Lögberg - 07.01.1954, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.01.1954, Blaðsíða 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories Repairs 24-Hour Service PROMPT - COURTEOUS - DEPENDABLE ADOLPH S TAXI Round. The Clock Service 59-4444 52-6611 401 PRITCHARD AVE. SPECIAL RATES ON COUNTRY TRIPS WEDDINGS FUNERALS 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 7. JANÚAR 1954 NÚMER 1 Virðuleg og fjölsótt kirkjuathöfn á Gimli Á sunnudaginn hinn 20. desember síðastliðinn var mikið um dýrðir hjá íslenzka mannfélaginu í Gimlibæ, því þá var tekin í notkun með virðulegri athöfn hin nýja kirkja, er lúterski söfnuður- inn þar í bænum lét reisa á árinu, sem leið; svo er frá sagt, að kirkjan með öllum útbúnaði, muni hafa kostað hvorki meira né minna en sextíu og fimm þúsundir ¥' dollara. Kirkja þessi er af allra nýjustu gerð, máluð innan mildum litum, en gangar klæddir dýrindis dúkum; öliu er haganlega fyrir komið og þannig frá gengið, að ekki eitt einasta fet af flatarmáli hennar er látið ónotað; undir kirkjunni er rúmgóður kjallar- salur, þar sem auðvelt er að taka á móti miklum mannfjölda til veitinga og veizluhalds. Þrennar guðsþjónustur voru haldnar í kirkjunm áminstan sunnudag, kl. 11 f. h., kl. 2.30 e. h. og kl. 7 að kvöldi. Við morgunguðsþjónustuna, sem einkúm var helguð börn- um, prédikaði Dr. Rúnólfur Marteinsson og var það einkar vel til fallið vegna þess hve mjög hann kom við sögu Gimli safnaðar á fyrri árum; hann lagði grundvöllinn að stofnun núverandi safnaðar á Gimli árið 1890, en árið 1908 á jóladag var hin fyrsta messa flutt í kirkj- unni, sem söfnuðurinn hafði til afnota frá þeim tíma fram á síðastliðið sumar, er hún var rifin og tekið til starfa við hina nýju kirkjubyggingu. Dr. Rúnólfur á djúp ítök í hjörtum Gimlibúa, svo sem raunar annars staðar þar, sem spor hans og hinnar ágætu konu hans, frú Ingunnar, hafa legið; við morgunguðsþjónustana tóku einnig til máls þeir Victor Jónasson fráfarandi forseti Fyrsta lúterska safnaðar og Sigurbjörn Sigurðsson núver- andi forseti safnaðarins og af- hentu kirkjunni að gjöf frá söfn- uðinum forkunnar fagran pré- dikunarstól. Við síðdegisguðsþjónustuna prédikaði Dr. Valdimar J. Ey- lands og tók auk þess á annan hátt áhrifamikinn þátt í athöfn- inni svo sem með heillaóska- kveðjum frá kirkjufélaginu og öðrum kveðjum, er hann las UPP, þar á meðal frá settum biskupi íslands, Bjarna Jóns- syni vígslubiskupi, séra Eric H. Sigmar í Reykjavík og Dr. Haraldi Sigmar í Blaine; fór honum alt þetta röggsamlega °g glæsilega úr hendi. Hinn ungi og fyrirmannlegi prestur, séra Bragi Friðriksson, tók og nokkurn þátt í athöfninni, flutti kveðjur frá Islandi, þar á meðal kveðju frá prófessor Ás- mundi Guðmundssyni; var það kirkjugestum sérstakt ánægju- efni, að sjá þenna unga prest og kynnast honum. ( Ágætur söngflokkur hafði forustu um kórsöng, en ein- söngvarar voru Mr. Alvin Blöndal og Miss Lóa Davidson; við hljóðfærið var Gunnar Er- lendsson píanókennari. Her- prestur við flugherinn á Gimli tók einnig þátt í þessari til- komumiklu guðsþjónustu. Um kvöldið fór fram guðs- Hin nýja kirkja lúierska safnaðarins á Gimli þjónusta ásamt altarisgöngu, er mikill mannfjöldi tók þátt í, og töluðu þar, auk sóknarprests, áminstir prestar, að viðbættum séra Róbert Jack frá Árborg, er mælti fagurlega á enska og íslenzka tungu. Hinn ástsæli prestur Gimli- safnaðar, sem er hvorttveggja í senn áhrifamikill kennimaður og ljúfmenni, tók fagran þátt í öll- um guðsþjónustunum, og mint- ist fagurlega íslenzku braut- ryðjendanna, er grundvöll lögðu að kirkjulegri starfsemi og öðr- um menningarlegum samtökum ekki einungis á Gimli, heldur einnig svo víða annars staðar. Hér fer á eftir kveðja vígslu- biskups, séra Bjarna Jónssonar: Reykjavík, 12. des. 1953 Séra Valdimar J. Eylands, D.D., Winnipeg. Kæri bróðir og vinurl Mér er það gleðiefni, að séra Bragi Friðriksson fer nú til starfa meðal landa vestan hafs. Fylgja honum fyrirbænir mínar, og óska ég þess af heilum hug, að störf hans í þjónustu hins íslenzk-lúterska Kirkjufélags verði þeim, er hann starfar hjá, til blessunar, og að þar megi vera farsælt sambands prests og safnaðarfólks. Allra heilla árna ég prestum og söfnuðum vestan hafs. Þó að langt sé milli gamla Fróns og Vesturheims, nær birtan frá jólastjörnunni til vor beggja megin hafsins. Mér er sagt, að 20. þ. m. verði vígð kirkja að Gimli. Fel ég séra Braga að bera kveðju mína þeim, er þá hátíð halda. Bið ég þess, að dýrð Drottins fylli helgidóminn, og þeirri bæn skulu fylgja orðin í 27. Davíðs- sálmi, 4. versi. Tveir menn fórust með trillubót fró Dalvík Brak hefir fundizt úr bálnum Akureyri, 27. nóv. — í dag hefir veríð gengið á fjörur við Dalvík og hefir fundizt rekið brak úr trillubátnum Hafbjörgu, er óttazt var um í gær. Báturinn var hálf önnur smálest að stærð, opinn. Úr bátnum hafa fund- izt reknir lóðabelgir, línu- stampar og pallar. Fannst þetta brak rekið um 500 m. austan við Dalvíkurkauptún. Söngkonan efast um að til séu jafn- fallegri raddir en hér a íslandi Hefir áhuga á að stofnað verði til söngkennsludeildar við Tón- listarskólann Þeir, sem fórusl Formaður á bátnum var Ari Kristinsson, 36 ára að aldri. Lætur hann eftir sig konu og fjögur börn, öll innan 13 ára aldurs ,það yngsta tveggja ára. Háseti var Jón Gunnlaugsson, rúmlega þrítugur að aldri, ó- Bæn mín er sú, að í nýrri kvæntur, en átti fyrir öldruðum Það má segja, að þessi þjóð sé mjög ung í songmennt, engu síður en i mörgu öðru. Ein kynslóð einsöngvara hefir gert garðinn frægan, en önnur er nú að rísa upp, sem loíar mjög góðu og mun í engu verða eftirbátur fyrir- rennara sinna á þessu sviði listarinnar. Nokkrir efnileg- ir söngvarar stunda nú söng- nám erlendis, aðrir eru til þess að gera nýkomnir heim frá söngnámi og munu nú gera garðinn frægan á ný með nýrri kynslóð-. kirkju megi orðin rætast: „Sælir eru þeir, sem finna styrkleik hjá Drotni, er þeir hafa helgifarir í huga“. Beztu óskir um gleðileg jól og sanna heill á nýju ári. Með bróðurkveðju, BJARNI JÓNSSON, settur biskup. Séra H. S. SIGMAR preslur Gimli-safnaðar Iðnaðarbankinn færir út starfsemi sína Iðnaðarbankinn hóf starf- semi sína 25. júní s.l. A þessum tíma hefir hann notið enn meiri sparisjóðs- viðskipta almennings en vænta mátti í upphafi. Vaxa sparifjárinnstæður bankans nú jafnt og þétt með hverj- um mánuði. Er nú svo kom- ið, að bráðabirgðahúsnæði það er bankinn hafði á leigu hjá Loftleiðum h.f. er orðið of lítið. Hefir bankinn því fest kaup á húseigninni Lækjargötu 10B og hyggst að reisa þar bankabyggingu sem allra fyrst. Bankastjóri og bankaráð skýrði frétta- mönnum frá þessu í gær. í lögum um Iðnaðarbanka var gert ráð fyrir því að Iðnlána- sjóður yrði í vörzlum bankans, er frá liði, en sjóður þessi hefir verið í vörzlum Útvegsbankans. Fyrir nokkru fór yfirfærsla fram svo að Iðnlánasjóður, að upp- hæð 3 milljónir króna er nú varð veittur og vaxtaður sem sjálf- stæð stofnun í vörzlum Iðnaðar- bankans. Stofnhlutafé bankans var 6 milljónir króna. Auk þess var stjórn bankans gefin heimild að fengnu samþykki fjármálaráð- herra til að safna 500 þúsund króna hlutafé með almennu út- boði og nemur hlutafé og hluta- fjárloforð því nú allt um milljón króna. Þá skýrði bankaráð frá því að ákveðið hefði verið að verða við áskorun iðnaðarmanna um stofn- un útibús bankans á Keflavíkur flugvelli. — Nauðsynleg leyfi til húsbyggingar á vellinum fyrir útibúið eru fengin og byggingin þegar hafin. Þar suður frá starfa margir íslenzkir iðnaðarmenn sem „Sameinaðir verktakar" og hafa bankanum borizt miklar þakkir frá mörgum starfsmönn- um þar suður frá fyrir að ráðast í þessa framkvæmd. Er vonazt til að útibúið geti tekið til starfa á miðjum vetri. Bankastjóri Iðnaðarbankans er Helgi Hermann Eiríksson, verkfræðingur, fyrrv. forseti Landssambands iðnaðarmanna. Aðalbókari bankans er Jón Sig- tryggsjon, cand. phil., gjaldkeri bankans Richard Richardsson, cand. oecon, en bankaritarar Dagmar Jónsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir og Símon Sí- monarson. Bankaráð skipa: Páll S. Páls- son, formaður, Guðmundur H. Guðmundsson, Einar Gíslason, Kristján Jóh. Kristjánsson og varamaður hans, Vilhjálmur Helgi Bergs, verkfræðingur, en Árnason, gegnir störfum í árs- fjarveru hans. — Aðrir vara- menn eru Sveinn Guðmundsson, Sveinn B. Valfells, Tómas Vig- fússon og Einar B. Kristjánsson. —Mbl., 28. nóv. föður og föðursystur að sjá. Harðduglegir sjómenn Þeir félagar á Hafbjörgu ætl- uðu að leggja línuna nálægt Ólafsfjarðarmúla á móts við Hrólfssker og eru líkur til þess, að þeir hafi gert það. Enginn bátur varð þó Hallbjargar var, þótt allmargir réru frá Hrísey og Dalvík út í fjörðinn. Ætlað er að þeir hafi verið komnir ná- lægt landi, er þeim hlekktist á. Þeir Ari og Jón voru báðir harðdugleigir sjómenn og er mikill sjónarsviftir að þeim á Dalvík. Slysavarnarfélagið bað um að- stoð skipa, er stödd voru í firð- inum í gær. Leituðu Snæfell og Drangur frá Akureyri ásamt Strandferðaskipinu Heklu. —Mbl., 28. nóv. Fundur í Berlín Hinn 25. þ. m., verður hald- inn í Berlín fundur utanríkis- ráðherra stórveldanna fjögurra, Bretlands, Bandaríkjanna, Rúss- lands og Frakklands, en Rússar hafa, eins og vitað er, lengi verið tregir til slíkrar ráðstefnu nema þeir mættu setja öll skilyrðin sjálfir; en nú hafa þeir séð þann kost vænstan, að slaka nokkuð til. Telja má víst, að mörg og mikilvæg mál komi til umræðu á fundinum, svo sem horfurnar á friðarsamningum við Þýzka- land og Austurríki. Stórtjon vegna áflæðis Fárviðri hafa undanfarna daga þjakað kosti Dana og Svía og bakað þeim margra miljóna króna tjón; tilfinnanlegast hefir tjónið orðið af völdum áflæðis með báðum þessum þjóðum, og að því er síðast fréttist, er hvergi nærri séð fyrir endann á þessum hamagangi. Margir þessara ungu söngvara hafa að því betri aðstöðu en íyrirrennarar þeirra, að tónlist- armennt landsmanna er orðin meiri og djúpstæðari heldur en hún var á árum áður og hafa þeir því fengið betri undirbún- ing en hinir fyrri. Fór að syngja sextán ára í gær fann blaðamaður frá Tímanum, frú Þuríði Pálsdóttur að máli, en eins og kunnugt er, þá hefir frú Þuríður sungið víða og við góðan orðstír undan- farin tíu ár. Hún er í rauninni orðin gömul í hettunni sem söngkona, þótt hún sé aðeins tuttugu og sex ára að aldri, enda fór hún að syngja, er hún var sextán ára. Frú Þuríður er dóttir dr. Páls Isólfssonar, hins kunna tónlistarmanns, og má því segja, að eplið hafi ekki fallið langt frá eikinni og góður undirbún- ingur fyrir utan allan lærdóm að alast upp í því andrúmslofti tónlistar, er ríkt hefir á heimili hennar frá fyrstu tíð. Lærði fyrsi hjá Sigurði Birkis Þuríður er fædd hér í Reykja: vík. Hún gekk í Ingimarsskól- ann, en eftir að hún lauk þaðan prófi var hún tæpan vetur í Myndlistar- og handíðaskólan- um, en jafnframt vann hún ýmis konar störf. Er hún var sextán ára hóf hún söngnám hjá Sigurði Birkis og fór jafnframt að syngja í kór. Söng hún í Tón- listarfélagskórnum, og með því fyrsta, sem kórinn tók til með- ferðar, eftir að hún fór að syngja í honum, var Alþingishátíðar- kantatan eftir dr. Pál, er flutt var í tilefni af fimmtíu ára af- mæli hans. Þingi stefnt til funda Nú hefir Campbell forsætis- ráðherra lýst yfir því, að fylkis- þingið í Manitoba komi saman til funda hinn 2. febrúar næst- komandi; þetta verður í fyrsta skiptið sem hinn nýi fylkis- stjóri, Hon. J. S. McDiarmid setur þing og flytur þingheimi boðsakp stjornarinnar til þings- mS LAKDSCÓKAG^ 195092 Dvöl í London Frú Þuríður segist ekki hafa tekið sönginn alvarlega á þess- um árum. Fór hún þó til Lon- don, er hún var átján ára og var þar við söngnám nokkurn tíma. Varð svo langt hlé, þar til hún sneri sér að söngnum á ný, eða á annað ár. 1 millitíðinni giftist hún Erni Guðmundssyni, en þau hjón eiga eina dóttur. Árið 1947 var Útvarpskórinn stofnaður og sótti hún um inntöku í hann, en söng jafnframt i Tónlistarfélags- kórnum. Róbert A. Ottósson, er stjórnaði Útvarpskórnum, valdi hana til að syngja einsöng og hófst þar með einsöngsferill frú Þuríðar. Á þessum árum söng hún víða einsöng, m. a. í Jó- hannesarpassíunni eftir Bach og Stabat Mater eftir Rossini. Frekara nám í ítalíu í marz árið 1951 fór frú Þuríð- ur til frekara söngnáms í Italíu. Dvaldist hún í ár í Mílanó og nam söng hjá mastero Albergoni. Hún lærði einnig óperuleik hja sinjora E. Pisfolesi og píanóleik. Einn mánuð af þessum tíma ferðaðist hún um ítalíu ásamt manni sínum. A meöan hún var í Mílanó, söng hún hlutverk í óperunni Rigoletto. Eftir rúm- lega ársdvöl í Mílanó kemur hún aftur hingað heim og heldur þrjá konserta í Gamla Bío. Um haust- ið syngur hún Moniku í óper- unni Miðlinum og ennfremur syngur hún oft í útvarp. Við Adríahaf Eítir að hafa dvaiið hér heima nokkurn tíma, fór frú Þuríður á ný til ítalíu og lærði nú hjá einni þekktustu söngkonu ítala, Línu Pagliughi. Ætti sú söng- kona að vera Islendingum kunn, því hún söng í myndinni Rigo- letto, er sýnd var í Tjarnabíói, og einnig í myndinni Bajazzo, er sýnd hefir verið hér. Um sum- arið fór Lína Pagliughi frá Mílanó og út að strönd Adria- hafsins og bauð hún frú Þuríði með sér. Var frú Þuríður þar hjá henni í tvo og hálfan mánuð þarna úti við Adríahafið. Síðan fór hún aftur til Mílanó og heim og kom hingað aðeins tveimur dögum fyrir sextugs- afmæli föður síns. Tíu viðburðarík ár Voru þá liðin tíu viðburðarík ár frá því frú Þuríður söng í Tónlistarfélagskórnum á fimm- tugsafmæli föður síns, hið stór- brotna verk hans, Alþingishátíð- arkantötuna. Var hún nú komin heim til að vera viðstödd sex- tugsafmælið. Þau tíu ár, sem voru liðin, höfðu fært henni mikinn þroska og reynslu við nám og starf. Og ný verkefni eru framundan. Um þessar mundir er hún að æfa sig undir jólatónleika sinfóníuhljómsveit- arinnar, en á tónleikunum mun hún syngja einsöng. Ennfremur er ráðið, að hún syngi inn á nokkrar hljómplötur, sem Is- lenzkir tónar ætla að gefa út. Hefir hún þegar sungið inn á eina plötu, sem kemur út íyrir jólin, en lögin eru, Sofðu unga ástin mín og tvö lög úr Gullna hliðinu eftir dr. Pál ísólfsson. Fallegar raddir fyrir hendi — Hvað álítið þér um framtíð söngmála hér á landi? — Hér hefir allt breytzt mjög til batnaðar, hvað snertir óperu- flutning og ég býst við að það fari að verða töluverðir atvinnu- möguleikar fyrir söngvara. Og það vantar söngvara hér. Þótt hér sé yfirdrifið af fallegum röddum, þá þurfum við að eign- ast fleiri lærða söngvara. Ég efast um, að til séu jafnfallegri raddir en hér. Það eru þegar margir mjög efnilegir söngvar- ar að læra, aðallega karlmenn. Og eftir nokkur ár munum við eiga álitlegan hóp söngvara, sem er nauðsynlegt. — Finnst yður að það ætti að snúa óperutextum á íslenzku, þegar óperur eru fluttar hér? — Það er ekki nauðsynlegt í sumum tilfellum. Sé um kómik- óperur að ræða, þá er það nauð- synlegt. Annars er íslenzkan erfiðasta mál, sem sungið er á, en tvímælalaust er ítalskan bezta söngmálið. Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.