjóra, eiga þau tvo sonu, Edward og Jóhann, allir búsettir í Selkirk; þrjár dætur, Mrs. A. J. McSherry, Pine Falls, Mrs. Fred Goddard, Kelowna,' B.C., og Mrs. Joseph Philips, Fort Chur- chill, Man., ennfremur tólf barnabörn. — Lögberg óskar gullbrúðhjónunum til hamingju. ☆ Mr. og Mrs. Th. J. Gíslason frá Morden, Man., voru stödd í borg- inni í byrjun vikunnar. ☆ Þjóðræknisdeildin F R Ó N þakkar hér með eftirtöldu fólki fyrir bækur gefnar í bókasafn deildarinnar: Helga Johnson Hannesi Anderson Kristjáni Johnson og Lárusi Sch. Ólafssyni, Akranesi, íslandi. Innilegasta þakklæti til ykkar allra. Fyrir hönd deildarinnar „Frón“ J. JOHNSON, bókavörður Ritið Greater Winnipeg In- dustrial Topics, fyrir október, fjallar aðallega um fiskiútveg- inn í Manitoba. Skýrir það frá að 90% Manitobafisksins sé seldur til Bandaríkjanna. Fiski- framleiðslan náði hámarki á vertíðunum 1951—52; þá voru seld 35V2 miljón pund. Þessari grein fylgja myndir af fiski- stöðvum og bátum. Önnur grein, sem nefnd er: Nature’s Gift-----Plus Man’s Ignenuity brings Fresh Fish to Two Na- tions. Er sú grein um fiskihús Keystone Fisheries Ltd. hér í borginni og fylgja henni margar myndir, er sýna, hvernig fiskur- inn er verkaður og undirbúinn fyrir markaðinn. Segir greinar- höfundur, að þetta fyrirtæki sé viðurkennt hið fullkomnasta sinnar tegundar í Canada.' ☆ Christine Margaret, dóttir Mr. og Mrs. Halli Laxdal, Yorkton, Sask., og Charles Francis Irving frá Vadena voru gefin saman í hjónaband í Yorkton 16. nóvem- ber. Ungu hjónin setjast að í Yorkton. ☆ — DÁNARFREGN — Mrs. Helga Halldorson frá Oak Point, Manitoba, lézt á Winnipeg General Hospital 7. nóvember. Hún var fædd- í Mikley árið 1878, fyrsta íslenzka barnið, sem þar fæddist. í’or- eldrar hennar voru Mr. og Mrs. Árni Eyjólfsson, er voru í hópi fyrstu íslendinga, er námu land á eynni. Hin látna fluttist með foreldrum sínum til Otto, P.O., árið 1906; þar giftist hún As- grími Halldórssyni; þau fluttu til Oak Point 1924 og þar misti hún mann sinp fyrir sex árum. Hún lætur eftir sig fjórar dætur: Mrs. H. B. Thorvaldson, Mrs. W. J. Jeffrey, Mrs. A. H. Clegg og Rósu, allar búsettar að Oak Point. Ennfremur þrjár systur: Mrs. D. Light, Mrs. Alex Truex og Mrs. E. H. Stevenson; tuttugu og eitt barnabarn og eitt barna-barnabarn. Útförin fór fram frá Oak Point Community Hall 12. nóv- ember að viðstöddu fjölmenni. Séra Philip M. Pétursson jarð- söng. Sex dætrasynir hinnar látnu báru hana til grafar. ☆ Gefin voru saman í hjónaband í Winnipeg 14. þessa mánaðar þau Helga Erica Helgason, dótt- ir Erics Helgason, Winnipeg, og Edwin Arthur Kenyon frá Hamilton, Ont. Svaramenn voru Miss Ethel Bachman og William S. Greenlay. Heimili ungu hjón- anna verður í Sudbury, Ont. Fjörutíu þúsund króna gjöf til kaupa á sjúkraflugvél Phone 93-1945 Björn Pálsson, flugmaður, skýrði blaðinu frá því í gær. að honum hefði borizt í hendur mjög höfðingleg gjöf fil kaupa á nýrri sjúkra- flugvél. Gjöfin er frá Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi og nemur 40 þúsund krón- um. Bað Björn blaðið að íæra félaginu beztu þakkir sínar fyrir þessa miklu gjöf. Björn sagði, að sér hefði bor- izt bréf frá Hauk Hvanndal, framkvæmdastjóra félagsins, þar sem hann tilkynnti honum, að stjórn félagsins hefði á fundi sínum í fyrradag ákveðið í til- efni af 40 ára afmæli félagsins að gefa 40 þúsund krónur til kaupa á nýrri sjúkraflugvél. — Upphæð þessi var síðan afhent í gær. Málinu borgið Það var mjög vel til fundið af Hinu ísl. steinolíuhlutafélagi að minnast afmælis síns með þess- um hætti, sem vonandi getur komið þjóðinni allri að gagni og bætt öryggi og aðstöðu þeirra, sem sjúkrahjálpar þurfa við. Björn sagði, að nú væri komið í sjóð hinnar nýju sjúkraflug- vélar 105 þúsund krónur með þeim framlögum, sem áður hefir verið getið, og þótt nokkuð vant- aði á þá upphæð, sem búast mætti við að fullkomin sjúkra- flugvél kostaði, teldi hann mál- inu borgið og kviði því ekki, að stranda mundi á því, sem á vantaði. Vitað er um, að nokkur meiri framlög munu berast, m. a. utan af landi. Á förum iil flugvélarkaupa Björn gat þess ennfremur, að hann væri á förum til Banda- ríkjanna 22. þ. m. til að leita fyrir sér um kaup á góðri sjúkra flugvél. Hefir það áður verið lítillega rætt hér í blaðinu. En vitað er, að völ er mjög fullkom- inna véla til sjúkraflugs í Banda ríkjunum, en þær eru nokkuð dýrar. Sér um sjúkraflug á meðan Þá gat Björn þess, að sjúkra- flugið mundi ekki falla niður meðan hann væri erlendis. Hefði hann fengið Sigurð Jónsson, flugmann, til að annast það á meðan. —TÍMINN, 18. okt. — GIFTINGAR — Sóley, yngsta dóttir Mr. og Mrs. Thorvaldar J. Pálssonar, Árborg, og Roy Page, sonur Mr. og Mrs. J. H. Page, Winnipeg, voru gefin saman í hjónaband í Sambandskirkjunni í Árborg 6. nóvember; séra Philip M. Pét- ursson gifti. Mrs. Lilja Martin lék á orgelið en Miss Geraldine Björnson söng. Brúðarmeyjar voru: Mrs. James Morrison, Mrs. Inga Doll og Miss Grace Anderson, en Gordon Page að- stoðaði bróður sinn. Steini Páls- son og Irving Dahl leiddu gesti til sætis. Brúðkaupsveizla fór fram í Geysis-samkomuhúsinu. Brúðhjónin fara skemmtiferð til Minneapolis. — Heimili þeirra verður í Winnipeg. Dr. V. J. Eylands gaf saman í hjónaband í fyrstu lútersku kirkju, 7. nóvember, Helenu Solveigu Kjartanson og Verner Plett. Brúðurin er yngsta dóttir Mr. og Mrs. Jul. Kjartanson. Systur hennar Mr. Malcolm MacLeod og Mrs. William Stunden voru brúðarmeyjar, en bræður brúðgumans, Peter og Jack Plett voru svaramenn hans. Terence og John Kjartanson vísuðu gestunum til sætis. Mrs. Eric A. Isfeld var við hljóðfærið, en Mrs. Marjorie Collins söng. Heimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. ☆ íbúar Lundarbæjar og ná- grennisins eru að koma sér upp stórum og vönduðum íþrótta- skála, sem verður opnaður og tekinn til afnota 11. desember. Hefir Iþróttafélagið Grettir beitt sér fyrir framkvæmdum í þessu máli; en Dr. G. Paulson er for- seti þess. ☆ . Gefin voru saman í hjónaband í New Jersey þann 20. nóvember þau Anna Bernice, dóttir Mr. og Mrs. Magnús W. Magnússon, Leslie, Sask., og John Randolph Dunn. Svaramenn voru Miss Thorgerður I. Erickson frá New York og Edward Little. Heimili Mr. og Mrs. Dunn verður í Mil- burn, N. J. M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. He.mili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúlerska kirkjan í Selkirk Sunnud. 29. nóv. (1. sunnud. í Aðventu) Guðsþjónusta kl. 11 árd. Altarisganga safnaðarins. Engin ræða. Sunnudagaskóli á hádegi. Ensk messa kl. 7 síðdegis. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Mrs. T. H. Sveinsson frá Wynyard, Sask., er nýkomin úr ferðalagi um íslenzku bygðirn- ar í North Dakota og hverfur heim um komandi helgi. ☆ Næsti fundur stúkunnar HEKLU I. O. G. T. verður hald- inn þriðjudaginn 1. des. n.k. — Hefst kl. 7.30 e. h. Tólfta þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna lauk í Reykja- vík á sunnudaginn var. Magnús Jónsson alþingismaður var end- urkjörinn formaður sambands- ins, en aðrir í aðalstjórn eru: Matthías Bjarnason, Isafirði, Gunnar Helgason, Reykjavík, Gunnar G. Schram, Akureyri, Geir Helgason, Reykjavík, Sig- geir Björnsson, Vestur-Skafta- fellssýslu, og Guðmundur Garð- arsson, Reykjavík. Fjórhagsskýrsla íslendingadagsins 1 952 TEKJUR: í sjóði 15. nóvember 1952 ...................$ 831.64 Vextir af Dominion Bonds...................... 36.00 2032 aðgöngumiðar að Parkinu ............... 1016.00 * 902 dansmiðar ............................... 676.50 Fyrir auglýsingar í Programme 1952 ........... 42.00 Fyrir auglýsingar í Programme 1953 ......... 1223.50 Alls $3825.64 OTGJÖLD: Prentun, ritföng og frímerki ................$ 66.83 Aðgöngumiðar ............*.................... 44.05 Iþróttaverðlaun og kostnaður ................ 170.15 Auglýsingar ............................... 151.17 Vinna við sölu aðgöngumiða .................. 102.00 Skreyting garðsins 190.57 Leiga fyrir Gimli Park 50.00 Blómakrans á minnisvarðann ................... 15.00 Prentun á Programme ......................... 792.55 Söngur og danshljómsveit .................... 300.00 Kostnaður við Fjallkonu og hirðmeyjar 73.85 Kostnaður við ræðumenn, skáld og gesti 418.85 Ferðakostnaður á fundi ....................... 45.00 Hljómaukar ................................... 75.00 Þóknun til ritara og gjaldkera 150.00 Borgað fyrir auglýsingasöfnun ............... 330.00 Flögg keypt ................*................ 12.00 Viðgerð á pöllum 355.70 Eldsábyrgð ................................... 20.20 Útgjöld alls $3362.92 Peningar í sjóði 19. nóvember 1953 462.72 Samtals $3825.64 EIGNIR ÍSLENDINGADAGSINS: Peningar í sjóði ..........................$ 462.72 Dominion of Canada Bonds 1200.00 Útistandandi fyrir auglýsingar net 57.25 Eignir á Gimli ............................ 548.00 Eignir í Winnipeg 51.15 Eignir alls $2319.12 JOCHUM ÁSGEIRSSON, féhirðir Yfirskoðað og rétt fundið 19. nóvember 1953 G. L. JOHANNSON — G. LEVY

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.