Lögberg - 29.04.1954, Blaðsíða 1

Lögberg - 29.04.1954, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL * TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI S Telephone Lines 20-4845 PROMPT - COURTEOUS - DEPENDABLE ADOLPH'S TAXI Round The Clock Service 59-4444 52-6611 401 PRITCHARD AVE. SPECIAL RATES WEDDINGS ON COUNTRY TRIPS FUNERALS 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 29. APRÍL 1954 NÚMER 17 Lúðvík Krisljánsson: Gullbrúðkaupsstef til Gullorms skálds og Jensínu Gullormsson 16. apríl 1954 Á stórhátíð, sem jafnast á við jól, með Jensínu og „Gutta“ í æðsta sæti, um sérhvert Nýja-íslands aðalból, fer atómsprengja veizluglaums og kæti. Það átti við að fara á fyllirí, svo fögnuðurinn yrði minnisstæður; og síður hætt við hlustarverk af því að hlýða á þessi ljóð — og sumar ræður. Það færu allir hrifnir heim til sín og hældu í „Kringlu“ þessu skemtimóti, ef bærist Campagne, romm og rauðavín til Riverton með íslendingafljóti. — ☆ ☆ ☆ Og nú gaman, eftir hálfa öld, að endurnýja hugljúf vinakynni og blessa yfir „Gutta“ gamla í kvöld, — sem gleðst hér enn, með fyrstu konu sinni. Þau eru bæði ungleg, hýr og frjáls, þótt örðug væri stundum lífsins glíma. Og hjónabandið — lág þeim létt um háls, — sem lék þó marga grátt á stuttum tíma. — Já, svona í gegnum syndumspyltan heim, með sumum fylgist góður verandari, og mildi að þau eru í hópnum þeim, sem ekki flækti sig í hjónabandi. — Guttormur J. Guttormsson skáld og frú Jensína Guttormsson Hjónin á Víðivöllum við íslendipgafljót hafa verið og eru börn gæfunnar; þeim hefir auðnast löng og ánægjuleg sambúð og börn þeirra hafa eigi aðeins orðið þeim sjálfum, heldur og samfélaginu til blessunar og sæmdar, en þau eru þessi: — Arnheiður (Mrs. Eyjólfsson) Winnipeg; Bergljót (Mrs. J. Sigurðsson) Winnipeg; Pálína (Mrs. E. Dahlman) Riverton; Hulda (Mrs. A. Clarke) Winnipeg, og Gilbert í foreldrahúsum; barnabörnin eru níu. Og hvað „Gutti“ þylur yfir oss er öllum það hinn mesti hugarléttir; og frúr, sem hann í glettni gefur koss, — þær ganga í draumi langa tíð á eftir. — ☆ ☆ ☆ Nú geta hjónin sezt við söng og brag með sigurgleði úr fimmtíu ára stríði, — því skáldið á hinn upprennandi dag — í allri sinni miklu tign og prýði. — Með þröstum út í Víðivalla-skóg, — sem verið hefir þeirra Edenlundur — þau syngi lengi enn í aftanró. — Hvað er svo (kátt) sem góðra vina fundur. — Kvittun Þegar Stefán ritstjóri hóf her- ferð sína gegn fiskimálanefnd- lnm, Lögbergi og mér, reyndi ég rcieð nokkrum hógværum bend- ingum að sýna honum fram á villu hans vegar, en það tókst ekki. Hefir hann nú ritað fjórar greinar um þetta efni, er svip- merkst hafa af fáfræði, dylgjum, niissögnum og þvættingi. Hefi ég haldið áfram að reyna að leiðrétta hann og sefa, en alt kefir komið fyrir ekki. — Þessi viðureign minnir mig á spaugilegt atvik frá æskuárum mínum. — Var það þá siður í keimabygð minni, svo sem í °ðrum íslenzkum bygðum, að setja á svið leikrit á hverjum vetri. Einu sinni þegar þetta stóð til, bauðst karl nokkur til að taka að sér eitt aðalhlutverk leiksins. Voru leikendur í vafa Um, hvort þeir ættu að þiggja ^eð þetta, þar sem sá gamli þótti ekki stíga í vitið, en þó varð það úr. Gengu æfingar sæmilega að öðru leyti en því, að karl reyndist all-tornæmur. k'eið svo að sýningunni. Gestir voru komnir í sæti sín; hvíslar- inn á sinn stað og tjaldið dregið UPP- — Með þeim fyrstu fram á sviðið var karlinn. Þá fór að regða undarlega við. Leikend- ur bak við tjöldin fóru að heyra atursköll frá áhorfendum þar sem Þau áttu ekki við í leiknum, SVo komu óeðlilegar þagnir, þá eyrðist hvíslarinn minna á, °venjulega hátt, og eftir nokkra stund kom hann hrópandi til inna leikendanna: „Nei, þetta er ekki haegt, þetta er alveg 0mögulegt! Fyrst mundi hann e kert; svo þegar ég minnti hann a> þá heyrði hann ekki neitt, sVo þegar hann heyrði, þá f ildi bann ekkert, og nú bullar 5Un bara um eitthvað, sem J^ert kemur leiknum við!“ I. J. Hjartans þakkir Sambygðarfólki okkar ásamt öðrum vinum og skyldmennum fjær og nær, sem gerðu okkur 50 ára giftingarafmæli okkar eftirminnilega ánægjulegt, heiðr- uðu okkur með ræðum og kvæðum, sönglist, heillaóskum °g gjöfum, þökkum við af heil- um hug og biðjum þeim allrar blessunar. Jensína og Gutiormur Fréttir fró ríkisútvarpi íslands 18. APRÍL Alþingi var slitið síðastliðinn miðvikudag. Við þinglausnir flutti Jörundur Brynjólfsson, forseti Sameinaðs Alþingis yfir- lit yfir þingstörfin. Stóð þingið í 148 daga og voru haldnir 239 fundir og borin fram 154 laga- frumvörp. Þingið afgreiddi 78 frumvörp sem lög og 19 þings- ályktunartillögur voru sam- þykktar. Alls voru 210 mál til meðferðar í þinginu og prentuð þingskjöl urðu 881. Forseti þingsins ræddi nokkur mál, sem afgreidd voru og kvað mörg þeirra þýðingarmikil og merki- leg. Nefndi hann til meðal ann- ars lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nýju skattalögin, er gerðu ráð fyrir að tekjuskattur á einstaklingum lækkaði að jafnaði um 29% og um 20% á félögum og eins hífðu tollar verið lækkaðir. Einnig drap forseti á lög um heimild Heillaósk til gullbrúðkaupshjónanna MR. OG MRS. GUTTORMS J. GUTTORMSSONAR Riverton, Man. Flutt í gullbrúðkaupi þeirra, 18. apríl 1954 Löndum hér er ljúft að finnast, létt er ýfir byggð, ýmislegs hér er að minnast, er það gömul tryggð. Heiðurshjónum hér að fagna, helgum þessa stund, alt sem blessun góð má gagna, gleðji þeirra lund. — Fimmtíu ára samleið sjáum sóma fögrum með; samfögnuð vér sýnt hér fáum með sólbjart vina geð. Þar framkvæmd með frjálsum anda, frægð og sigur manns; nafnið skýrt mun stöðugt standa, skáldið Nýja-íslands! — Heiðurshjón! Þið hafið unnið heimsins ævistarf; hvergi af hólmi hafið runnið, hér þann sýnduð arf. Er til heilla alla tíma auðnan sigurs braut; hörð þó stundum heims sé glíma, hetjum sæmd er þraut. — Elliárin ykkur færi ævibjartan dag. Ekkert mótdrægt ykkur særi, alt þeim sé í hag. Ósk er allra vina valin vonarhjörtum frá, aldrei sæla sé þeim falin, sorg ei birtist þá! — B. J. HORNFJÖRÐ handa ríkisstjórninni til að taka allt að 20 milljón króna lán til smáíbúðabygginga og lög um viðauka við raforkulögin, en samkvæmt þeim ætti að verja 250 milljónum króna til raforku- framkvæmda á næstu tíu árum, ennfremur voru samþykkt lög um að heimila ríkisstjórninni að ábyrgjast allt að 60 milljón króna lán til orkuvers á Vest- ! fjörðum og lög um heimild til ! að virkja Lagarfoss á Fljótsdals héraði fyrir nálægar sveitir og kauptún austanlands, og lög um fleiri raforkuframkvæmdir. For- j seti þingsins sagði að lokum: i Mér sýnist starf háttvirts Al- j þingis hafa mótazt af stórhug jog bjartsýni á þjóðinni og fram- tíð hennar. Ég vil vona og óska, að allir þegnar íslenzku þjóðar- innar leggi sig fram um það, að vinna sem ötullegast að frama og heiðri þjóðarinnar á komandi tímum. Við þinglausnir tók til máls Ólafur Thors forsætisráð- herra og skýrði frá því að Skúli Guðmundsson alþingismaður hefði verið skipaður fjármála- ráðherra í stað Eysteins Jóns- sonar, sem yrði fjarverandi um nokkurra mánaða skeið sakir sjúkleika. ☆ Dr. Kristinn Guðmundsson ! utanríkisráðherra skýrði frá því j á fundi Alþingis síðastliðinn þriðjudag, að ekki væri búið að staðfesta samkomulag í sam- bandi við endurskoðun á her- verndarsáttmálanum, en að þessu samkomulagi hefir verið unnið síðan í byrjun febrúar. Sagði ráðherrann, að samkomu- lagið væri að vísu tilbúið frá hendi hinna íslenzku og banda- rísku fulltrúa, sem að því hefðu unnið, en staðfestingu vantaði á nokkrum atriðum af hálfu utan- ríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Ráðherrann kvaðst hafa fulla ástæðu til að vona, og teldi sig raunar geta treyst því, að kröfur þær, sem gerðar hafa verið af hálfu Islendinga, næðu í aðal- atriðum fram að ganga og við- unandi samningar næðust. — Kvaðst ráðherrann skýra lands- mönnum frá niðurstöðum sam- komulagsins jafnskjótt og það hefði verið endanlega staðfest. ☆ Síðastliðinn þriðjudag var undirritaður í Reykjavík við- skiptasamningur milli íslands og Rúmeníu og var um leið gengið frá greiðslusamningi. Gildir hvort tveggja til ársloka 1955. Dr. Kristinn Guðmundsson utan- ríkisráðherra undirritaði samn- inginn af Islands hálfu, en af hálfu Rúmeníu frú Milea Wulich. ☆ Kauplagsnefnd hefir reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík 1. apríl síðastliðinn og reyndist hún vera 158 stig. Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna boðaði til ráðstefnu full- trúa verkalýðsfélaganna í höfuð staðnum 13. þ. m. og var sam- þykkt með samhljóða atkvæð- um ályktun þess efnis, að verka- lýðsfélögin leiti eftir því við at- vinnurekendur að fá samning- um verkalýðsfélaganna breytt þannig, að þeir verði uppsegjan- legir með eins mánaðar fyrir- vara. Byggir ráðstefnan þessa ályktun sína á því, að hún telur allt efnahagsástand ótryggt og á nauðsyn þess, að verkalýðs- félögin séu vel á verði gegn hættunni á nýrri gengislækkun og kjaraskerðingu í hvaða mynd, sem er. ☆ Síðastliðinn mánudag sá gæzlu flugvél frá Landhelgisgæzlunni belgískan togara að veiðum rúma sjómílu innan fiskiveiði- takmarkanna við Ingólfshöfða. Flugvélin gerði varðskipi þegar aðvart, en togarinn, sem heitir Belgian Skipper og er frá Ostende, dró upp vörpuna í skyndi og stefndi til hafs á fullri ferð. Náði varðksipið honum ekki fyrr en eftir fimm klukku- stunda siglingu, 65 sjómílur suður af Ingólfshöfða. Skip- stjóri togarans sinnti engu að- vörunarskotum varðskipsins og varð að skjóta kúluskoti á togar- ann og fór kúlan í gegnum yfir- byggingu togarans aftan við stýrishúsið. Stöðvaði þá togar- inn ferð sína og var skipstjórinn fluttur um borð í varðskipið. — Skipstjórinn var dæmdur í 74 þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk. — Að- faranótt föstudags voru þrír ís- lenzkir togarar teknir að ólög- legum veiðum innan fiskveiði- takmarkanna vestan Þrídranga. Varðskipið var statt á neta- svæði Vestmannaeyjabáta til gæzlu og eftirlits og tók togar- ana, en þessir þrír togarar eru Skúli Magnússon, Sólborg og Hafliði. Sakadómarinn í Reykja- vík hélt réttarhöld í málum skipstjóranna í gær og er búizt við að dómur verði upp kveðinn á morgun. ☆ Fulltrúar sjómannafélaganna í Reykjavík, Hafnarfirði, Kefla- vík, Siglufirði og á Akureyri Framhald á bls. 8 Góðir gestir Á sumardaginn fyrsta kom hingað til borgar hr. Þór Guð- jónsson veiðimálastjóri Islands ásamt frú sinni Elsu Halldórs- dóttur; höfðu þau dvalið að Ann Arbor, Mich., frá því í marz, en þar var Þór að kynna sér meðal annars nýjustu veiði- aðferðir og silungs- og laxaklök. Þór veiðimálajtjóri hafði með sér fagra litkvikmynd af Is- landi, er ferðaskrifstofa ríkisins hafði lánað honum til sýninga vestra, og kom hann því til leið- ar, þótt undirbúningur væri naumur, að sýna myndina í báð- um íslenzku kirkjunum þá um kvöldið samkomugestum til ó- segjanlegrar ánægju. Þessi ágætu og skemtilegu hjón lögðu af stað vestur til Seattle á laugardagsmorguninn, en þar eru þau vinmörg frá þeim árum, er þau stunduðu þar framhaldsnám við háskóla Washingtonríkis, og í þeirri borg voru þau gefin saman í hjónaband á heimili þeirra Isaks Johnsonar byggingameist- ara og frú Jakobínu Johnson skáldkonu; einnig á frú Elsa gifta systur í Seattle. Þór mun hafa í hyggju að bregða sér til Alaska, en heim til Islands munu þau hjónin hverfa í öndverðum júnímánuði. Úr borg og bygð Gefin saman í hjónaband 24. apríl í Fyrstu lútersku kirkju, Doris Elsie Brandson og Robert E. Robson. Dr. Valdimar J. Ey- lands gifti. Alvin Blöndal söng einsöng, en Mrs. E. Isfeld var við hljóðfærið. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Thorkell Brandson. — Vegleg veizla var setin í Assiniboine hótelinu. Heimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. ☆ Mr. og Mrs. N. K. Stevens, Gimli, Man., fóru nýlega til Edmonton ásamt börnum sínum Ted og Normu. Fóru þau þang- að í heimsókn til dætra sinna, Mrs. John Grant og Guðrún Stevens; eru þau væntanleg um mánaðarmótin. ☆ Hinn 17. þ. m., lézt í Chicago, 111., Björn Brynjólfsson, sonur Sveins Brynjólfssonar og Thor- dísar Brynjólfsson, er síðast bjuggu að Crescent, B.C., og mikið komu við sögu Islendinga vestan hafs; hann lætur eftir sig konu sína, Thelmu, og dóttur, sem Barbara nefnist; einnig þrjá bræður, Inga og Berg í Chicago og Sigfús í San Francisco. Útförin fór fram þann 23. þ. m., að viðstöddum mörgum ættingjum og vinum; kistan var fagurlega blómum skreytt. ☆ Sautjándi júní Þann 17. júní næstkomandi minnist íslenzka þjóðin 10 ára afmælis hins endurreista lýð- veldis. Lætur að líkum að Is- lendingar, hvar í heimi sem þeir kunna að vera staddir, sam- fagni með heimaþjóðinni endur- heimting forns frelsis eftir sjö alda stríð og strit. I þeirri vissu I að Winnipeg-íslendingar vilji ekki láta þennan merkisdag fram hjá sér fara, efnir Þjóð- ræknisdeildin Frón til kveid- skemtunar, sem haldin verður þann 17. júní. Verður kveld þetta helgað sjálfstæðisbaráttu íslendinga og helztu atvika þeirrar langdrægu viðureignar minst í ljóði og ræðu. Að sjálf- sögðu verður síðar gerð nánari grein fyrir tilhögun þessarar skemtunar, en á meðan er fólk beðið að hafa þetta kvöld í minni. FRÓNS-nefndin

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.