Lögberg - 13.05.1954, Síða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. MAl 1954
7
Bræðraminning
LOFTLEIÐIR 10 ARA:
Sækja um Beyfi til áætlunarflugs milli
Reykjavíkur og Tokyo
Það mun ekki hafa verið getið
um lát Sveinssons-bræðranna,
Jóns og Sveins, í íslenzku
blöðunum vestan hafs, en þeir
dóu með tæpu mánaðarmillibili
seinni hluta ársins 1953, Jón í
Billings, Mont., og Sveinn í
Portland, Ore. Foreldrar þeirra
voru hin velþekktu hjón, Sveinn
Sveinsson bóndi og kona hans
Guðrún Símonardóttir, frum-
byggjar í íslenzku byggðinni að
Mountain, N.D. Foreldrar Sveins
föður þeirra voru Sveinn Sveins-
son læknir, annálaður yfirsetu-
læknir og almennt kallaður
Yfirsetu-Sveinn, er bjó á Sleitu-
stöðum í Kolbeinsdal í Skaga-
fjarðarsýslu, og seinni kona
hans Rannveig Erlendsdóttir úr
sömu sveit.
Sveinn er fæddur að Sleitu-
stöðum 7. apríl 1848. Úr föður-
húsum fór hann á 12. ári og vann
fyrir sér þar í sveitinni þar til
árið 1876 að hann flutti vestur
um haf til Nýja-íslands, Mani-
toba, Canada, og var bóluvetur-
inn á Gimli. Árið 1877 kvæntist
Sveinn Guðrúnu Símonardóttur.
Árið eftir fór Sveinn suður til
Mountain, N.D., U.S.A., sem þá
var íslenzkt nýlendusvæði, og
nam þar land. Árið 1879 fluttu
þau hjónin þangað búferlum og
settust að á heimilisréttarlandi
sínu stutt suður af Mountain-
þorpi; síðar fluttu þau á bújörð
3 mílur austur af Mountain, og
arið 1905 fluttu þau á lönd, sem
þau keyptu stutt suður af Akra,
N.D., og bjuggu þar til æviloka.
Sveinn andaðist 30. júlí 1924.
Guðrún kona Sveins var Sí-
monardóttir Kristjánssonar frá
Veðramóti í Gönguskörðum í
Skagafjarðarsýslu og konu hans
Þorbjargar Eiríksdóttur Bjarna-
sonar frá Víðinesi í Hjaltadal.
Guðrún var fædd 7. apríl 1856,
fluttist til Nýja-lslands, Man.,
árið 1876 og giftist sem fyr segir
Sveini 1877. Guðrún andaðist 5.
marz 1940 á heimili dóttur sinn-
ar og tengdasonar Mr. og Mrs.
Steini Björnsson, Hensel, N.D.
Jón Sveinsson var fæddur að
Mountain, N.D., 18. marz 1885;
hann lézt 31. ágúst 1953 í Bill-
ings Mont. Dauða hans bar
óvænt að, þó hann væri van-
heill síðasta ár ævinnar. Þennan
dag fóru þau Jón og kona hans
«1 sonar síns Gilchrists, sem býr
í Billings, þar sem fjölskyldan
mætti til miðdagsverðar. Seinni
hluta dags fór Jón einn heim.
Á miðri leið hafði hann stöðvað
bíl sinn upp við gangstéttina,
var höfuð hans hneigt að stýris-
hjólinu og hann örendur. Jón
kvæntist í Manitoba, Canada, 10.
júlí 1911 Jónu Johnson, dóttur
Gísla Johnson Runólfssonar og
Sigurlaugar Gísladóttur Kon-
ráðssonar sagnfræðings. Kona
Gísla og móðir Jónu var Krist-
jana Símonardóttir Kristjáns-
sonar og kona hans Þorbjörg
Eiríksdóttir, sem lengi bjuggu í
Neewatin, Ont., þar dó Gísli;
eítir það fluttist Kristjana til
írændfólks síns að Mountain,
^ — Jón og Jóna settust fyrst
á landi austan við Mountain.
Seinna keypti hann land í nánd
Vli® þorp, sem Bakoo heitir,
skammt frá Akra, N.D. Þar
stundaði hann búskap og vann
smíðum; hann og Björn
jálmarsson frá Akra unnu
er>gi saman. Þegar börn Jóns og
onu voru uppkomin og búin að
a ^oenntun, brugðu þau búi og
voru um tíma á Akra. Þaðan
luttu þau til Helena, Mont. Þar
stundaði hann húsasmíðar. 1
desember 1945 fluttu þau til
Billings Mont. og bjuggu þar
síðan. Jón lætur eftir sig ekkju
sína Jónu og fjóra syni: Gilchrist
og Elvin (Plummers), Gordon
(Electrician), allir í Billings,
Mont., og James (Sheet Metal
Worker) í Juneau, Alaska, og
(eina dóttur Mrs. Savage (Mae) í
Batön Ruge L.A.
Jón var iðjumaður í þess orðs
beztu merkingu, umhyggju-
(Samur eiginmaður og faðir.
glöggt auga fyrir öllu spaugi-
ilegu og var orðheppinn og
iSkemmtinn í viðræðum.
Sveinn Sveinsson andaðist að
heimili sínu í Portland, Ore., 20.
september 1953 og var jarðsung-
inn 23. sama mánaðar og lagður
til hvíldar í Lincoln Memorial
grafreit.
Sveinn var fæddur að Moun-
tain, N.D., 12. apríl 1899 og var
því aðeins 54 ára að aldri. Hann
kvæntist Elsie J. Su frá Hamil-
ton, N.D. Þau voru gefin saman,
í Moore Head, Minn., 16. nóvem-
ber 1925. Þau settust fyrst að í
Helena, Mont. Þar stundaði
Sveinn atvinnu sína, en hann
var raffræðingur (Electrician).
Síðar fluttu þau til Portland,
Ore. Þar hélt hann áfram sama
starfi þar til heilsan bilaði. Síð-
ustu ár ævi sinnar átti hann í
stríði við heilsuleysi, þó ungur
væri, og gekk undir ægilegan
uppskurð, en engin læknis-
aðgerð gat bjargað. Ólæknandi
krabbamein varð honum að
Þeir eru ekki ýkja margir,
sem ilfa það að komast á tíræðis-
aldurinn, og þeir, sem tóra allan
þann tíma, eru allajafna orðnir
býsna farnir og þreyttir á líf-
inu — og furðar engan á því. Þó
á sumt fólk því láni að fagna að
halda lífsþrótti sínum og lífs-
gleði undursamlega fram í háa
elli. Á meðal þessa fólks er frú
;María Ámundadóttir, sem í dag
fyllir níunda áratuginn. í fyrra-
dag, þegar mig bar að garði á
heimili hennar, Laugavegi 159A,
þar sem hún býr hjá tengdasyni
sínum, Pétri Þórðarsyni, var
hún úti við að hengja upp þvott-
inn sinn eins og ekkert væri.
Hún þjónar sér sjálf og hugsar
um sig að mestu leyti og sívinn-
andi er hún 1 höndunum allan
daginn, með prjónana sína eða
við rokkinn. Hún er hress og
reif í máli, með ágæta heyrn en
nokkuð er sjón hennar farin að
daprast, þó ekki meira en svo
að hún getur hæglega lesið gler-
augnalaust fyrirsagnir dag-
blaðanna.
Þeir, sem vel þekkja til Maríu
dást að hinni traustu og hlýju
skapgerð hennar, léttlyndi henn-
ar og kjarki. Sjálfsagt eru það
ekki sízt þessir eiginleikar henn-
ar, sem hafa hjálpað henni yfir
alla erfiðleikana, sem orðið hafa
á vegi hennar á hinni löngu ævi.
María er fædd að Árbæ í
Holtum í Rangárvallasýslu hinn
1. apríl 1864. Hún ólst upp hjá
afa sínum og ömmu til 8 ára
aldurs, en þá byrjaði hún að
basla fyrir sér sjálf og síðan
hefir henni aldrei fallið verk úr
hendi. Hún hefir fætt og alið
upp þrjú börn, sem hún sá fyrir
og kom til manns af eiginn
rammleik.
bana. Allar þjáningar bar Sveinn
með íslenzkri karlmannslund,
glaður og reifur til hinztu
stundar; ástríkur eiginmaður og
faðir, alltaf fær um að draga at-
hygli sinna nánustu frá líðan
sinni með ljúfmennsku og hýru
viðmóti. Hann syrgja ekkjan
Elsie og þrjú börn: tveir synir,
Robert Swain og Charles
Richard, og ein dóttir Mrs. Lotu
(Donna Lee), öll í Portland, Ore.
Elzti bróðirinn, Sveinn Sveins-
son byggingameistari, dó 1 Chi-
cago fyrir nokkrum árum; auk
ofantaldra skyldmenna syrgja
bræður sína 4 eftirlifandi systur:
(Rúna) Mrs. Kristjánsson og
(Lóa) Mrs. Björnsson, Hensel,
N.D., (Tobba) Mrs. Sveinsson,
Wynyard, Sask., og (Dilla) Mrs.
Thorwaldson, Los Aengeles, Cal.
í þeirri von, að ættmenni á Is-
landi og þeir sem í þessu landi
búa, en hafa ekki séð ensku
blöðin, sem andlátsfregnir
bræðranna voru í, sjái línur
þessar eru þær nú birtar.
Það lifir í minning um ófarin ár,
er áttum við föðurhús saman.
Oss birtist þar sýn gegnum
saknaðartár
um svo margt, sem var unun og
gaman.
Það rætast ei allar óskir og þrár
né æskunnar vonir um framan.
Að vera iðju- og lánsmenn
liðinna daga,
er lífsins fegursta ævisaga.
Blessuð sé minning bræðranna
í nafni systranna
Gamall Dakota-búi
Tíu krónur í árslaun
Hún vann fyrir sér sem
vinnukona á bæjunum í sveit-
inni hennar, eins og gerðist í þá
daga. Þegar hún var 18 ára
gömul voru árslaun hennar 10
krónur og þrjár flíkur að auki.
— Ég man, segir María, — að
árið 1884 var aflahlutur sjó-
manna 60 krónur yfir vertíðina
— og það þóttu hrein uppgrip í
þá daga.
— En hvenær komuð þér til
Reykjavíkur?
— Það var um árið 1910, sem
ég settist hér að. Áður hafði ég
þó farið einum þrisvar sinnum
fótgangandi austan úr Rangár-
vallasýslu til Reykjavíkur til
að leita fyrir mér um atvinnu —
hvort mér byðist ekki eitthvað
betra, sem gæfi meira í aðra
hönd heldur en vinnan í sveit-
inni.
— Og féllu yður skiptin vel?
— Já. Það var auðveldara að
koma sér áfram hér, það var
erfitt og illa launað í sveitinni,
þegar ég var upp á mitt bezta, og
oft skortur á því sem vera skyldi.
Fólk barðist í bökkum við að
hafa í sig og á. Það mátti ekkert
tæpara standa, að það tækist. —
Já, víst hef ég orðið að ganga
gegnum margar þrautir og erf-
iðleika um ævina, en það fellur
nú flest um sjálft sig. Ég á líka
margar sólskinsstundir til að
minnast — þær vil ég geyma
en gleyma hinu.
Alsáll við lífið
— Svo að þér eruð eftir allt
saman sáttar við lífið og til-
veruna?
— Já, alsátt, ég fer héðan
ánægð, þegar ég fer. Ég finn, að
ég er að verða óttalega ónýt,
þrótturinn er smám saman að
fjara út, svo að ég vildi helzt,
að ég ætti ekki mjög langt eftir
— annars er ég ekkert of góð til
að lifa svo lengi sem það á að
verða. — Ég gleðst af tilhugsun-
inni um, hve fólkið á við betri
kjör að búa, hve því líður miklu
betur nú heldur en í gamla daga,
þegar ég var að berjast áfram,
og ég vildi óska, segir hin ní-
ræða kona að lokum, — að það
ástand megi haldast, að sem
flestir geti lifað glaðir og
ánægðir.
Fjölga Atlantshafsferðum og
undirbúa kaup á Cloudmastervél
Loftleiðir h.f. eiga í dag tíu
ára starfsafmæli. Á þessu
tímabili hafa flugvélar fé-
lagsins flutt samtals 94,132
farþega, 243 tonn af pósti og
918 tonn af ýmiskonar
varningi.
Loftleiðir eiga nú aðeins eina
millilandaflugvél, „Heklu“, en
hafa tekið á leigu norska flugvél
frá Brathen, sem í sumar mun
annast áætlunarflugferðirnar á
vegum félagsins milli Evrópu og
Ameríku ásamt „Heklu“. Hafa
Loftleiðir og sótt um leyfi til
áætlunarflugs' á flugleiðinni
Reykjavík—Tokyo, en ekki hef-
ir endanlega verið gengið frá
því máli. Næsti áfangi á þró-
unarbraut félagsins er að kaupa
flugvél af fullkomnustu gerð, og
er nú unnið að undirbúningi
kaupa á vél af tegundinni Cloud-
master DC6, en slíkar vélar eru
ekki fáanlegar nema með
tveggja ára biðtíma, og munu
kosta um eða yfir 20 millj. kr.
Þótti því nauðsynlegt að taka
flugvél á leigu meðan beðið er
þessarar nýju vélar, til þess að
halda uppi áætlunarferðunum
ásamt „Heklu“.
Stjórn Loftleiða ræddi í fyrra-
dag við blaðamenn og skýrði
þeim í stórum dráttum frá sögu
og starfi félagsins þessi tíu ár,
og hafði Kristján Guðlaugsson
hæstaréttarlögmaður aðallega
orð fyrir stjórninni.
Þrír flugmenn brautryðjendur
Síðla árs 1943 keyptu þeir
Alfreð Elíasson, Kristinn Olsen
og Sigurður Ólafsson litla Stin-
son sjóflugvél, en þeir höfðu þá
dvalizt í Canada við nám og
störf. Upp úr áramótunum
1943—1944 ákváðu þeir, ásamt
nokkrum fleirum, að stofna nýtt
flugfélag og 10. marz 1944 voru
Loftleiðir h.f. stofnaðar, en
fyrstu stjórnina skipuðu þeir
þremenningarnir, auk Ólafs
Bjarnasonar og Kristjáns Jóh.
Kristjánssonar, sem var formað-
ur félagsins og gegndi þeim
starfa um langt árabil.
Fyrsta áætlunarflugið var far-
ið með Stinsonvélinni 7. apríl
1944, en þá var haldið til Vest-
fjarða. Á næstu árum jókst flug-
vélakostur félagsins og um
skeið héldu Loftleiðir uppi áætl-
unaflugi milli Reykjavíkur og 15
flugstöðva á landinu, auk þess
sem vélar félagsins önnuðust
síldarleit.
Fyrsta millilandaflugvélin
í júnímánuði 1947 fengu Loft-
leiðir fyrstu millilandaflugvél
sína, eldri „Hekluna“, og var
það fyrsta Skymasterflugvél Is-
lendinga, og árið eftir keypti
félagið aðra Skymastervél,
„Geysi“. Síðan hefir félagið
haldið uppi föstum áætlunar-
ferðum milli Evrópu og Norður-
Ameríku, en auk þess hafa vélar
þess verið í leiguferðum víða um
heirh.
Eins og kunnugt er urðu Loft-
leiðir fyrir því óhappi haiietið
1950, að flugvélin „Geysir“ ó-
nýttist á Vatnajökli, og síðar
brann „Hekla“ suður á ítalíu,
en þar var hún í vörzlu erlends
flugfélags. — Hafði þetta í för
með sér mikinn hnekki fyrir fé-
lagið og tafði framþróun þess, en
árið 1952 keypti það nýja Sky-
mastervél, nýju „Heklu“, sem
verið hefir í förum víða um
heim frá því í maí 1952. Þess
má geta að á síðastliðnu ári voru
hreinar gjaldeyristekjur af flugi
vélarinnar, umfram það sem
eyddist við rekstur hennar, ná-
lega ein millj. kr.
Hætta innanlandsflugi
Eftir áramótin 1952 urðu þátta
skil í rekstri Loftleiða, er ákveð-
ið var að leggja niður innan-
landsflug vegna skiptingu flug-
leiðanna milli flugfélaganna, en
þá skiptingu, eins og hún var
ákveðin, gátu Loftleiðir ekki
fellt sig við. Var þá ákveðið að
selja allar flugvélarnar, er
notaðar höfðu verið í innan-
landsfluginu, og síðan hafa
Loftleiðir einsöngu haldið uppi
ferðum landa í milli.
Samvinnan við Braathen
Nokkru áður en nýja „Hekla“
var keypt gerðu Loftleiðir samn-
ing við Braathen’s SAFE um
gagnkvæma leigu á flugvélum.
Braathen, sem hélt uppi föstum
áætlunarferðum milli Noregs og
Kína, leigði „Heklu“ tvisvar í
mánuði til Austurlanda, en Loft-
leiðir leigðu norska flugvél aðra
hverja viku til Ameríkuferða.
Fjölgar ferðum yfir
Atlantshafið
Loftleiðir hafa nú ákveðið að
fjölga ferðunum yfir Atlants-
hafið, upp í tvær í viku eftir
næstu mánaðamót, en eftir 27.
maí er ákveðið að fara þrjár
ferðir í viku milli Evrópu og
Ameríku. Viðkomustaðir verða
þeir sömu og áður, það er Ham-
borg, Kaupmannahöfn, Stafang-
er, Reykjavík og New Ycyrk, en
auk þess verða teknar upp viku-
legar ferðir milli Islands og
Gautaborgar, og einnig verða
ferðir til Osló í beinu sambandi
við flugferðir Loftleiða.
Ákveðið heflr verið að gera
gagngera breytingu á báðum
flugvélunum, „Heklu“ og norsku
leiguflugvélinni, með tilliti til
þæginda og öryggis farþeganna.
Meðal annars verður sætunum
fækkað í 53, og verða þau færan-
leg og einnig verða færanleg
skilrúm í vélunum. Ráðgert er,
að Hekla fari til Kaupmanna-
hafnar í dag á afmælisdegi fé-
lagsins, þar sem þessi endur-
nýjung og breytingin verður
framkvæmd.
Loftleiðir eru háðar sam-
þykktum IATA um fargjöld
milli íslands og Evrópu. Hins
vegar hefir félagið óbundnar
hendur um fargjöldin á flugleið-
inni Island og Ameríka og hafa
fargjöld þess að undanförnu
verið um 800 kr. lægri á þeirri
leið en annarra félaga.
Um 60 manna starfslið
Alls vinna nú hjá Loftleiðum
um 60 manns bæði hér og er-
lendis, en félagið hefir umboðs-
menn víða erlendis. M. a. hefir
það nýlega aukið tölu starfs-
manna sinna og í Kaupmanna-
höfn hefir húsnæði verið tekið
á leigu fyrir afgreiðslu og skrif-
stofur í Vester-Farimagsgade, og
veita skrifstofunni forstöðu þeir
J. Höberg Petersen og Gunnar
Gunnarsson. í New York hefir
félagið Icelandic Airlines Inc.
tekið að sér alla fyrirgreiðslu
vegna starfsemi Loftleiða, en
það félag er stofnað að tilhlutan
þeirra. Forstjóri þessa félags er
Nicholas Craig, en Bolli Gunn-
arsson er trúnaðarmaður Loft-
leiða og fulltrúi í New York.
Auk þessa hefir félagið umboðs-
menn í Noregi og Þýzkalandi.
Á síðasta aðalfundi Loftleiða
var ákveðið að auka hlutafé fé-
lagsins upp í 2 millj. kr. og er
stjórnin nú að ljúka við fram-
kvæmd þeirrar ákvörðunar, og
hefir hlutafjársöfnunin gengið
mjög vel. Stjórn félagsins skipa
nú Kristján Guðlaugsson, form.,
Alfreð Elíasson, sem einnig er
framkvæmdastjóri félagsins,
Kristinn Olsen flugstjóri, Sig-
urður Helgason framkvstj. og
Ólafur Bjarnason skrifstofustj.
í varastjórn eru Sveinn Bene-
diktsson framkvæmdastjóri og
Einar Árnason flugstjóri.
—VISIR, 10. marz
Fréttir frá
ríkisútvarpi íslands
Skíðamóti Islands lýkur í dag.
P’yrri hluti mótsins fór fram á
Siglufirði og var þar keppt í
norrænum greinum, göngu og
stökki, en síðari hluti mótsins
hófst á sumardaginn fyrsta í
nágrenni Reykjavíkur og var
þar keppt í alpagreinunum svo-
nefndu, svigi, bruni og stórsvigi.
Skíðamenn frá öllum lands-
hlutum tóku þátt í mótinu.
☆
Hörður Bjarnason skiplags-
stjóri hefir nýlega verið skipað-
ur húsameistari ríkisins. — Þrír
umsækjendur eru um prófessors
embætti í lögum við lagadeild
Háskóla íslands. Þeir eru Bene-
dikt Sigurjónsson fulltrúi, Dr.
Gunnlaugur Þórðprson fulltrúi
og Theódór B. Líndal hæsta-
réttarlögmaður.
☆
Barnavinafélagið Sumargjöf
efndi til hátíðahalda í Reykjavík
á sumardaginn fyrsta og var
veður milt og blítt. Voru há-
tíðahöldin mjög fjölsótt. Börn
komu í skrúðgöngum úr Austur-
og Vesturbænum og voru skraut
búnir vagnar í förinni. Var
haldið á Austurvöll og þar
flutti biskupinn yfir íslandi,
herra Ásmundur Guðmundsson,
ræðu af svölum Alþingishússins.
Fjölmargar skemmtanir voru í
samkomuhúsum bæjarins og
voru vel sóttar. Nær 150 þúsund
krónur söfnuðust fyrir sölu
merkja, bóka og blaða og hefir
aldrei safnazt jafn mikið á barna
daginn. Sumardagsins fyrsta
.var minnzt með hátíðahöldum
víðar um land og efnt til marg-
víslegra skemmtana.
☆
Nýlega kom flutningaskipið
Arnarfell með 100 dráttarvélar
af Ferguson-gerð tli landsins og
Samband íslenzkra samvinnu-
félaga á von á 266 dráttarvélum
til viðbótar í vor. Er vélar þess-
ar eru komnar til landsins, þykir
fullvíst að Islendingar eigi hlut-
fallslega flestar dráttarvélar eða
rúmlega eina á þriðja hvert býli.
☆
Þrír ungir listmálarar halda
málverkasýningu um þessar
mundir. Þeir eru Benidikt Gunn-
arsson, sem sýnir í Listamanna-
skálanum í Reykjavík, Garðar
Loftsson, sem sýnir á Akureyri
og Jóhannes Geir Jónsson, sem
sýnir í Listvinasalnum í Reykja-
vík. Hefir aðsókn að sýningum
þessum verið mikil og margar
myndir selzt.
☆
Sænska Slysavarnafélagið hef-
ir sæmt Slysavarnafélag Islands
sérstökum heiðursskildi í tilefni
af björgun skipverja á sænska
flutningaskipinu Hanön, sem
strandaði við Engey í ofviðri
annan jóladag. Einnig hefir fé-
lagið látið útbúa heiðursskjöl í
fjórum eintökum til þeirra, sem
bezt lögðu sig fram við björgun-
ina. Var heiðursskjöldurinn og
skjölin afhent í Stokkhólmi fyrir
skömmu.
SAVE
Best for Less
Davenport and Chalr,
$82.50
Chesterfleld and Chair,
$149.50
Hostess Chair $16.50
T.V. Chairs .....$24.50
Chesterfield and Chair.
recovered, from $89.50
up.
- —
hi-graoe upholstering and drapery service
625 Sargent Ave.
Phone 3-0365
CHICKS FOR PROFIT
Approved 100 50 25 R.O.P. Sired 100 50 25 R.O.P. Bred 100 50 25
White Leghorns Unsexed White Leghorn Pullets »18.50 $ 9.75 $ 5.15 36.00 18.50 9.50 20.00 $10.50 $ 5.50 39.00 20.00 10.25
Rarred Rocks Unsexed Barred Rock Pullets 20.00 10.50 5.50 33.00 17.00 8.75 21.50 11.25 5.70 36.00 18.50 9.50
New Hampshires Unsxd. New Hampshire Pullets 20.00 10.50 5.50 33.00 17.00 8.55 21.50 11.25 5.70 36.00 18.50 9.50
Light Sussex Unsexed Light Sussex Pullets $19.00 $10.00 $5.25 31.00 16.00 8.25 20.00 10.80 5.50 33.00 17.00 8.75
R.O.P. Bred Chicks Are the kind that really lay And give you a better profit For the money that you pay.
Black Australorps Unsxd Black Australorp Pullets 20.00 10.50 5.50 33.00 17.00 8.75
COCKERELS White Leghorns Heavy Breeds April Delivery 5.00 3.00 2.00 18.00 9.50 5.25 May Delivery 6.00 3.50 2.00 20.00 10.50 5.50
FARMERS' CHICK HATCHERY
Phone 59-3386
1050 Main Street Winnipeg, Man.
„Ég er glöð yfir því hve kjör
fólksins hofa batnað"
— segir MARÍA AMUNDADÓTTIR níræð
—Mbl., 1. apríl