Lögberg - 21.01.1954, Síða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. JANÚAR 1954
3
Þúsund stró á Þórustöðum
Eftir JÓNAS ÞORBERGSSON
„Við erum aflaklærnar," sagði
Ólafur Thors fyrir aldarfjórð-
ungi á stjórnmálafundi austan-
fjalls. „Við drögum auðinn úr
djúpi hafsins handa ykkur sveita
ræktað og byggt upp jarðir
ykkar.“
Hversu sem þ e s s i hugsun
kann að hafa verið alvarlega
meint, er hún mótuð og hún
mun hafa v a k a ð í hugum
margra manna alla stund, síðan
atvinnusókn Islendinga hófst við
sjávarsíðuna um og eftir síðustu
aldamót.
Samt sem áður hefir reynslan
á síðasta aldarfjórðungi orðið sú,
að Reykjavík sérstaklega og
nokkrir aðrir kaup staðir hafa
tekið við allri fólksfjölgun í
landinu, en sveitafólki fækkað.
— Hið eiginlega landnám í sveit-
um á Islandi er tæplega hafið,
enn sem komið er.
N o k k u r skemmtileg dæmi
hafa þó gerzt um fjáraflamenn í
Reykjavík, iðjuhölda, kaupsýslu-
menn eða athöfnamenn með öðr-
um hætti, að þeir hafa þráð mold
ina og fengið opin augu fyrir
því, að eiginleg þjóðmenning á
íslandi mundi gróa þar, sem
stráin vaxa; að ræktun manns-
sálarinnar og manngildisins er
bundin ræktun jarðargróðurs og
dýra í faðmi náttúrunnar. Þessi
staðreynd ^r ekki sérstæð, að
því er ísland varðar. Hún er saga
allra landa.
Ég átti nýlega stutta dvöl á
Þórustöðum í ölfusi og ég óska
að segja hér lítið eitt landnáms-
sögu, sem þar hefir gerzt síðustu
fimm árin.
Pétur Guðmundsson kennd-
ur við Málarann í Reykjavík ,er
orðinn stórbóndi á Þórustöðum.
Árið 1948 keypti hann jörðina og
hóf þar framkvæmdir. Aðkoman
var í stuttu máli sem hér grein-
ir: Á jörðinni var lítið hús ný-
lega byggt, tvö herbergi og eld-
hús og um 1200 hesta hlaða
sömuleiðis nýlega byggð. Um
100 hesta tún var á jörðinni
hvergi véltækt. Ekkert fjós var
á jörðinni, enda engar kýr né
aðrar skepnur og mátti jörðin
kallast vera í eyði. Heim að bæn-
Kaupið Lögberg
Víðlesnasta
íslenzka blaðið
FOR BETTER 8UYS IN
BEDDING, SHOP AT
the sign
of better
living
all over
Canada ...
sheets...
blankets...
pillow slips
made right...
here in
Canada
Long-wearing luxury is the big
feature this winter! That's Tex-
eiade's big boon to your budget!
See the beauty of Tex-made, cur-
rently in your favorite store. Feel
»he comfort — buy it — wherever
you see the Tex-made sign.
Canada lives better
•. . with Tex-made!
um var yfir langa mýri að fara
ótræðisveg nálega ófæran.
Ræktunin
Á Þórustöðum eins og nálega
hvarvetna á Suðurlandsundir-
lendi er land gott undir bú, ef
áræðinn hugur með orku fjár-
magnsins í bakhendinni kemur
til. Pétur Guðmundsson hefir nú
ræst fram til þurkunar um 120
hektara lands eða um 360 dags-
láttur. Af þessu landi er nú
komið í túnrækt um 30 ha. eða
um 90 dagsláttur. A jörð þessari
sem árið 1948 gaf af sér 100 hesta
af óveltækum túnbletti, var hey
og fóðuröflun bóndans síðastlið-
ið sumar eins og hér segir:
1100 hestar af töðu,
450 hestar af súrheyi,
300 hestar af höfrum,
50 tunnur kartöflur,
150 tunnur rófur auk mikils
af garðávöxtum og grænmeti.
Þar að auki ræktaði hann og upp
skar um 25 tonn af fóðurrófum.
Húsfreyjan á Þórustöðum,
hin ötula búsýslu- og jarðræktar
kona, Ragna Sigurðardóttir, bún-
aðarmálastjóra, hefir tekið
nokkrar dagsláttur til trjárækt-
ar og blóma og elur þar nú upp
Þúsundir af trjáplöntum.
Húsagerð
Húsakostur á Þórustöðum er
nú orðinn svo mikill og góður að
af ber í sumum greinum. Auk
umbóta á þeim húsum, er fyrir
voruá jörðinni, hefir bóndmn
byggt stórt íbúðarhús með sjö
íbúðarherbergjum, tveimur eld-
húsum, þremur snyrtiklefum og
baðherbergi. Hann er nú að
leggja síðustu hönd á fjós fyrir
44 kýr. Við hlöðuna hefir hann
reist tvær súrheysgeymslur, er
rúma samtals um 500 hesta. Hann
hefir reist mikinn verkfæra-
skála úr steinsteypu, þar sem
komið verður f y r i r öðrum
geymslum, snyrtiklefa fyrir
verkafólk og litlu verkstæði fyr-
ir heimilið. Loks hefir hann
reist garðávaxtageymslu um 50
rúmmetra að stærð, þar sem
• hægt er að geyma um 200-250
tunnur af kartöflum og öðrum
garðávöxtum.
Á Þórustöðum vaxa nú þús-
und strá, þar sem áður óx eitt
fyrir fimm árum. 360 dagsláttur
af nálega gróðurlausum fúamýr-
um ræstar fram til þurkunar.
Um 90 dagsláttur komnar í rækt,
þar af mestur hluti í fulla rækt.
Bú og ræktun vaxandi. Land-
nemarnir þarna sækja fram af
fullu kappi og samkvæmt fastri
áætlun. Ferðalangar og áhuga-
menn um búskap leggja lykkju
á leið sína, til þess að sjá þetta
stórbýli vaxið upp á svo skömm-
um tíma. Bóndinn þarna er
reyndar kunnur að hugkvæmni
og atorku. Hann er kominn seint
til þessa verks, enda sækir það
fast. Það er ánægjulegt að ræða
við þennan unga bónda svo rosk-
inn að árum, hversu hann hefir
aflað sér mikillar, hagnýtrar
þekkingar í verkahring sínum
og látið sér hugkvæmast margt,
er'hann telur að betur mætti'
fara í búskaparháttum og félags-
lífj bænda. Verður fátt eitt af
því greint hér, en ef til vill vik-
ið að sumu síðar.
Þrýsiislétíun lands
í landi Péturs Guðmundssonar
var fjögurra hektara skák, sem
við uppþurkun var orðin að
valllendisþýfi. 1 stað þess að
plægja og sá í skákina á síðast-
liðnu voru, fékk hann lánaðan
12 tonna valtara og fór með hann
þvísvar sinnum yfir þessa skák
áður en klaki var að fullu farinn
úr jörð. Skákin varð sæmilega
véltæk og hann fékk af henni
heyfeng, er svaraði til 10 hesta
af dagsláttu. Þessa tilraun
hyggst hann endurtaka næsta
vor. — Slík tilraun sem þessi er
ef til vill ekki ný, en engu síður
athyglisverð. Pétur telur efa-
laust, að mikið af röku landi,
bæði valllendi og mýrum, sem
eru að þorna, mætti slétta á
þennan hátt, ef það er gert á
réttum tíma á vorin, meðan
klaki er enn í jörð. Hann telur
að mýrunum muni alloft og
víða ekki gefinn íægur tími, til
að myldast og efna breytast,
áður en þeim er lokað með gras-
fræssáningu.
Fóðurrófur
Þess var getið hér að framan,
að Pétur Guðmundsson ræktaði
og uppskar 25 tonn af fóðurróf-
um síðastliðið sumar. Það er efa-
samt að fóðurrófnarækt í svo
stórum mæli hafi átt sér stað
annarsstaðar á einstöku bónda-
býli á landinu. Hann lítur svo á.
að íslenzkur landbúnaður eigi
ekki skynsamlega né arðvæn-
lega framtíð fyrir sér, ef hann
hyggst að dollarafóðra búpening
sinn. Fóðurgildi rófunnar telur
hann einkum vera, að hún veiti
skepnunum fjölbreyttari og holl-
ari fæðu og bæti upp þurfóðrið.
— Hann telur enn, að ef rétt er
að farið við sáningu, grisjun og
uppskurð rófunnar, sé vinna lít-
il í hlutfalli við eftirtekju. Um
geymslu fóðurrófnanna fer Pét-
ur að erlendum fyrirmyndum.—
Talsverður vinnuauki er að því,
að kurla rófurnar áður en þær
eru bornar fram sem fóður. Er-
lendis eru notaðar til þess hent-
ugar og ódýrar vélar.
Fjósið og grænmeiisgeymslan
Ég tel efasamt, að nokkurt fjós
á landinu sé vandaðra að allri
gerð en fjós það, sem Pétur á
Þórustöðum er nú að leggja á
síðustu hönd. 1 því eru básar fyr-
ir 44 kýr og átta ungviði, kálfa-
stía, bolabás og sjúkrabás. Sér-
stakt mjólkur- og mótorhús fyrir
mjaltavélar, fóðurgeymsla og
snyrtiklefi. — Fjósi þessu ættu
búnaðarfrömuðir okkar og fræði
búmenn að veita sérstaka at-
hygli. — Maður nokkur, sem
hefir með höndum fjósbyggingu
fyrir ríkið, gerði sér ferð þang-
að, til þess að skoða fjósið. Hann
lét svo um mælt ,að þeir, sem
hyggðust að byggja fjós, ættu
fyrst að skoða fjós Péturs.
Grænmetisgeymsla Péturs er
ekki síður merkileg og sniðin
við getu og ástæður íslenzkra
sveitabýla — þessar tvær bygg-
ingar eru í samræmi við skoðun-
arhátt bóndans á Þórustöðum,
en hann aðhyllist að fullu þá
kenningu, sem reyndar er sífellt
verið að predika fyrir bændum,
að bæði land og búfé beri að
rækta til fullra nytja og til sem
hæstra marka. — Við það breyt-
ist hlutafalhð milli arðs og til-
kostnaðar bóndanum í hag.
Málfundafélg bænda
Pétur Guðmundsson kvaðst
líta svo á, að bændur um allar
sveitir ættu að stofna með sér
málfundafélög, þar sem þeir
gætu komið saman við og við og
borið saman ráð sín, rætt hags-
munamál sín og áhugamál
reynslu sína, nýjar hugmyndir
og tillögur. — Hann kvað það
mundu vel fallið að málfundi
þessa sætku við og við forráða-
menn landbúnaðarmálanna og
ráðunautar Búnaðarfélagsins.
Mætti af slíkum málfundum
fljóta gagnkvæm kynning og
gagnsemi.
Moldin kallar
Dæmi Péturs á Þórustöðum
hafa verið gerð hér lítilsháttar
skil. Ekki vegna þess, að það sé
einstætt, heldur af því, að það
er hendi næst. Fleiri dæmi hafa
gerzt um það, að moldin hefir
kallað á atorkusama, þjóðholla
og framsýna ættjarðarvini í
kaupstöðum landsins — og kallað
svo sterklega, að þeir hafa ráð-
izt til hennar með alhug sinn og
getu. Segja má, að dæmi slík
sem þessi séu tilviljunarkennd.
En fyrfr þá sök eru þau eigi síð-
ur verð mikillar athygli allrar
þjóðarinnar og eigi sízt þeirra
manna, er fyrir búnaðarmálum
ráða. — Flóttinn úr sveitunum
hefir nú staðið í hálfa öld. Væri
máske hugsanlegt að á dæmi slík
sem þessi mætti líta sem árblik
nýrrar dögunar, er flóttanum
verður snúið við, þegar raforkan
fer um allar sveitir og malarbú-
ar taka að þrá samvistir við grös
og dýr í faðmi íslenzkrar nátt-
úru. — Moldin bregzt aldrei
þeim, sem gerast hennar sannir
vinir. Og hún heldur áfram að
kalla á fjármagn og framtaks-
samar hendur.
TIMINN, 18. nóv.
Bækur um
þjóðleg fræði
Margar merkar bækur koma frá
NorSra í hausl
Á v e g u m bókaútgáfunnar
Norðra koma í haust að vanda
margar nýtar og skemmtilegar
bækur.
Vísir hefur átt tal við forstjóra
Norðra Albert Finnbogason og
innt hann frétta af útgáfustarf-
seminni í haust.
Albert sagði, að það hafi löng-
um verið svo háttað með þjóð
vorri, að henni hafi gefizt drýgst-
ur tími til bóklesturs á löngum
vetrarkvöldum. Þegar vorannir
hefjast og hið stutta sumar
gengur í garð er naumast við því
að búast, að menn geti almennt
setið við lestur bóka um há-
bjargræðistímann. Haustið hlýt-
ur því að verða sá tími, sem nýj-
ar bækur verða fyrirferðarmest-
ar á bókmarkaðinum.
Um bækur Norðra sagði hann,
að sú nýbreytni að selja heila
bókaflakka í afborgunum gefizt
mjög vel og náð vinsældum.
Fjölgi þeim mönnum á hverjum
degi, sem notfæri sér þessi hag-
kvæmu bókakaup.
Eins og á undanförnum árum,
verða Norðra-bækur í haust vel-
flestar af þjóðlegum rótum
sprottnar, þær eru unnar úr
menningararfi genginna kyn-
slóða, þeim efnivið, sem gerir
sögu Islands fjölbreyttari og
sannari.
Fyrir nokkuru kom út 5. og
síðasta binda og „Göngum og
réttum,“ hinu mikla ritverki
Braga Sigurjónssonar. Sömu-
leiðis kom út „Bóndinn á Stóru-
völlum“ ævisaga Páls H. Jónsson
ar skráð af Jóni Sigurðssyni í
Yztafelli. Beggja þessara ágætu
bóka hefur áður að nokkru verið
getið hér í blaðinu.
— VISIR, 29. nóv.
• ^^OOD
1 * »1 »»» « «1 « ( > (» « II ; • THIS SPACE CONTRIBUTCD B Y
DREWRYS MAN ITOBA D 1 V 1 S 1 ON WESTERN CANADA BREWERIES L 1 M 1 T E D
Business and Professional Cards
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary's and Vaughan, Winnipeg
PHONE 92-6441
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. út-
vega penlngalán og eldsábyrgC,
bifreiBaábyrgS o. s. frv.
* Phone 92-7538
Phone 74-7855 ESTIMATES
FREE
J. M. Ingimundson
Asphalt Roofs and Insulated
Siding — Repairs
Country Orders Attended To
832 Simcoe St. ^ Winnipeg, Man.
--------------------------1
Dr. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 92-7932
Home Telephone 42-3216
Dr. ROBERT BLACK
SérfrœBingur I augna, eyrna, nef
og hálssjúkdðmum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslmi 92-3851
Heimastmt 40-3794
DR. E. JOHNSON Creators of Distinctive Printing
304 Eveline Street - SELKIRK, MANITOBA Columbia Press Ltd.
Phones: Office 26 — Residence 230 695 Sargenl Ave. Winnipeg
Offlce Hours: 2.30 - 6.00 p.m. PHONE 74-3411
Thorvaldson, Eggerlson,
Baslin & Stringer
Barristers and. Solicitors
209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
Aristocrat Stainless
Steel Cookware
For free home demonstratlons wlth-
out obligatlon, write. phone or call
102-348 Main SíreeL Winnipeg
Phone 92-4665
“The King of the Cookware”
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managlng Dlrector
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Office: 74-7451 Kes.: 72-3917
HofiS
Höfn
í huga
Heimili sðlsetursbarnanno.
Ieelandic Old Folks’ Home Soc.,
3498 Osler St„ Vancouver, B.C.
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
For Quick, Reliable Service
Office Phone Res. Phone
92-4762 72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur llkklstur og annast um út-
farir. Allur útbúnaCur sá bezti.
StofnaB 1894 SÍMI 74-7474
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opposite Matemity Pavilion
General Hospital
Nell's Flower Shop
Wedding Bouquets, Cut Flowers.
Funeral Designs, Corsages.
Bedding Plants
Nell Johnson Res. Phone 74-6753
Lesið Lögberg
Minnist
BETEL
í erfðaskróm yðar.
Phone 92-7025
H. J. H. PALMASON
. Chartered Accountant
505 Confederation Life Butldlng
WINNIPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjansson
Barristers - Solicitors
Ben C. Parker. Q.C.
B. Stuart Parker, A. F. Krlstjansoon
500 Csnsdlan Bank of Commerce
Chambers
Wlnnlpeg, Man. Phone 92-35(1
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
vi8, heldur hita frá a8 rjúka út
me8 reyknum.—Skrifi8, slmiB til
KELLT SVEINSSON
(25 WaU St. Wlnnlpeg
Just North of Portage Ave.
Slmar 3-3744 — 3-4431
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
• Limited
Wholesale Distributors ot
FRESH AND FROZEN FISH
60 LiOuise Street Slmi 92-5227
J. Wilfrid Swanson & Co.
Insurance in aU its branches
Real Estate - Mortgsges - Rentsls
210 POWER BUILDING
Telephone 91-71(1 Res. 46-1480
LET US SERVE YOU
EGGERTSON
FUNERAL HOME
Dauphin. Manitoba
Eigandl ARNI EGGERTSON Jr.
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh Sl. Winnipeg
PHONE 92-4(24
Van's Eíectric Ltd.
636 Sargeni Ave.
Authorized Home Appliance
Dealers
GENERAL ELECTRIC — ADMTRAL
McCLARY ELECTRIC — MOFFAT
Phone 3-48-0