Lögberg - 13.05.1954, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.05.1954, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. MAÍ 1954 Afvopnun er eino leiðin Aíhyglisverðar umraeður í Breí- landi um kjarnorkumál og afvopnun Síðastliðið mánudagskvöld sam þykkti neðri málstofa brezka þingsins einróma tillögu þá, sem hér fer á eftir og flutt hafði verið af nokkrum aðalforingjum Verkamannaflokksins: Neðri málstofa brezka þings- ins lætur í Ijós þá skoðun, að seinustu tilraunir með vetnis- sprengjuna hafi sannað, að hún sé ógnun við menninguna. Það er einnig skoðun málstof- unnar, að styrjöld geti leitt til þess, að vetnissprengjum verði beitt. í samræmi við þetta álit, myndi málstofan fagna því, ef ríkisstjórnin beitti sér tafarlaust fyrir fundi for- sætisráðherrans og æðstu manna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, sem haldinn yrði í þeim tilgangi að ræða um afvopnun og eftirlit með vígbúnaði og finna jákvæðar leiðir til að draga úr stríðs- hættu og styrkja allsherjar- frið á grundvelli Sameinuðu þjóðanna. Tillaga þessi var undirrituð af þeim Attlee, Morrison, Dalton, Shinwell, Bevan og Edith Sum- merskill. Bæði Churchill og Eden lýstu yfir því, að hún væri í samræmi við stefnu brezku stjórnarinnar, enda hefði hún haft áhuga fyrir umræddum þríveldafundi síðan Churchill varpaði fyrst fram tillögu um hann í maímánuði í fyrra. Þó íkvaðst Churchill skilja tillöguna á þann veg, að ekki yrði hafist handa um að koma á slíkum fundi fyrr en eftir Genfarráð- stefnuna, sem kom saman í þessum mánuði, því að þar gætu gerzt atburðir, er gerðu um- ræddan þríveldafund óþarfan eða sýndu, að hann myndi verða tilgangslaus. Þessa skýringu sættu flutn- ingsmennimir sig við og var til- lagan síðan samþykkt sam- hljóða. Eiga Rússar öflugri vetnis- sprengjur en Bandaríkin? Þegar fregnir bárust fyrst til Bretlands um áhrif vetnis- sprengjunnar miklu, sem fram fór við Bikiniey 1. marz síðast- liðinn, greip mikill ótti um sig í Bretlandi. að varð ljóst, að eyðileggingarmáttur v e t n i s - sprengjunnar var mun meiri en menn höfðu áður gert sér ljóst. Bretar óttast jafnframt að komi til nýrrar styrjaldar, muni Bret- land ekki sleppa við vetnis- sprengjuárásir í stórum stíl. Cobble and Stove for hand-fired furnaces. Booker Nut for Bookers. Stoker Size for Stokers. All Oil Treated. \ John Olafson, Representative. PHONE 3-7340 Af hálfu kommúnista og ýmsra öfgamanna í Verkamanna flokknum var reynt að nota þennan ótta til árásar gegn Bandaríkjunum. Þau voru ásök- uð fyrir óeðlilegt kapphlaup í kjarnorkumálunum og þess krafist, að þau hættu öllum til- raunum með vetnissprengingar. Þá var krafist, að náð yrði sam- komulagi milli stórveldanna um bann við framleiðslu og notkun vetnissprengja. Þegar málin upplýstust betur færðust umræðurnar hins vegar á annan grundvöll. Það var upp- lýst, að vetnissprengjan, sem Rússar sprengdu 12. ágúst síðast- liðið sumar, hefði verið miklu sterkari en vetnissprengjan, sem Bandaríkjamenn sprengdu haust ið 1952. Geislavirk aska, sem barst frá sprengihgu Rússa til Japans og víðar, virtist einnig leiða í ljós, að Rússar notuðu aðra aðferð til framleiðslu vetn- issprengja en Bandaríkjamenn og væri því hugsanlegt, að þeir stæðu orðið framar þeim á þessu sviði. Af þessum ásfæðum væri Bandaríkjamönnum nauðsyn- legt ekki aðeins sjálfs síns vegna, heldur vegna alls hins frjálsa heims, að halda tilraunum sín- um áfram af fyllsta kappi, því að tilveru allra frjálsra þjóða yrði stefnt í fyllstu hættu, ef Rússar yrðu fremstir á þessu sviði. Það myndi jafnframt hafa heppileg áhrif á ráðamenn þeirra, ef sýnt væri, að fleiri réðu yfir öflugum vetnissprengj- um en þeir. Stefna Atllees Jafnframt skýrðist það í um- ræðunum, að haldlítið myndi reynast að ná samkomulagi um kjarnorkumálin, ef annar víg- búnaður væri áfram í fullum gangi. Ef til styrjaldar kæmi, bentu allar líkur til þess, að kjarnorkuvopn yrðu notuð, þrátt fyrir alla samninga. Það yrði ef til vill ekki gert í upphafi styrj- aldar, en hins vegar örugglega, þegar drægi að stríðslokunum. Þá gripi sá aðilinn, sem hallaði á, venjulega til örþrifaráða. Enginn myndi t. d. efa, að Hitler hefði gripið til vetnissprengj- unnar í stríðslokin, ef hann hefði ráðið yfir henni. Eina leið- in til að afstýra notkun vetnis- sprengjunnar, væri því sú að koma í veg fyrir styrjöld. Þess vegna dyggði ekki að semja um kjarnorkumálin einhliða, heldur um afvopnun almennt. Þá var einnig bent á, að sam- komulag um kjarnorkumálin ein gæti vel freistað til árásar þann aðilann, er hefði yfirburði á öðrum sviðum, því að hann kynni þá að treysta því, að kjarnorkuvopnum yrði ekki beitt. Eftir að málin höfðu þannig verið rædd fram og aftur, hélt Attlee stóran fund í þingflokki Verkamannaflokksins. Á þeim fundi náðist einróma samkomu- lag um það, að flokkurinn leggði til að haldinn yrði þríveldafund- ur um afvopnunarmálin, en ekki kjamorkumálin ein. I fram- söguræðu sinni lagði Attlee á- herzlu á, að miklar líkur væru fyrir því, að kjarnorkuvopn yrðu notuð, ef til styrjaldar kæmi, og eina leiðin til að afstýra notkun þeirra, væri því að koma í veg fyrir styrjöld. Ný afvopnunarnefnd á vegum S. Þ. Áður en Verkamannaflokkur- inn lagði fram þessa tillögu sína, hafði brezka stjórnin hafizt handa um að teknar yrðu upp viðræður um afvopnunarmálin á alþjóðlegum grundvelli. Á vegum Sameinuðu þjóðanna hefir starfað um skeið sérstök afvopnunamefnd, en lítill ár- angur hefir orðið af störfum hennar til þessa. Brezka stjórnin hefir nú lagt til að innan þessaí- ar nefndar verði skipuð sérstök undirnefnd og eigi sæti í henni fulltrúar Bretlands, Bandaríkj- anna, Canada, Frakklands og Sovétríkjanna. Undirnefnd þessi skal leitast við að koma sér sam- an um frumdrætti að samkomu- lagi um afvopnunarmálin og eftirlit með vígbúnaði. Hún skal ræða kjarnorkumálin sér- staklega og því er hún skipuð fulltrúum þeirra fimm ríkja, sem lengst eru komnar á kjarn- orkusviðinu. Brezka stjórnin bendir á, að tillagan um þessa nefndarskipun sé í beinu áframhaldi af þeirri ályktun, sem samþykkt var á Berlínarfundi utanríkisráðherr- anna í vetur, en hún var á þá leið að reynt yrði að leita að leiðum til að draga úr vígbún- aðarkapphlaupinu. Þá var og samþykkt á allsherjarþingi S. Þ. í fyrra, að afvopnunarnefndin skyldi leitast við að undirbúa tillögur fyrir þingið, sem haldið verður í haust. Vishinski, aðalfulltrúa Rússa hjá S. Þ., var skýrt frá tillögum Breta um skipun undirnefndar- innar áður en hún var lögð fram og hafði hann ekkert við hana að athuga. Eru Rússar samningafúsari en áður? Það hefir vakið nokkra at- hygli að í seinustu viku sendi fréttaritari New York Times í Moskvu skeyti þess efnis, að meðal erlendra sendimanna þar í borg væri nú litið svo á, að valdamenn Rússa myndu nú fús- ari til samninga en lengi áður. Upplýsingarnar um vetnis- sprengju Bandaríkjamanna 1. marz síðastliðinn hefði gert þeim ljóst eins og öðrum, hvaða hætta vofði yfir, ef styrjöld brytist út. Umrædd ályktun er m. a. dregin af því, að í rússneskum blöðum og útvarpi er nú kapp- samlega skýrt frá eyðileggingar- mætti vetnissprengjunnar en það hefir ekki verið áður gert. T. d. var næstum ekkert sagt frá vetnissprengju Rússa 12. ágúst síðastliðinn og öllum upp- lýsingum um hana haldið sem vandlegast leyndum. Frá Washington berast þær fregnir, að undirtektir Rússa undir tillögur Eisenhowers for- seta um alþjóðlega samvinnu varðandi friðsamlega notkun kjarnorkunnar, hafi verið betri til þessa en við hafði verið búist. Ofsnemmt er vitanlega að spá því, hvort samkomulags sé að vænta um afvopnunarmálin í í náinni framtíð. Það virðist þó ljóst, að sprengingin mikla við Bikiniey 1. marz síðastliðinn hafi borið þann árangur, að mönnum hefir orðið það enn ljósara en áður, hve nauðsyn- legt er að styrkja alla viðleitni, sem miðar að því að koma í veg fyrir styrjöld. Enginn þarf leng- ur að vera í vafa um, hvaða ógnir myndu fylgja því. —TIMINN, 8. apríl Fleiri Ccmadabúar NOTA CCMs en öll önnur reiðhjól til samans. C.C.M. framleiða einungis úrvals reiðhjól fyrir fullorðna og engu síður fyrir krakka. Finnið C.C.M umboðsmann fyrst að máli. SVAVA JÓNSDÓTTIR: Theodóra Thoroddsen skóSdkono Nú er horfin héðan ein af þeim konum, sem um marga hluti minnti á konur sögualdar- innar. Frú Theodóra Thorodd- sen er nýlátin. Hennar langaði mig til að minnast með nokkrum kveðju- orðum, og rifjaðist þá upp greinarkorn, sem varð til fyrir nokkrum árum, á afmælisdegi Theodóru, en þar var reynt að bregða upp mynd eins og hún stóð fyrir hugarsjónum okkar, sem horfðum til hennar úr fjarlægðinni. Sú grein er uppi- staðan í því, sem hér verður sagt, því að samur er enn svip- urinn og bjarminn eins um mynd og minningu frú Theo: dóru og hann var þá. I Það væri öfugmæli að segja, að það hefði orðið reimt í gamla bænum heima, þegar faðir minn kom heim vorið 1911, eftir nokkurra mánaða dvöl í Reykja- vík. En það fjölgaði í bænum. Dularfullar verur voru þar á sveimi, næstum óskiljanlegar í allri sinni fegurð og öllum sínum mætti. Samt voru þetta ekki beinlínis englar, nei, það var fólkið, sem faðir minn hafði heyrt og séð í Reykjavíkurdvöl sinni. Það bar ekki mikið á þessu fólki hversdagslega, en þegar góðir gestir komu og sátu lengi með honum einum, fékk það líf og gekk fram. En í huga lítils áheyranda, sem faldi sig bak við einhvern stólinn, var þetta fólk ekki einungis ágætara og mátt- ugra í eðli sínu en nokkrar aðrar verur, heldur var allt líf þess ótrúlegt, ævintýri, fyllt öllu því, sem eftirsóknarvert gat verið í þessum heimi. Það var gott að muna nöfn á þessu fólki. Það voru til svo margar vísur um það. Einn hét Benedikt og leit út alveg eins og Gunnar frá Hlið- arenda. Hann skildi allar Is- lendingasögurnar, já, vísurnar líka! Þá voru Bjarni og Björn ekki neitt hversdagslegir eða þá Skúli! Hann, sem þorði að vera einn á móti hinum svona mörg- um. Nei, sækonungarnir og kapparnir í sögunum máttu vara sig. Og svo voru það konurnar. Ennþá voru þær tilkomumeiri, heldur en jafnvel karlmennirn- ir. Ein hét Guðrún. Hún hafði svo fallegt hár, að það Ijómaði af því, þegar hún gekk eða þaut um götumar. Svo voru þar syst- ur, margar systur, hver annarri fallegri og svo töfrandi, að það var í rauninni óskiljanlegt. En hún Theodóra var móðursystir þeirra og einmitt hún var konan hans Skúla. Og Theodóra var ekki lík neinum af hinum kon- unum, hún stóð ein út af fyrir sig. Maðurinn hennar hafði verið sýslumaður eins og faðir hans, sýslumaðurinn heitinn á Leirá. Þá bjuggu þau fyrir vestan og gáfu út blað, sem var á móti Dönum og landhöfðingjunum. En það líkaði ekki öllum og einu sinni komu margir menn heim í húsið þeirra og spurðu eftir manninum hennar, og fólkið hélt að þeir ætluðu að gera honum eitthvað illt. Þá hljóp hún í dyrnar og sagði þeim, að þeir fengju ekki að koma inn, og að þeir skyldu aldrei ná í manninn sinn til þess að gera honum illt. Þeir náðu heldur aldrei í manninn hennar og gátu ekki gert honum neitt illt af því að hann átti hana Theodóru. En svo fluttu þau að B'essa- stöðum, mér var ekki um það nafn, en voldugir hlutu þeir að vera, sem bjuggu á Bessastöðum. En nýlega höfðu þau flutt til Reykjavíkur og byggt þar stórt og fallegt hús við tjörn. Þau áttu mörg börn og öll þessi börn voru að læra, stúlkurnar alveg eins og drengirnir. Samt voru þau ekki alltaí að læra, þau sungu stundum og léku á hljóð- færi, kváðust á og sögðu sögur, því að þetta var skemmtilegasta húsið í Reykjavík. Stundum voru þar líka ortar vísur, en vís- urnar hennar Theodóru voru beztar. í þessu húsi voru líka fleiri börn, en þau, sem Theo- dóra átti. ÖIl bömin, sem léku sér við hennar börn eða voru með þeim, máttu koma þangað og fá mat þegar þau voru svöng, og Theodóra var góð við þau öll. — Og allir hlýddu henni. Og hún var engum lík. II. Þessi mynd af Theodóru Thor- oddsen, með kjarkinn, þrekið og fögnuðinn yfir lífinu, eins og ég sá hana í hillingum æskunnar, sem nokkurs konar þjóðsagna- veru, hefur fylgt mér æ síðan. Það vantar margt í þá mynd, en svona mun hún ljóma fyrir aug- um og í hugum margra jafn- aldra minna. Frú Theodóra Thoroddsen var fædd að Kvennabrekku 1. júlí 1863. Dóttir séra Guðmundar Einarssonar og Kristínar Ólafs- dóttur Sivertsen. Þær ættir eru þjóðkunnar, ekki sízt fyrir hin- ar óvenjulega sterku hneigðir til lista, er þar komu fram, á- samt sérstökum mannkostum og líkamsatgjörvi. Matthías Joch- umsson, Guðmundur Thorsteins- son, Herdís og Ólína eru nöfn, sem allir þekkja. Hinir eru þó miklu fleiri, sem hlutu hæfileik- ana, þó þeir eignuðust ekki frægðina. Munu í ætt frú Theo- dóru vera að finna hæfileika til flestra þeirra lista, sem Islend- ingar á annað borð hafa iðkað. Frú Theodóra var kornung sett til mennta, því auk þess sem hún nam í föðurgarði, var hún hér í kvennaskólanum, en það var þá hin fullkomnasta mennt- un, sem konur áttu völ á hér á landi. Arið 1884 giftist hún Skúla Thoroddsen sýslumanni og flutt- ust þau til Isafjarðar. Þar stofn- aði Skúli prentsmiðju og hóf að gefa út blað. Það barðist fyrir frelsi lands- manna út á við og frelsi og rétt- indum smælingjanna í þeirra eigin landi. Að Bessastöðum var svo flutt um aldamótin og til Reykjavíkur 1908 og þar dó Skúli 1916. Theodóra eignaðist 13 börn, eitt dó í æsku og tveim sonum átti hún á bak að sjá eftir að hún varð ekkja. Skúli yngri and- aðist 1917 og Jón nokkrum árum síðar. Báðir voru þeir óvenju- lega vel gefnir og ógleymanlegir öllum, sem nokkuð þekktu þá. Eftir að hún varð ekkja vann hún margvísleg störf, var lengi í skrifstofu alþingis og við próf- arkalestur ,við fornminjasafnið og vann að margvíslegum rit- störfum. Prjónaskap hennar og Samkvæmt frétt í danska blaðinu Politiken eru nú uppi miklar ráðagerðir um að koma á fót sjánvarpssendingum yfir Atlanzhafið með því að byggja endurvarpsstöðvar á Grænlandi, Islandi og Færeyjum, ef nauð- synleg leyfi fást til þess og sam- komulag við viðkomandi stjórn- arvöld. Áætlun þessi er gerð að frum- kvæði bandarískra verkfræð- inga á þessu sviði. Árði hér um að ræða samvinnu milli sjón- varpsstöðva á meginlandi Ame- ríku og Evrópu. Nefnd sérfræð- inga mun gefa öldungadeild bandaríska þingsins skýrslu um áætlun þessa. Er hugsað að sjónvarpskerfið nái frá New York til London og svo þaðan um meginland Evrópu. Frá New York verður sent um endurvarpsstöðvar í Canada, Alaska, Grænland, Is- land og Færeyjar til Bretlands- eyja. Talað er um hliðargreinar frá Færeyjum til Noregs og Danmerkur. Talið er að kosta muni 800— 1600 milljónir að koma þessari handavinnu ýmsri var við brugðið, og á seinni árum skemmti hún sér við steinasafn- ið sitt, en til hennar söfnuðust að því er virtist eins og af sjálfu sér, mörg kynja-gervi úr ríki steinsins. Hún átti í ríkum mæli virð- ingu og ástúð barna sinna og naut skjóls af þeim, en í raun- inni bjó hún ætíð í sínum eigin heimi og gekk sínar eigin götur, þar sem lífið var í för með henni ríkt og gjafmilt eins og það hafði ætíð verið. III. Engir munu í alvöru neita því, að margar ágætar eiginkonur og mæður hafi fyrr og síðar verið í hópi íslenzkra kvenna. En það eru fáar einar, sem voru þannig settar, að augu allra landsmanna beindust að baráttu þeirra fyrir og með manni og börnum. En meðan frú Theodóra var í broddi lífsins stóð hún jafnan þar sem kastljós mikilla atburða léku um; hana sáu allir. Sáu baráttuhugann, geigleysið, stór- mennskuna, sem lýsti sér í öllum hlutum. Því fékk barátta hennar al- mennt gildi. Hún hækkaði þann mælikvarða, sem íslenzkar kon- ur voru mældar eftir. Það var ekkert undarlegt þó að Skúli Thoroddsen væri eldheitur og óþreytandi málsvari kvenrétt- inda. Hann þurfti ekki að leita að rökunum, þau stóðu ljóslif- andi fyrir framan hann. Lengst mun þó Theodóru minnzt vegna ritstarfa sinna og skáldskapar. Stíll hennar var mjög sérkennilegur, orðfár, hnit- miðaður, léttur og þó máttugur. Má nefna sem dæmi grein, sem birtist í Skírni fyrir löngu síðan um skáldskap kvenna (einkum vestfirzkra) og ritgerð um íslenzka jólasiði í norsku tímariti. í fyrrnefndu greininni birtust nokkrar vísur, sem allir vissu að voru eftir frú Theodóru, þó hún léti þess ekki getið. En vísur hennar eru eitt af þeim lífsins hnossum, sem gripin eru fegins hendi og ekki sízt nú, þegar allir vita, að þær verða aldrei fleiri. Því myndu margir fagna, ef einhver ættingi frú Theodóru safnaði Ijóðum hennar saman og gæfi út. Sú bók yrði ekki síður vinsæl en Þulurnar hennar, sem komu tvisvar út með teikningum eftir Guðmund Thorsteinsson systurson hennar og Sigurð son hennar. Sögur hennar, Eins og gengur, komu út um 1930. Theodóra Thoroddsen verður minnisstæð, ekki aðeins fyrir hæfileika sína og gáfur, rétt- lætisþrá, dirfsku og hetjuhug, listfengi og orðsnilld, heldur og það sem erfiðara er að lýsa, hvernig hún gekk lífinu á hönd, þáði gjafir þess og gaf sjálf. —Alþbl., 10. marz hugmynd í framkvæmd. Auk sjónvarpsins verður sendikerfið væntanlega notað til þráðlausra símtala, símskeyta, myndasend- inga o. fl. A hinni miklu vegalengd milli New York og London verða um 50 endurvarpsstöðvar. — Auk þeirra stöðva sem á landi verða, er ráðgert að koma fyrir endur- varpsstöðvum á skipum til að tryggja sem bezt samband á þeim stöðum, þar sem vega- lengdin er mest milli landa, milli Færeyja og Islands. I sambándi við endurvarps- stöðvarnar á Grænlandi hafa danskir verkfræðingar stungið upp á því að byggja endurvarps- stöðvar inni á meginlandsísnum. Auk þessarar miklu áætlunar um sjónvarpið milli heimsálf- anna, er verið að undirbúa nýjan sæsímastreng milli Canada og Englands um 3000 km. leið á hafsbotni. Ráðgert er að taka þennan sæsíma í notkun 1. des. 1956. —TÍMINN, 7. apríl Sjónvarp yfir Atlanzhafið Endurvarpsslöðvar á íslandi, Grænlandi og Færeyjum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.