Lögberg - 17.12.1953, Page 11

Lögberg - 17.12.1953, Page 11
LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 17. DESEMBER 1953 11 ingarhrollur fór um áheyrendur hans, þeim fannst þeir heyra skröltið í hlekkjum fórnar- lambanna. Þá bar hann fram hina síðustu áskorun. Hvað gerði það til þó að hinir vantrúuðu væri ótelj- andi eins og sandur sjávarsins? Þeir yrði magnvana gagnvart þeim, sem Guð hefði vopnað, alveg eins og hinn guðlausi Faraó, sem í gullvagni sínum veitti Israelsmönnum eftirför, svo myndi þeir verða sigraðir og hverfa í hafið. Það fóru nu að renna tvær X m X s * Hugheilar jóla- og nýórskveðjur! Megi hátíðirnar, sem í hönd fara, verða vinum og viðskiptavinum hinar ánægjulegustu. 1 1 X 2 X I 1 1 f 2 2 2 i 1 2 2 | S &»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»,# Sargent FLCKI/TS 739 Sargenl Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 74-4885 ALPHA MANUFACTURING CO. LTD. Sincere (hristmas and ^lS^ew Tear (jreetings to oAll Our (ustomers ijl Western Canada's Largest Manufacturers of: FURNACE FANS PROPELLER FANS AXIAL FLOW FANS INDUSTRIAL VENTILATING FANS MILL EXHAUST BLOWERS STOKERS UNIT HEATERS AIR HANDLING EQUIPMENT Phone 74-5417 Alpha Manufacturing Co., Ltd. ENGINEERS AND MANUFACTURERS Nolre Dame and Midland Sí. WINNIPEG Innilegustu óskir um gleðileg jól, til allra okkar íslenzku viðskiftavina og allra íslendinga, og góðs gæfuríks nýórs. grímur á menn, jafnvel þá, sem efagjarnastir voru. Nú — þetta gat hugsast — Etienne væri út- valinn af Guði. Þá væri það ó- guðlegt að leggja fleiri hindran- ir í veg fyrir hann. Þau kviðu engu Þúsundir barna voru þess nú albúin að leggja út í þessa hættu- för. Mörg af þeim voru lokuð inni af foreldrum sínum. En það stoðaði ekki, þau smugu út um dyr og glugga, brutust út til að komast til spámannsins. Þau kviðu engu. Hvers þörfn- uðust þau? Fæðu? Fuglar him- ins myndu gefa þeim hana. Þyrftu þau skó? Klettarnir sjálf- ir myndu molna og verða að sandi undir þreyttum fótum þeirra. Nokkrir af foreldrunum báðu þess kvíðandi og mæddir, að yfirvöldin gripi nú í taumana. Konungurinn, Filippus Ágústus, sá hvernig hrifningaralda þessi fór eins og æðandi eldur um ríki hans og hann varð skelkaður. Hann gaf út tilskipan um, að öll börn skyldi hverfa aftur til heimila sinna og hætta við þessa brjáluðu fyrirætlun. Sagt var að hann hefði fengið hið himneska bréf frá Etienne, en að það hefði ekki haft áhrif á hann. Hann var sannfærður um, að drengur- inn hefði verið blekktur af ein- hverjum slægum munki, sem hefði þótzt vera frelsarinn. Og að sjálfsögðu yrði að koma í veg fyrir flónsku barnanna. En þá heyrðist voldug raust frá Róm. Hinn heilagi faðir til- kynnti, að Guð hefði blásið börnunum þessu í brjóst. Þau áttu að gera fullorðnum skömm, mönnum, sem væri trúarlitlir. Þetta hvatningaróp frá borg- inni eilífu, þar sem varakonung- ur Krists bjó í dýrð og einveru, varð börnunum hughreysting og hjörtu þeirra fylltust óumræði- legum fögnuði. Jafnvel hinir þrjóskustu foreldrar létu sann- færast að lokum. Sumar mæður neituðu þó að sleppa hendi af börnum sínum — þau skyldu ekki fara ein í slíka hættuför. Alls konar undarlegt fólk slóst nú í för með þessum litla her: munkar, sem vonuðust til að komast i æsandi ævintýri í stað leiðindanna í klefum sínum; lausungarkvendi og jafnvel flækingar, sem efst var í huga að stela. Þarna voru líka margar stúlkur, sem fóru í karlmanns- föt til að leynast. Og nú streymdu börnin frá þúsundum heimili, veifur þeirra og gunnfánar blöktu hátt í lofti. Etienne hafði kvatt þau öll til Vedome, það er lítil borg en mikilvæg, hér um bil 80 mílur fyrir suðvestan París. Að lokum gat Etienne ekki lengur á sér setið. Hann þreif fána sér í hönd og hrópaði: — „Guð getur ekki beðið lengur!“ og steig upp í skrautlegan vagn, sem auðugir, ungir aðdáendur höfðu lagt til. Vagninn var bú- inn dýrindis ábreiðum með lost- fögrum litum. Tjaldhiminn, fagurlega skreyttur, var yfir vagninum og hlífði fyrir hita sólarinnar. Hópur fagnandi barna hélt vörð um Etienne, sem báru kesjur eða spjót, önnur héldu á vaxkertum eða ilmandi reykelsiskerjum og yfir öllu blöktu útsaumaðar skrautveifur. Hörmulegur atburður gerðist í sambandi við þetta. Uppnámið var svo mikið og troðningurinn í kringúm vagninn, að sum af smærri börnunum voru troðin undir og biðu bana. Á þessu tímabili harðlyndis og lénsstjórnar hafði þó eitt kraftaverk þegar gerzt: Öll stéttaskipting sópaðist á burt. Þarna gengu synir barúna og greifa samhliða umkomulausum smaladrengjum. Fylkingin var margar mílur á lengd og þegar hún gekk fram hjá íbúum borganna horfðu þeir undrandi á, en stundum hendu þeir grimmilegt gaman að hinum horuðu og fáklæddu börnum, sem hugðust ganga yfir hrjóstrug fjöll á berum fótum. Ræningjar lágu í leyni fyrir þeim og rændu þau mat og peningum; aðalsmenn, sem virtu öll lög að vettugi, réðust eins og hrægammar að þeim, sem aftur úr urðu hremmdu þau og fluttu í kastala sína til þrælkunar. Þetta var hræðilegt ferðalag. Mörg dóu úr hungri og þreytu, því að sumar var og sólarhitinn. brennandi. Önnur voru sárfætt og þreytt, trúin, sem hafði hald- ið þeim við langa hríð hafði gufað upp smátt og smátt og þau báðu vesælarlega um húsa- skjól í klaustrum eða afskekkt- um sveitabæjum. — Nokkrir fjárhirðar tóku af góðsemi við þeim, en annars staðar var grimmum hundum sigað á vesal ings börnin, eða þau voru hrak- in á burt með grjótkasti. Og menn geta hugsað sér Etienne. Ákveðinn og fastur á svip dauf- heyrist hann við öllum bænum og kröfum um að þau hverfi aftur til heimilanna. Áfram vill hann óvæginn. Áfram til Mar- BLUE RIBBON Quality Products A rich and flavory blend of freshly roasted coffee. COFFEE Always a favorite because it is always so delicious. BAKING POWDER Pure and Wholesome Ensures Baking Success seilles! Myndi ekki Guð refsa þeim ef þau hikuðu? Að baki þeim voru eyðileg fjöll, en framundan mikil skóg- ar. Þegar börnin komu auga á víggirta borg eða kastala hróp- uðu þau áköf: „Er þetta Jerú- salem?“ Þau voru of fáfróð til að vita að þau ættu þúsundir mílna ófarnar til Jerúsalem- borgar. Og einni hættu enn urðu þau að mæta — og hún var verst. Það var holdsveiki. Hundruð fórust. Og íbúar þorpanna hörf- uðu frá þeim með skelfingu, er þau nálguðust. Framhald á bls. 14 atwtctctctctctc<ctctctctctcte<ctcte!etctctctctes«t«te<ctctctctcte<cictctctetctetctctctcictctcte<et6tetc^| Megi hátið Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. Phone 74-3353 I ROBERTS & WHYTE DRUGGISTS V I i! » s !ti»»»»»»»»»»»»»»»»»a»ia.»»a)»»»%»»»3)»»»»»»»»»»9>»»»»»»»»3iX SARGENT at SHERBROOK WINNIPEG x X 1 2 X 2 i X 1 2 x ! x X X X 2 1 | 1 X X 2 x I Megi hátíð Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. NATIONAL MOTORS LTD. WINNIPEG'S MERCURY, LINCOLN AND METEOR DEALER Phone 72-2411 276 COLONY ST. (at St. Mary’s) WINNIPEG Greetings... and best wishes for an enjoyable Yuletide and a very happy and most prosperous New Year to our ICELANDIC FRIENDS Grant’s Brewery Limited

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.