Lögberg - 14.01.1954, Page 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. JANÚAR 1954
5
www nrwvwwwwv www vwv*
X ÁHttAMÁL
IWLNNA
Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON
BREYTT OG BATNANDI AFSTAÐA
HÚSMÓÐURINNAR
FORUSTUFÉ
Vikið var að því í síðasta
blaði, að vinnukonustéttin væri
nú svo að segja úr sögunni,
en það er síður en svo, að sú
breyting hafi yfirleitt bakað
húsmæðrum mikilla erfiðleika,
vegna þess að á síðari áratugum
hafa iðnaðarvísindin og /vöru-
framleiðslufélögin búið svo 1
haginn fyrir þær, að raunar
þurfa engar húsmæður vinnu-
kvenna við, nema þær, sem eru
lasburða og þær sem eiga mörg
börn á unga aldri. — Fjöldi
nýrra uppfinninga hafa verið
hagnýttar í þágu heimilisins;
vísindin og framleiðslan hafa
nú létt svo mikilli heimilis-
vinnu af húsmæðrunum, að
mikill hluti þeirra á auðvelt
með að snúa sér að störfum utan
heimilisins.
Húsin
Húsin sjálf hafa tekið alger-
um stakkaskiptum. Þau eru
miklu minni en áður, venjulega
rúmgóður kjallari og ein hæð
ofan jarðar. Eldhúsið fremur
lítið, en öllu þægilega fyrir-
komið og er allt þetta gert til
að spara húsmóðurinni spor.
Hitunartækin þannig gerð, að
hún þarf lítið sem ekkert fyrir
þeim að hafa, og oftast er bíl-
skúrinn áfastur við húsið og
innangengt í hann.
Ræsting
Með ryksugunni og öllum
þeim tækjum, sem henni fylgja,
er fljótlegt að hreinsa gólfdúk-
inn, húsgögnin, hreinsa og fægja
gólfin. — Húsmæður, margar,
eru nú hættar að nota alla smá-
dúkana, sem einu sinni þóttu
svo ómissandi á borðum, stól-
bríkum, bekkjum og öðrum hús-
gögnum, og hinir mörgu smá-
munir, sem komið var fyrir til
Prýðis hingað og þangað á hill-
um og borðum, eru nú að hverfa,
því allt þetta safnaði ryki og
jók vinnu. Þeir munir, sem not-
aðir eru nú aðeins til prýðis,
eru venjulega fáir en allstórir,
°g fljótlegt að þurka af þeim;
eins er fljótlegt að þurka og
fægja húsgögnin, þegar allt þetta
smádót er horfið. — Og nú fæst
fægilögur, sem þornar strax og
búið er að bera hann á stóla,
borð og viðarverk, og þarf ekki
nema að strjúka hann af með
mjúkum klút og viðarverkið er
gljáandi fagurt. Ennfremur fæst
annar lögur, sem borinn er á
gluggarúður, spegla og annað
gler, sem er einnig strokinn af
eftir fáeinar mínútur, og glerið
verður tárhreint og glansandi.
ÍÞað er af, sem áður var, þegar
margar klukkustundir og miklir
kraftar fóru í þessi verk.
Eitt af því ágætasta við nýju
húsin er það, að í þeim er venju-
lega mikið af skápum og geymsl-
um. í forstofunni er stór skápur
fyrir yfirhafnir, höfuðföt og
annan útifatnað; í borðstofunni
skápar og skúffur fyrir borð-
ahöld; í svefnherbergj unum
rúmgóðir fata-, skó- og höfuð-
fataskápar og rúmfatageymslur;
1 barnaherberginu skápar og
skúffur fyrir leikföng, og á
kjallarahæðinni skápar fyrir
ótal margt annað, er að hús-
haldinu lýtur. Öll þessi geymslu
pláss gera það að verkum, að
wiklu auðveldara er en áður,
að halda húsunum þrifalegum,
því nú er til ákveðinn staður
fyrir hvern hlut og þeir þvælast
ekki fyrir, ef heimilisfólkið
gerir sér að reglu, að láta þá á
sinn stað.
Malreiðslan
Eldhús nútímans er hið mesta
völundarhús með öllum sínum
raftækjum; þau hafa auk hinn-
ar fallegu og þægilegu eldavéla
og kæliskápa, hraðfrystiskápa,
uppþvottavélar og fjölda smærri
raftækja, svo sem hrærivélar,
rafkatla o. fl.
Iðnaðarvísindin hafa skipulagt
eldhúsið þannig, að adlt er sem
nærtækast og þægilegast, þegar
til matreiðslunnar kemur. Öll-
um matreiðsluáhöldum, leirtaui
og borðáhöldum er komið fyrir I
í skúffum eða á hillum nálægt
þar sem nota á þau. Nóg'birta
og ljós til að lýsa upp hvern
krók og kima.
Þá hafa matvælaframleiðslu-
félögin létt af húsmæðrunum
mikilli vinnu með því að til-
reiða margar tegundir matar,
annað hvort alveg eða að miklu
leyti. — Aður þurfti t. d. að
sjóða hafragrautinn lengi og
passa að hræra í honum til þess
að hann brynni ekki við; nú er
búið að laga haframjölið þannig,
að grauturinn er orðinn soðinn
eftir fáar mínútur. Auk þessa
fæst í stærri eða minni pökkum
alls konar kornmeti, sem þegar
er matreitt og einungis þarfnast
mjólkur. Ávextir og ávaxtasafi
fást í dósum. Svo er brauðinu
skilað við dyrnar, það hefir
þegar verið sneitt, og þarf ekki
annað en brúna það í sjálfvirku
„toasturunum“, og ekki þarf að
hafa áhyggjur yfir því að það
brennist eða brúnist um of.
Rafkannan sýður kaffið á fá-
einum mínútum, en ef það er
búið til á íslenzka vísu — í kaffi-
poka — þá hitnar á rafkatlinum
í hvelli. Þannig getur húsmóð-
irin framreitt morgunverð á
fimmtán mínútum, ef hún vill
hafa hraðan á. —
Miklu auðveldara er að fram-
reiða hinar máltíðirnar en áður
var. Alls konar súpur og garð-
meti fæst nú í dóusm. Hraðvirkt
gerduft hefir nú verið fundið
upp, svo ekki þarf kona nútím-
ans að leggja í brauðið að kveldi,
dúða það í margfaldar umbúðir,
hnoða það síðan og baka næsta
dag, eins og móðir hennar varð
að gera. Jafnvel þótt þetta ágæta
gerduft sé við hendi, munu all-
flestar húsmæður panta sitt dag-
lega brauð frá bökurunum. —
Nú fæst og alls konar köku- og
„cake“-efni í pökkum og þarf
ekki annað en að hræra það með
vatni eða mjólk, hita bökunar-
ofninn og baka það.
Bæði fisk- og kjötmatur er til-
reiddur á markaðnum til mat-
reiðslu. Ekki þarf annað en að
skella honum á pönnuna, inn í
ofninn eða í pottinn. Ef súpu-
kjötið er seigt, þá er hraðsuðu-
potturinn við hendina. Fæstar
húsmæður kunna nú að hreinsa
eða rífa roð af fiski og flestar
æskja þess, að tekið sé innan úr
fuglunum áður en þær snerta
á þeim. Allskonar eftirmatur
fæst og í pökkum og dósum,
sem fljótlegt er að tilreiða. —
Og svo eru allir argir yfir því,
hve matvælin eru á háu verði. —
En eitthvað verður að gjalda
fyrir að búa þau til matreiðslu.
Flestum húsmæðrum þykir
leiðinlegast að þvo upp diskana
og potta og pönnur; og tiltölu-
lega fáar eiga uppþvottavélar.
En fyrir nokkrum árum var
fundið upp ágætt uppþvottaduft
— deturgent. — Það leysir upp
fituna í þvottavatninu, og er þá
auðvelt að þvo diskana, skola
þá í heitu vatni, stafla þeim á
rönd í diskagreind. Meðan verið
er að laga til í eldhúsinu þorna
diskarnir og eru svo settir á sinn
stað. Ef helt er vatni í potta
og pönnur strax og tekið er
úr þeim, er fljótlegt að hreinsa
hvort tveggja með vírþvögum.
Einnig fást vírþvögur, er fela í
sér sápu og annað hreinsunar-
efni;. fægja þær aluminium-ílát
mjög vel.
Þvotiadagurinn
Fyrrum skipulögðu húsmæður
heimilisverkin þannig: Þvottur-
inn þveginn á mánudögum;
þvotturinn strokinn á þriðju-
dögum; fatnaður saumaður og
bættur á miðvikudögum; vinnu-
konan fær frí eftir hádegi á
fimmtudögum; bakað á föstu-
dögum; húsið ræstað á laugar-
dögum; gengið í kirkju og síðan
framreidd meiriháttar máltíð á
sunnudögum. — Þessum reglum
var stranglega fylgt af flestum
húsmæðrum. Á mánudögum
hékk því þvottur á snúrum við
flest hús. Að þvo í bala og á
bretti var erfið vinna; hin sjálf-
virka þvottavél var því ein hin
ágætasta og þarfasta uppfinnmg
síðari áratuga. Og nú eru þvotta-
snúrurnar að hverfa, því nú er
bæði búið að finna þvottaþurk-
unarvél, og vél, sem þvær, skol-
ar og þurkar þvottinn. Með hin-
um hagvirku strokvélum og full-
komnum strokjárnum er hægt
að strjúka og slétta þvott og
fatnað á stuttum tíma. Ljúka því
flestar húsmæður þessum verk-
um á einum morgni, og flestar
Fyrir nokkrum vikum komu
um 20 áhugamenn um ferða-
mál saman hér í Reykja-
vík til að ræða um mögu-
leika á stofnun félags, sem
sameina myndi innan vé-
banda sinna alla þá, sem
áhuga hafa á því og vilja ljá
lið 'þeirri stefnu að gera beri
ísland að fjölsóttu ferða-
mannalandi, — og greiða
fyrir því að svo geti orðið
með raunhæfum aðgerðum
af hálfu íslendinga. Kjörin
var sjö manna undirbúnings
nefnd, sem nú hefir gert
frumdrög að lögum fyrir
væntanlegt félag, sem nefnd
in gerir að tillögu sinni að
nefnt verði Ferðamálafélag
Reykjavíkur. Hefir verið
boðað til stofnfundar þess
mánudaginn 23. nóv. kl. 8.30
síðd. í Tjarnarcafé, niðri.
Undirbúningsnefndina að stofn
un félagsins skipa þeir Ásbjörn
Magnússon, Geir Zoega, Gunnar
Bjarnason, Lúðvík Hjálmtýsson,
Njáll Símonarson, Sigurður
Magnússon og Þorleifur Þórð-
arson. Kvöddu þeir fréttamenn
á sinn fund í gær og skýrðu
þeim frá hugmyndinni að stofn-
un þessa nýja félags:
Á hinum Norðurlöndunum og
um alla Evrópu eru hliðstæð fé-
lög starfandi og leysa af hendi
mjög mikilvægt verkefni í þágu
almennra ferðamála, hvað við-
víkur alls konar auglýsinga- og
fyrirgreiðslustarfsemi og sér í
lagi rekstur gistihúsa. Hafa fé-
lög þessi jafnan samband við
ferðaskrifstofur um allan heim
og verður starfsemi þeirra æ
umfangsmeiri.
1 fyrstu hafa félagssamtök
þessi aðallega hlotið fjárhags-
legan styrk frá félagsgjöldum og
framlögum stórfyrirtækja, sem
gert hafa sér grein fyrir því
nauðsynlega hlutverki, sem þau
gegna, en smám saman hefir
ríkisvaldið tekið þau æ meir upp
á sína arma. Víða er það svo, að
félagsdeildir starfa í einstökum
byggðafélögum, sem aðiljar eru
að einu sameiginlegu landssam-
bandi, sem rekið er af ríkis-
launuðum yfirmönnum.
Hlutverk hins nýja Ferða-
málafélags Reykjavíkur verður
fyrst og fremst að gera álitsgjörð
um það, sem þarf að gera í þess-
um málum hér á íslandi og
ganga síðan að því með oddi og
kæra sig nú kollótta hvern dag-
inn þær velja til þessara starfa.
— Margar húsmæður velja auð-
veldustu þvotta-aðferðina, en
það er að senda þvottinn í
þvottahús!
Saumaskapur
Saumavélin er ekki ný upp-
finning, en hún hefir verið bætt
og fullkomnuð á margan hátt,
svo nú geta konur notað hana
við ýmislegt, sem þær urðu áður
að gera í höndunum, eins og til
dæmis að búa til hnappagöt.
Með hinum nýjustu saumavél-
um og ágætu sniðum, sem nú
fást fyrir allar tegundir fata af
öllum stærðum, geta þær konur,
sem vilja leggja sig eftir því,
auðveldlega búið til hvaða flík
sem þær æskja og það á stuttum
tíma.
----☆----
Hér hefir nú lítillega verið
vikið'að þeim miklu breytingum
til batnaðar, sem iðnaðarvísindi
nútímans hafa áorkað í þágu
húsmóðurinnar; þau hafa bein-
línis létt af henni aldagamalli
þrælkun. Því miður geta ekki
allar konur veitt sér öll þau
vinnusparnaðartæki, sem minst
hefri verið á, en allar njóta þær
þó einhverra hlunninda þeirra;
og allar eiga þær við betri ytri
kjör að búa en formæður þeirra.
— Það eru ekki læknavísindin
ein, sem lengt hafa meðalaldur
kvenna; aukin hvíld og frjáls-
ræði þeirra mun þar einnig
koma til greina.
egg að koma því í framkvæmd.
— Höfuð vandamál okkar í sam-
bandi við komu erlendra ferða-
manna er vafalaust hinn alger-
lega ónógi gistihúsaskortur bæði
hér í höfuðborginni og úti um
sveitir landsins. Er nauðsynlegt
að stjórnarvöldunum skiljist, að
hér er um hagsmunamál allrar
þjóðarinnar að ræða en ekki
einstakra manna eða fyrirtækja.
Má þessu til sönnunar minna á,
að s.l. ár komu hingað 5 þúsund
erlendir ferðamenn og námu
gjaldeyristekjur af komu þeirra
11 milljónum króna. Er af þessu
greinilegt, að hér gæti verið um
framtíðaratvinnuveg lands-
manna að ræða, ef hlúð væri að
honum sem skyldi.
Sú staðreynd, að ekkert nýtt
gistihús hefir verið byggt í
Reykjavík síðan árið 1930, er
Hótel Borg var byggð fyrir Al-
þingishátíðina, á sama tíma sem
íbúatala hennar hefir tvöfaldazt,
talar sínu máli um það ófremd-
arástand, sem ríkir í þessum
málum. Á þessu tímabili hefir
Hótel Island brunnið og Hótel
Hekla verið lagt niður, enda
hefir hóielrúmum í höfuðborg-
inni fækkað úr 260 niður í 180
síðan árið 1939.
Sama sagan
Það er sama sagan úti um
byggðir landsins, það eru t. d.
allar horfur á, að hestaferðalög
útlendinga á íslandi gætu átt
stórkostlega framtíð fyrir sér
eftir því sem heimsókn hinna
brezku hestamanna s.l. sumar
gaf til kynna. En óvíða úti um
sveitir landsins er hægt að fá
inni fyrir 20—30 manna ferða-
mannahóp.
Það er ekki hægt að bjóða út-
lendingum upp á að heimsækja
land, þar sem þeir geta ekki
fengið þak yfir höfuðið á ferðum
sínum.
Einnig er ljóst, að vandræða-
ástand það, sem nú ríkir í áfeng-
ismálum á íslandi, er til mikils
trafala og erfiðisauka við mót-
töku erlendra íerðamanna.
Öllum er heimil þáttiaka
í hinu nýja Ferðamálafélagi
Reykjavíkur verður öllum, ein-
staklingum sem fyrirtækjum
heimil þátttaka. Viðfangsefni
þess verða mörg og margvísleg,
sem sameiginlegt átak margra
aðilja mun þurfa til að hrinda í
framkvæmd.
—Mbl., 23. nóv.
Ásgeir Jónsson frá Gotlorp:
FORUSTUFÉ. Útgefandi: —
Bútiaðarí. íslands. Prentsm.
Austuriands, 1953
Sauðskepnan hefir, ásamt
hundi og hesti, verið náinn sálu-
félagi íslenzkra bænda frá upp-
hafi byggðar í landinu. Hún
hefir veitt bóndanum sigurgleði
gróandans, þegar lambahjörðin
hefir leikið sér um grænkandi
jörð á vorin. Og hún hefir gefið
honum heilbrigða hreykni og
öryggiskennd, þegar hún, lagð-
prúð og bústin, rennur i gangna-
safninu til byggða úr sumar-
högum á haustin.
En aldrei hefir sauðskepnan
staðið bóndanum jafnnærri og í
baráttunni við vetrarharðindin
og fóðurskortinn. Ekkert veitir
bondanum jafn djúptæka ör-
yggiskennd og hugargieði og að
vita sig vel birgan af fóðri handa
buié sxnu, á hverju sem gengur.
Og á sama hátt fær ekkert hon-
um jafn þungrar hugraunar og
sarsauka eins og það, að horfa
upp á hjörð sína svanga og geta
ekki svarað neyðarkalli hennar,
er hún biður hann um líkn.
Bændur hafa á umliðnum öld-
um naidiö sauöíé sinu mjög txl
beitar á vetrum og svo mun enn
veröa, með því að hóíleg beit
eykur hreysti fjarins. Það heíir
tiökast öldum saman, að beitar-
húsamaðurinn með sporreku
sma heiir staðið yíir hjorð sinni
í vetrarhögum, „mokað ofan af“
fyrir hana og geíið henni nanar
gætur fra því er hann „lét út“
og þangað til hann „hýsti“. —
Við þetta samfélag manns og
dyrs; þessa sameiginlegu sókn
til líísojargar, heiir í islenzku
sauðahjorðinni gerzt undursam-
legt iyrirbæri. Vissir, en sárfáir
einstaklingar hafa vaxið til for-
ustu og yfirskilvitlegra vits-
muna.
Það er íslenzka forusiuféð.
Þetta fyrirbæri, máske ein-
stætt í sinni röð, er svo undur-
samlegt og mikilvægt, að mikla
nauðsyn bar til, að því yrði sér-
stakur gaumur gefinn; frásögn-
um safnað saman og þær varð-
veittar frá gleymsku og glötun.
Ásgeir Jónsson frá Gottorp
hefir unnið ómetanlegt sæmdar-
verk og næsta þarft, er hann
heíir nú saínað miklu efni frá-
sagna um forustuíé og tekið
saman í snotra bók, 336 bls. að
stærð, en Búnaðarfélag íslands
gefið út með formála búnaðar-
málastjórans, Páls Zóphónías-
sonar. 1 bókinni eru saman
komnar sögur, 121 að tölu, af
íorustukindum, afrekum þeirra
og dulrænum gáfum. Fylgja
myndir allmörgum frásögnum.
Sögurnar eru flokkaðar eftir
sýslum, ellefu samtals, og eru
flestar úr Þingeyjarsýslum,
Húnavatnssýslum og Skagafirði.
Mjög margar sögurnar halda sér
í bókinni, eins og þær hafa kom-
ið frá hendi eigenda forustu-
kindanna eða annarra þeirra, er
kunnað hafa góð skil frásagna;
aðrar styttar og stílfærðar eftir
frásögnum. Sjálfur hefir Ásgeir
frá mörgu að segja, enda mikill
fjármaður sjálfur og dýravinur
eins og kunnugt er. Upphaf frá-
sagnanna úr æskuminningum
hans sjálfs: „Þegar Geiri litli
fluttist að Mælifelli“ verður
kærkominn lestur börnum og
unglingum. Frásagnarstíllinn er
ljúfur og léttur, gæddur samúð
höfundarins með frásagnarefn-
inu; ómengaður, eins og hann
kemur beztur af vörum íslenzkr-
ar alþýðu.
Margt furðulegt gæti verið til
írásagnar úr þessari bók, þótt
blaðarúm leyfi það ekki. Furðu-
legast og dularfyllst í fari og
eðli forustukindarinnar hefir það
verið, að hún veit á sig veður
langt um fram hjörðina og fjár-
hirðinn og að hún, ómeðvitað að
því er ætla má, finnur til á-
byrgðar gagnvart öryggi hjarð-
arinnar, þegar hættu ber að
höndum. í bókinni úir og grúir
af frásögnum um það, aö íor-
ustukindur, sem að jainaði halda
sig við dyr í húsi beitarhjarðar,
taka sér stöðu innst í kró, ef
skaðabyljir eru í aðsigi, og ganga
mjog treglega úr húsi til beitar,
þegar svo háttar til, hversu gott,
sem veðrið er. Frásagnir eru um
það, hversu forustukindin hefir
margoít borið umsjarmann
hjaröarinnar raðum og bjargað
bæði hjörð og hirði undan brað-
um voða móti vilja hans. — Það
er nærri raunalegt að sjá,
hversu mannskepnan heíir verið
treg og seinlát, að treysta þessu
æðra viti sauðskepnunnar. —
Átakanlegar írasagnir eru um
það, hvernig forustukindurnar
æða kringum fjárhopinn, þegar
aftaka stórhríðarbyljir eru
skollnir á, til þess að varna því
að hjörðin tvístrist og hversu
þær, er hirðirinn kemur til, taka
oruggar forustuna beint til fjár-
hússins, þótt ekki sjái faðms-
lengd í moldbyl grimmustu stór-
hríöa. — Vissulega eru slíkar
skepnur gæddar æðri galum en
mennirnir hafa til að bera og
auk þess æðstu kostum samúð-
arinnar og kærleikans.
í slíkri bók sem þessari, verð-
ur margt, eins og líklegt má
telja, sviplíkt til frásagnar. Þó
ber eitt af öðru; ein kind ann-
arri meiri um frægð og afrek.
Og margar forustukindur ber
hátt eins og dramatískar per-
sónur, sem aldrei gleymast né
fyrnast, meðan bók þessi er við
líði.
Bók þessi varðveitir fjölmax'g-
ar undraverðar sögur um for-
ustukindur og fjárhirða og við-
ureign þeirra við háskasemdir
íslenzkra stórhríðarbylja. Hún
greinir frá forustuafrekum kind
anna í langrekstrum yfir illfær
vötn og hvers konar torfærur.
Hún greinir frá átthagatryggð
kindanna og ættrækni, sjálfræði
þeirra og mótþróa, þegar því er
að skipta. — En auk þess geymir
bókin firnamikinn fróðleik um
nafngreinda menn víðsvegar um
land, sveitabýli, staðhætti og ör-
nefni. Verður því bókin ljúfur
lestur gömlum jafnt sem ungum
og ætti hver bóndi í landinu að
fá börnum sínum þessa bók í
hendur meðan þau eru enn ung
og lítt trufluð af ys umhversis-
ins. Jónas Þorbergsson
—TÍMINN, 5. des.
FOR BETTER BUVS IN
BEDDING, SHOP AT
the sign
of better
living
all over
Canada...
sheets...
blankets...
pillow slips
made right...
here in
Canada
Long-wearing luxury is the big
feature this winter! That's Tex-
made's big boon to your budget!
See the beauty of Tex-made, cur-
rently in your favorite store. Feel
the comfort — buy it — wherever
you see the Tex-made sign.
Canada lives better
. . . with Tex-made!
Ferðamálafélag Reykjayíkur stofnað