Lögberg - 14.01.1954, Qupperneq 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. JANÚAR 1954
Bókmenntafrömuður í Vesturheimi
Úr borg og bygð
Ánægjulegur Frónsfundur
Á mánudagskvöldið var hélt
Þjóðræknisdeildin Frón sinn
fyrsta almenna fund á þessu ári.
Forseti Fróns, Jón Jónsson,
setti fund kl. 8.10 síðdegis og
bauð gesti velkomna. Tilefni
þessa fundar var það að kjósa
10 fulltrúa til að sitja þjóð-
rænkisþingið. — Að fundar-
störfum loknum hófst skemmti-
skráin með því, að Dr. Áskell
Löve sýndi kvikmynd Ósvalds
Knudsen af Heklugosinu, með
aðstoð Snorra Jónassonar. Áður
en sýning hófst, flutti Dr. Askell
stutt ávarp, þar sem hann lýsti
að nokkru Heklugosum fyrr og
síðar. — Einnig sýndi Prófessor
Finnbogi Guðmundsson Trölla-
myndir úr Dimmuborgum í Mý-
vatnssveit. Flutti hann fyrst
stutta ræðu og skýrði því næst
myndirnar fyrir fundarmönn-
um jafnskjótt og þær birtust á
tjaldinu. Báðar þessar mynda-
sýningar virtust falla fundar-
mönnum vel í geð. Enníremur
voru leikin nokkur íslenzk lög
af hljómplötum.
Fundurinn fór hið bezta fram,
og aðsókn í betra lagi, eða um
60 manns, þrátt fyrir óhagstætt
veður.
☆
Á miðvikudagskvöldið í fyrri
viku komu saman í Marlborough
hótelinu um fimmtíu frændur
og vinir Ragnars Eggertssonar
forstjóra, karlmenn eingöngu,
er áttu með honum glaðværa
kvöldstund í tilefni af kvon-
fangi hans. J. K. Laxdal hafði
orð fyrir gestum, en auk þess
mælti Guðmann Levy nokkur
orð og afhenti heiðursgestinum
að gjöf vandað og fallegt kaffi-
borð. Mr. Eggertsson þakkaði
samsætið og gjöfina með hlýjum
og velvöldum orðum.
☆
Mr. Edwin S. Johnson og
Agnes Knutsen frá Winnipeg,
voru gefin saman í hjónaband í
Vancouver, B.C., hinn 12. des-
ember síaðstliðinn. Rev. Harry
Lennox framkvæmdi hjóna-
vígsluna.
Mr. Johnson, sem ættaður er
af Seltjarnarnesi, er vafalaust
einn hinn víðkunnasti blaða-
maður af íslenzkum stofni, sem
nú er uppi; hann var árum sam-
anformaður canadíska frétta-
sambandsins, The Canadian
Press í London, en hefir nú tekið
við forstöðu þeirrar sömu stofn-
unar í Vancouver.
☆
Mr. Elmer Nordal lögreglu-
þjónn í St. Boniface, er nýlagður
af stað austur til Ottawa, þar
sem hann stundar níu vikna
-lögregluþjálfun hjá Royal
Canadian Mounted Police.
☆
Þeim Mr. og Mrs. Paul A.
Sigurdson, er það ósegjanlegt
ánægjuefni að tilkynna vinum
og vandamönnum, að hinn 6.
þ. m., fæddist þeim dóttir í fæð-
ingardeild Almenna spítalans
hér í borginni, er gefið hefir
verið nafnið Signý Lou; móður
og dóttur heilsast hið bezta.
☆
— GIFTING —
Laugardaginn 9. þ. m. voru
gefin saman í hjónaband í Sam-
bandskirkjunni hér í borg, þau
Joan Oddný Ásgeirsson og John
Lloyd Davidson Parr. Séra
Philip M. Pétursson fram-
kvæmdi hjónavígsluna. Brúður-
in er yngsta dóttir þeirra Mr. og
Mrs. J. Ásgeirsson, 657 Lipton
St. Var hún aðstoðuð af systur
sinni, Thoru du Bois, en brúð-
gumann aðstoðaði Mr. Victor
Cowie. Til sætis leiddu Mr.
Bill Simmermann og Mr.
Edward Klieman. — Organleik
annaðist Gunnar Erlendsson.
Eftir giftinguna var setin
rausnarleg veizla að heimili
þeirra Mr. og Mrs. S. J. Borg-
ford, 953 Dominion St. Heimili
ungu hjónanna verður hér í
borg.
Löberg óskar til hamingju.
Reverend Robert Jack to speak
al the Icelandic Canadian Club
Banquel
The Icelandic Canadian Club
will hoid its annual banquet and
dance at the Marlborough
Hotel, January 29, 1954.
The Club is pleased to an-
nounce that the guest speaker
will be Reverend Robert Jack,
of Arborg. Reverend Jack needs
no special introduction here, for
the Icelandic community has
íollowed with interest the story
of the Scotch minister who
served the Church in Iceland
for several years, including on
Grímsey, and speaks Icelandic
as fluently as English. Reverend
Jack has just arrived from his
northerri outpost charge to take
over his duties in the Arborg-
Riverton district.
The Icelandic community in
Winnipeg will welcome this
opportunity to hear Reverend
Robert Jack, on the occasion of
his first public apperance in the
city. —W. K.
*ír
Mr. J. S. Mýrmann frá Van-
couver, B. C., kom til borgar-
innar um fyrri helgi og fór
héðan norður til Oak Point í
heimsókn til systur sinnar.
☆
Mr. Peter Anderson, fyrrum
kornkaupmaður, og frú, lögðu af
stað suður til Miami, Florida, á
föstudaginn var og munu dvelj-
ast þar nálægt tveggja mánaða
tíma.
☆
Á þriðjudagsmorguninn lézt
hér í borginni frú Sigríður
Thorarinsson, ekkja Metúsal-
ems Thorarinssonar bygginga-
meistara, 63 ára að aldri, hin
mesta ágætiskona; hún lætur
eftir sig einn son, Alec lögfræð-
ing og systur, Mrs. H. M. Sveins-
son.
Útförin fer fram frá Bardals
á laugardagínn kl. 1.30 e. h.
vv
Mr. Arni G. Eggertson, Q.C.,
lagði af stað suður til Miami,
Florida, ásamt frú sinni á mið-
vikudagskvöldið, og munu þau
dveljast þar syðra eitthvað á
annan mánuð.
$1.25 WAMPOLE'S $1.25
£xtmeko?
CotL Uver
Framhald af bls. 1
stein Gíslason. Hika ég ekki við
að telja þessar greinar með því
bezta, sem um þessi skáld hefir
verið skrifað, ef ekki það al-
bezta. Að minnsta kosti þykir
mér ennþá vænna um þau eftir
að hafa lesið greinar dr. Becks.
Leiðsögn hans er svo örugg,
skilningur hans á ver-kum þeirra
skýr og óvilhallur.
Einhvern tíma hef ég séð eða
heyrt því haldið fram um
Richard Beck, að hann hrósaði
öllum og öllu. Þetta er fjarri
sanni. Hitt er rétt, að hann lítur
fyrst og fremst á kostina og
stillir aðfinnslum sínum í hóf,
gætir meir prúðmannlegrar hátt
vísi en ýmsir aðrir Islendingar,
sem leyfa sér að dæma höfunda
og verk þeirra, ósjaldan af lítilli
sanngirni eða jafnvel stráks-
skap.
Sem dæmi þess, að dr. Beck
sé vægðarlaus og strangur dóm-
ari, vil ég geta þess, að mér
þykir jafnvel of mikillar gagn-
rýni gæta hjá honum á sögum
Huldu. Að mínum dómi hefir
þeirri ágætu skálkonu enn eigi
verið skipað í þann heiðurssess
af ritskýrendum, sem henni ber.
Hygg ég að ástsæld hennar með-
al alls þorra lesenda vaxi því
meir, sem þeir kynnast verkum
hennar betur. Á það eigi síður
við sögur hennar og ævintýri en
þulurnar og ljóðin. Svipað mætti
líklega segja um Þorstein Gísla-
son, sem orti af miklum hagleik
og var einn af vorum ágætustu
ljóðaþýðendum, — að ógleymd-
um Jóni Bláskógaskáldi, þeim
söngvasvan.
En hvað er ég að tala um ein-
stakar ritgerðir? Þær hafa allar
sér til ágætis meira en lítið og
bera því fagran vott, hve höf-
undurinn er gagnkunnugur þeim
efnum, sem hann ritar um, fá-
dæma handgenginn íslenzkum
bókmenntum og ber djúpa virð-
ingu fyrir skáldgyðjunni og
fræðadísinni. Ást hans á íslenzku
máli, íslenzkri þjóð og íslenzk-
um menningarerfðum birtist á
hverju blaði þessarar bókar og
leynist þó eigi síður milli lín-
anna. Ég hef tvílesið bókina
spjaldanna milli og marglesið
suma kaflana. Er auðsætt, að
hún er blóð af blóði höfundarins
og hold af hans holdi, ef svo
mætti segja. Og það gefur henni
ekki sízt gildi.
Því miður er þó einn ókostur
á þessari bók, en eigi mun hann
vera höfundarins sök, heldur
prófarkalesarans, því að í henni
er mikill fjöldi af prentvillum,
línum ruglað o. s. frv. Væri ekki
vanþörf á að leiðrétta sumt af
því, þó að annað sé meinlausara.
Auðvitað draga prentvillurnar
ekkert úr áhrifagildi bókarinn-
ar, sem er mikið. Þeim, sem ekki
hafa þegar lesið Ættland og
erfðir, ráðlegg ég að gera það
hið allra fyrsta. Þá mun ekki
iðra þess.
Að rdðustu þetta: Þegar ég var
heima í föðurgarði og gleypti svo
að segja allt lesefni, sem á vegi
mínum varð, rakst ég m. a. á
skýrslur gagnfræðaskólans á
Akureyri, hafði m. a. gaman af
að grúska í prófskýrslúm og sjá
einkunnir brautskráðra gagn-
fræðinga. Mér er enn í minni,
hvað ég dáðist að einkunnum
Richards Becks við gagnfræða-
próf. Ég man ekki betur en hann
fengi þá hæstu einkunn, sem
hægt var að fá í íslenzku, bæði
munnlegri og skriflegri. Mun
það hafa verið einsdæmi.
Stundum hefir því verið
haldið fram, að prófhestar stæðu
sig ekki vel, þegar út í lífið
kæmi. Próf. Richard Beck hefir
gert þessi ummæli ómerk. Ég
fæ ekki betur séð en hann
standist hverja þá raun, sem
skóli lífsins leggur honum á
herðar, með sömu ágætum sem
hann stóðst prófið í eftirlætis-
námsgrein sinni, íslenzkri tungu,
við gagnfræðaprófið á Akureyri
forðum.
í nóv.1953
—TIMINN
um. — Árangurinn varð sá, að
hvergi nokkurs staðar hefir ver-
ið betri kirkjusókn heldur en
einmitt hjá sóknarprestinum í
þessari skozku nýlendu.
Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnudag. 17. janúar:
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli á hádegi.
Ensk messa kl. 7 síðdegis.
Ársfundur Selkirk-safnaðar
verður haldinn mánud. 18. jan.,
kl. 8 síðd. í samkomuhúsi safn-
aðarins.
Safnaðarfólk beðið að' sækja
fundinn.
S. Ólafsson
☆
Nýi skrifstofumaðurinn kom
til vingjarlega skrifstofustjórans
og spurði: — Væri þess nokkur
kostur að ég gæti fengið frí á
morgun? Konan mín bað mig um
að hjálpa sér við hausthrein-
gerningarnar.
— Það kemur ekki til mála . . .
— Ó, þakka yður fyrir, herra
skrifstofustjóri, ég vissi að mér
væri óhætt að treysta yður!
BARON SOLEMACHER’S
LARGE FRUITED
EVERBEARING RUNNERLESS
DWARF BUSH
STRAWBERRY
From the Baron Solemacher plant breed-
ing works in Western Germany comes
this valuable Large Fruited Strawberry
(grown from seed), a strain entirely new
to Canadian gardeners, and for which we
have been appointed exclusive licensee
for sale in Canada of Originator’s Seed.
Not in any way to be confused with ordin-
ary Ðaron Solemacher types but a vastly
superior large and round fruited variety
with fruit averaging one inch; rich, juicy,
luscious, with unique spicy wild flavor and
aroma. Bears early and heavily all season
till hard frost. Starts bearing first year
from seed. Plants are hardy, compact,
bushy, runnerless, perennial; easily grown.
Order now. Supply limited. Originator’s
Seed in two varieties, Red or Yellow.
Pkt. $1.00, 3 Pkts. $2.50, postpaid.
rnrrBIG 164 PAGE SEED AND
rf'C,tNURSERY BOOK FOR 1954
^7 Okkar a SMilli Sagt
Eftir GUÐNÝJU GÖMLU
AFTER THE STORM
Lake Winnipeg
Fyrir skemstu minntist nábúi minn á Red Feather fjársöfnun-
ina, sem hófst hinn 19. október og lauk ekki fyrr en þann 12.
nóvember; í mínum huga var hér um nýmæli að ræða og hið
sama mun gilda um aðra nýja Canadamenn; hún sagði að Red
Feather táknaði í raun og veru líknarsamlögin, sem starfrækt
hefðu verið til margra ára við góðum árangri. Fjöldi Canada-
manna, eldri og yngri styðja slík fyrirtæki og eiga líka að gera það.
í dag mér, á morgun þér. Klippið ekki framlögin við nögl yðar.
-------------------------------☆-----------
Tíðum ber það við, að þegar fólk fæst við máln-
ingu, að málið slettist upp á handleggina og veldur
slíkt að sjálfsögðu nokkrum óþægindum, þá kemur
sér vel að hafa við hendina FACE-ELLE klútana til
að strjúka málið af einkum í þriggja-þráða gulu
kössunum og tveggja-þráða grænu kössunum. Hafið
þetta hugfast í næsta skiftið, sem þér fáist við
málningu.
----------☆-----------
Er yður það ljóst, að frá því í lok síðara stríðsins hafa cana-
dískir borgarar keypt 641 miljón dollara virði í CANADA
SAVINS BONDS? Af þessu má ráða, hversu canadísku þjóðinni
er sparnaður 1 blóð borinn og hve hyggilegt það er að kaupa
CANADA SAVINS BONDS. Ef þér hafið ekki þegar gert það,
þá getið þér látið IMPERIAL BANK OF CANADA annast um
þetta fyrir yðar hönd; hin nýju verðbréf gefa af sér 3 %% í vexti;
borga má fyrir þau út í hönd eða með smágreiðslu eftir samningi
í „Bankanum, sem grundvallaður er á þjónustusemi“, hann geymir
fyrir yður þessi verðbréf unz þér viljið leysa þau út.
471 sjúklingur hefir fengið aðhlynningu
á sjúkrahúsi Akraness
Sjúkrahúsið reis af grunni fyrir
velvild og lofsvert íramlaks
hóps manna
AKRANESI, 10. nóv.: — Þann
3. október s.l. átti Bíóhöllin á
Akranesi 10 ára afmæli. Þennan
dag var hún vígð og við vígsluna
gáfu þau hjónin Haraldur Böðv-
arsson og frú Ingunn Sveins-
dóttir Akrnesbæ Bíóhöllina. —
Ákváðu þau að ágóðanum af
rekstri Bíóhallarinnar skyldi
varið til líknar og menningar-
starfa.
Löngu áður eða 1915 höfðu
foreldrar frú Ingunnar, Metta F.
Hansdóttir og Sveinn Guð-
mundsson í Mörk, stofnað með
fjárframlagi Sjúkraskýlissjóð
Akraness. Gjaldkeri sjúkra-
skýlissjóðsins frá stofnun og til
þessa dags hefir verið dóttir
stofnendanna Hebrea G. Sveins-
dóttir. — Hvoru tveggja hefir
svo almenningur eflt og sýnt
skilning á hlutverki sjúkra-
skýlissjóðsins og Bíóhallarinnar.
Kvenfélag Akraness hefir ver-
ið eitt dugmesta félag, sem
starfað hefir í bænúm um 25
ára skeið.
Þetta eru hinir þrír hornstein-
ar, sem gert hafa kleift ásamt
framlagi ríkisins að sjúkrahús
Akraness risi af grunni og tæki
til starfa. Bíóhöllin hefir þegar
greitt til sjúkrahúss Akraness
tæpar 600 þúsund krónur og til
viðbótar því tekið að sér að
greiða hálfrar milljón króna lán
til sjúkrahússins. Frá Sjúkra-
skýlissjóðnum hefir sjúkrahúsið
fengið 100 þúsund krónur og frá
Kvenfélagi Akraness hefir
sjúkrahúsinu borizt risavaxin
peningaframlög. Fyrst 150—160
þús. krónur, sem konurnar gáfu
úr félagssjóði og síðar 167 þús-
und krónur, sem þær söfnuðu
meðal bæjarbúa. En auk þess
hafa fjöldi einstaklinga og sveit^
ir Borgarfjarðar utan og ofan
Skarðsheiðar, sent sjúkrahúsi
Akarness myndarlegar gjafir.
Þess er skylt að geta, að við
byggingu sjúkrahúss Akraness
og öflun tækja til þess, hefir það
orðið ómetanleg stoð að fá að
njóta atíylgis og fyrirhyggju
Haraldar og frú Ingunnar.
Reynslan sýnir, að ekki hefir
verið unnið fyrir gíg, því að
sjúkranús Akraness hefir nú á
tæplega IV2 ári tekið við 471
sjúklingi, sem þar hafa dvalizt í
lengri eða skemmri tíma sér til
lækninga og heilsubótar.
—Mbl., 18. nóv.
Sóknarprestur í skozkri ný-
lendu vestan hafs var í hálfgerð-
um vandræðum með sóknarbörn
sín, þau virtust ekki vera guð-
hrædd og sóttu þess vegna ekki
kirkjuna.
En allt í einu datt honum
snjallræði í hug. í lok ræðu
sinnaf einn sunnudag, lét hann
þess getið að framvegis hefði
hann hugsað sér að láta 5 dollara
seðil inn í eina af sálmabókun-