Lögberg - 11.03.1954, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. MARZ 1954
—------------------------1 --
„Það er ekki undarlegt, þó þig sé farið að langa heim. En er
þetta ekki ofboðslega langt?“ spurði Anna.
„Jú, það er langt. En ég hef víst aldrei sagt það, að mig langaði
heim. Þú hefur misskilið mig, kona góð. Þegar konan er búin að
gagnrýna galla eiginmannsins í ljósi sinna eigin dyggða í tuttugu
ár, þá óskar hún ekki eftir nærveru hans til annars en að láta
hann hlusta á strangar hugvekjur um að reyna að hætta að drekka
og haga sér eins og hver annar heiðarlegur maður. Og svo þetta
sífellda kvart um búsveltu og illt vinnuhjúahald. Það er tæplega
hægt að hlakka til að koma heim á slík heimili. Eða hvað
finnst þér?“
„Ósköp eru að heyra þetta! Tuttugu ár eru nú svo sem ekkert
mjög langur tími“, sagði Anna. „Pabbi og mamma voru búin að
vera yfir þrjátíu ár í hjónabandi, og voru þó alltaf eins og þau
xiefðu gift sig í gær, svo ánægð voru þau og hamingjusöm. En
pabbi drakk nú heldur aldrei“, bætti hún við, um leið og hún gaf
skallanum hornauga. Lokkurinn hékk vesældarlega ofan á eyrað
og setti óviðfeldinn svip á andlitið. Það var varla von, að aumingja
konan gæti fellt sig vel við hann fullan og svona óskaplega
sköllóttan. Hún fjarlægðist hann ósjálfrátt.
Presturinn rétti bollann þegjandi til Borghildar og hún hellti
í hann heitu kaffinu og afsakaði, að hún hefði ekki aðgætt að
bjóða honum aftur í bollann.
„,Ó, það gerði ekkert til, kona góð, maður gerir sig svo heima-
kominn hér, alveg eins og við hefðum þekkzt alla ævina“, sagði
hann. Svo sneri hann máli sínu til Önnu: „Voru það fósturfor-
eldrarnir, sem voru svona hamingjusöm eða —?“
„Já, það voru þeir. Ég man lítið eftir mínum eigin foreldrum“,
sagði Anna.
„Já, einmitt. Ég get vel trúað því. Því önnur eins kona og
Lísiixet heitin var fæðist ekki nema einu sinni á hverri öld“,
svaraði hann. „Ef hún hefði séð galla í fari manns síns, hefði hún
areiðanlega breitt svo vandlega yfir þá, að enginn hefði komið
auga á þá. En ég býst við, að þeir hafi ekki verið margir“.
„Nei, pabbi hafði enga galla“, svaraði Anna brosandi. „Hann
var einstakur sómamaður“.
Presturinn kinkaði kolli til samþykkis og drakk úr bollanum,
en einkennilega kalt bros lék um varir hans.
„En hvernig er sonur hans?‘‘ spurði hann svo og leit glettnis-
lega til húsfreyjunnar.
,J>að skal ég segja þér, séra Hallgrímur, að þó að ég búi
saman við hann í tuttugu ár eða lengur, þá fyndi ég aldrei neina
galla í fari hans, vegna þess, að hann hefur þá enga. Og svo ætla
ég að láta honum líða svo vel, að hann verði aldrei gamall“,
svaraði hún hreykin.
„Ó, ætlarðu að verða svona góð kona?“ sagði hann, og andlit
hans ljómaði af hlýju brosi. „En ef hann skyldi nú samt sem
áður kólna og grána, líkt og ég núna, hvernig ætlarðu þá að
búa við hann?“
„Þá ætla ég að verma hann og láta honum líða svo fjarska vel“.
„Skárri eru það gæðin, sem sumar konur eiga til. Mig fer að
langa til að flytja í hornið til ykkar. Hvernig lízt þér á, barnið
gott, að hafa uppgjafaklerk í horninu, sífullan tóbakskarl? Það
gæti víst orðið nógu gaman“.
Hann tók upp vasaspegil og greiðu og fór að fást við þennan
vandræða lokk, greiddi hann aftur höfuðið, jafnsnyrtilega og um
morguninn.
En hvað hann varð myndarlegur, þegar lokkurinn var kom-
inn í þær stellingar, sem hann átti að vera, hugsaði Anna. Svo
rétti hann kaffibollann í þriðja sinn til Borghildar og sagði
brosandi:
„Þú býrð til svo gott kaffi, frænka, að það er ómögulegt að
drekka nægju sína af því“.
Borghildur hellti kaffi í bollann. „Gjörið svo vel“, sagði hún
kuldalega. „En mér er það ekki kunnugt, að við séum skyldmenni".
„Ó, fyrirgefðu, kona góð! En manni finnast allir frændfólk
manns hér. Þetta eru svoddan gæði“, svaraði hann og ertnislegum
glampa brá fyrir í augum hans.
„En máltækið segir, að frændur séu frændum verstir“, sagði
Borghildur.
„Það er nú ekkert annað en vitleysa", sagði prestur og tók
stásslega pontu upp úr vasa sínum, sló henni ofurlítið við borðið.
Svo hrúgaði hann stórum haug af tóbaki á vinstra handarbakið og
saug það upp í nefið, og stundi af vellíðan, um leið og hann stóð
upp og gekk til baðstofu.
„Þakka ykkur hjartanlega fyrir hressinguna. Nú líður mér
sannarlega vel“, sagði hann.
Anna horfði á eftir honum. Hann var einkennilegur maður,
sem hún annað hvort fjarlægðist með andúð eða nálgaðist með
samúð.
„Ertu ekki hissa, Borghildur, hvað hann getur tekið mikið í
nefið? Ég öfunda ekki konuna hans af því að sofa hjá honum“,
sagði hún og færði sig fast að Borghildi.
„Ætli hún sé öfundsverð af nokkru?“ svaraði Borghildur.
„En myndarlegur er hann, þegar hann er búinn að greiða
lokkinn yfir skallann“i hélt Anna áfram, „eða finnst þér það ekki,
Borghildur? Mér finnst hann svo líkur honum séra Helga, og
honum Jóni“.
„Hann er líka náskyldur þeim“, svaraði Borghildur fálega.
Hún hafði ekki losnað ennþá við kuldasvipinn, sem frændrækni
prestsins hafði orsakað. „Hallgrímur var fallegur maður“, bætti
hún v,ð.
„En þetta tóbak er voðalegt“, sagði Anna.
„Svo hefur hann silfurdósir í öðrum vasanum, og líklega
pípu í þeim þriðja“, sagði Borghildur kímin.
„Nei, nú ertu að ofbjóða mér, Borghildur. Svo bágt getur það
ekki verið. Ég gæti ekki búið saman við svona mann“, sagði Anna
alveg hissa.
Sigga gamla kom fram með vettlingaslitur og sýndi Borghildi.
„Ég segi það nú eins og það er, að mér finnst nú að presturinn
geti varla haft þetta á höndunum í þessu veðri. Hann er að biðja
mig að stagla í þá fyrir sig. Það hljóta að vera einhverjir vettling-
ar til á heimilinu, sem hann getur fengið“, sagði hún vandræðaleg
á svip.
„Ósköp eru að sjá þetta“, sagði Anna. „Hún þjónar honum
þá ekki einu sinni, þessi kona hans. Þetta hlýtur að vera óskapleg
manneskja“.
„Hann sagðist hafa týnt tvennum vettlingum, hverjum eftir
aðra, og svo hefði ekki verið annað til en þetta“, flýtti Sigga sér
að segja. Eitthvað varð hún þó að láta þessa austfirzku konu fá í
sárabætur fyrir að fletta svona ofan af vanrækslu hennar framan í
alókunnugu fólki. „Ég býst við, að það sé nú drasl á honum ennþá“,
bætti hún við.
„Það er vel líklegt, að hún hafi sína byrði að bera, vesalings
konan. Þær eru ekki of sælar, drykkjumannskonurnar“, sagði
Borghildur. „Það eru áreiðanlega nógir vettlingar til, og aðgættu,
hvort hann þarf ekki sokka líka. Búðu hann nú reglulega vel út,
Sigga mín. Hann kemur hvort sem er aldrei aftur hingað. Þá væri
leiðinlegt, að hann ætti þær endurminningar um ferðalagið, að
honum hefði liðið illa af klæðleysi“.
GULLHJARTAÐ
Það var komið fram yfir hádegi, þegar gestirnir voru ferð-
búnir. Karlmennirnir drukku skilnaðarölið frammi í stofu, meðan
kvenfólkið klæddi prestskonuna frá Felli í hverja spjörina utan
yfir aðra. Hún hafði ekki kunnað, frekar en aðrir, að búa sig að
heiman í góðu veðri.
Séra Hjálmar klappaði á öxlina á stéttarbróður sínum og
sagði góðlátlega: „Nú máttu ekki gleyma þér við flöskuna, Hall-
grímur. Okkur veitir ekki af birtunni yfir fjallið".
„Ég skal ekki láta standa á mér. Þið eigið víst eftir að kveðja
kvenfólkið þarna inni“, svaraði prestur glettnislega, en hreyfði
-ig þó ekki af stólnum. „Ég ætla að bæta svolitlu á mig á meðan
hérna hjá honum frænda mínum“.
Hann fylgdi ferðafélögum sínum eftir með augununi, fram úr
stofunni. Þegar hurðin lokaðist eftir þeim síðasta, hellti hann á
ný í staupið og drakk það í einum teyg. Svo benti hann á myndina
af sjálfum honum, sem stóð ennþá á dragkistunni Lísibetar hús-
freyju, og spurði: „Af Rverjum er þessi mynd, frændi?“
Jón brosti glettnislega: „Hún er af frænda mínum, sem heitir
Hallgrímur og er prestur austur á landi. Ég hélt að það væri sami
maðurinn og situr nú hjá mér hér í stofunni".
„Nú, einmitt það. En hefurðu svo aldrei heyrt neitt annað um
mig en að ég væri prestur austur á landi?“ spurði prestur
alvarlega.
„Nei, það er það eina, sem ég hef heyrt um hann þennan
frænda minn, enda er nú fjarlægðin mikil á milli okkar“.
„Minntist móð;r þín aldrei á mig við þig? Aldrei, þegar við
voruð ein?“
„Nei, aldrei“.
„Aldrei, aldrei“, endurtók prestur. „Aldrei eitt einasta orð,
um að við hefðum verið vinir?“
Jón hristi höfuðið og sagði: „Nei, aldrei“. Það leið þungt and-
varp eða stuna frá vörum prestsins, um leið og hann seildist enn
einu sinni til flöskunnar og bætti við sig einu staupi.
„Ég skil þetta vel“, hélt hann áfram. „Stórlát móðir leynir
barnið sitt sannleikanum, heldur en að eiga það á hættu, að missa
virðingu þess“.
„Hvað meinarðu, séra Hallgrímur?“ spurði Jón alvarlega.
„Ekkert, ekkert sérstakt góðurinn minn, nema þetta, að það
eru ekki margir, sem hafa því láni að fagna að ylja sér við hina
heitu, saklausu æskuást sína, eins og þú. Þvílík indæliskona,
sem þú átt“.
„Er ekki hjónaband þitt ákjósanlegt?" spurði Jón.
„Ákjósanlegt? Ég þekki lítið þýðingu þess orðs“, svaraði
prestur kuldalega. „Það hefur víst oftast nær verið eins fjarlægt
mér og tunglið. Nema þá helzt, þegar hún vinkona mín hérna“ —
hann benti til flöskunnar með augunum — „hefur verið örlát við
mig. Það hafa alltaf verið mínar sælustu stundir — einu sælu-
stundirnar nú í seinni tíð“.
Annar prestssonurinn frá Felli opnaði hurðina og sagði:
„Við bíðum alltaf eftir þér, Hallgrímur. Blessaður farðu að
koma“.
„Ég kem á stundinni, drengur minn“, svaraði presturinn, en
hreyfði sig þó ekki, og hélt samtalinu áfram:
„Ég var að segja það við konuna þína í morgun, að mig langaði,
til að koma í hornið til ykkar. Hún var að segja mér, hvað hún
ætlaði að verða þér góð kona. Mér datt í hug, að mér gæti hlýnað
af hamingju ykkar“.
„Vertu ævinlega velkominn, frændi“, sagði Jón brosandi.
„Þakka þér fyrir, vinur. Svo að þú ætlar að taka á móti mér,
ef ég hafna hér að lokum, og lofa mér að liggja í garðinum", sagði
prestur, og augu hans döggvuðust.
„Sjálfsagt. Komdu bara það fyrsta. Ég hlakka til að hafa þig
á heimilinu. Bara, að þú hefðir ekki þurft að fara héðan aftur í
þetta sinn“.
„Já, ef það hefði nú verið, frændi. En ég þarf nú líklega að
losa mig við „kjólinn og kallið“, og svo að slá nokkrar brýnur við
konuna, áður en hún gefur eftir, því alltaf er þó einhver við-
kvæm taug á milli okkar ,sem hún á bágt með að slíta“.
Unga húsmóðirin fylgdi gestunum fram í bæjardyrnar, fyrir
kurteisissakir, en óskaði með sjálfri sér, að þeir yrðu fljótir að
kveðja, svo hún gæti komizt sem fyrst inn í ofnhitann aftur.
Hestarnir stóðu á hlaðinu og sneru lendinni í veðrið, óþreyjufullir
að komast af stað heim til átthaganna, þar sem græn, vel lyktandi
taða beið þeirra í stallinum. Loksms voru kveðjurnar afstaðnar
og Anna hljóp inn í hlýjuna, en gestirnir út í frostið og hríðina.
Gott var að þetta var allt afstaðið, allt þetta umstang og allt þetta
strit. „Drottinn! Hlífðu okkur við meiri reynslu“, bað hún upphátt
og settist við ofinn. Ósköp yrði tómlegt, þegar búið yrði að taka
bæði rúmin í burtu úr húsinu. Skyldi heimilið nokkurn tíma geta
orðið eins skemmtilegt og það var. Líklega yrði alltaf þessi kyrrð
og fálæti yfir því, sem nú hefði varað síðan — eiginlega síðan að
litla stúlkan hafði veikzt.
Skyldi nú ekki Jón fara að koma inn til hennar, gestirnir
hlutu þó að vera farnir. Ekki voru þeir þó alltaf að fá sér í
staupinu þarna frammi í stofunni, hann og séra Hallgrímur. Hann
hafði þá alveg gleymt að kveðja hana. Það gerði nú ekki mikið.
Hann var víst afar sólginn í vín. Þess vegna var hann með þennan
andstyggilega skalla. Það var gott, að Jón var hættur að drekka.
Hún hafði varla lokið við hugsanir sínar, þegar hún heyrði til
prestsins og Siggu gömlu í frambaðstofunni.
„Þá ertu nú að kveðja dalinn í annað sinn, Hallgrímur minn“,
sagð, Sigga gamla og stundi mæðulega. .J^etta var stutt viðdvöl.
Þú hefðir orðið lengur, ef tíðin hefði ekki breytzt“.
„O, ég hef nú alla ævina verið eins og strokuhestur, rétt gefið
mér tíma til að glefsa fallegustu og safaríkustu toppana meðfram
götunni og svo verið knúður áfram af einhverri óviðráðanlegri
þrá eftir því, sem aldrei finnst. — Hvar er unga konan. Það er
víst myndarlegra að kveðja hana“, svaraði hann glaðlega.
„Hún er sjálfsagt inni í húsinu“.
Hann bankaði og lauk upp, áður en hún byði honum það.
Hann var kominn í kápuna, og skrautlegur ullartrefill, sem Sigga
hafði grafið upp úr kommóðu frammi í skála, þar sem hann hafði
legið í mörg ár, var vafinn um háls honum.
„Jæja, barnið mitt. Þá er nú ekki annað eftir en að kveðjast",
sagði hann.
„Kvíðirðu ekki fyrir þessu langa ferðalagi í þessum kulda?“
spurði Anna og stóð upp af stólnum.
„Ja, nei, nei. Það er nú búið að hlúa svo að mér, að mér
verður tæplega kalt, og svo er nú maður þinn búinn að ylja mér
svolítið innanbrjósts, svo það er engu að kvíða“. Hann tók litlar,
rauðar pappírsöskjur upp úr vasa sínum og opnaði þær með
titrandi fingrum. En hvað hann hafði fallegar hendur, hugsaði
hún. Hann tók gulls lita festi með hjarta á upp úr öskjunni og hélt
henni á lofti fyrir framan hana og spurði brosandi:
„Finnst þér ekki þetta fallegt, barnið mitt?“
„Jú, auðvitað er það fallegt“.
„Ég bað fóstru þína að gefa mér þetta, einu sinni fyrir löngu.
Ég sagðist ætla að hengja það um hálsinn á lítilli dóttur minni,
sem héti Lísibet, og- það gerði ég aðeins einu sinni, sjöunda og
síðasta afmælisdaginn hennar. Nú ætla ég að gefa þér hana, góða
mín, handa dóttur þinni með því nafni. Viltu þiggja hana?“
spurði hann klökkur.
Hún horfði á festina, en tók ekki við henni. Svo sagði hún
raunalega: „Ég er búin að missa hana líka“.
„Þú eignast aðra dóttur, en ég ekki“, sagði hann og lagði
djásnið í lófa hennar.
„Áttu engin börn, séra Hallgrímur?“ spurði hún.
„Jú, ég á tvo sonu. Sextán ára dreng, sem er heima hjá mér, og
svo fullorðinn son, sem er giftur. Hann hef ég ekki séð nema
einu sinni“.
„Hvernig stendur á því? Hvar er hann?“ spurði hún forvitin.
Hann svaraði aldrei þessari spurningu, en tók andlit hennar
milli handa sinna og sagði brosandi:
„Svo ætla ég að taka mér bessaleyfi og kyssa þig. Mér hefur
alltaf þótt fjarska gott að kyssa fallegar stúlkur".
Svo kyssti hann hana tvo kossa. Þakkaði henni fyrir góðar
viðtökur og sitthvað meira. Samstundis var hann horfinn fram úr
húsinu, en hún horfði á eftir honum rothissa á þessum ókunnuga
manni, 'að rjúka á hana og kyssa hana bara tvo kossa, sem voru
gegnsýrðir af víni og tóbaki. Viðbjóðslegt. En þó var gott að
kyssa hann. Hann var alltaf hvorttveggja í senn: aðlaðandi og
fráhrindandi. Það væri fróðlegt að vita, hvort mætti sín meira
við kynninguna. En það var ómögulegt annað að segja, en hann
væri voðalega frekur.
Hún heyrði hann kveðja Siggu gömlu og önnu Pétursdóttur
frammi í baðstofunni.
„Hann yrði ekki lengi að lífga heimilið hérna við aftur, ef
hann mætti stanza lengur", heyrðist Sigga gamla segja, þegar
hann var farinn.
„Nei, áreiðanlega ekki“, svaraði Anna kímileit, „en þú yrðir
orðin álíka vitlaus í að trúlofast honum og giftast, eins og þú
heldur að við stelpurnar séum, ef hann hefði verið lengur“.
„Það getur skeð, að það sé ekki fremur venju hægt að tala
við þig eins og aðrar almennilegar manneskjur, heldur alltaf ein-
tóm ertni og hártog", sagði Sigga sárgröm. „Það er eins og ég
hef oft sagt og einatt sagt, að það hefur aldrei verið óskemmtilegri
manneskja hér á heimili en þú“.
Anna hló hátt og lengi.
Svona var þeirra samlyndi. Sigga þoldi Önnu ekki nokkurt
spaugsyrði, en hún gat samt hlegið að því, ef hún erti aðra og
stríddi þeim, og undir niðri var henni frekar vel við Önnu, og
Anna reyndi líka að gera henni allt til þægðar. Svona er sumt
fólk undarlegt, hugsaði unga húsfreyjan, meðan hún lét þetta
dýrmæta djásn um hálsinn fyrir framan spegilinn. „Þetta er dá-
samlega fallegt", sagði hún við sjálfa sig. Skyldi ég eignast aðra
litla Lísibetu til að prýða með þessu? Blessuð litla stúlkan. Nú er
hún hjá mömmu og pabba.
„Sjáðu bara hvað mér var gefið“, sagði hún, þegar maður
hennar kom inn og neri kaldar hendurnar. „Þetta var mér sagt að
hengja um hálsinn á lítilli stúlku, sem héti Lísibet. Er það ekki
fallegt?“
„Hver hugsar svona fram í tímann?“ spurði hann hálfhissa.
„Séra Hallgrímur. Hann sagði, að mamma sáluga hefði gefið
sér þetta handa stúlku, sem hann átti, er bar nafnið hennar. En
mér skildist, að hún hefði verið ófædd þá. Og hann missti hana-
En hann telur víst, að ég eignist aðra stúlku, og hún á að eiga
festina“.
„Missti hann sína Lísibetu líka?“ spurði Jón alvörugefinn-
„Já, hann missti hana sjö ára. Hann hefur líklega misst fleiri
börn. Hann á ekki nema tvo syni. — Hvernig geðjast þér annars
að þeim manni, góði minn?“
„Mér finnst hann alveg ágætur“.
„Svo, finnst þér ekki eitthvað óviðfelldið við hann, svona
stundum?"
„Nei, alls ekki. Hann er fjarska glaðlyndur og þykir gott i
staupinu, alveg eins og ég sjálfur", sagði hann hlægjandi, og tók
festina af henni og skoðaði hana út við gluggann.
„Þetta hlýtur að vera hægt að opna“. Hann ýtti á gullhjartað
öðru megin. Það opnaðist þegar, og sýndi honum tvær smámyndir-
„Hvað, mamma sáluga og hann sjálfur!" sögðu þau bæði, eins
og einum rómi. „Er þetta ekki merkilegt?" sagði hún. „Hann hefur
gleymt að taka myndirnar úr því. Og þetta ætlazt hann til að
dóttir okkar beri. Ég tek myndina af honum undir eins úr
hjartanu".
„Því þá það? Mér skildist á honum, að honum hefði þótt meir
en lítið vænt um mömmu sálugu", sagði Jón og virti enn fyrir
sér myndirnar. „Hann hefur verið reglulega fríður maður“.
„Enda þótt honum hafi þótt vænt um hana“, sagði Anna
áköf, „hefur hanri engan rétt til að sofa þarna hjá henni í hjartanu-
Ég fer að verða afbrýðisöm fyrir hönd pabba sáluga".
„Ó, láttu þér nægja þína eigin afbrýði, góða mín. Pabbi sálug1
var of skynsamur maður til að láta sér detta slíka heimsku í hug •