Lögberg - 29.04.1954, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.04.1954, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 29. APRIL 1954 % Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið 5t hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift rltstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The “Lögherg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Ensk tunga á fult í fangi í blaðinu The Star Weekly, sem gefið er út í Toronto, birtist nýverið íhyglisverð grein eftir Neil D. Orpen, er fjallar um viðhorf enskrar tungu í Suður-Afríku og þverr- andi útbreiðslu hennar; fram til skamms tíma mátti svo að orði kveða, að þjóðin beitti fyrir sig nokkurn veginn jöfnum höndum afríkönsku og ensku, en nú sýnist þessu farið nokkuð á annan veg; þjóðtungunni, afríkönskunni, vex nú óðum fiskur um hrygg um leið og ensk tunga frá ári til árs á alvarlega í vök að verjast. Hvorki verður sagt, að afríkanskan eigi sér langa sögu að baki, né heldur að hún styðjist við gullaldarbókmentir, því engu slíku er til að dreifa; ekki eru liðin nema freklega þrjú hundruð ár síðan þessi nýja þjóðtunga tók að mótast og komast í skipulagsbundið málfræðilegt horf; grundvöll- inn að tungunni má rekja til hollenzkra kaupsýslumanna, er ílengdust í Suður-Afríku og blönduðu blóði við hinn innfædda lýð. Árið 1882 ruddi afríkanskan sér veg inn í þjóðþingið og tveimur árum síðar öðlaðist hún í skólum jafnrétti við enskuna, en að laga fyrirmælum 1925 varð hún í öllum efnum jafnoki hinnar ensku tungu. Á þeim tuttugu og níu árum, sem liðin eru frá þeim tíma, hefir afríkanskan æ náð fastari og fastari tökum á þjóðinni og virðist nú ómótmælanlega á hröðu stigi með að ná yfirhönd. Þegar skólar í Transvaal tóku til starfa í öndverðum janúarmánuði síðastliðnum og skrásett voru 395,t)00 ungl- ingar og börn, nam tala hinna enskumælandi einungis þrjátíu af hundraði; í Capefylkinu voru í fyrra skrásett í skólum 113,668 hvítra manna börn, er aðeins kunnu afríkönsku til móts við 56,957, er beittu fyrir sig enskri tungu; á hinn bóginn er svo ástatt um mikinn meirihluta blökkumannabarna, að þau kunna ekki stakt orð í ensku. Þeim mentamönnum brezkum, eða af brezkum stofni, sem í Suður-Afríku búa, er það mikið áhyggjuefni hvernig hag enskunnar þar sé komið og leggja sig í líma um ráð- stafanir til úrbóta; hallast ýmsir þeirra á þá sveif, að inn- flutningur kennaraliðs frá Bretlandi gæti vakið nýjan áhuga enskunni til trausts og halds innan vébanda Suður- Afríku fylkjanna. Það er ekki einasta að afríkanskan sé að leggja undir sig barnaskólana og gagnfræðaskólana, heldur er nú svo komið, að í fullum helmingi hinna meiri háttar háskóla ræður hún lofum og lögum. Á vettvangi viðskiptalífsins færist afríkanskan jafnt og þétt í aukana og nær þetta einnig til útvarps og blaðaút- gáfu; nú eru og leikrit samin á þessu nýja þjóðmáli, sem talið er að hafi hreint ekki svo lítið til síns ágætis, jafnframt því sem tímaritum fjölgar ört. Með hliðsjón af þeirri margþættu þróun, sem hér hefir verið vikið að, benda flest eyktamörk til þess, að áður en tiltölulega langt um líði, verði afríkanskan megin mál ekki aðeins meirihlutans í Suður-Afríku, heldur þjóðárinnar allrar. ☆ ☆ ☆ Styngum hendi í eigin barm 1 þessu landi, eins og því miður svo víða annars staðar, eru krypplingar á unga aldri, sem þarfnast liðsinnis af hálfu líknarstofnana og hins opinbera og verða vitaskuld nokk- urrar hjálpar aðnjótandi þó víst sé, að betur'megi ef duga skal. Nú hefir sambandsstjórn nýlega veitt $29,770.00 til styrktar þeim félagsskap, sem gengur undir nafninu The Society for Crippled Children of Manitoba; með þessu er stigið þakkarvert spor í rétta átt, er ætti að verða fylkis- búum nokkur hvöt til að láta ekki sinn hlut eftir liggja varðandi tillög, smá eða stór, til fulltingis þessu mikla vel- ferðarmáli; tillögin má senda Mr. S. C. Sparling, Executive Director, Society for Crippled Children of Manitoba, 412 William Avenue, Winnipeg, Manitoba. Hafið það hugfast, að margt smátt gerir eitt stórt, og að jafnvel hin smæsta uþphæð getur haft frambúðaráhrif á einhvern vorra yngstu meðbræðra, er nærgætni og um- önnunar þarf við. Aminst félag innir af hendi drengilegt mannúðarverk í þágu vor allra og þess vegna ber oss öllum að veita því lið eftir efnum og ástæðum. ☆ ☆ ☆ Sagan endurtekur sig Flestum stendur víst enn í fersku minni njósnarmálið í þessu landi frá 1946, réttarhöldin í sambandi við það og úrskurður rannsóknardómarans, er meðal annars dæmdi einn sambandsþingmann til nokkurra ára fangelsisvistar venga trúnaðarbrots við canadisk stjórnarvöld og ofur- hollustu við kommúnistana í Moskvu; að rannsókn málsins var unnið með oddi og egg og eigi við skilist fyr en lokið var hinni fullkomnustu sótthreinsun og dróttinssvikararnir höfðu fengið sína vöru selda. Nú hefir hliðstæð njósnarstarfsemi verið upplýst í Ástralíu og konunglegri rannsóknarnefnd verið fengið málið til meðferðar ; ritari við sendisveit Rússa í höfuðborg Ástralíu, Vladimir Petrov, gerði áströlsku stjórninni aðvart um hvernig komið var og leitaði ásjár hennar um landsvist og persónulegt öryggi og var honum það fúslega veitt; af þessu fauk svo í Rússa, að þeir rufu samstundis stjórnmála- samband við Astralíu og kvöddu sendisveit sína heim. Svo fór um sjóferð þá. HENRY HÁLFDANSSON: • Radíómiðanir og miðunartæki Það hefir tekið ótrúlega lang- an tíma og kostað mikla fyrir- höfn, að fá komið á ýmsum um- bótum til öryggis fyrir sjófar- endur hér við land. Eitt gleggsta dæmið er það, hvað lengi var þverskallast við óskum sjó- manna um að fá settar upp radiomiðunarstöðvar í landi þar sem mest var um sjósókn og siglingar. Það tók nærri fjórðung úr öld að fá þessar sjálfsögðu öryggis- umbætur, og þetta væri að öllum líkindum ófengið enn ef Slysa- varnafélag fslands hefði ekki gengið fram fyrir skjöldu með framkvæmdir og fjárframlög, og fyrir það eiga slysavarnakon- urnar einna mestar þakkir skyldar. Þetta er ótrúlegt en satt, að burðugri hafa þær ekki verið hjá okkur öryggisframkvæmd- irnar um miðja 20. öldina, það sem víkur að sjómönnum okkar, er borið hafa mestan hitann og þungann við að afla brauðs og auðs fyrir þjóðina með lífið og afkomu sinna að veði. Það er gamla sagan að launa þeim verst sem vinna mést hér á landi. Það er aðra sögu að segja um flugið, fyrir það voru reistir tugir radiovita á síðasta ári til að örfa og auðvelda flug í tví- sýnu og dimmviðri. A síðastliðnu ári var öldutíðni skipanna á hinum svokölluðu bátabylgjum breytt til mikilla muna, þar á meðal sjálfri neyðar öldutíðninni. Hefir þetta valdið ýmsum óþægindum, skipstjórn- armönnum er yfirleitt illa við þessa breytingu. Þeim finnst að hinar nýju öldulengdir séu ekki eins góðar til viðskipta, hvorki við land eða innbyrðis milli skipa. Þetta er rétt, sérstaklega nálægt fjöllum og inni í fjörð- um, og hætta er á að öryggið á sjónum bíði einhvern hnekki við þessa breytingu til að byrja með, meðan menn eru að komast upp á lagið að nota hinar nýju bylgjulengdir. Þessi breyting á öldulengdum er fslendingum óviðráðanleg, því fara verður í þessu eftir al- þjóða samþykktum. Þá hefir þessi breyting valdið mjög mikl- um auknum útgjöldum, bæði fyrir skipaeigendur og Lands- síma íslands, sem leggur til all- ar stöðvarnar. En það er víðar en við talsam- bönd skipanna, sem hinar nýju öldulengdir hafa valdið óþæg- indum. Radiomiðanir á þeim hafa reynzt mun óábyggilegri en á hinum eldri bylgjulengdum. Sérstaklega á þetta við um radio- miðunarstöð Slysavarnafélags- ins og vitamálastjórnarinnar á Garðskaga, sem nú er alvég ó- nothæf af þessum ástæðum. Það hefir sem sé komið í ljós, að hinn stóri og myndarlegi ljós- viti á Garðskaga er samstilltur tíðnislega við hina nýju neyðar- öldulengd og veldur því að allar miðanir, sem bátunum eru gefn- ar á þessum nýju öldulengdum verða rammskakkar. Nú er búizt við að þessa stór- hættulegu ágalla verði hægt að laga með ýmislegum flóknum útbúnaði við þessi miðunartæki, sem fyrir eru, en þó álít ég enga viðunandi lausn nema að fá ný og betri miðunartæki. Því þótt hægt sé að notast við, þessar eldri gerðir radiomiðunarstöðva, sem landssíminn hefir til leigu, þá er satt bezt að segja, að sú gerð tækja hefir engum fram- förum tekið síðasta aldarfjórð- unginn. Þessi tæki voru reynd- ar fullkomlega nothæf og óað- finnanleg meðan öll viðskipti fóru fram á hinum lengri bylgju- lengdum, en eftir því sem skip- in hafa verið færð neðar í bylgju lengdinni með viðskipti sín, hafa þau orðið vandmeðfarnari, og nú er svo komið, að þeim er alls ekki treystandi á hinum nýju viðskiptabylgj um. Nú síðustu árin hafa orðið geysimiklar framfarir hvað snertir nærri allar gerðir radio- tækja, og segja má, að skipin skipti nærri árlega um radio- stöðvar, móttakara, dýptarmæla, radartæki o. s. frv., og fái sér það nýjasta og bezta, sem völ er á á þessu sviði; segja má, að í sumum tilfellunum hafi ráðið of mikið nýjabrum og lítil sparn- aðarviðleitni, en elztu gerðir af radiomiðunarstöðvum hafa menn þó sætt sig við enn þann dag í dag. Þetta er því leiðinlegra, sem hér er um að ræða ein allra þýðingarmestu tækin, öryggis- lega séð. Þó hin ágætu radar- tæki og radio staðarákvörðunar- tækin nýju séu fullkomin viðbót til stuðnings og viðbótar við radiomiðunarstöðvarnar, þá geta j þau aldrei útrýmt þeim af aug- ljósum ástæðum. Bezta gerð radartækja getur ekki uppgötv- að og miðað skip í rúmsjó, nema 3—5 mílur við allra beztu að- stöðu, en radiomiðunarstöð get- ur miðað skip og radiovita í landi í mörg hundruð mílna fjarlægð. Nú eru á boðstólum margar tegundir af sjálfvirkum radio- miðunarstöðvum, þar sem ljós- geisli á sjónfleti sýnir hárrétta miðun með 25 sinnum meiri næmni en hægt er að miða með eyranp, eins og gert er á hinum eldri stöðvum; er hér um sams konar sjónflöt að ræða og í radartæjum og sjónvarpstækj- um. Það eina, sem þarf að gera, er að stilla á þá sendistöð, sem á að miða og þá kemur ljósör af sjálfu sér og sýnir hver mið- unin er, alveg upp á gráðu. A þessum nýju sjónmiðunartækj- um valda truflanir frá öðrum nálægum sendistöðvum engum óþægindum. Séu truflanir mjög miklar geta þær í mesta lagi gert ljósrákina dálítið sporöskju lagaða, digrari um miðjuna, en miðunin verður skýr og rétt eftir sem áður. Þegar miðað er með hinni gömlu gerð miðunartækja, verð- ur að taka miðanirnar þegar lægst heyrist í þeim stöðvum, sem á að miða, en mið hinum nýju tækjum er það hægt við hina hæstu stillingu og er þá augljóst, að um mikla framför er að ræða, ef dauft heyrist í skipi því, sem á að miða. Eins og hingað til hefir verið venja, að miða dauf merki eftir heyrn, þá hefir til þess þurft bæði mikla' leikni og æfingu og hafa þá utanaðkomandi truflanir oft valdið miklum erfiðleikum, sérstaklega þeim, sem óvanir hafa verið að taka miðanir. Hin sjálfvirku sjónmiðunartæki, þar sem ljósör sýnir hina réttu mið- un, eru auðveld í meðförum og krefjast engrar sérstakrar þekk- ingar. Þau eru því mjög hentug fyrir vitaverði og aðra, er starf- rækja radiomiðunarstöðvar á annesjum og ekki hafa loft- skeytamannsþekkingu, eins fyrir þau skip og báta, sem ekki hafa loftskeytamann. Sjónmiðunartækin nýju eru hvað miðunarkerfi snertir byggð á hinni gömlu Bellini Tosci Goniometer aðferð, tveimur hringloftnetum, sem stillt er upp þversum hvort á annað. Sú raf- spenna, frá fjarlægum sendi- stöðvum, sem spanast upp í þessum loftnetum ér síðan leidd með fjöltíðnisþræði gegnum tvo samstillta magnara, að endur- kastplötunum í katodu lampa, er sjónflötinn myndar. Hátíðnisspennan, sem veitt er á þessar plötur, myndar ljósrák á sjónflötinn, sem myndar sama horn við núllið á miðunarskíf- unni, eins og stefnan er á þá stöð, sem verið er að miða. Sé núllið á miðunarskífunni stillt á réttvísandi norður, verða þær miðanir, sem teknar eru, allar réttvísandi. Við Goniometer-aðferðina má staðsetja sjálft miðunartækið þar sem hentast þykir, hvort sem er langt eða skammt frá miðunar loftnetunum. Hin algjörlega samstillta mögnun á spennunni í hvorum miðunarrammanum fyrir sig, sem nauðsynleg er til að sýna rétta miðun, stjórnast af sjálfvirkum skekkjuréttingarút- búnaði, strax og byrjað er að miða, svo að miðanir í hverju tilfelli verða réttar, eins og Ijósörin segir til. Séu þessi nýju sjónmiðunar- tæki notuð í sambandi við U-Adock loftnetskerfið, til að taka miðanir af skipum úr landi, fæst hið allra ákjósanlegasta radiomiðunarkerfi, sem völ er á. Finnst mér mjög nauðsynlegt og aðkallandi að keppt verði að því, að koma upp slíkri radiomiðun- arstöð á Garðskaga til að byrja með, og víðar, komi það í ljós, eins og lítill vafi er á, að þær hafi mikla yfirburði yfir hinar eldri gerðir miðunarstöðva. U-Adock kerfið er í því fólgið, að miðunarloftnetið samanstend- ur af fjórum möstrum, sem eru 15 metrar á hæð, reist í ferhyrn- ing og í 20 metra fjarlægð hvert frá öðru. Miðunartækin eru stað- sett mitt á milli mastranna, en jarðleiðslur eru leiddar úr möstrunum til tækjanna. Slysavarnafélag íslands hefir kynnt sér verð slíkra miðunar- stöðva, og kostar slík stöð með möstrum og öllu saman um kr. 135.000 íslenzkar, og er þá ekki um mikla upphæð að ræða, þegar tekið er tillit til hins mikla öryggis, sem þessi tæki geta veitt hinum stóra veiðiskipaflota í nánd við stærstu veiðistöðvar landsins. —VÍKINGUR Congratulatory Messages to Mr. and Mrs. Guttormur J. Guttormsson Acadia University, Wolfville, N.S. April 16, 1954 My good friends Guttormur and Jensina:— I wish that I could be with you to help pay honour in per- son to the two of you on your golden wedding anniversary. Unfortunately, I am today flying the Atlantic, not alone like Lind- bergh, but as one of the com- fortable passengers of TCA. It is many years since I sat in your hospitable home at River- ton and I rejoice that Provi- dence has spared you both to one another and to the Canadian public that honours you. You have brought great distinction to your race and your community and we are happy to realize that your achievement has gained some recognition in your life- time. May you be preserved for many long years yet, so that in due course we may celebrate your diamond jubilee. With every expression of friendship, I am, Yours sincerely, Watson Kirkconnell, President. ☆ 176 Lenore Street, Winnipeg, Man. April 12, 1954. My dear Guttormur:— Your children have extended to me an invitation to be present on Friday, the 16th inst. when they will be celebrating with many friends the Fiftieth An- niversary of your wedding. I appreciate very deeply this kind invitation but, owing to my many duties at this time of year, I am utterly unable to accept it. It would have been an un- mixed pleasure for me to attend on this happy occasion. For has not your eldest literary daughter “Bóndadóttir” been living with me since 1920, and your second one “Gaman og Alvara” since 1930? Their presence, I 'might add, has always been congenial to my Irish wife, although she has not altogether understood them. Imitation is, as you know, my dear Guttormur, a sincere kind of compliment. This I have on occasion, attempted, in connec- tion with your verse, and none knows better than I, how far the versions fall behind the originals. But never mind, your best poems, such as Sandy Bar and Goða Nótt, will have a permanent place in Icelandic literature. I do not remember whether I ever sént to ýou my version of three stanzas from Hér og þar (Gaman og Alvara, p. 21) in any case, here they are: Meseemed a wing-flutter from heaven I heard: ’twas the echo, methought, Of lays to a lone worker given, That ne’er in the day’s grind are wrought. I glanced to the azure wide heaven, That gleams in our dreaming most fair; I saw through the Sun’s vault sheen-river, The song-gladdened winged steed fare. ’Twas nowise a dream-vision idle— No dreams can so clearly befall— That I laid hold of Pegasus’ bridle And led him in—into a stall. My dear friend, this is not the first time that a precious possession of mankind has been housed in a stable. I know that our good friend Finnbogi Guðmundsson—a very promising son of a goodly sire—■ will be conveying to you and your good wife the genuine feel- ings that your many friends harbour on this happy occasion. May I simply add thereto the cordial greetings of us all at 176 Lenore Street. With kind regards and good wishes, I am, Very cordially yours, Skuli Johnson. DASH to FUSH and SAVE CASH FATAHREINSUNIN í NÁGRENNINU (Ábyrgð á öllu) Skyrtur VAFÐAR í CELLO 5 for $1-00 Ókeypis Sótt og heimflutt afgreiðsla Sími 3-3735 3-6898 FLASH CLEANERS Afgrolðsla sama (la« í 611 SARGENT AVE. (við Maryland) 10 *• h- U1 5 e- h-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.