Lögberg


Lögberg - 21.01.1954, Qupperneq 4

Lögberg - 21.01.1954, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. JANÚAR 1954 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON GeflS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram Jk The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Risavaxnar umbætur fyrirhugaðar Vatnsstólparíkið Brunei á Borneo, er nú virðist vera á öru framfaraskeiði, er um 3,226 fermílur að stærð; það er undir vernd Breta, en um stjórnarfarið heima fyrir annast soldán, Ali Saifuddin Khairi Wadin, sagt er að árstekjur hans, mestmegnis af olíulindum, nemi alt að 36 miljónum dollara; ríkisstjóri þessi, sem kallaður er soldán, er að sögn maður fremur smávaxinn, en fr(ður sýnum svo að af ber; í 500 ár, eða rösklega það, hafa íbúar þessa furðu- ríkis alið aldur sinn í svonefndum stólpakofum á Brunei- ánni og lítt haft af meginlandslifnaðarháttum að segja; við slíkar aðstæður hefir ein kynslóðin eftir aðra fyrst litið dagsljósið, þroskast eftir því, sem föng stóðu til og lokað augum í hinzta sinn; ekki gerði fólk þetta háar kröfur ti lífsins; þetta voru börn náttúrunnar, er undu glöð við sitt íbúar stólpaborgarinnar nema nálega tíu þúsundum, en bærinn Brunei, er stendur á árbakkanum telur eitthvað á þriðja þúsund íbúa. Soldáninn, sem haft hefir nokkur kynni af vestrænni menningu hefir gert, eða látið gera, fimm ára áætlun ti að koma á fót risavöxnum umbótum meðal þegna sinna og ver til þess 33 miljónum dollara því af nógu er að taka því upphæðin er innan við árstekjur hans af olíuframleiðsl- unni; hann hefir ákveðið að láta reisa skólahús í stólpa- borginni, er rúmi 400 börn og fullnægi að öllu kröfum nútímans; hann hefir ásett sér að láta endurbæta húsakynni alménnings að mun, auka hreinlæti og hrinda í framkvæmc róttækum heilbrigðisreglum, er framfylgt skuli til hins ýtrasta; þá hefir hann einnig hlutast til um, að fólk eigi greiðari aðgang að meiri og hollari fæðu, en áður gekst við og beitt sér fyrir því, að fólk gangi betur til fara. Margar atrennur voru gerðar, er að því lutu, að koma því til leiðar, að íbúar stólpaborgarinnar flyttu til megin- landsins, eða með öðrum orðum upp á árbakkana, en við 'það var ekki komandi; það sagðist vita hverju það slepti en ekki hvað það hrepti og sat svo fast við sinn keip. Wadin soldán er hinn 28. í röð, sem farið hefir með völd í landi sínu og er þeirra langhæfastur fyrir sakir mann kosta og mentunar; hann hefir tvisvar sinnum heimsótt Bretland; í fyrra skiptið 1952, en í síðara skiptið við krýn- ingu Elisabethar, er nú ræður yfir brezka heimsveldinu og var háttvísi hans mjög rón>uð af þeim mörgu þjóðhöfðingj- um, er krýningarhátíðina sóttu; í eðli sínu er hann lítt gefinn fyrir íburðarmikil veizluhöld og nýtur sín bezt í heima- húsum, er hann situr að tafli. Fólkinu í Bruneiríki er það ljóst hve mjög Wadin soldán ber hag þess fyrir brjósti; það lítur að vísu upp til hans, en skoðar hann þó einkum sem félagsbróður og vin. Flestir eru íbúar þessa ríkis Malayaættar, er alist hafa upp við hófsemi og vilja búa að sínu í friði; en sjálfur segist Wadin soldán ekki geta hugsað sér fegurra ævihlut- verk en það, að ráða yfir friðsömum og farsælum þegnum. Vitaskuld er íbúatala Bruneiríkis ekki alveg einskorðuð við fólkið í stólpaborginni eða samnefndum bæ á árbakkan- um, en þó mun fólksfjöldinn í alt eigi fara fram úr 45 þús- undum. Akureyrkja var jafnan nokkuð stunduð þó á lágu stigi væri, auk þess sem talsvert'var um timburtekju og tog- leðursframleiðslu. Og svo kom olían til sögunnar árið 1929 og þá skipti hagur landsmanna um lit svo að segja að nætuurlagi. Að síðari heimsstyrjöldinni lokinni hófst olíuvinnslan fyrir alvöru í Seria-námunum, og nú er framleiðslan komin á það stig, að hún nemur daglega 100,000 tunnum; vinnslan er með harla sérkennilegum hætti, því nokkur hluti hennar fer fram á manngerðri stáleyju í Suður-Kína hafinu, því þar eru olíulindir neðansjávar; mestur hluti hráolíunnar er sendur til vinnslu í Astralíu, Indlandi og suðaustur Asíu; tekjur Bruneiríkis nema um 70 miljónum dollara á ári, en útgjöld fara ekki yfir 8 miljónir dollara; það liggur þar af ieiðandi í augum uppi, að úr nægu sé að moða til almennra hagsbóta; með þetta fyrir augum hefir Wadin soldán tekið sér fyrir hendur að skapa í ríki sínu fyrirmyndar þjóðfélag þar sem örbirgð verði útrýmt fyrir fult og alt; vegagerð verður aukin stórvægilega og aukin áherzla lögð á ræktun landsins með áveitum og þar fram eftir götunum; löggjöf um almennar heilsutryggingar kemur þegar í framkvæmd að viðbættum ríflegum lífeyri fyrir aldurhnigið, blint og farlama fólk; ennfremur verður aðstandendum holdsveikra og geðbilaðra séð fyrir lífvænlegum greiðslum af hálfu hins opinbera. Þó margt gangi á tréfótum í mannheimi enn þann dag í dag, eru þó ávalt uppi drenglyndir og djarfhugsandi menn,, sem vita og skilja, að þeir, sem höllum fæti standa í lífs- baráttunni eiga engu síður rétt til mannfrelsis og viðunandi æfikjara en hinir, sem bornir voru til auðs og metorða; en einn slíkra ágætismanna, er Wadin soldán. Fiskimálafundur 12. janúar Framhald af bls. 1 og svo deildarinnar. Mr. Jónas- son fór fram á, að nefndarmenn sínir fengju í hendur afrit af þeim tillögum varðandi fiski- málin, er þingmannanefndin hefði í hyggju að leggja fyrir fylkisþingið og var því lofað. — Þessum fréttaritara er spurn, hvort kostnaður við að fjölrita (mimeograph) þessa fundargern- inga og skýrslur, þannig að allir nefndarmenn gætu fengið ein- tök, hefði orðið mikið hærri. — Nú var J. Mieback boðið að taka til máls og var hann óspar á staðhæfingar; sagði að nytja- fiskur í Winnipegvatni væri að hverfa, sauger hefði minkað um 1/5 og hvítfiskur stórmikið minni en áður. Hann spurði fiskideildina, hvort hún hefði haft um hönd sérstakar rann- sóknir varðandi keiluna. Mr. Malaher svaraði, að það hefði ekki verið gert. Mr. Mieback, sem sagðist hafa verið riðinn við markaðinn í New York áður en hann kom hingað fyrir 2—3 árum, kvað Manitobafisk vera versta úrhrak, sem kæmi markaðinn, en frá Erievatni kæmi rjómi framleiðslunnar. Hann sagði samkeppnina milli fiskifélaganna vera svo mikla að iau gætu lítið gert að því að bæta gæði fiskframleiðslunnar, að fiskideildin yrði að koma til sögunnar og hafa yfirumsjón með þessu. Kvað hann mesta meinið vera lánsfyrirkomulagið; sumir fiskimenn sykkju í skuld ár eftir ár; hæfari fiskimenn yrðu að gjalda hinna lélegri fiskimanna; og samkeppnin milli fiskifélaganna væri slík, að lé- legri fiskimennirnir færu hring- ferðir milli félaganna. Mr. Jónasson sagði, að það væri ákjósanlegast, ef hver ein- asti fiskimaður væri efnalega sjálfstæður, þannig að hann gæti selt hvaða félagi sem hann tysi fisk sinn, og að félögin væru heldur ekki bundin fiskimönn- um. Eins og nú væri ástatt yrðu 9au stundum að taka fisk af fiskimönnum til að grynka á skuldum þeirra, eða aðstoða þá, ef ilt væri í ári. Þannig væru 3au stundum nauðbeygð til að taka fisk, sem misjafn væri að gæðum. Það myndi bæta úr ástandinu, ef stjórnin aðstoðaði við aðgæzlu á gæðum fiskifram- leiðslunnar. Chris Halldórsson sagði, að hann hefði orðið var við það í vetur í tveim tilfellum að lítið væri hirt um að verja fiskinn skemmdum, þegar hann væri fluttur í flutningsbílum til markaðar, og ættu fiskifélög að athuga þá hlið. — Eftir hádegi voru fulltrúar frá tveim öðrum fiskifélögum komnir á fund fyrir atbeina Mr. Jónasson’s. Francis Jobin, þing- maður frá The Pas fór nú fram á, að fiskifélögin semdu í sam- einingu skýrslu fyrir rannsókn- arnefndina. Mr. Jónasson benti honum á, að hann og Mr. Barber hefðu þegar lagt fram skýrslur, er hefðu verið frá þeim persónu- lega, því að hin fiskifélögin hefðu þá ekki óskað að lögð yrði fram sameiginleg skýrsla. Mr. Mieback vék nú aftur að hinni ólögbundnu samkeppni í fiskikaupum. Sagði hann að hinir og aðrir fiskikaupmenn, sem væru hér í dag og farnir á morgun, færu í vörubílum sín- um til fiskimanna þegar mark- aður væri góður, þættust vera sendir af ýmsum stóru fiskifé- lögunum og næðu þannig fisk- inum; þeir borguðu engin fiski- kaupsleyfi. Mr. G. M. Davis var nú boðið að taka til máls. Sagði hann að aðalspursmálið væri, að vanda gæði fiskiframleiðslunnar. — Skýrði hann frá hvernig sitt fé- lag sneri sér í því máli. Þeir hefðu hæfa umsjónarmenn á hverri stöð, merktu fiskikassana svo þeir vissu hvaðan skemmdur fiskur kæmi, köstuðu út skemmdum fiski, tækju ekki annað en fyrsta flokks fisk; annars flokks fiskur væri ekki til hvað þá snerti. T. d. sagði hann, að sitt félag hefði um eitt skeið keypt mikið af Manitoba- vatnsfiski, en nú keypti það um 1%, því 90% af fisknium þaðan væri .úrhrak. Hins vegar væri Winnipegosis ágætt hvað vöru- vöndun snerti. Hann var fylgj- andi stjórnareftirliti af gæðum framleiðslunnar. Dr. Thompson og fleiri spúrðu Mr. Davis, hvort hann borgaði ekki meira fyrir fiskinn en hin félögin þar sem hann teldi fisk sinn allan fyrsta flokks, en hann kvaðst ekki segja neitt um það. Þá var skýrt frá því, að vegna flutningsörðugleika væri fiskur- inn stundum þannig, þegar hann kæmi til Winnipeg, að talið væri að hann kæmist ekki þýður né óskemmdur á markaðinn; þá er hann flakaður og frystur, meðan hann enn er óskemmdur, og er þá góð vara. Mr. Jónasson hélt, að Mr. Davis leggði of hátt mat á gæði vöruframleiðslu sinnar; hann sagði að þegar eftirspurn eftir fiski væri lítil mundu flest fé- lögin vera vandari um gæði vör- unnar en þegar eftirspurn væri mikil, en þó væri það satt, að mismunur væri á félögunum hve vandlát þau væru. Mr. J. H. Page, forstjóri Can- adian Fish Producers, var einnig fylgjandi, sem og hinir forstjór- arnir auknu eftirliti af hálfu stjórnarinnar á vöruvöndun fiskiframleiðslunnar. Hann sagði að G. M. Davis fengi aðeins 1% af fiskiframleiðslu Manitoba- vatns vegna samkeppni hinna félaganna. Sagði hann að fiskur- inn þaðan færi batnandi með hverju ári,en versti fiskurinn í þessu fylki væri haustfiskurinn frá Winnipegvatni; að líta þyrfti betur eftir því að fiskimenn hefðu með sér ís í byttum sín- um þegar þeir færu að vitja um netin. Hann sagði að vitanlega væri ýmissa umbóta þörf við fiskistöðvarnar, en allur slíkur kostnaður legðist á framleiðsl- una. Hann sagði að sitt félag og önnur félög tækju svo kallaðan annars flokks fisk til þess að geta greitt fiskimanninum eitt- hvað, en þau tækju ekki skemmdan fisk; þessi 2. flokks fiskur væri fiskur, sem kæmist óskemmdur til Winnipeg en þyldi ekki flutning til markaða í Bandaríkjunum án þess að hann væri áður flakaður og frystur. Mr. Page höndlar fisk fyrir Saskatchewan stjórnina, og spurði Dr. Thompson hann, hvort þar væri betra eftirlit með gæðum, hvort þaðan kæmi betri fiskur, og kvað Mr. Page nei við því. Þá var rætt allmikið um um- ferðarkaupmennina, sem sækja fiskimennina heim þegar mikil eftirspurn er eftir fiski, og sagði Mr. Mieback að sumir seldu þeim þá fisk, þótt fiskifélög hefðu gert þá út og þeir væru í skuld við þau; þessir prangar- ar keyptu jafnvel fiskinn fyrir hærra verð en fiskifélögin þegar eftirspurn væri lítil og seldu hann síðan fiskifélögunum með ágóða þegar eftirspurn væri mikil; þetta væri þó aðeins hægt að leika með frosinn fisk. Mr. Jónasson sagði að engin sönnun væri fyrir hendi, að þessir umferðakaupmenn borg- uðu meira en félögin, en hitt fyndist e. t. v. sumum fiski- mönnum að þægilegra væri að selja við vakirnar fyrir peninga og hafa síðan engan meiri vanda af fiskinum; ennfremur stæði svoleiðis á fyrir einstökum fiski- mönnum, að þeir þyrftu nauð- synlega að fá strax peninga fyrir fjölskyldu sína; þeir neyddust því til að selja þessum umferða- kaupmönnum fyrir borgun út í hönd í stað þess að senda fiskinn upp í reikning til fiskifélags síns. Ef til vill væri hér viðstaddur einhver forstjóri fiskifélags, sem hefir keypt fisk af umferðakaup- mönnum, sem í raun og veru tilheyrði öðrum félögum. Væri æskilegt að félögin kæmu sér saman um að hafna öllum fiski frá farandkaupmönnum. Þegar hér var komið bað Mr. Jobin aftur um skýrslu frá fiski- félögunum í heild og lofaði Mr. Jónasson að kalla þau á fund í þeim tilgangi. Mikið hafði nú verið rætt um vöruvöndun á fiski og skýrði Sigurbjörn Sigurðsson frá því að síðan 1948 hefði fiskideildin haft í þjónustu sinni tvo menn, sem eftirlit hefðú haft með fiski, sem væri frystur í geymsluhúsunum, fisk, sem væri útfluttur, enn- fremur athuguðu þeir fisk, sem seldur væri í verzlunum. Mr. Jónasson benti á, að stúlkur í þjónustu frystihúsanna skoðuðu fiskinn, en skírskotuðu til um- boðsmanns stjórnarinnar, þegar þær væru í vafa um gæði fisks- ins, og að ýms félög frystu nú sinn eigin fisk án nokkurs eftir- lits af hálfu stjórnarinnar. Mr. Sigurðsson sagði að ekki færi fram skoðun á vetrarfiski. Því næst afhenti hann skrifara skýrslu um verðlag á fiskileyf- um í öðrum fylkjum landsins, en þá skýrslu væri fróðlegt að sjá, því margir álíta að fiskileyfi hér séu hærri en annars staðar. Mr. Jónasson hélt því fram, að eftirlit deildarinnar á fiski væri á röngum stað; það ætti að vera á fiskistöðvunum til að fyrir- byggja flutningskostnað á ó- markaðshæfum fiski. Fiskideild- in hefir nú menn á hvítfisk- stöðvum, sem vega fiskinn og sjá um að hver fiskimaður veiði ekki meir en ákveðna pundatölu; gætu ekki þeir sömu meiln gætt þess samtímis að fiskurinn væri fyrsta flokks? Mr. Cowan sagði að þessir menn væru aðeins til staðar við hvítfiskveiðarnar, að það væri ómögulegt að hafa eftirlitsmenn við allar fiskistöðvar á haust- og vetrarvertíðunum. Hann sagði að fiskimenn sjálfir kynnu að gera, greinarmun á góðum fiski og ómarkaðshæfum fiski, fiskikaupmenn ættu sjálfir að að bera ábyrgð á því, ef þeir keyptu skemmdan fisk. Enn- fremur gæti stjórnin ekki sett innsigli sitt á fiskinn þegar hann kæmi úr vatninu, því eftir þáð færi hann í gegnum margra manna hendur, og það færi eftir meðferðinni á fiskinum í hvaða ástandi hann væri þegar hann kæmi til neytandans. Mr. Barber spurði hvort deild- in hefði nokkurn tíma neitað mönnum um fiskileyfi, sem uppvísir væru að því, að senda oft slæman fisk. Svarið var, að slíkir fiskimenn hefðu verið að- varaðir en ekki sviftir leyfi. Mr. Barber sagði að Dr. Kennedy hefði ekki verið sanngjarn í skýrslu sinni varðandi meðferð á Winnipegvatnsfiski og hefði ekki tekið til greina flutnings- örðugleika; hér hefði verið allt- of mikið talað um skemmdan fisk; megnið af Winnipegvatns- fiski væri með ágætum. S. V. Sigurdson tók í sama streng. Sagði hann miljónir punda fyrsta flokks fisks frá Manitoba- vötnum væri seldur árlega; allt of mikil áherzla hefði verið lögð á skemmdan fisk í umræðunum. Sagði hann að allir, sem höndl- uðu fiskinn, yrðu að vanda um meðferð hans, ekki sízt verzlan- irnar, því þær væru stundum sekar um að láta fiskinn skemm- ast í sínum vörzlum og selja hann síðan húsmæðrunum. Mr. Jónasson sagðist vilja skelfesta mótmæli sín gegn þeirri stað- hæfingu Mr. Miebacks, að Mani- tobafiskur væri hinn versti fiskur, er kæmi á markaðinn. Það væri ekki satt. Mr. G. W. Malaher las skýrslu frá fiskimáladeildinni; var lítið sem ekkert rætt um hana og birtist hún orðrétt hér í blaðinu. Dawson seldi 173 tonn fril Lundúna FISHING NEWS frá 14. nóv. skýrir frá því, að eftir að Fylkir landið afla sínum í Grimsby 4. nóvember hafi Dawson sent fisk til Billinggates markaðar í Lundúnum daglega, að undan- teknum þriðjudeginum 10. nóv. Stærsta sendingin fór mánudag- inn 9. nóvember, eða 69 tonn fisks á einum degi. Blaðið skýrir frá því, að á einni viku hafi Dawson selt 173 tonn af Islandsfiski í Lundúnum og að fiskurinn sé seldur víða í borginni. — Hafi útbreiðsla Dawsons-fisks mikið vaxið frá því fyrsta sendingin fór til Lun- dúna. —Mbl., 19. nóv. THE FIRST LUTHERAN CHURCH 75fh Anniversary Book Price $1.25 K. W. JOHANNSON 841 Goulding St. Winnipeg Manitoba Phone 72-1135

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.