Lögberg - 07.01.1954, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. JANÚAR 1954
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
OeflÖ út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
635 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáakrlft ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARfíENT AVENUE, WINNIPEG, MAN
PHONE 74-3411
Verð $5.00 um árið — Borgist fynrfram
The 'Lögberg” ís printed and published by The Colurabia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorlzed as Second Class Mail, Post Oífice Department, ottawa
Áramótin
Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Hún boðar náttúrunnar jól,
hún flytur líf og líknarráð,
hún ljómar heit af Drottins náð.
M. J.
Hið nýliðna ár kvaddi okkur með einmuna veðurblíðu
og nú hefir nýárs blessuð sól tekið við völdum; á þessum
stöðvum hnattarins hafa menn lítið af skammdegi að segja,
að minsta kosti ekki hið ytra í náttúrunni, því á vetrar-
sólhvörfum laugast landið í ljósi, og enn er svo að segja
ekki nema grátt í rót; yfir sléttunni hvílir mildur friður,
sem mennirnir vel mættu taka sér til fyrirmyndar bæði hið
innra með sjálfum sér og í daglegri umgengni við með-
bræður sína.
Látum það verða kjöorð okkar um áramótin, að ganga
lífinu á hönd og fagna hverri sólaruppkomu „í frelsandi
framtíðarnafni“, eins og Þorsteinn skáld Erlingsson komst
svo fagurlega að orði í einu sinna ódauðlegu ljóða.
Úr minningum liðna ársins brennum við hismið, en
flytjum með okkur inn í nýárið alt hitt, sem það hafði
lífrænast og fegurst til brunns að bera.
Hér verður engin tilraun til þess gerð, að ráða rúnir
framtíðarinnar, því þær ræður aðeins tíminn sjálfur; en
hitt er okkur skylt, að láta ekki neikvæð íhaldsöfl skyggja
á gróðurmögn þeirra daga, sem nú fara í hönd og þaði
hlutverk hafa með höndum að vekja til nýlífs alt, sem rás
viðburðanna um stundarsakir hafði drepið í dróma.
Af öllu fögru, sem við mannanna börn berum eitthvert
skynbragð á, er lífið sjálft fegurst, og því einu skuldum við
alla okkar hollustu.
Árið, sem nú er runnið í aldanna skaut, reyndist cana-
disku þjóðinni blessað og farsælt ár, og það varð líka stofn-
þjóð okkar í austri blessað og farsælt ár; við eigum öll
margs að minnast og margt að þakka.
Lögberg flytur öllum íslendingum hvar, sem þeir eru
búsettir góðs og gleðilegs nýárs.
☆ ☆ ☆
„William Alexander Craigie er fæddur í Dundee 13.
ágúst 1867. Foreldrar hans voru skozk og töluðu lágskozku,
en móðir hans var af háskozkum ættum, og hann minnist
þess frá því er hann var þriggja eða fjögurra ára, að faðir
hennar var að kenna honum dálítið í gelsku. Enda þótt
hann væri bæjarbarn, kynntist hann allmikið sveitalífi og
sveitastörfum, því hann heimsótti vini og ættingja, sem
áttu heima uppi í sveit, enda er það eitt af sérkennum hans,
hve mjög hann er heillaður af sveitinni, og líklega er það
fyrir þá sök, að bústaður hans er nú uppi á hæðunum fyrir
ofan Watlington.
Síðari hluta skólatíma síns stundaði hann nám í West
End Academy í Dundee og tveir af kennurum hans þar
voru frá Aberdeen. Af þeim lærði hann aðra skozka mál-
lýzku og sömuleiðis hljóðfræði, sem var eitt af hugðarefnum
skólameistarans, er nefndist George Clark. í hans höndum
sá hann fyrsta hefti Oxford-orðabókarinnar miklu New
English Diclionary, þegar það kom út 1884.
Svo er að sjá, sem skyldustörfin og fyrirskipaðar náms-
greinar hafi aldrei tekið upp allan tíma hans eða starfs-
krafta. Meðan hann var enn í skóla, tók hann að lesa á eigin
spýtur skozka rithöfunda fjórtándu og fimmtándu aldar og
notaði við þann lestur stytta útgáfu af orðabók Jamiesons;
ritaði hann þá á blaðrendurnar þau orð og orðmyndir, sem
ekki var að finna í orðabókinni sjálfri. Og þekkingu sína á
gelskri tungu jók hann með aðstoð eldra bróður síns, sem
lært hafði það mál til hlítar, bæði af bókum og af munni
þeirra manna, er mæltu á gelsku.
Árið 1883 hóf hann nám við háskólann í St. Andrew
og þar gafst honum tækifæri til að lesa hinar eldri bók-
menntir skozkar á bókasafni háskólans, án þess að hann
vanrækti fyrir það námsgreinar sínar. „Craigie fékk öll
verðlaunin“, segir einn af skólabræðrum hans þar, „án þess
að hljóta fyrir þá sök óvild nokkurs manns“. Það var í
grísku deildinni að hann gerði þá uppgötvun í tíundu bók
af Þjóðveldi Platons, sem Jowett og Campbell geta um í
útgáfu sinni. Síðasta árið sitt þar las hann um hríð Skot-
landskroníku Wyntouns, og tókst honum þá að komast til
botns í því, hvernig sú bók hafði í upphafi verið rituð. Á
sama tíma lærði hann þýzku með því að sækja kvöldskóla
í Dundee og frönsku með því að lesa Revue des Deux Mondes
á bæjarbókasafninu í Dundee. Kunningi hans einn gaf hon-
um dálítið ljóðasafn norskt, og það varð til þess að hann
fékk hug á Norðurlandamálunum og tók að leggja sig eftir
dönsku og íslenzku“.
Hugboð í Kerlingarskarði um
órekstur við Haffjarðaró
Spáði fyrsi í spil er hún var iólf
ára og sá þá fyrir sjóslys á
Slokkseyri
Um þessar mundir dvelur spá-
verið á leið til Stykkishólms og
fengið hugboð um það, þegar
bifreiðin var í Kerlingarskarði,
að eitthvað myndi koma fyrir á
leiðinni. Stóð það heima, að bif-
Senator McCarthy og Mr. Blackmore
Svo mjög hefir Senator Joseph McCarthy komið við
sögu Bandaríkjanna upp á síðkastið, að sjálfur forsetinn
hefir nálega horfið út í skuggann. Senator McCarthy er
kunnastur vegna ærsla sinna í sambandi við hina svoköll-
uðu rannsókn öldungadeildarinnar varðandi sanna eða
ósanna kommúnistastarfsemi á „hærri stöðum“ innan vé-
banda hinnar voldugu Bandaríkjaþjóðar; þessi óstýriláti
stjórnmálagleiðgosi, gerist nú svo umsvifamikill, að ágæt-
ustu mönnum hinnar amerísku þjóðar, svo sem Dean
Achison, fyrrum utanríkisráðherra, er naumast vært á
götum úti án þess að hafa um sig vörð. Fyr má nú rota en
dauðrota!
Langflestir Canadabúar hafa að réttu verið þeirrar
skoðunar, að atferli McCarthy’s væri sérmál Bandaríkjanna,
eins og það vitaskuld er, og myndi eiga fylgismenn fáa í
þessu landi; en hvort heldur þeir eru margir eða fáir, þá
er hitt þó víst, að í sambandsþinginu í Ottawa á hann þó að
minsta kosti einn aðdáanda, og er sá, John Blackmore,
Social Credit-þingmaður fyrir Lethbridge kjördæmið í
Alberta; hann hefir nýlega í útvarpsræðum, opinberum
yfirlýsingum og í samtali við blöð látið þau orð falla, að
vegna áróðurs og undirferlis kommúnista hér í landi, þyrfti
þjóðin á álíka manni og McCarthy að halda til að fletta ofan
af landráðamönnunum; ekki er það sem ljósast á hverju
Mr. Blackmore byggir staðhæfingar sínar, því eins og
sakir standa sýnist ekkert tilefni til þeirra vera fyrir hendi.
Sambandsstjórn hefir staðið, og stendur enn um það dyggi-
lega vörð, að stofnunum landsins verði engin hætta búin
af völdum kommúnista; alt þetta moldviðri, sem Mr.
Blackmore reynir að þyrla upp, sýnist gersamlega út í hött
og helzt til þess miða að veikja þjóðeininguna í landinu.
Nú hefir Mr. Low, leiðtogi Social Cretdit-flokksins,
tekið óþyrmilega ofan í við flokksbróður sinn og heldur að
hann geti haft um eitthvað þarfara að tala, en „innflutning“
McCarthy’s í canadisk stjórnmál; Mr. Low, sem er bitur
andstæðingur kommúnista, kvað ástæðulaust með öllu, að
efast um að stjórnvöldin gerðu skyldu sína gagnvart áróðri
hvar, sem slíkrar skemdarstarfsemi yrði vart; um úrbætur
í þeim efnum þyrfti Canada ekkert að sækja til Banda-
ríkjanna og þá allra sízt til McCarthy’s eða hans nóta.
☆ ☆ ☆
Lítil bók en falleg
kona hér í bænum, sem mikið
orð hefir farið af og af þeim er
til þekkja, talin standa í fremstu
röð spákvenna hér, ásamt konu
þeirri frá Siglufirði, er dvaldi
hér í október. Kona þessi býr í
Borgarnesi og hitti blaðamaður
frá Tímanum hana að máli í
gær.
Spáði í spil tólf ára gömul
Spákonan heitir Sesselja Jóns-
dóttir og segist hún fyrst hafa
spáð í spil, er hún var tólf ára
gömul. Hafi hún þá séð fyrir
sjóslys, sem varð á Stokkseyri.
Sesselja er frá Eyrarbakka.
Fluttist hún fyrst til Mold-
brekku undir Fagraskógarfjalli
í Kolbeinsstaðahreppi, en þaðan
í Borgarnes. Segist hún lítið hafa
litið í spil á meðan hún bjó að
Moldbrekku, en snúið sér að því,
er hún kom í Borgarnes. Þar
hefir hún verið í fimm ár.
Spáðu á víxl
Sesselja segist einu sinni hafa
séð Ingibjörgu frá Siglufirði og
hafi þær þá spáð hvor fyrir
annarri og komu spádómarnir
fram hjá báðum. Sesselja hefir
ferðast til Akureyrar og spáð þar
í spil, einnig til Akraness, Sei-
foss, Hveragerðis og Keflavíkur.
í Hveragerði var hún kvödd með
fögrum blómvendi, en segis)
hafa fengið prýðilegar viðtökur
alls staðar. Sesselja segist hafa
gert lítið að því að spá í spil
hér í Reykjavlk. Hins vegar er
hún að fara til Vestmannaeyja í
marz. Á meðan hún dvelur hér,
hefir hún verið beðin að spá á
uansleik.
Um jólaleytið sendi vinur minn Snæbjörn Jónsson bók-
sali og rithöfundur í Reykjavík mér að gjöf litla, en fallega
bók, sem gengur undir nafninu Sir William Craigie, maður-
inn og störf hans, eftir J. M. Wyllie; þýðingin er eftir
Snæbjörn, og má af því ráða, að ekki hefir verið kastað
til hennar höndunum.
Sir William er víðkunnur fræðimaður og mikill að-
dáandi íslenzkra rímna, svo sem rannsóknir hans í þeim
efnum og þar að lútandi bækur hans bera svo glögg merki
um. Sir William er nú freklega hálfníræður, en heldur
fram til þessa dags óskertu starfsþreki.
í inngangsorðum að bókinni mælir Snæbjörn á þessa
leið:
Meðhjálparinn
Sesselja sagði að það væri ein-
kennilegt, hvað hún sæi stund-
um í spilum fólks. Sagðist hÚL
einu sánni t. d. hafa spáð fyrir
ungum manni utan af landi.
Átti hann tvo bræður og sá hún
strax á spilunum, að annar var
eitthvað tengdur kirkjulífi. Stóð
það heima, að annar bróðir hans
var meðhjálpari. Hvað dulræn-
um eiginleikum viðvíkur, sagði
Sesselja, að eitt sinn hefði hún
reiðin lenti í árekstri við Haf-
fjarðará.
—TIMINN, 2. des.
611 North 61st Street,
Seattle 3, Washington,
November 22nd, 1953.
VESTRI, Icelandic Literary
Society, and
EINING, Ladies Aid Society,
c/o Rev. G. P. Johnson,
2832 West 69th,
Seattle, Washington.
Dear Friends:
Enclosed please find my check
in the amount of $1,000.00 which
I wish to present to Vestri, Icer
landic Literary Society and
“Eining”, Ladies Aid Society. It
is presented in the memory of
my beloved husband, Baldur
Gudjohnsen, who would have
celebrated his 74th birthday cn
the 19th day of this month; my
beloved son, Baldur Odin and all
the many and loyal Icelandic
friends who Have passed away in
recent years.
For all these many years I
have been unable to take an
active part in Icelandic affairs.
To Eining, then, I present half
of the above amount, in hopes
that it will, in small measure,
malce up for the many hours of
work I have not been able to
give them. And to Vestri, the
same, with many thanks to them
íor their past kindness to me and
my family.
I want these two societies to
do what they think best with
this gift. Anything which would
help Eining to continue its past
commendable works would make
me happy. If it is their wish to
give assistance to Stafholt, Ice-
landic Old People’s Home, in
Blaine, Washington, let them
feel free to do so. Vestri’s fine
work in keeping alive the cus-
toms and language of Iceland in
this Western land of our adop-
tion is something which we all
appreciate. I hope I can help
them continue in this way.
Appreciatively yours,
SALOME GUDJOHNSEN.
3. bindi endurminninga Eggerts Stefóns-
sonar söngvara komið út
Eggerl er farinn að undirbúa
4. bindið
Fyrir jólin kom á bóka-
markaðinn 3. bindi endur-
minninga Eggerts Stefáns-
sonar söngvara, „Lífið og
ég“. — Eggert hefir þegar
ákveðið að gefa út 4. bók-
ina og er þegar byrjaður
að undirbúa hana.
Fréttamenn ræddu í gær við
Eggert Stefánsson söngvara um
þessa nýju bók hans.
lenzku útvarpshljómleikarnir
erlendis. Kafli er um söngferða-
lag Eggerts um Island á árunum
1925—1926. Hefir Eggert fléttað
þar inn í umsagnir blaða um
söng hans.
Kom út 23. des.
Hersteinn Pálsson ritstjóri
hefir búið bókina undir prentun.
Á kápu bókarinnar er mynd af
málverki eftir Gunnlaug Blön-
dal og í bókinni er mynd af
gipsmynd eftir Ásmund Sveins-
son. Bókin kom út 23. des. s.l.
Nær frá 1925—1931
Sagði Eggert að bókin næði
yfir tímabilið 1925—1931 í ævi
hans. Segir þar frá för Eggerts
til Ameríku og tónlistarlífi í
New York. Þá er kafli um
Wilson Bandaríkjaforseta og
kenningar hans um uppeldi
stjórnmálamanna. Þá segir
Eggert frá hljómleikum í París
árið 1925. Voru það fyrstu ís-
Minningarorð
Guðríður Eiríksson
Guðríður Eiríksson lézt 2.
október s.l. að heimili dóttur
sinnar, Mrs. W. Engel, 3002 W.
71 St. Seattle. Hún var fædd að
Brautartungu í Lundareykja-
dal í Borgarfjarðarsýslu 15.
júní 1866. Flutti til Vesturheims
árið 1889 og giftist sama ár, 17.
desember, í Winnipeg, Henrik
Eiríksson, ættuðum frá Svigna-
skarði í Borgarhrepp í Mýra-
sýslu. Til Victoria, B.C., fluttu
þau Eiríksson-hjónin 1890 og
voru þar búsett í 12 ár. Til
Bandaríkjanna fluttu þau 1902
og keyptu 40 ekrur af landi á
Point Roberts í Washington og
bjuggu þar góðu búi í 45 ár. —
Mann sinn misti Guðríður sál.
fyrir tæpum tveiur árum, og
höfðu þau áður flutt til Seattle
og selt bújörð sína á Point
Roberts.
Nánustu skyldmenni hinnar
látnu, sem lifa hana eru ein
dóttir Eirikina Ragnhildur, Mrs.
W. Engel, og dótturdóttir,
Gertrude, Mrs. Latchon, og tvö
barnabarnabörn; ennfremur ein
systir, Mrs. Ragnhildur Siegel,
búsett í Seattle.
Þeim Eiríkssons-hjónum varð
þriggja barna auðið; dreng
mistu þau í æsku og dóttur upp-
komna — Ingiríði Vigdísi, gifta
Hálfdáni Hallgrímsson, sem er
einnig dáinn fyrir nokkrum
árum.
Foreldrar Guðríðar voru
Auðunn Vigfússon og Þórdís
Bjarnadóttir, hún ólst upp hjá
föðurbróður sínum, Gunnari
Vigfússyni á Hamri í Borgar-
hreppi í Mýrasýslu, og var bú-
stýra hans þegar hún hafði
þroska til, unz hún flutti til
Vesturheims.
Guðríður var mesta myndar-
kona, bæði í sjón og reynd; hún
var ágæt húsmóðir, prýðilega
verki farin, skyldurækin, trygg-
lynd og vinföst; hún var framúr-
skarandi gestrisin, vel greind og
ljóðelsk.
Jarðarför Guðríðar sál. fór
fram 6. október s.l. að viðstöddu
fjölmenni. Séra Kolbeinn Sæ-
mundsson flutti kveðjuorð.
J. J. M.
Island þáttlakandi í listsýningu
í Feneyjum?
Að lokum skýrði Eggert Stef-
ánsson frá því, að þau hjónin
ynnu nú að því að fá inni fyrir
ísland á „Biennial“ sýningu í
Feneyjum. Er hér um að ræða
miklar listsýningar, er fram
fara annaðhvert ár í Feneyjum
og allar helztu þjóðir heims
taka þátt í. Væri mikill heiður
fyrir ísland að fá að taka þátt í
slíkri sýningu. Kvaðst Eggert
vongóður um að ísland gæti
orðið þátttakandi í „Biennial"
innan ekki langs tíma.
—Alþbl., 1. des.
Kaupið Lögberg
Víðlesnasta
íslenzka blaðið
OSLNITíi llGHITE
Cobble and Stove for
hand-fired furnaces.
Booker Nut for Bookers.
Stoker Size for Stokers.
All Oil Treated.
John Olafson, Representative.
PHONE 3-7340
Heimsækið
á ,Ódýra tímabilinu'
(Haust, Vetur, Vor)
Langar yður til að heim-
sækja frændur og vini í
Evrópu . . . . tíl að sjá með
eigin augum staðina, sem
þér hafið heyrt svo mikið
látið af? Ef svo er, þá gerið
ráðstafanir til að fara frá
september til apríl þegar
„Ódýra tímabilið" gerir
yður kleift að heimsækja
mörg önnur lönd.
Hafið samband við ferða-
skrifstofu yðar. Látið hana
anrtast ferðaáætlunina fyrir
yður, ferðir um nágrenni
borganna, er þér heim-
sækið, hótelpláss og það
sem með þarf til þess að
ferð yðar gangi að óskum!
European
Travel
COMMISSION
(Evrópiska
ferðamnanasambandið)
Frekari upplýsingar gefa:
Icelandic Counsulate
General
50 Broad Street
New York 22. N.Y.