Lögberg - 18.03.1954, Síða 2

Lögberg - 18.03.1954, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. MARZ 1954 Norðmenn sýna íslendingum mikla ræktarsemi og hafa mikinn hug á auknum skiptum við þó Bjarni Ásgeirsson sendiherra og kona hans voru hér heima yfir hátíðarnar eins og getið hef- ir verið um í Tínjanum, og hafði blaðið tal af honum og ræddi nokkuð við hann um starf hans áður en hann fór aftur til Osló. Fer hér á eftir útdráttur úr sam- talinu: — Hvernig hefir þér fallið sú mikla breyting, er varð á högum þínum, er þú tókst við núver- andi starfi þínu í framandi landi — eftir að hafa verið svo langan tíma bundinn stjórnmálastarf- seminni hér heima? — Mér er óhætt að segja, að mér hefir fallið hún því betur sem lengra hefir liðið. Ekki get ég þó neitað því, að fyrst í stað, einkum um það leyti að verið var að setja hið fyrsta Alþingi og fyrsta búnaðarþing eftir að ég harf þaðan, fann ég til nokk- urs eyðileika, eins og að ég væri orðinn hálfgert utan við tilver- una. Ég var víst orðinn nokkuð samgróinn þessum stofnunum og starfsemi þeirra, er ég var búinn að vera tengdur um tæp- an aldarfjórðung, og fannst hálf- gert, sem ég ætti þar heima. En nú er ég algerlega læknað- ur af þeim kvilla, og uni því mjög vel að geta geta virt fyrir mér það, sem þar gerist, úr fjar- lægðinni, sem hlutlaus áhorf- andi. —Og hið nýja starf þitt, — hefir þér fallið það vel? — Já, einnig það hefir mér fallið því betur, því lengur, sem ég hefi gegnt því. Ég hefi líka átt þar mörgum góðum hlutum að fagna. Fyrst er þess að geta, að fyrirrennari minn í starfinu, Gísli Sveinssoh sendiherra, hafði á allan hátt búið vel í hag- inn fyrir eftirmann sinn, og hefi ég notið þess. Og ég hefi verið mjög lán- samur með starfsfólk, og vil ég í því sambandi sérstaklega nefna Harald Kröjer, er þar hafði ver- ið sendiráðsritari um skeið, er ég kom ,og var öllum hnútum gerkunnugur, og því ómetanleg- ur leiðsögumaður fyrsta áfang- ann. Verzlunarviðskipli íslands og Noregs — Hvað er að segja um verzl- unarviðskipti íslands og Noregs, — eru þau ekki næsta lítil nú orðið? — Jú, því miður verður ekki annað sagt. Og ástæðan er vitan- lega sú, að Norðmenn framleiða til útflutnings nær allar sömu vörutegundir og við, og hafa svo litla þörf fyrir vörukaup frá okkur. Hins vegar væri það margvís- legur varningur, — einkum iðn- aðarvörur, sem okkur hentaði að kaupa af þeim, og mundum gera ef vöruskiptaverzlunin v æ r i ekki jafn mikilsráðandi í milli- landaviðskiptum og hún er nú. Og af þessum ástæðum hefir ekki verið unnt að koma á föst- um skipaferðum milli landanna eftir síðari heimsstyrjöldina. En það torveldar mjög aukin verzl- unarviðskipti þeirra. Samt munu viðskipti landanna hafa numið síðastliðið ár um 12 millj. ísl. króna á hvora hlið. Er eng- inn vafi á, að þau mnndh aukast að mun, ef komið yrði á föstum skipaferðum á milli landanna, þótt strjálar væru í fyrstu. Önnur samskipti — Hvað er að segja um önnur samskipti þessara frændþjóða? — Þau eru miklu meiri en margan grunar. Þó að vörukaup- in frá Noregi séu ekki mikil, þá hafa íslendingar samt þangað m.kið að sækja. Og ástæðurnar fyrir hvorutveggja eru hinar sömu, þær, hve atvinnulíf og ýmsar aðstæður eru svipaðar þar og á íslandi. Og vegna þess hve Norðmenn eru langt á ' undan okkur í flestum greinum at- vinnulífsins, er svo margt, sem við getum sótt þangað, og sækj- um af reynslu og þekkingu í þeim efnum. Og svo er einnig á ýmsum sviðum atvinnulöggjaf- arinnar. Um þetta verðurn við bezt áskynja í sendiráðinu, því að þar er stöðugt verið að leita hinna margvíslegustu upplýs- inga um þessi mál fyrir stjórnar völd ,stofnanir og einstaklinga. Og fjöldi íslendinga kemur ár- lega til Noregs til að afla sér vitneskju um reynslu þeirra, framfarir og nýjungar í mörgu því, sem verið er að glíma við hér heima. Og undantekningar- litið eru slíkar upplýsingar í té látnar með ljúfu geði. En sem betur fer kemur það einnig fyrir hin síðari árin, að Norðmenn telja sér einnig ávinn ing að fá gagnkvæmar upplýs- ingar um okkar reynslu um eitt og annað í sameiginlegum starfs greinum. Má þar t. d. nefna tog- ara útgerðina, sem er meðal þeirra fáu starfsgreina, þar sem við stöndum þeim framar. Hafa þeir þannig eftir að þeir fóru að auka togaraútgerð sína, fengið æfða íslenzka togaramenn til að kenna n o r s k u m sjómönnum vinnubrögð og veiðiaðferðir á togurum. Samkeppnin í fisksölunni — Álitur þú annars ekki hætt við ,að nauðsyn beggja þjóðanna að koma sjávarafurðum sínum inn á hina erlendu markaði hljóti að móta aðstöðu þeirra hvorrar til annarar, meira af samkeppni en samvinnu á þessu sviði? — Vitanlegu verður einhver samkeppni á milli þeirra um öflun markaða og sölu afurða sinna ekki með öllu útilokuð. En ég tel það fullvíst, að ástand það,« sem áður fyrr ríkti á milli ís- lenzkra og norskra fiskiútflytj- enda, t. d. á árunum eftir 1930, er þeir háðu eins konar verð- stríð á útlendum mörkuðum „upp á líf og dauða“, endurtaki sig ekki aftur. í þeim efnum hefir orðið mikil hugarfarsbreyt ing meðal þjóðanna, einkum eftir síðari heimsstyrjöldina. I því sambandi má minna á þau allsherjarsamtök bænda á Norðurlöndum, sem íslenzkir bændur eru nú orðnir aðilar að. Þar er eitt aðalstefnumálið að koma í veg fyrir óeðlilega sam- keppni og undirboð milli þess- ara þjóða um sölu landbúnaðar- afurða, eins og títt var áður fyrr. Ég tel, að sams konar hugsunar- háttur sé mjög að glæðast meðal þeirra, er annast sölu sjávaraf- urða í þessum löndum. Og ég hefi orðið var við mjög gleðileg- an vott þess í samskiptum Is- lendinga og Norðmanna upp á síókastið, sem ég þó ekki mun ræða nánar hér. En ég tel það eitt höfuðverkefni fulltrúa þess- ara þjóða að vinna að þeirri þró- un málanna hvers í sínum verka hring. Það er einnig mjög gleðilegt, hversu samstarf hinna norrænu fiskveiðaþjóða er orðið náið og bróðurlegt um fiski rannsóknir og sjávarathuganir. Máske verður það lykillinn að margþættara samstarfi þeirra að sem hagkvæmastri nýtingu auð- æfa hafsins, bæði um öflun þeirra og afsetningu. Menningartengslin milli íslands og Noregs. — Hvað vilt þú segja um.hin menningarlegu tengsl millum Norðmanna og Islendinga? — Þó að þessi tengsli hafi því ver verið allbláþráðótt síðari aldirnar, mun mega mullyrða, að „hin gömlu kynni gleymast ei“ og munu þau jafnan verða ■ sterkustu taugarnar milli frænd þjóðanna. Hvergi utan Islands mun vera jafn almennt dálæti á fornbókmenntum okkar sem í Noregi. Allur þorri manna virð- ist þekkja meira og minna til ísl. fornsagnanna ,en þó því miður í norskum þýðingum, því að þjóð- in hefir fyrir löngu misst fót- festu í fornmálinu. Og hitt hefi ég Norðmenn, sem eru eins vel heima í ýmsum Islendingasög- um og bezt gerist hér heima. Og Noregskonungasögurnar eru þar flestum sem helgur dómur. 1 ræðu, er yfirbókavörður háskóla bókasafnsins í Osló, hélt við opn un íslenzku bókasýningarinnar þar 1. des. s. 1., sagði hann meðal annars: „Engri þjóð eigum við Norðmenn jafnmikið að þakka í bókmenntalegum efnum eins og íslendingum. Hvað vissum við Norðmenn um sögu okkar og fortíð, hefðum við ekki haft ís- 1 e n z k u fornbókmenntirnar?“ Þessi orð bókavarðarins finnast mér vera einkennandi fyrir hug norsku þjóðarinnar til íslenzku fornbókmenntanna. Og það lýs- ir vel vinsemd þessa heiðurs- manns í garð íslenzku þjóðar- innar, að þennan sama dag lét hann af embætti fyrir aldurs sakir, svo að undirbúningur sýn- ingarinnar var síðasta embættis verk hans á löngum og dáðrík- um starfsferli. Klukkan 12 var sýningin sett og kl. 1 afhenti hann eftirmanni sínum embætt- ið. Sýningu þessari var mjög vel tekið af öllum almenningi. Ot- varp og blöð gátu hennar einkar vinsamlega og fluttu útdrátt úr setningaræðum okkar bókavarð- ar og aðsókn að henni var mjög góð. Ég held líka, að tekizt hafi vonum betur að sýna með henni samhengið í ísl. bókmenntum fram á þennan dag, m. a. fyrir ágæta aðstoð sendiherra okkar í Svíþjóð, Helga Briem, er lánaði þangað fjölda bóka úr sínu mikla bókasafni. íslenzkir námsmenn í Noregi — En hvernig er þá varið þekkingu Norðmanna á nútíma- háttum okkar íslendinga? — Hún er því miður öllu gloppóttari. En löngun Norð- manna til að kynnast betur ls- landi nútímans er mjög rík, og flestir tala um að þeir hafi þráð og þrái að koma til íslands, en að vegalengd og háferðakostnaður hamli. I s. 1. desembermánuði hélt ég erindi, er ég nefndi „ísland í dag“ í deildum Norræna félags- ins, og sýndi kvikmyndir frá Is- landi. Var á báðum stöðunum húsfyllir og svo mikill áhugi fyr- ir því að fræðast um landið og þjóðina, að ég hefi hugsað mér að auka þá starfsemi eftir því sem tími og tækifæri leyfa. — Leita íslendingar mikið til náms í Noregi? •— Töluvert. Þannig hafa verið í Osló og nágrenni 20-30 stúdent- ar undanfarna vetur og svipuð tala annars náms fólks í ýmsum. greinum. Telst okkur svo til, að íslenzka nýlendan í Osló sé liðlega 100 manns að vetrinum til. Eru þar starfandi bæði ís- lenzkt stúdentafélag og Islend- ingafélag, sem halda fundi og samkomur öðru hvoru. Á sumrum er þar færra dval- arfólks, — en þá er aftur á iftóti stöðugur straumur ferðamanna frá íslandi, bæði einstaklingar óg ferðamannahópar, og fer það mjög í vöxt. Skiptir nú ferðafólk ið frá íslandi hundruðum ár hvert, sem leggur leið sína til Noregs. Er Noregur líka óvið- jafnanlega fagurt land — og auk þess sérstakt fyrir okkur Islend- inga. Þar talar sagan til okkar úr hverjum dal og firði — og örnefnin verða lifandr fyrir okk- ur, þó að þau séu orðin hulin leyndardómur fyrir f 1 e s t u m öðrúm. Áila sendiherrar á íslandi eru búsellir í Osló — Þú hefir einhvern tíma minnzt á ,að Osló væri óvenju mikið sendiherrasetur fyrir ís- land? — Já, það hefir skipazt þann- ig, að um helmingur þeirra þjóða sem tekið hafa upp stjórn- málasamband við Island, hafa þar ekki útsenda sendiherra, en hafa falið sendiherrum sínum í Osló að gegna einnig sendiherra störfum á Islandi. Eru það þessi lönd: Spánn, Italía, Sviss, Belgia Tékkóslóvakía, Pólland, Finn- land og Kanada. Gerir þetta það að verkum, að starf íslenzka sendiráðsins þar verður á ýmsan hátt meira og fjölbreyttara en ella og enn ánægjulegra, þar eð sendiráð þessi hafa stöðugt samband við það, t. d. um öflun margvíslegra upplýsinga varðandi ísland og málefni þess, svo til að annast ýmis konar milligöngu fyrir þau við íslenzk stjórnarvöld. Er gleðilegt að verða þess var, hve þessir sendiherrar hafa mikl ar mætur á íslandi og íslenzku þjóðinni eftir þau kynni, er þeir hafa aflað sér á ferðum sínum þangað og hve vænt þeim þykir um þetta aukastarf sitt. Hafa þeir kveikt svo í ýmsum öðrum sendiherrum búsettum í Osló, að þeir hafa haft orð á því við mig, hve þá langi til að verða einnig skipaðir sendiherrar á íslandi. Sendiherra í Póllandi og Tékkóslóvakíu — Og þér hafa einnig verið fal- in sendiherrastörf fyrir Island í Póllandi og Tékkóslóvakíu? — Já, og það er ekki að undra, þótt kotriki eins og okkar verði að grípa til þess ráðs að fela sendiherrum sínum að gegna störfum í fleiri en einu landi, þar sem margfalt stærri þjóðir gera það sama. Og auðvitað verður að sætta sig við það, að þjónustarjL verður ætið ófull- komnari en ella í því landi, þar sem sendiherrann er ekki búsett ur, enda þótt hann ferðist þang- að öðru hvoru, þegar sérstök er- indi krefjast þess. En samt er það ómetanlegt hagræði fyrir starf mitt sem sendiherra í Póllandi og Tékkó- slðvakíu, að sendiherrar beggja þessara landa, er einnig gegna störfum á íslandi, eru búsettir á sama stað og ég. Og það er á sama hátt hagræði fyrir þá. Þeg- ar að við í íslenzka sendiráðinu höfum mál að flytja fyrir hönd íslenzkra stjórnarvalda við stjórnir þessara landa, er það mjög þægilegt að geta afhent þau samstundis í sendiráð þess- ara landa á stöðunum, er þá taka þau til meðferðar og milligöngu gagnvart sínum ríkisstjórnutn. Og á sama hátt getum við greitt fyrir þ e i r r a erindisrekstri. Verða öll slík samskipti og er- indisrekstur á milli sendiráðs okkar og ríkisstjórna stórum auðveldari vegna þessarar sér- stöðu en ella yrði. Samt sem áður er nauðsynlegt að heimsækja þessi lönd öðru hvoru og ræða við stjórnarvöld þeirra til þess að stjórnmálasam- bandið verði meira lifandi en annars. Enda er ég sannfærður um, að slíkt margborgar sig. Þegar að ég t. d. afhenti sendi- herraskilríki mín í þessum lönd- um, þá voru á báðum stöðunum yfirstandandi verzlunarsamning- ar á milli þeirra og Islands. Og það leyndi sér ekki fyrir þeim, er að þeim samningum stóðu af íslands hálfu, hversu heppileg áhrif það hafði á gang og gerð samninganna að sendiherra frá samningslandinu var þar við- staddur. Ég varð undrandi yfir Javí, hve mér virtist fulltrúar þessara stórþjóða meta mikils beint og lifandi stjórnmálasam- band við hina fjarlægu, fá- mennu, íslenzku þjóð, og hrærð- ur yfir þeirri vinsemd, er ég sem fultrúi hennar mætti hvarvetna hjá háum og lágum. Og fyrir okkur, sem gegna þessum störfum, er það nauðsyn legt að reyna að kynnast lönd- um þessum og þjóðum eftir því sem unnt er. Enda þótt tíminn sé stuttur og tækifærin fá, sem ég hefi haft til að litast um í þessum löndum, er það undur, hve gestsaugað getur komizt yfir mikið á skömmum tíma. Og einhvern veginn er það svo að þótt fólkið sé fljótt á lítið ó- líkt okkur og stjórnarhættirnir aðrir, sér maður fljótlega í gegn um ytra borðið svipuð vandamál og viðfangsefni, þarfir og þrár, sorg og gleði og hjá sjálfum okk- ur — og manni fer að þykja vænt um þetta fólk áður en mað- ur veit af. Og dásamlegt er að mega sjá hin mörgu fögru mann virki þessara gömlu menningar- þjóða. í stjórn norrænu bændasamlakanna. Að lokum er það eitt atriði, sem ég vil minnast á, er hefir veitt mér óblandna ánægju í dvöl minni erlendis. Að vísu til- heyrir það ekki starfi mínu sem sendiherra, en helgast þó af því. Eins og kunnugt er gerðist Stéttarsamband b æ n d a fyrir nokkru aðili að allsherjarsam- tökum bænda á Norðurlöndum (skammstafað N. B. C.). Stéttar- sambandið sýndi mér þá vin- semd að fela mér að vera full- trúa þess í stjórn samtakanna — enda eru erfiðleikar á að sækja alla stjórnarfundi að heiman og allkostnaðarsamt. Og utanríkis- ráðherra veitti mér góðfúslega leyfi til að gegna þessum störf um eftir því, er samrýmzt gæti störfum mínum sem sendiherra. Stjórnarfundir þessir eru ætíð nokkrir á ári hverju og haldnir til skiptis í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Með þessu móti hefi ég fengið tsekifæri til að kynnast allnáið búskaparhátt um og félagsmálum bænda í þessum löndum og sameiginleg- um viðfangsefnum. þeirra, og sömuleiðis persónulega mörgum helztu búnaðarmálafrömuðum þessara þjóða. Hefir það verið mér sérstök ánægja að geta á þennan hátt viðhaldið tengslum mínum við félagssamtök ís- lenzkra bænda, sem ég hafði nokkuð lengi starfað í og um leið fengið tækifæri til náinna kynna af hinni fjölbreyttu fé- lagsmálastarfsemi bændastéttar Norðurlanda. Hefi ég trú á því, að þessi samstaða íslenzkra b æ n d a með stéttarbræðrum þeirra í nágrannalöndunum og aukin viðkynning við þá og þekk ing á starfsemi þeirra verði ís- lenzku bændastéttinni m i k i 11 styrkur til auksins þroska og framfara á komandi tímum. TIMINN, 14 feb. Úr ríki náttúrunnar: Farfuglarnir hafa nesti Þeir safna mikilli fitu fyrir langferðir sínar Þegar farfuglar sýna á séf fararsnið og leggja í langferðir sínar hafa þeir jafnan allgóðan „nestisforða“. Þeir safna sem sé holdum eftir megni vor- og sumartímann við hin norðlægu vötn, í mýrum, á heiðum og í skógum, og úr þess- um birgðum í líkama sínum fá þeir hita og orku. Þetta er nú ekkert annað en það, sem skynsamir og athugulir menn hafa oft haldið fram, en íjórir vísindamenn hafa haft þetta til sérstakrar athugunar og rannsóknar, aðallega á fjórum íuglategundum, sem eru sumar- gestir í Alaska, og er þeirra á meðal heiðlóan (pluvialis domi- nica), sem mörgum hér á ls- landi þykir vænst um allra far- iugla. Og til hennar ortu gömlu skáldin fögur kvæði. Athuganirnar fóru fram á tímanum skömmu áður en fugl- arnir tóku sig upp til ferðalag- anna á suðrænni slóðir, en á þessum tíma safna þeir mestri fitu. I skýrslum St. Louis-há- skólans um þetta segir, að allar þessar fuglategundir bæti miklu við sig á þessum tíma. Augljóst virðist, að hér er um einhver lífeðlisleg tengsl að ræða, annars vegar er fullnæg- ing þeirrar eðlishneigðar að taka sig upp til langferðar, sem mikla orku þarf til, og þarfarinnar að búa líkamann þannig úr garði, að orka hans dvíni ekki við á- reynsluna, sem stendur í tengsl- um við bústaðaskiptin, en fyfir þessu er séð með því að vefir og líffæri safna fitu, áður en þessi ársbundna breyting fer fram. Fuglarnir birgja sig upp að vara- forða. Mánuðum saman lifa þeir á feitibirgðum sínum. Margar fuglategundir virðast safna holdum jafnvel mánuðum saman til undirbúnings löngum, þreytandi flugferðum. Farfuglar nema oft staðar í ferðum þess- um til þess að hvíla sig og nær- ast, en aðalbirgðirnar hafa þeir í sínum eigin líkama. Heiðlóan flýgur t. d. þúsundir mílna í þessum ferðum. Amer- íska heiðlóan, sem rannsökuð var, heldur kyrru fyrir á sumr- in í norður og norðvesturhluta Alaska, aðallega til viðhalds og fjölgunar, og að varptíma lokn- um, er ungarnir geta farið að bjarga sér, flýgur hún austur yfir Canda, og því næst suður yfir Nýja-Englandsfylkin (á austurströnd Bandaríkjanna), yfir Atlantshaf og Karabiska hafið alla leið til Suður-Amer- íku, þar sem hún dvelst yfir veturinn. Á vorin fer hún aftur norður til Alaska í tveimur höfuðáföngum — hvílir sig ftú aðallega á eyjum og hólmum Mississippi, þar sem hún rennur til sjávar. —VÍSIR, 8. febr. COPINHAGEN Bezta munntóbak heimsins Kaupið Lögberg Víðlesnasta íslenzka blaðið

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.