Lögberg - 04.03.1954, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. MARZ 1954
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefið 4t hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift rltstjórana:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 743-411
Verð $5.0u um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Fræðsluvikan
Hvert er markmið mentunarinnar? Þannig hafa menn
verið að spyrja frá fyrstu tímum mannlegrar siðmenningar;
svörin hafa tíðum orðið harla ólík, þó flestum hafi í megin
atriðum komið saman um það, að markmið sannrar mentun-
ar væri fólgið í því, að auka á lífshamingju fólksins.
Um nokkur undanfarin ár hafa yfirvöld mentamála
mælt svo fyrir, að ein vika, fræðsluvikan svonefnda,
yrði helguð íhugunum um mentamál þjóðarinnar í heild
með það einkum fyrir augum, að glæða skilning milli
skóla, foreldra og nemenda á nauðsyn vaxandi samstarfs;
að þessu er unnið með útvarpserindum, dreifingu smárita
og greinum í blöðum og tímaritum; næsta fræðsluvika
stendur yfir frá 7.—13. þ. m., að báðum dögum meðtöldum,
og standa að verkefnum hennar margir helztu mentamála-
frömuðir, sem þjóðin á í eigu sinni.
Til skólamála er árlega varið geisimiklu fé, til barna- og
unglingaskóla, tæknilegra og æðri mentastofnana; slíkt er
óhjákvæmilegt og ætti ekki undir neinum kringumstæðum
að vera talið eftir, þó enn klingi víða við, að bókvitið verði
ekki látið í askana; þess konar hugsunarhátt þarf að kveða
niður, því verði það ekki þekkingin, sem leitt getur mann-
kynið út úr eyðimörk glundroða og gelgjuskeiðs, hvaða afl
getur það þá?
Hitt er og réttmætt, og í rauninni óumflýjanlegt, að
fólk alment geri sér þess ljósa grein, hverrar tegundar sú
andlega fæða sé, sem haldið er að æskunni í skólum; kensla
í landafræði, tungumálum og sögu, að eigi séu fleiri náms-
greinar nefndar, er þörf og sjálfsögð, og í kostnað við það
horfir enginn, er vill barni sínu vel. En því aðeins rækja
skólar skyldur sínar, að þeir leggi áherzlu á siðferðisþróun
nemendanna, hlúi að einstaklingseðli og persónuleika þeirra
og búi þá undir þá ábyrgð, er lífið og þjóðfélagið leggur
þeim síðarmeir á herðar; viljann til framtaks þarf að skerpa
og gera hann að stálvilja.
Mr. A. M. Pratt, ritstjóri Manitoba School Journal,
kemst í nýlegri ritgerð meðal annars þannig að orði:
„Við látum okkur að sjálfsögðu hugarhaldið um það,
að skólarnir vekji hjá nemndum sínum frumlega hugsun í
stað fátæklegs bergmáls af því, sem tíðum er fyrir þeim
haft; lýðræðið krefst frjálsrar og einarðlegrar hugsunar um
þau mál, sem efst eru á baugi í þann og þann svipinn og
mest veltur á að ráðið sé viturlega fram úr.
í meðferð opinberra mála engu síður en í persónu-
störfum hins daglega lífs, er það hin frumlega hugsun, sem
þyngst verður á metunum.
Virðing fyrir skoðunum og persónuleika samferða-
mannanna, telst jafnan til meiriháttar dygða í umgengnis-
menningu einstaklinga og þjóða; hvemig í ósköpunum get-
um við ætlast til þess, að aðrir beri virðingu fyrir okkur,
ef við lítilsvirðum þann virðuleika, er samferðamenn okkar
búa yfir? En það er í rauninni hin gagnkvæma virðing fyrir
mannhelginni, sem er æðsta markmið sannrar mentunar og
gerir sambúð mannanna ánægjulegri, en ella myndi verið
hafa.“ —
Sannleikurinn mun gera yður frjálsa; í þrotlausri leit
að sannleikanum, getur naumast hjá því farið, að mann-
kynið seint og síðar meir vaxi þannig að andlegum þroska,
að því lærist það að búa saman í sátt og samlyndi við sam-
ferðasveit sína og njóti ávaxtanna af þeirri mentun, er því
nú á tímum svo að segja daglega stendur til boða.
Það er öllum holt, að fylgjast með starfsemi fræðslu-
vikunnar, hlusta á útvarp og gerkynna sér þær ritgerðir,
er blöð og tímarit flytja um þetta mikilvæga efni.
* ☆ ☆
Stjórn Eisenhowers fastari í rós
>
Á ritstjórnarsíðu dagblaðsins Minneapolis Tribune
birti hinn snjalli blaðamður Hjálmar Bjornson útdrátt úr
tímaritinu Christian Century með nokkrum ummælum frá
sjálfum sér, þar sem lýst er yfir því, að hafi Eisenhower
verið eitthvað fálmandi framan af í Hvítahúsinu, þá sé nú
alt slíkt um garð gengið og forsetinn orðinn fastari í rás;
enda mun nú tiltölulega lítið um það deilt, að hann hafi náð
traustum forustutökum á viðfangsefnum sínum og áunnið
sér óskipta virðingu þjóðar sinnar.
„Það þurfti enga skoðanakönnun“, segir Christian
Century, „til að sannfærast um, að þjóðin kynni að meta
hinn nýja forseta sinn; fyrst í stað virtust menn hafa það á
vitund, að forsetinn væri að leita fyrir sér um starfsaðferðir
við lausn verkefnft, sem honum af skiljanlegum ástæðum
voru lítt töm; en nú hefir óvissan og óþolinmæðin í þessum
efnum sungið sitt síðasta vers“.
Um jólin í norðlenzkri sveit
Fyrir einum 60 árum
Herra ritstjóri.
Alúðarþakkir fyrir allt gamalt
og gott. — Ég minnist þess nú,
að við leiftursamfundi í Reykja-
vík í sumar, varstu svo elsku-
legur að biðja mig um eitthvað
í jólahefti þíns ágæta rits,
„AKRANESS“. Ég mun hafa
svarað góðu til, ef ég man rétt.
Hitt er svo annað mál, hvernig
það verður um efndirnar. En —
„reyna má það“, sagði karlinn,
þegar hann var spurður um það,
hvort hann treysti sér til að
stökkva yfir Þjórsá. — Með þínu
leyfi langar mig til að rabba dá-
lítið við börnin, en það hefi ég
svo oft áður gert, bæði fyrr og
síðar.
Jól í norðlenzkri sveit fyrir 60
árum voru með öðrum svip en
jól sunnlenzkra kaupstaðar-
barna á því Herrans ári 1952.
Fyrir jólin vorum við, sveita-
börnin, starfbundin, eins og þið,
kaupstaðabörnin ,nú á þessum
dögum. En ólíku er þó saman
að jafna. Þið gangið í skóla og
lærið margt skemmtilegt, en
skólanám er mikið siarf, ef það
er vel rækt. En okkar starf í
þann tíð var ekki beinlínis
skemmtilegt, en það var að —
prjóna. Prjóna allan liðlangan
daginn sölusokka og vettlinga
frá morgni til kvelds, dag eftir
dag. Á tóskapnum byggðust
skuldaskilin um nýárið og út-
tektarvonin fyrir jólin. Fjárráð-
in voru lítil hjá almenningi á
þeim árum. Með jólaföstubyrjun
var okkur, krökkunum, sett fyr-
ir að hafa prjónað vissan para-
fjölda af sölusokkum og vettl-
ingum fyrir jólin. Verðlaunum
var okkur heitið. Við áttum að
fá eina sokka eða sem svaraði
verði þeirra, ef við lykjum ætl-
unarverkinu á tilsettum tíma.
Þetta var stórkostlegt tilboð í
augum okkar. Það var sannar-
lega til einhvers að vinjia, að fá
að kaupa fyrir 60—80 aura til
jólanna og mega ráða sjálf hvað
við keyptum. — Ekki skorti
kappið og áhugann, þegar við
byrjuðum á ætlunarverkinu og
sannast að segja var alveg
furðulegt, hve lengi kappið
entist. Hagnaðarvonin kynnti
undir. Auðvitað duttu letiköst í
okkur öðru hvoru, en þá var ýtt
við okkur. Fullorðna fólkið
fékkst til þess og hafi það þökk
mína fyrir allan eftirreksturinn.
Við lærðum að nota tímann. Við
sáum heldur ekki neinn slæp-
ingshátt fyrir okkur. Allir voru
í eins konar kapphlaupi við
tímann. Markið var, að koma
sem mestu af á sem stytztum
tíma. Það var lóðið. Vinnukapp
fullorðna fólksins smitaði okkur
börnin. Við stóðumst freisting-
arnar furðu vel og fram yfir
allar vonir. Erfiðast reyndist
okkur að halda okkur að verki,
þegar gott var veður og færi, og
eins þegar við tókum að þreytast
á kveldin. Blessaður húslestur-
inn á kveldin. Þá var okkur
bannað að prjóna, en stundum
sofnuðum við undir lestrinum
og var það látið afskiptalítið.
Skiljanlega var fögnuðurinn
mikill, þegar dregið var upp úr
lykkjunum á seinasta sokknum
skömmu fyrir jólin. Þá var
kaupstaðarferðin — jólaferðin —
fyrir höndum og þá kom að því,
að ákveða hvað kaupa skyldi
fyrir sokkana. Það var ekki með
öllu vandalaust. „Kvöl á sá, er
völ á“, segir máltækið. Smá-
kerti töldum við öll sjálfsagt að
kaupa og eins dálítið af rúsín-
um. Ef aurarnir entust til meiri
kaupskapar, þá keyptum við
oftast ný spil, en oft urðum við
að láta það vera. Þá létum við
gömlu spilin duga, en „nýjuðum"
þau upp. Þið spyrjið nú, ef til
vill: „Hvemig fóruð þið að því?“
Ég skal segja ykkur það og
kenna ykkur aðferðina, börnin
góð. — Við fengum okkur tólg-
a,rmola og bárum á spilin báðum
megin. Síðan tókum við toglagð
|— þið vitið auðvitað, hvað log
er? — og nerum spilin með hon-
um. Hvílíkum stakkaskiptum
spilin tóku, maður lifandi. Nú,
við sáum ekki betur, en að þau
væru orðin ný aftur! — Við tók-
um svo bréfin og ófum þau inn-
an í fallegt bréf, læstum. þau
niður og geymdum til annars
jóladags. Fyrr mátti ekki spila
á jólunum, þar sem ég átti
heima. Þetta gerðum við jafnan
rétt fyrir jólin og það var eitt
af aðalundirbúningi okkar und-
ir jólin, en fullorðna fólkið átti
heldur annríkara. Allt varð að
þvo og hreinsa fyrir jólin. Hús
og föt, föt og hús. Sífelldir
þvottar og svo allur brauðbakst-
urinn. Einn dagur var tekinn til
iaufabrauðsgerðar. Það var sann
kallaður hátíðadagur á heimil-
unum á Norðurlandi og er það
enn. Sunnlenzk börn þekkja víst
ekki laufabrauðið. Ég sárvor-
kenni þeim. — En „sinn er siður
í hvoru landi“ — og jafpvel
landshluta. — Með laufabrauðs-
deginum náði jólatilhlökkunin
hámarki sínu. Þann dag vorum
við krakkarnir viljug að snúast
fyrir fullorðna fólkið. Við vorum
iðin við laufabrauðsskurðinn og
vönduðum okkur fjarska mikið.
Kappið var, að hafa skorið
fallegustu kökuna. — Allt var
nú að verða svo jólalegt. Allt
hreint. Jólakaupskapnum lokið.
Kertin og rúsínurnar lokaðar
niðri í púltum hjá spilunum. En
öðru hvoru þurftum við þó að
lyfta upp lokunum á púltunum
okkar, rétt til þess að finna
blessaða lyktina og horfa á
kertin. Það hefðum við nú ekki
átt að gera. Það varð til þess, að
ein og ein rúsína hrökk upp í
okkur. Við áttum svo bágt með
að neita okkur um að finna
„blessað bragðið“, þegar við sá-
um rúsínurnar, en það hafði sín-
ar afleiðingar. Það lækkaði
nefnilega óþægilega mikið í
pokaskömmunum. Við því varð
samt ekkert gert, — og bráðum
komu svo blessuð jólin. Aldrei á
öllu árinu vorum við viljugri að
klæða okkur en á aðfangadags-
morguninn. Þá var hangikjötið
soðið og annar reyktur jóla-
matur tekinn niður úr rótinni,
svo sem bringukollar og mag-
álar. Ég man það glöggt, að vatn
kom fram í munninn, er við
sáum allt þetta sælgæti.
Aðfangadagurinn var lengi að
líða. Við krakkarnir biðum þess
óþolinmóð, að það rökkvaði. Við
vorum alltaf að hlaupa út, til
þess að líta eftir dagsbrúninni,
— hvort hún væri ekki horfin,
— hvort ekki væri dagsett.
Gamla fólkið sagði nefnilega, að
jólin kæmu ekki fyrr en upp
úr dagsetrinu. Það stóð líka allt-
af heima, að piltarnir voru bún-
ir að ljúka útiverkum, þagar
hinzta dagsbrúnin hvarf. Þá var
okkur krökkunum snarað í
sparifötin og skömmu síðar
hafði allt fólkið prúðbóist. Ljós
voru kveikt í hverjum krók og
kima. Hvergi mátti skugga bera
á. Mest vár þó ljósadýrðin í bað-
stofunni. Víða í sveitum logaði
á 20—30 kertum á hverri jóla-
nótt. Kertin voru úr tólg og
steypt heima. Ég man ekki bet-
ur, en þau loguðu vel. Þau voru
brædd á spýtu, oddmjóa í ann-
an endann, er stungið var inn í
þar til gerð göt á þiljunum hring
í kring í baðstofunni. Vitanlega
voru þetta frumstæðar kerta-
pípur, en þær dugðu vel.
Aðalhátíðarstundin var jóla-
næturlesturinn. Víðast hvar las
húsbóndinn. Væri hann góður
lesari og ég tala nú ekki um:
góður söngmaður líka, þá var
stundin hrífandi. Sá, er lestur-
inn las, sat venjulega við dúkað
borð, alsett ljósum. Ég man eftir
einum jólanæturlestri, sem hreif
mig djúpt. Ég efast um, að ég
hafi nokkuru sinni orðið hrifn-
ari eða snortnari við nokkra
guðsþjónustu heldur en þá. —
Mér gleymist víst aldrei hrifn- ■
ing fólksins, ekki sízt á meðan á
söngnum stóð. Undan lestri var
sunginn sálmurinn: — „Kom,
blessuð slundin blíð og góð". Ég
reyni ekki að lýsa fögnuðinum,
sem gagntók okkur. Það get ég
ekki, enda er ekki unnt að lýsa
slíkum augnablikum. Það er að-
eins hægt að lifa þau.
Eftir lesturinn kom svo mat-
urinn, — jólamaturinn. Hverj-
um manni var skammtað út af
fyrir sig. Margar laufabrauðs-
kökur, hangikjötsbiti, bringu-
kollur og væn flís af magál. Það
var engin leið til að borða allan
þennan mikla mat í einu, enda
hefði það þótt óviðeigandi. Menn
lokuðu þetta „sælgæti" niður í
hirzlum sínum, og hver þótti
mestur, sem gat treynt sér agn-
arögn af jólamatnum sem allra
lengst. Þar lutum við strákarnir
í lægra haldi. Við gátum ekki
geymt matinn svo að nokkru
næmi. Við vorum alltaf að narta
í hann. — Auk þessa skammts
fengu menn einhvers konar
graut og mjólk, og svo kaffi með
brauði, er fram á jólavökuna
leið. Með diski hvers manns
fylgdi einnig jólakerti, heima-
steypt úr tólg. Strax sem við
krakkarnir höfðum fengið jóla-
lcertin okkar heimasteyptu,
kveiktum við á þeim. Við kveikt-
um einnig á útlendu smákertun-
um, en sárt var okkur um þau.
Þau voru svo fljót að brenna
upp. — Ekki veit ég til, að aðrar
jólagjafir tíðkuðust þá en þær,
að þess var jafnan gætt, að hver
maður fengi einhverja nýja
spjör til að fara í um jólin: sokka,
illeppa, skó o. s. frv. Annars gat
svo farið, að menn „klæddu jóla-
köttinn“ eða jafnvel lentu í
klónum á honum, en við hann
vorum við krakkarnir býsna-
hrædd.
Eftir matinn hófust svo sam-
ræður í baðstofunni. Menn sögðu
jólaminningar sínar, töluðu um
jólatilhald á hinum og þessum
staðnum, minntust kirkjuferða
og dæmdu um jólamessur,
ræddu um presta, sem þeir
heíðu heyrt til o. fl. o. fl. Var
almennt öllu lengur vakað fram
eftir á jólanóttina en aðrar næt-
ur. En áður en gengið var til
náða, var ljósum fækkað að
miklum mun, en þó var látið
loga á ýmsum stöðum í bænum
þessa einu nótt á árinu.
Sannarlega sofnuðum við
krakkanrir sæl og ánægð þetta
kveld. Við vorum svo hjartan-
lega ánægð með kveldið, þó að
ykkur, börnunum, sem nú búið
í borgum og kaupstöðum, kunni
að þykja lítið til þess koma í
samanburði við ykkar jól. Það
kveld gleymdum við ekki að
lesa bænirnar okkar, — því
megið þið trúa, enda gerði full-
orðna fólkið það líka. 1 hverju
rúmi var beðizt fyrir, annað
hvort í hljóði, hálfhátt eða upp-
hátt, meðan jólaljósin blikuðu
og helgiljóma stafaði um litlu-
lágreistu baðstofuna, og jóla-
friðurinn gagntók hjörtu gam-
alla og ungra. —
Vald V. Snævarr.
Hafið þér gert yður Ijóst?
• Hve góðrar og mikillar mentunar
börn yðar verða aðnjólandi?
GRAITST IVRIK I M HIÐ SANNA MIKILVÆGI
Al’KINNAR MKNTUNAR
Heimsæklð skóla yðar í —
FRÆÐSLUVIKUNNI - 7-13 marz
Hl! MANITOBA BARLEY GR0WERS
Get your seed cleaned and treated for the production
of a carload of malting barley to be entered in the
National Barley Contest.
Provincial
Prizes
1. $200.00
2. 150.00
3. 100.00
Regional
Prizes
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
$100.00
80.00
70.00
60.00
50.00
40.00
30.00
Inlerprovincial
Prizes
1. $500.00
2. 300.00
This space donated by
MD-335
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS:
AÐALFUNDUR
Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélag Islands verður
haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugar-
daginn 12. júní 1954 og hefst kl. 1.30 e. h.
1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd-
um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á
yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur
fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga
til 31. desember 1953 og efnahagsreikning með at-
hugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar
og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um
skiptingu ársarðsins.
3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað
þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum
félagsins. I
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer1,
og eins varaendurskoðanda.
5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem
upp kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumlða.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum
og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykja-
vík, dagana 8.—10. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð
fyrir umboð 'til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu
félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og aftur-
kallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í
hendur til skrásetningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fundinn,
þ. e. eigi síðar en 2. júní 1954.
Reykjavík, 22. desember 1953
stjórnin