Lögberg - 18.03.1954, Blaðsíða 8

Lögberg - 18.03.1954, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. MARZ 1954 Thorsteinn S. Laxdal Úr borg og bygð — DÁNARFREGN — Þann 3. marz andaðist Mrs. Rakel Maxon á almenna sjúkra- húsinu í Selkirk, Man. Hún var fædd í Brekknakoti í Suður- Þingeyjarsýslu, 25. des 1883, dóttir hjónanna Gunnlaugs Oddssonar og Guðnýjar Sigfús- dóttur. Með foreldrum sínum fluttist hún vestur um haf árið 1888. Þau settust að í Selkirk og þar ólst hún upp. Þann 23. marz 1910 giftist hún Sæmundi Maxon. Þau bjuggu um hríð í Shawnavon, Sask., en fluttu svo t l Selkirk og bjuggu þar. Hún misti mann sinn árið 1932, eftir langvarandi þjáningar. — Börn þeirra eru: Dóra, Mrs. Ragnar Barnson, New Westminster, B.C. Marinó, flugmaður, lézt 1945. Herbert, d. 1939. Björg, Mrs. Percy Howard, So. Burnaby, B.C. Raymond, kvæntur Ednu Moore, Lockport, Man. Frederick, kvæntur Elvey Mikkelson, Edmonton, Man. Mary, Mrs. Gordon Lugg, St. James, Man. Tvíburar: Edwin, dó 3ja mánaða. Victor, búsettur í Selkirk, kvæntur Ednu Sanderson. Tíu barnabörn eru á lífi. Systkini hinnar látnu eru: María, Mrs. E. J. Hinriksson, Selkirk. Björn, til heimilis í Selkirk. Snorri, einnig í Selkirk. Sigrún, Mrs. Peter Burnson, Los Vegas, Nevada. Mrs. Maxon var ágætum gáf- um gædd, víðlesin og bókelsk. Hún barðist sigrandi lífsbaráttu, þrátt fyrir heilsubrest og örðug- ar lífskringumstæður. Hún átti bjarta og sigrandi trú í sál sinni, er lyfti henni yfir torfærur lífsins. Útför hennar fór fram frá Langrills útfararstofu og lút- ersku kirkjunni 6. marz, að fjöl- menni viðstöddu. S. Ólafsson Hingað komu síðastliðinn mánudag, öll frá North Dakota, séra B. Theodore Sigurðsson prestur að Mountain, Mr. Valdi Hillman, Mr. og Mrs. Theodore Vatnsdal og Mr. og Mrs. Björn Olgeirsson; héðan fór séra Theodore suður til New York til að sækja konu sína og son, sem nýlega eru þangað komin frá íslandi. ☆ Mr. og Mrs. Fred Friðfinnsson eru nýlega komin heim úr tveggja mánaða ánægjulegu ferðalagi sunnan frá Californíu, og þau staðnæmdust einnig eitt- hvað í Vancouver, B.C. ☆ Meðteknir $5.00, sem gefnir voru í Þórðar Backmans Blóm- veigasjóð af Mr. og Mrs. G. P. Magnússon, Lundar, Man., í hjartkærri minningu um ein- lægan vin og nágranna í 27. ár, Mrs. Margréti Jónasson, Otto, Man.., dáin 10. des. 1952. Með hjartans þakklæti, Thorsteinn S. Laxdal 24B 26y2 Thorsteinn S. Laxdal, fyrrum bóndi og verzlunarmaður í Mozart, Sask., lézt í sjúkrahús- inu í Wynyard þann 16. maí s.l. eftir stutta legu. Hann var fæddur á Krossastöðum í Eyja- fjarðarsýslu þann 29. júlí 1876. Foreldrar hans voru Sigurður, sonur Sigurðar Sigurðssonar prests á Auðkúlu í Húnavatns- sýslu, og Marju Guðmundsdótt- ur Arnfinnssonar. Sigurður og Marja bjuggu síðast á Islandi í Þverárdal í Fremri-Laxárdal í Húnavatnssýslu og þaðan flutt- ust þau með fjölskyldu sína til Ameríku árið 1888 og settust að í íslenzku býggðinni í Dakota nálægt Garðar, þar andaðist Sig- urður árið 1890, en Marja ári síðar. Til Canada fluttist Thorsteinn 1904 og nam land í Vatnabyggð nálægt þar sem nú er Mozart, Sask. Árið 1906 var hann skip- aður póstmeistari og nefndi hann pósthúsið Laxdal, P.O. En er járnbrautin var lögð inn í byggðina haustið 1907, fluttist Thorsteinn í nýja bæinn og þeg- ar Laxdal pósthús var lagt nið- ur var hann gjörður póstmeist- ari í Mozart. Árið 1908 setti Thorsteinn upp verzlun, ásamt pósthúsinu, í fé- lagi við Jón K. Johnson. Arið 1917 seldu þeir félagar verzlun- ina og pósthúsið. Jón fluttist þá til Winnipeg og dó þar nokkrum árum síðar. En ekki undi Thorsteinn lengi verzlunarlaus og byrjaði því brátt aftur og var hann viðrið- inn ýmsar verzlanir, fyrst í Mozart og síðan í Elfros, þar til 1940, að hann hætti allri erzlun og flutti til Toronto. Þar vann hann í næstu árin hjá Good-Year Rubber Co., en þá fluttist hann vestur aftur og settist að í Wyn- yard, Sask. En til Mozart flutti hann aftur 1950 og bjó þar til dauðadags. Frá þeim tíma að Thorsteinn stofnaði pósthúsið Laxdal og til ársins 1910 bjó hann með systur sinni, Valgerði (oftast kölluð Ina) en það ár kvæntist hann og gekk að eiga Þóru Sigurðsson, kenslu- konu frá North Dakota. Þóra var dóttir Sigurðar Runólfssonar og Jónínu Thorvaldsdóttur, bæði ættuð frá Berufirði. Jónína var systir þeirra Thorvaldssons- bræðra í Dakota. Thorsteinn og Þóra eignuðust fjóra syni; þeir eru: Walter Gísli, Wynyard, Sask.; Magnús Thorsteinn, Caramat, Ontario; Leonard Wilmar, Toronto, Ont.; Magnús Thorvaldur, lézt í æsku. Allir eru þeir bræður giftir inn- lendum konum. Auk ekkjunnar og sona syrgja Thorstein sex systkini; þau eru: Valgerður Octavia (ína), elzt þeirra syst- kina, háöldruð, nú sem stendur til heimilis hjá ekkjunni Þóru; Guðrún, hjá dóttur sinni, Mrs. E. Mathewsen, Seattle, Wash.; Jón, áður San Diego, Cal., nú á Stafholti, Blane, Wash.; Elín, ekkja Snorra heitins Kristjáns- sonar í San Deigo, Elín er nú á elliheimilinu Stafholti, Blane, Wash.; Þóra, Mrs. Jóel Sigurd- son, Mozart, Sask.; Margrét í Winnipeg, Man. Annar bróðir Thorsteins var Sigmundur Lax- dal að Garðar, North Dakota. Kona hans var Sigríður Jónat- ansdóttir. Bjuggu þau hjón allan sinn búskap í Garðar-byggð. A stríðsárunum fluttu þau til Blaine, Wash., og þar lézt Sig- mundur nokkru seinna, en ekkja hans, Sigríður, býr enn á heimili sínu í Blaine. Frá fyrstu frumbyggjaárum í þessari byggð tók Thorsteinn góðan þátt í öllum byggðarmál- um og þótti hvarvetna hinrl bezti félagsmaður. Söngmaður var hann góður og ágætur tæki- færis-ræðumaður. Á þeim árum, sem hann var mest viðriðinn verzlun, var hann mjög eftir- gefanlegur og seldi mikið í skuld, eins og menn muna varð mikil verðlækkun á afurðum bænda eftir fyrra stríðið, svo illa gekk að innheimta skuldir. Varð hann þá fyrir miklu tapi og náði sér aldrei aftur efnalega. Sú viðkynning, er sá, er þetta ritar, hefir átt í þau 27 ár, sem við höfum þekkst og verið ná- búar, hefir ætíð verið hin bezta. Thorsteinn var góður og hjálp- samur nágranni, vinur vina sinna og hinn bezti drengur. — Hann var jarðsunginn af Rev. Berry þann 20. maí s.l. í Mozart- grafreit. Oscar G. Johnsori Til söiu No. 2 Argenline Rape fræ 10 cents pundið. J. MOYNHAM, Culross, Manitoba You’ll fiave a lot of worry, With the way prices are today; If you pick your cakes and dainties, From Aldo’s great display. ALDO'S BAKERY 613 Sargent Ave. Phone 74-4843 Frá riívellinum: Nýr listamaður Gunnar Dal: SFINXINN OG HAMINGJAN — Kvæði. — Reykjavík, 1953 Gunnar Dal gaf út ljóðabók- ina Veru 1950. Ég skrifaði smá- grein um bókina, því að mér líkaði hún vel. Ég hélt hálfvegis að höfundurinn væri ungur prestur, nýsetztur í afskekkt brauð úti á landi, en síðar kom á daginn að Gunnar Dal var ekki prestvígður og hét ekki einu sinni Gunnar Dal, heldur Halldór Sigurðsson og var frá Hvammstanga, sonur Sigurðar Davíðssonar kaupmanns. Ég hitti hann í Skotlandi um jólaleytið þetta ár, hann var að nema heimspeki við háskólann í Edinborg. En mér skildist á hon- um að hann teldi sig ekki finna á þeim stað þann vísdóm allan, sem hann leitaði að, hann yrði að leita lengra. Svo fréttist að hann væri kominn til Indlands. Á næstu árum tóku við og við að birtast í Lesbók Morgunblaðsins greinar um indverska heimspeki og trúarbrögð eftir Gunnar Dai, dularfull rödd Indlands mælti til okkar á íslenzku, og margir tóku að hlusta, að minnsta kosti með öðru eyranu, því það er á Indlandi, sem fakírarnir eiga heima, — við vonuðum að Gunn- ar Dal myndi ef til vill hafa komizt að leyndarmálum fakír- anna og að hann ljóstaði þeim nú upp. A síðastliðnu sumri sneri Gunnar Dal aftur norður og heim. Ég hitti hann í Reykjavík í haust, ég spurði hann um slöngur og tígrisdýr og fleiri óargadýr, hvort hann hefði ekki verið hætt kominn stundum, er hann ferðaðist um endilangt Indland ríðandi á hjólhesti, lét í ljós beyg minn við jarðneskar ógnir hitabeltisins, minntist á fakíra. „Nei, slöngur eru yfirleitt meinlaus dýr“, sagði skáldið, „þú ert í meiri lífshættu í bílaþvarg- inu hér í Bankastræti heldur en í frumskóginum þar syðra“. Tígrisdýrin lastaði hann ekki heldur, fakírana hafði hann ekki hitt. Blöðin voru búin að geta þess, að Gunnar hefði meðferðis handrit að tveim bókum, ljóða- safninu Sfinxinn og hamingjan og Rödd Indlands, en við mig sagði Gunnar Dal: „Ég veit ekki, hvort þær koma nokkurn tíma út, það er enginn lengur, sem vill gefa út kvæði“. En bækurnar eru nú komnar út samt sem áður. Rödd Ind- lands geri ég ekki að umtalsefni í þetta sinn, en Sfinxinn og ham- ingjuna er ég búinn að lesa oftar en einu sinni, enda lítil bók, bara 70 blaðsíður, prentuð með nokk- uð stóru skáletri. Það er ánægjulegt að geta lýst því yfir af fullri sannfæringu, að hér hefur íslenzkri ljóðlist bætzt nýr og eftirtektarverður liðsmaður. Frá hverri blaðsíðu bókarinnar stafar framandi angan og ókennilegum blæ, — skáldskapur og aftur skáldskap- ur, sums staðar nokkuð torskil- inn reyndar, sums staðar varla nógu vel formaður, en hvergi litlaus, hvergi lágkúrulegur: hinir austrænu guðir — sjálf Indíalönd — hafa kallað sál skáldsins til fundar við sig og boðið henni að gerast strengur í hljóðfæri sínu nálægt endi- mörkum jarðar. En skáldið er tregt og spyr: Til hvers er að yrkja óð í heimi þar, sem allt í söng og sögu sagt af guði var? Og þó hlýðir hann kallinu, mmnugur á það, að ekki tjóar að deila við dómarann, minnug- ur á fordæmi skáldsins Tse, sem svo er getið í Sfinxinn og ham- ingjunni: Tse reit þar kvæði með kínverskum stöfum, sem kóralbjart musteri Himninum reisti- —SUÐURLAND ANNUAL BIRTHDAY PARTY The Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E., will celebrate its 38th Birthday with a Bridge party Friday evening, March 19, in the lower auditorium of the First Federated Church, com- mencing at 8.15 p.m. This annual event has become quite popular, owing to the interest and generosity of the chapter’s many friends. Theý come in large numbers, not only because they enjoy a good game of bridge, but also because they like to support the work of the chapter. Not only do they come themselves, but they call up their friends and say: “Why not make up a foursome and have a good time supporting a good cause.” And so their friends come along for a nice social evening. To all these good friends, and their friends, we say: “We are inviting you once more to come to our Birthday Bridge Party, and we do appreciate your generous and continued sup- port!” Four prizes will be given for bridge, and lunch will be served. H. D- M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol* Heimili 686 Banning Street- Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 21. marz: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi Ensk messa kl. 7 síðd. Umtalsefni: Erlent trúboð. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ☆ Prestkall Norður-Nýja-íslands Sunday March 21st Riverton, 2 p.m. Árborg, 8 p.m. (Curling Service at Árborg)- Both Services in English, Robert Jack LOOK AFTER YOUR FIGURE New Spirelette creations styled by Spirella. Glamorously new ready-to-wear girdles and bras with a Spirella Guarantee. For information, without obligation, call: MRS. JANA STELLER Phone 72-7756 Sk™ ducklings From special Imported American Eg£s' Grow fast. 6V2 lb. ducks in 9-11 weeks- Prices F.O.B. Winnipeg and Winkler. 100 50 25 10 „ $45.00 $23.00 $12.00 *5-u" Kvenfélagið Björk. Lundar, Man. Vinsamleg bending til ritstjóra Heimskringlu Sennilegt er, að flestir skyn- bærir menn, sem búa í námunda við vötnin í þessu fylki, viti um þá örðugleika, sem að fiski- mönnum hafa steðjað í allmarg- ar undanfarnar vertíðir; því furðulegri er smágrein, sem birtist í Heimskringlu s.l viku um fiskimálin. Af henni mætti ætla, að ritstjóri blaðsins hefði fyrst nú vaknað til meðvitundar um, að ekki væri alt með feldu um hag fiskimanna, og vissi ekkert um hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar af fylkisstjórn- inni í þá átt að reyna að leysa þetta mikla vandamál, enda mun ekki stafur hafa birzt um þessi mál í Heimskringlu fram að þessu. Ritstjóranum til upp- Dehorn Commercial Cattle Reduce waste from bruising and carcass damage. Avoid the Marketing Penalty. Plan Dehorning Campaigns. Borrow dehorners and Calf Gougers from your Agricultural Representative. Control Contagious Abortion (Bang's Disease) Plan vaccination campaigns in your district. Consult a registered veterinarian and arrange for his services. A grant of $1.00 per head payable on all calves vaccinated. Treat Cattle for Warbles Now Control this serious cattle pest by treating with WARBLE FLY POWDER Secure supplies of Powder from your Municipal Office or your Agricultural Representative. Improve the Quality of Your Cattle Secure a pure bred bull under the Pure Bred Sire Purchase Assistance Policy. Department pays 20% of Purchase Price. (Maximum grant not to exceed $80.00) Policy available to owners of grade herds only. ANNUAL AUCTION SALES WINTER FAIR BUILÐING, BRANDON Bred Sow Sale—Thursday, April lst, comn>iences at 12.30 p.m. Bull Sale—Friday, April 2nd, commences at 10.00 a.m., with Here- ford Shorthom, Aberdeen Angus, selling in that order. Farm Horse Sale—Thursday, April 8th, commences at 1.00 p.m. All sales under auspices of Provincial Livestock Associations. For further particulars apply to LIVESTOCK BRANCH, LEGISLATIVE BLDGS., WINNIPEG DO NOT FALTER, BE SURE TO ENTER! Get your entry form in the book of Rules from your elevator operator or agricultural representative. Fill in the form and mail to Mr. N. C. MacKay, Ex- tension Service, Department of Agriculture, Winnipeg, as soon as possible or at least before July 15th, 1954, Read the rules and regulations. This space donaled by MD-337 lýsingar skal því rakið í megin- dráttum það, sem hefir verið gert í þessu máli á einu ári. Um þetta leyti í fyrra vakti Dr. S. O. Thompson, þingmaður Gimlikjördæmis, athygli fylkis- þingsins á kjörum fiskimanna, og var þá, samkvæmt tillögu Chris Halldórssonar, skipuð stór þingnefnd til að íhqga málið; hélt hún opinn fund 10. apríl, er fulltrúar fiskimanna, fiski- kaupmanna og annara aðila fiskiútvegsins sóttu. Eftir þeim upplýsingum, sem fram komu á fundinum, þótti málið svo mikilvægt og aðkallandi, að þegar var skipuð sjö þingmanna milliþinganefnd til að rannsaka málið. Ennfremur var skipuð ráðgefandi nefnd, er fulltrúar frá fiskimönnum, fiskikaup- mönnum, neytendum og fiski- máladeildinni áttu sæti í; skyldu þessar nefndir vinna saman að því að finna úrræði. Báðir ís- lenzku þingmennirnir eiga sæti í sjö manna þingnefndinni. Hef- ir þessi nefnd ferðast til flestra meginfiskistöðva við vötnin og haldið fundi með fiskimönnum til að afla sér upplýsinga um málið frá þeirra sjónarmiði. — Ennfremur hefir nefndin haldið eina þrjá eða fjóra sameiginlega fundi í Winnipeg með ráðgef- andi nefndinni. Hafa á þeim fundum flutt skýrslur fulltrúar frá fiskifélögum, Packers, neyt- endum, Manitoba Co-operative netasölumönnum, fiskimála- deildinni og erinfremur fiski- fræðingar. — Þar sem afkoma fjölda Islendinga er undir fiski- útvegnum komin, fann Lögberg sér skylt að flytja frásagnir af fundunum í Winnipeg og birta útdrátt úr skýrslunum eða þær í heild sinni. Og er það víst þetta, sem ritstjóri Hkr. á við, þar sem hann talar um „bullið, sem blöð hafi verið fylt með“ í ofannefndri grein hans. — Aldrei mun hafa verið gerð eins rækileg rannsókn á fiski- iðnaðinum í Manitoba eins og nú hefir verið gerð. Ránfiskur- inn í vatninu, svo sem keila og sucker, eru aðeins ein hlið þessa vandamáls. Má geta þess, að á fyrsta fundinum, beindu fiski- menn þegar athygli að þessum skæða óvin nytjafisksins, og á fundinum 5. okt. benti S. V. Sigurdson á, að ráðlegt væri að greiða fiskimönnum þóknun fyrir þá keilu (mariah), er þeir dræpu, og mun nefndin senni- lega hafa tekið þessar bendingar til greina. Möguleika til að vinna fiskimél úr ruslfiski hefir nefndin einnig tekið til íhug- unar. Væntanlega flytur milliþinga- nefndin skýrslu sína á þingi á næstunni og gerir þá tillögur um einhverja úrlausn í málinu. Þá er tímabært að ræða um árang- ur starfs hennar, en ekki fyrr. I. J. MILLER HATCHERIES 262 Maln Street Main Strcet Winnipeg Winkler DASH to FLASH and SAVE CASH | YOUR NEIGHBORHOOD CLEANER (Fully Insured) CUIDTO CELLO onlnlo WRAPPED 5for$l00 SPRING AND SUMMER COATS $1 10 Regular $1.25 1 ■ 1 17'DW Pick-Up and Delivery Phone 3-3735 j Service 3-6898 1 Cl AQU CLEANERS "Same Day Service rLHOn LIMITED Available at Our Planl." »11 SARGENT AVE. (At Maryland) in at 10 a.m. Oul by 5 p.m. ;

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.