Lögberg - 29.04.1954, Blaðsíða 6

Lögberg - 29.04.1954, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 29. APRÍL 1954 I GUÐRÚN FRÁ LUNDI: DA LALÍF ^ - —r „O, það var heldur engin ástæða til þess. Það langar enga stúlku eftir honum“, glopraði Anna út úr sér, áður en hún gætti að því„ að hún var farin út fyrir takmörk gestrisninnar, og kaf- roðnaði og leit til Þóru, sem var engu síður brugðið. Sigga gretti sig óánægjulega. Þetta var svipað Önnu, að gaspra svona krakka- lega. Þóra reyndi að dylja gremju sína yfir lítilsvirðingunni, sem lá í orðum Önnu. Hún fann að hún hafði byrjað á að stríða henni og átti þetta skilið. En hún hafði ekki getað ráðið við gleði sína yfir því, að Jón skyldi hafa farið á ballið í forboði Önnu. Sigga hafði ekki legið á því. Hún lofaði roðanum að hverfa af andlitinu, áður en hún tók upp sama umtalsefnið. „Það var víst orðið mál, að fólkið sæi Jón á mannamótum aftur. Það sagði, að hann sæti heima eins og vængbrotin lóa og sæist ekki einu sinni í kaupstaðnum. Sumir gátu þess til, að hann væri að hjálpa konunni við að elda grautinn", sagði hún háðslega. „Á, ætli það geti skeð, að því bregði við að sjá hann aldrei á ferðinni'V sagði Sigga gamla. Borghildur opnaði hurðina og kom inn með bakka með þrem rjúkandi kaffibollum og brauði og setti hann á lítið borð, sem stóð við rúmið, er þær sátu á. Hún heilsaði Þóru og bað þær að gera kaffinu skil. Sjálf tók hún sér eins konar varðstöðu fyrir aftan stólinn, sem Anna sat á og handlék hárfléttur miklar, en ógreiddar. „Svona er það, þegar húsmóðirin þarf að fara í fjósið, þá hefur hún ekki tíma til að greiða sér“, sagði hún í gælurómi. Þóra leit hornauga til þeirra. Það var dásarftlegt að hafa þetta mikla hár, hugsaði hún. „Á ég, að segja þér, hvað Þóra segir að fólkið hérna í sveit- inni segi?“ sagði Anna í klagandi málrómi við Borghildi. „Það segir að Jón muni sitja heima við að sjóða ’grautinn“. „Ætli það sé nokkur, sem segir það nema Þóra í Hvammi?“ sagði Borghildur kuldalega. „Kannske hefur hún komið til þess að gæta að því, hvort grauturinn væri brunninn“. Þóra roðnaði í annað sinn, en reyndi að tala glaðlega. „Þá hefðirðu átt að koma með graut en ekki kaffi. Annars hélt ég, að þú þekktir mig ekki að því að spinna upp tilhæfulausar sögur“. „Það veit ég ekkert um. Þú hefur ekki borið sögur hingað heim fyrr en nú“, svaraði Borghildur hryssingsleg. Siggu fór ekkert að lítast á þessa bliku. Þær ætluðu þó líklega ekki í hár saman út af þessu lítilræði. Ekki mátti nú anda mikið á Önnu, svo Borghildur ryki ekki upp. Enginn snerti kaffið. Það leit út fyrir, að það ætti að fá að kólna. Það var því ekki um annað að gera en reyna að miðla málum. „Ég býst við, að þetta hafi þó aldrei verið talað nema í gamni“, sagði hún, svona til prufu. „Við skulum að minnsta kosti ekki gera kaffið kalt. — Þóra, sem kom til þess að bjóða ykkur í skírnar- veizlu“. Þóra brosti vandræðalega. Aldrei hefði hún trúað því, þótt henni hefði verið sagt, að hún þyrfti að hafa Siggu gömlu fyrir hlífiskjöld, en nú varð að taka því fegins hendi. Hún hafði byrjað sjálf á þessum gráglettum og varð því að gera sér að góðu að láta, undan síga. Því þarna var garðurinn helzt til hár, til þess hún treystist að ráðast á hann. „Já“, ég var að tala um það við Önnu, að þið kæmuð út eftir í kvöld. Við ætluðum að láta skíra, og svo ætlaði ég að biðja aðra hvora ykkar að halda á barninu“, sagði Þóra og tíndi sykurmola ofan í bollann. „Ég býst ekki við að geta farið frá drengnum, þegar allt heimilisfólkið er steinsofandi“, svaraði Borghildur, og var nú orðin eins og hún var vön. „Jakob á að koma líka“, flýtti Þóra sér að segja. Jakob sat og horfði á brauðið, sem enginn gaf sér tíma til að bragða. „Mig langar í tertuna“, sagði hann lágt. „Blessaður drengurinn bíður rólegur, eins og vant er“, gældi Borghildur. „Gjörið þið nú svo vel, manneskjur. Líklega er nú kaffið orðið kalt“. „Finnst þér ekki Jakob hafa stækkað, síðan þú komst seinast?“ spurði Anna. „Jú, hann er stór og fallegur, alveg eins og hann pabbi hans“, svaraði Þóra og strauk yfir silkimjúkt hárið á drengnum. „Þegar fólkið þykist nú sjá, að hann líkist Jóni“, hnussaði í Siggu. „Hverjum þá?“ spurði Þóra glettin. „Hinni ættinni að öllu leyti, og sannaðu til. Þú lifir lengur en ég“, svaraði Sigga gamla. Hún vonaðist eftir því, að þær mundu biðja sig að líta í bollana, en það gleymdist algerlgea. Þóra þurfti að hafa hraðann á. Magga var ein heima með litlu bræðurna. Anna fylgdi henni úr garði eins og í fyrri daga. Veðrið var svo indælt. „Hvað skyldum við oft hafa fylgt hvor annarri hérna milli bæj- anna?“ sagði Anna og smeygði hendinni undir handlegg Þóru. — „Á ég að segja þér, hvers vegna ég fór ekki á ballið?“ bætti hún við. „Það var af því að ég ætlaði að láta hann ganga eftir mér, og svo ætlaði ég að sjá hann klæða sig úr ferðafötunum; mér fannst það hlyti að vera svo ákaflega gaman. En hann var ekkert nema óþægðin og rauk í burtu án þess að kveðja mig. Þess vegna ætla ég að verða fýld og vond við hann, þegar hann kemur heim“. „Það er ótrúlegt, að þú farir að verða vond við hann núna, þegar hann er orðinn foreldralaus“, sagði Þóra. „Er ég þá ekki alveg éins foreldralaus?“ spurði Anna. „Hann er víst heldur aldrei fýldur eða vondur við þig. Mér finnst þú ættir að vera honum sæmilega góð, fyrst þú tókst hann frá okkur öllum hinum stúlkunum hérna í dalnum. Við hefðum þó áreiðanlega orðið honum góðar og ekki látið okkur detta í hug að vera með fýlu við hann, þótt hann langaði til að dansa, heldur reynt að njóta þeirrar ánægju að fara með honum og sjá hann bera af öllum á ballinu“, sagði Þóra brosandi. „Ekki hefðuð þið allar getað fengið hann“, sagði Anna og hló líka. „Nei, en hann hefði getað valið úr hópnum, og það-gerði hann líka“, sagði Þóra. „Þú mátt trúa því, að þá var rætt, dæmt og spáð hérna í sveitinni. Það þóttu mikil tíðindi, að hann kaus fátæka, umkomulausa stúlku. Það gerir enginn nema hann elski stúlkuna, og það er líka eini kosturinn við fátæktina. Það þarf engin bláfátæk stúlka að efast um, að það er hún sjálf en ekki eigurnar hennar, sem ganga í augun á mannsefninu. Það fannst áreiðanlega flestum, að þú hefðir ástæðu til að vera þakklát. „Já, ég var nú eins og hvert annað barn þá, sem ekkert skildi, en nú er ég orðin talsvert skynsamari og veit, að það hefur verið gremjan yfir því, að ég varð hlutskarpari, sem kom kvenfólkinu til að haga sér eins og það gerði á Hjalla-ballinu, þegar við vorum nýbúin að setja upp hringana. Þær hafa verið að hæðast að mér, þegar þær voru að stinga saman nefjum og flissa, þær, sem dáðust að mér áður og ætluðu hreint að éta mig“, sagði Anna gremjulega. Svo bætti hún við eftir dálitla þögn: „Ég býst við, að þær hefðu ekkert á móti því að taka hann frá mér aftur, ef þær gætu það“. „Það voru nú víst engar aðrar en Ásta á Brekku og María á Hrafnsstöðum, sem voru að hlæja“, sagði Þóra, „og hann hefði nú seint virt þær viðlits“. „Ég hef heyrt og séð mgrgt, síðan mamma mín blessuð féll frá. Hún hefur varið mig fyrir öllþm aðsúg, meðan hún gat. Sigga gamla var ekki alveg eins síslettandi, eins og hún er núna. Mikið mætti það vera, Þóra mín, ef þér sárnaði ekki eins og mér, að heyra sífelldar meiningar um að ég sé ónytjungur, sem ekkert geri nema að lesa lygasögur, því allar bækur kallar hún það, og. svo kötturinn í bjarnarbólinu, nokkrum sinnum heyrist hann nefndur. Auðvitað er það af því, að ég var fátæk og foreldrar mínir, að enginn kann neina sögu af þeim, þegar Jakob biður að segja sér af Friðriki afa. Fátæklingarnir eiga enga frændur, segir aumingja Finni stundum. En ég vil hafa það svoleiðis, að fá- tælingarnir eigi enga sögu“. „Þar skjátlast þér, Anna mín. Þeir eiga sögur eins og þeir ' ríku, en þær eru víst ekki neitt skemmtilegar margar hverjar, og fáir, sem hirða um að halda þeim á lofti. En ég býst við, að það séu fáir, sem láta svona nema kerlingin hún Sigga, og hún fer nú sjálfsagt að hverfa“, sagði Þóra, og minntist þess nú, hvað Sigga hefði verið ánægjuleg á svipinn, þegar hún var að stríða Önnu þá um morguninn. Hún skammaðist sín fyrir framkomu sína. „Þú hefðir átt að sjá svipinn á henni í fyrra, þegar myndirnar af foreldrum mínum voru teknar upp“, hélt Anna áfram. „Hún spurði Jón, hvort hann ætlaði virkilega að hengja þær upp við hliðina á foreldrunum hans. Það var bara engu líkara en þau væru glæpamenn, og svo hef ég heyrt hana vera að segja frá því, að mamma sáluga hafi falið þær niðri í skúffu, af því að hún hafi ekki kært sig um, að þær sæjust. Hvernig heldurðu, Þóra mín, að þér líkaði þetta og annað eins?“ Hún var farin að gráta í hljóði. Þóra faðmaði hana ástúðlega. „Elsku Anna mín!“ sagði hún. „Fyrirgefðu mér, hvað ég var ómerkileg við þig áðan og hvað ég hef oft verið ónærgætin við þig. Ef ég væri í þínum sporum, ræki ég kerlingarnornina af heimilinu. Hvernig getur Jón og Borghildur þolað að heyra hana tala svona um foreldrana þína. Mér finnst þó Borghildur vera talsvert einarðleg, þegar svo ber undir“. „Hún lætur Jón aldrei heyra það, en Borghildur lætur það afskiptalaust, enda má ég ekki vera hörð við hana, aumingja gamalmennið, nóg saknar hún mömmu, þótt maður reyni að vera henni svo hlýlegur sem hægt er. Það var Anna frá Brekku, sem ekki lét hana eiga hjá sér, enda kom þeim svo illa saman, að það var ómögulegt að hafa Önnu lengur á heimilinu — þótt við hefðum fegin kosið það — því hún var svo kát og upplífgandi. Hún var alltaf að sletta til hennar, að hún væri alin upp á sveitinni. Það er þá víst víst ekkert notalegt að heyra þetta og annað eins“. „Ég er ósköp hrædd um, að ég tæki ekki svona lagað með þögn og þolinmæði“, sagði Þóra. „Ég vona bara, að þú farir að losna við kerlinguna, og það fljótlega. En hvað sem hún rausar, ertu þó orðin ríkasta konan í sveitinni, og það er víst engin ástæða til að vera að telja það eftir þér, þótt þú settist í auðinn allslaus. Ekki kom fóstra þín með mikið í búið, eftir því sem mér hefur verið sagt, og gekk það víst ekki saman hjá henni. En nú erum við komnar út að merkjum, þar vorum við vanar að skilja. Ég má varla vera að því að fylgja þér til baka. Magga er ein með drengina. Heldurðu, að þú komist ekki heim án þess að detta?“ Anna var orðin ánægðari og kvaddi Þóru brosandi. „Já, ég kemst áreiðanlega heim án þess að detta. Og þarna kemur ball- fólkið skeiðríðandi utan eyrarnar“. „Þið komið í kvöld, og Borghildur líka. Er ekki svo?“ kallaði Þóra á eftir henni. „Jú, jú, og ég skal koma með kjólinn og halda á litla drengn- um, kallaði Anna á móti og veifaði til hennar. Ferðafólkið reið í þéttum hóp fram með ánni og talaði hátt, til að heyra hvert til annars fyrir skeifnahljóðinu. Anna aðgætti vandlega, hvort hún sæi Jón, en kom ekki auga á hann. Hann var vanur að vera fremstur. Hún gekk hægt og hálfkvíðandi því, að hún dytti eins og barn, sem finnur vanmátt sinn til að ganga óstutt. Nú greiddist úr hópnum, meðan riðið var upp með tún- garðinum. Jón var ekki þarna, bara heimastúlkurnar og systkinin frá Seli. Hvar skyldi hann vera? Kannske kæmi hann ekki heim, fyrr en í kvöld og yrði svo fýldur og vildi ekki fara með henni út að Hvammi. Þá færi hún ein með Borghildi. Ekki mætti hún lítilsvirða boð Þóru; hún hafði ætíð verið henni eins og góð móðir frá því fyrsta. Þótt hún yrði stundum vör við einhverja kaldhæðni eða gremju, sem hún skildi ekki af hverju stafaði, nema ef það var af því, að hún var svo mikið duglegri kona og leit með lítils- virðingu á kjarkleysi hennar og barnaskap, var hún þó alltaf reiðubúin að skjóta yfir hana hlífiskildi og hugga hana, þegar henni reið mest á. Hún sneri sér við og ætlaði enn einu sinni að kalla kveðjuorð til vinkonu sinnar, en hún var þá komin svo langt, að það var engin leið, að hún heyrði það. En hvað hún gekk hratt út grundirnar, en sjálf var hún að heita mátti í sömu sporunum og þegar þær skildu. „Víst skal ég koma, Þóra mín!“ hugsaði hún upphátt, „þótt ég yrði að fara ein og halda litla stráknum þínum undir skírn. Vonandi verður hann nú ekki rauðhærður“. GRASGRÖNA SAGAN Þarna fór þá Finni gamli ofan í hesthúsið með hestana og gekk svo hægt, að Anna óttaðist, að þeir myndi stíga ofan á hann og setja hann um koll. Aumingja Finni! Það var einmitt sagan hans, sem hafði orðið til þess, að hún fékk að heyra þann beiska sann- leika, að hún væri fátækur vesalingur, tökubarn, sem engan ætti að í veröldinni. Hún bjóst við, að hún væri ríkt barn, sem ætti miklar eignir. Hvernig átti henni að detta annað í hug? Hún var uppalin á ríkmannlegu heimili og þekkti ekki hvað fátækt var að öðru leyti en því, að hún sá óhreina og rifna krakka, sem bjuggu í litlum og ljótum kofum í káúpstaðnum. Það var henni sagt, að væri fátæktinni að kenna. Fyrst þegar hún kom að Nautaflötum, var það Finnur, sem vakti mesta athygli hennar. Hann var svo undarlegur að mörgu leyti. Stundum horfði hann svo undarlega út í hornin á baðstofunni, þegar hann var að tala við fólkið. Skýldi hann sjá þar eitthvað, sem enginn annar sér, hafði hún spurt sjálfa sig. Hún hafði heyrt talað um menn, sem sæju margt, er aðrir gátu ekki séð. Þeir voru kallaðir skyggnir. Líklega var Finni svoleiðis, og það var ekki laust við, að hún væri að verða hrædd við hann. Hún trúði Jóni fyrir þessum áhyggjum sínum, eins og öðrum, en hann svaraði: „Finnur er fjarska góður maður. Þú skalt ekki vera hrædd við hann, þótt hann horfi svona undarlega og tali við sjálfan sig og hundana, hann hefur vanið sig á það“. En hún hélt áfram að horfa á Finna og hugsa um hann. „Því gengur hann Finni svona hægt, mamma. Er honum illt í fótunum?“ hafði hún spurt fóstru sína. „Ojá. Hann er orðinn þreyttur, auminginn“, var svarið. „En var hann ekki einu sinni ungur og hljóp eins og við?“ „Jú, en það er orðið langt síðan“. Þá fór hana að langa til að heyra söguna hans Finna. Hún vissi það, að allir áttu sögu og vildi alltaf láta segja sér sögur. Til hennar sótti Jakob litli sína sögu- fíkn. Svo læddist hún til Finna einu sinni, þegar allar stúlkurnar voru frammi í eldhúsi og búri að baka til jólanna, en hann lá uppi í rúminu sínu einsamall í rökkrinu. Henni fannst myrkrið ætla að fara að hvísla að sér. „Má ég ekki sitja á stokknum hjá þér, Finni minn? Ég er svo hrædd og þori ekki fram til stúlknanna“, hvíslaði hún við stokkinn. „Eða ertu sofandi?“ „Komdu hingað, góða barn. Samt þarftu ekki að vera hrædd, það er ekkert ljótt til í myrkrinu, fremur en dagsbirtunni“, sagði gamla, þreytulega röddin uppi í rúminu. Hún settist og stakk höndinni í lófann á Finna. Þá var hún kjarkbetri. „Aumingja, litla stúlkan. Þú ert kjarklaus og hrædd eins og litla stráið, sem er fyrir utan gluggann. Það hristist og titrar, þegar vindurinn andar á það“. „Ertu að horfa á stráið, Finni, þegar þú situr og horfir á gluggann“. „„Ójá. Það er búið að vera þarna, frá því ég man fyrst eftir mér“. „Er ekki langt síðan þú varst lítill?“ spurði hún forvitin. „Ójú. Það er nú orðið langt síðan“. „Hvað ertu gamall?“ „Ég er fimm árum eldri en Jakob“. „Hvar átturðu fyrst heima? Hvað var pabbi þinn og mamma þín?“ „Ég hef aldrei átt neins staðar heima nema hérna á Nauta- flötum. Ég fæddist í þessu rúmi og hef ævinlega sofið í því“. „Segðu mér söguna þína, Finni minn?“ bað hún. „Hún er ekki viðburðarík, enda er hún orðin grasgróin að mestu leyti“, svaraði hann. * „Hvað hét hún mamma þín?“ „Hún hefur víst heitið Solveig. Hún var alltaf kölluð Veiga. Mér hefur aldrei verið sagt neitt um hana, en ég var svo ungur, þegar hún dó. Þig langar víst til að heyra sögu núna, góða mín? Ég skal segja þér söguna af henni Gríshildi góðu. Hún er víst til- komumeiri en sagan mín“. Svo kom sagan af drottningunni, sem lét kertið brenna fingurgómana í ástarsorg sinni og sagði: „Sárt brenna fingurnir, en sárar brennur hjartað“. „Hvernig gat hjartað í henni brunnið, Finni?“ spurði hún. „Það hefur ekki gert það, þó það sé sagt svona, til að gera söguna átakanlegri. En hún hefur verið hrygg, aumingja drottn- ingin, og þá líður manni svo illa innan í brjóstinu11, sagði gamli maðurin raunalega. Eftir þetta langaði hana ennþá meira að heyra söguna hans Finna. Það var svo undarlegt, að hann skyldi ekki vita fyrir víst, hvað hún mamma hans hét. Það voru víst fáir, sem voru svo fáfróðir. Og hún þóttist þess fullviss, að Finni væri ekki vel skynsamur. Stundum heyrði hún, að hann var að tala við ein- hvern úti á hlaði og hélt, að einhver væri kominn. En þá var enginn þar hjá honum. Hún fór nú að tala við Jón: „Hann er víst ekki skynsamur hann Finni. Heyrirðu ekki, hvernig hann talar, þó enginn sé nálægt honum“. „Mikil ósköp“, sagði þá Jón brosandi. „Hann er víst sæmilega skynsamur. Kannske ekki beint gáfnaljós, sem kallað er, en ágætur samt“. „Heldurðu það sé skynsamur maður, sem ekki veit, hvað hún móðir hans hét“, sagði hún hreykin af því að geta fært svona gild rök fyrir máli sínu. „O, hann veit það áreiðanlega, þótt hann vilji ekki segja það. Við skulum fara að tala við hann“. Og þau hlupu heim á hlaðið til Finna. „Við hvern varstu að tala, Finni minn?“ spurði Jón. Þá brosti gamli maðurinn flírulega framan í Önnu og sagði: „Það eru kunningjar mínir“. Hún leit hræðslulega kringum sig, en Jón hló innilega og spurði: „Þykir þér ekki Anna litla vera falleg, Finni? Er hún ekki lík drottningunum í ævintýrunum, sem þú kannt?“ „Jú, hún er ósköp falleg, aumingja litla stúlkan, en hún er ósköp kjarklaus og hrædd. Þú þarft að láta hana vera meira með þér, en þú ert svoddan sprellikarl“. Svona talaði Finni skrítilega. Stundum horfði hann lengi á hana, þangað til hann sagði: „Aumingja litla stúlkan. Þú hefðir átt að heita Helga. Þú hefur svo falleg augu og fallegt hár, alveg eins og hún Helga fagra“. „Eða þá Hallgerður langbrók“, skaut Sigga inn í. „Svei henni nú bara“. „Segðu mér söguna af Helgu fögru“, bað hún Finna. „Á hún ekki sögu?“ „Ójú, allir eiga sögu. En sagan hennar er raunaleg. — Allir eiga sína sögu“, sagði þá gamli maðurinn, én fór þó út, án þess að segja henni söguna í það skipti. SAVE Best for Less Davenport and Chalr, $82.50 Chesterfleld and Chalr. «149.50 Hostess Chair .«16.50 T.V. Chalrs ...«24.50 Chesterfield and Chair. recovered, from «89.50 up. HI-GRADE UPHOLSTERING AND DRAPERY SERVICE 625 Sargenl Ave. Phone 3-0365

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.