Lögberg - 04.03.1954, Page 2

Lögberg - 04.03.1954, Page 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. MARZ 1954 Draumurinn, sem ræfrtisf hér um bil Eftir SIGFÚS HALLGRÍMSSON Ytra-Hóli Það er nú liðin mörg ár síðan, sjálfsagt ein fjörutíu, að ég var hestasveinn útlendra ferða- manna, sem komu með skemmti- ferðaskipum til Akureyrar, og fóru í Vaglaskóg og að Goða- fossi. Mér varð þá oft litið á töskur og farangur þessara ferðalanga. Þetta var skreytt miðum er á stóð prentað; Róm, Napolí, París Madrid og fleira. Með skildist að þessir menn væru búnir að koma til þessara borga. Ég öfund aði þá ,að vera svona ríkir, að geta ferðast um allan heiminn.— Mig fór að dreyma drauma og þá ekkert smáræði. Ég ætlaði að verða sjómaður og sigla um öll höf, eins og Ólafur vinur minn „ellefu landa fari“ hafði gert. Ég var honum samtíða, og hann sagði mér svo margt frá ferðum sínum. Já, ég ætlaði að sigla. — En — ég varð ekki sjómaður — bari lítill karl uppi í sveit .En í hugskoti mínu lifði von um að ég fengi að sjá Róm, Napólí o. fl., og ég greip tækifærið á þessu ári. í marz og apríl sl .var ég þátt- takandi í ferð suður til Afríku, með viðkomu á Sikiley, Napólí, Róm, Geneva, Nissa, Barcelóna, Madrid og Lissabon. Til viðbótar var svo ferðast út um byggðir og þorp,. vitt um löndin. En lengst komst ég suður á bóginn til Bou Saada, „Borgar hamingjunnar,“ inni í Sahara-eyðimörk. Lítill ferðasaga frá Afríku. Á miðvikudag fyrir skírdag, 1. apríl sl. var ég á leið inn í Af- ríku ásamt liðlega 30 Islending- um. Við þutum í stórum Pull- manvagni eftir góðum vegi, sem langt framundan sást eins og svart strik. Margt bar fyrir augu mín á leið þessari, upp í ferða- mannabæinn Bou Saada. Þessi bær, Bou Saada eða „Borg hamingjunnar,“ er eins og gróðarreitur pálma og trjáa inni í sandauðn Sahara. Auðvitað er þetta ekki nema í röndinni á eyðimörkinni. En maður kynnist ofurlítið sandöldum, sandsköfl- um og gróðurleysi. Við gistum í Hótel du Caid, sem er franskt gistihús með Þjónaliði Berba eða Araba. Þegar við vorum sezt þar að um kvöldið, ritaði ég „Degi“ bréf, það var fátækleg lýsing af því er ég hafði séð, á leið minni frá Algeirsborg. En allt var svo einkennilegt og margt svo skrítið, sem ég sá og heyrði, að ég mátti til að segja frá því. En afar ólíklegt fannst mér, að þetta bréf mitt kæmist norður nokkurn tíma til Akur- eyrar. En Alí Baba, ágæti leið- sögumaðurinn okkar frá Algeirs- borg, með tyrkneska yfirskeggið, sagði að allt sem sent væri frá „Borg hamingjunnar“ kæmist til skila. Hann benti mér á „póst- húsið,“ sem var lítill ræfilslegur trékassi úti á torgi nælægt hó- telinu. Ali Baba sagði: „Hér er engu stolið, hér eru engir vasa- þjófar heldur. Þið eruð í „Borg hamingjunnar.“ Ég ætla nú í þessum þætti að lýsa ýmsu nákvæmar en ég gerði í bréfi þessu, ef einhverjir hefðu af því gaman, er tilgangi náð. Alla leið frá Algeirsborg var sólskin og logn. Hitinn var tals- vert erfiður okkur, sem komum norðan úr íslenzkra vetrinum. Hafði ég með mér góðan hita- mæli og fylgdist því allvel með því, hvað hitinn var á hverjum stað. Oftast var hann 34-36 gráð- ur á C. upp og inn Mitidjadal- inn. 1 skarði er kallast Dírah- skarð, og þar stönzuðum við, fór hitinn yfir líkamshita, var það um hádegið og vildi ég ekki hafa þurft að sækja á bratta brekku þá, fótgangandi. Er komið var ofan úr, eða í gegnum þetta skarð, sást yfir mikla sléttu A einum stað voru vegaviðgerðar- menn að verki. Þeir fóru sér ró- lega við moksturinn. Þar sprakk hjól undir bílnum okkar, svo að stanza þurfti. Þar voru nokkur börn, og varð okkur ferðafólk- inu starsýnt á búning eins drengsins, þvílíkt höfðum við aldrei getað ímyndað okkur að við sæjum. Hver kápuræfillinn var hengdur utan yfir annan á þennan litla líkama. Allt var þetta eins og tuggið að neðan, rifið og tarnað, bundið upp um axlir með snærum. Þessi dreng- ur var myndaður af öllum er myndavélar höfðu. Fékk hann alltaf fleiri og fleiri franka. Og ■ er ég viss um að hann hefur haft meira kaup fyrir að „standa kyrr“ þessa litlu stund er við vorum þarna, heldur en faðir hans í mánuð við vegagerð. Fjárhirðarnir Þegar komið var upp á hás- léttuna fór sauðféð að verða á- berandi. Fyrst voru þetta litlir hópar, 20-30 kindur ,og var allt-1 af maður með þeim. En svo fóru ' hóparnir að stækka og karlanir, er gættu að fénu, sátu oft við veginn. Þeir voru allir í síðum kápum, dökkum á lit, voru þær ekki allar nýjar, en nógu marg- ar á sama manninum. Langa staí'i höfðu þeir, með krók á öðrum endanum. Með þessum krók geta þeir handsamað kind- ur sínar ef með þarf. Allt var þetta fé stutt ullað og vel skitið og óþrifalegt. Getur það ekki ver ið fyrir inniveru ,heldur er það „bælt“ yfir dimmar nætur og þá saurgað sig svona. Rófan er á- berandi löng á þessu fé. Sér- staklega bar mikið á því á lömb- unum nýbornum. En ég sá mikið af nýfæddum lömbum og sum voru vel stálpuð. Asnanir Alls staðar þar, sem einhver umferð var þarna, voru asnarn- ir aðalfarartæki. Karlarnir ridu á þeim, dúðaðir í mikið af fötum og reiddu undir sér stærðar klyfjar. Þetta eru þrautseigar skepnur, þessir asnar, og lifa víst ekki neinu sældar lífi. Ég kom á bak asna og sat í einhverju drusludóti, sem tjaslað var sam- an á baki hans. Var þetta eins og ég gæti hugsað mér að það væri þeysa á ársgamalli kvígu. Þeir voru horaðir, skáldaðir og skjögruðu áfram með sínar þungu byrðar. Ég kom þar, sem 4 asnar voru á beit, 2 voru heftir og höftin bundin saman, svo að þeir urðu að fylgjast að. Það er slæmt að vera asni í Alsír. Borg hamingjunnar Þar sem við þeysum inn gróð- urlitlar slétturnar, nálgumst við stöðugt lokatakmarkið. Bou Sa- ada. Þar verður snúið við heim, lengra verður ekki farið. Sólin er farin að nálgast fjöllin, og þegar hún h v e r f u r ,skellur myrkrið yfir snögglega. Allt í einu hrópar Alí Baba og bendir: „Bou Saada, Bou Saada. Gulleit borg birtist okkur, með háum pálmakrónum inn á milli lágreistra húsa. Og í kvöldgeisl- um hnígandi sólar rennur bílinn inn að Hótel du Caid. Við erum komin alla leið. Við gengum inn í forsalinn. Þar var fagurt um að litast, flos- teppi á gólfum, ljósahjálmar í loftinu. Okkur var vísað á her- bergi. Við þvoðum okkur í skyndi og hefur mér sjaldan langað meira í vatn en þá. En að drekka vatn í Afríku var okkur bannað og gerðu það skipslækn- arnir og voru þeir báðir með þarna. Ég flýtti mér niður í sal- inn aftur. Þar stendur kaupmað- ur einn úr Reykjavík. Við göng- um út í pálmagarðinn og horfum á allar þessar skæru stjörnur á dimmbláa himninum. Víða voru sandskaflar inni þar; og óðum við í þá. Daufa birtu lagði frá einstaka rafljósaperu, sem var uppi í trjánum. ómur af ein- kennilegum söng og blístri barst til okkar. Vertur, líklega þessa1 heims, smugu út úr runnum, flaksandi, hvítar skikjur báru við skuggalega runnana. Við hröðum okkur fram fyrir hótelið Þar sat maður á tröppunum og var með túrban og í skósíðri skikkju. Hann vildi selja bjúg- hnífa og átti hver að kosta 100 franka. Ég sýni honum 100 fr. seðil og tek tvo hnífa, lít á hann spyrjandi um leið. Hann hneigir sig og býr um þá og fær mér. Verðið sett niður um helming. Lambskrokkarnir Úti í runna einum voru rauð- leit bál á tveim stöðum. Þangað fórum við. Þar voru 6 Arabar að verki. Tveir héldu á lambskrokk á milli sín. Þræddur var hann upp á prik, sem stungið var inn um garnaropið og fram úr hausn um. Lambið hafði verið flegið og tekið innan úr því, svo var skrokknum snúið yfir sedrusvið- arglæðum og steiktur þannig. Þriðji maðurinn hafði kúst og krukku með einhverju í og bar úr krukkunni á skrokkinn. — Eins var farið með hinn. „Þarna er nú arabiska máltíð- in sem við eigum að fá,“ sagði kaupmaður. Fórum við svo inn í hótel og settumst að borðum. Þegar við höfðum neytt fyrsta réttarins þutu inn í salinn nokkrar dans- meyjar og hljómsveit, settist þetta fólk í hring á gólfinu eða á lága bekki, annars virtist það eiga bezj; við það að sitja á fótum sínum eða krosslegga fæturna undir sér. Hljómsveitin var búin beztu tækjum: Reyrflautur eða pípur og bumbur, sem líktust gömlum trébolum. Þetta var tréhringur og var sagt að geitarskinn væri strengt á þennan hring og svo var barið á botn þennan. Var hægt að framleiða ógurlegur þrumur og drunur með þessu á- haldi. Flauturnar voru háværar og stelpurnar gátu haft hátt, en lögin voru ekki tilþrifamikil sem sungin og spiluð voru, sí-endur- tekningar á þunglyndislegum lögum. Og var þetta eins og neyðardróp undirokaðrar þjóðar. Dansinn var fremur hægur og var eiginlega mest til að sýna flýtinn, að láta einn líkamspart- inn vera á hraðri hreyfingu þótt hinir væru alveg kyrrir. Dans- meyjarnar voru fremur lágar vexti, búnar allavega litum, síð- um kjólum. Allar höfðu hrafn- svart hár og dimmaugu. Döns- uðu þær bæði ein og ein og stundum allar í einu. Sú síðasta, er kom fram, tók fulla vínflösku er stóð þarna á borði, setti hana upp á höfuð sér og lét hana standa þar. Fyrst ruggaðist flaskan til, en fljótt náði stúlkan því að láta flöskuna halda jafnvægi. Og hófst nú trylltur dans. Dansmeyjan sner- ist hart í hring, kastaði sér út á hliðar og á fjórar fætur, alltaf var höfuðið í þeirri stöðu, að flaskan hallaðist varla, að síð- ustu stökk hún í loft upp og greyp flöskuna áður en hún datt í gólfið. Við stóðum rétt hjá henni og sáum þetta vel. Þessi mey fékk ósvikið klapp. Alltaf á meðan dansað var hamaðist „hljómsveitin" að spila og var hávaðinn ógurlegur. Þá er allt í einu komið inn með feiknastór, tvö gyllt föt, um meter í þvermál, voru þau sett á borð í salnum. Á eftir þeim komu menn í hvítum skykkjum og bera lambskrofin inn og hvolfa þeim ofan á fötin. Kjötmáltíð Araba Það var búið að segja okkur, að við þessa máltíð ætti ekki að nota nein áhöld, enga diska eða hnífa. Aðeins fingurna. En sum- ir gleymdu þessari venju Arab- anna, tóku með sér gaffal og disk. En þegar þeir ætluðu að fá sér bita á diskinn af lambakjöti voru þeir ekki með neitt í hönd- unum. 1 þessum mikla hávaða og í þrengdlum við kjötskrokkinn, er 15 eða 16 manns sótti að í einu, urðu menn ekki varir við er þjónar gistihússins kipptu vopnunum úr höndum þeirra. Þessi þáttur hefur verið vel æfð- ur, og þjónarnir vanir við. Allt var þetta með einhverjum ævin- týrablæ, sem maður man alltaf eftir. Kjötið var mjög bragðgott, en ekki átu sumir mikið. Næst fóru fram handlaugar, volgt vatn var borið inn í gyllt- um kötlum og því hellt yfir hend ur okkar. Þá var þessari miklu máltíð lokið. Fljótt fór það að berast á milli manna, að dansmeyjarnar vildu gjarnan að við kæmum á nætur- klúbb í borginni. Og yrðu þær þar ekki alveg eins þaktar klæð- um eins og á þessari danssýn- ingu. Ali Baba vildi að við sæj- um nektardans þennan, og báðir skipslæknarnir töldust vera viss- ir um, að ekki liði yfir þá, þott þeir sæju bert kvenfólk. Varð það svo endirinn, að við fórum ein 30 þangað. Danssýning hinna nökiu meyja Keyrt var talsvert út í borg- ina og komið að dansstofu þess- ari. Fórum við inn og fengum okkur sæti, var stofan ekki stærri en það, að við gátum rétt setið í hring. í einu horninu stóð hljómsveitin. Er við höfðum beðið dálitla stund, kemur ógurlega sver kona inn á gólfið. Hún er í stórri, víðri skykkju yzt fata, er „tattoeruð“ í andliti, eða máluð græn strik í höku, enni og kinnar. Svipmikil var hún og sköruleg. Hún heimt- ar 100 franka af hverjum áhorf- anda. Við borguðum þennan inn- gangseyri, og sú gamla hvarf inn í hús með sjóðinn. Svo líður löng stund þar til hún kemur aftur, er þá búin að telja og segir að það vanti 100 franka. Var þá þetta lagfært. En viss vorum við um það, að hún hafði logið. Þetta var mamma hússins og ekki á- rennilegt að vera að þjarka neitt við hana. Hljómsveitin spilar og ber bumbur. Allt í einu snúa Arab- arnir sér út í vegginn. Birtist þá ber kvenmaður á gólfinu sem dansar líkt og inni í hótelinu, nema nú þvældust engir kjólar fyrir hreyfingum hennar. Við horfðum á þessi náttúrubörn, sem voru að innvinna sér pen- inga, en þurftu að þverbrjóta al- gengt siðalögmál, þar sem stúlk- ur mega þarna varla láta sjá á sér beran blett. Hljómsveitar- menn fóru stundum út af laginu — en danhmeyjarnar slógu þá i afturenda þeirra. En þeir máttu ekki sóma síns vegna, sem Aarb- ar, horfa á bert kvenfólk. Við gengum heim í hótelið um nóttina. Stigirnir eða strætin voru öll gul-sandborin, húsin flest úr gulum sandsteini, en tunglið lýsti upp þetta einkenni- lega svið, himininn var dökkblár, hvergi ský á lofti, svalt var, að okkur fannst, eftir allan hitann um daginn. Hvað skyldum við sjá og reyna með morginum þegar dag- ur rís? — DAGUR, 2. des. Vetrarsíídveiðm á Ákureyrarpolíi nam nær því 16000 málum Á sunnudaginn lauk vetrar- síldveiöinni hér á Akureyrar- polli og á innanverðum Eyja- firði, sem hófst 11. nóvember síðastliðinn og varð veiðin alls 15.984 mál. Hefir Krossanes því tekið á móti meira en helmingi meira magni nú en á allri sumarvertíðinni, er síld- armagnið er verksmiðjunni barst varð aðeins rösklega 6700 mál. í gær var verið að Ijúka við að bræða það síðasta af vetrarsíldinni. Miklir fjármunir Það eru miklir fjármunir, sem sjómennirnir hafa sótt hér út á Pollinn í vetur, því að láta mun nærri að verksmiðjan hafi greitt 850.000 krónur fyrir hráefnið. Er hlutur sjómanna og útgerðar- manna af þessum veiðum góður, ef miðað er við aðra útgerð. Auk þess hefir Krossanesverksmiðjan veitt 15—20 mönnum atvinnu lengst af þann tíma, sem síld- veiðin hefir staðið. Að öllu sam- anlögðu hefir þessi síldveiði og vinnsla orðið mikil búbót fyrir bæjarfélagið og það á árstíma, sem venjulega er minnst að gera hér fyrir verkamenn og sjómenn. Eiga útvegsmenn og sjómenn, sem hófu þennan veiðiskap, svo og stjórn Krossanesverksmiðj- unnar, sem brá skjótt við að kaupa aflann og hefja vinnslu á honum, þakkir skyldar fyrir framtakið. Mest öll framleiðslan seld til útflutnings Blaðið átti í gær tal við Guð- mund Guðlaugsson, formann verksmiðjustjórnarinnar, og skýrði hann svo frá, að tekizt hefði að selja alla lýsisfram- leiðsluna og er útskipun lýsisms fyrirhuguð snemma í næsta mánuði. Fékkst gott verð fyrir lýsið og hagstæðara verð, en náðist fyrr á s.l. ári. Mjölið er þegar selt að 2/3 hlutum, en unnið er að því að selja afgang- inn og horfur á að það takist giftusamlega. Gott verð fékkst einnig fyrir mjölið. Um afkomu verksmiðjunnar í heild sagði Guðmundur Guðlaugsson, að vonir stæðu nú til þess, að ekki yrði beint tap á rekstri hennar á arinu 1953, en óvænlega horfði íyrir verksmiðjuna, er sumar- síldveiðunum lauk svo að henni bárust aðeins rösklega 6700 mál. Hefir vetrarsíldveiðin því orðið til þess að létta undir með þessu íyrirtæki bæjarins. Beiri framiíðarhorfur Guðmundur sagði, að það væri skoðun sín, að betur horfði nú með rekstur Krossanesverk- smiðjunnar en áður og ber þar margt til. 1 fyrsta lagi hefir sú breyting nú orðið síðan Laxár- virkjunin var fullgerð, að verk- smiðjan getur fengið rafmagn til starfrækslu á vetrum, en það var ekki hægt áður. Gjörbreytir þetta aðstöðu verksmiðjunnar. Þá er nú vaxandi hráefni, sem til fellst frá togurunum, fiskúr- gangur alls konar, og ef fram- hald verður á því, að togarar veiði fisk til herzlu, má búast við því að verksmiðjunni berist verulegt hráefni til vinnslu. Svo má segja að hilli undir byggingu liraðfrystihúss, og rekstur þess mundi og veita verksmiðjunni hráefni. Loks er engan veginn vonlaust, að vetrarsíldveiði, sem sú, er nú hefir verið stunduð, geti orðið verulegur liður í xekstri verksmiðjunnar. Vinnsla fiskúrgangs Fyrr á þessu ári var unnið úr talsverðu magni af fiskúrgangi í verksmiðjunni, og nú í haust hefir framleiðsla úr fiskúrgangi numið um 87 tonnum af beina- mjöli. Blaðið fékk eftirfarandi tölur í gær um afla hæstu skipanna, er lagt hafa upp í Krossanesi: Snæ- fell 4165 mál, Von 3844 mál, Garðar 3383 mál, Gylfi 1534 mál, Akraborg 1608 mál, Stjarnan 765 mál. Þess ber að geta að úthalds- tími skipanna var mjög misjafn. Snæfell veiddi auk þess, sem hér er talið, 1260 mál í Grundarfirði. —DAGUR, 12. janúar Falleg og hiý kveðja Meðal margra kærkominna bókasendinga og annarra rita, sem mér hafa borizt í hendur undanfarið, og flutt yl og birtu í bæinn, er smárit frá góðvini mínum, hinum aldurhnigna heiðursmanni og mæta klerki, séra Sigurði S. Christophersson, sem nú er búsettur í Winnipeg. Nefnist þetta smárit hans Vegferð og vinarkveðja, og er um allt hið snotrasta að búningi, prentað á vegum The Columbia Press í Winnipeg fyrir hönd höfundarins. En þó að bæklingur þessi sé snyrtilega til fara um prentun og annan frágang, þá skiptir hitt auðvitað mestu máli, að hann er vel saminn og ber vitni þrosk- aðri og göfugri lífsskoðun, enda er þar margt vel sagt og vitur- lega. Höfundurinn minnist með jöfnum ræktarhug „gamla lands- ins“, þó að hann færi þaðan ungur að árum, og þessa lands, þar sem hann hefir eytt mestum hluta ævinnar, og á sér að baki langt nytjastarf í þágu kristni og kirkju og annarra menning- armála. Og séra Sigurður hefir farið vel með sinn íslenzka menning- ararf; þarf ekki í því samræmi annað en minna á það, hversu mikið far hann hefir gert sér um það að rita hreint og áferðargott íslenzkt mál, eins og þetta smá- rit hans og fjöldamargar blaða- greinar hans sýna deginum ljósar. Sterkur straumur heitrar og djúprar trúar er undiraldan í þessari kveðju hans, en þar renn- ur einnig í sama farveg djúp- stæður góðhugur og þakkar- hugur til samferðasveitarinnar, til hinna mörgu, sem hafa, eins og hann orðar það fallega, „stráð liljum“ á leið hans. Með þeim huga er gott að ganga móti hníg- andi sól langrar ævi. Og vel lýsir höfundur lífsskoðun sinni í þess- um fögru og sönnu orðum: „Þeir, sem fara með boðskap kærleikans, flytja boðskap Guðs, og tungumál himinsins". Þessi bæklingur rifjaði einnig upp góð kynni okkar séra Sig- urðar og samstarf, og margar sameiginlegar ánægjustundir á samkomum og í heimsóknum á heimili í Lögbergs- og Þingvalla- byggðum, er ég ferðaðist þar í þjóðrækniserindum, og geymi ég minningarnar um þau ferðalög okkar í þakklátum huga. Mér hlýnaði um hjartarætur, er ég las þessa fögru og drengi- legu kveðju hins aldna sæmdar- klerks, og ég veit, að svo hefir mörgum fleiri vinum hans farið. Með innilegri þökk fyrir hana, bið ég honum blessunar í kvöld- skininu eftir langan starfsdag á vettvangi kirkju- og félagsmála vorra. Richard Beck „Mér þykir svo gaman að sjá manninn minn setjast í hæginda- stól eftir miðdegisverðinn — og íá sér vindil. Vindlarnir hafa svo þægilegan ilm,“ sagði konan, „og það er líka svo friðandi fyrir taugarnar að reykja“. „Ég er ekkert að hugsa um taugarnar,“ svaraði vinkonan. •— „En é gvil gjarnan að maðurinn minn reyki, þá get ég sagt hon- um hvar sparnaðurinn eigi að byrja, þegar hann fer að suða um sparnað“. SAVE Best for Less Davenport and Chalr, $82.50 ' Chesteríield and Chalr. $149.50 Hostess Chalr $16.50 T.V. Chaírs $24.50 Chesteríield and Chair, recovered, from $89.50 up. HI-GRADE UPHOLSTERING AND DRAPERY SERVICE 625 Sargent Ave. Phone 3-0365

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.