Lögberg - 07.01.1954, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. JANÚAR 1954
Úr borg og bygð
FRÓNS-fundur
Þjóðræknisdeildin Frón efnir
til almenns fundar í Góðtempl-
arahúsinu, mánudagskvöldið 11.
janúar kl. 8.
Til þessa fundar er boðað fyrst
og fremst til þess að kjósa full-
trúa á þjóðræknisþingið. — Að
hinum venjulegu fundarstörfum
loknum hefst skemmtiskrá
kvöldsins með því að Dr. Askell
Löve sýnir kvikmynd af Heklu-
gosinu. Myndina tók Ósvald
Knudsen, og er hún talin ein sú
bezta sinnar tegundar. Þess er
og vert að geta, að á meðan á
sýningu myndarinnar stendur,
eru leikin nokkur íslenzk lög,
sem að sjálfsögðu gefa henni
aukið gildi og áhrifamagn. —
Ennfremur mun Finnbogi próf.
Guðmundsson sýna Tröllamynd-
ir úr Dimmuborgum í Mývatns-
sveit og segja nokkur orð í því
sambandi. — Þetta er Jyrsti
fundur Fróns á þessu ári, og er
þess að vænta, að félagsmenn
fjölmenni.
Aðgangur er ókeypis, en sam-
skot verða tekin.
F. h. Fróns,
Thor Víking, ritari
vv
ÍSLAND FARSÆLDA FRÓN
Eftir
Hjálmar R. Bárðarson, A.R.P.S.
Fallegasta litmyndabók, sem
'gefin hefur verið út á Islandi.
Margar heilsíðumyndir í litum
og margar minni, allar í litum.
Bókin er í stóru broti 10%—
8% og er 132 blaðsíður.
Aldrei hefur komið út eins
margbreytt úrval af litmynda-
bók á íslandi, og aldrei eins
ódýr, því hún kostar aðeins
$8.50.
Fæst í
BJÖRNSSON'S BOOK STORE
702 Sargent Ave.
Winnipeg, Man.
☆
Jakob Jónasson, frumherji og
landnámsmaður í St. Peter’s
umhverfi, í grend við Selkirk,
andaðist að heimili sínu þann
19. des. s.l. Hinn látni var sonur
Klemensar Jónssonar frá Ból-
staðarhlíð og Ingibjargar Jóns-
dóttur konu hans. Jakob var
stórhuga framkvæmdamaður, er
starfrækti bú í óvenjulega stór-
um stíl. Þrír synir hans og ein
dóttir ásamt eiginmanni starf-
rækja stórbú á föðurleifð sinni.
Útförin fór fram í Selkirk þann
22. des., að mörgu fólki við-
stöddu.
☆
— Þakkarorð —
Innilegt þakklæti viljum við
votta öllum þeim, sem heiðruðu
minningu okkar látna ástvinar,
Þorsteins Swainsonar, með nær-
veru sinni við útförina, fögrum
blómagjöfum, samúðarkveðjum
og hlýhug á margan hátt. —
Einnig þökkum við söngflokkn-
um og prestinum, Dr. Valdimar
J. Eylands, fyrir kærleiksrík
kveðjuorð.
Krisfín Swainson
og fjölskylda
☆
Ársfundur stjórnarnefndar
elliheimilisins „Höfn“ í Van-
couver, verður haldinn 28. jan-
úar 1954, kl. 8 e. h., í Hastings
Auditorium, 828 East Hastings,
Vancauver.
Þess er vænst að landar fjöl-
menni.
ic
Síðastliðinn sunnudag lézt í
Vancouver, B. C., Finnbogi
Hjálmarsson 93 ára að aldri,
ættaður af Tjörnesi í Þingeyjar-
sýslu; hann var um langt skeið
búsettur í Winnipegosis. Finn-
bogi var einkar skemtilegur
maður í viðmóti, ágætlega rit-
fær og skáldmæltur; kona hans
lézt fyrir allmörgum árum, en
meðal eftirlifandi barna er
Númi læknir að Woodlands,
Man. •
Útföx- Finnboga verður gerð
frá Bardals hér í borg á föstu-
daginn kemur, kl. 1.30 e. h. Dr.
Valdimar J. Eylands jarðsyngur.
Giftingar framkvæmdar af séra
Sigurði Ólafssyni:
23. desember að heimili Mr. og
Mrs. Allan Sveinsson, Selkirk:
Bert Kindzienski, Árborg, Mani-
toba, og Florence Grosjean
sama staðar. Svaramenn voru
Mr. og Mrs. Allan Sveinsson;
Mrs. Sveinsson er systir brúð-
gumans. Heimili ungu brúð-
hjónanna verður í Árborg.
28. desember að prestsheimil-
inu í Selkir: Marino Midford,
Birds Hill, Manitoba, og Lillian
Elizabeth Miller, Winnipeg. —
Svaramenn voru Gestur J. Mid-
ford og Mrs. Carl Midford —
bróðir og tengdasystir brúðgum-
ans. Framtíðarheimili brúðhjón-
anna verður í Winnipeg.
☆
Séra Bragi Friðriksson, hinn
ungi og glæsilegi prestur safn-
aða íslenzka lúterska kirkjufé-
lagsins við Manitobavatn og bú-
settur er á Lundar, flytur guðs-
þjónustu að Vogar á sunnudag-
inn kemur hinn 10. þ. m., kl.
3 e. h. Er þess að vænta að fólk
norður þar fjölmenni við guðs-
þjónustuna.
Látin er nýlega í Seattle,
Wash., Hannes Kristjánsson um
eitt skeið bóndi að Wynyard, en
síðar í grend við Mountain,
N. Dak., en þar var hann fæddur,
sonur hinna kunnu landnáms-
hjóna, Mr. og Mrs. Kr. Kristjáns-
son, er bæði náðu hundrað ára
aldri. Hannes var drengur hinn
bezti og prúður í framgöngu;
hann lætur eftir sig konu og
uppkomin börn; meðal barn-
anna er Mrs. H. S. Sigmar á
Gimli.
A film on the eruption of
Hekla will be featured January
12th at a meeting of the Leif
Eiriksson Club to be held in the
First Federated Church, Ban-
ning and Sargent at 8:15 p.m.
Commentary will be made by
Dr. Askell Love. Another attrac-
tion will be the showing of slides
on trolls and other rock dwellers,
with commentary by Prof. Finn-
bogi Guðmundsson. Refresh-
ments will be served.
☆
Á sunnudaginn var lézt í Ár-
borg Mr. Valdi Jóhannesson, 72
ára að aldri hinn mesti skýr-
leiks og atórkumaður; hann bjó
um langt skeið stórbúi í Víðis-
bygð og tók virkan þátt í sam-
vinnuhreyfingunni í bygðarlagi
sínu; hann lætur eftir sig konu
sína og mannvænleg börn.
Útförin verður gerð að Víði í
dag, fimtudag, kl. 2 e. h.
☆
William Francis Langrill, út-
fararstjóri í Selkirk lézt á laug-
ardaginn 2. janúar, 45 ára að
aldri. Hann lætur eftir sig
eiginkonu, móður, bróður og
fimm systur. Mr. Langrill var
mörgum íslendingum kunnur og
mjög vel liðinn í starfi sínu. —
Bardals höfðu umsjón með út-
förinni.
☆
Carol Guðríður, dóttir Mr. og
Mrs. Skapti V. Eyford, Piney,
Man., og William Barrington
Blyth frá Esterhazy, Sask., voru
gefin saman í hjónaband í Sam-
bandskirkjunni 28. des. s.l. Séra
P. M. Pétursson gifti; Gunnar
Erlendsson var við hljóðfærið,
en Mrs. Alma Gíslason söng.
Brúðurin lauk prófi í Home
Economics við Manitobaháskóla
1951. — Heimili Mr. og Mrs.
Blyth verður í Athabaska,
Alberta.
☆
The Women’s Association of
the First Lutheran Church will
meet January 12th at 2.30 in
the lower auditorium of the
church.
MODERN SAGAS
eftir Thorsiínu Walters
Saga íslenzku frumbyggjanna
í North Dakota, með myndum.
240 bls. Kostar póstfrítt hvert
sem er $4.00. Fæst nú í
Björnsson's Book Store
Séra Skúli Sigurgeirsson frá
Walters, Minnesota, kom til
borgarinnar ásamt Mrs. Sigur-
geirsson og Jónasi syni sínum
skömmu eftir jólin. Þau heim-
sóttu vini og vandamenn í Sel-
kirk og Nýja Islandi; séra Skúli
hélt heimleiðis á nýársmorgun,
en Mrs. Sigurgeirsson mun
dvelja á þessum slóðum í nokkra
daga. Jónas fór eftir nýárið til
Brandon, en þar er hann starfs-
maður hjá Household Finance
félaginu.
☆
Miss Sigurlene Johnson, dóttir
Mr. og Mrs. Harry Johnson,
Glenside, Sask., og Cornelius
Froese frá Harndean, Man.,
voru gefin saman í hjónaband á
gamlárskvöld að heimili Dr. og
Mrs. K. J. Backman, Garfield
Street hér í borg. Er Mrs. Back-
man föðursystir brúðarinnar. —
Brúðarmey var systir hennar,
Miss Patricia Johnson, en Wil-
liam Penner aðstoðaði brúðgum-
ann. Rev. E. S. McVety gifti.
Frændkona brúðarinnar, Mrs.
V. J. Thordarson og Miss Ina
Acheson sungu brúðkaupssöngv-
ana. Heimili ungu hjónanna
verður í Winnipeg.
☆
Mrs. Nóra Emily Brown, ekkja
Thorsteins Brown, lézt að heim-
ili sínu 8 Royal Oak Apts., Win-
nipeg, 29. desember s.l. Hún
var 67 ára að aldri og hafði búið
meiri hluta ævinnar í Selkirk.
Hún lætur eftir sig þrjár dætur,
Miss Murial Brown og Mrs.
Ethel Mills báðar búsettar í
Winnipeg, og Mrs. Lorna Ewing
í Montreal; þrjá sonu, Norman
í Calgary, Gordon í Winnipeg og
Cecil í Ottawa; ennfremur 5
barnabörn.
☆
í lok nóvembermánaðar söng
Guðmunda Elíasdóttir á íslend-
ingasamkomu í New York, en
við píanóið var Snjólaug Sigurd-
son.
ú
Misá Margaret Bardal frá Des
Moines, Iowa, kom í heimsókn
um hátíðirnar til móður sinnar,
Mrs. A. S. Bardal, og venzla-
fólks hér í borginni.
☆
On Friday, February 12th, the
Scandinavian Central Commit-
tee will play hosts to the many
Scandinavians and their friends
on the lower mainland of B.C.
when they hold their annual
Midwinter Festival in the Hast-
ings Auditorium, 828 E. Hastings
Street.
Ás in the past year, a good
program of fine Scandinavian
talent will be presented at 8 p.m.
A film from the Jubilee Summer
Camp, showing it’s progress and
developments will also be shown
to aquaint the audience with this
fine venture.
At 10 p.m. the dance will start
and then you can enjoy your
favourite Schottiches, Polka’s,
Hambo’s and Waltz’s played by
the Swedish Hall Orchestra. The
dance will last until 1 a.m., so
you are assured of a good time.
There is also a number of prizes
given away on the admission
ticket which are very worth-
while.
The proceeds from the Festi-
val will be used to send children
to the Jubilee Summer Camp
next summer so your attendance
will not only give you a good
time but will assure many
children a joyous two weeks
vacation.
Everyone is welcome so make
February 12th a date for the
Midwinter Festival in the Hast-
ings Auditorium.
CARL ERICKSON, Secty.
☆
Myrtle Elizabeth Goodman og
Lloyd Albert Johnson voru gef-
in saman í hjónaband af Dr.
Valdimar J. Eylands á prests-
setrinu 5. desember s.l. Brúður-
in er elzta dóttir Mr. S. S. Good-
man og konu hans Sigurlínu,
sem látin er. Heimili Mr. og
Mrs. Johnson verður í Winnipeg.
Félagsbækur Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins komnar út
Félagsbækur bókaútgáfu
menningarsjóðs og þjóð-
vinafélagsins eru komnar á
markaðinn, en þær eru
skáldsagan „Musteri óttans“
eftir Guðmund Daníelsson,
„Suðurlönd“ eftir Helga P.
Briem sendiherra, Kvæði
Eggerts Ólafssonar og And-
vari og Almanak þjóðvina-
félagsins. Ennfremur hefir
menningarsjóður gefið út í
ár þrjár aukafélagsbækur,
en félagsmenn fá þær með
hagkvæmara verði en í
lausasölu.
Skáldsaga Guðmundar Daní-
elssonar er 180 blaðsíður .að
stærð, og er þetta tíunda skáld-
saga hans, en einnig hafa komið
út eftir Guðmund tvær ljóða-
bækur, tvær ferðasögur, eitt
leikrit og eitt smásagnasafn. —
„Suðurlönd“ eftir Helga P.
Briem er fimmta bókin í flokkn-
um Lönd og lýðir, og fjallar
bókin um Spán, Portúgal og
Italíu, en einnig eru í henni
stuttir kaflar um Andorra,
Gíbraltar, San Marino, Vatikan-
ríkið og samskipti Islendinga
við Suðurlönd. Vilhjálmur Þ.
Gíslason útvarpsstjóri hefir val-
ið kvæði Eggerts Ólafssonar í
safnritið íslenzk úrvalsljóð, og
skrifar hann ýtarlegan formála
um skáldið og kvæði þess. Helzta
efni Almanaks Þjóðvinafélags-
ins er grein eftir Níels Dungal
um ameríska lækninn William
Gorgas og Panamaskurðinn, ár-
bók Islands 1952 eftir Ólaf Hans-
son menntaskólakennara og
framhald ritgerðar Guðmundar
Gíslasonar Hagalíns um íslenzka
ljóðlist 1918—1944. Andvari flyt-
ur æviminningu Gunnlaugs
Classens læknis eftir Sigurjón
Jónsson lækni og ritgerðir eftir
Þorkel Jóhannesson prófessor,
Magnús Má Lárusson prófessor,
Böðvar Jónsson póst, H. H. og
Ólaf Sigurðsson bónda.
—Alþbl., 29. nóv.
Þann 5. des. s.l. gaf séra H. S.
Sigmar saman í hjónaband
Dorothy Valorie, dóttir Mr. og
Mrs. Thorkell Thorkelson,
Gimli, og Wilbert Samuel Du
Gray frá Killarney, Man. Hjóna-
vígslan fór fram í Unitara-
kirkjunni á Gimli, en brúð-
kaupsveizla var haldin í Parish
Hall. Heimili ungu hjónanna
verður á Gimli.
☆
Leiðréliing
1 Lögbergi 10. desember láðist
að geta þess, að umsögnin um
Emile Walters listmálara er
endurprentuð úr blaði þaðan
eystra; ennfremur hefði átt að
leiðrétta þá staðhæfingu í um-
sögninni-að Alþingi hafi verið
stofnað af Norðmönnum og
Keltum, sem er vitanlega hin
mesta firra.
☆
Innselning á Lundar
Á fimtudaginn 14. jan. kl. 7:30
verður séra Bragi Friðriksson
settur í embætti að Lundar. Dr.
Valdimar J. Eylands, forseti
lúterska kirkjufélagsins, fram-
kvæmir athöfnina með aðstoð
nokkurxa nágrannapresta.
Allir velkomnir.
Magnús Jónsson
gefur ekki kost á
sértil biskupskjörs
Magnús Jónsson, prófessor,
hefir beðið blaðið að birta eftir-
farandi yfirlýsingu:
„Út af prófkosningu þeirri,
sem fram hefir farið til undir-
búnings væntanlegu biskups-
kjöri, vii ég láta þess getið, að
ég mælist eindregið undan því,
nú sem fyr, að takast þetta em-
bætti á hendur, þó að ég ætti
kost á því. Þetta tel ég rétt að
gera nú þegar kunnugt áður en
kosning hefst, um leið og ég
þakka innilega þeim, sem hafa
sýnt mér það traust að vilja láta
mig koma til greina við skipun í
þetta virðulega embætti".
Magnús Jónsson"
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Þreyja mó þorrann
ný ljóðabók eftir Krisfján frá
Djúpalæk
Komin er út ný ljóðabók eftir
Kristján skáld frá Djúpalæk.
Nefnist hún „Þreyja má þorr-
ann“. Hún flytur 45 kvæði og
er 96 blaðsíður að stærð. Útgef-
andi er Sindur h. f. á Akureyri,
en bókin er prentuð í Prent-
smiðju Þjóðviljans.
Áður hafa komið út fjórar
bækur eftir Kristján frá Djúpa-
læk. Þær eru: Frá nyrztu strönd-
um 1943, Villtur vegar 1945, I
þagnarskógi 1948 og Lífið kallar
1950.
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
He.mili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
*
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 3. jan. 1954:
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12.
Islenzk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
Lúferska kirkjan í Selkirk
Sunnudaginn 10. janúar:
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli á hádegi
íslenzk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
Forsetafrúin, sem var meir en
heTmingi þyngri heldur en hún
átti áð vera, fór á megrunar-
hælið. Eftir fjórar vikur fékk
maðurinn hennar eftirfarandi
skeyti frá henni:
„Á fjórum vikum hefir þungi
minn minnkað nákvæmlega um
helming. Hvað á ég að vera hér
lengi? — Þín Dóra“.
„Vertu þarna í fjórar vikur
til viðbótar. — Þinn Pétur“.
Sólheimajökull
mældur
Jón Eyþórsson- veðurfræðing-
ur hefir nýlega farið austur að
Sólheimajökli og mælt hann,
nákvæmlega ári eftir mæling
una í fyrra. Kom í ljós, að vestri
jökulsporðurinn hafði þokazt
örlítið fram, en sá eystri stytzt
um 10—12 metra.
Góður afli ó
Grundarfirði
Tveir bátar stunda nú þorsk-
veiðar með línu á Grundar-
firði. Eru það bátarnir Farsæll
og Páll Þorleiísson. Hefir aflinn
verið allt að 6 tonn í róðri, á bát.
Aflinn er -mestallur lagður upp
í frystihús.
Söngkonan . . .
Framhald af bls. 1
Söngkennsludeild við
Tónlislarskólann
— Hverju álítið þér að beri að
þakka aukna tónmenningu hér?
— Tónlistarskólinn var fyrsti
vísir til þess, að hægt væri að
auka eitthvað tónlistarmennt.
Flest þekkf og ungt tónlistar-
fólk hefir útskrifast úr skólan-
um. Annars hefi ég mikinn á-
huga fyrir því, að stofnuð verði
söngkennsludeild við skólann og
fengnir verði góðir kennarar til
að skóla þær fallegu raddir, sem
hér eru, og halda hinum við,
sem þegar hafa fengið nokkra
skólun.
Samtalinu er nú lokið. Eins og
sést hér að framan, þá hefir frú
Þuríður síður en svo verið að-
gerðarlaus undanfarin tíu ár.
Hún á svo að segja alla ævina
ólifaða enn, og verði áfram-
haldið eins og byrjunin, og séu
aðrir eins ötulir við nám og
starf, þarf ekki að óttast þau
eftirmæli, sem hinni nýju kyn-
slóð söngvara verður gefið að
lokum. I. G. Þ.
—TIMINN, 4. des.
Landslagsmynd úr Norður-Saskatchewan
SCANDINAVIAN
CENTRAL COMMITTEE
presents
MIDWINTER
FESTIVAL
in
HASTINGS AUDITORIUM
Friday, FEBRUARY 12
Program 8-10 — Dance 10-1
Admission 75c
Good Prizes on Lucky
Tickets
Proceeds used to send children
to Jubilee Summer Camp
this year.
EVERYBODY WELCOME