Lögberg - 04.03.1954, Síða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. MARZ 1954
5
ÁlilGAHÍL
rVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
FALLEGUR MÁLRÓMUR
Fátt þykir prýða konur meir
en þýður, hljómfagur málróm-
ur; jafnvel ófríð kona verður
aðlaðandi, ef hún hefir fallegt
°rðaval og fallegan málróm;
hins vegar er skrækróma kona
fráhrindandi hversu sem hún
er annars glæsileg í útliti. Það
er ekki auðvelt að breyta því
utliti til batnaðar, sem manni
hefir verið áskapað, hvorki and-
litsfalli né vaxtarlagi, en sem
betur fer segja sérfræðingar að
hver, sem vill nokkuð á sig
leggja í þeim efnum, geti tamið
rödd sína þannig, að fólk hafi
unun af að hlusta á hana. Ef í
þessu felst sannleikur, þá er það
nokkurs virði að athuga ráð-
leggingar þeirra, því ótrúlega
nriklum hluta ævinnar er varið
í það að tala og í það að hlýða
a mál annara.
Sérfræðingarnir segja, að
röddin fari að miklu leyti eftir
því hvernig fólk andi; þeir sem
seu andstuttir verði skræk-
roma, en þeir sem dragi djúpt
andann séu raddfegurri. Með
öðrum orðum, maður verði að
tenaja sér djúpan andardrátt til
aö ná fallegum málróm. Þá ráð-
leggja þeir fólki, að lesa upp-
hátt, og hlusta vandlega eftir,
hvernig málrómurinn hljómar;
lal1 hann vel í þess eigin eyrum,
mun öðrum þykja hann fallegur.
Hlustaðu nú á sjálfan þig.
Higgur þér nógu lágt rómur til
Þess að hann láti þægilega í
eyra? Er röddin tilbreytinga-
lítil — einræmisleg? Geturðu
iátið röddina lýsa gleði og kæti
an þess að flissa? Ahuga án þess
að skrækja? Er röddin vælandi,
hvartandi og köld? Eða er hún
npplífgandi, gleðirík og hlý? Og
er framburður orðanna nægi-
lega skýr?
Raddíæri eru eins og hljóð-
færi, Qg á þau má leika bæði
leiðinleg og ljót lög, eða fögur
ug vingjarnleg lög, eftir því sem
hver temur sér.
☆
kaffisparnaður
Svo sem kunnugt er, hefir
^erð á kaffi farið síhækkandi
Pessi síðustu ár; er það nú orðið
oheyriiega hátt, eða um þrefalt
a við það, sem það var fyrir síð-
Ustu styrjöld. Enginn virðist
^ita, hvað veldur þessari ó-
601 ju verðhækkun; hvort það
orsakast af kaupsýsluokri skal
ekki raett hér, en neytendur, sér-
staklega í Bandaríkjunum, eru
nu farnir að sýna mótþróa sinn
®egn þessu ástandi með því að
aupa alls ekki kaffi, en neyta í
Pess stað tes, vatns eða annara
ryhkja, en þó munu fleiri,
fem ehki vilja án kaffisins vera,
Vað sem það kostar. Og Islend-
jngum, ekki sízt, hefir jafnan
P0lf kaffisopinn góður.
r þá nokkur vegur til að
^ygja þetta dýra drykkjarefni,
f ® spara það? Fæstir vilja bæta
a firót í kaffið, því hún breytir
f 3 tlhragðinu. Er þá nokkur að-
,er 111 að ná meiru af bragði úr
JTft^nU’ en ®ert er venjulega?
1 svokallaða pokakaffi er
otadrýgra en sijex ega percu-
a orkaffi, en pokakaffi er lagað
Pann hátt að helt er sjóðandi
N^' "Í ^tlr haffið í pokanum.
u efir mér verið bent á, að
v 6 . stuttri suðu fáist meira
ag úr kaffinu, og þurfi þá
nna af kaffidufti, heldur en
hefi^ bara er helt upP á' Ég
Sp reynt þetta og er kaffið,
ágætt 3838 6r á Þennan hátt
> en aðferðin er þessi:
Þe ægllegt vatn er hitað í potti.
kaffið iað er. k?mið að suðu- er
koma unn Ut Suðan er látin
kaffi« PP’ en varist að sjóða
™ nema andartak, þá er því
helt strax í gegnum kaffipokann
í kaffikönnuna. Ekki er að vita,
hvort húsmæður yfirleitt kæra
sig um þessa aðferð, en ekki
kpstar mikið að reyna þetta og
vita hvernig það bragðast og
hvort ekki er hægt að minnka
þannig þennan útgjaldalið
heimilisins.
☆
SKÓLABÆKUR
Fylkisþingið situr á rökstólum
um þessar mundir, og mörg mál
hafa þegar komið til umræðu.
Ekki er þar með sagt, að alt
séu það vísdómsperlur, sem hafa
hrotið af vörum þingmanna,
sízt þeirra, sem mest hafa haft
að segja. Þingmaðurinn frá
Gimli-kjördæmi, Dr. S. O.
Thompson tekur ekki oft til
máls, en leggi hann eitthvað til
umræðnanna, þá hittir hann
oftast í mark. í fyrri viku voru
skólamál fylkisins til umræðu.
Benti hann þá á, meðal annars,
hve skólabækur barna og ungl-
inga væru orðin stór útgjalda-
liður fyrir heimilin; nú væri
skólabókabunki unglinga orðinn
miklu stærri en áður var; ekki
væri líklegt, að það væri vegna
þess, að kollar unglinganna nú
á dögum rúmuðu meira en þeir
hefðu gert á hans unglingsárum;
væru bækurnar stærri og fleiri
vegna óþarfa orðalenginga. Enn-
fremur benti hann á, að á síðast-
liðnum 10 árum hefði verið
skipt um skólabækur í öllum
námsgreinunum nema einni;
þannig er komið í veg fyrir að
miklu leyti, að yngri börn geti
notfært sér skólabækur eldri
skólasystkina sinna.
Virðist þessi ráðstöfun vera
óþarflega kostnaðarsöm fyrir
foreldrana, og sennilega græða
engir á henni nema þeir, sem
semja og gefa út skólabækurnar.
☆
ENN UM LIFRAPYLSU
Fyrir nokkrum vikum birtist
í þessum dálkum uppskrift
fyrir lifrapylsu búna til í
„casserole". Hafa allmargar
konur minnst á þessa uppskrift
við mig, og búið til lifrapylsu
samkvæmt henni. Hafa tvær
þeirra sagt mér, að ekki væri
tilekið í uppskriftinni nægilegt
salt fyrir sinn smekk. En eins
og var tekið fram, er svo lítið
búið til í einu, að húsmæður
geta kostnaðarlítið gert tilraun-
ir með þennan rétt þar til þær
fá hann algerlega eftir eigin
smekk.
Ég vil taka það fram, að mér
finnst þessi „casserole“ lifra-
pylsa varla eins góð eins og
lifrapylsa, sem látin er í langa
og soðin eins og sú, sem kven-
félagskonur búa til oft í stórum
stíl og bragðast svo vel. — En
fljótlegt og fyrirhafnarlítið er
að matbúa hana á þennan hátt.
Slátrið hefir verið þjóðarfæða
íslendinga gegnum aldaraðir.
Með slátri er ekki einungis átt
við lifrapylsu, heldur og blóð-
mör, lundabagga og svið. Þetta
er ekki einasta holl fæða, fjör-
efnaauðug og ljúffeng á bragðið,
heldur og einkar hentug til
geymslu. Þessi matvæli er hægt
að súrsa og geyma í marga mán-
uði, án þess að þau tapi nokkru
af gæðum sínum, og sumum
þykja þau jafnvel betri eftir að
búið er að súrsa þau, heldur en
þegar þau koma rjúkandi upp úr
pottinum.
Eins og menn muna, héldu Is-
lendingar áfram gömlum sið-
venjum eða öllu heldur gömlum
matvenjum fyrst eftir að þeir
komu til þessa lands. Slátur-
Guðjón Sólberg Friðriksson
vistmaður á Betel, Gimli, Man.
tíðin var á haustin, og voru þá
húsmæður önnum kafnar í
nokkra daga við að byrgja sig
upp með matarforða til vetrar-
ins, og var það þá aðallega
slátrið, sem fyrst kom til greina,
og sem gaf einna mesta björg í
bú á vetrum. Því miður hefir nú
þessi siður lagst niður að miklu
leyti. Ef maður fær eitthvað af
þessum íslenzku réttum, svo
sem skyr, mysuost, súrsuð svið,
lundabagga, lifrapylsu og blóð-
mör, á íslenzkum heimilum nú
á dögum, finnst manni eins og
maður hafi sezt að sjaldgæfum
höfðingjaréttum. Og hver vill
ekki kjósa slíka rétti í stað hinn-
ar uppþurkuðu kornfæðu í
pökkum og hinna niðursoðnu
garðávaxta, kjöt- og fiskfæðu í
tin-dósum? Þá er ekki minnst
um vert, hve húsmóðirin getur
Húnvetningar eru búnir að
koma fjárstofni sínum vel
upp eftir fjárskurðinn og
líta björtum augum til fram
tíðarinnar, ef engin óvænt
óhöpp koma fyrir, sagði Guð
mundur Jónasson, bóndi að
Ási í Vatnsdal, er blaða-
maður frá Tímanum ræddi
við hann í gær. En Guð-
mundur er á ferð í bænum
um þessar mundir.
Þessi vetur er bændum hag-
stæður í Húnavatnssýslu, eins
og víðast annars staðar á land-
inu. Hross hafa varla komið í
byggð ennþá víðast hvar, en
margt hrossa er á mörgum
bæjum í Húnavatnssýslu. Þeir,
sem hafa þau flest, eiga um og
yfir 100 hross og selja flestir
folöldin til slátrunar á haustin.
Mikil hrossaeign
Stóðinu komu menn upp, þeg-
ar sauðfé hrundi niður á hörm-
ungarárum mæðiveikinnar og
bjargaði þessi bústofn miklu hjá
mörgum bændum. Niðurstaðan
hefir líka orðið sú, að bændur
hafa yfirleitt ekki fækkað
hrossunum, þó að fé sé aftur
komið upp. Þykja þau arðsöm,
þegar vel árar, en hætt er við,
að margir myndu fækka þeim
nokkuð, ef harður og gjafafrek-
ur vetur kæmi eftir það góðæri,
sem nú er til landsins.
Stóðið er víða í fjöllum og
upp á heiðum enn þá og orðið
ákaflega styggt eftir þetta langa
frelsi í faðmi fjallanna og upp á
heiðunum.
Sauðfénu fjölgar ört hjá hún-
vetnskum bændum, svo að
nokkrir bændur eiga orðið
myndarlegar hjarðir, um og yfir
400 fjár. Þar sem flest er mun.
féð vera orðið um 500.
Kemur það sér vel, að í Húna-
vatnssýslu eru víða góðir hagar
og næg beitilönd í nágrenni
bæjanna. En afréttarlönd Hún-
vetninga notast ekki fyrir sauð-
féð vegna sauðfjárveikivarna-
girðinga, sem eru á heiðunum.
Bezti afréllurinn lokaður fénu
Þannig geta Húnvetningar
ekki rekið sauðfé á bezta af-
réttinn vegna þess, að hann er
varinn með girðingum af ör-
yggisráðstöfunum. Aftur á móti
er stóðið. haft þar á sumrin. Með
vaxandi sauðfjárrækt er þetta
orðið mikið vandamál, sem verð-
ur að leysa og vonast menn eftir
því að nýjar girðingar verði
settar milli fjárskiptasvæða og
eldri treystar, svo að hægt sé að
beita fénu á þennan ágæta af-
rétt að sumri.
Skepnuhöld eru yfirleitt góð
í vetur og ber furðu lítið á kvill-
um í sauðfénu. Þykir mönnum
ákaflega vænt um þennan gæf-
lynda og heilbrigða fjárstofn,
sem virðist ætla að gagna mönn-
um vel.
sparað bónda sínum og heimil-
inu mikið fé með því að búa
svona í haginn fyrir heimilið
með matarforða.
Svo maður víki nú aftur að
hinni góðu lifrapylsu, þá hafa
íslenzkir sérfræðingar í matar-
æði sagt, að fólk myndi spara
sér stórfé, sem færi í kaup á
styrkjandi og blóðaukandi með-
ulum, ef það gerði sér að reglu,
að borða lifrapylsu, nýja eða
súra, daglega. Þetta er vitanlega
í samræmi við Canada Food
Rules, sem gefnar eru út af Heil-
brigðisráðuneyti Canada; en í
þeim er lögð áherzla á, að fólk
neyti lifrar að minsta kosti einu
sinni eða tvisvar í viku, og heil-
hveitis, en þetta hvorutveggja
ásamt haframéli og mjólk, sem
er einnig holl fæða, eru aðal-
I efnin í lifrapylsunni..
Búin stækka
Á pestarárunum reyndu bænd
ur eftir mætti að koma sér upp
nautgriparækt og eru víða tölu-
verð kúabú, einkum þar sem
býlin liggja vel við samgöngum.
Með aukinni sauðfjárrækt hafa
menn heldur hug á að fækka
nautgripunum, nema þar sem
auðveldast er að koma mjólk-
inni á markað, þar verður þeim
ekki fækkað og raunar óvíða
enn sem komið er.
Búin hafa stækkað mikið á
síðustu árum, enda er þess full
þörf til að hægt sé að standa
undir kostnaði af mikilli ræktun
og nýjum búnaðarháttum, þar
sem vélar leysa mannshöndina
af hólmi í vaaxndi mæli við
mörg erfiðustu störfin.
—TÍMINN, 4. febr.
BETEL-samkoman,
sem haldin var í Fyrstu lút-
ersku kirkju síðastliðið þriðju-
dagskvöld, var fjölsótt og þótti
takast með ágætum; samskot
með allra ríflegasta móti.
Hann var fæddur 4. nóv. 1867
að Meðaldal í Dýrafidði í Vestur-
ísafjarðarsýslu. Foreldrar hans
voru: Friðrik Ólafsson Ásgeirs-
sonar prests í Önundarfirði og
Sólveig Oddsdóttir frá Sellátr-
um í Tálknafirði í Barðastranda-
sýslu. All-náskyldur var hann
Jóni Sigurðssyni forseta, þótt
ekki kunni ég rök þess að rekja.
Guðjón ólst upp á Dýrafirði
og hlaut betri mentun en al-
ment gerðist í þá daga, enda vel
gefinn og alla ævi fróðleiksgjarn.
Um nokkurt skeið stundaði
hann verzlunarstörf, en einnig
barnakenslu öðrum þræði. Þess
utan mun sjómenska, bæði á
opnum bátum og þilskipum,
hafa verið aðalævistarf hans.
Árið 1900 kvæntist hann
Regínu S. Indriðadóttur frá
Ytri-Ey í Húnavatnssýslu. Þau
fluttu til Canada árið 1911 og
settust að í Winnipeg. Þau eign-
uðust eina dóttur, er lézt þriggja
ára að aldri. Konu sína missti
Guðjón 11. okt. 1913. Stuttu síðar
fluttist hann til Selkirk. Hann
innritaðist í 108. herdeildina
þann 13. des 1915, en kom til
Frakklands 12. sept. 1918. Hann
kom úr herþjónustu 27. febr.
1919.
Þann 24. júlí 1938 kvæntist
hann Nikólínu Jónsdóttur Hólm.
Þau bjuggu ávalt í Selkirk, unz
þau fluttu á Elliheimilið Betel,
1. júní 1951, og dvöldu þau þar
þaðan af, ut'an þess að hann átti
um hríð dvöl á Deer Lodge
sjúkrahúsinu; misti hann sjón-
ina þar og var blindur á annað
ár. Hann andaðist á Betel 23.
jan. s.l. Húskveðja var haldin á
heimilinu þann dag. En útför
hans var gerð í Selkirk þann 26.
jan og fór fram frá Langrills út-
fararstofu að mörgu' fólki við-
stöddu.
Heimili þessara öldruðu hjóna
átti sín sérstöku íslenzku ein-
kenni og var gott til þeirra að
koma. Hjá þeim dvaldi árum
saman háöldruð íslenzk kona, er
Mrs. Friðriksson annaðist með
oþrotlegri alúð og samvizku-
semi. En jafnframt lét hún og
einnig maður hennar sér annt
um alla, er að garði bar, ef þau
máttu hjálp veita.
Guðjón var maður sjálfstæður
í hugsun og fór ekki allra leiðir;
hann var fróður um margt og
lifði og hrærðist í því, sem að
íslenzkt var. Hann var starfandi
árum saman í íslenzka lestrar-
íélaginu hér, að sögn mér kunn-
ugri manna; lék hann oft í sjón-
leikjum og fórst það vel. Ég
kynntist honum, er hann var
kominn á efri ár, og dáðist að
því, hversu vel hann bar sig, og
hve hugarstyrkur hann var. —
Það er í minni ýmsra eldri
manna frásögnin um það, þegar
Hannes Hafstein var sýslumað-
ur í ísafjarðarsýslu, að á vertíð
einni hafði brezkur togari fiskað
um hríð uppi undir landsstein-
um og gert mikinn usla á veiðar-
færum manna. Sýslumaður kom
til Dýrafjarðar, mannaði bát og
fór um borð í togarann; létu
skipverjar all-ófriðlega og vörn-
uðu þeim uppgöngu á skipið.
Bátnum hvolfdi, tveir af skip-
verjum druknuðu, — en sýslu-
maðurinn og hinir félagar hans
komust fyrir harðfylgi upp á
skipið og gátu bjargað sér; Guð-
jón Friðriksson var einn þeirra.
Á allri samleið þeirra hjón-
anna var Mrs. Friðriksson manni
sínum hagkvæm hjálp og stoð á
allri þeirra samfylgd — var
óþreytandi að lesa fyrir hann,
er sjón augna hans þvarr. Og
eins og maður hennar jafnan var
hugrakkur, bar hún byrði fjölg-
andi æviára og lamaða heilsu
með æskuhug trúar og vonar,
sem er bæði fögur og fágæt.
Fyrir hennar hönd flyt ég forn-
um nágrönnum og vinum í Sel-
kirk innilega þökk fyrir hjálp og
hlýhug, er hún og látinn eigin-
maður hennar urðu aðnjótandi,
og fyrir kærleiksríka umönnun
er dvöl þeirra hefir auðgað þau
með.
S. Ólafsson
ny MASSEY-HARRIS
44 DRÁTTÁRVÉL
BENZÍN
DIESEL
PROPANE
BUTANE
ÞESSI M-H 44 DRÁTTARVÉL SETUR HEIMSMET í
BENZÍNSPARNAÐI
Þess^ nýja dráttarvél er miklu aflmeiri hinum fyrri,
hefir stærri hjólbarða og fullkomnari cylindra útbúnað
og hefir þegar sett heimsmet í benzínsparnaði . . . Það
eru margra dollara og centa ástæður fyrir því, að þér
kynnið yður vandlega hina nýju M-H 44 dráttarvél, sem
skarar að öllu leyti fram úr með 4 aðferða eldsneytis
rensli, nýrri pumpugerð og öllum meiriháttar hlunn-
indum varðandi benzínleiðslu.
Öryggi og þægindi
Breiðasti pallur, sem þekk-
ist á nútíðar dráttarvél;
stærri belti og langtum
þægilegri afgreiðsla; þrí-
röðuð sæti.
Nálega helmingur kostnaðar við starfrækslu dráttarvélar er fólginn í elds-
neytinu . . . Látið ýðar næstu dráttarvél vera Massey Harris . . . er setur
met í benzínsparnaði
MASSEY-HARRIS-FERGUSON LIMITED
TORONTO, CANADA
Um 400 fjár á mörgum bæjum
í Húnaþingi
Rælt um búskap og búskaparhorfur við Guðmund Jónasson,
bónda að Ási í Vatnsdal