Lögberg - 14.01.1954, Síða 3

Lögberg - 14.01.1954, Síða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. JANÚAR 1954 3 HANNES JÓNSSON, félagsfræðingur: Frjólsir menn verjast þrælafjötrum hins kommúnistiska einræðis Hin frjálsa vestræna menning lýðræðis og frelsis. rétllælis og bræðralags kristindómsins á í vök að verjast fyrir einræði, lögregluríki. ríkiseinokun og heimsveldahyggju kommúnismans. Slöðugur ótti, óíreisi, ógnir og fjöldamorð „Alþýðulýðveldanna" eru sjúkdómseinkenni hinnar kommúnistísku menningar. Lýðræðið er ekki gamalt í heiminum. Og það hefir alltaf átt í vök að verjast fyrir einræð- inu. í gamla Grikklandi, þar sem lýðræðið á rætur sínar, varð það fljótt einræðinu að bráð. 1 gegnum aldirnar hafa lýðræðis- og frelsisunnendur hvað eftir annað orðið einræðisherrum að bráð. Múgmennskan og valdið, vanþekking og þroskaleysið, hafa æ ofan í æ kollvarpað lýðræðinu þegar loks var búið að koma því á. Fyrir frelsið og lýðræðis út- heltu menn blóði sínu í frönsku byltingunni og bandaríska frels- isstríðinu. Smátt og smátt hafa þær fórnir, sem þá voru færðar fyrir þessar göfugu hugsjónir mannkynsins, borið ávöxt, og smátt og smátt vinnur lýðræðis- hugsjónin á, enda þótt hún hafi beðið mörg skipbrot, svo sem dæmin um nazista Þýzkalands, fasista ítalíu, falangista Spánar sanna. En aldrei hefir jafn stórkost- legri sókn verið beint gegn lýð- ræðinu sem kommúnistar gera í dag. Aldrei hefir eins skipulega verið unnið á alþjóðlegum vett- vangi að því að gera fórnir þær, sem frelsisvinir frönsku bylt- ingarinnar færðu, að engu, sem af hinum alþjóðlegu kommún- istadeildum í dag. Aldrei hefir lýðræðinu og frelsinu í heimin- um riðið meira á því en í dag, að múgmennska og vanþekking víki fyrir pólitískum þroska og þekkingu. Arestoteles gamli skilgreindi lýðræðis sem „stjórnarform þar sem embættum er úthlutað með frjálsum kosningum“. Og að hans dómi er lokatakmark lýð- ræðisins frelsi. I dag eru a. m. k. tvö sjónar- mið á því, hvað lýðræði sé. Annars vegar eru Rússar og löndin austan járntjalds. Hins vegar hinn frjálsi vestræni heimur. Hinn mikli brezki heimsspek- ingur og friðarvinur Bertrand Russell, segir á einum stað svo um misnotkun kommúnista á hugtakinu lýðræði: „Fyrir vesian járntjald þýðir orðið lýðræði venjulegast, að ^oðsta valdið sé í höndum meiri- hluta fullorðna fólksins í við- komandi landi". En hjá kommúnistum: „Fyrir austan járnljaldið þýð- h’ orðið lýðræði hervætt ein- raeði í höndum lítils minnihluta, hvers ráðamenn hafa ákveðið að kalla sig lýðræðissinna".*) Nauðsynlegt er að hafa í huga þessi tvö sjónarmið á hugtakinu lýðræði í dag þegar rætt er um varnir og varnarleysi. Annars vegar — í hinum frjálsa vest- ræna heimi — þýðir orðið það sama og það hefir þýtt allt frá uPPhafi lýðræðisins í heiminum,- Hins vegar — í einræðislöndum kommúnismans — hefir ákveðið form af einræði verið skýrt >Jýðræði“, ákveðin einræðisríki >>alþýðulýðveldi“. Aðeins með því að gera sér grein fyrir því annars vegar, á Verju hin frjálsa vestræna naenning byggist, en hins vegar, u hverju hin einræðissinnaða, ommúnistiska menning austan Jarntjalds byggist, geta menn y hlega skilið hvað það er, sem hinar vestrænu þjóðir ætla að verja með varnarsamtökum sín- Um °g gegn hverju þær eru að verjast. Hinn mikli heimspekingur og nthofundur, Frakkinn Andre aurois, hefir í snilldarlegri grein í tímariti Rotari-félag- anna skilgreint þrjá þýðingar- mestu þætti vestrænnar menn- ingar. Fyrsti þáttur hennar er, segir Maurois, af grískum uppruna, þ. e. hugmyndin um frelsi og lýðræði. Annar þáttur hennar er Rómverskur, þ. e. hugmyndin um lagalegan réfi. Og sá þriðji er að nokkru leyti austurlenzk- ur, þ. e. kristindómurinn með hugmyndir sínar um bræðralag, manngöfgi og lotningu fyrir Guði og því góða í heiminum. Allir hafa þessir grundvallar- þættir vestrænnar menningar verið útfærðir og skilgreindir nánar á síðari tímum. Hinir vestrænu frelsisunnend- ur fundu brátt nauðsyn vissra skilyrða fyrir því, að lýðræðið gæti staðizt og frelsið notið sín. Á meðal þessara skilyrða eru: stjórnarfar, sem byggist á full- trúaþingum; habeas corpus**); réttarrannsókn og óháðum dóm- endum; ritfreisi; trúfrelsi; mál- frelsi; samtakafrelsi. Og Rómverjar fundu strax, að það var nauðsynlegt að skrifa niður lögin, svo að hver einasti þegn gæti vitað, hvað var rétt að gera og að lögum og hvað lögbrot. Og frá sjónarmiði kristin- dómsins varð maðurinn ekki að- eins dýrmætur, sem þjóðfélags- þegn, heldur fyrst og fremst sem bróðir er ástundaði misk- unn, ást og bræðralag. Þetta eru þá þeir þrír megin- þættir hinnar frjálsu vestrænu menningar, sem hinar frjálsu þjóðir vilja verja í dag. Og hvers vegna vilja frjálsir menn verja þessi verðmæti? Vegna þess, að reynslan hefir sýnt okkur, að án þessara verð- mæla, — án lýðræðis, frelsis, lagalegs réttlælis og bræðra- lags, — er lífið ekki þess virði að lifa því. og þess vegna belra að deyja í baráttunni fyrir frels- ið og önnur verðmæti frjálsrar vestrænnar menningar heldur en að lifa í þrælafjötrum ein- ræðisins. Gegn hverju er varist? En hver eru þau menningar- einkenni, sem hinar vestrænu þjóðir eru að verjast? Hver eru menningareinkenni kommún- ismans? Einræði þar sem málfrelsi, rit- fersli, skoðanafrelsi, trúfrelsi og samtakafrelsi hefir verið af- numið. Lögregluríki þar sem lögin eru vilji einræðisherrans og það sem leyft var í gær er bannað í dag, þar sem pólitískar eða trúar- legar ofsóknir eru daglegir við- burðir og falskar játningar eru knúðar fram í krafti þumal- skrúfunnar eða annarra ægi- legra pyntingartækja. Ríkiseinokun þar sem allt er til orðið fyrir ríkið, einræðis- herrann og flokkinn, en sjálfs- bjargarhvötin, einstaklingseðlið eða frjáls félagshyggja getur ekki notið sín. Heimsveldahyggja kommún- ismans, sem byggist á því að Sovét-Rússland, sem föðurland kommúnismans, eigi að brjóta undir sig lönd veraldar, svifta þau frelsi og sjálfstæði, gera þau að leppríkjum sínum, sem miði athafnir sínar og afstöðu við hagsmuni og þarfir hins rússneska heimsveldis. *) Sjá ,,What is Democracy", eftir Bertrand Russell, bls. 7. **) Réttarfar, sem heimilar sak- borningi aS vera frjáls á meSan mál hans er rannsakaC og dæmt. Þetta er kommúnisminn, þetta er skipulag „Alþýðulýðveld- anna“. Gegn þessu berjast frjáls- ir menn og frjálsar þjóðir. Það er gegn framangreindum menningareinkennum kommún- ismans, sem hinar vestrænu þjóðir verjast vegna þess að þær vilja halda sjálfstæði sínu og viðhalda freslinu og hinum þremur framangreindu menn- ingarþáttum vestrænnar menn- ingar, byggja þær upp varnir sínar. En eins og Andre Maurois sagði: „Það er brjálæði að fórna verð mælum, sem hafa sannað sitt menningarlega gildi, fyrir hug- myndir, sem til þessa hafa að- eins skapað ógnun, ofbeldi. fjöldamorð og ótta". Og ennfremur segir Maurois: „Auðvitað viðurkennum við, að hin veslræna menning er ekki fullkomin. Hún þarf enn að sækja mikið fram fyrir félags- legu jafnrétti. En viðurkenning Undanfarin ár hafa verið mikil brögð að því, að saltfiskur skemmdist við að gulna við framleiðslu og í geymslu. Mest mun hafa borið á þessu árið 1950 og er talið, að það ár eitt hafi tjón af þessum sökum skipt miljónum króna. Enn verður mikið tjón af gulunni á hverju ári. Bæði á þessu ári og í fyrra hefir allverulega kveðið að þess- um skemmdum. Sums staðar er- lendis hefir gulunnar gætt tals- vert. Skemmdir þessar hafa verið rannsakaðar bæði hér á landi og erlendis, en ekki er kunnugt, að ljóst sé um orsak- irnar. Canadamaður taldi þær stafa af sáralitlu magni af járni, sem er í venjulegu fisksalti, en í. Englandi hefir þess verið getið til, að gulan kæmi af svonefndri Millard efnabreytingu í eggja- hvítu m. m. ☆ Síðustu vikurnar hefir farið fram rannsókn á þessum skemmdum í rannsóknarstofu Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði og benda niðurstöð- urnar eindregið til um orsök gulunnar. Þykir því rétt að skýra nú þegar frá þessum at- hugunum. Salt það, sem notað er í fisk hér á landi, í Noregi og víðar, er nær eingöngu sjávarsalt, sem unnið er úr sjó á ströndum Suður-Evrópu og víðar, einkum Miðjarðarhafsins. Jarðsalt er yfirleitt ekki notað til fisksölt- unar. í öllu sjávarsalti er auk natriumklorids (matarsalts) og vatns nokkuð af aukasöltum, calcium- og magniumsöltum (súlföt og klorid) og geta þau numið mest fáeinum hundraðs- hlutum. Það sem einkum skilur jarðsalt frá sjávarsalti er, að mun minna er af þessum auka- söltum í jarðsalti. Sumt af jarð- salti má t. d. heita snautt af magnium. Það er áberandi af þeim gögnum um salt, sem til- tæk eru, hversu bfeytilegt er magn aukasaltanna í sjávar- salti enda mun farmleiðsla þess víða vera með þeim hætti, að því mun litlu skeytt, hve mikið verður í saltinu af þessum efn- um. Hvort saltið er kennt við Trapani, Ibiza eða einhvern ann- an sólríkan stað skiptir litlu máli í þessu efni. Þannig reynd- ist calciummagn 14 saltsýnis- horna, sem Atvinnudeild Há- skólans rannsakaði 1938 0,12— 0,36%, en magnium 0,07—1.50%. Gögnin bera það og með sér, að á þessu þýðir ekki það sama og að grundvallarþællir veslrænn- ar menningar séu einskis virði. Þveri á móii sannar það nauð- syn fulls trúnaðar við þessi verð mæti. Við björgum ekki hinum vestræna menningararfi okkar með því að hefla frelsið, heldur með því að auka það". 1 krafti þeirrar hervæðingar, sem hinar vestrænu þjóðir hafa byggt upp í varnarskyni gegn yfirgangi og ofbeldi kommún- ismans, hefir valdarán Rússa verið stöðvað, líkt og hnefi lófeigs í Skörðum stöðvaði yfir- gang Guðmundar ríka í sinni tíð. Menn hafa talið réttara að hætta lífinu í vörn fyrir frelsið, sjálfstæði og menningarverð- mæti hinnar frjálsu vestrænu menningar heldur en að verða hnepptir í þrælafjötra komm- únismans. Geiur nokkur íslendingur verið í vafa um hvorum megin við eigum að vera í baráttunni um frelsið og verðmæti vest- rænnar menningar? Eru nokkr- ir, nema óðustu kommúnislar, sem í alvöru vilja bjóða menn- ingarógnum kommúnista heim? það sem kallað er t. d. Trapani- salt er mjög misjafnt að efna- samsetningu. Astæða virðist til að ætla, að sýnishorn, sem tekin hafa verið bæði hér heima og erlendis af fisksalti séu næsta lítils virði vegna þess, hve mis- jöfn framleiðslan er. Það mun og fátítt, að slík sýnishorn séu tekin þannig, að tryggt sé, að þau gefi rétta mynd af saltinu. Er full ástæða til þess að brýna fyrir þeim, sem salt kaupa og nota að láta' taka sem réttust sýnishorn og fá þau rannsökuð. Ætti reynslan af gulunni að vera næg ráðning til þess. ☆ Skoðanir manna á gildi auka- saltanna fyrir fiskinn eru mjög skiptar. Þannig er víða í skrifum um þessi efni varað við þeim og benda þó rannsóknir, sem gerðar voru fyrir aldarfjórðungi til þess, að þau séu ekki síður mikilvæg fyrir góðan saltfisk en aðalsaltið (natriumklorid). Það er einkum talið til baga við aukasöltin, að þau tefji fyrir söltuninni, þ. e. að saltið komist í fiskinn. Ástæða þótti því til að at- huga áhrif aukasaltanna nánar og því fremur, sem ýmislegt þótti benda til þess, að aðalorsök gulunnar gæti verið bundin við þessi sölt. Tilraun var gerð með að leggja fisk í salt, sem hafði mjög lítið af aukasöltum og jafn- framt í það að viðbættu lítils- háttar af 1) calciumklorid (1%) og 2) magnium-súlfati. Kom þá í ljós, að fiskurinn, sem fékk calciumklorid gulnaði fljótt og mikið. ☆ Aðrar tilraunir með minna magn af calciumklorid sýndu hliðstæðar niðurstöður. Gulnar fiskurinn þó að ekki sé nema þúsundasti hluti af þessu efni 1 saltinu. Rannsökuð voru tíu sýnishorn af gulum og gul-brún- um fiski, sem tekin voru við fiskmat. Reyndist miklu meira calcium í þeim en venjulegum saltfiski, sem tekin var til sam- anburðar. Voru 0,25% í þeim gula, en 0,14% í hinum. Einnig var saltmagnið meira í þeim gula. Glögglega kom þessi mun- ur á efnasamsetningu fram við rannsókn á fiski, sem var sums staðar gulur, en annars staðar eðlilegur. Það getur því tæplega leikið Framhald á bls. 7 TIMINN, 12. nóv. Merkileg uppgötvun um orsök saltfiskgulu Páll Ólafsson, efnafræðingur Síldarverksmiðja ríkisins, hefur siaðreynf að calciumklorid í sallinu veldur gulunni. Business and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLJNIC St. Mary’s and Vaughan, Wlnnlpeg PHONE 92-6441 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. J. J. Swanson & Cö. LIMXTED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgC, bifreiCaábyrgC o. s. frv. Phone 92-7538 1 Dr. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service Dr. ROBERT BLACK SérfræCingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusfmi 92-3861 Heimaslmi 40-3794 DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITQBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m. Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 Thorvaldson, Eggertson, Baslin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 Hafið Höfn í huga Heimili sólsetursbarnanna. Icelandic Old Folks’ Home Soc., 3498 Osler St., Vancouver, B.C. | • CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Dlrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917 Aristocrat Stainless Steel Cookware For free home demonstrations with- out obligation, write, phone or call 302-348 Main Sireet. Winnipeg Phone 92-4665 “The King oj the Cookware" Oflice Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um út- fartr. Allur útbúnaCur sá bezti. StofnaC 1894 SlMI 74-7474 Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederation Life Bulidlng WINNIPEG MANITOBA Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages. Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Krlstjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnlpeg, Man. Phone 92-3561 Lesið Lögberg SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hltaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viC, heldur hita frá aC rjúka út meC reyknum.—SkrifiC, simiC til KELLV SVEINSSON «25 WaU St. Wlnnipeg Just North of Portage Ave. Simar 3-3744 — 3-4431 G. F. Jonasson. Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-6227 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance ln all lts branchea Real Estate • Mortgages • Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3480 LET US SERVE YOU EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Maniloba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONK 92-4624 Van's Efectric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4810

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.