Lögberg - 17.12.1953, Page 1

Lögberg - 17.12.1953, Page 1
 Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas • Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 66. ÁRGANGUR WINNIPEG FIMMTUDAGINN, 17. DESEMBER 1953 NÚMER 51 og 52 Lögberg árnar íslenzka mannfélaginu fjær og nær gól 5ra og glei tilegra jóla JÓLIN 1953 Það er eitthvað mikið um að vera. Borgin er öll í uppnámi. Það er ekki til neins að aka bíl ofan í miðbœinn, menn verða að fara langleiðina heim aftur til að finna stöðupláss. Hávaðinn er gífurlegur, sambland. af bfölluhlfómi og vagnskrölti. Það er naumast hægt að ganga um stéttirnar fyrir ös. Allir eru að flýta sér. Stór- búðirnar eru troðfullar af fólki, margfaldar raðir við flest búðar- borðin, og miklar hnippingar og olnbogaskot. Það virðist ekki liggja sérlega vel á fólkinu. Þeir sem eru að kaupa eru í vandræðum að velja gjafirnar, kvíða því ef til vill að börnin eða vinirnir, sem keypt er fyrir, muni segja, eða þá hugsa: „Æ, mér þykir ekkert varið í þetta, hvers vegna keypturðu mér ekki heldur hitt.“ Þeir eru líka gramir yfir því að hafa ekki meira til að kaupa fyrir, eða yfir því að fá ekki skjótari afgreiðslu. Afgreiðslufólkið, þeir sem selja, eru heldur ekki í neinu sólskinsskapi. Þetta er mikill anna- tími, naumast andrúmshlé allan daginn, og svo þetta fyrirbrigði, sem nefnist mannlegt eðli, eins og það birtist í fari fólksins við búðarborðin, — það örvar lítt geðprýðina. Þegar svo loks sá mikli dagur rennur upp, er fjöldi manna sárþreyttur, auralaus og argur. Þessi saga er endurtekin samtímis í öllum borgum, og að ein- hverju leyti í flestum sveitum landsins. Nú kemur einhver fávís frá öðrum hnöttum, og spyr: — „Hvað gengur eiginlega á hér?“ Honum er svarað: „Fólkið er að fagna Kristi“. En sá fávísi, jafnvel þótt jarðarbúi sé, spyr sjálfan sig: „Hvað á alt þetta skylt við Krist? Mundi honum nokkur greiði gjörður með slíkum viðbúnaði? Var það ekki einmitt hann, sem kom til þess að veita mönnum frið og fögnuð? Var hann ekki stöðugt að tala um hina innri rósemi, sem ætti að koma fram í hugarfari og hegðun lœrisveina sinna? Var ekki stœrsta gjöfin hans kærleikur- inn, sem hann sýndi mönnum með dœmi sínu og dauða, og hin yfirlætislausa þjónusta við meðbræðurna? Var það ekki hann, sem rak víxlarana úr musterinu forðum, er hann leit svo á, að þeir hefði misboðið hinum helga stað? Mundi hann ekki vilja reka víxlara nútímans út úr helgidómi fœðingarhátíðar sinnar? En engill Drottins heyrir eintal hins fávísa, og segir við hann: Þetta sem þú segir er satt, en þó ekki allur sannleikurinn. Þér er margt hulið í þessu efni. Þetta sem þú sérð er aðeins yfirborð mannlegs lífs. En hið innra með fólkinu býr hulin þrá, sem birtist í þessari hrjúfu mynd. Jólin eru öllum mönnum einskonar tákn óuppfylltra drauma og vona. Á jólunum vilja allir vera eins góðir og glaðir eins og þeir vita að þeim er áskapað, enda þótt sú við- leitni sé harla veik annars, og misheppnist í daglegu lífi. 1 hjarta hvers manns býr óljós meðvitund um að þessi minningarhátíð standi í einhverju sambandi við þann þroska, sem þeir muni ná um síðir. Á því þroskastigi sem menn eru á nú, er þess naumast að vænta að athafnir þeirra eða undirbúningur verði með öðrum hœtti. Þetta sem þú talar um, og kvartar yfir, hefir líka dýpri merkingu en þú gerir þér Ijóst. Gjafirnar minna á gjöfina mestu, sem Guð gaf, er hann sendi son sinn í heiminn, og á gjafir vitring- anna, sem þeir báru að jötu Jesú barsins. Guð gaf sinn ein- getinn son, til að sýna mönnum kœrleika sinn; nú hika menn oft ekki við að leggja fram sinn síðasta eyri til að gleðja vini sína. Fólksfjöldinn minnir á fólksflutningana miklu forðum, er allir fóru til œttborga sinna til skrásetningar. Hljómurinn mikli á jörðu og í lofti, sem þú talar um, minnir á söng englana yfir völlunum: „Dýrð sé Guði í upphœðum, friður á jörðu“. Ekki skaltu undrast það, að í öllum þessum viðbúnaði mannanna eru hjáróma raddir, og margt bamalegt. En mundu það, að á jólunum eigum við allir að eignast hugarfar og hjartalag barnanna, því betur sem það heppnast, því betur tekst okkur að halda jól. Að lokum segir engillinn við þann fávísa: Hreinsaðu hjarta þitt af allri dómsýki gagnvart öðrum mönnum. En ef þú getur ekki að því gert að vera önugur og hótfyndinn, þá settu út á sjálfan þig í kyrþey, beiddu Guð að gjöra þig barnslega bljúgan í lutid, leiða þig inn í helgidóm hátíðarinnar, og gefa þér gleðileg jól. V. J. E. MATTHÍAS JOCHUMSSON: JÓLASÖNGUR Nær heyrðust þessi himnaljóð, sem heimi boða frið? Þá helgu nótt er hvíldi þjóð, en himneskt vakti lið, og birti fagra friðargjörð um foldar dreyrug göng. Á öndu stóð hin aldna jörð, og englaskarinn söng. Og ennþá boðar englalið sín eilíf jólaljóð, og syngur þér um sátt og frið, ó, syndum hlaðna þjóð! Þó dynji sífellt dreyraflóð um dægur köld og löng, og Babels trufli hróp og hljóð, , þú heyrir enn þann söng. Hið efra þylja þessi ljóð um þúsund ára frið, hið neðra talar tár og blóð um tuttugu’ alda bið, og bræður standa brœðrum mót með banaráðin ströng: Ó, stillið yðar heiftarhót og heyrið Ijóssins söng! Og þú, sem gengur þyrnibraut og þrauta tœmir skál, og læzt ei finna líkn með þraut, ó, lyft þú hug og sál! Því syngja’ ei enn um svala nótt hin silfurtœru göng, og boða skýrt , þótt hafi hljótt, hinn helga friðarsöng! Ó, blíðu-stund, ó, blessuð tíð sem boðuð er og skráð, er gullið ár skal gleðja lýð og guðleg ríkja náð! Þá hverfur tár og banablóð, þá bliknar feigðin ströng, og jörðin ómar loks þau Ijóð, sem Ijóssins skari söng. Ljóðaþýðingar úr íslenzku á alþjóða vettvangi Eftir prófessor RICHARD BECK Fyrir stuttu síðan kom út á vegum hins víðkunna bókaút- gáfufélags Charlfes Scribner’s Sons í New York einstætt og umfangsmikið safn úrvals ljóða- þýðinga úr heimsbókmenntun- um undir heitinu A Liiile Trea- sury of World Poeiry (1952) Ameríska ljóðskáldið og skáld- sagnahöfundurinn Hubert Creek more hefir valið í safnið og búið það undir prentun. Fylgir hann því úr hlaði með gagnorð- um og mjög athyglisverðum for- mála. Lætur hann þess getið í byrjun, að frumort kvæði á ensku, hvort heldur er í Eng- landi eða Ameríku, hafi, að yfir- lögðu ráði, ekki verið tekin í safnið, bæði vegna þess, að í kvæðasafnaflokki þeim, sem þýðingasafn þetta er liður í, hafi þegar komið út sérstök söfn brezka og amerískra kvæða, og einnig rúmsins vegna. Virðist það viturlega ráðið, þegar allar aðstæður eru teknar með í reikninginn. í formála sínum ræðir höf- undur síðan um ljóðaþýðingar frá ýmsum hliðum, og er sú greinargerð hans hin fróðleg- asta; leggur hann réttilega á- herzlu á menningargildi slíkra þýðinga og þeirrar brúarbygg- ingar yfir djúpið milli þjóða heims, er ljóðaþýðendur vinna að með þeirri viðleitni sinni og stuðlað getur drjúgum að aukn- um skilningi milli þjóðanna og gagnkvæmri virðingu þeirra. Kveðst safnandi ennfremur hafa valið þær ljóðaþýðingar, sem virtust sýna bezt list skáldanna. miðað við smekk lesenda, útgef- anda, eða eins og hann bætir við, þær þýðingar, er virtust túlka kröftuglegast anda skálds- ins og kvæðis hans og sérkenni frummálsins. Liggur það í aug- um uppi, hve skoðanir geta orð- ið skiptar um slíkt þýðingaval, jafn persónulegt og það óhjá- kvæmilega er. Þetta er útgef- anda vitanlega ljóst sem og það, að löngum fer eitthvað af list og frumleik ljóðaskáldsakapar forgörðum í þýðingum hans af einni tungu á aðra. Hvað sem því líður, þá er hér um afar merkilegt og að sama skapi þakkarvert þýðingasafn að ræða, enda eiga þar hlut að máli um frumort kvæði snjöll- ustu skáld hverrar þjóðar, og fjölmörg þeirra heimskunn, meðal þýðendanna eru einnig víðkunnustu skáld og frægustu fræðimenn hins enskumælandi heims beggja megin hafsins. Hversu geysilegu víðlendi í heimi bókmenntanna er lýst í þessu þýðingasafni verður aug- ljóst, þegar á það er bent, að það tekur yfir tímabilið frá því um 2600 árum fyrir Krists burð og fram til ársins 1950. Eru hér meðal annars ljóðaþýðingar úr egypzku, bablýlonsku, sanskrít, hebresku, persnesku, arabisku, grísku, latínu, kínversku, jap- önsku, engel-saxnesku, gaelisku, velsku, norrænu, Norðurlanda- málunum öllum, finnsku, eist- nesku, ítölsku, spænsku, portú- gölsku, hollenzku, flæmsku, rússnesku, öðrum slafneskum málum og úr hinum ýmsu mál- um í Suður-Ameríku. Elztu kvæðin, sem hér eru í þýðingu, eru af áletrunum á egypzkum pýramídum, en nýjustu kvæðin frá allra síðustu árum, eins og fyrr segir. Er óþarft að fjölyrða um það, hverrar margbreytni um ljóða- gerð gætir í þessu yfirgrips- mikla safni; má með sanni segja, að þar sé slegið á hina fjarskyld- ustu strengi hörpunnar, og að þar speglist hinar ólíkustu til- finningar mannshjartans. En við lestur þessa víðtæka úrvals ljóðaþýðinga úr heimsbók- Framhald á bls. 2 SAMTÖKIN Lítil barnasaga eftir Á. N. „Sæl Elsa. Ætlar þú á jóla- trésskemmtunina?“ sagði Lóa, dóttir Jens póstmeistara. „Ég veit það ekki,“ svaraði Elsa. „Mamma er alltaf hálf las- in, og þá verður einhver að vera heima hjá krökkunum." Elsa átti þrjú systkin, Bjarna, Arna og Guðrúnu litlu. Mamma Elsu var ekkja og prjónaði fyrir fólk. Lóa var að borða gómsæta köku, og Elsa fylgdi hverjum bita með augunum. Morgunverður henn- ar hafði verið af skornum skammti, og nú fann hún sann- arlega til sultar. „Æ, ég hef ómögulega lyst á meiru. Ég verð að henda því, sem eftir er,“ sagði Lóa kæru- leysislega. „Ó, bléssuð fleygðu ekki svona góðum mat,“ sagði Elsa. En svo roðnaði hún allt í einu upp í hársrætur. „Ertu búin með nestið þitt?“ „Nei,“ svaraði Elsa. „Hafðir þú ekkert nesti með þér?“ Hún fór að skilja, hvernig í öllu lá. „Það var svo lítið til að af brauði heima,“ stamaði Elsa. „Góða borðaðu þá þetta, sem ég á eftir,“ sagði Lóa, um leið og hún rétti henni stóra brauð- sneið. * Elsa varð ákaflega glöð, því að hún var mjög svöng. Nú var hringt inn í skólann, og telpurnar hlupu í röðum inn. Kennslukonan tók nú til máls: „Ég hef fengið leyfi til að taka fjórar stúlkur úr þessari deild með mér á jólahátíðina.“ Augu telpnanna ljómuðu. Hverjar skyldu fá að fara? „Nú skulum við sjá,“ sagði kennslukonan, „hver vill koma og draga?“ Lóa dró, og kennslukonan las nöfn- in, sem upp komu: Asa Ðavíðs, Bára Kristins, Dóra Einars og Lóa Jens. Þær voru heldur en ekki kátar þessar fjórar, en vesalings Elsa bældi niður grát- inn. Hana langaði svo mikið til að fara á jólahátíðina. Elsa bar sig vel það, sem eftir var tímans, en á heimleiðinni brast hún í grát. — Hvernig stóð á því, að hún var svo fátæk, en hinir svo ríkir? Nú gat hún ekki farið á jólaskemmtunina, af því að hún átti engan kjól til að vera í. Þess vegna varð hún að fara á mis við allt sælgætið, jólasálmana og skrautið. „Hvað er þetta, Elsa? Ertu að gráta?“ heyrði hún allt í einu sagt. Þarna var þá kennslukon- an komin. „Af hverju ertu að gráta, góða mín?“ spurði hún blíðlega. „Ég get ekki farið á jóla- skemmtunina,“ sagði Elsa há- grátandi. „Nú vegna hvers ekki?“ „Ég á engan kjól, og mamma getur ekki keypt nýjan kjól handa mér. Svo þarf ég að gæta systkina minna.“ „Góða vina mín, hættu nú að gráta. Við skulum sjá hvað setur." Kennslukonan fékk nú nóg að hugsa. Hún var einmitt á leið í kaffigildi til Svanhildar, móður Lóu. „Það er víst einhver fátæk stúlka í deildinni hennar Lóu. Lóa sagði mér, að hún hefði ekkert nesti með sér í skólann. Hún nefndi hana Elsu. Já, Lóa bað mig að lofa henni að fara í staðinn fyrir sig á jólatrés- skemmtunina.“ En á leiðinni hingað hitti ég Elsu grátandi af því, að hún átti engan kjól til að vera í á j ólaskemmtuninni." ,,Ósköp eru að heyra þetta,“ sagði Svanhildur. „Hún þarf að fá kjól. Við skulum nú mynda saumafélag, og hafa fund á hverjum þriðjudegi hjá mér. Og þá getum við saumað eitthvað handa öllum krökkunum.“ — Kennslukonan studdi þessa hug- mynd, og var hún samþykkt í einu hljóði. Þar með var málið útrætt. Dag nokkurn rétt fyrir jólin var Elsa ein heima með systkin- um sínum. Þá var drepið á dyr. Elsa fór til dyra, og Bjarni og Árni komu þjótandi á eftir. Kennslukonan var komin. Elsa vissi ekki sitt rjúkandi ráð, þeg- ar hún sá, hver komin var. — „Hver ert þú?“ spurðu dreng- irnir í einu hljóði. Elsa skamm- aðist sín fyrir, hvað allt leit illa út inni. „Er móðir þín ekki heima?“ „Nei, hún fór út.“ „Hver hugsar um heimilið á meðan?“ „Það geri ég nú,“ svaraði Elsa. „Þú ert góð stúlka að hjálpa mömmu þinni, og þú kannt alltaf vel í skólanum,“ sagði kennslukonan. „Ég kom hérna með böggla til ykkar. Hérna er kjóll handa þér og systur þinni og buxur handa drengjunum. Þetta er frá mömmu hennar Lóu og nokkrum konum öðr- um.“ Elsa var með hugann við jólatrésskemmtunina, en hún gleymdi samt ekki að þakka henni fyrir gjafirnar. Kennslu- konan óskaði þeim gleðilegra jóla og kvaddi þau síðan. Hún var glöð og fagnandi í hjarta sínu, af því að hún hafði gert aðra glaða. Höll Heródesar í Jerikó H E R Ó D E S Gyðingakonungur (37—4 f. Kr.) ótti höll mikla og glœsilega í Jeríkó. Dvaldist hann þar einkum á vetrum, því að þá var hlýtt þar, enda þótt kuldatíð væri uppi í Jerúsalem. Gerðust þar margir sögulegir atburðir. Til skamms tíma vissu menn ekki, hvar höll þessi stóð. En nú hefir enskur prófessor, James B. Prit- chard að nafni, fundið rústir hennar. Hann var búinn að leita lengi að fornleifum í Jeríkóborg, er athygli hans vaknaði á því, að illa þroskaðir tómatar á akri ein- um mynduðu marga reglulega jerhyrninga. t Hann tók því til að grafa þama og kom niður á rústir, miklar og fornar. Fáum mánuðum síðar blasti við mjög stór grunnur, 94 metra langur en 50 metra breið- ur. Þar fannst einnig fjöldi af peningum frá stjórnarárum Heró desar konungs, og auðséð var, að þar hafði geysað eldur, eins og kunnugt er um höll Heródes- ar skömmu eftir dauða hans. Stofur og salir hallarinnar hafa alls verið 36 og langar súlnaraðir. Gólfin eru lögð steintiglum. Sumar stofumar hafa verið bað- stofur og í þær veitt heitu og köldu vatni. í búrunum hafa fundizt brot af vínkrukkum og 120 föt, sem ilmvökvar hafa verið geymdir í og olíur. Enn má sjá, cð hallarsalirnir hafa verið prýddir blómum og sígrænum jurtum. En andlegi gróðurinn, sem þarna óx forðum, var maðksmog- inn í rót, og saga hallarinnar harmsaga. —KIRKJURITIÐ

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.