Lögberg - 29.04.1954, Blaðsíða 2

Lögberg - 29.04.1954, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 29. APRÍL 1954 Ræða fyrir minni Guttorms J. Guttormssonar í gullbrúðkaupi hans og frú Jensínu í Riverton 16. apríl s.l. v ^ Heiðruðu gullbrúðhjón, Kæru vinir. Ég minnist þess, að ég dvaldist eitt sinn fyrir átta árum fáeina sumardaga á Möðrudal á Fjöll- um hjá Jóni bónda Stefánssyni. Möðrudalur er í þjóðbraut milli Norður- og Austurlands, áfang- ar á þeirri leið langir og því gestkvæmt mjög á stað sem Möðrudal yfir sumarið. Jón bóndi er afar gestrisinn, og mátti heita, að hann drifi fólk inn í bæinn til að gefa því hressingu. Sat ég stundum í stofunni og hlustaði á viðræður Jóns og gestanna, en þar gat margt komið upp, því að Jón er sérkennilegur og óvíst að vita, hvers hann kunni að spyrja bráðókunnuga gesti sína. Man ég, t. d., að hann spurði mann einn, er sat að kaffidrykkju í stofunni í Möðrudal, hvort hann væri kvæntur. Varð maðurinn að játa, að svo væri ekki. Hélt Jón þá langan fyrirlestur yfir honum um ágæti hjónabandsins og líkti að lokum mannaum- ingjanum konulausum við 64. parts nótu eða eins og hann orð- aði það, svona hér um bil: „Þú ert, r^aður minn, konulaus engu betri en 64. parte nóta.“ Manninum brá, sem vonlegt var, og var feginn að flú, þegar hann var búinn úr kaffibollan- um. En ekki veit ég, hvort hann hefur látið sér þetta að kenn- ingu verða. Þégar við athugum, hvað menn — og þá einkum skáldin — hafa sagt á ýmsum tímum um hjónabandið og viðhorf sitt til kvenna yfirleitt, sjáum við, að þar er um mjög misauðugan garð að gresja. Hjá sumum finnst varla nokkuð, þótt leitað sé með loganda ljósi, en aðrir eru örlátir á ummæli eða vísbendingar, er ráða má af hug þeirra í þeim efnum. Þegar ég því var beðinn að mæla fyrir minni gullbrúð- gumans, datt mér í hug að skoða ögn þenna þátt Ijóða hans, og langar mig nú til að rifja upp sumt af því, er ég fann um þá hluti. Verður þá hér fyrst fyrir er- indi, sem heitir Leiðréiting og er á þessa leið: Við vitum það, að guð er góður þeim, sem gera hans að vilja lífs og dauðir. En þeir, sem breyta illa hér í heim, við hjálp hans fara á mis og • verða snauðir. Því skilst mér það, að ritazt hafi rangt í ritninguna þetta svona strangt: „Hvern drottinn elskar, agar hann og tyftir.“ Það á að vera: lagar hann og giftir. Er þetta svipað viðhorf og fram kemur í Njáls sögu, er Höskuldur Dala-Kollsson ræddi eitt sinn við Hrút bróður sinn og sagði: „Þat vilda eg, bróðir, at þú bættir ráð þitt og bæðir þér konu.“ Fór Hrútur að ráðum bróður síns og fékk þá Unnar, dóttur Marðar gígju. En þeirra hjónaband fór, eins og kunnugt er, út um þúfur, og endurbætti Hrútur þá ráð sitt, og það meira að segja tvisvar, og segir Lax- dæla, að Hrútur hafi átt við tveimur seinni konunum 16 syni og 10 dætur. „Svo segja menn, að Hrútur væri svo á þingi eitt sumar, að 14 synir hans váeri með honum, en því er þessa getið,“ segir Laxdæla enn- fremur, „að það þótti vera rausn mikil og afli.“ 1 kvæðabálkinum, Jóni Aust- firðingi, hefur Guttormur orðið svo gagntekinn af þrekraunum Jóns, karlmennisins, að minnstu hefur munað, að konan, hægri höndin, hyrfi í skuggann. En þó sjáum við hana sem snöggvast í kaflanum, þar sem skáldið lýsir nýja heimilinu. Gríp ég því niður í honum: Um haust, er Leifs ins heppna grund var hvít sem fílabein, við breiða á í bjarkalund á bjálkahúsið skein. Það horfði móti himins sól og hennar blíðu naut. Þar virtist mörgum vera skjól, er voðastormur þaut. Þar ekkert gull var innan stokks og enginn sparikjóll, en allt „frá prjónum upp til rokks“ og eldavél og stóll. Þar yfir flet var brekán breitt, og borð við gluggann stóð, og hreint og prýtt var allt og eitt á alíslenzkan móð. Og konan vann hvern virkan dag, hún var svo heilsugóð. Hún hafði göfugt hjartalag og heitt og fjörugt blóð. Og synir hennar höfðu lært af henni að breyta rétt og eins að vinna var þeim kært, það var þeim jafnan létt. Við finnum, að yfir þessum erindum er blær frumbýlings- áranna. Fyrsta áfanganum hefur verið náð, landnemarnir komizt í var eftir storma og stríð land- tökunnar. Guttormur hefur miklu síðar, í kvæði sínu til Tweedsmuir lá- varðar, dregið saman meginefnið úr Jóni Austfirðingi í eitt erindi, þegar hann segir: Hér hófst vort landnám tryggðum treyst í trú á þjóðar sæmd og heiður. Hér var vor fyrsta frumbyggð reist. Hér festi rætur norrænn meiður. Hann brann, hann kól, hann lifði og lifir allt lágt og smátt að gæfa yfir. En þetta var dálítið frávik frá aðalefninu. Guttormur hefur ort þó nokkur brúðhjónaminni, og þangað skulum við nú snúa okkur næst. Sjáum við, að hann kemst í stemningu eða fyllist samúðarskilningi í hvert sinn, sem einhver annar bregður sér í hjónabandið eða eins og hann segir í einu kvæðinu: Og sjálfur ég í anda er að giftast í annað, þriðja’ og fjórða skipti nú. Og hann heldur áfram og segir: Til konu sinnar hverjum manni hlýnar að heyra þetta gamla brúðkaupslag. Og karlar ættu kerlingarnar sínar að kyssa betur eftir þennan dag. Og unga fólkið, átján, nítján vetra — það ætti’ að fara ’að líta kringum sig, því fyrr mun ekki eða síðar betra. En annars hef ég nóg með sjálfan mig. Það var öðru máli að gegna, þegar vér vorum yngri, því að um það segir Guttormur í sama kvæði: I æsku var ég einatt sári sleginn, ef einhver stúlka giftist sínum pilt. Og það var alveg eins og væri dregin úr efri gómi tönn, svo varð mér bilt, og Bergur hefði tengur sínar togað af tíu hesta afli og spyrnt í stein. Sú tilfinning í taugum mínum logað ei tíðar heíur, — bætt er þetta mein. Guttormi er áreiðanlega hlýtt til allra kvenna (eins og sjálfsagt öllum konum er hlýtt til hans), en hann lætur það varlega uppi í sinni heimasveit, það gæti valdið misskilningi. En þegar hann er kominn lengra í burtu, gerist hann djarfari í lofi sínu um aðrar konur, svo sem kvæði það vottar, er hann flutti á Is- lendingadagshátíð í Wynyard í Saskatchewan sumarið 1924. En þar segir Guttormur m. a.: Og í næstsíðasta erindinu segir hann: Vér slítum þessum fundi. Förum senn að fylla hug með gulli sólarlagsins. Og fyrr en kveð ég glaða glæsimenn, ég greiði konum þökk fyrir’ yndi dagsins. Með myndir þeirra margra burt ég fer. Ég minnist lengi þeirra heilla dísa. Að geta ekki haft þær heim með mér er hryggðarefni, sem ég má ei lýsa. En þetta eru, þegar að er gáð, aðeins almenn lofsyrði, rétt svona til að segja eitthvað fallegt við þær þarna vestur frá. Segi Guttormur eitthvað verulega fagurt um aðrar konur, snýst það ósjálfrátt upp í lofgjörð um eiginkonu hans. Kemur þetta hvergi betur fram en í kvæði því, er Guttormur flutti í brúð- kaupí Valdheiðar Briem og Alberts Ford, en þar segir Guttormur við brúðina: Þú unga brúður, ávarp mitt í ljóði er einkum til þín stílað. Heyrðu mig! Ég hlýt að játa: hann, sem er þinn góði, er heppinn sveinn að mega eignast þig. Þú verður geisli í hans húsi inni °g úti glaða ljós á vegum hans. Ég kannast við það klökkur mörgu sinni, að konan — hún er eina lífið manns. Minnir þetta og á annað kvæði Guttorms, Sál hússins, er hefst á þessa leið: Sál hússins er eldur á arni og eldur á lampakveik. Ef farið er rangt með þann fjársjóð, þá fyllist húsið af reyk, og gluggarnir sortna af sóti og syrtir að um rúm. Þó úti álfröðull skíni, er inni nótt og húm. Jensína hefur alltaf kunnað að fara með þann fjársjóð, hún hefur verið hinn góði andi, er vakað hefur yfir velferð Víði- vallaskáldsins og barna þeirra. Þegar Guttormur orti Jón Austfirðing á sínum yngri árum, varð kvæðið, eins og ég hef fyrr minnzt á, nær allt um Jón og karlmennskuraunir hans, en frá konunni sagði þar minna. Þegar aftur árin færast yfir og skáldið lítur um öxl í einu sein- asta kvæði sínu, er hann kallar Landnámshjónin, er jafnvægi komið á, og maður og kona verða þar sem órjúfandi heild í blíðu jafnt sem stríðu. Ætla ég nú að lesa þetta kvæði: KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — BEYKJAVIK Ég ætla, að þú sért íslenzkt höfuðból, hver íslenzk sál sé hér á réttum vegi. Og þennan fríða flokk við glaða sól er frami mér að sjá á þessum degi. En þrátt fyrir líf og yndi eitt er það, sem ætlar mig sem þurran hálm að brenna: Mig langar hér svo sárt að setjast að, er sé ég hópinn þessara fríðu kvenna. Fleiri Canadabúar Æ** MM * NOTA en öll önnur reiðhjól til samans. C.C.M. framleiða einungis úrvals reiðhjól fyrir fullorðria og engu síður fyrir krakka. Finnið C.C.M umboðsmann fyrst að máli. Á ferð var einn um fagran völl, á framtíð landsins skyggn, og sá, að lítið hús varð höll, sem hæfði sannri tign, og ykkar styrku stoð þar standa, — norrænt goð, sem hafði fylgt af hafi öndvegssúlum. En sjálf um ævi sáuð þið í svitans heitu dögg hinn þétta frumskóg þynnast við hin þungu axarhögg og kynslóð berast burt, sem bjargazt hafði á þurrt úr stóra flóði harma, hels og nauða. Frá leiði sérhvers landnáms- manns til liðs þig genguð fram, og upp þið hófuð merkið hans, sem hinzta staðar nam. En af því ekkert skaut er endi á sigurbraut, það sómir vel í sigurátt að falla. Og loks á ykkar litlu rein í landsins rjóðurskál þið virtuzt standa uppi ein með ykkar feðramál. En lífs kom listin til með Ijóða hörpu spil og gerði ykkur glaðan ' ævidaginn. Við tölum sízt um sólarlag, þá sjónarvillu manns, en öllu fremur fagran dag og framhald ljóssins hans. Er dagsljós hverfur hér, það hinum megin er. Það dimmir, því að dagur líður áfram. Og hér hefði ég nú kosið að ljúka máli mínu með blessunar- óskum til brúðhjónanna. En þá þurfti endilega að vilja svo til, hérna um daginn, að andinn kom yfir mig, ef anda skyldi kalla, og ég orti kvæði til Guttorms gullbrúðguma. En áður en ég flyt kvæðið, vil ég biðja menn að minnast orða Snorra Sturlu- sonar, að öll frumsmíð stendur til bóta. Gutti, heyr á hróður bæran, hagnar oss þér vel að fagna. Færi vænna fæst ei seinna, frost því herðir óðar kosti. Leggur allan lygna pollinn, lækur meðan tifar sprækur. Hugann engi bindur böndum, brýtur leið um vegi ógreiða. Skildir þú, að skáldin verða skyldum þegna tveim að gegna, að nóg er ei lönd að nema hendi, neyti þar bæði handar og anda. Nýja foldu fórstu eldi fagurljóða, er geymir þjóðin. Standa þín, unz storðin hrynur, stef um landans spor í sandinn. Sitlu heill til hárrar elli, er hallar degi og véin falla. Margt þótt brysti, brestur ekki brúðar ást né mást skulu ljóðin. Finnbogi Guömundsson Viðfangsefni vísindanna Liósvakakenningunni steypt Það var danskur maður, Ole Römer, er fyrstur fann sannanir fyrir því að ljósið berst með ákveðnum hraða. Árið 1675 var hann að athuga eitt af tunglum Jupiters og hve lengi það væri að ganga á bak við jarðstjörn- una. Með endurteknum athugun- um komst hann að raun um, að tunglið var ekki alltaf jafnlengi í hvarfi. Nú er það svo, að á göngu sinni umhverfis sólina, þá nálgast Júpiter og jörðin stund- um, en fjarlægjast svo aftur. Römer datt 1 hug að mismunur- inn á lengd tunglmyrkvans mundi stafa af þessu, en þá gæti ekki öðru vísi verið, en að Ijósið þyrfti ákveðinn tíma til þess að komast frá Júpíter til jarðarinn- ar. Það var eðlilegt að ljósið væri þá skemur á leiðinni milli hnatt- anna þegar þeir voru að nálg- ast heldur en þegar þeir voru að fjarlægjast. Römer hafði ekki svo góð áhöld, að hann gæti mælt þetta nákvæmlega, og niðurstöður hans um hraða ljóss- ins, voru því ekki réttar. En vér vitum nú að hraði ljóssins er um 300.000 km. á hverri sekúndu. Þetta var mjög merkileg upp- götvun og Newton kom síðar fram með þá kenningu, að ljósið mundi vera öreindir, sem geist- ust út frá uppsprettu þess. En í byrjun 19. aldar kom upp sú skoðun, að ljósið væri bylgjur og í sambandi við það kom kenn- ingin um ljósvakann, sem er eitt af furðulegustu kenningum vís- indanna. Sagan um ljósvakann sýnir hvernig gáfaðir menn geta hent á lofti með hrifningu alveg glænýja kenningu, og borið hana fram til sigurs, svo að hún verð- ur viðurkennd sem vísindi um allan heim, en reynist þó að lok- um staðleysa ein. Ljósvakinn (eterinn) var fund inn upp til að skýra það, hvernig ljósið leiddist áfram gegn um geimdjúpin. Menn vissu að ljós- ið var 8 mínútur að komast frá sólinni til jarðarinnar. En hvern- íg leiddist það hingað? Menn höfðu ekki trú á kenningu Newtons að það væri öreindir eða smágneistar, sem sólin þeytti til jarðar. En þá hlaut það að ‘hafa bylgjuhreyfingu, en bylgj- ur voru óhugsandi í tómu rúm- inu. Þær urðu að leiðast eftir einhverju. Og hvað var þetta eitthvað? Fyrst héldu menn að það væri gas, rúmið væri fullt af gasi. En nokkrar tilraunir. sýndu, að þeta gat ekki staðizt. Og þá fundu menn upp eterinn og sögðu að hann væri líkastur kvoðu, og þessi kvoða fyllti allan geiminn og væri í öllu. Hún fyllti út efnið og hún væri í manninum sjálfum, og þess vegna var farið að tala um eter- líkama mannsins, einhvern ó- sýnilegan líkama, sem væri í hinum líkamanum og þó alveg sjálfstæður og óforgengilegur, vegna þess að hann væri gerður af þessu alheimsefni. Þ e s s i ljósvakauppgötvun reyndist óheillasöm, því að al- drei hafa gáafaðir vísindamenn eytt meiri tíma og hyggjuviti í gagnslausar rannsóknir. Kynslóð eftir kynslóð var að fást við þetta ímyndaða og ósýnilega efni. Af furðulegri hugvitssemi reyndu stærðfræðingarnir að finna hvert væri eðli þessa efnis. En menn voru þó ekki sammála um eðli þess. Sumir sögðu, að efni þetta lægi kyrrt í geimnum og hnettirnir brunuðu í gegn um það, en það veitti enga mót- stöðu, því að það færi í gegn um hið fasta efni eins og gola í gegn um lauf. Aðrir héldu því fram, að ljósvakinn flyttist með hnöttunum, væri á ferð eins og þeir. Rannsóknir voru gerðar til þess að vita hvort væri réttara. Og þær leiddu þetta furðulega í ljós, að báðir hefðu rétt fyrir sér. Menn þóttust þá fá öruggar sannanir fyrir gagnstæðum kenningum. Frægust er sú til- raun, sem þeir Michelson og Marley gerðu 1887. Hún byggð- ist á því, að bera saman hraða ljóssins í ýmsar áttir. Og þeir komust að þeirri niðurstöðu, að jörðin drægi ljósvakann (eter- inn) með sér á flugi sínu, vegna þess að hraði ljóssins væri alls staðar eins. — Síðan hefir þessi tilraun verið gerð mörgum sinn- um og með hárnákvæmum á- höldum, og útkoman hefir alltaf orðið hin sama. Það var ekki fyrr en 1907 að Einstein koll- varpaði þessum rannsóknar- grundvelli. Hann sýndi þá fram á, að hraði ljóssins er ávallt hinn sami, hvort sem það kem- ur frá uppsprettu sem er kyrr, eða uppsprettu, sem er á ferð. En ljósvakakenningunni koll- varpaði Maxvell, þegar hann sýndi fram á það, að ljósið væri rafsegulmagnað. Enda var eter- kenningin þá orðin svo ferleg og mótsagnakennd, að hún gat ekki staðizt. Síðar sýndi svo Einstein fram á, að ljósið verður ekki skýrt með útreikningum, og þess vegna hafa allar þessar tilraunir verið unnar fyrir gýg og til einskis barizt. En þrátt fyrir þetta er eðli Ijóssins vísindamönnunum enn ráðgáta, og ein hin stærsta ráð- gáta. Meðan eterkenningin var í blóma, héldu vísindamennirnir að þeir vissu allt um það. En síðan hefir eðli ljóssins orðið það, sem það áður var, ráðgáta. Auðvitað hafa komið fram marg- ar kenningar um eðli þess bæði fyrr og síðar, en þær hafa ekki orðið haldgóðar. Nú hallast menn að því, að ljósið sé bæði creindastraumur og bylgjur. (The Limitations of Science) —Lesb. Mbl. You’ll save a lot of worry, With the way prices are today; If you pick your cakes and dainties, From Aldo’s great display. ALDO'S BAKERY 613 Sargenl Ave. Phone 74-4843 Cotlon Bag Sale BLEACHED SUGAR ...........29 ' BLEACHED FLOUR ........29 UNBLEACHED FLOUR .........23 UNBLEACHED SUGAR .........23 Orders less than 24, 2c per bag extra. Uniled Bag Co. Ltd. 145 Portage Ave. E. Wlnnipeg $2.00 Deposit for C.O.D.’s Write for prices on new and used Jut Bags. Dept. 1M

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.