Lögberg - 17.12.1953, Side 14

Lögberg - 17.12.1953, Side 14
14 LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 17. DESEMBER 1953 INNILEGAR JÓLA og NÝÁRS KVEÐJUR S. BARDAL LIMITED 843 SHERBROOK ST., WINNIPEG Phone 74-7474 Established 1894 Nunw&i? When calling Long Distance you will save time if you tell the operator the NUMBER you want. ÚTIBÚ 1 WINNIPEG BROADWAY AVE. and DONAJLD ST. MAIN ST. and REDWOOD AVE. NORTH END BRANCH—MAIN ST. NEAR C.P.R. STATION NOTRE DAME AVE. and SHERBROOK ST. PORTAGE AVE. and KENNEDY ST. PORTAGE AVE. and SHERBROOK ST. UNION STOCKYARDS, ST. BONIFACE CORYDON AVE. and STAFFORD ST. Main Office — MAIN ST. and McDERMOT AVE, Útibú að SELKIRK, MANITOBA TEULON, MANITOBA Friðrik J. Rafnar. vígslubiskup: HIÐ SANNA LJÓS Lesið Jóh. I. 1.—14. ENN einu sinni býst heimurinn til að halda heilaga jólahátíð, helgustu hátíð ársins, hátíðina, sem öllum þykir vænt um, hvernig sem hún er skoðuð frá trúariegu sjónarmiði. Jólahátíð- in hefir hlotið flest nöfn allra hátíða. Hún er kölluð hátíð barnanna, hátíð ljóssins, hátíð ikærleikans og hátíð friðarins. Þetta út af fyrir sig sýnir hvað jólin eiga mikil ítök í fólkinu. Jafnvel þ*ar, sem allar trúar- iðkanir hafa verið lagðar niður með valdboði, hefir andstæðing- um kristindóms og kirkjulífs veitzt örðugast að fá fólkið til að sleppa jólahaldinu. Hvað sem hver segir, kveikir fólkið jólaljósin á heimilunum, og breiðir, eftir mætti, trúarlegan tilbeiðslublæ yfir jóladagana. Og við þurfum ekki út um heim, til fjarlægra landa, til að finna þessi dæmi. Hér á landi sjáum við þess ótal dæmi, að hugblær og tilfinningalíf fólksins er ann- að um jólaleytið, en aðra tíma árs. Aldrei er eins mikið um hjálpsemi; við eigum örðugt með að hugsa okkur einhverja þjást og skorta á jólunum. Það heimili er naumast til, að ekki sé leitast við að gera dagamun á jólunum, bjartara og hlýrra. Og kirkjurnar, sem aðra tíma ársins virðast ekki eiga neitt sér- stakt aðdráttarafl í öllum þorra manna, draga fólkið til sín til að heyra boðskapinn um Hann, sem „þótt ríkur væri, gjörðist vor vegna fátækur, til þess að vér auðguðumst af fátækt hans.“ Já, áhrifavald jólanna er að vissu leytf mikið, en þó ekki enn- þá nógu mikið. Jóhannes skrifar í upphafi guðspjalls síns: „Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn. í því var líf, og lífið var ljós mannanna; og ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefir ekki tekið á móti því.“ Þetta er skráð meðan kristin- dómurinn var enn í bernsku og lítið útbreiddur, meðan hin unga trúarhreyfing mætti svo að segja alls staðar ofsóknum og andúð. Það er því harla skiljan- legt að höfundur þessara orða segði, „að myrkrið hefði ekki tekið á móti ljósinu“. Hvað mundi hann nú segja, ef hann endurritaði guðspjall sitt á okkar dögum? Mundi hann fella burt orðið „ekki“? — Yissulega er boðskapur jólanna áhrifavald í nútíðar heiminum, því ber ekki að neita. Þrátt fyrir allt, eru áhrif kristinnar kirkju mikil; rætur hins mikla mann- úðar-, trúar- og menningararfs, sem vissulega er mikið rekið í he'iminum, má allar rekja til fæðingarjötunnar litlu í.Betle- hem. Enginn skyldi neita því, að áhrifa ljóssins, sem kom í heiminn á hinum fyrstu jólum, gætir víða, bæði í einstaklings- og opinberu lífi. Þess er of lítið gætt og of lítils virt, hvað nú- tíðar kynslóðin á jólunum og boðskap þeirra að þakka. Ef gætt er að með sanngirni, þá eigum við þeim og boðskap þeirra allt það að þakka, sem gefur nútíðar menningarlífi gildi, allt, sem gerir jarðlífið þess vert, að lifað sé. Jólin, og boðskapur þeirra, eru ljósið mikla í myrkri mannlegrar til- veru. „Hið sanna ljós, sem upp- lýsir hvern mann, var að koma í heiminn“. ☆ ÞAÐ getur virzt fjarstæðu- kennt, að fullyrða að það sem gefur tilverunni og mannlífinu gildi, ljósið mikla, sem lýsa á veginn að því takmarki full- komnunar og sælu, sem við öll þráum og ósjálfrátt keppum að, eigi uppruna sinn og rætur í lítilli fjárhúsjötu í fátæku sveitaþorpi austur í Gyðinga- landi. En þetta er nú samt í samræmi við þau lögmál, sem Guð hefir sett tilverunni frá öndverðu. Stærstu trén voru upphaflega örsmá fræ; hið mesta bál var í upphafi aðeins lítill neisti; hinn óendanlegi alheim- ur er byggður upp af örsmáum, ósýnilegum efniseindum, og frelsun gjörvalls mannkyns er upphaflega áður en aldir hófust og heimarnir voru skapaðir, fólgin í kærleikshugsjón eilífs, ósýnilegs guðdóms. 1 Betlehems-,*l jötunni gerast þáttaskil í sögu mannkynsins. „Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann var að koma í heiminn." Hafið þið nokkurn tíma reynt að gera ykkur skynsamlega grein fyrir hvaða gildi jólin og boðskapur þeirra gefa tilver- unni allri og hverjum mannleg- um einstakling? Þetta barn, sem við sjáum í anda á jólunum í Betlehemsjötunni, hefir, í samræmi við englaboðskapinn, hlotið nafnið frelsari heimsins. „1 dag er yður frelsari fæddur." Og það er meira en nafnið tómt. Hann er það. Án hans hefðum við enga sanna guðstrú. An hans væri jarðlífið, með öllu þess misrétti og baráttu, ó- skiljanlegt. Án hans væri dauð- inn og gröfin ægileg og vonlaus. Án hans væri gjörvöll tilveran handahófstilvera, án sýnilegrar skynsemi, réttlætis eða tilgangs. Hann, sem fæddist á hinum fyrstu jólum, leysir allar ráð- gátur og rúnir tilverunnar og mannlífsins. Hann er það, sem hann sagði sjálfur: „Vegurinn, sannleikurinn og lífið“. * # „Og myrkrið hefir ekki tekið á móti því“. Þessi orð voru skráð, meðan kristindómurinn var á frumstigi og sætti ofsóknum. En mundi sami höfundur skrá þau enn óbreytt? Mörgum mun finnast ástæða til þess, þó leiða megi nokkur rök til hins gagnstæða. Svo er Guði fyrir að þakka, að óteljandi kynslóðir hafa á liðn- um öldum fylgt ljósinu, og fylgja enn, þó þeir séu enn of fáir. Þrátt fyrir jólaljósið er makt myrkursins * ægileg í mannheimum. Enn skelfur heim urinn í ótta við friðrof og styrj- aldir. Líklega hefir sjaldan í sögu mannanna verið skugga- legra útlit en nú. Það væri því viðeigandi á þessum jólum, öðrum frekar, að jólabæn hvers kristins Vnanns sé um það, að ljósið að ofan beri meiri birtu inn í mannssálirnar, svo að það skapi frið á jörðu, og aukið magn kærleika og skilníngs Krossferð barnanna Framhald af bls. 11 En jafnvel þessi óvægni fjandi gat ekki sigrað þau. Nú varð loftið svalara, gróðurinn meiri. Þau nálguðust hafið og þeim létti — átti ekki hafið að opnast, svo að þau gætu gengið þar þurrum fótum, eins og foringi þeirra treysti Qg hafði spáð? Og Otherwise, she has to obtain it from “Information” in the distant city, with consequent delay. Keep a note of the out-of-town number when the operator gives it to you. NEXT TIME CALL BY NUMBER MANITOBA TELEPHONE SYSTEM að lokum komst Etienne með herinn sinn til Marseille — tötr- um klæddan her og glorhungr- aðan. Börnrn nöfðu nú gengið 400 mílur í brennandi sól og yfir nakin fjöll, þar sem úlfar og ræningjar höfðust við. Guð hafði stutt þau. Herinn þeirra var nú rýrnað- ur um helming. Og í hinni miklu borg beið Etienne í æstri eftir- væntingu. Hann starði út að sjóndeildarhring og baðst fyrir, heitt. — Miðjarðarhafið hlaut vissulega að klofna og opnast við bænir hans; vegur myndi opnast og þau gæu gengið þurrum fót- um til Palestínu. Nú leið hver dagurinn af öðr- um í áhyggjusamlegri bið. Hafið var stórt og hráslagalegt og það klofnaði ekki. Mörg af börnun- um gátu ekki beðist fyrir leng- ur, þeim féllst hugur og þau grétu beizklega. Og þegar liði Etiennes fækkaði fór að bóla á vantrú og jafnvel uppreist í ýmsum áttum. Illmannleg ráðagerð Fólkið í Marseille horfði undr- andi og efablandið á aðkomu- börnin. .Þar voru í borginni tveir kaupmenn, lævísir óþokk- ar, <em hétu Hugo Ferrens og William Porcus. Þeir litu for- vitnislega á piltana, sem margir voru sterklegir ög ótrauðir, þrátt fyrir undangengnar þjáningar. Þeir horfðu gráðugum augum á stúlkurnar, margar voru fagr- ar og girnilegar. Þarna var stór- kostlegt tækifæri til að græða of fjár. » Þeir komu til Etienne og Framhald á bls. 15 meðal manna og þjóðarheilda. I fæðingarkirkjunni í Betle- hem er sagt, að logað hafi á 32 ljósum frá því hún var byggð og fram til þessa dags. Aldrei hafi slokknað á ljósunum. Það er tákn ljóssins, sem kveikt var mönnunum í Betlehemsjötunni á hinum fyrstu jólum, tákn þess ljóss, sem alltaf logar mönnun- um til himneskrar vegleiðslu, og aldrei slokknar. Því ljósi erum við að fagna á heilagri jólahátíð. Það ljós er jólabarnið Jesús Kristur, frelsari heimsins. Gleðileg jól! % Greetings . . . May Happiness and Prosperity Be Yours in the Coming Year! BALDWINSON BAKERY BREAD - PIES - CAKES - PASTRY Icelandic Specialties: Vinarterta - Kleinur 1 I 3 <5 1 Phone 74-1181 749 ELLICE AVENUE WINNIPEG >oete«ceetc«eicic«««c«cic«««tctcicieieieict«ietc(cteie!eieicteieiciete!eteteictcte!eiet«ieiei«te«ete^^ 1 J I Compliments and Sincere Wishes 1 For Christmas and the New Year !ltS)9)Kk»lt>tk9>9»lStK9tai3»l9}3»l>l3l3)>)»3)3}»iaiai9)3l3l»iaOlS)%3lk9»lS«S)St»Sia>3)3)a) I i Greetings . . . t \ May Happiness and Prosperity I Be Yours in the Coming Year! “It’s Super in Every Respect” SKY CHIEF SERVICE Texaco Products - Marfak Lubrication SARGENT and BANNING WINNIPEG J. F. Steitzer, Prop. Phone 3-1142 y a»»at>i>»i»tai»»»t»»i»t»i»i»i»»i»i»i»i>)»ia»ta»)»t»)»»t»)»)»»»i»iaia)a»»t»»i>ia)>)»i»i>t «c«cte«ctct6tc«cictcte«c«c«c«cic«etc(eteteieietctcte<etetetctetctc(eic«6«6tc«ctctc«eictc«c«etctctc«etc« THE DOMINION BANK STOFN SETTUR 1871 Vér seljum bankaávísanir og ferðamanna peningaávísanir. Vér veitum sérstaka athygli viðskifta- reikningum þeirra viðskiftavina, er búa utanborgar. Upplýsingar fúslega látnar í té. Vér bjóðum yður að skifta við oss og leggja peninga yðar inn í næstu sparisjóðsdeild vora.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.