Lögberg - 14.01.1954, Síða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. JANÚAR 1954
Dr. Baldur Haraldsson Olson
1888—1952
Baldur Olson, læknir, var
íæddur í Winnipeg 2. apríl 1888.
Foreldrar hans voru Haraldur
og Hansína Olson, ein af frum-
byggjum Winnipegborgar, sem
flutt höfðu frá íslandi og sezt
hér að árið 1882. Baldur var því
fæddur og uppalinn í Winnipeg
á heimili foreldra sinna á Ross
Avenue, og naut hinnar venju-
legu barnaskólamenntunar, en
hélt svo áfram á menntabraut-
inni og lauk miðskólanámi. Að
því loknu innritaðist hann í
Wesley College og útskrifaðist
þaðan með heiðri sem B. A. árið
1910. Næsta ár var hann aðstoð-
arkennari í vísindadeild Há-
skólans í Manitoba, en haustið
1911 hóf hann að nýju nám við
læknaskólann .Var honum þá
leyft, vegna þess góða undirbún-
ings, sem hann hafði í ýmsum
greinum, að ljúka tveim fyrstu
árum læknaskólans á einu ári,
tókst honum að gjöra þvi góð
skil; en með því móti gat hann
lokið við læknaskólanámið
fjórum árum í stað þeirra venju-
legu fimm; útskrifaðist hann því
vorið 1915 með heiðri eins og
ávalt áður.
Á fyrstu skólaárum sínum
iðkaði Baldur ýmsar íþróttir,
sem þá voru efst á baugi meðal
stúdenta og hlaut þar ei.nnig
verðlaun í ýmis konar sam-
keppni. Árið 1907, á íþróttamóti
háskólans, hlaut hann hæstu
verðlaun fyrir flesta vinninga,
sem einstakur képpandi. Var
það Bronze Medalía gefin af há-
skólanum ár hvert; en eins og
gefur að skilja, þá voru þar
margir hraustir keppendur og
því ekki heiglum hent að ná
fyrstu verðlaununum, en hér
varð þó íslenzki drengurinn
hlutskarpastur, og mun það hafa
verið með fyrstu sigrum íslend-
inga hér í samkeppni við ann-
ara þjóða menn. Minnist ég þó
skki, að hann segði mér nokkurn
tíma frá þessu á okkar samveru-
tíð á læknaskólanum, né heldur
síðar. Það vildi svo til að ég hóf
mína skólagöngu við læknaskól-
ann einnig haustið 1911, og af því
hann varð að læra Anatomy
frá byrjun fyrsta árs skólans,
réðist það svo til, að við ynnum
saman, en það voru tveir saman
við líkskurðinn, sem tók upp
allan -tímann frá 9—12 hvern
morgun í tvo vetur. Þetta varð
svo eins konar bræðrafélag, og
man ég ekki eftir öðrum félags-
skap, sem ég hefi tekið þátt í,
sem mér hefir fallið betur í geð.
Baldur hafði góða og farsæla
námsgáfu, næman skilning og
gott minni, og þó að námið gengi
eins vel og raun varð á, þá
fannst mér hann aldrei þurfa að
^eggja neitt hart að sér við það.
Hann virtist alltaf hafa nægan
tíma umfram til þess að gleðja
sjalfan sig og aðra. Á tímabili
1 s 1 e n z k a Stúdentafélagsins
gamla var heimili foreldra hans
°g þeirra systkina ávallt eins og
annað heimili okkar námsfólks-
ms, og þar nutum við gestrisni
eg góðs viðmóts í ríkum mæli.
■Það var eitt þeirra heimila, sem
Ungt fólk hefir gott af að kynn-
ast- Það eru nú liðin 40 ár síð
Dr. Baldur H. Olson
að
þess
eg sat til borðs heima hjá
um góðu hjónum og börnum
þeirra, sem þá voru öll orðin
ullorðin; en mér verður oft
ugsað til þess enn í dag, vegna
Pess að þar fór fram einn merki-
egur liður í uppeldi fjölskyld-
unnar. Fögur og látlaus borð-
®n var sögð með viðeigandi
jOtningu allra, og er hún á þessa
»Gef oss í dag vort daglegt brauð
vor Drottinn Guð af þínum auð.
°rt líf og eign og bústað blessa
ug blessa oss nú máltíð þessa.
g gef vér aldrai gleymum þér
er gjafa þinna njótum vér.“
®g minnist þessa nú, til þess
a benda á fagurt fyrirdæmi
þeim, er bera ábyrgð á uppeldi
æskunnar. Svona var þá daglega
lífið á æskuheimili Baldurs og
er ekki ólíklegt að áhrifin þaðan
muni hafi orkað á orð hans ,og
athafnir fram til síðustu ára.
Hann var fíngerður maður og
a fríður sýnum, meðal maður á
hæð en grannur vexti, snar í
hreyfingum og hraðgengur þó
ekkert sýndist liggja á. Hann var
þýður og kurteis í viðmóti og
glaður í hópi vina sinna, sem
voru margir. Hann hafði gaman
af meinslausri glettni og var
sjálfur vel skáldmæltur, þó hann
auglýsti það ekki mikið; en eina
þ4ðingu hefi ég séð eftir hann.
Það var kvæðið „Sandy Bar“,
snúið á ensku, og mjög vandlega
af hendi leyst. Fleira mun hann
hafa gert af þessu tagi, þótt mér
sé það ekki kunnugt. Á íslenzku
held ég hann hafi ekkert skrifað,
og kunni hann hana þó vel, og
hafði lært málfræðireglur henn-
ar í skóla hjá séra Friðnk Berg-
mann.
Að loknu prófi frá læknaskól-
anum var Baldur einhvern tíma
spítalalæknir á General Hospital
í Winnipeg, og réði hann þá við
sig að leggja fyrir sig einhverja
.sérfræðigrein og kaus að leggja
sérstaka stund á lungnasjúk-
dóma. Varð það til þess, að
hann var kjörinn einn af lækn-
um Ninette tæringarhælisins.
Gafst honum þar gott tækifæri
til að æfa sig í skurðlækningum
þeim, er þá fóru að tíðkast á
tæringarsjúklingum. Gat hann
sér á síðari árum mikinn og góð-
an orðstír fyrir skurðlækningar
af þessu tagi, svo að sjúklingar
fóru að leita til hans frá ýmsum
fjarliggjandi stöðum í Canada og
í Bandaríkjunum jafnvel eins
langt að og frá New York.
En á þessum tíma var fyrra
veraldarstríðið í algleymingi og
margir gjörðust þá herlæknar.
Baldur var einn af þeim og fór
sem kafteinn með 223. herdeild-
inni, sem samanstóð að miklu
leyti af íslendingum. Þetta var í
apríl 1916, en í október það ár
var hann sendur til Frank í Al-
berta og hlaut þar stöðu sem
yfirlæknir á spítala fyrir heim-
komna hermenn. í febrúar 1917
var hann svo gerður að yfir-
lækni á 120 rúma tæringar-
hæli í Balfour, B.C. Var þessi
spítali einnig fyrir heimkomna
hermenn. Á þessum spítala var
hann svo yfirlæknir í tvö ár, eða
til 1919, þegar hann fékk lausn
frá herþjónustu. Kom hann þá
aftur til Winnipeg og byrjaði
prívat læknisstörf í félagi við þá
Dr. Bj. Brandson og Dr. O.
Björnsson, sem báðir voru mik-
ils metnir læknar og kennarar
við læknaskólann. Var hann í
nokkur ár í félagi með þeim; en
þá réðist hann sem læknir hjá
Great West Life, en gegndi
prívat lækningum jafnframt og
sérfræðigrein sinni, sem var,
eins og áður getur, uppskurður
við lungnatæringu. En nokkru
síðar réðist hann til Gret West
Life algjört, og hætti þá við
prívat-lækningar. Var hann svo
í þjónustu þess félags þangað til
annað veraldarstríðið skall á
1939. 1 september það ár var
hann kallaður í herinn aftur, og
hlaut þá Majors titil. Gegndi
hann störfum sínum þar í næstu
tvö ár, en þá var hann leystur
frá starfi vegna heilsubilunar.
Gekk hann þá enn í þjónustu
Great West Life, og var þá
gerður að aðal eftirlitsmanni
læknadeildar félagsins. Þeim
störfum gegndi hann svo þang-
að til 1950, er er hann fékk lausn
frá störfum vegna heilsubilunar.
Árið 1916, 18. apríl, kvæntist
Baldur Sigríði Thorgeirsson,
dóttur Hallfríðar og Jóhanns
Þorgeirssonar, sem lengi bjuggu
einnig á Ross Avenue í Winni-
peg. Hún var og er sérlega vel
gefin kona, sem reyndist manni
sínum framúrskarandi vel í öllu,
bæði blíðu og stríðu. Hún lærði
snemma píanóspil og lék af-
bragðs vel strax á unga aldri,
en síðar kom í ljós, að hún var
ein af þeim beztu söngkonum,
sem verið hafa hér meðal okkar
Vestur-lslendinga. Voru þau
hjónin' samhent í þessu sem
öðru, því hann lék mjög vel á
fiolin, allt frá æskuárum til hins
síðasta. Um mörg ár tilheyrðu
þau bæði söngflokk lútersku
kirkjunnar 1 Winnipeg og var
Sigríður þá aðalsöngkonan lengi
vel.
Börn þessara merku hjóna eru
fjögur, hér talin: Kathryn
Sigrid, nú gift Dr. W. O’Neill og
búa þau í Springfield, 111. Þá
Eilewi Marjo^y, gift Thor
Stephenson í Ottawa, og tveir
synir, þeir Eric Baldur og
Norman Hugh, báðir í Winnipeg.
Baldur Olson lézt, eftir lang-
varandi sjúkdóm, á hermanna-
spítalanum í Deer Lodge 14.
sept. 1952. Hann lifa nú ekkjan
og börn þau, sem nefnd hafa
verið, sjö barnabörn, öldruð
móðir og einn bróðir, William,
sem býr í Winnipeg.
Ég get ekki látið hjá líða að
bæta hér við nokkrum orðum,
því fráfall Baldurs snerti mig
persónulega, eins og ég veit, að
hefir orðið raunin á með marga
fleiri af vinum hans. Ég hefi
aldrei þekkt neinn mann, sem
var eins vinsæll og hann var, og
var það að mestu leyti fyrir
þann persónuleika, sem hann
hafði hlotið í vöggugjöf, og
sem móðir hans hlúði að svo
vel gegn um æskuárin, og þá
einnig hans góða kona síðar-
meir. Enginn hefir lýst betur
tilfinningum manns við að heyra
lát góðs vinar en Jónas Hall-
grímsson, þegar hann frétti lát
Tómasar Sæmundssonar,
hann kvað:
Gifts to Betel
The following gifts for Betel
were received in December, 1953.
Morden, Man.—
T. J. Gislason, 10.00
Winnipeg, Man.—
G. Magny S. Helgason, $25.00;
Peter Anderson, $50.00.
Cypress River, Man.—
Kvenfélag Fríkirkju safnað-
ar, $25.00; Mrs. T. I. Hallgrimson
(Given in memory of our beloved
son, Edwin) $5.00; Mrs. Sigríður
Helgason, $5.00; Margret Joseph-
son, $3.00; Mr. *and Mrs. Emil
Johnson, $3.00; Mr. and Mrs. Otto
Sveinson, $2.00; Mr. and Mrs. G.
M. Sveinson, $2.00; Mr. and Mrs.
Steini Johnson, $2.00; Mr. and
Mrs. H. S. >Johnson, $2.00; Mr.
and Mrs. Conrad Nordman, $2.00;
Mr. and Mrs. Alvin Anderson,
er $2.00; Mr. and Mrs. John Nordal,
$2.00; Mr. and Mrs. B. Sigurdson,
„Dáinn, horfinn! Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir.
En ég veit að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn“.
Ég vil gerá- þau hér að mín-
um orðum, og um leið biðja alla
aðstandendur hins látna vinar
afsökunar á því, að ég gerðist
svo djarfur að skrifa um Baldur
þessa stuttu grein. Ég veit vel,
að ég hefi ekki gert málefninu
eins góð skil og hefði átt að vera
gert. Ef til vill verður einhver
annar síðar til þess að bæta úr
því, sem hér er ábótavant. Væri
þá vel. En hvað mig snertir,
verð ég ávalt þakklátur fyrir
þær mörgu góðu samverustund-
ir, sem ég átti með honum.
S. E. Björnsson
Dr. Baldur H. Olson
Fundum okkar Baldurs bar
fyrst saman á Islandi um sum-
arið 1911, er hann var þar í
heimsókn með hinni prúðu og
gáfuðu móður sinni frú Hansínu
Olson, sem enn heldur sér vel
þó komin sé yfir nírætt; í
kynnisför þessari hittu þau
mæðgin að máli börn Þórhalls
biskups, er voru þeim allmikið
skyld og tókst þegar með þeim
góð vinátta; eftir að náið sam-
starf milli okkar Baldurs hófst
vestan hafs, bar þessa einu
heimsókn hans til íslands tíðum
á góma, og minntist hann þá oft
frænda síns Tryggva Þórhalls-
sonar, síðar forsætisráðherra, og
munu þeir nokkrpm sinnum
hafa skiptst á bréfum; þeim
svipaði saman um margt og
prúðmenskan var þeim báðum í
blóð borin; ég man það glögt
hversu Baldur fagnaði því, er
l’ryggvi tókst á hendur stjórnar-
forustu landsins, og mér er það
engu síður í fersku minni hversu
dapur hann varð, er ég gerði
honum aðvart um lát Tryggva
yfir símann.
Við Baldur áttum samstarf í
flestum, ef ekki öllum þeim
nefndum, er að því unnu hér í
borg, að afla fjár til tónmenn-
ingar nokkurum Islendingum,
er líklegir þóttu til frama og
mikils mátti vænta af; í þessu
var tíðum fólgið meira erfiði og
fleiri snúningar en margan
grúnaði.
Það var gaman að vinna með
Bpldri í öllum þessum nefndum
og þá ekki sízt Björgvinsnefnd-
inni svokölluðu, og var þó síður
en svo, að sigldur væri ávalt
sléttur sjór, því ofurkapps varð
stundum vart; kom þá hófstill-
ing Baldurs jafnan að góðu
haldi og lægði stormana; honum
var það manna ljósast, að góðum
málstað yrði að afla fylgis með
háttlægni fremur en ofstopa;
nokkru seinna varð það hlut-
skipti okkar Baldurs, að hús-
vitja sömu erinda í þessari borg
og áttum við frá þeim tímum
sameiginlega ljúfar endur-
minningar.
Baldur var óvenjulega list-
rænn maður, söngelskur, bók-
hneigður og ljóðelskur; hann
var skáldmæltur vel og enginn
annar en skáld hefði getað innt
af hendi eins fagra þýðingu og
hann gerði af kvæði Guttorms
„Sandy Bar“. í þessum efnum,
eins og raunar flestum öðrum,
var Baldur dulur og lét lítið
yfir sér. Heimili þeirra Baldurs
og frú Sigríðar var eins konar
listaskóli og þangað kom enginn
án þess að auðgast í listrænum
efnum að mun; frú Sigríður er
ágætur píanisti og var um langt
skeið ein hin allra hæfasta söng-
kona okkar Vestur-íslendinga;
það var gróði að kynnast þess-
um ágætu hjónum og eiga þau
að vinum.
Baldur læknir er harmdauði
þeim öllum, er með honum áttu
samleið og mundu flestir hafa
viljað gráta hann úr helju;
hann minti mig í lífinu, og jafn-
vel enn ljósar eftir að hann dó, á
nafna hans, þann er vænstur
var yfirlitum og hvítastur með
Ásum.
Hinn látni vinur og samferða-
maður sagði mér að fegurst ís-
lenzkra .blóma hefði sér þótt
Baldursbráin, og nú legg ég
hugleiðis að hvílu hans þetta
uppáhaldsblóm hans í klökkri
þökk.
Einar P. Jónsson
$2.00; Mr. and Mrs. B. K. John-
son, $2.00; Mr. Herman Isfeld,
$1.00; Mr. and Mrs. Kris Isfeld,
$1.00; Mr. and Mrs. L. I. Hall-
grimson, $1.00; Mr. and Mrs. Geo.
Morrison, $1.0t); Mr. and Mrs.
H. S. Sveinson, $1.00; Mr. Siggi
Sigurdson, $1.00.
Glenboro, Man.—
Mr. and Mrs. Ben Anderson,
(In memory of our beloved son,
Leonard) $5.00; Mr. and Mrs. T.
S. Arason, $3.00; Mr. Beggi
Sveinson, $2.00; Mr. and Mrs.
Oli Olafson, $1.00; Lutheran
Ladies Aid, Memorial Wreath
Fund, $25.00.
Mr. Siggi Guðbrandson, Bal-
dur, $1.00; Mrs. Inga Storm,
Betel, $5.00; A Friend, Winnipeg,
$25.00; Evening Alliance, Wyn-
yard, Sask., $10.00; Mr. and Mrs.
E. Johnson, Steep Rock, Man.,
$10.00; Mr. and Mrs. Daniel
Peterson, Betel, $10.00; Mrs.
Henrietta Johnson, Betel, $1.00;
Húsavik Ladies Aid, Treat for
Residents at Christmas, $25.00;
Mrs. Anna Stephenson, Win-
nipeg, $50.00; Mrs. Beatrice E.
Johnson, Winnipeg, $25.00; “Vin-
kona” Betel, $5.00; Mrs. Steinunn
Kristjanson, Betel, $5.00; Mrs.
Asa Laventure, Betel, $3.00;
Maria Stevenson to buy some-
thing for table, $5.00; Mr. and
Mrs. G. F. Jonasson, Winnipeg,
$50.00; Steinunn Valgardson,
Betel, $3.00; Concordia Icelandic
Ladies Aid, Churchbridge, Sask.,
$10.00; Kristinn Johnson, Gimli,
$5.00; Henry Sigurdson, Buffalo,
N.Y., treat for staff, $5.00; rce-
landic Ladies Auxiliary, Flin
Flon, $100.00.
Mr. and Mrs. G. F. Jonasson,
Winnipeg, 40 lbs turkey and box
of Whitefish. Mr. and Th. Peter-
son, Winnipeg, and Mr. and Mrs.
T. L. Peterson, Wiseton, Sask.,
vínarterta, pönnukökur a n d
cookies for all in the home.
Mrs. Skaptason, cigars; Mrs.
S. Hjartarson, Steep Rock, Man.,
box of pears; Lutheran Ladies
Aid, Winnipeg, one case cookies;
J. S. Gillies, Winnipeg, oranges
and chocolate bars for all resi-
dents; H. L. MacKinnon Co. Ltd.
box peanuts.
Palmi Larusson, four tins of
pipe tobacco; Mr. and Mrs. B.
Langrill, 7 doz. oranges, 16 lbs.
bananas, two boxes tangerines,
16 boxes chocolates.
Womens Association, First
Lutheran Church, Winnipeg, In-
dividual gifts for each resident,
two boxes of tangerines, and
two boxes of chocolates.
Mr. and Mrs. Eric Stefanson,
Gimli, box of tangerines and
Calendar; Arnason’s Dairy, Ice
Cream for residents and staff;
Tergesens Store, box of apples;
Gimli Lutheran Sunday School,
individual wrapped gifts; Dr.
and Mrs. G. Johnson, large box
of chocolates; Tip Top Meat
Market, hangikjöt, 1 box of
tangerines and 1 box chocolates
for staff.
Mr. and Mrs. A. Thorvaldson,
Piney, Man., turkey; Central
Bakery, Mr. and Mrs. K. Olson,
Kringlur, 1 box chocolates for
staff and matron; Icelandic
Ladies Auxiliary, Flin Flon, In-
dividual gifts for residents,
chocolates for staff and Matron.
Tergesen’s Drug Store, 16
bricks of ice cream; Elderly
couple in the home supplied ice
cream and ice cream wafers for
all in the home.
A Friend, ice cream and cake
for residents an staff.
G. J. Austfjord, ljóðabók „Ur
útlegð."
Federated Ladies Aid, Coffee,
Cake and treats for residents and
staff; Masonic Lodge, Gimli,
rúllupilsa and brown bread for
fesidents and staff.
Judy Olson took her birthday
cake to Betel and divided it
among the residents.
S. M. BACKMAN,
Treasurer,
Ste. 40 Bessborough Apt
Winnipeg.
Kaupið Lögberg
Víðlesnasta
íslenzka blaðið
Merkileg
uppgötvun
Framhald af bls. 3
vafi á því, að aðalorsök gulunn-
ar sé auðleyst calciumsalt í fisk-
saltinu.
? fisksalti er calcium yfirleitt
bundið sem calciumsulfat, sem
er mjög torleyst, en það kemur
þó oft fyrir. að auðleyst calcium
salt sé í sjávarsalti og er það
venjulega reiknað sem calcium-
klorid. Mun geta verið hátt í 1%
af því í salti.
I salti, sem gefizt hefir illa
vegna þess ,að það valdur gulu í
saltfisknum og rannsóknarstofan
hefir haft til athugunar er lítils
háttar af þessu auðleysta calcium
salti.
Siglufirði, 11. nóv. 1953
Páll Ólafsson, mag. scient
GHDOSING A FIELD
A Business College Education provides
the basic information and training with
which to begin a business career.
Business College students are acquiring
increasing alertness and skill in satisfy-
ing the needs of our growing country for
balanced young business people.
Commence Your Business
Training Immediately!
For Scholarships Consult
THF, COFFMBIA PRESS FIHIITED
PHONE 74-3411 695 Sargent Ave., WINNIPEG