Lögberg - 13.05.1954, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. MAÍ 1954
3
Þjóðafjölskylda, sem cnga á
sína líka í veraldarsögunni
Merkileg þróun á íimm ára ævi Ailanishafsbandalagsins
GRUNTER hershöfðingi, yfir-
maður herafla Atlantshafsríkj-
anna í Evrópu, komst svo að
orði í október í haust: „Það er
ánægjulegt að geta skýrt ykkur
frá, að herafli okkar er nú tvisv-
ar til þrisvar sinnum meiri en
hann var, þegar Eisenhower
hershöfðingi kom til Evrópu
1951. Mestar hafa framfarir orð-
ið í flughernum, sem var því
miður lítils megnugur upphaf-
lega og veldur okkur jafnvel
áhyggjum enn í dag.
Útgjöld aðildarríkjanna til
landvarna hafa og aukizt veru-
lega. Hækkunin hefir orðið
mest í Bandaríkjunum. 1 hinum
aðildarríkjunum hafa þau tvö-
faldazt. Flest þeirra hafa lengt
herþjónustutímann.
Varnir okkar í Evrópu styðj-
ast aðallega við vel þjálfaðan
landher. Tiltækt er og nokkurt
varalið, sem hægt er að beita
þegar, er árás hefir verið gerð.
Harðsnúinn flugher er til að-
stoðar. Þessi viðbúnaður ætti að
gera okkur kleift að vígbúa vara-
lið okkar. Og langfleygar vél-
flugur er hægt að senda til at-
lögu langt inn í lönd árásarþjóð-
anna, þar sem þær eyða iðju-
verum þeirra og öðrum veiga-
miklum mannvirkjum............“
Lykill að friði
Eftir seinustu ehimsstyrjöld
höfðu lýðræðisríkin fengið sig
fullsödd af stríði. Ósk þeirra og
von var sú, að Sameinuðu þjóð-
irnar reyndust heilladrjúgar til
að greiða friðinum götu, svo að
þeir, sem unnu stríðið ynnu og
friðinn. I trausti þessa lögðu
lýðræðisþjóðirhar allt kapp á
afvopnun. Bráðlega kom þó á
daginn, að Rússar fóru ekki að
dæmi þeirra. Herafli þeirra var
1 engu rýrður frá því, sem þurfa
þótti á styrjaldartímum. Ekki
nóg með það; þeir hófu sleitu-
lausan áróður gegn lýðræðis-
ríkjunum, sem höfðu verið sam-
herjar þeirra í styrjöldinni. Þeir
stefndu hagsmunum og áliti
S. Þ. í voða með því m. a. að
beita neitunarvaldi sínu eftir
geðþótta.
Og Rússar gengu feti framar.
Eftir því sem tímar liðu fram
brautu þeir Austur-Evrópuríkin
undir sig hvert á fætur öðru,
gleyptu þau með húð og hári.
Lýðræðisríkjunum hraus hugur
við þessum aðförum. Þeim duld-
ist ekki, að taka þurfti í taum-
ana og það umsvifalaust eða
verða að gjalti ella. Ef svo héldi
áfram sem horfði, yrðu örlög
Vestur-Evrópu innan skamms
þau sömu og landanna fyrir
austan járntjald. Eitthvað varð
til bragðs að taka, en það var
ekki á færi neinnar einnar þjóð-
ar að stemma stigu við ásælni
herveldisins í austri. Friðar-
sinnaðar þjóðir hlutu að sverj-
ast í fóstbræðralag; þar og ekki
annars staðar var fólginn lykill
íriðarins.
Fyrir 5 árum
Til að sýna, að þetta eru ekki
staðhæfingar úr lausu lofti
gripnar, skal hér drepið á atriði,
sem ekki verða véfengd.
h'yrir fimm árum, er Atlants-
hafsbandalagið var stofnað, áttu
Rússar á að skipa 175 fullþjálf-
uðum herfylkjum, 20 þúsund
vélflugum og stórum kafbáta-
flota fyrir utan nokkurn herafla
í hjáríkjunum. Rússaveldi var
albúið til styrjaldar, svo að það
hefði getað gert hættulega árás
á Vestur-Evrópu umsvifalaust.
Brussel-bandalagið, Bretland,
Frakkland, Belgía, Holland og
úuxembujfg, var stofnað 1948. —
Samanlagður herafli þess var
um 10 herfylki og 400 vélflugur.
Sjóherinn var að vísu nokkuð
öflugur, en þó að skipakostur
russelbandalagsins væri skárri
en Rússa, þá var sjóherinn alls
e ki undir það búinn að taka á
moti þeirri hættu, sem stafaði
ra vélflugum Rússa, tundur-
duflum og kafbátum.
Þannig var þá umhorfs, þegar
Atlantshafssáttmálinn var undir-
ritaður í Washington fyrir 5
árum eða 4. apríl 1949.
Þjóðir hafa sama metnað fyrir
hönd herja sinna og mæður hafa
fyrir hönd barna sinna. Og á liðn
um öldum hefir enginn fengið
öðrum stjórn herja sinna nema
slíkt væri knúið fram með vopna
valdi. í fyrsta skipti í veraldar-
sögunni gangast frjálsar þjóðir
nú undir það af frjálsum vilja á
friðartímum. Svo sérstæð er ein-
drægni Atlantshafsríkjanna.
Þetta hefir gert kleift að
ganga frá sameiginlegum áætl-
unum, það hefir gert kleift að
halda sameiginlegar heræfingar
aðildarríkjanna á landi, í lofti og
á legi. Mönnum skyldi ekki
koma á óvart, þó að í þvílíkum
samtökum mætti fá því orkað,
sem áður þótti óhugsandi.
Miklu hefir verið áorkað
Raunin er líka sú, að þau 5 ár,
sem sáttmáli Atlantshafsríkj-
anna hefir staðið, hefir herafli
þeirra eflzt meir en menn óraði
fyrir. Engu að síður er liðsafli
þeirra ónógur, og her Rússa-
veldis er enn þann dag í dag
mun sterkari og eflist óðum.
Enginn getur örugglega sagt
fyrir um fyrirætlanir þeirra, en
svo mikið er víst, að möguleikar
þeirra til að hefja árásarstríð
með góðum árangri hafa stórum
þ»orrið undanfarin 5 ár.
Ennn hafa Rússar á að skipa
175 herfylkjum að minnsta
kosti, 20 þúsund vélflugum og
miklum kafbátaflota, sem þeir
leggja mikið kapp á að auka.
Þó að þessar tölur sýni ekki
aukningu þetta 5 ára skeið, hefir
herinn tvímælalaust styrkzt stór-
um. Rússar hafa lagt megin-
áherzlu á að endurnýja her-
gögn sín og búa heri hjáríkjanna
nýtízku vopnum og þjálfa þá.
1 herjum þeirra eru nú að lík-
indum 70—80 herfylki.
Atlantshafsríkin hafa nú á að
skipa 75 herfylkjum og 4500 vél-
flugum. Gerðir hafa verið 125
nýir flugvellir og unnið er að
fleirum. Sjóher þeirra er miklu
öflugri en Rússa, þegar kafbáta-
flotinn er undanskilinn, en sjó-
her bandamanna stafar enn sem
fyrr mikil ógn frá Rússum.
Varnarsamtök en ekki árásar
Hvað sem þessum tölum líður,
þá er víst, að Atlantshafsríkin
hafa eflzt ótrúlega mikið á 5
árum.Seinustu árin hefir verið
lögð meiri áherzla á dug her-
aflans en höfðatölu hermanna og
fjölda vopna. Herlið og varalið
hefir verið þjálfað til þrautar og
vopnabúnaður allur bættur, og
það endurnýjað, sem úrelzt
hafði. Sérstaka athygli hafa vak-
ið æfingar með ný vopn þar á
meðal meðferð kjarnorkuvopna,
sem notuð hafa verið við heræf-
ingar á seinustu misserum.
Eitt einkennir allan þennan
viðbúnað öðru fremur. Hann er
allur miðaður við varnir, hvorki
í smáu né stóru er gert ráð fyrir,
að vopnum eða herafla verði
beitt til árásar. Er þetta í sam-
ræmi við markmið bandalags-
ins — að fæla ágengar þjóðir
frá því að gera árás og stofna
til þriðju heimsstyrjaldarinnar.
Það eru í innsta eðli sínu varnar
samtök.
Einn hugur — eiit markmið
Einingin er meginstyrkur At-
lantshafsríkjanna og aðalsmerki.
VitasTíuld ber margt á góma,
sem allir eru ekki sammála um.
Það fylgir hverri fjölskyldu, að
fólkið greini á um menn og mál-
efni. En í meginatriðum getur
aldrei orðið verulegur ágrein-
ingur. Það er líka athyglisvert,
að engum málefnum, sem aðild-
arríkin varða í heild, er ráðið
svo til lykta, að öll séu þau ekki
á einu máli. Hér þarf ekki neit-
unarvald, heldur er unnið að
lausn viðkvæmustu og veiga-
mestu mála, unz allir geta við
unað.
Markmiðið er líka sama hjá
öllum: gagnkvæmar varnir, vel-
megun aðildarríkja og efling
efnahagslegra og menningar-
legra viðskipta þeirra. Hernað-
arlega vinna ríkin sameiginlega
að því að koma sér upp svo
sterkum vörnum, að engin þjóð
sjái sér hag í að hefja árásar-
stríð. En ef viðbúnaður þeirra
skyldi ekki nægja .til að fæla
herskáar þjóðir frá árás, þá eru
aðildarríkin reiðubúin að verj-
ast sameiginlega með púðri og
stáli.
Undansláiiur siofnar griðum
í hæitu
Heyrzt hafa raddir um, að
viðbúnaður bandalagsins væri
ærinn orðinn ,og því væri óhætt
að láta hér staðar numið. Ríkis-
stjórnir Atlantshafsríkjanna og
þeir, sem hnútum eru kunnugir,
vita þó betur. Það, sem áunnizt
hefir til eflingar friðinum, er að
verulegu leyti að þakka tilveru
bandalagsins. Samvinna aðildar-
ríkjanna hefir að vísu lyft
Grettistökum, skapað flóðgarða
þar, sem elfur eyðileggingarinn-
ar gat áður beljað fram fyrir-
hafnarlaust, glætt samheldni og
samhug, þar sem óvinir sáu áður
von til sundrungar. En hernaðar-
báknið í austri heldur áfram að
blása út, og um leið og dregið
yrði úr viðbúnaði, mundi það
vaxa samtökum frjálsra þjóða
yfir höfuð. Hnefinn er reiddur
yfir á.lfunni. Reynslan hefir
margsannað okkur, að ekkert
getur tálmað því, að höggið ríði
af nema krepptur hnefi lýðræðis
þjóðanna. Eða muna menn til
þess, að nazistar og kommún-
istar hafi vílað fyrir sér að rjúfa
greiðin, er þeir sáu sér hernaðar-
legan ávinning í því?
Hitt er svo alkunna, að lýð-
ræðisríkin bíða þeirrar stundar
með óþreyju, að þeim verði ó-
hætt að draga úr vígbúnaði sín-
um. Þeim dylst ekki, að eftir
því sem varið er minna fé til
hervarna verður auðið að veita
meira fé til þeirra mála, sem
skapa fólkinu hagsæld og ham-
ingju. Þær eru á einu máli um,
að allt kapp skuli lagt á að
draga úr viðsjám og togstreitu í
heiminum og grípa hvert tæki-
færi, sem býðst, til að varða leið-
ina til friðar í sátt og bróðerni
allra þjóða.
Sönn þjóðafjölskylda
Ismay lávarður, aðalritari At-
lantshafsbandalagsins sagði í
ræðu s.l. sumar:
„Þegar tilrætt verður um At-
lantshafsbandalagið, er oftast
talað um herafla þess; af því má
þó ekki draga þá ályktun, að
þetta sé venjulegt hernaðar-
bandalag á gamla vísu. Því fer
fjarri. Því er, eins og Churchill
orðaði það, ekki aðeins ætlað að
verja hendur sínar fyrir snögg-
legri árás, heldur því skapað að
glæða framfarir þjóða á ókomn-
um árum. Og sáttmáli Atlants-
hafsríkjanna gerir ráð fyrir, að
aðildarríkin myndi, er tímar
líðar, sanna þjóðafjölskyldu, þar
sem hugur og hönd tengist til
sameiginlegra átaka, þar sem
hver hjálpar öðrum í öllum
greinum alþjóða viðskipta, jafn-
yel þótt árásarhættan í heimin-
um hafi hjaðnað að nokkru, jafn-
vel þótt hún verði alveg úr
sögunni“.
—Mbl., 4. apríl
Verður grasfræsrækt reynd í allstórum
stíl ó söndunum í Rangórvallasýslu?
Þingsályktunartillaga Búnað-
arþings er komin frá jarðrækt-
arnefnd, og var Ólafur Jónsson,
fyrrverandi tilraunastjóri, fram-
sögumaður að henni. Ályktunin
er svohljóðandi:
„Búnaðarþing ályktar í fram-
haldi af ályktunum síðasta Bún-
aðarþings um frærækt, að fela
stjórn Búnaðarfélags Islands að
vinna að því við ríkisstjórn og
Sandgræðslu ríkisins, að í Gunn-
Hreindýrastofninn á Austurlandi hefir
20 faldast s.l. 14 ór
Talið sjálfsagi að hagnýia hann
nú á einhvern háit
Hreindýrunum á Austur-
landi hefir fjölgað mjög ört
á síðustu árum. Er nú talið
af kunnugum mönnum að
þau séu ekki færri en 2000
talsins, en þau voru 1940
talin vera um 100 talsins.
Þó er mjög erfitt að segja
nákvæmlega til um tölu
þeirra. Virðast dýrin lifa
góðu lífi, en ennþá hafa
þau ekki farið út af þeim
slóðum, sem þau hafa verið
á um langt árabil.
Hin öra fjölgun
Árið 1940 voru hreindýrin
friðuð, nema að heimilt var að
látá veiða hreintarfa, því skipt-
ingin milli karl- og kvendýra var
talin óheppileg, jafnvel svo að
það hindraði vöxt hjarðarinnar.
Á hverju hausti hefir því að
ráði eftirlitsmanns verið fargað
20—60 dýrum. Ekki er vitað með
vissu, hvort það er þessi ráð-
stöfun, sem átt hefir sinn mikla
þátt í að hreindýrunum hefir
stórfjölgað svo sem raun er á.
Nú er af hálfu ríkisstjórnar-
innar flutt á Alþingi frumvarp
um að hreindýr skuli friðuð
fyrir skotum og öðrum veiði-
vélum. Þó geti ráðherra í sam-
ráði .við sýslumenn og eftirlits-
mann heimilað veiðar hrein-
dýra, enda setji hann um það
nánar reglugerð.
1 reglugerðinni á ráðherra að
setja ákvæði um það hvert hagn-
aðurinn, er verða kann að veið-
unum, renni. Þykir sjálfsagt að
bændur sem lönd eiga næst
hreindýraslóðunum njóti þess
arðs.
í greinargerð með frumvarp-
inu segir og, að sjálfsagt sé að
reyna að hagnýta hreindýrin
skynsamlega eins og hver önnur
gæði landsins. Þarf reynslan að
skera úr um, með hvaða hætti
þau verða helzt gerð arðgæf. 1
svipinn virðast veiðarnar liggja
næst, enda er talin yfirvofandi
hætta á, að í hörðu ári muni
dýrin horíalla, ef hjarðir þeirra
vaxa frá því sem nú er.
—Mbl., 7. apríl
arsholti verði hafin frærækt í
stórum stíl af þeim tegundum
túngrasa, sem auðveldast er að
rækta hér til frætekju og ætla
má, að henti vel til fræræktar í
sandjarðvegi. Jafnframt fari
stjórn Búnaðarfélags Islands
þess á leit við nýbýlastjórn
ríkisins, að hún athugi þann
möguleika að gera nýbýlahverfi
á hentugum stað í nágrenni
Gunnarsholts, er hafi korn og
frærækt sem aðalframleiðslu.
Ennfremur hlutist stjórn Bún-
aðarfélags Islands til um það við
áðurnefnda aðila og Skógrækt
ríkisins, að í sambandi við fræ-
ræktina verði gerðar rækilegar
tilraunir með gróðursetningu og
ræktun skjólbelta".
Fræraekt í stórum stíl
í greinargerð, sem fylgir þess-
ari þingsályktunartillögu segir,
að síðasta Búnaðarþing hafi fellt
grein um grasfrærækt inn í
kornræktarfrumvarpið, en síðan
hefir ekkert um málið heyrzt.
Hér á landi má með góðum
árangri rækta fræ af ýmsum
tegundum túnjurta, sérstaklega
er fræþroskinn hraður í sand-
jarðvegi.
Frærækt verður að fram-
kvæma í stórum stíl vegna stofn-
kostnaðar og þá sérstaklega
vegna véla, er nota þarf til að
hreinsa fræið. Það, sem helzt
myndi þurfa að óttast í sam-
bandi við grasfrærækt, eru
stormar, sem feyktu fræinu burt
eftir þroskun. Þess vegna myndu
skjólbelti eiga óvíða betur við
en í sambandi við grasfrærækt,
og er nauðsynlegt að fá úr því
skorið, hvernig skjólbeltarækt-
un myndi lánast hér.
—TÍMINN, 7. marz
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNÍPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan. Winnlpeg
PHONE 92-6441
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
vega peningal&n og eldsábyrgB,
bifreiBaábyrgtS o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
For Quick, Reliable Service
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK, MANITOBA
Phones: Office 26 — Residence 230
Office Hours: 2.30 - 6.01 p.m.
Thorvaldson, Eggertson,
Baslin & Stringer
Barristers and Solicitors
209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE. Managing Director
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917
Office Phone
92-4762
Res. Phone
72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur Hkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaBur sá bezti.
StofnaB 1894
SlMI 74-7474
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opposite Maternity Pavilion
General Hospital
Nell's Flower Shop
Wedding Bouquets, Cut Flowers,
Fimeral Designs, Corsages,
Bedding Plants
Nell Johnson
Res. Phone 74-6753
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykh&far, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
viC, heldur hlta frá atS rjúka út
meB reyknum.—SkrifiB, slmiB til
KELLT SVEINSSON
625 Wall St Winnipeg
Just North of Portage Ave.
Símar S-3744 — 3-4431
J. Wilfrid Swanson & Co.
Insurance in all lts branches
Real Estate - Mortgages - Rentals
210 POWER BU1I.DING
Telephone 93-71S1 Res. 46-3480
LET US SERVE YOU
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipeg
PHONE 92-4424
Phone 74-7855
ESTIMATES
FREE
J. M. Ingimundson
Re-Roofing — Asphalt Shingles
Insul-Bric Siding
Vents Installed to Help Eliminate
Condensation
832 Simcoe St.
VVinnipeg, Man.
SEWING MACHINES
Darn socks in a jiffy. Mcnd,
weave in holes and séw
beautifully.
474 Portage Ave.
Winnipeg, Man. 74-3570
Dr. ROBERT BLACK
SérfræBingur I augna, eyrna, nef
• og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslmi 92-3851
Heimasími 40-3794
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargenl Ave. Winnipeg
PHONE 74-3411
Hofið
Höfn
í huga
Heimili sólsetursbarnanno,
Icelandic Old Folks’ Home Soc.,
3498 Osler St., Vancouver, B.C.
Cotton Bag Sale
BLEACHED SUGAR .29
BLEACHED FLOUR ..........29
UNBLEACHED FLOUR ........23
UNBLEACHED SUGAR .23
Orders less than 24, 2c per bag extra.
United Bag Co. Ltd.
145 Portage Ave. E. Winnipeg
$2.00 Deposit for C.O.D.’s
Write for prices on new and used
Jut Bags.
Dept. 1M
AUTOMOTIVE SERVlCé
Exclusive Hillman
Distributors
Sargent & Home Ph. 74-2576
Minnist'
BETEL
í erfðoskróm yðar.
Phone 92-7025
H. J. H. PALMASON
Chartered Accountant
505 Confederatlon Llfe Bulldlng
WINNIPEG MANTTOBA
Lesið Lögberg
Parker, Parker and
Kristjansson
Barristers - Solicitors
Ben C. Parker. Q.C.
B. Stuart Parker. A. F. Kristjanmon
500 Canadian Bank of Commerce
Chamberi
Winnipeg, Man. Phone 92-3561
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
60 Louise Street Simi 92-6227
EGGERTSON
FUNERAL HOME
Dauphin, Maniloba
Eigandi ARNI EGGERTSON Jr.
Van7s ESectric Ltd.
636 Sargenl Ave.
Authorized Home Appliance
Dealers
GENERAL F!l >T!utkIC — ADMIRAL
McCLARY ELECTRIC — MOFTAT
Phone 3-48U0