Lögberg - 11.03.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. MARZ 1954
5
^wwwwwwwwww
ÁHLG/iHÍL
rVCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
HLÍN
Ársrit íslenzkra kvenna, 35. árgangur.
Útgefandi og ritstjóri: HALLDÓltA BJAKNADÓTTIR, Akureyri
Skömmu fyrir áramótin kom
Þetta vinsæla kvennarit hingað
vestur í þrítugasta og fimmta
sinni, og hefi ég lesið heftið
spjaldanna á milli mér til
oblandinnar ánægju. Þetta hefti
kemur út á 80. aldursári rit-
stjórans, og er síður en svo að á
Því séu nokkur ellimörk að
finna. Enn birtist sami sterki
áhuginn fyrir því, að fræða
konur um allt það, er megi
verða þeim, heimili þeirra og
Þjóð til frama og þrifa, og fylgja
Þeim greinum eggjandi hvatn-
ingarorð til framtaks og dáða.
HLlN hefir fyrir löngu getið sér
orð fyrir að vera merkilegt rit,
sem hefir margþættan fróðleik
að bjóða, enda er nú verið að
endurprenta fyrstu árganga
ntsins og er endurprentun
fjögra hinna fyrstu lokið og fást
Þeir hjá Prentverki Odds Björns
sonar, Akureyri, og hjá ritstjór-
anum. _ verð kr. 25.00.
Ritstjórinn skrifar fréttaþætti
Uln félagssamtök kvenna á ís-
landi, í nágrannalöndunum og
Uin félagssamsök íslenzkra
kvenna í Vesturheimi; lýkur
kun síðasttnefndum kafla með
Þessum orðum:
„Það væri vel viðeigandi, að
kvenfélög hér heima kynntu sér
sfarfsemi systra sinna vestan
bafs með því að kaupa ársrit
Þeirra, það sameinar kraftana og
eykur kynni. — Bandið má með
engu móti slitna“.
Færi ekki að sama skapi vel á
Því, að íslenzk kvenfélög hér
Vestra keyptu ársritið HLIN og
kynntu sér áhugamál og félags-
störf systra sinna á íslandi?
Hvergi fæst eins gott yfirlit um
Þau
eins og í því riti.
Fáir gestir frá Islandi hafa
baldið eins sterkri tryggð við
°kkur Vestur-lslendinga eins og
frk- Halldóra Bjarnadóttir, síð-
nn hún heimsótti okkur fyrir 18
arum og ferðaðist um byggðir
°kkar; um það ber ritið hennar
jjósast vitni. í hverju hefti síðan,
afa birzt frásagnir um Vestur-
sfendinga og greinar og ljóð
eftir þ£. Auk ofangreindra
retta um félagssamtök vestur-
lslenzkra kvenna birtist í þessu
Slðasta hefti brot úr hinu merka
erindi Dr. Valdimars J. Ey-
ands, „Landvættirnir“, „Af-
m®lisvísur til mömmu áttræðr-
ar eftir Dr. Richard Beck og
”Jólanótt“, ljóð eftir Pál S.
Falsson.
Mesta ánægju hafði ég af að
®Sa kaflann, „Merkiskonur“.
tru Það minningar um sex kon-
Ur á Islandi; bregða greinarnar
UPP ljóslifandi myndum ekki
einungis af þessum konum, held-
Ur °g af aldarfari og hugsunar-
ætti þeirra tíma; lætur þar
ynaislegt kunnuglega í eyrum
eirra, er hlustað hafa á frá-
sagnir vestur-íslenzkra land-
nema um ættjörð þeirra.
Hin minningargreinin er um
°nu> sem fæddist fyrir 110 ár-
Ul^. Þórunni Hjörleifsdóttur,
l°smóður, frá Skinnastað í
xarfirði. Stundaði hún ljós-
o urstörf um 40 ára skeið í
^varfaðardal. Frásagan um,
V1 hennar, sem systurdóttir
her0317’ Sesselía Kr. Eldjárn,
í ^ h er skemmtileg. Inn
tr ana fiéttast ástarævintýri,
agedia, framsókn á sviði ljós-
draumStarfsÍns’ dulskyggni °g
kvæði Vltranir’ Greininni fylgir
Var ’ er uru þessa merkiskonu
m'* °rt’ Þegar hún lét af ljós-
^oSurstörfum. _ önnur grein
(j^ttUm Kristjönu Gunnlaugs-
hundrá« ^ fæddist fyrir hartnær
ran arum að Litlu-Tjörnum
í Ljósavatnsskarði, bn ól mestan
sinn aldur í Fnjóskadal. Krist-
jana var hagleikskona, e. t. v.
mætti kalla hana listakonu í
saumaskap og annarri handa-
vinnu, en hún hafði aldrei notið
tilsagnar í þessum fræðum, og
þar að auk orðið fyrir því áfalli,
að fá meinsemd í annan fótinn;
voru tveir uppskurðir gerðir og
raissti hún fótinn fyrir ofan
kné. Þótt þessi kona væri þannig
kryppluð, umkomulaus og fá-
tæk, gat hún sér slíkan orðstír
fyrir saumaskap, tóskap og aðr-
ar hannyrðir, að mörgum árum
eftir andlát hennar, skrifar um
hana kona, sem hafði afspurn-
ina eina við að styðjast og minn-
ingar samferðafólks, en það er
Jórunn ólafsdóttir frá Sörla-
stöðum í Fnjóskadal; gat hún
ekki þolað, að þessarar afburða-
konu væri að engu minnst. Hún
segir meðal annars:
„Þegar huganum er beint að
hæfileikum Kristjönu Gunn-
laugsdóttur, þá hljótum við að
harma það, að henni skyldi al-
drei auðnast að njóta einhvers
þess, sem gert hefðu áhrifin af
listgáfu hennar enn fyllri og
fjölskrúðugri. — Hugsum okkur
hvað hefði gerzt, ef hún hefði
notið þeirrar menntunar, sem
sérhver æskumey nútímans get-
ur veitt sér, ef hún vill. —
Hugsum okkur þau fögru verk,
sem hefðu skapast í höndum
þessarar hagleikskonu, ef komið
hefði verið til móts við hæfileika
hennar og henni verið veitt vist
í góðum skóla, þar sem gaf sýn
inn í bjartan heims lífs og listar.
— Hugsum okkur hve hún hefði
þá getað náð langt í list sinni,
fyrst hún náði ,fyrir hæfileika
sína, þeim ágæta árangri, sem
raun bar vitni, við þau óhægu
kjör, sem hún átti sífellt við að
búa. — En einmitt þannig er
lífið alltof oft, að afburðar-
mennskan er bundin í dimmu-
borgum dapurra örlaga og fær
því ekki notið sín, nema til hálfs,
af því að góðvættir gleði og
gæfu ná aldrei til að leysa hana
úr álögunum“.
Fögur er minningargreinin
um Guðnýju Stefánsdóttur frá
Teigaseli í Jökuldal; hana ritar
Birna ólafsdóttir. Guðný missti
mann sinn eftir fárra ára sam-
veru og börn sín öll á unga aldri,
en gekk síðan börnum annara í
móðurstað, og var greinarhöf-
undurinn eitt af þeim; sagði
Guðný eitt sinn við hana: „Alltaf
man ég þegar ég kom fyrst í
Birnufell, og þú settist í keltu
mína. Þá fannst mér Guð hafa
sent mér ykkur, móðurlausu
smástúlkurnar, til að annast, þá
hafði ég eitthvað að lifa fyrir“.
— „Guðný var prýðilega greind,
skrifaði bæði rétt og vel, og
enginn hefir skrifað með feg-
urri rithönd á lífsbókina mína
en hún“, segir Birna Ólafs-
dóttir.
Tíu barna móður og sönnum
kvenskörungi, Þorbjörgu Guð-
mundsdóttur er lýst þannig af
syni hennar: — „Þrátt fyrir ó-
hemju mikið og næstum óskilj-
anlegt starf, las móðir mín mik-
ið, t. d. öll dagblöðin, sem þá
komu. Hún fylgdist vel með
stjórnmálum og sat aldrei heima
á kjördegi eftir að hún fékk
kosningarétt, og hafði hún sínar
skoðanir, hvað sem leið skoðun
okkar barna hennar, það var
okkar einkamál. — Hún taldi
sér ekkert mannlegt óviðkom-
andi, og hikaði ekki við að láta
skoðun sína í ljósi. — Hún sat
sjálf á kaupfélaga- og sveitar-
fundum eftir lát manns síns.
Hún gekk 1 kvenfélag, er það
var stofnað í sveit hennar, og
sat alla kvenfélagsfundi, ef hún
fékk boð um þá í tæka tíð. —
Hún las Norðurlandamálin öll
og hafði fullt gagn af. íslenzk
skáldrit og ljóð las hún og átti
töluvert bókasafn. Ljóðabók
Kristjáns Jónssonar og Jónasar
Hallgrímssonar kunni hún utan
að. — Einar Benediktsson,
Hannes Hafstein, Matthías
Jochumsson og fleiri eldri skáld-
in voru að hennar skapi. —
Skáldverk Kiljans las hún lítið,
henni voru þau minna að skapi,
þau lýstu ekki því góða í mann-
eðlinu og voru of óvægin“.
Þessi merka kona bjó að heið-
arkotinu Grasgeira 1 Norður-
Þingeyjarsýslu.
Önnur fögur móðurminning er
um Ágústu Sigurðardóttur frá
Svarfaðardal, rituð af dóttur
hennar, Soffíu Gunnlaugsdóttur
frá Ristará í Eyjafirði. Minn-
ingaagreinin um Ólínu Ólafs-
dóttur eftir Jón Guðmundsson
frá Garði í Þistilfirði er snildar-
lega samin og rituð. —
Eins og að venju flytur HLÍN
ritgerðir um uppeldis- og
fræðslumál. 1 þeim kafla er
mjög skemmtileg grein eftir
Helgu Þorgrímsdóttur frá Hlöð-
um í Húsavík, „Skólagangan
mín“. Lýsir hún skóla Sigurðar
ráðherra Jónssonar að Ysta-
felli.
Um stofnun sjúkrahússins á
Akranesi ritar Petrea G. Sveins-
dóttir. í ritinu eru og fróðlegar
greinar um heimilisiðnað, enn-
fremur heimilisþáttur, ljóðmæli,
gátur o. s. frv. Sem sagt ritið er
fjölbreytt að efni, skemmtilegt
og um allt hið eigulegasta. Það
fæst hjá Mrs. J. B. Skaptason,
378 Maryland Street, Winnipeg.
Verð 50 cents.
Frá fréiiaritara Tímans
í Ólafsvík
Aðfaranótt sunnudagsins var
frækilegt björgunarafrek
unnið af skipverjum á vél-
bátnum Fróða, sem bjargaði
manni, sem lét fyrirberast
bundinn vjð siglutré á
sokknum bát sínum. Nán-
ari tildrög eru þessi:
Á laugardaginn bjuggust Ól-
afsvíkurbátar til að róa um nótt-\
ina. Einn þeirra Orri, var bund-
inn utan á vélskipinu Oddi, sem
var að losa salt í Ólafsvík. Þegar
veðrið harðnaði, var Oddur
leystur frá bryggju og honum
■siglt burt. Við það eða um líkt
leyti losnaði Orri frá Oddi og
rak út frá bryggjunni.
Einn maður um borð
Einn skipverji var um borð í
Orra, Þórður Halldórsson að
nafni, hinn vaskasti sjómaður.
Varð hann þess var, að báturinn
var að losna og leit upp og sá,
að binda þurfti bátinn betur.
Fór hann þá aftur niður og
íklæddist sjóstakk og stígvélum
til starfa.
En þegar Þórður kom upp, sá
hann, að báturinn var laus og
tekinn að reka. Kveikti hann þá
á sigluljósum og vissi ekki fyrr
til en báturinn strandaði á skeri
rétt utan við hafsskipabryggj-
una. Skipverjar á Oddi urðu
einskis varir og héldu út í nátt-
myrkrið.
Brugðið við til hjálpar
Sem betur fer urðu menn i
landi varir við það, sem var að
gerast. Var brugðið skjótt til
hjálpar. Bræðurnir Tryggvi og
Víglundur Jónssynir fóru á vél-
bátnum Fróða og sigldu út í leit
að Orra.
Voru þeir komnir vestur undir
Rif, er þeim barst tilkynnipg í
gegnum talstöð, að Orri væri
fundinn á skerinu utan við
Endurminning
Framhald af bls. 4
ekki síðar en kl. 7 til 8 næsta
morgun, til að ná flóði á þeim
stað, sem við ættu mað taka
timbrið, en það væri innst á
Bass River í Bay of Fundy.
Eftir að hafa kvatt búðar-
manninn og borgað fyrir límon-
aðið, var haldið af stað til strand
ar. Fór það eins og mig hafði
grunað. Þegar við komum niður
á fjarðarkambinn, virtist þar
allt í uppnámi. Var þar kominn
hermaður, grár fyrir járnum,
einnig tveir lögregluþjónar, með
gríðarstóra kúrekahatta á höfði
og gula boða á buxnaskálmun-
um. Flugvél sveimaði í stórum
hringjum yfir Selfossi, þar sem
hann lá úti á firðinum, en í
fjarska mátti . heyra drunur
miklar. Voru það skriðdrekar á
leiðinni á staðinn, en í nokkurri
fjarlægð. Hér var því allt sem
benti til þess, að þarna ætti
bráðlega að leggja til stórorustu.
Mér varð fyrst fyxir að litast um
eftir Birni. Var mér ekki grun-
laust um, að allur þessi hernað-
arútbúnaður stæði eitthvað í
sambandi við okkur ög bátinn.
Ég varð því alls hugar feginn,
er ég sá Björn uppistandandi og
hjnn reifasta, en hann sagðist
vera að krókna úr kulda og bað
mið blessaðan að koma nú með
pelann. Mér þótti leitt að þurfa
að segja honum af afdrifum pel-
ans, en ekki gat ég þess við hann
þá að ég hefði fórnað pelanum
fyrir hræðslu sakir við menn
þessa, sem með rpér voru. (Sem
reyndust vera hjálpsemin sjálf
og hinir vinsamlegustu, er málið
hafði verið skýrt). Björn tók
þessum afdrifum pelans karl-
mannlega. Kvaðst hann vera
búinn að skýra málið og sáttur
orðinn við þessi hernaðaryfir-
bryggjuna. Sneru þeir þá að
strandstaðnum.
Sigldu á milli sigluirjánna
Á meðan þeir voru á leiðinni
tók björgunarsveit Slysavarna-
félagsins til starfa og hugðist
bjarga Þórði úr bátnum með
línubyssu og björgunarstól. En
vegna veðurs reyndist það ekki
framkvæmanlegt.
Fróði kom svo á strandstað-
inn, en rétt í þann mund losnaði
Orri af skerinu og sökk á fáein-
um augnablikum, svo að aðeins
siglurnar stóðu upp úr. Þar
hafði Þórður bundið sig fastan
og beið hjálpar.
Með snarræði tókst svo skip-
verjum á Fróða að skera hann
frá mastrinu og bjarga honum.
Sigldu þeir á milli siglutrjánna
á hinum sokkna bát til að ná
hinum sjóhrakta manni, sem,
ekki varð verulega meint af
volkinu.
Þykir giftusamlega hafa tek-
izt til um þessa björgun og skip-
verjar á Fróða sýnt snarræði og
dugnað. Einnig er glöggt að
Þórði er ekki fisjað saman.
—TIMINN, 2. febr.
Garnaveiki í mikilli
rénun á Austurlandi
Þar sem garnaveikinnar verð-
ur nú helzt vart er á stöðum,
þar sem hún hefir ekki komið
áður og tekur þá helzt gamalt
fé. Gerir hún þar sums staðar
nokkurn usla, en er þó miklu
smáhöggari en áður hefir verið.
Síðustu þrjú haustin hafa líf-
lömb á þessu svæði verið bólu-
sett með hinu nýja bóluefni frá
Keldum, og er nú auðsær sá
árangur, að bólusett fé er flest
ónæmt fyrir garnaveikinni. Eru
bændur bjartsýnir og gera sér
vonir um, að unninn sé mikill
sigur á þessum vágesti.
—TÍMINN, 6. febr.
völd, sem þarna voru, en benti
mér á, að lögregluþjónarnir
vildu gjarnan fá að tala við mig
líka. Gekk ég því tli þeirra, þar
sem þeir sátu í stórum og glæsi-
legum bíl og biðu mín. Ég heils-
aði þeim, en þeir tóku mjög vel
kveðju minni. (Hallo Capt. Any-
thing we can do for you?) Ég
þakkaði þeim fyrir, en kvaðst
vera búinn að ljúka erindi mínu,
sem hefði verið að ná í hafn-
sögumann og fá að vita hvar við
ættum að lesta. Ég spurði þá
hvernig stæði á þessu herút-
boði. Þeir brostu og gáfu mér
þá skýringu, að kona nokkur,
sem heima ætti í húsi einu þar
skammt frá, hefði hringt í her-
camp (hermannabækistöð), er
væri þar ekki all-langt frá og
tilkynnt að þýzkt herskip væri
komið á bugtina og tveir naz-
istar væru komnir í land. Þeir
sögðust hafa vitað um komu
skipsins, en einkennishúfur okk-
ar hefðu komið öllu þessu hern-
aðarbramli af stað
Kvöddu þeir mig síðan og óku
burtu. Einnig hvarf sá vopnaði
á burtu nokkru síðar og drun-
urnar frá skriðdrekunum dóu
út í fjarska. Hafa þeir eflaust
snúið herfylkinu við til heima-
stöðvanna, eftir að hafa komizt
að raun um að félagi minn Björn
og ég hefðum ekki í hyggju að
leggja land þeirra undir okkur.
Varð nú brátt friðsamlegra í
kringum okkur. Frekar var
þarna eyðilegt um að horfast,
nokkur hús á stangli, ásamt
veiðimannaskúrum niður við
sjóinn. Fólkið, sem þarna bjó,
hafðj atvinnu við sögunarmyllu,
sem stóð lengra upp með ánni.
Einnig stundaði það nokkuð
skelfisk- og krabbaveiðar. Við
kambinn, því eftir hafnsögu-
manninum urðum við að bíða.
Kalt var í veðri, þótt sumar
væri, nokkur vindur af hafi. Var
okkur því orðið hrollkalt, og
báðum varð okkur sennilega
hugsað til pelans góða, en hans
saga var því miður úti. Ákváð-
um við því að leggja til atlögu
við eitthvert af þessum húsum,
sem þarna voru, og reyna að
herja út bolla af tei eða ein-
hverja hressingu, en eitthvað
smávegis af peningum höfðum
við með okkur. Mér datt 1 hug,
að gaman væri að kynnast nán-
ar íbúunum í húsi því, sem
lögreglumaðurinn hafði bent
mér á og fullyrt að orsakað
hefði allt þetta uppnám. Við
gengum því að húsi þessu og
knúðum þar dyra, en út kom
enginn annar en kunningi minn
frá því fyrr um daginn, maður-
inn, sem hafði tekið á móti okk-
ur á bryggjunni og með mér
hafði verið í bílnum og fylgt
mér sem skuggi allan tímann,
þar til komið var niður í fjör-
una aftur, en þá var hann líka
fljótur að hverfa, er hann sá
hversu lögreglumaðurinn tók
mér vinsamlega. Mér varð því
strax ljóst, að það mundi hafa
verið konan hans, sem komið
hafði canadíska hernum á hreyf-
ingu. Sjálfur hefði hann tekið
að sér það hlutverk að gæta
mín þar til lögreglan hefði haft
hendur í hári mér. Ég lét þó
ekki á neinu bera, en spurði
hvort hægt væri að fá keyptan
tebolla eða kaffi. Hann tók því
vel og bauð okkur til stofu, sem
raunar var bæði stofa og eldhús
í senn. Var kona hans þar fyrir
ásamt drengjum þeirra tveim,
er með manninum höfðu verið
á bryggjunni, er við lögðum að
landi. Frekar var þarna fátæk-
legt um að litast, en hreinlegt.
Áberandi var, hversu hjónin
voru óupplitsdjörf og virtust
vera miður sín í framkomu,
ekki ósennilegt að þeim
hafi þótt óþægilegt að mæta
okkur þarna aftur ’ augliti til
auglitis ,eftir það sem á undan
var gengið. Hófust nú þarna við-
ræður með okkur, en fljótlega
hneigði húsbóndinn ræðu sína
að atburðum þeim, er gerzt
höfðu þarna um daginn og okk-
ur voru sennilega öllum efst í
huga. Kvað hann það mikið lán,
að hann skyldi ekki hafa fórnað
mér á altari ættjarðarástar
sinnar, þá fyrr um daginn, því
hann sagðist hafa verið sann-
færður um, að ég væri þýzkur
nazisti. Ennfremur staðfesti
hann það, að kona sín hefði
hringt til hers og lögreglu. Bæði
voru þau sannfærð um að þau
hefðu verið að gera skyldu sína
sem ærukærir borgarar hins
canadíska ríkis. Orsökina fyrir
þessum misskilningi töldu þau
vera merki það, er við bærum
framan á einkennishúfum okk-
ar, og sem væri það sama og
nazistamerkið. Við reyndum að
benda honum á í hverju félags-
vort væri frábrugðið
nazistamerkinu. Virtist hann
skilja það og bað velvirðingar á
þessum misskilning sínum. Ég
bað hann að hafa ekki áhyggjur
út af þessu, allur þessi misskiln-
ingur væri nú leiðréttur og allt
hefði farið vel. Fór nú húsmóðir-
in að hita teið, en við karlmenn-
irnir tókum að ræða landsins
gagn og auðsynjar, styrjöldina
o. fl. o. fl. Eitthvað barst talið
að því, hvort þarna væri hægt
að ná í glas af öli eða kannske
einhverju sterkara, svo tæki-
færi gæfist til að skála fyrir því
að ekkert mannfall varð í þess-
ari sögulegu orustu. Húsbóndi
kvað það ekki með öllu útilokað,
sprettur á fætur, lítur á klukk-
una, tautar eitthvað um nýað-
fallinn sjó, þrífur því næst klof-
há gúmmístígvél og rýkur á dyr.
Okkur fannst aðfarir mannsins
harla einkennilegar og fylgd-
um honum því eftir út úr hús-
inu. Þar sjáum við á eftir hon-
um niður að flæðarmáli, skammt
frá þeim stað, er bátur okkar lá
við bryggjuna. Skiptir það eng-
um togum, að hann leggur þar
út á hafið og veður stórum.
Framhald á bls. 8
Barstu eitthvað grænt á þér á degi hins heilaga Patreks, 17.
marz síðastliðinn? Ég held, að það hafi verið örðugt að komast
hjá því. Þegar börnin komu heim úr skólanum, höfðu þau margar
sögur að segja af hinum heilaga Patreki, er stökkti öllum óvinum
írlands á flótta úr landinu. Þau héldu jafnvel dálitla veizlu til
virðingar hinum heilaga Patrek. Og er ekki ánægjulegt til þes\s
að vita, að hin mörgu þjóðabrot, sem Canada byggja, leggi fram
sinn skerf canadískri menningu til auðgunar?
----------☆-----------
Og er ég hugsa um hin mörgu mismunandi þjóðabrot, get ég
ekki varist þeirri hugsun, hve ánægjulegt það er að eiga viðskipti
við næsta útibú IMPERIALS BANKANS. Ég minnist þess ávalt
hvað bankastjórinn tók mér vel, er ég fyrst kom inn á skrifstofuna
hans, og þá engu síður fyrir það, þó að enskukunnáttu minni væri
harla ábótavant. Hann skýrði fyrir mér út í æsar á hvern hátt
bankinn gæti helzt orðið mér að liði, og var stúlkan, sem aðstoðaði
mig við að leggja inn hina fyrstu sparifjárhæð mína, ekki síður
vingjarnleg og hjálpleg og fræddi mig um hvernig stíla skyldi
ávísunina. IMPERIAL BANKINN er vinsamlega grundvallaður á
þjónustusemi.
Batt sig við sigluna er bóturinn
sökk og beið hjálpar
Björn röltum þarna um malar- merki
/