Lögberg


Lögberg - 14.01.1954, Qupperneq 2

Lögberg - 14.01.1954, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. JANÚAR 1954 GUÐNIÞÓRÐARSON: GRIMSBY—fiskibærinn á fljótsbakkanum, þar sem útgerðarmenn róða Sumir vilja siga hundum á íslendinga, en aðrir geyma handa þeim peninga. — Einvaldarnir, sem héldu að íslend- ingar myndu deyja. — Sjómannaíélög óþekkl í logara- bænum. — Frú England með naínabók íslendinga við búðarborðið. Tiltölulega fleiri stúlkur sækja húsmæðraskóla ó íslandí en á nokkru hinna Norðurlandanna ,JÞ að væri réttast að siga hundum á alla lslendinga“, hvíslaði þjónninn í eyra mér, þegar hann hafði fengið þjórfé sitt að miðdegisverði loknum. Œíann hafði komið auga á ís- lenzka vegabréfið mitt milli blaða í veskinu, þegar gjaldið var fundið. Þetta var í veitingasölu á þriíalegum matstað niður við höfnina í Grimsby,_þar sem yfir- menn á brezkum togurum, fisk- salar og útgerðarmenn eru dag- legir gestir. „Já, siga þú þínum hundum, en íslenzkir hundar gelta ekki, þeir bíta. Vara þú þig á þeim, lagsmaður og flýttu þér til húsbónda þíns“. Þannig var andrúmsloftið í Grismby um það leyti, sem Ing- ólfur Arnarson braut löndunar- bannið. En þetta er þó ekki rétt mynd af,allri þeirri hlið, sem að Is- lendingum snýr í Grimsby og einkarlega annars staðar í Bret- landi, en þessi hluti hennar er samt óhugnanlega stór í mis- jafnlega sterkum litum. Það er sjaldgæft að fara með strætisvagni, án þess að heyra einhverja af farþegunum vera að ræða um íslendinga. Sumir eru innilega sammála og eiga varla nógu.sterk orð til formæl- inga, en aðrir eru ósammála og deila fast. Oft gæti maður hald- ið, að þar ræddust við íhalds- menn og verkamannaflokks- menn daginn fyrir kosningar og væru báðir jafn ákveðnir að snúa hinum á sitt mál. En þegar betur er hlustað, er umræðu- efnið hvorki Churchill eða Attlee, heldur íslendingar og Dawson. Helmingi mannfleiri en Reykjavík Grimsby er um það bil helm- ingi mannfleiri borg en Reykja- vík, þó að borgarstæðið sé kann- ske ekki stærra. Hún er ekki í tölu elztu borga á Englandi og fór ekki að byggjast verulega fyrr en á síðustu öld, þegar fisk- veiðarnar voru að flytjast norð- ur með strönd Englands. Þegar togaraútgerðin byrj- aði, voru höfuðstöðvar hennar í borgum suður undir Ermar- sundi. En fiskurinn þvarr fljótt á þröngum miðum þar og stærri skip voru byggð til lengri sjó- ferða. Þá komu Norðursjávar- togararnir og síðan úthafstogar- arnir, sem sendir voru alla leið norður undir Færeyjar, ísland og Noreg. En það var ekki að ráði fyrr en um aldamót. Grimsby hefir blömgast sem stærsta og næststærsta fiskihöfn Bretlands við hliðina á Hull. Þessar tvær borgir við Humber- fljótið urðu miðstöð togveið- anna í Bretlandi, svo það er ekkert undarlegt, að þar er að finna helztu andstæðinga nýju landhelgislaganna við Island. Borgir þessar eru ennþá helztu togarastöðvar hins brezka fisk- veiðiflota og fisverzlunar í sam- bandi við landanir. Enginn ókunnugur getur í- myndað sér þau ógnartök, sem útgerðarmenn í Grimsby hafa á samborgurum sínum. Þeirra lög eru óskráð, en raunverulega fara þeir með löggjafar- og framkvæmdavald i borginni. Þeir haga sér í öllu eins og fullkomnir einvaldsherrar og hafa búið til einfalt en áhrifa- ríkt kerfi til að tryggja þá að- stöðu sína. Sjómannafélög eru óþekkt fyrirbrigði í Grimsby, og á enskum togurum eru engin ákvæði í heiðri höfð um hvíld sjómanna. Algengast er að þeir vinni 18 tíma á sólarhring við fiskveiðar og aðgerð á höfum úti, en það er líka venjulegast, að þeir vinni samfleytt nokkra sólarhringa án teljandi hvíldar, þegar grimmlyndir skipstjórar eru að ljúka veiðum og fylla skipið til heimferðar. Sjómenn eru að vísu meðlimir í verkalýðsfélögum þeim, sem ná til flutningaverkamanna. En lítið virðast þau samtök Bevans hins byltingasinnaða, hugsa um hag togarasjómanna. Almenningur óttast þá Útgerðarmenn í Grimsby eru það afl, sem almenningur óttast, en virðir ekki nema takmarkað, því marga langar til að fara þar að dæmi íslendinga og brjóta vald þeirra á bak aftur. Þess vegna eiga íslendingar óskipta samúð margra bæjarbúa, sem langar til að sjá, hvernig út- gerðarmenn verða að láta í minni pokann í fyrsta sinn. En sú samúð fer ekki hátt. Annars voru þessir höfðingjar í einveldisstól sínum niður við höfnina alveg undrandi þessa dagana. Það er í fyrsta sinn, sem kerfi þeirra bilar. Þeir voru búnir að banna íslendingum að stækka landhelgina, en þeir gerðu það samt. Slíkt hefði eng- inn Grimsbybúi þorað og nú varð að láta alla sjá, að einveldi útgerðarmanna í Grimsby stæði föstum fótum. Þess vegna gáfu þeir einn góð- an veðurdag út tilskipun um, að íslenzkum fiski skyldi ekki land- að í Bretlandi. Þeir fóru ekki dult með það, að þetta þýddi sama og segja íslendingum að svelta. En hvað skeður. Islend- ingar landa ekki fiski í meira en ár, en halda samt áfram að lifa. Þeir komu meira að segja á máluðum og vel til höfðum skip- um, og skipverjar eru glaðir og kátir. Hvað hafði skeð? Það vita út- gerðarmenn ekki, en þetta er í fyrsta sinn, sem einvaldsskipu- lagið bilaði. Og svo landa þeir fiski, eins og útgerðarmenn séu ekki til og einskisvirða valdboð þeirra. En svo eru það aðrir, sem fagna. Verzlunarfólkið í Grimsby var orðið langeygt eftir íslenzku drengjunum, því engir voru betri viðskiptavinir. Þegar komið er inn 1 skóbúð langt uppi í borg, segir afgreiðslu maðurinn: Meðal annarra orða, eruð þér norskur eða sænskur. — Nei, íslenzkur.' — Nú, ekki bjóst ég við að sjá Islending aftur. Þó ætti ég að þekkja ykk- ur, svo marga skóna hefi ég mátað á íslenzka fætur. Island í myndum sem gestabók Komi maður í kjólabúð við Freemanns Street, kemur verzl- unarstjórinn, móðurleg frú á efri árum, brosandi að borðinu og segir: Góðan daginn, þér eruð íslendingur ,er það ekki? Hvaða skip er nú í höfn, ég hélt áð Ingólfur væri farinn? Hún kemur með útgáfu af íslandi í myndum, sem er út- skrifuð af mannanöfnum og skipa úr íslenzka flotanum. — Þér sjáið, að við höfum séð ís- lending áður. Hafið þér ekki heyrt um mig talað á íslandi, segir frúin, sem heldur að Reykjavík sé aðeins nokkur hús á sjávarströnd. — Þeir kalla mig Mrs. England, drengirnir. Þér hljótið að hafa heyrt mín getið á íslandi? Afgreiðslumaðurinn á benzín- stöðinni á horninu segir, þegar hann er spurður til vegar: — Þú ert íslendingur, er það ekki? Hann gengur í hvíta sloppnum sínum út á hornið og bendir inn í verzlunargötuna og segir: — Farðu bara til hans Greenbergs, hann þekkir alla Islendinga. Innstæður íslendinga í Grimsby Og sannarlega þekkir Green- berg alla Islendinga. — Sjáðu hérna, segir hann og sækir bunka af umslögum í eldtraust- an skjalaskáp sinn. — Hérna eru umslög með peningum, sem Is- lendingar eiga. Ég útvega mörg- um íslendingum föt, og þeir fá þau saumuð og borga inn á pöntun ^ína. A umslögunum standa nöfn skipverja og nöfnin á togurun- um undir. Þarna er Isólfur, I nýútkomnu Fishing Gazette, októberheftinu, sem mun vera fjöllesnasta fiskiðnaðartímarit í Bandaríkjunum, segir frá nýjum fiski- og síldarmjölsþurrkara, sem fyrirtækið Edw. Renneburg & Sons Co. hefir smíðað og sett upp í verksmiðju einni í Wild- wood í New Jersey. Er þess jafn- framt getið, að Gísli Halldórsson verkfræðingur eigi hugmynd- ina að þurrkara þessum og hafi séð um smíði hans. Þurrkari þessi hefir vakið mikla athygli og er hann að ýmsu leyti frábrugðinn eldri gerðum. Rekstur hans er að öllu leyti sjálfvirkur, en þó má með augnabliks fyrirvara stjórna honum á venjulegan hátt. Slærsti þurrkari í heimi Þurrkari þessi er álitinn stærsti þurrkari, sem menn vita af og hafa afköst hans reynzt geysimikil. Hefir hann í allt sumar unnið með ágætum og auðveldlega unnið úr sem svarar 10 þúsund málum á sólarhring. Meira hráefni hefir ekki verið fyrir hendi og er því ekki vitað með vissu, hve miklu meira hann myndi geta afkastað, en áætlað að hann myndi geta þurrkað úr 15—17 þúsund mál- um. Á þessu sumri hefir hann framleitt mjöl fyrir um 20 millj. krónur. Þurkofninn er um 10 m. á lengd og 4 m. á breidd, en 6 á hæð. kynntur með tveim olíu- brennurum. 17 metrar á hæð Þurrkarinn sjálfur er um 20 Kaldbakur, Hafliði, Fylkir og margir fleiri. — Hér geymi ég peningana þeirra, þangað til þeir koma, hvort sem ég verð dauður eða lifandi, þá geymir fyrirtækið umslögin. Þeir hættu að koma, en það er ekki mín sök. Niður við höfnina er verið að landa úr Ingólfi Arnarsyni. Þreytulegur verkamaður kemur með vafðar fætur upp úr ísnum í lestinni. Hann gleymir kaffinu sínu og segir margar sögur frá 30 ára samskiptum við Islend- inga. — Yfirleitt fellur okkur verka mönnum betur við Islendinga en hinar þjóðirnar, sem hingað koma til að landa. Þeir eru liprir í samstarfi og lausir við allan hroka. Hann kann góð skil á íslenzk- um skipum og veit nákvæmlega um það, hverjir hafa verið skip- stjórar á þeim í Grimsbyferð- um. Hann man langt aftur í tímann. — Það er aðeins einn veru- lega illur skipstjóri, sem komið hefir frá Islandi. Hann nefnir hann Trieggvy, svo nafnið er óskiljanlegt, sem betur fer, en það er ekki maður, heldur fúl- menni í þess orðs fyllstu merk- ingu, segir þessi lúni verka- maður og nú erum við hættir að sjá hann, sem betur fer, bætir hann við. — En svo eru íslenzku skip- stjórarnir líka guðdómlegir menn, sumir hverjir. Beztur þeirra allra er Benno frá Hafn- arfirði. Betri dreng mun varla hægt að finna. Yfirleitt eru allir yngri skipstjórarnir íslenzku viðmótsþýðir og elskulegir menn, sem ánægja er að vinna fyrir. Þannig var þá vitnisburðurinn um íslenzku skipstjórana. Verka maðurinn er aftur horfinn ofan í lestina og farinn að tína þorsk- inn úr ísnum í löndunarkörfurn- ar, því löndunarsinfónían er byrjuð aftur. Uppi í borginni bíður frú England með kjólana handa sjó- mannakonum og velur eftir myndum og nákvæmum málum, en Greenberg gætir umslaganna þangað til Islendingarnir fara aftur að koma í búðina hans. —TIMINN, 18. nóv. m. á lengd og með mismunandi vídd, allt frá 2 m. upp í 4 m. Loftblásarinn getur sogið allt að 3 smálestir af lofti á mínútu gegn um þurrkarann og blæs hann fínasta mjölinu upp í mjöl- skilju, sem er um 17 metrar á hæð og allt að 6 m. í mesta þvermál. Mun mjölskilja þessi vera hin stærsta í heimi. Þar sem fiskimjölsverksmiðja sú, sem hér á hlut að máli, stend- ur rétt hjá einum glæsilegasta baðstað, þar sem um 100 þusund manns liggja við á sumrum, er tilvera verksmiðjunnar bundin því skilyrði, að ekki finnist nein fisklykt af henni og hefir Edw. Renneburg & Sons Co. nú verið falið að ljúka áframhaldi kerfis- ins eins og það var fyrirhugað í fyrstu og koma upp hringrásar- kerfi og öðrum útbúnaði til að fjarlægja allan óþef. Hefir Gisli Halldórsson yfirumsjón með öll- um þeim framkvæmdum eins og hinum fyrri. Hefir sóít um einkaleyfi Gísli Halldórsson hefir sótt um einkaleyfi á þurrkkerfi þessu, en Edw. Renneburg & Sons Co. hafa einkaframleiðsluréttinn. Gísli Halldórsson hefir nú dvalið í Bandaríkjunum í nær tvö ár og aðallega starfað sem ráðgefandi verkfræðingur fyrir Edw. Renneburg & Sons Co., en það er eitt elzta fyrirtæki í fram- leiðslu fiskiðnaðarvéla, en fram- leiðir jafnframt alls konar vélar fyrir efnaverksmiðjur. —TÍMINN, 12. nóv. Á fundi Félags Húsmæðra- skólakennara, sem haldinn var 18. október s.l., var tekin saman eftirfarandi ályktun til leiðrétt- ingar á misskilningi þeim, sem virðist ríkja meðal fólks um or- sökina fyrir því, að húsmæðra- skólarnir hafa ekki verið full- skipaðir síðustu árin. Húsmæðraskólarnir eru 12 talsins og rúma fullskipaðir 490 nemendur árlega. Árið 1950 voru hér á landi um 12000 konur á aldrinum 15—25 ára, eða um 1200 á hverju aldurs ári. Af þessu sést, að ekki mun- ar miklu, að önnur hver stúlka komist á húsmæðraskóla, ef hún óskar þess. Skólaárið 1952—1953 sóttu 305 stúlkur húsmæðraskólana, en nokkuð meiri virðist aðsóknin vera í ár. Reynsla 2ja s.l. ára sýnir okkur því, að a. m. k. um Amateur Áthletes of Lundar On Track and Field, by Art Reykdal — A History of a Manitoba Athletic Club — Printed by Pauper Press, 1953 - 76 pp. Art Reykdal Grettir A m a t e u r Athletic Association of Lundar, Manitoba, was founded in 1912 by Paul Reykdal, for many years a prominent member of the Mani- toba Icelandic Community, who died about 18 months ago: In 1912, Thorstein Oddson donated the Oddson shield for annual competition at the Ice- landic celebration. In 1913, the first year of the competition, it was won by Winnipeg’s Viking Club which beat the Grettir Club by one point. From then on the trophy seemed to have a permanent home in Lundar. Finally, in 1924 the Grettir Club stopped competing and the Odd- son shield was moved from what had become its natural habitat. The athletic prowess of the Grettir members is perhaps for- gotten by many followers of sport today. All of them were amateurs in the strictest inter- pretation of the word and made their mark before the profession- al was so prominent. On two oc- casions, Grettir members were considered for the Canadian Olympic team, but both times the plan was defeated because of outbreak of war in 1914 and 39. Paul Reykdal, in his younger days, was no mean athlete. Alone, he was one of the stars of the Grettir Club. For years he had planned to put its history on the record. During his final illness, in his last conversation with his son, he asked that it be completed. The book is thus the fulfilment of an obligation of a son to his father. Apart from this, it is a valuable addition to the written record of the contribution made to Manitoba by its Icelandic pioneers. Appropriately it is dedicated to the memory of Paul Reykdal. L. F. E. —The Winnipeg Tribune, Jan. 9, 1954 stundarsakir sækir ekki nema liðlega 4. hver stúlka húsmæðra- skóla. Samt er sú aðsókn geysi- mikil ef við berum okkur saman við önnur lönd, .t d. Danmörku, sem þykir standa framarlega á sviði húsmæðrafræðslunnar. I septemberhefti „Husholdnings- iærerinder“, sem er fagblað danskra húsmæðrakennara er meðal annars rituð grein þar sem skýrt er frá því, að árið 1950 hafi 38.838 konur gift sig í Danmörku, en ekki nema 2226 sótt húsmæðraskóla það ár. Ef við berum þessar tölur saman við okkar manntalsskýrslur sjá- um við, að árið 1950 hafa 1217 konur gift sig hér á landi, en 440 sóttu húsmæðraskóla það ár. Ef við reiknum þetta í prósentum sést, að miðað við þá tölu kvenna, sem gifta sig árlega, þá sækja um 5% danskra stúlkna, en um 36,6% íslenzkra stúlkna húsmæðraskóla árið 1950. Ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin þá eru til nokkurn veginn öruggar heim- ildir fyrir því, að í Noregi sækir um 8°/0 stúlkna húsmæðraskóla, en í Svíþjóð mun þessi tala vera um 6%. Talað hefir verið um mikla aðsókn að húsmæðraskólunum árin 1942—1948, og það með réttu. Á þessum árum var verið að fjölga skólunum og stækka þá gömlu. Árið 1940 voru hús- mæðraskólarnir 7 og rúmuðu 160 nemendur. Árið 1946 eru þeir orðnir 12 og rúma samtals 380 nemendur. Til þess að fá betri starfsskiptingu í kennsl- unni, voru litlu skólarnir stækk- aðir. Það var því fyrst 1948 að húsmæðraskólarnir rúmuðu þá nemendatölu, sem þeir rúma nú, eða 490 nemendur. En þá fer líka fljótlega að bera á því, að skól- arnir eru ekki fullskipaðir. Árið 1946 rúmuðu húsmæðraskólarn- ir, eins og áður er sagt, 380 nem- endur. 1 haust sækja skólana 315 nemendur eða 65 nemendum færra, en sú tala mun breytast þegar Blönduósskólinn tekur til starfa eftir áramót, svo að ekki er munurinn mikill. Að vísu voru biðlistar við skólana 1946, en á það verður að benda í þessu sambandi, að á árunum 1944— 1948, þegar hagur einstaklings og þjóðar stóð með mestum blóma fjárhagslega, þurftu húsmæðra- skólarnir ekki aðeins að svara árlegri eftirspurn, heldur þurftu þeir einnig að taka á móti þeim konum, sem höfðu beðið jafnvel árum saman eftir tækifæri til þess að komast á húsmæðra- skóla. Þegar litið er á aðsókn að hús- mæðraskólum s.L 12 ár þá sjáum við að aðsóknin hefir ekki minnkað svo mikið, það væri nær að segja, að hún hafi ekki aukizt að sama skapi og sá nem- endafjöldi, sem skólarnir rúma. Það verður því að finna annan starfsgrundvöll fyrir eitthvað af skólunum, enda ætti það að vera mögulegt. Á það ber einnig að benda í þessu sambandi, að hús- stjórnarnám í verknámsdeildum Gagnfræðaskólastigsins hefir verið að aukazt þessi síðustu ár, og að hópur kvenna fer árléga utan, aðallega til Norðurland- anna og stundar þár hússtjórnar- nám, jafnframt því, sem skólar og félög hafa aukið námsskeiðs- hald í hússtjórnarfræðum. Af ofanrituðu sést, að við meg- um í rauninni vera ánægð yfir því, hve margar stúlkur sækja húsmæðraskólana, en því ber ekki að neita að enn ánægju- legra væri það, ef aðsóknin að skólunum gæti verið meiri. Námið í húsmæðraskólunum undirbýr konuna undir það að taka við því starfinu, sem er vandasamasta og mikilvægasta starfið í hverju þjóðfélagi. Engin stúlka ætti því að fara á mis við þann undirbúning. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI * Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34. REYKJAVIK fslendingur fann upp stærsta mjölþurrkarann í heiminum

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.